9.9.2009 | 21:52
Hvađ er ţetta međ Bítlana?
Breska hljómsveitin Bítlarnir er áberandi um ţessar mundir. Svo mjög ađ kalla má Bítlaćđi. Ég var ađ glugga í útlend músíkblöđ í dag. Ţau skarta forsíđumyndum af Bítlunum og innsíđur eru undirlagđar umfjöllun um Bítlana. Í kvöld voru hérlendis haldnir hljómleikar ţar sem íslenskir popparar fluttu Bítlalög og lög af sólóplötum forsprakka Bítlanna, Johns Lennons. Ţegar ég tala um John sem forsprakka Bítlanna er ég ađ vísa til ţess ađ hljómsveitin var afsprengi hljómsveitarinnar Quarrymen sem hann fór fyrir. Hćgt og bítandi bćttust ţeir viđ sem síđar urđu ţekktasta útgáfan af Bítlunum: Bassaleikarinn Paul McCartney, gítarleikarinn George Harrison og trommarinn Ringo Starr.
Framan af var John fyrirliđi hljómsveitarinnar. Áđur en yfir lauk og eftir ţví sem eiturlyfjaneysla Johns jókst fćrđist hljómsveitarstjórn ađ verulegu leyti yfir á hendur Pauls. George sagđi eftir ađ Bítlarnir hćttu ađ ţeir Ringo hafi alltaf litiđ á John sem leiđtoga hljómsveitarinnar ţótt ţeir hafi sćtt sig ađ mestu - og međ ólund - viđ stjórnsemi Pauls. Báđir hćttu á sitthvorum tíma um hríđ í Bítlunum vegna stjórnsemi Pauls. Ţeir tilkynntu John um brotthvarf sitt en ekki Paul. En látum ţađ liggja milli hluta. John og Paul voru turnarnir tveir í Bítlunum. Í mínum huga voru ţeir tvíeykiđ Lennon-McCartney og ég geri ekki upp á milli ţeirra. Ţannig lagađ.
Ég keypti áđan nýjasta hefti breska poppblađsins Mojo. Ţví fylgir diskur sem inniheldur öll lögin af síđustu plötu Bítlanna, Abbey Road, krákuđ (cover) af Cornershop, Robyn Hitchcock, Gomez og fleiri. Blađiđ hefur áđur gefiđ út fylgidiska međ krákum af öđrum Bítlaplötum. Ţađ er ekki erfitt fyrir Mojo ađ smala saman lögum á ţessa diska. Hvert einasta Bítlalag hefur veriđ krákađ af ţekktum poppurum. Sum lögin af allt ađ 2000 flytjendum sem tilheyra ólíkum músíkdeildum: Djassi, kammersveitum, pönki, kórum, progi, kántrýi, ţungarokki, tölvupoppi og svo framvegis.
Oft heyri ég Bítlunum hallmćlt og ţeir taldir ofmetin hljómsveit. Oftast vegna ţess ađ ţeir sem halda ţessu fram telja Bítlana hafa veriđ léttvćgt poppfrođuband. Vissulega er yfirdrifiđ nóg af léttpoppi á plötum Bítlanna. Bunki af lögum sem mér ţykja leiđinleg. Á móti vegur ađ á plötum Bítlanna er einnig ađ finna sprćk rokklög, sýru, furđulega framúrstefnu, ţungan blús, djass, heimspopp (world music) og allskonar öđruvísi lög. Ég hef mörgum sinnum sett saman (brennt) diska međ Bítlalögum sem komiđ hafa formćlendum Bítlanna í opna skjöldu. Í öllum tilfellum međ ţeim árangri ađ viđkomandi hefur orđiđ ađdáandi Bítlanna.
Ţađ merkilega viđ vinsćldir Bítlanna er ađ hljómsveitin starfađi stutt. Fyrsta platan, Please Please Me, kom út 1963. Síđasta alvöru hljóđversplatan, Abbey Road, kom út 1969. Hljómsveitin starfađi síđast saman ţađ ár en opinberlega hćtti hún 1970. Síđan eru liđnir 4 áratugir og margar hljómsveitir náđ háum hćđum. En ţađ eru Bítlarnir sem eru fyrirferđarmestir í dag.
Fá lög er ađ finna međ Bítlunum á youtube. Ég fann ţó tvo létta Bítlablúsa. Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til Bítlanna. Mér ţykir gaman ađ ţrefa um Bítlana.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóđ, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 10.9.2009 kl. 23:45 | Facebook
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu fćrslur
- Leifur óheppni
- Anna frćnka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiđur starfsmađur
- 4 vísbendingar um ađ daman ţín sé ađ halda framhjá
- Varđ ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferđir og dagpeninga
- Vegg stoliđ
- Hvađ ţýđa hljómsveitanöfnin?
- Stađgengill eiginkonunnar
- Ađ bjarga sér
- Neyđarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauđabílnum reyndi ađ hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór ađ skođa myndina međ blogginu og ég get ekki međ nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geđröskun flokkast undir ţunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, ţetta er einhverskonar masókismi ađ velja sér ađ búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvćđir hlýtur ađ líđa frekar illa og ţe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurđur I B, ţessi er góđur! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesiđ um tónlistarmenn sem hlusta mest á ađra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ţetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúađur (hvađ svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1022
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 858
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Bítlarnir eru góđir, margt frábćrt á ţeim bć. Samt er fyrra tímabil ţeirra oft međalmennska, dćmigert hvolpaástargaul
Mér finnast svona kovertónleikaframtök hundleiđinleg eiginlega. Hef engan áhuga ađ sjá eeinhverja Íslendinga góla lög sem sóma sér best í heyrnartólunum mínum.
ég kann ekki viđ ţetta nýyrđi hjá ţér, ađ "kráka" , hćttu ţessu eđa ég kráka ţig (ţ.e. lem ţig létt međ plötunni Krákan međ Eivöru)
Ari (IP-tala skráđ) 9.9.2009 kl. 22:26
Ari, fyrstu plötur Bítlanna voru barn síns tíma. Ţađ er ađ segja hljómuđu eins og sprengja í tíđaranda 1963/64. Louis Armstrong og Barbara Streisand voru á toppi vinsćldalista. Rokkiđ var dautt. Ţađ var ekkert spennandi ađ gerast.
