Hvað heldur þú?

 triple lanolin

   Mig langar til að bera undir ykkur eitt atriði.  Ég tek fram að ég er ekki að nota þennan vettvang til að auglýsa fyrirbærið heldur til að fá skilning ykkar á texta.  Þannig er að í vel á þriðja áratug hef ég selt Aloe Vera gel.  Lengst af var það einungis fáanlegt í kvartlítra flösku.  Það átti ekki aðeins við um Aloe Vera gelið sem ég sel heldur öll vörumerki af Aloe Vera geli sem hér hafa verið og eru á markaði.

  Fyrir nokkrum árum bættist við hálfslítra flaska af Aloe Vera gelinu sem ég sel.  Það er hlutfallslega töluvert ódýrara per ml.  Til að vekja athygli á þessu lét ég prenta límmiða með textanum:  "Tvöfalt meira magn,  lægra verð".  Límmiðann set ég á stóru flöskurnar.

  Í dag hringdi í mig kona sem spurði:  "Hvaða búð selur Aloe Vera gelið með þessu tilboði?"  Ég fattaði ekki hvað hún átti við.  Eftir smá spjall kom í ljós að hún túlkaði merkinguna sem "2 fyrir 1".  Ég útskýrði fyrir henni hvaða upplýsingum ég var að reyna að koma á framfæri á miðanum.  Hún var mér óssamála.  Sagði textann vera villandi og plat.  Þetta var samt kurteis kona og bara gaman að spjalla við hana.

  Þess vegna spyr ég ykkur hvort skilningur konunnar á textanum sé réttur.  Hvort textinn gefi annað í skyn en ég ætlaði.

  Ég ítreka að ég er ekki að auglýsa mína vöru með því að bera þetta undir ykkur.  Þess vegna birti ég með færslunni mynd af Aloe Vera geli frá öðrum framleiðanda en Banana Boat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Þetta er ekki villandi nema fólk sé óvenju stupid sem margir eru í dag. Þessi miði segir manni að það sé hagkvæmara að kaupa stærri flöskuna en þá ódýrari miðað við magn.

Hannes, 3.9.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiii

Ómar Ingi, 3.9.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Þetta ætti ekki að miskiljast. Hef samt oft lent í misskilningi hjá fólki í sambandi við álíka texta. Held líka að fólk sé orðið ruglað á öllum tilbðum, útsölum, góðm dílum og allt fyrir ekkert tilboðum sem flæða yfir markaðinn :-)

Kristján Kristjánsson, 3.9.2009 kl. 22:56

4 identicon

Sko...segjum ad 0,25 l. flaskan kosti 500 kr.  og nú viltu selja ½ l. flösku á laegra verdi...sem sagt thú aetlar ad taka minna en 500 kr. fyrir ½ lítra flöskuna.  Jú konan hefur rétt fyrir sér..... hún er a.m.k. ad fá tvöfalt magn fyrir sömu upphaed og thú selur 0,25 lítra flöskuna á.

Thad er haegt ad skilja thetta á ofannefndan hátt.....en heilbrigd skynsemi segir audvitad annad...thetta tilbod er of gott til thess ad vera satt.

Gjagg (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:08

5 identicon

Hvad er ALOE annars?  Eda Aloe Vera?  Eitthvad til thess ad bera á auma tá? 

Gjagg (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  takk fyrir þinn skilning á textanum.

Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:22

7 Smámynd: Jens Guð

  Ómar,  þú gefur ekkert upp um þinn skilning á textanum.  Ég túlka orð þitt þó þannig - með vilja - að skilningur konunnar sé rangur. 

Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi,  hvað er í gangi með bloggið þitt?  Ég er alltaf að kíkja þangað inn í von um nýja færslu.

Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:25

9 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  Aloe Vera er þykkblöðungur sem inniheldur mörg hraðgræðandi efni.  Einnig í það minnsta 75 vítamín,  steinefni og hvata.  Það er hægt að drekka Aloe Vera djús sem heilsudrykk og einnig bera Áloe Vera gel á útvortis sár.  Þetta er til að mynda eitt besta sárasmyrsl á brunasár. 

Jens Guð, 3.9.2009 kl. 23:30

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í matvöruverslunum er verð á hverju kílói og lítra einnig tekið fram.

Þannig er auðvelt að bera saman verð á matvörunum.

Þorsteinn Briem, 3.9.2009 kl. 23:58

11 identicon

Já audvitad....thad er thess vegna sem thú lítur svona vel út thrátt fyrir stödugt át á óhollum skyndimat.  Thú ert ad thamba thennan heilsudrykk í laumi!!

Ég verd náttúrulega ad prófa!!!  ...En er thetta annars eitthvad sem kemur frá Indlandi?  Indlensk laeknalist inniheldur eitthvad sem ég man ekki thessa stundina en ég gaeti audvitad fundid út á netinu ef ég nennti thví....eitthvad sem kallast avo vera eda eitthvad thess háttar...thar sem leitast er vid ad ná jafnvaegi í líkamanum á milli ólíkra póla?....

En thetta er mjög athyglisverd vara.   Thú ert heppinn ad vera í thessum business!  Gott ad selja eitthvad sem er fólki virkilega ad gagni.  75 vítamín!!, steinefni og hvatar...geri adrir betur!

Gjagg (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 23:59

12 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  þetta kemur líka fram í hillumerkingu hjá sumum apótekum.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 00:12

13 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég sæki stíft í gamaldags heimilismat og sneiði sem ég mest má hjá skyndibita.  Borða oftast á BSÍ og Múlakaffi í bland við Sjávarbarinn og Sægreifann.

  Það er dálítið um Aloe Vera djús á markaði sem er lítið annað en litað sykurvatn með innan við 5% Aloe Vera.  Ég er reyndar ekki inni á markaði Aloe Vera til inntöku.  Ég er að selja Banana Boat sem er einungis með Aloe Vera vörur til útvortis nota. 

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 00:21

14 Smámynd: doddý

ég skil þetta fullkomlega eins og þú setur það fram. viðkomandi ætti ekki að geta misskilið þetta, það fæst meira aloa fyrir minni pening en áður- ég er líka afar gáfuð. kv d

doddý, 4.9.2009 kl. 00:23

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég rækta sjálf mitt Aloe vera, en aldrei gæti ég lagt það mér til munns.  Það er ógeðslegt á bragðið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2009 kl. 00:44

16 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  takk fyrir þitt álit.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 00:47

17 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  bragð af Aloe Vera hlaupi er rammt og vont.  Ég veit að í Heilsubúðinni á Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði er seldur bragðgóður Aloe Vera djús.  Þar yfirgnæfir berjablanda vonda bragðið.  Ég man ekki hvað hvað blandan heitir.  Berry-eitthvað.  Þeir Aloe Vera drykkir sem seldir eru í stórmörkuðum eru hinsvegar að uppistöðu bara litað sykurvatn með innan við 5% Aloe Vera. 

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 00:54

18 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo varðandi límmiðann á flöskunum með meira tvöfalt magn og ódýrara.  Ef fólk ætlar sér að misskilja, misskilur það náttúrulega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.9.2009 kl. 02:44

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég tek undir orð Doddýjar hér að ofan. Þetta ætti ekki að misskiljast - en ég er líka eins og hún - gáfuð!

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 09:12

20 identicon

tja, eina sem mér dettur í hug er að bæta við "nánari uppl." eða álíka. Annars er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að fá endanlegar uppl. um málið í síma eða í verslun.

En villandi, alls ekki.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 11:13

21 Smámynd: Flower

Ég hef enga skoðun á færslunni sem slíkri en vil bara lýsa ánægju minni á þessari vöru sem hefur algjörlega bjargað mér og ég lýt á sem nánast allra meina bót.

