4.9.2009 | 22:50
Æðisleg afmælisveisla - myndir
Í fyrrakvöld var mér boðið í kjötsúpuveislu hjá kjarnakonunni og mótorhjólagellunni Rannveigu Höskuldsdóttur. Boðinu fylgdi lof um lifandi blúshljómleika. Ég vissi ekki að Rannveig (www.rannveigh.blog.is) átti afmæli þennan dag. En veislan tókst meira en glæsilega í alla staði. 45 manns voru í partýinu og glatt á hjalla. Ingvi Högnason (www.yngvii.blog.is) lagði til kjötið í súpuna og súpan var frábær. Hann tók líka þessar myndir. Þess vegna er engin mynd af honum.
Á fyrstu myndinni er fremstur gítarsnillingurinn Arnar Guðmundsson. Ég veit ekkert meira um hann annað en að hann spilaði á blúshátíð á Rósinberg. Á mynd númer 4 er Siggi "ginseng" (www.siggith.blog.is).
Hér er drottningin sjálf, Rannveig.
Grétar Mar, fyrrverandi alþingismaður (til vinstri) og bítlageggjari, var hrókur alls fagnaðar að venju og undrun vakti að Siggi "ginseng" (til hægri) fékk sér skyr og hellti kjötsúpunni út á. Og undraðist mjög að aðrir gerðu ekki slíkt hið sama. Hann færði Rannveigu pakka af Immiflex svo hún fái ekki svínaflensu.
Ég held að hann sé austurískur þessi alpahornsblásari. Þetta var fjölmenningarpartý með gestum frá þremur heimsálfum og 4 löndum.
Þarna er verið að syngja afmælissönginn. Ég sé að það fer að koma tími á að skafa burtu skeggið. Það er hörmung að sjá þetta.
Þessi blússöngkona er meira en góð. Hún heitir Angela Basombrio, er frá Kanada en búsett á Skagaströnd. Er með mjög sterka blúsrödd, blæbrigðaríka og fór á kostum í blúsprógramminu. Það er tímaspursmál hvenær hún verður súperstjarna. Vinir Dóra eða Blúsmenn Andreu þurfa að heyra í henni og uppgötva að þarna er óuppgötvuð perla í blúsdeildinni. Aldeilis mögnuð blússöngkona.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt 6.9.2009 kl. 03:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 14
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 1038
- Frá upphafi: 4111563
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 874
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Angela söng nokkrum sinnum með Vinum Dóra 2003 að ég held
Kom líka fram á klúbbi Blúshátíðar í Reykjavík 2008 og líklega áður líka.
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 23:36
Fór að skoða málið og þetta er vegna Blúshátíðar í Reykjavík 2009 (skrifaði óvart 2008 áðan)
Angela Basombrio
• Angela starfaði með jazz/blues bandi í Kanada um ára bil. Hér á Íslandi kom hún fram með húsbandinu þegar Blúsfélag Reykjavíkur var stofnað 2003, hún hefur einnig troðið upp með Vinum Dóra á Vidalin árið 2003, söng í Klúbbi Blúshátíðar á Domo árið 2007. Nú er Angela komin með nýtt Band á bakvið sig og til alls vís, en bandið skipa Birkir Rafn Gíslason gítarleikari, Fannar Viggóson bassaleikari, Hans Högnason gítarleikari og Arnar Ingi Viðarsson trommuleikari
http://www.blues.is/rosenberg.htm
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 23:44
Eyjó, bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Ég hafði aldrei heyrt þessa söngkonu nefnda og undraðist að hún væri ekki þegar fræg. Aldeilis rosalega góð blússöngkona. Þau fluttu þarna í partýinu gamla góða Delta-blús "standarda" þannig að unun var á að hlýða.
Jens Guð, 4.9.2009 kl. 23:45
Já hún var flott þegar ég sá hana þarna 2003
Þó það komi þessu ekki beint við að þá er blúsað í Hell um helgina
Skoðið hverjir eru Hell
http://www.bluesinhell.no/artister09.html#content
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:00
Mikið asskoti skartarðu flottu skeggi gamli.