Ég man ennţá stađ og stund ţegar ég heyrđi fyrst Twist and Shout međ Bítlunum. Ţá var ég ađ gefa kúnum á Hrafnhóli í Hjaltadal í Skagafirđi. Annan eins geđveikislegan söng hafđi ég ekki heyrt. Ţetta sló mig alveg stjarfan.
Ég er ekki alveg viss en held ţó ađ ég hafi áđur heyrt She Loves You og ţótt ţađ spennandi. Svo keypti ég plötuna Please Please Me og varđ fyrir vonbrigđum hvađ hún var mikiđ popp og lítiđ rokk.
Ţađ er fátt á fyrstu plötum Bítlanna sem heillar mig. Ég hlusta mér til ánćgju kannski á 2 - 3 lög á hverri af fyrstu Bítlaplötunum. En á seinni plötum Bítlanna eru lögin sem ég hlusta á mér til ánćgju.
Ég er áhugalaus um hljómleika íslenskra flytjenda á útlendum lögum, hvort sem er eftir Bítlana eđa ađra.
Hinsvegar er ég skotinn í nýyrđinu kráku sem Steini Briem kom međ. Áđur höfđu menn veriđ ađ vandrćđast međ orđ á borđ viđ tökulög, mottur, ábreiđur, coverlög og svo framvegis. Krákan hefur ţann kost ađ hljóma líkt og "cover", vísar örlítiđ til hermikráku án ţess ađ ganga svo langt sem ţađ orđ segir. Ţađ getur veriđ sagnorđ sem hin orđin ná ekki. Ţetta er gott orđ sem Margrét Eir og Óli Palli hafa tekiđ upp á rás 2. Og verđur ráđandi áđur en langt um líđur. Ţá verđur ţér jafn eđlislćgt ađ nota ţađ og orđiđ skallapopp yfir annađ fyrirbćri.
Krákan međ Evör er flott plata og hentar til flest annars brúks en barsmíđa.
Jens Guđ, 9.9.2009 kl. 23:09
Ég elskađi bítlana ţegar ég var á aldrinum 7-15 ára. Skrifađi heimildaritgerđ um bítlana í 9. bekk.
Svo uppgötvađi ég á ţriđja hundrađ hljómsveita, á árunum 1990 til dagsins í dag. Flestar ţykja mér ţćr betri en bítlarnir.
Í dag finnast mér bítlarnir bara ekkert spes.
Og, já, ég hef heyrt öll ţessi helv$%&% lög...
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráđ) 9.9.2009 kl. 23:10
ég á ekki mikiđ eftir bítlana og spila lítiđ sem ekkert af ţví sem ég á. en ţeim skal ekki hallmćlt. ţeir voru brautryđjendur síns tíma og brutu upp samfélagshefđir - paunk síns tíma. kv d
doddý, 9.9.2009 kl. 23:12
Ţađ var Lennon, sem gerđi Bítlana. Ef hann var út á beis, var ekkert. Elvis, Jackson o.fl . fíluđu guttann. Hann fattađi sig loks sjálfur (sbr. God)
Enda sló hann óvart aftur í gegn eftir Bítlana, á alveg öđru plani. Ţarf vitnanna viđ? Mehehe
Hrúturinn (IP-tala skráđ) 9.9.2009 kl. 23:21
Í mínum huga voru og eru The Beatles,besta hljómsveit
sem uppi hefur veriđ. Á mínum yngri árum snérist líf mitt um
ţá og ţeirra frábćru og ógleymanlegu tónlist.
Ţeir eru bestir.
Kveđjur til allra ađdáenda ţeirra.
Dagný.
Dagný (IP-tala skráđ) 9.9.2009 kl. 23:25
Óskar P, mikiđ vćri gaman ef ţú myndir henda hér inn ritgerđinni um Bítlanna. Líka vćri gaman ađ hlera hvađ ţú ert ađ hlusta á í dag.
Allt annađ: Nú er veriđ ađ sýna í sjónvarpinu ţátt um U2. Djöfull sem sú hljómsveit er orđin leiđinleg. Eins og hún var flott framan af.
Jens Guđ, 9.9.2009 kl. 23:33
Doddý, ţađ skipti öllu varđandi Bítlana ađ ţeir náđu ađ rífa sig frá ţeirri músíklínu (Bítlapoppinu) sem varđ allsráđandi undir ţeirra forystu og verđa leiđandi afl í framţróun ţess sem kallađ var samheitinu hipparokk.
Jens Guđ, 9.9.2009 kl. 23:37
Hrúturinn, Lennon kom sterkur inn á markađinn sem sólópoppari. Reyndar slátruđu gagnrýnendur helstu poppblađa fyrstu sólóplötu hans, Plastic Ono Band. Hún var skilgreind af ţeim sem hrátt illa unniđ "demo" (kynningareintak fyrir plötuútgefendur). Í dag er ţessi plata ćtíđ ofarlega á Topp 10 yfir bestu plötur rokksögunnar. Nćsta plata er einnig ofarlega á ţessum lista og titillagiđ, Imagine, er af mörgum taliđ til helstu perla rokksögunnar. Síđast í gćr heyrđi ég Magnús Kjartansson segja í Kastljóssviđtali ađ ţađ vćri hans uppáhalds Bítlalag.
Jens Guđ, 9.9.2009 kl. 23:47
Dagný, ég get ađ mörgu leyti kvittađ undir ţitt viđhorf. Ađ öllu jöfnu er ég hallari undir hljómsveitir á borđ viđ Pantera, Slayer, Entomed og Rage Against the Machine. En Bítlarnir sprikla alltaf međ.
Jens Guđ, 9.9.2009 kl. 23:52
'láttu mig ekki liggja' er ein dćgjileg zmíđ...
Steingrímur Helgason, 10.9.2009 kl. 00:31
Ég var bara krakki ţegar Bítlarnir hćttu. Sem ţýđir auđvitađ ađ ég ólst upp međ ţeim frá fyrstu ferđ.
Mest var ţetta sykursćt krúttmúsík í eyrum lítillar stelpu.
Svo kom Hvíta albúmiđ. Ţvílík og önnur eins hugarsprengja !
Ekki veriđ söm síđan. Sem betur fer...