Flower, 4.9.2009 kl. 11:46

22 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Og bara til að ítreka orð Jens i pistlinum þá er hann alls ekki, ALLS EKKI að auglýsa vöru sína aðeins að fá umræður um hana.

Auðvitað vonar undirrtaður fyrir hönd Jens að  heilnæm umræða verði um,  vöruna, umbúðirnar,  og þetta "TILBOÐ" sem komi til með að leysa þetta gríðarlega stóra vandamál hans sem mér sýnist að geti haft ófyrirsjánlegar afleiðingar fyrir reksturinn.

Nú er að detta í helgi og því ekki úr vegi að bera þetta vandamál Jens fyrir í öllum partíum og fjöldskylduboðum um allt land. Þannig skapast enn meiri umræða um þetta stóra vandamál sem innflutningsaðili ALOE VERA á íslandi á í höggi við.

Höfum það í huga þegar að stór vandi steðjar að fyrirtæki þá vill oft brenna við að markaðsetning vill oft verða sú deild sem fyrst fær að Kenna á því, ekki viljum við að það komi fyrir ALOE VERA á Íslandi.

Leysum þetta vandamál svo Jens geti snúið sér að því sem hann er bestur í, markaðsetningu.

S. Lúther Gestsson, 4.9.2009 kl. 14:15

23 Smámynd: Arnar

Ættir kannski að nota 'stærri umbúðir' í stað 'meira magn'.  Og svo virkar vel að setja upp kr/ml.

Annars er ég ánægður með að sjá að þú notar réttilega "tvöfalt meira" .. ótrúlega margir sem segja "helmingi meira" þegar eitthvað tvöfaldast og af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá pirrar það mig.

Arnar, 4.9.2009 kl. 16:45

24 Smámynd: brahim

Það er nú ekki hægt að misskilja þennan texta hjá þér "Tvöfalt meira magn,  lægra verð".  En það er aftur annað að þetta er hrein og bein auglýsing hjá þér þó svo að pistillinn sé undir þeim formerkjum að þú viljir fá umsögn um textann á flöskunni.

Reyndar tvöföld auglýsing. Annarsvegar að þú sért að selja þessa vöru og að komin sé ný flöskustærð og svo hinsvegar þessi orð þín og þá sérstaklega síðasta setningin. Og að auki í commenti þínu nr. 9 og 13.

Ég ítreka að ég er ekki að auglýsa mína vöru með því að bera þetta undir ykkur.  Þess vegna birti ég með færslunni mynd af Aloe Vera geli frá öðrum framleiðanda en Banana Boat.

Held alveg að þú vitir hvað þú varst að gera með þessum pistli þínum...Um leið hefur þú brotið skilmála bloggsins, og ef Árni og co vilja vera samkvæmir sjálfum sér, þá loka þeir bloggi þínu.

Því þetta er hrein og klár auglýsing og markaðssetning.

brahim, 4.9.2009 kl. 18:05

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Assgoti geturðu nú verið glúrinn í sölumennskunni Jens. Það er enginn að kveikja á perunni hér. Þær eru orðnar margar Banana boat færslurnar þínar.There is a sucker born every minute, so keep up the good work.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2009 kl. 19:27

26 identicon

Já..helmingi meira er náttúrulega rangt ad segja.  Tvöfalt er rétt.  J. Gud. er ekki ad selja 0,375 l. (sem vaeri helmingi meira) heldur ½ lítra flöskur, sem er tvöfalt meira.

Allt er satt og rétt.  Mér finnst sjálfsagt ad bloggad sé um thad sem kemur upp á daginn í lífi fólks.  Einnig er rétt og sjálfsagt ad fá álit annara hvad vardar thann útskýringartexta sem er á límmida vörunnar.  Thad gerir J. Gud. best hér til thess ad fá álit venjulegs fólks á textanum.  Nú eftir thessa óvísindalegu en samt áreidanlegu könnun getur hann alveg verid rólegur vardandi thad ad mjög erfitt sé ad misskilja textann.  Thess vegna tharf hann ekki ad gera neinar breytingar á textanum.  Málid afgreitt skadlaust og fljótt.