Mæli með því að þú nýtir þér það um jólin og seljir aðgang að jólasveininum. Mæður munu borga fúlgur fjár fyrir að láta börn sín óska sér gjafa í kjöltu þinni
p.s. Lívsins vatn er ekki í búðum enn en hins vegar er eldvatn það segja menn http://www.eldvatn.fo/
Ari feiti (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 00:00
Eyjó, þetta er enginn smá pakki á Hell. Verður þú þar?
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 01:20
Ari, til gamans vegna skeggsins: Fyrir nokkrum árum kom systir mín búsett í Svarvaðardal suður til Reykjavíkur um jól. Aldrei þessu vant. Með í för var 3ja ára sonur hennar. Ég kíkti í heimsókn til þeirra. Var þá með sítt grátt skegg eins og oft um það leyti árs.
Ég var varla kominn inn úr dyrum þegar tvítugur systursonur minn hringdi í mömmu sína. Sá 3ja ára - sem þekkti mig ekki í sjón á þeim tíma - ansaði í símann. Hann byrjaði símtalið á að segja: "Veistu að mamma þekkir jólasveininn? Hann er í heimsókn hjá okkur núna."
Eftir símtalið spurði stráksi mig margs - sem jólasvein - um Grýlu, Leppalúða og líf jólasveinsins. Það var enginn efi í hans huga að ég væri jólasveinn.
Síðar kom í ljós að stráksi var nýlega búinn að læra sönglagið "Jólasveinar 1 og 8". Þar segir frá komu jólasveina ofan úr fjöllunum í þann mund sem hringt var "í Hólakirkju öllum jólabjöllunum". Stráksi vissi að mamma hans var fædd og uppalin í Hólakirkju þar sem afi hans var meðhjálpari og þau búsett í útjaðri Hóla. Hann var því fljótur að tengja þegar hann sá þennan jólasveinalega kall koma í heimsókn.
Er stráksi fór aftur norður hreykti hann sér af því að gamli jólasveinninn úr Hólabyrðu hafi heilsað upp á gömlu vinkonu sína, mömmuna, frá Hólum. Stráksi lifði á þessu ævintýri í nokkur ár: Að hafa hitt og fengið í heimsókn sjálfan jólasveininn.
Vegna þessa gráa skeggs sem ég læt venjulega vaxa fyrir jól hef ég fengið nokkur tilboð um að koma fram á jólaskemmtunum. Jafnvel verið lagt hart að mér af því að ég get líka gutlað á hljóðfæri. Þó ég sé mikið jólabarn sem ásatrúarmaður eru jólatrésskemmtanir barna ekki mín deild. Ég vil heldur spila pönkrokk.
Ég hef aldrei heyrt á Eldvatn minnst. Ég varð ekki var við það þegar ég skrapp til Færeyja í sumar. En þetta er forvitnilegt. Lívsins vatn verður bruggað í bruggverksmiðju í Borgarfirði. Ég veit ekki hvað hún heitir og nenni aldrei að "gúgla" neitt. Sú verksmiðja hlýtur að brugga eitthvað fleira. Ég veit ekki hvað en það hlýtur að vera hægt að "gúgla" það og kannski er verksmiðjan með heimasíðu.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 01:55
Þrjár bruggverksmiðjur spruttu upp með stuttu millibili
Þorsteinn Briem, 5.9.2009 kl. 05:54
Nei ég fer ekki til Hell
Eyjólfur Ármannsson (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 10:44
Takk fyrir þessa færslu Jens minn, ég sendi Rannveigu mínar innilegustu afmæliskveðjur. Gaman að skoða myndirnar. Rannveig þú ert flottust!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.9.2009 kl. 11:05
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:06
Ertu að fara að leika í Víkingamynd ? hvað er með þetta svakalega ósnyrta skegg þitt !
Ómar Ingi, 5.9.2009 kl. 15:37
Innlit,skemtilegar myndir,fór í sjokk að lesa skir með kjötsúpu hellt yfir,jisusss ,oii bara
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.9.2009 kl. 18:06
Jens þú þarft að fara að raka þig gamli þér veitir ekki af því.