Hildur Helga Sigurđardóttir, 10.9.2009 kl. 01:01
Sćll Jens, ég missti af viđtalinu viđ Magga Kjartans,sem ţú vitnar í hann er ađ upplýsa ađ ,Imagine, sé hans uppáhalds Bítlalag. Í ţví sambandi langar mig ađ segja frá ţví,ađ lag Magnúsar,,To be Grateful,, hélt ég ađ vćri Bitlalag. Bítlarnir lifi,húrra.
Helga Kristjánsdóttir, 10.9.2009 kl. 02:54
Jens; eru ekki 4 áratugir frá 1969? Ég vildi ađ ţeir vćru bara 3, en óttast ađ ţeir séu einum fleiri. ;)
Skorrdal (IP-tala skráđ) 10.9.2009 kl. 04:53
Uss, ţessi ritgerđ var skrifuđ á Apple Macintosh áriđ 1988 (frekar en handskrifuđ) og er löngu týnd. Byggđi nćr eingöngu á BBC ţćtti sem var tekinn upp á vídeó 1985.
Nákvćmlega núna hlusta ég án afláts á endursamankomna sveitina Polvo (og fagna mjög).
Hitt stöffiđ er ađallega Deerhoof, US Maple, Fugazi, Animal Collective (eitt besta nýja bandiđ, Deerhunter, Danielson Famile, Sufjan Stevens, The Fall, Fucked Up (annađ stórkostlegt nýtt hređjarokk og -ról), Guided By Voices, The Knife, Les Savy Fav, Minutemen, Mission of Burma, Neutral Milk Hotel (hverra seinni platan er líklega mín uppáhalds), PIL (frábćrt ađ ţeir séu ađ koma aftur saman, 1000x betri en Pistols-drasliđ), Sebadoh, Sonic Youth (aumingja Lee!), Skátar (besta íslenskt), Stereolab, Television, Trumans Water, Wire (besta pönkbandiđ), Wrens, Yo La Tengo, Zappa og Beefheart (sem er betri en Zappa).
Fullt, fullt annađ, auđvitađ...
Óskar P. Einarsson (IP-tala skráđ) 10.9.2009 kl. 09:07
Ţađ verđur seint sátt um gćđi tónlistar Bítlanna en ég held ađ enn verđi vitnađ í ţá og ţeirra tónlist leikin löngu eftir ađ minni spámenn hverra nöfn eru hér dregin fram verđa gleymd. Ferill og ţróun Bítlanna á sér ekki hliđstćđu og mun ekki eiga. Og um ţetta orđ"kráka" ţá er ég ađ vissu leyti sammála um ţađ, ţví flest Bítlalög sem ađrir apa eftir er nokkurs konar krunk.
Yngvi Högnason, 10.9.2009 kl. 11:06
Bítlarnir - eru einfaldlega besta hljómsveit í heimi ever. Punktur og basta. Og allt sem á eftir kom ađeins dauft bergmál frá ţví sem ţeir voru búnir ađ gera. Er bara svoleiđis.
Sumir tala um ađ fyrri hluti ferils ţeirra hafi veriđ svona og svona. Jú ţađ verđa vissulega dáldlar breytingar er líđur á - í takt viđ tímann. En ţađ má ekki gleyma ţví ađ, eins og bennt hefur veriđ á, ađ fyrstu plöturnar eru viss tímamót - ţ.e. miđađ viđ og skiliđ útfrá stađháttum rétt eftir 1960.
Ţar ađ auki ef hlustađ er á öll súdíóalbúmin í heild og samhengi - ţá má eiginlega strax greina snillna í fyrsta takti fyrstu plötu ef svo má segja. Neistann sko. Töfraneistann.
En ennfremur gerist ţetta allt svo hratt hjá ţeim ađ međ ólíkindum er. Td. kemur Please Pleae Me út ţarna 63. Ađeins tveimur árum síđar kemur Rubber Soul ţar sem snillingatónninn er slegin óţyrmilega fast og áriđ efti ađeins 3 árum eftir upphafiđ kemur gulldjásniđ Revolver.
Tóm snilld. Aveg sama hvar boriđ er niđur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2009 kl. 12:10
Fyrsta Pönk bandiđ ekki satt ekkert nema öskur og slím
Ómar Ingi, 10.9.2009 kl. 19:01
The Beatles....
Ég get laeknad Bítlaaedi: Veldu thitt uppáhalds Bítlalag. Veldu sídan thinn uppáhalds bút úr thínu uppáhaldslagi.
Birtu svo nidurstödu thína hér J.Gudblogginu.
Gjagg (IP-tala skráđ) 10.9.2009 kl. 19:52
MEET THE RESIDENTS:
Gaman ad hlusta á.
Gjagg (IP-tala skráđ) 10.9.2009 kl. 20:04
Bítlarnir voru/eru merkilegasta tónlistarsveit sem uppi hefur veriđ. Allt hjal um annađ er ótengt raunveruleikanum! Stónsarar, sem reyndar hafa haldiđ hópinn geysilega vel, litu alltaf upp til ţeirra sem stóra bróđur í tónlistinni. Enda fengu ţeir mola af borđi Bítlanna á sínum upphafsárum.
Sköpunarmáttur ţeirra á árunum 1963-1970 verđur seint jafnađur. Lögin ţeirra eru fjölbreytt og mis vel heppnuđ eins og gengur en hreint út sagt ótrúlegt safn engu ađ síđur. Mađur undrast afköst ţeirra viđ tónsmíđar samhliđa öllum ţeim tónleikum sem ţeir spiluđu á.
Ég var á svipuđum aldri og Jens ţegar ţeir urđu frćgir (ca 8 ára) og auđvitađ fylgdist mađur međ öllu sem ţeir gerđu miđađ viđ ţeirra tíma fjölmiđlun. Ţeir eru ábyrgir fyrir ţví ađ ég ánetjađist tónlist og t.a.m. ţví líka ađ ég hćtti í klassísku píanónámi og tók upp gítarglamur.
Mér finnst lagavaliđ ţitt Jens endurspegla vel pönkarann í ţér. Ţú velur nákvćmlega ţau lögin ţeirra sem falla nćst ţví, og eru eiginlega ekki minn smekkur. Helter skelter hefur aldrei veriđ annađ en garg í mínum eyrum og Don't let me down var bara B-hliđin á smáskífunni Get back. Kannski getum viđ veriđ sammála um ađ Come together hafi veriđ áhugavert lag?
