5.10.2009 | 21:13
Þetta þurfið þið að vita
Í dag fenguð þið skilaboð frá Moggablogginu um að fjarlægja af bloggi ykkar höfundarréttarvarið efni. Brot á höfundarrétti getur leitt til þess að bloggsíðum ykkar verði lokað. Margir bloggarar hafa spurt mig út í þetta. Þó mér komi þetta ekki beinlínis við er mér ljúft að útskýra hvað þetta þýðir.
Lög í tónspilara ykkar mega einungis vera þar með leyfi höfunda/r lagsins, flytjanda og útgefanda. Þetta þýðir að flest útlend lög eru ekki gjaldgeng í tónspilaranum. Þið getið svo sem spurt rétthafa Bítla-, Stóns- eða Led Zeppelin-laga um að gefa ykkur leyfi til að hafa þau í tónspilaranum. Mér er til efa að fyrirspurn þess efnis verði svarað. En ef þið fáið jákvætt svar þarf að gera STEF á Íslandi grein fyrir því.
Þetta er auðveldara varðandi íslenska músík. Íslenskir höfundar, flytjendur og útgefendur taka erindinu sennilega vel. Tónspilarinn getur verið ágæt kynning á þeirra lögum.
Þess ber þó að geta að ef um útlenda kráku (cover) er að ræða þarf samþykki útlenda höfundarins.
Höfundarréttur fyrnist á 70 árum frá dauða höfundar. Gamla klassíkin getur því hljómað í tónspilurunum: Beethoven, Mozart og þeir allir.
Þið getið áfram sett inn youtube-myndbönd. Þau eru með hlekk inn á youtube og þar hefur verið gengið frá höfundarréttarmálum.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 35
- Sl. sólarhring: 596
- Sl. viku: 1193
- Frá upphafi: 4121575
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 1015
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Jens, var einmitt að pæla í þessu. En hvað með myndir úr dagblöðum eða annars staðar frá ?
hilmar jónsson, 5.10.2009 kl. 21:53
Falla þá ekki blogg um Dabbafréttir undir höfundarvarið efni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2009 kl. 22:00
Hilmar, á 3ja áratuga ferli sem blaðamaður lærðist mér að nota megi myndir íslenskra ljósmyndara ef tiltekið er hver tók myndirnar. Þetta sama á við um tilvitnun í texta eftir einhvern. Það má birta texta eftir aðra innan gæsalappa ef tiltekið hver er höfundur textans.
Hannes Hólmsteinn klikkaði á þessu þegar hann sendi frá sér bók um Nóbelsskáldið. Sparaði um of gæsalappir og tilvísanir í höfundinn. Fékk á sig dóm fyrir það klúður. Sem var með ólíkindum að prófessor við háskóla þekkti ekki þessi grundvallaratrið við umgengni við texta eftir annan en sjálfan sig.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 22:08
Og prófessorinn miðlar ungviði sem aldrei áður.
Heyrðu, annars takk fyrir þetta Jens..
hilmar jónsson, 5.10.2009 kl. 22:11
Axel, blogg um Dabbafréttir lúta sömu reglum: Ef vitnað er beint í hans skrif þarf að marka þau skrif innan gæsalappa. Ef um stytta endursögn af skrifum hans er að ræða nægir að geta þess. Að þeim skilyrðum uppfylltum að farið sé rétt með og skrif hans ekki afbökuð.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 22:12
Hilmar, ég set spurningamerki við að prófessor sem hefur brotið gróflega grundvallaratriði höfundarréttarvarins texta sé stætt í sinni stöðu. Hinsvegar ber að varast afstöðu til viðkomandi manns vegna skoðanaágreinings um önnur mál. Öllum getur orðið á og í umræddu tilviki sýndi HHG einbeittan vilja til að lagfæra mistök sín.
Sjálfur lenti ég í því að skrifa metsölubókina Poppbókina 1983 og gætti ekki að fara eftir reglum um höfundarvarinn rétt ljósmynda sem ég birti í bókinni. Nokkrir ósáttir ljósmyndarar höfðu samband við mig en blessunarlega tóku þeir til greina afsökunarbeiðni frá mér og játningu um að hafa ekki þekkt ströngustu reglur. Það urðu þvi engir eftirmálar en ég var fróðari á eftir um höfundarrétt ljósmynda. Þetta hafði þó með öðru með það að gera að bókin var aldrei endurprentuð.
Jens Guð, 5.10.2009 kl. 22:23
3. gr. Höfundur hefur einkarétt til að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri, í þýðingu og öðrum aðlögunum.
4. gr. Skylt er, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á eintökum verks og þegar það er birt."
II. kafli. Takmarkanir á höfundarétti.
10. gr. a. Einkaréttur höfundar skv. 3. gr., sbr. 2. gr., gildir ekki um gerð eintaka sem [...]
4. hafa enga sjálfstæða fjárhagslega þýðingu."