Hannes, 5.9.2009 kl. 21:14
Steini, takk fyrir hlekkinn. Það vantar bara upplýsingar um bruggverksmiðjuna í Borgarfirði inn í fréttina.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:26
Eyjó, mikið myndir þú samt skemmta þér vel þarna. Þetta er líka dáldið broslegt nafn á staðnum.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:28
Ásthildur, ég tek undir það: Rannveig er flottust og mikill höfðingi heim að sækja. Framundan er sviðaveisla hjá henni og í aðdraganda jóla skötuveisla. Ég er strax farinn að hlakka til.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:31
Linda, knús á þig.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:31
Ómar Ingi, ég er ekki - svo ég viti - að fara að leika í víkingamynd. En ég hálf hrökk við þegar ég sá á þessum myndum hvað skeggið er orðið sítt. Ég ætla að raka það af um helgina. Þetta gengur ekki.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:35
Sigurbjörg, þetta hljómar að minnsta kosti ekki vel: Skyr með kjötsúpu út á. Enda voru gestir ekki áfjáðir í að leika þetta eftir Sigga.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:38
Takk
Ómar Ingi, 5.9.2009 kl. 23:41
Ertu að fatta það fyrst núna að þú ert orðinn vel skeggjaður gamla flón? Skegg er fallegt samkvæmt Íslam.
Hannes, 5.9.2009 kl. 23:48
Hannes, það er rétt hjá þér. Þetta er kjánalegt svona. Reyndar heldur fólk að ég sé ellilífeyrisþegi þegar ég er með svona sítt skegg. Það er dáldið gaman. Ég þarf ekki að sýna persónuskilríki í vínbúðum. Ég rakst á konu í gær sem hefur bara þekkt mig með yfirvararskegg. Hún sagðist hafa verið viss um að ég væri pabbi minn þegar hún sá gamla manninn með síða skeggið.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:49
Ómar Ingi, ekkert að þakka.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:50
Hannes, þó ég sjái spegilmynd mína daglega þá hafði ég ekki tekið eftir hvað skeggið hefur vaxið. Maður tekur öðruvísi eftir hlutunum á ljósmynd.
Ef ég væri múslimi myndi ég vera stoltur af skegginu. Ég er það bara ekki. Hinsvegar er ég í Ásatrúarfélaginu. Þar er hátt hlutfall manna með sítt alskegg. Ég veit ekki hvers vegna. Kannski eru þeir undir áhrifum frá víkingastemmningunni. Eða því að allir karlkyns allsherjargoðar Ásatrúarfélagsins hafa verið með alskegg. Núverandi allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, lætur sitt alskegg þó ekki vaxa eins sítt og fyrirrennarar hans.
Jens Guð, 5.9.2009 kl. 23:58
"Í dag er fyrsta føroyska vodkaið komið á hillarnar. Tað er fyritøkan DISM, sum eisini framleiðir Lívsins Vatn, sum gevur vodkaið út og nevnir tað Eldvatn. Eldvatn er gamla føroyska orðið fyri brennivín, sum varð brúkt av indianarunum fyrr í tíðini.
Føroyskt vatn, bryggjað í Íslandi
Av tí at framleiðsla av brennivíni ikki er loyvd í Føroyum, verður Eldvatn framleitt í Íslandi. Vatnið, sum verður nýtt til framleiðsluna, verður tappað í tangar úr víðagitnu Fransakelduni í Tórshavnar Kommunu og siglt yvir hav til Íslands, har framleiðslan gongur fyri seg.
Framleiðararnir dylja ikki fyri, at teir halda, at tíðin er farin frá at banna brennivínsframleiðslu í Føroyum. Á baksíðuni á fløskuni stendur:
"Brennivínsframleiðsla er ikki loyvd í Føroyum. Tískil verður føroyskt vatn flutt yvir hav til framleiðslu í útlegd"."
Eldvatn - Mess » Fregnir
Dimma.fo - Føroyskt vodka á hillunum í Rúsuni
Íslenskir bjórframleiðendur
Þorsteinn Briem, 6.9.2009 kl. 01:32
Steini, bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Til gamans má bæta við að nafnið á Lívsins vatni er orðrétt þýðing á ákavíti. Ég las eitthverju sinni hvernig sú þýðing gekk fyrir sig. Áka stóð fyrir aqua (vatn) og víti fyrir líf.