Skemmtilegt hvađ ţađ tjóir lítiđ ađ deila um smekksatriđi!Haukur Nikulásson, 10.9.2009 kl. 22:02
"Ég hef mörgum sinnum sett saman (brennt) diska međ Bítlalögum sem komiđ hafa formćlendum Bítlanna í opna skjöldu. Í öllum tilfellum međ ţeim árangri ađ viđkomandi hefur orđiđ ađdáandi Bítlanna."
Ertu međ listann í tölvunni? Myndirđu kannski vilja copy/peista hann hér?
Björgvin (IP-tala skráđ) 10.9.2009 kl. 23:07
Steingrímur, ţetta er snilldar ţýđing á Don´t let me down. Minnir á ţađ ţegar ónefndur útvarpsmađur talađi um Brothers in arms sem Brćđur í handleggjum.
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:24
Hildur Helga, ţađ er margt sykursćtt á plötum Bítlanna. En líka margt sem er allt allt annađ en sykursćtt. Einkum á Hvíta albúminu.
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:32
Helga Kristjánsdóttir, ţegar ţú nefnir ţađ ţá er To be grateful dáldiđ Lennon-legt. Einkum eins og hann var um ţađ leyti sem To be grateful kom út, 1971.
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:42
Skorrdal, bestu ţakkir fyrir ađ leiđrétta mig. Ég verđ ađ laga ţetta í hvelli í fćrslunni.
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:44
Óskar P., ţetta er frábćr pakki af eđalmúsík. Ţađ er ađ segja miđađ viđ ţann helmin af nöfnunum sem ég ţekki. Miđađ viđ ţau nöfn ţarf ég klárlega ađ tékka á hinum.
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:52
Yngvi, ţetta er skemmtilega tekiđ til orđa hjá ţér um krákuna
Jens Guđ, 10.9.2009 kl. 23:54
Ómar Bjarki, ţetta er góđ yfirferđ hjá ţér. Ţú hittir naglann á höfuđiđ međ orđinu töfraneisti. Bítlarnir höfđu frá fyrsta lagi ţennan einhvern neista sem erfitt er ađ skilgreina. Hann samanstóđ af spilagleđi, greddu, ţéttu samspili, sjálfsöryggi, stráksskap og mörgu mörgu öđru.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 00:05
Ómar Ingi, lagiđ Helter Skelter er stundum skilgreint sem fyrsta pönklagiđ. Ég er ekki inn á ţví ađ flokka lög sem pönklög ef ţau komu út áđur en pönkiđ varđ til sem hugmyndafrćđi (tiltekin afstađa til músíkur, músíkbransans, ţjóđfélagsins...) og lífsstíll 1976. Hitt er annađ mál ađ pönksveitir krákuđu (cover) Helter Skelter bćđi á hljómleikum og inn á plötur.
Á fyrsta smáskífunni sem kom út undir formerkjum pönksins krákađi hljómsveitin The Damned Bítlalagiđ Help.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 00:16
Gjagg, mitt uppáhalds Bítlalag er Helter Skelter. Uppáhalds búturinn hefst á 17. - 18. sek. Svo er bara spurning hvađ búturinn má vera langur. Ég vil hafa hann sem lengstan. Aftur á móti sé ég enga ástćđu til ađ neinn sé lćknađur af Bítlaćđi. Bítlaćđi er bćđi hollt og gott. Já, og hressilegt á köflum.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 00:23
Gjagg, ég kann vel viđ The Residents. Ég ţekki líka tvo náunga sem hafa spilađ inn á plötur međ The Residents.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 00:25
Haukur, ţađ er rétt hjá ţér ađ ţetta eru ţau tvö lög af takmörkuđu úrvali af Bítlalögum á youtube sem mér ţykja skemmtilegust. Come together er líka á youtube. Ég velti í smástund fyrir mér hvort ég ćtti ađ setja ţađ hér inn eđa Don´t let me down. Ţađ sem réđi síđan valinu er ađ Come together er oftar spilađ í útvarpinu. Ég veit ekki hvort ţađ er líka ástćđan fyrir ţví ađ ég spila Don´t let me down oftar heima hjá mér.
Lang oftast spila ég Helter Skelter heima viđ. Ţađ er mitt uppáhalds Bítlalag.
Fyrir nokkrum árum var ungur mađur á ferđ úti á landi. Hann fyrirleit Bítlana og hlustađi bara á ţungarokk. Svo bilađi bíllinn og mađurinn fékk far međ ókunnugum. Ţá glumdi Don´t let me down viđ í útvarpinu. Stráksi kolféll fyrir laginu og hefur síđan veriđ harđlínu Bítlaađdáandi.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 00:47
Björgvin, ţetta er enginn tiltekinn listi. Ţetta gengur ţannig fyrir sig: Einn náungi hlustar ađallega á blús og blúsađ rokk. Hann var og er mikill Rolling Stones ađdáandi en hafđi óbeit á Bítlunum. Taldi ţá ekki hafa bođiđ upp á annađ en barnagćlur og vćmni.
Ég setti saman Bítladisk handa náunganum. Sá diskur samanstóđ af öllum blúsuđustu lögunum og nokkrum öđrum sem ég vissi ađ myndu falla ađ smekk kauđa.
Náunginn varđ mjög undrandi ţegar hann hlustađi á diskinn. Hann heillađist af ţessum lögum og síđast ţegar ég vissi var hann búinn ađ kaupa 2 plötur međ Bítlunum.
Annar náungi hlustar mikiđ á sýru og tilraunakennda músík. Hann fussađi af hneykslun ţegar ég spurđi hvort hann hafi hlustađ á sýru međ Bítlunum. Hann sagđi sýruna sem menn spiluđu á Bítlaárunum ekki vera sýru í dag heldur popp.
Ţá smalađi ég ópoppuđustu sýrulögum Bítlanna á disk í bland viđ önnur lög sem ég vissi ađ pössuđu viđ smekk pilstsins. Diskurinn fór ekki úr spilara gaursins nćstu vikur.
Sama leik hef ég leikiđ viđ mann sem hlustađi mest á grugg (grunge) og annan sem er allur í vísnasöng og ţjóđlagamúsík (folk). Útkoman verđur alltaf sú sama.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 01:10
Ţegar mađur les viđtöl viđ hljómsveitir, hvort sem ţađ er Abba, Genesis, Bee Gees, Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, Pink Floyd, ţungarokksbönd o.s.fr., semsé hljómsveitir sem komu fram eftir 1963, og ţćr spurđar um helstu áhrifavaldana ţá er svariđ nćr alltaf ţađ sama: "Bítlarnir." Ég, sem er fćddur 1963, get einnig sagt ţađ sama .
Lennon sagđi einusinni: "Before Elvis there was nothing," sem ţýđir eiginlega í mínum huga: "Before The Beatles there was Elvis and that´s it." Ég held ađ áhrif ţeirra á popp - og rokksöguna séu ómćlanleg.
Sverrir Stormsker, 11.9.2009 kl. 02:15
Sverrir, ţađ er alveg klárt ađ engin hljómsveit hefur haft jafn gífurlega mikil áhrif á ađra tónlistarmenn og Bítlarnir. Síđast í fyrra tók fjölmennur hópur íslenskra tónlistarmanna á ýmsum aldri sig til og fór í pílagrímsför á ćskuslóđir Bítlanna í Liverpool .
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 03:23
Jú ég kannast viđ ţađ. Ţađ var ekki mjög leiđinlegt ađ glamra á Imagine-flygilinn hans Lennons ţangađ til mađur lognađist út af og fara svo ađ sjá McCartney spila daginn eftir. Hef lifađ verri daga .
Sverrir Stormsker, 11.9.2009 kl. 03:58
Sverrir, ég vissi allt um ţetta. Ţess vegna nefndi ég ţađ. Ţú spilađir á Imagine-flygilinn alla nóttina áđur en röđin kom ađ McCartney. Ţetta hefur veriđ ótrúleg upplifun og ćvintýri.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 14:27
En talandi um Bítlana - ţá áskotnađist mér fyrir nokkrum árum svona demó upptökur eđa forupptökur af bítlalögum sem voru gefnar út á geisladiskum. Ţetta var bara algjör gullnáma !
Meina, máliđ er ađ leiđin ađ endanlegu útgáfunni - bara frćđigrein !
Í mörgum tilfellum eru ţessar demo eđa forupptökur einfaldlega algjör snilld og, allavega í mínu tilelli, stundum eins og ađ nálgast Bítlana frá alveg nýrri hliđ.
Hér er sem dćmi Something á youtube
http://www.youtube.com/watch?v=L0tLb0IXGT8
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2009 kl. 15:31
Ómar Bjarki, ţú ert ađ tala um Anthology-plöturnar. Ég er ekki ennţá búinn ađ fá mér ţćr. Sonur minn á ţćr og skrifađi á disk fyrir mig nokkur lög. Verulega áhugavert. Ég er alltaf á leiđinni ađ fá mér Anthology-pakkann.
Jens Guđ, 11.9.2009 kl. 15:46
Hvorki fyrr né síđar mun nein hljómsveit komast nálćgt Bítlunum í vinsćldum eđa áhrifum einnar hljómsveitar. Tíđarandinn sér til ţess ađ ţađ sé útilokađ. Ţetta var hljómsveitin sem breytti öllu. Fćrđi ekki ađeins poppmúsík upp á ađrar hćđir heldur breytti viđhorfi heillar kynslóđar til hárgreiđslu, klćđnađar, stéttskiptingar í Bretlandi og víđar. Skóp hippamenningu og ţannig mćtti áfram telja. Ekkert fyrirbćri eftir seinni heimsstyrjöld umbylti jafn rćkilega hugsunarhćtti samtímans. Afstađa til tónlistar vóg ţar ţungt og enn er rokkheimurinn ađ vinna úr öllum ţeim nýjungum sem Bítlarnir innleiddu.
Lagasafn Bítlanna er spilađ í tćtlur á útvapsstöđvum í dag. Einnig jafnt af íslenskum danshljómsveitum sem og af ţungarokkshljómsveitum og jazzhljómsveitum, bandarískum country-flytjendum og kórum.
Ţeir sem halda utan um vinsćldalista spá ţví ađ Bítlarnir verđi í árslok í hópi söluhćstu poppara 2009.
Jóhannes (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 01:05
Jóhannes, Bítlarnir hafa selt á annan milljarđ platna. Er söluhćsta hljómsveit sögunnar. Númer 2 er Abba međ tćpan hálfan milljarđ seldra platna. Presley hefur selt um milljarđ. Ţegar sólóplötur Bítlanna eru međtaldar slagar sala Bítlaplatna í hálfan annan milljarđ. Viđ skulum hafa í huga ađ Bítlarnir sem hljómsveit starfađi í ađeins 6 ár.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 01:15
ýmsir vilja meina ađ Bítlarnir hafi veriđ ofmetnir. Ţví er ég einfaldlega ekki sammála. Ţessi hljómsveit var međ eindćmum melodísk og hélt út heilu plöturnar án ţess ađ ţađ kćmi dauđur púngtur á hana. Mér einfaldlega finnst ţetta langbesta hljómsveit sem komiđ hefur fram fyrr eđa síđar. Ţeir hafa ţađ í tónlist sem ég sćkist fyrst og fremst eftir en ţađ eru grípandi melodíur <--- Vissulega voru ýmsar laga smíđar Pouls ottalegar lummar- svo sem Obla di og you say hello ... en ţađ sem kemur á móti er ađ hann á mest af klassískustu slögurum bandsins eins og Hey Jude-Let it be- yesterday. Mér ţykir einnig ţvćttingur ađ halda ţví fram ađ hann hafi ađens frođu ţvi hann samdi til ađ mynda Eleanour rugby og long and winding road- sem poul vill meina ađ phill spektor og lennon hafi eiđilagt viljandi fyrir honum.
Einnig má ekki gleyma öđru elementi sem ţetta band hafđi en ţađ var hve miklir humoristar ţeir voru og kom ţađ einnig fram í steiktum lagasmíđum eins og Honey pie.
Ég hef aldrei séđ neitt band sem er fullt af jafn sterkum karekterum ..
Brynjar Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 07:42
Gud, hvers vegna heitir hljómsveitin Nýdönsk, Nýdönsk?
Gjagg (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 12:49
Ofmetnasta band fyrr og síđar.
Ómar Ingi, 12.9.2009 kl. 13:35
Brynjar, ég tek undir öll ţín orđ. Ţú dregur einnig fram punkt sem átti töluverđan ţátt í vinsćldum Bítlanna: Ţađ er hvađ ţeir voru fyndnir. Blađamannafundir Bítlanna voru eins og farsi. Allir Bítlarnir voru einstaklega orđheppnir, höfđu leiftrandi húmor og voru eldsnöggir til svars. John og Ringo fóru á kostum og Paul gaf ţeim lítiđ eftir.
Á hljómleikum duttu sömuleiđis gullkorn út úr ţeim á milli laga, svo og í útvarpsţáttum hjá BBC og fl.
Ég man ekki eftir ađ nein síđari tíma hljómsveit hafi náđ ađ halda uppi eins öflugri grínstemmningu á blađamannafundum.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 15:36
Ţeir höfđu greinilega gaman af lífinu, Jens. Ţađ má vel finna ţađ í gegnum mörg ţeirra lög. Ef viđ ađeins hefđum hluta ţeirrar gleđi í dag...
Skorrdal (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 15:40
Gjagg, í Lćkjargötu var bókabúđ. Á ţeim tíma sem hljómsveitin Nýdönsk varđ til komu erlend tímarit seint og illa til landsins. Dönsk kvennablöđ nutu mikilla vinsćlda hjá íslenskum húsmćđrum. Ţegar ţau komu í búđina var ćtíđ skellt út í glugga spjaldi sem á stóđ "Ný dönsk".
Ég held ađ ţetta hafi veriđ mánađarblöđ. Liđsmenn Nýdanskrar sáu ţarna leik á borđi. Međ ţví ađ kalla hljómsveitina Nýdönsk myndi ţessi áberandi bókabúđ međ best stađsetta útstillinglugga landsins auglýsa nafn hljómsveitarinnar rćkilega í hverjum mánuđi.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 15:42
Ómar Ingi, Bítlarnir eru ekki ofmetnir. Ekki heldur vanmetnir. Ţeir eru metnir ađ verđleikum.
Reyndar er ţađ svo ađ vinsćldir Bítlanna eru mun meiri víđa erlendis en á Íslandi. Til ađ mynda í Bandaríkjunum. Ţar verđur mađur miklu meira var viđ umfjöllun um Bítlana í blöđum og sjónvarpi og lög ţeirra eru oftar spiluđ í útvarpi. Meira ađ segja útvarpsstöđvar sem eru í öđrum bás en Bítlarnir leyfa sér ađ spila Bítlalög. Ţađ má heyra Bítlana spilađa í kántrý-stöđvum, gruggstöđvum (grunge) o.s.frv.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 15:49
Skorrdal, ţađ var geislandi lífsgleđi í músík Bítlanna. Ađ öllu jöfnu.
Reyndar var John Lennon gífurlegur skapofsamađur. Hann tók reglulega heiftarleg skapofsaköst ţar sem hann frođufelldi af ćsing og hafđi allt á hornum sér.
Á fyrstu árum Bítlanna fékk hann einnig útrás fyrir ţessa rosalegu innri reiđi međ ţví ađ slást á börum og lemja konuna sína. Paul og fleiri vilja meina ađ orsök ţessarar brćđi megi rekja til sárinda yfir ađ hafa veriđ yfirgefinn sem ungt barn af foreldrum sínum og komiđ fyrir í fóstur hjá frćnku út í bć. Hann hafi aldrei náđ ađ vinna úr sársaukanum viđ ađ kynnast ekki föđur sínum og kynnast ekki mömmu sinni fyrr en á unglingsárum. Og ţegar hann var nýbyrjađur ađ kynnast henni ók fullur lögreglumađur yfir hana međ ţeim afleiđingum ađ hún lést.
Ţađ má heyra John takast á viđ ţetta í laginu Mother á fyrstu sólóplötunni.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 16:00
Paul átti líka viđ depurđ ađ stríđa og vill meina ađ ţađ hafi veriđ vegna ţess ađ hann missti ungur móđir sína. Paul vill sömuleiđis meina ađ mćđramissir ţeirra Johns hafi átt stóran ţátt í ţví hvađ ţeir náđu vel saman, urđu nánir og gátu stundađ heilbrigđa samkeppni án öfundar ţegar öđrum tókst vel upp. Ţvert á móti glöddust ţeir einungis fyrir hvors annars hönd. Vegna ţessa átti Paul auđvelt međ ađ hafa skilning á skapofsaköstum Johns.
Paul vann hinsvegar úr sinni depurđ međ ţví ađ hella sér í vinnu. Hann er vinnualki og átti um tíma til ađ halda til í hljóđveri nánast allan sólarhringinn upp úr miđjum sjöunda áratugnum.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 16:08
Alveg hárrétt Mr. Gud!! Ég vissi nefninlega thetta....hélt ad thú gaetir ómögulega vitad thetta....EN hefdi audvitad átt ad gera rád fyrir thví ad thú vissir thetta....SÉRSTAKLEGA thar sem thú thekkir einhverja sem hafa spilad med THE RESIDENTS!!
Gjagg (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 16:11
Stundum er óhamingja falin í gleđi, Jens... En hún er samt ekki endilega ósönn...
Skorrdal (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 16:44
Enda kom fram í texta Pouls Let it be.. t... Mother Mary comes to me sing song and whispers ... let it be. Eđa var ţađ ekki rétt ađ mamma Pouls sem hét María ? og ţarna sé ekki um guđsmóđir Maríu ađ rćđa heldur um orđaleik... ef ţetta er rétt ţá finnst mér engu líkara en ađ hann Poul sé ţar ađ nota tónlistina til ađ vinna međ sínar tilfinningar sem er hiđ besta. Einnig er líka athyglisvert ađ ţeir spiluđu einnig sorgar útgáfu til Brian epsteins ... "Your mother shout now" og segir ţađ mér ađ móđurhlutverkiđ hefur veriđ ţeim félögum dálítiđ heilagt. En ef ég man rétt ţá var ţađ lag raunar um ađ Umbinn ţeirra ćtti fyrir löngu ađ vera komin úr skápnum og játa kynhneigđ sína..