Höfundaög nr. 73/1972
Þorsteinn Briem, 5.10.2009 kl. 23:40
Áhugavert að vita þetta. Sem betur fer er ég bara með slatta af Youtube mynböndum sem ég hef sett inn gegnum tíðina og er ekkert með í tónlistarspilaranum.
Hannes, 6.10.2009 kl. 00:19
Er bara með mína eðalmúsik í spilaranum, en stend um þessar mundir í samningaviðræðum við sjálfan mig um stefgjöld...
hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 00:31
Steini, enn og aftur bestu þakkir fyrir góðar upplýsingar. Þú ert gullnáma.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 00:33
Hannes, þá er bara að hlaða inn á tónspilarann gamalli kóramúsík frá SS og Rauða hernum eftir höfunda sem drápust fyrir 70 árum eða meir.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 01:03
Ég tók allt út af spilaranum mínum og hef heitið mér því aðkaupa aldrei Íslenska tónlist framar. Punktur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 01:09
Hilmar, ef músík þín hefur ekki komið út á plötu og er ekki skráð hjá STEF þarft þú ekki að semja um neitt. Þá hefur þú full umráð yfir þinni músík sem höfundur, flytjandi og útgefandi. STEF er einungis að gæta réttar sinna félagsmanna, þar með talinna félagsmanna í systursamtökum á alþjóðamarkaði.
Þess fyrir utan: Lag þitt "Brutal" er dálítið töff.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 01:12
Takk fyrir það Jens. Ekki amarlegt að fá hrós frá meistaranum..
hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 08:18
Sæll Jens
Hvað með myndir teknar t.d. af google?
ps. Ég á eintak af gulu Poppbókinni, hún er ágæt.
kv d
Dóra litla (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:40
Sæll Jens.
Frábær síða og skemmtileg hjá þér skoða hana oft.
Ein spurning, helduru að það sé í lagi að vera kristinn trúar og kikja samt hér inn.
Gestur Pálsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:45
Jón Steinar, þetta hljómar einkennilega: Að hafa fyrir reglu að kaupa bara útlenda músík. Ég var búinn að sjá fyrir mér þann kost við hert eftirlit STEF að fólk færi að gefa íslenskri músík meiri gaum.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 12:04
Hilmar, takk sömuleiðis.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 13:09
Dóra, þessi bók leynist ótrúlega víða. Ég er alltaf að rekast á hana einhversstaðar eða frétta af henni.
Um útlendar ljósmyndir gildir hið sama og um íslenskar ljósmyndir. Hinsvegar held ég að enginn hérlendis gæti höfundarréttar útlendra ljósmyndara. Íslenskir fjölmiðlar hafa í áratugi eða lengur birt myndir úr útlendum fjölmiðlum án þess að spyrja leyfis. Ég kannast þó við að bókaútgefendur hafi aflað sér leyfa til að prenta útlendar myndir í sínum bókum. Ég man í fljótu bragði eftir að Ólafur Ragnarsson í Vöku forlagi aflaði sér leyfa fyrir birtingu á þeim myndum sem voru prentaðar í bókinni Lennon.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 13:15
Gestur, uppistaðan af þeim sem kíkja hingað inn eru kristnir. Þeir fá svipað "kikk" út úr því og fara með Faðirvorið.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 13:18
Á ekki Mogginn að virða höfundarlög líka? Mega þeir birta það sem þeim sýnist eftir okkur?
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2009 kl. 13:37
'Eg myndi líka vilja fá svar við spurningu Sæmundar, hvað t.d. með frumsamin ljóð sem maður setur inn sjálfur ??
Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 13:48
Gleymdi að þakka þér fyrir góðar og gagnlegar upplýsingar svona yfirleitt
Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 13:49
Sæmundur, Mogginn má birta hvað sem er eftir bloggara ef fram kemur hver er höfundur efnisins.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 13:51
Hulda, þú skalt ekki alltaf taka mark á mínum upplýsingum. Í þessu tilfelli er þér þó óhætt að gera það. Ljóð eftir þig mega aðrir birta nema þú hafir sérstaklega tekið fram að ekki megi birta ljóðið nema með þínu leyfi. Ef sá varnagli hefur ekki verið settur nægir öðrum að láta þess getið hver er höfundur ljóðsins.
Ég man þó eftir að útgefandi sönglagabókar var dæmdur fyrir að birta í óleyfi söngtexta eftir Bubba og Megas. Þar vóg þyngst að sýnt þótti að útgefandinn var að gefa út þessa texta í hagnaðarskyni. Með öðrum orðum: Að búa sér til pening út á höfundarverk annarra.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 13:58
Hvað með smá klausur sem ég kippi stundum út úr frétt dagblaðanna, skelli inn í færsluna mína, innan gæsalappa og gef svo upp heimildir? Skrifa svo kannski út frá þeim.
Kannski kjánalega spurt en ég er enn að slíta barnsskónum í Bloggheimum. Kveðja
Þráinn Jökull Elísson, 6.10.2009 kl. 17:43
Þráinn, þannig á einmitt að gera þetta. Þú stendur rétt og löglega að málum.
Jens Guð, 6.10.2009 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.