Gjagg (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:29

27 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  mér heyrðist á konunni sem hringdi í mig að hún hafi virkilega misskilið textann án þess ætla sér það.  Hún sagðist hafa farið í nokkur apótek til að leita að tilboðinu "2 fyrir 1" án árangurs. 

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:38

28 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  þú ert gáfuð.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:39

29 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  takk fyrir ábendinguna um að bæta við nánari upplýsingum.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:41

30 Smámynd: Jens Guð

  Flower,  gaman að heyra þetta.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:42

31 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  takk fyrir að hnykkja á þessu.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:44

32 Smámynd: Jens Guð

  Arnar,  takk fyrir ábendinguna um meira magn.  Hinsvegar gengur ekki að gefa upp krónuverð á tímum rösklega 10% verðbólgu.  Þar fyrir utan er söluverðið út úr búð mismunandi.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 21:47

33 Smámynd: Jens Guð

  Brahim,  ég er lítið peð í sölu á Aloe Vera vörum á Íslandi.  Þegar ég ræði almennt um Aloe Vera vörur er það svipað og þegar rætt er um gosdrykki án þess að vísað sé til vörumerkis.

  Skilmálar Moggabloggsins snúa að því að bloggkerfið sé ekki notað til að senda ruslpóst (spam) eða auglýsingar í skilaboðakerfinu,  gestabókum og svo framvegis.  Það er í góðu lagi að vekja athygli á hinu og þessu í bloggfærslum.  Svo sem hljómleikum,  útifundum,  kvikmyndum,  plötum og svo framvegis.  Þessi litla færsla mín er ekki einu sinni á gráu svæði. 

  Þar fyrir utan:  Ef skilmálum Moggabloggsins væri fylgt út í hörgul væri önnur hver bloggfærsla allflestra bloggara brot á þeim.  Skilmálarnir eru varnagli gagnvart því að ekki sé farið yfir strikið.

  Annað:  Stóra flaskan er ekki ný á markaði.  Hún hefur verið á markaði í meira en áratug.   

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 22:03

34 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  ég held að bloggfærslur þar sem ég nefni Banana Boat séu varla fleiri en 2 á hálfu þriðja bloggári.  Kannski misminnir mig.  Enda ekki með gott minni.  Þar fyrir utan set ég fyrirvara á hvað þetta litla blogg mitt sé öflug auglýsing.  Ég kaupi árlega auglýsingar fyrir milljón á ári í Birtu (upplag 78.000 eintök),  Séð og heyrt,  Útvarpi Sögu og svo framvegis.  Lítil bloggfærsla með 600 eða 700 innlit breytir litlu til eða frá. 

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 22:11

35 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þú segir allt sem ég vildi segja.

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 22:12

36 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Úpps. ég ætlaði nú ekkert að kommenta þannig að ég væri eitthvað ósáttur eða að setja út á eitt né neitt hjá þér Jens.

S. Lúther Gestsson, 4.9.2009 kl. 22:49

37 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Lúther,  ég kann alltaf vel að meta "komment" þín.  Þér er alltaf velkomið að deila á færslur mínar.  Mér þykir það gaman.  Enda eru þær að öllu jöfnu skrifaðar í galsa en ekki með öðru hugarfari.  Þó það skili sér ekki alltaf þannig.  Ég er alltaf í stellingum rugludallsins sem sprellar án þess að mikil alvara liggi að baki.  Þetta er  gusugangur til að framkalla fjörlega umræðu.  Stundum virkar það eins og ég sé pirraður þegar ég er hinsvegar á hæsta flugi í grallaraskap. 