Varđandi gleđi Johns .. ţá var hann alltaf svartastur af ţeim.... og kom ţađ fram í eitruđum pillum eins og ţegar hann ćpti í restina á laginu ... Baby you are a ritch man...Ţá sagđi hann- >baby you ara an ritch fag Jew - En ţar var hann einmitt ađ skjóta á epstein.. ... Nokkuđ eitruđ settning verđ ég ađ segja og raun talandi dćmi um hvađ hann hann var einnig líka rosalegur performer. Enda minnti hann mig oft á atvinnu skemmtikraft er hann svarađi fyrir sig og ég fullyrđi ađ hann hefđi getađ orđiđ frábćr standöp gaur ef hann hefđi lagt ţađ fyrir sig.
Brynjar Jóhannsson, 12.9.2009 kl. 17:32
Gjagg, ég hef kynnst mörgum á hátt í sex áratugum. Međal annars í Nýdanskri.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 19:36
Nýdönsk var (er?) fín hljómsveit (band/tríó/dúó). Átti amk. nokkur góđ lög - en ţeir voru engir Bítlar...
Skorrdal (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 19:46
Skorrdal, ţetta er góđ og sönn speki. Ţađ hefur líka veriđ sagt ađ mótlćti efli hćfileikann til ađ gleđjast. Fólk sem hefur lent í lífsháska, veriđ dauđvona vegna sjúkdóms o.s.frv. nefnir iđulega ađ sú lífsreynsla hafi kennt ţeim ađ meta lífiđ, taka eftir hverju smáatriđi sem hćgt er ađ gleđjast yfir...
Af ţví ađ ég er ađ fara ađ svara Brynjari hér á eftir um Let it be ţá má rifja upp í ţessu samhengi hvernig ţađ lag varđ til. Hann dreymdi mömmu sína. Ţađ hafđi hann ekki gert í mörg ár. Honum ţótti svo vćnt um drauminn ađ hann fylltist orku og innblćstri til ađ semja ţetta lag.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 19:52
Let it be er rosalega fallegt lag, Jens. Og eitt af fáum sem ég gćti spilađ blindandi á píanóiđ (ásamt Yesterday). Ţađ er vart til fallegri lag. (Ef viđ sleppum öllu kvabbi um klassíkina fyrir 1920 og eldri meistara eins og Mozart, Beethoven og allt ţađ liđ...) ;)
Og ég VERĐ ađ viđurkenna, ađ í ţessari umrćđu hef ég lćrt meira um Bítlana og ţeirra lagasmíđ, en ég hef lćrt síđustu 20 árin. Og er ég MJÖG ţakklátur fyrir ţađ.
Skorrdal (IP-tala skráđ) 12.9.2009 kl. 20:03
Brynjar, ţađ er rétt hjá ţér. Paul samdi ţetta lag um móđir sína í kjölfar ţess ađ hann dreymdi hana ţegar hann var í depurđarkasti og búinn ađ vera í ţrefi viđ George og Ringo (viđ hljóđritun á Hvíta albúminu). Viđ drauminn hressist Paul og tók gleđi sína á ný.
Ég man ekki hvort kella hét Mary en ţykir ţađ líklegt (fremur en hann hafi notađ ţetta nafn vegna ţess hvađ ţađ fellur vel ađ laglínunni). Hvort sem er ţá er Let it be um mömmu Pauls.
Margir kaţólski söngvarar hafa sungiđ Let it be inn á sínar guđspjallaplötur (gospel) í ţeirri trú ađ lagiđ fjalli um Maríu frá Miđ-Austurlöndum. Ég er viss um ađ Paul sé sáttur viđ ţađ ţó hann liggi ekki á ţví ađ lagiđ sé um mömmu hans. Ţađ er líka sálmablćr yfir laginu.
You´ve got to hide your love away er líka samiđ um Brian Epstein.
John gat veriđ ansi eitrađur og andstyggilegur, eins og í níđsöngnum um Paul How do you sleep? og í Serve yourself ţar sem hann svarar Bob Dylan laginu You have to serve somebody. Í síđastnefnda laginu leggur Dylan út frá ţví ađ annađ hvort ţjóni menn guđi eđa djöflinum.
Kjaftfori John lét alla fá ţađ óţvegiđ - og ekki síđur sína kćrustu vini - ţegar sá gállinn var á honum. Ţú hittir naglann á höfuđiđ međ ţví ađ nefna ađ hann hefđi orđiđ góđur uppistandari. Blađamannafundir Bítlanna voru einmitt allsherjar uppistand.
John sendi frá sér tvćr smásögubćkur um ţađ leyti sem Bítlarnir slógu í gegn. Sögurnar hans eru frumlegar og ferlega fyndnar. Mínar smásögur eru undir sterkum áhrifum frá sögum Johns - ţó ég komist hvergi međ tćr ţar sem John hafđi hćla, vel ađ merkja.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 20:31
Skorrdal, Nýdönsk er hljómsveit, oftast 5 manna ađ ég held. Hún hefur gert margt flott á sínum, ja, ćtli slagi ekki í kvartaldarlanga ferli.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 20:36
Skorrdal, ég get tekiđ undir ađ Let it be sé mjög flott lag. Ađ vísu sćki ég frekar í rokkađri lög ađ öllu jöfnu og sniđgeng frekar róleg lög. En í tilfelli Bítlaplatna hlusta ég mér til ánćgju líka á rólegu lögin.
Ţetta er einn skemmtilegasti flötur bloggsins: Mađur skrifar litla fćrslu og uppsker fróđlega umrćđu.
Jens Guđ, 12.9.2009 kl. 20:42
Jens, já einmitt. Anthology plöturnar.
En í samb. viđ ađ hér löngu fyrr stakk einhver uppá ađ valiđ yrđi besta bítlalagiđ og uppáhaldskaflinn úr ţví lagi o.s.frv.
Jú ágćtishugmynd svosem en annađ val sem sýnir miklu betur hve sérstöđu Bítlana var mikil, er ađ ef einhver er beđinn um ađ velja bestu/uppáhalds bítlaplötuna.
Ţá nefnilega vefst mörgum tunga um tönn (mín reynsla) og skipta gjarnan um skođun reglulega.
Stađreyndin er ađ afskaplega erfitt er ađ gera upp milli. Sérstaklega seinni hluta tímabilsins. Ţađ er eigilega ekki hćgt.
En samt - ansi oft hef eg endađ á ţeirri niđurstöđu ađ Abbey Road sé liklega besta platan. Ţ.e. sem heildarlistaverk. Ćtla ekkert ađ rökstyđja ţađ neitt nema ađ hún einhvernveginn vann sífellt á í gegnum árin há mér. Varđ alltaf smá saman betri og betri. Mjög skrítiđ fyrirbrigđi. ađ sumu leiti svipađ međ Let it be, vann alltaf á en náđi ekki alveg ţessari heildarsnilld eins og Abbey Road.
En ţetta var ţá síđasta platan sem ţeir tóku upp (ţó Let it be hafi komiđ út seinna)
Samkv. ţessu hafa ţeir ţá hćtt á toppnum. Og einnig samkv. ţessu hefđu ţeir líklega getađ gefiđ út nokkrar frábćrar plötur til viđbótar - ef ţeir hefđu ekki hćtt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2009 kl. 22:53
Sćll Jens,
fćr mađur frá ţér 090909 plötudóma á nćstunni? Áhugavert vćri ađ fá samanburđ og steríó og móno boxinu, er móno-iđ ţess virđi ađ fjárfesta í ţví? Sá ađ hćgt sé ađ kaupa steríó, brenna og umbreyta í móno sem gerir ţađ ađ verkum ađ mađur fćr ekki tónlist í einum hátalara og söng í öđrum. Eitthvađ eru útgáfurnar ţó öđruvísi, man ađ Help! var ađeins á "öđrum" nótum. Dómur um hvernig "You Never Give Me Your Money" er auđvitađ nauđsynlegur!
Már Wolfgang Mixa, 13.9.2009 kl. 00:00
Ómar Bjarki, mín uppáhalds Bítlaplata er Abbey Road. Ţađ var gćfa Bítlanna ađ hćtta á toppnum. Ef viđ miđum viđ sólóplötur Bítlanna hefđi hljómsveitin dalađ ef hún hefđi starfađ áfram nćstu 3 - 4 árin. Ţá voru líka komnar fram hljómsveitir á borđ viđ Led Zeppelin og Deep Purple sem hefđu gert samanburđ erfiđari ţegar meira reyndi á tćknilega fćrni í hljóđfćraleik.
Fyrstu sólóplötur Johns Lennons og Georges Harrisonar voru/eru frábćrar. Ţó má rifja upp ađ gagnrýnendur slátruđu fyrstu sólóplötu Johns, Plastic Ono Band. Hún var skilgreind sem hrátt og óunniđ "demó" (kynningareintak fyrir plötuútgefanda). Í dag er ţessi plata jafnan á lista yfir 10 bestu plötur rokksögunnar. Tíđarandinn vann međ plötunni. Ekki síst sú endurskođun sem pönkbyltingin 76/77 neyddi upp á heimsbyggđina (hugmyndafrćđin Do-it-yourself og afturhvarf til einfaldleikans).
Síđustu áratugi hafa Bítlaplöturnar Revolver og Sgt. Peppers... skipst á ađ tróna í efsta sćti yfir merkustu plötur rokksögunnar. Ţá er klárlega litiđ til ţess hvernig tíđarandi var er ţćr komu út 66 og 67.
Til gamans má geta ađ John og Paul tókust á um hvernig Abbey Road ćtti ađ vera. John vildi ađ önnur hliđ plötunnar innihéldi sín lög en hin hliđin lög Pauls. John var alveg sama hvor hliđin vćri A og hvor B. Paul vildi hinsvegar hafa plötuhliđarnar blandađar međ lögum ţeirra beggja og B-hliđina einskonar syrpu af ókláruđum lögum ţeirra beggja: Sterk A-hliđ og B-hliđin ţessi syrpa.
Paul var snillingur diplómatsins og kitlađi egó Johns međ ţví ađ vilja láta A-hliđina hefjast á lagi Johns, Come together, og enda á lagi Johns, She´s so heavy. Jafnframt međ uppástungu um ađ Come together yrđi fyrsta smáskífulag plötunnar ásamt Something eftir George Harrison. Ţar međ var Paul kominn međ stuđning allra Bítlanna sem töldu tímabćrt ađ gera lagasmíđum Georges hátt undir höfđi.
Jafnframt hermdi Paul upp á John ađ sá fyrrnefndi hafđi látiđ eftir ţeim síđarnefnda ađ hafa furđulagiđ Revolution Nr. 9 á Hvíta albúminu. Paul setti sig mjög upp á móti ţví en féllst ađ lokum á ţá ráđstöfun gegn ţví ađ hann fengi síđar ađ nota samskonar neitunarvald/ákvörđunarvald ţegar kćmi ađ nćstu plötu. John sagđi síđar ađ sér hafi svo sem veriđ sama um ađ leyfa Paul ađ ráđa ţessu. John var nokkuđ sáttur viđ útkomuna og "nennti ekki" ađ ţrefa um ţetta. Hann var farinn ađ huga ađ sólóferli og sagđist hafa veriđ meira upptekinn af Yoko á ţessum tíma en Bítlunum.
John tilkynnti hinum Bítlunum í september 1969 ađ hann vćri hćttur í Bítlunum. Abbey Road kom út ţann sama mánuđ. Bítlarnir spiluđu síđast saman í ágúst ţetta ár. Ađ vísu hljóđrituđu ţeir eitt lag, I Me Mind í janúar 1970 án Lennons. Ţađ er á plötunni Let it be.
George sagđi síđar ađ honum hafi aldrei ţótt ţađ vera eiginlegt Bítlalag vegna ţess ađ John var ekki međ. Ţegar lagiđ var ćft áđur en Bítlarnir hćttu vildi John bara dansa vals viđ Yoko og búinn ađ missa áhuga á Bítlunum.
Jens Guđ, 13.9.2009 kl. 00:02
Már, ţó annađ megi lesa út úr ţessari fćrslu er ég ekki svo upptekinn eđa áhugasamur um Bítlana ađ ég hlaupi upp á milli handa og fóta ađ ég kaupi heildarsafn Bítlaplatna í bćttum hljómgćđum á nćstum 40 ţúsund kall. Ég á ekki einu sinni allar Bítlaplöturnar á gamla CD forminu.
Ég hef ađeins 30% heyrn og geri litlar kröfur til hljómgćđa. Er vanastur ađ hlusta á pönkrokk og eltist lítt viđ bestu hljómgćđi.
Jens Guđ, 13.9.2009 kl. 00:10
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.