Jens Guð, 6.9.2009 kl. 02:26
Til gamans má geta að vínbúðir í Færeyjum heita Rúsdrekkasölan. Rús stendur fyrir vímu. Hitt skýrir sig sjálft. Vímudrykkjasalan.
Jens Guð, 6.9.2009 kl. 02:29
"Aqua vitae (Latin, "water of life") is an archaic name for a concentrated aqueous solution of ethanol. The term originated in the Middle Ages and was originally used as a generic name for all types of distillates. It eventually came to refer specifically to distillates of alcoholic beverages.
Aqua vitae was typically prepared by distilling wine; it was sometimes called spirits of wine in English texts, a name for brandy that had been repeatedly distilled."
Aqua vitae
Þorsteinn Briem, 6.9.2009 kl. 02:37
Steini, þú ert alfræðiorðabók. Kærar þakkir fyrir þessa fróðleiksmola. Af hverju ertu hættur að blogga?
Jens Guð, 6.9.2009 kl. 03:02
Hef svo mikið að gera við að spjalla við fólkið á Snjáldru (Facebook), til dæmis færeyskar stelpur, Jensinn minn.
Búinn að senda Færeyingum fyrirspurn um hvar Eldvatnið þeirra er framleitt hér.
"Brennivín var upphaflega framleitt af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins frá lokum áfengisbannsins 1. febrúar 1935 til 26. júní 1992 þegar Vífilfell tók við framleiðslunni. Það er nú framleitt af Ölgerðinni."
Brennivín
Ölgerðin er stærsti framleiðandi landsins á sterku áfengi (yfir 18%) og af því framleiðir hún Brennivín, EldurÍs Vodka, Reyka Vodka, Tinda Vodka, Tópas skot, Ópal skot, Nammiskot og Eden eplaskot.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Þorsteinn Briem, 6.9.2009 kl. 04:16
Jens ég kannast við það að vera einn daginn kominn með allt of mikið skegg enda raka ég mig oft ekki í 2mánuði.
Ég er ekki í ásatrúarfélagalaginu en líst betur á það en þjófakirkjuna.
Hannes, 6.9.2009 kl. 18:21
Steini, tímanum er vel varið í spjall við færeyskar stelpur. Skilaðu kveðju til þeirra frá mér.
Jens Guð, 6.9.2009 kl. 20:45
Hannes, það er eiginlega fáránlegt að til sé ríkiskirkja. Það hljómar eins og eitthvað sem tilheyrði miðöldum en ekki vestur-evrópsku þjóðfélagi árið 2009.
Jens Guð, 6.9.2009 kl. 20:52
Jens frá Hrafnhóli! Ég er ekki hissa þótt þú hafir orðið hrifinn af henni Angelu. Heyrði einu sinni í henni og gítarleikara frá Skagaströnd flytja blús hérna í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki og þvílík rödd! Undirleikarinn var alveg ágætur og þau rímuðu vel saman. Hún þarf ekki mikrófón þessi dama, svo mikið er víst. Hún hefur rödd til að fylla flesta sali hér á landi.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 11:12
Erling Eidesgaard hjá færeyska fyrirtækinu Dism segir mér að Eldvatnið þeirra sé framleitt í Borgarnesi.
Þorsteinn Briem, 7.9.2009 kl. 11:54
Þorkell, þessi kona hefur allt til að bera sem frábær blússöngkona. Eitt af því er einmitt hvað röddin er hljómmikil.
Jens Guð, 7.9.2009 kl. 12:37
Steini, takk fyrir að grafa þetta upp.
Jens Guð, 7.9.2009 kl. 12:37
Allt af ...það léttir yfirbragðið. Skrifaðu eitthvað fræðandi um hann 12 september. !
Margrét (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:17
Margrét, ég átta mig ekki á hvað þú átt við með "Allt af ...það léttir yfirbragðið."
Ég er nýbúinn að skrifa um 12. september: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/944989/
Jens Guð, 9.9.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.