Jens Guð, 4.9.2009 kl. 23:13

38 identicon

Fyrir 20 árum vissi enginn íslendingur hvað Aloe Vera var.  Í dag þykir nauðsynlegt að hafa Aloe Vera í hverju herbergi á íslensku heimili ásamt Herbalife,  ginsengi,  acidofílus og 50 öðrum fæðubótarefnum.  Sölumennska dauðans og allir gleypa við þessu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:33

39 Smámynd: Jens Guð

  Jóhannes,  það er gaman að rifja upp þegar ég byrjaði að flytja inn Aloe Vera gel fyrir aldarfjórðungi eða svo.  Þá lét ég prenta bækling með upplýsingum um fyrirbærið.  Eins og þú segir vissu fáir hvað þetta var.

  Þá sá um Neytendasíðu DV ungur blaðamaður,  sem í dag er einn af helstu svokölluðu álitsgjöfum fjölmiðla um málefni líðandi stundar,  bókahöfundur og virtur á sínu sviði.  Sem gagnrýninn neytendafrömuður tætti hann upplýsingabækling minn í sig.  Í bæklingnum lét ég þess getið að indíánar í Ameríku kölluðu Aloe Vera "töfrajurtina".  Báru gelið úr henni á sár hesta sinna og sjálfra sín og svo framvegis.

  Blaðamaðurinn lýsti þessu sem kjaftæði (notaði kannski annað orð).  Sagði jurtina einungis vaxa í Afríku og á Indlandi.  Sennilega vegna uppfletti í einhverjum bókum sem greindu svo frá.

  Raunveruleikinn er sá að jurtin vex víða í Ameríku og Evrópu.  Enda er helsta framleiðsla á Aloe Vera geli í neytendapakkningum þaðan.

  Ég tek fram að mér þótti þetta broslegt.  Glotti í laumi.  Sá enga ástæðu til að leiðrétta blaðamanninn og ber virðingu fyrir honum sem gagnrýnum blaðamanni, skemmtilegum álitsgjafa og bókahöfundi.    

Jens Guð, 5.9.2009 kl. 02:09

40 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Jens þú spurðir um bloggsíðuna mína :-) Ég tók mér hlé um óáhveðin tíma en hef verið með fésbókarsíðu http://www.facebook.com/kiddirokk til að halda sambandi við fjölskyldu og vini. Líkar ágætlega við þann miðil. Ég á örugglega eftir að verða aktífur í blogginu aftur enda skemmtilegur miðill sérstaklega fyrir aðaláhugamálið tónlist. Kíki samt alltaf reglulega á bloggvini mína enda sérlega skemmtilegur hópur :-)

Kristján Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 21:46

41 Smámynd: Jens Guð

  Kiddi,  takk fyrir upplýsingarnar.  Ég ætla að kíkja á fésbókina þína.

Jens Guð, 5.9.2009 kl. 22:50

42 identicon

  Aloe vera jurtin er til á mörgum íslenskum heimilum sem stofublóm.  Það er hægt að brjóta blað af henni og bera hlaupið úr því á sár.  Svínvirkar.

Þór (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 02:37

43 Smámynd: Jens Guð

  Þór,  það er vissulega hægt að nota jurtina á þennan hátt.  70% af mólekúlum gelsins komast hinsvegar ekki inn í húðina.  Þau eru of stór til þess.  Þess vegna myndar hlaupið húð yfir sár þegar það er notað á þennan hátt.

  Ég veit ekki hvernig staðið er að framleiðslu á Aloe Vera geli hjá öðrum framleiðendum en Banana Boat.  Þar eru molekúlin sneydd niður í stærð ljósbylgju (ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir).  Fyrir bragðið drekkur löskuð húð (sár) í sig allt gelið á innan við 40 sekúndum og skilur ekki eftir sig neina yfirhúð (ég veit ekki heldur hvað það þýðir). 

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 02:47

44 identicon

  "Ég veit ekki hvernig staðið er að framleiðslu á Aloe Vera geli hjá öðrum framleiðendum en Banana Boat.  Þar eru molekúlin sneydd niður í stærð ljósbylgju (ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir)."

Bull.

Sameindir eru ekki sneyddar niður í ljósbylgjur.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 20:39

45 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  prófaðu að lesa tilvitnunina aftur.  Hægt í þetta sinn.  Reyndu að hlaupa ekki yfir neitt orð.  Ef það tekst kemstu að því að það stendur ekki í henni að sameindir séu sneyddar niður í ljósbylgjur.

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 21:28

46 identicon

Þú ert engu bættari með þessu svari.

Sameindir geta heldur ekki verið sneyddar niður í "stærð ljósbylgju".

Auglýsendaskrum framleiðandans.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:36

47 Smámynd: Halla Rut

Þú segir "lægra verð" en ekki "ókeypis eða frítt. Þannig segir textinn að það er ódýrara að kaupa í magni. Þ.e.a.s. hver únsa er "billegri "en ekki að viðbótar helmingurinn sé ókeypis. Skil ekki hvernig hún leggur þann skilning í málið. Og jafnvel þótt textinn myndi á einhvern hátt gefa annað í skyn en raunin er þá ætti hver neitandi er býr í virku samfélagi að geta séð í gegnum auglýsinga og tilboðs texta eða höfum við lagt allar kröfur og vonir um sjálfstæða rökhugsun niður. 

Halla Rut , 6.9.2009 kl. 23:10

48 Smámynd: Jens Guð

  Jóhann,  ég hef ekki hugmynd um þetta.  Fyrir mörgum árum seldi Banana Boat collagen gel fyrir húðina.  Kona nokkur sem var í háskólanámi bað mig um að komast að því hvernig collagenið kæmist inn í húðina.  Kennarinn hennar hélt því fram að mólekúlin í collageninu væru of stór til að komast inn í húðina.

  Ég sendi fyrirspurn til Banana Boat og fékk svar upp á margar blaðsíður um aðferðina sem í stuttu máli var sú sem ég nefndi í svarinu að ofan því það fylgdi með í svarinu að Aloe Vera gelið væri meðhöndlað á sama hátt.

  Meira veit ég ekki og hef aldrei pælt meira í þessu.  Ég veit ekki heldur hvað kennari konunnar sagði um svarið því ég þekkti hana ekki.  Hitt veit ég að einhverja aðferð þurfa framleiðendur að nota til að breyta hráefni sem kemst ekki inn í húðina á þann hátt að það smjúgi inn í húðina. 

Jens Guð, 6.9.2009 kl. 23:58

49 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  ég held að það sem olli misskilningi konunnar hafi eitthvað að gera með orðin "Tvöfalt meira..." því hún hamraði á því að þetta þýddi 2 fyrir 1.  Ég vildi ekki rífast við hana um þetta og hún var ekkert í þeim ham.  Tók útskýringu minni vel en var henni ósammála.  Af því að hún var alveg hörð á sinni túlkun og hafði haft fyrir því að leita að "tilboðinu" 2 fyrir 1 í apótekum fór ég að hafa áhyggjur af hvort aðrir myndu lesa sama skilning og konan út úr textanum.  Mér virðist af viðbrögðum hér að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því. 

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 00:07

50 Smámynd: Halla Rut

Nei einmitt, aldrei rífast við konur. Bara segja já þetta er rétt hjá þér.

Halla Rut , 7.9.2009 kl. 18:53

51 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  ég rífst reyndar aldrei nema hér á blogginu.  Og þá fyrst og fremst í sprelli.  Þar fyrir utan má ekki rífast við viðskiptavin.  Í þessu tilfelli kom ég því hinsvegar ekki við að leyfa konunni að hafa rétt fyrir sér.  Hún spurði um apótek sem væri að selja vöruna á kjörunum "2 fyrir 1".  Mér var ómögulegt að vísa henni á slíkt apótek af því að það er hvergi að finna. 

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband