Hvað er með þennan Martein?

  Ég er rosalega jákvæður út í íslenskt sjónvarpsefni.  Ekki síst leikið efni.  Og engin ástæða til annars.  Nætur-,  Dag- og Fangavaktin voru/eru frábærlega fyndnir og vel heppnaðir þættir í flesta staði.  Fóstbræður og Svínasúpan voru einnig alveg ljómandi.  HamarinnStóra planið og sitthvað fleira hefur sömuleiðis staðið undir væntingum.  Bara svo fátt eitt sé nefnt.

  En nú bregður svo við að RÚV hefur tekið til sýningar leikþætti sem kallast  Marteinn.  Öðrum eins hörmungar aulahúmor man ég ekki eftir.  Ég á við að þarna eru þekktir leikarar,  töluvert lagt í leikmynd og annað.  Alvöru áhorfendur í sal o.s.frv.  En textinn er hræðilega uppskrúfaður,  ósannfærandi,  hlaðinn gömlum þvældum þreyttum klisjum og pínlega ófyndinn. 

   Svo virðist sem hugmyndin hafi verið að hræra saman þáttum á borð við  King of QueensAccording to Jim  og öðrum álíka.  Grunnuppskriftin er sú sama:  Feitur rembingslegur kall,  kona hans og erfiður ættingi.  Þeir þættir eru frekar þunnir.  En stóri munurinn er sá að einstaka brandari í þeim virkar. 

  Gaman væri að vita hvort  Marteinn  framkallar önnur viðbrögð en andvörp hjá einhverjum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ha, ha, ha, var að enda við að skrifa eitthvað svipað á Facebook;  Dr. Huxtable meets King of Queens á Sam´s bar.  Amerískur húmor er flottur framreiddur af Ameríkönum, en hann klæðir Íslendinga augljóslega mjög illa og verður því vandræðalegur í þeirra höndum.  Íslensk fyndni takk.

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég ætla að kíkja á Fésbókina þína.  Kannski var lykilinn að vel heppnuðum  Vöktunum að þar var ekki verið að herma eftir neinni útlenskri fyrirmynd.  Góðir húmoristar létu gamminn geysa að hætti bestu kosta "orginal" íslenskrar fyndni. 

Jens Guð, 13.11.2009 kl. 22:09

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skrifaði þetta hjá Jenný Önnu sko! hehe..

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Tókuði eftir að meira segja inréttingarnar voru eins ? Stiginn og útidyrnar hægra meginn, eldhúsið vinstrameginn, og svo sófasettið í miðjunni.

Ég gafst upp, og skifti yfir á Skjáinn, fannst ég vera búinn að sjá þetta allt í King of queens, handlögnum heimilisföður, According to Jim og fleiri klassískum Amerískum gamanþáttum. Virkar þar, en ekki hér.

Held svei mér þá að ég gerist áskrifandi á Skjánum eftir helgi, þeir eru með bestu afþreyinguna.

Börkur Hrólfsson, 13.11.2009 kl. 22:19

5 identicon

Ég sá eitthvað brot af þessu, langaðir að brjóta svónvarpstækið og flytja af landi brott.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sofnaði reyndar

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.11.2009 kl. 22:29

7 Smámynd: Kama Sutra

"Öðrum eins hörmungar aulahúmor man ég ekki eftir."

Svoooo sammála sammála SAMMÁLA...

Kama Sutra, 13.11.2009 kl. 22:39

8 identicon

Hundfúlir þættir,svissaði á aðra stöð,og sveimér þá að það kom að því að ég og DoktorE erum sammála í þessum efnum,,(er alltaf ósammála honum í öðrum málum.).Ertu að spá í að flytja af landi brott DoktorE? Blessaður sé Doktorinn.

Númi (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég var eldsnöggur að finna þetta hjá Jenný - áður en þú leiðbeindir mér með það.

Jens Guð, 13.11.2009 kl. 22:57

10 Smámynd: Jens Guð

  Börkur,  ég tók ekki eftir þessari uppstillingu á innréttingum og húsgögnum sem þú nefnir.  Ég var í svo jákvæðum stellingum að ég pældi ekkert í þessu.  Þess í stað var ég stöðugt að vonast eftir að samtöl myndu hrökkva í eðlilegt flæði og einhverjir "spondant" brandarar kæmu til sögunnar. 

  Til að gefa ekki frá mér alla jákvæðni gagnvart þessari hörmung er ég að láta mér detta í hug að eitthvað af því sem átti að vera fyndið í textanum geti undir einhverjum kringumstæðum virkað í uppistandi.

Jens Guð, 13.11.2009 kl. 23:09

11 identicon

Mér þykir þetta hin besta skemmtun. Ég hef lítið gaman að amerískum grínþáttum en þetta virkar fínt. En ég er kannski ekki marktækur, er úr hófi jákvæður að eðlisfari.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:22

12 identicon

Það er frábært hvað þið hafið miklar skoðanir á þessu og nota bene vel uh ígrundaðar....?? Takk fyrir ábendingarnar. Húmor er misjafn og það fíla ekki allir allt það sama. Sem betur fer. Þó finnst mér óþarfi að kalla MARTEIN hörmung. Ekki gleyma því að við þætti eins og Martein vinna tugir fólks. Ef ykkur finnst handritið mitt og/eða minn húmor ekki góður þá er það allt í lagi, hann er pottþétt ekki allra og á ekki að vera það. En þegar gagnrýnt er, eins og þið hér að ofan/neðan eruð að gera (sem er mjög gott!) passið ykkur aðeins. Ekki gera lítið úr störfum fólks.

Notiði pennan varlega og vandiði takkavalið.

Bjarni Haukur Þórsson (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 00:00

13 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Alveg sammála þér Jens, ég gafst upp á að horfa á Martein. Ég var farin að halda að það væri ég sem hefði ekki gaman af góðum húmor. En greinilega er ég með svipaðan húmor og þú Jens... 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.11.2009 kl. 02:44

14 identicon

Já, þetta er víst menningin sem ekki má skera niður.

Betra að framleiða svona rusl en að styðja við bakið á fjölskyldum í vanda.

Og Bjarni Haukur Þórsson, þetta ER alger hörmung, það er tilgangslaust að forðast þá staðreynd. Það er ekki hægt að ljúga upp húmor á sjónvarpsþætti líkt og menn ljúga upp gengi hlutabréfa. Ég veit að til langs tíma þá hefur ekki  mátt anda á "listamenn" þjóðarinnar, jafnvel þó megnið af þeim séu yfirhæpaðir amatörar, en ég held að þú og fleiri megið alveg við því að fá gott spark í afturendann. Annað hvort bætir þú þig, eða ferð að keyra út pizzur.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 05:25

15 Smámynd: ThoR-E

Það er auðvitað misjafn smekkur fólks og misjafn húmorinn.

Bjarni Haukur, þú þarft nú ekki að taka því svona rosalega til þín, þótt þetta höfði ekki til allra. Ég hef heyrt í mörgum sem skemtu sér konunglega yfir þessum þætti.

Það verður að vera hægt að taka gagnrýni :) hversu harkaleg sem hún er.

Ef við tökum nýlegt dæmi með Audda og Sveppa og vesalings beljuna ;)... margir dýrka þessa kjána, aðrir þola þá ekki og hika ekki við að segja þá skoðun sína.

Misjafn er smekkur fólks. Þannig er það bara.

Ég sá ekki þáttinn, horfi lítið á RÚV .. þótt ég þurfi að borga þúsundir króna fyrir rásina :/ ... en ég ætla að kíkja á næsta þátt. 

ThoR-E, 14.11.2009 kl. 13:57

16 identicon

 

Hingad til hefur mér fundist flest....ef ekki allt leikid íslenskt sjónvarpsefni pínlegt.  Nema náttúrulega hann Pálmi á spaugstofunni.  PÁLMI ER ROSALEGT TALENT.  Ég er ennthá ad hlaegja ad látbragdinu thegar hann er ad kaupa mida á ferdaskrifstofunni og faer kúbein med midanum.

Pálmi ber höfud og herdar yfir alla íslenska leikara. 

Annars aetla ég ad líta á Martein á netinu...thad gaeti verid eitthvad varid í húmorinn thar sem íslenskur húmor hefur alltaf verid pínlega ófyndinn. 

Ekki bara íslendingar framleida lélegt leikid sjónvarpsefni.  Svíar, nordmenn framleida pínlegt leikid sjónvarpsefni.  Danir og bretar eru eitthvad skárri thótt gloppóttir séu.

Svíar halda ad theirra leikarar séu gódir...thad er mikill miskilningur.  Danir eru svo miklu betri en their...nordmenn eru svipadir og svíar.

Ég hef thó séd lítid af íslenskum bíómyndum og leiknu sjónvapsefni sídustu misseri....kannski ad thad sé eitthvad skárra.  Sá adeins úr myndinni Nói albinái...thótti thad ók.

Gjagg (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 14:22

17 Smámynd: Valur Kristinsson

Auðvitað er misjafn smekkur fólks á grínþáttum. Marteinn er ekki slæmur þáttur, meira að segja hægt að hlægja að sumum atriðunum er vitlaus er hann á köflum.

Ég get ekki borið þáttinn saman við þessa fyrnefndu amerísku þætti því ég horfi aldrei á þá. Það er vegna þess að fyrir löngu fór ég að horfa á þá en gafst upp á þeim því mér fannst þeir svo arfa vitlausir. Svo er líka 30Rock þátturinn lítið betri, þessi mikli verðlaunaþáttur.

Sennilega þarf ég að fara að horfa á þessa amerísku þætti aftur til að finnast Marteinn leiðinlegur. Mér finnst óþarfi að rakka þáttinn niður, það eru nú bara komnir tveir af átta.

Bjarni Haukur, þetta er ágætt hjá ykkur, allavega miklu betra en árans endaleysan, Stóra planið.

Valur Kristinsson, 14.11.2009 kl. 16:09

18 identicon

Mér dettur helst í hug að þeir er kaupa áskrift að stöð 2 stundi það að upphefja þætti þaðan á kostnað annars efnis - mæli með því að skipta stundum um rás og staðna ekki á áskriftarstöðinni .  Annars horfi ég töluvert mikið á bresku stöðvarnar BBC og ITV og ekki er hann slæmur húmorinn þar .  Annars líst mér bara vel á þættina um Marteinn sem virðist eiga svona venjulega íslenska konu og uppáþrengjandi ættingja .

Valgarð (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 16:43

19 identicon

Þessir þættir eru alger klisja. Hver hefur ekki séð þessa uppsetningu áður, maður sem hegðar sér eins og hann sé ennþá strákur, á konu sem nöldrar yfir öllu og vin sem er frekar illa gefinn.

Hræðilegt að bjóða uppá svona efni......reyndar er RÚV algjörlega metnaðarlaust, ef eitthvað virkar þá skal hafa það á boðstólum ENDALAUST (sbr. Spaugstofan sem var góð FYRIR LANGA LÖNGU) eða þá sýna lélegar fjölskyldumyndir (sem fjalla mjög oft um einhverskonar keppni) og " Agötu Christi" myndir (með Agötu Christi myndir á ég við þessar gamaldags hægu sakamálamyndir sem eru því miður oftast ansi fyrirsjáanlegar). Kvikmyndir á RÚV er bara mjög lélegar, þættir oft skárri en endursýndir á nánast hverju kvöldi..........

Því miður hef ég ekki aðra sjónvarpstöð um að velja, bý ekki á "réttum" stað á landinu. Hef gaman af að horfa á sjónvarp en því miður RÚV höfðar bara engann veginn til mín, né flestra annara sem ég þekki.

Guðrún (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 18:04

20 identicon

Mig grunar að höfundar Marteins hafi komist yfir einhver afgangshandrit af amerískum sitcoms, sem þeir hafa þýtt beint með frekar lélegum árangri.

Svo er ég óssamála með sviðsmyndina, lítið í hana lagt og hún léleg eftirherma úr amerískum gamanþáttaröðum, stofan er t.d. úr everybody loves raimond.

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 18:08

21 identicon

Voðalegt væl er þetta.  Eins og oftast heyrist mest í nöldurseggjum, óhamingjusömu, neikvæðu liði.  Hef svo sem enga sérstaka skoðun á þessum tiltekna gamanþætti, Marteini.  Amerísk formúla, finnst þetta soldið eins og farsi úr Borgarleikhúsinu sé í boði á sjónvarpsskjánum.  En langt frá því að vera lélegt.  Oft hægt að brosa, stórfínir leikarar, vönduð leikmynd. 

En fólk er óvant þessu formi í sjónvarpi, svo eiga íslendingar til að rakka niður aðra íslendinga. Þá sem þó framkvæma e-ð.  Nóg til af hundlötu sófaliði... sem framleiðir ekkert nema neikvæðni og nöldur.  Þarf ekki nema renna yfir bloggin hér á netinu.  Eins og ég segi stundum... sumu liði fer bara best að þegja..hehehe.  Góðar stundir :)

Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 18:19

22 identicon

Fólk hefur fullann rétt á að segja sína skoðun á því efni sem sýnt er á RUV. Veit ekki betur en við borgum þetta fullu verði. Fyrir mína parta þá finnst mér þessi "gaman þáttur" vera bölvað rusl. Og ekki hægt að framleiða boðlega gaman þætti eingöngu með þokkalegri leikmynd og sæmilegum leikurum. Ef handrit er ekki boðlegt þá verður útkoman yfirleitt léleg, meira að segja þú Sigfús átt að skilja það.

viðar (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 19:09

23 identicon

 

Ég aetladi einmitt ad fara ad gefa svolítid eftir og vidurkenna ad ég aetti bara ad thegja og haetta neikvaedninni eftir ad hafa lesid athugasemd Sigúsar Austfjardar.  ´

En eftir ad hafa lesid athugasemd númer 22 sem vidar skrifar thá er ég á bádum áttum...eda réttara sagt thá finnst mér ég hafa rétt á minni skodun.

Gód tilraun Sigfús...ef ekki hefdi verid fyrir hann vidar thá hefdi ég kannski tekid undir med thér og bedid alla um afsökun.

Gjagg (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 20:18

24 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Æji kommon, það þarf að vera til efni fyrir alla, það er það sem RÚV á að standa fyrir, ég hef heyrt í fullt af fólki sem fílar þessa þætti, ég hló líka (greinilega gersamlega sneydd öllum húmor)

Svo var þetta nú bara annar þátturinn ef ég man rétt, Give them a chance

Ylfa Lind Gylfadóttir, 14.11.2009 kl. 20:46

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Höfundur kemur hér inn og biðst vægðar fyrir hönd síns fólks, og minnir á að við þætti eins og Martein starfi tugir fólks og segir jafnframt "passið ykkur að gera ekki litið úr störfum fólks" og svo í framhaldi ábending um að nota pennann varlega og vanda takkavalið.

Eins og kom fram í innleggi mínu einhvers staðar hér að ofan náði ég ekki að klára þáttinn þar sem ég sofnaði. Ekki er það 100% þættinum að kenna, þar sem ég var bara mjög þreytt.  Ég sá hins vegar lokapartinn í gær, vildi gera aðra tilraun til að meta. 
 
En Bjarni Haukur ætti kannski aðeins að líta í eigin barm, þegar kemur að því að gera lítið úr störfum fólks  miðað við endaatriðið í þættinum sem ég sá í gær,  þá var brandarinn á kostnað Frjálslynda flokksins.  Frjálslyndi flokkurinn er vissulega lítill og það má alveg gera grín, en á bak við Frjálslynda flokkinn standa þó ekki aðeins störf "tuga fólks" .. heldur mun fleiri.   Ég var áhorfandi að störfum flokksins á tímabili,  - og sá þar fara fram gott  og óeigingjarnt starf,  þó að það skilaði sér illa, að mínu mati, vegna lélegrar stjórnunar, og lélegra samskipta, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.  Flokkurinn hefur því minnkað og fer líklegast hverfandi, og það er þessu góða fólki sem hefur lagt tíma sinn og krafta í starfið auðvitað sárt.
 
Sem sagt, Bjarni Haukur ef þú ætlar að gera lítið úr störfum fólks, verður þú að ÞOLA að það sé gert lítið úr störfum þíns fólks - vonandi getur þú byggt á þessu.  Ekki man ég eftir að Spaugstofumenn hafi komið og kvartað yfir því að það væri verið að gera lítið úr störfum þeirra sem ynnu að Spaugstofunni, þó að þeir fengju harða gagnrýni frá sumum. 
 
 
Hvað á þetta annars að þýða? Fólk búið að leggja sig fram til að skemmta landanum, stilla upp farsa til að skemmta okkur og svo fer landinn bara í neikvæða gírinn!   Þetta var svona smá Ragnars Reykás komment í restina. 
 
 

Jóhanna Magnúsdóttir, 15.11.2009 kl. 08:40

26 Smámynd: doddý

mér finnst marteinn misheppnaður. flestir íslenskir leikarar í sjónvarpi eru misheppnaðir. heima í höllinni minni finnst fólki ég yfirleitt betri leikari en þeir sem við sjáum í sjónvarpinu. íslenskir skólagengnir leikarar eiga að halda sig í leikhúsi og láta amatöra sjá um sjónvarpið. óttarr og gnarr litli eru margfalt fyndnari og betri leikarar en akademiskir bóklærðir leikarar. meira að segja eru íslenskir hljóðmenn ömurlegir og þeir eru búnir að fá marga sjénsa. kv d

doddý, 15.11.2009 kl. 11:33

27 identicon

Rosalega finnst mér merkilegt að þegar eitthvað er gagnrýnt þá er alltaf til fólk sem finnast gagnrýnendurnir neikvæðir vælukjóar.

Það er enginn yfir gagnrýni hafinn!

Fannar (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 12:55

28 Smámynd: Ómar Ingi

Kvartaðu nú frekar yfir Spaugstofubéðnum sem eru í áskrift af launum okkar í gegnum RUV.

Ómar Ingi, 15.11.2009 kl. 14:01

29 Smámynd: Hannes

Ég horfði á hálfan þátt og þetta var það ömurlegasta sem ég hef séð. Þessi þáttur væri best geymdur í ruslinu með dýraklámi og álíka viðbjóði alveg eins og flest íslenskt efni.

Bjarni Haukur. Á meðan ég er þvingaður til að borga fyrir þessa ömurlegu sjónvarpstöð sem ég get ekki sagt mitt álit á opinberlega því að ég væri lögsóttur því að ég hata hana svo mikið þá segi ég mína skoðun á svona drasli hreint út. Þetta er ömurlegur þáttur sem er best geymdur á þessari ömurlegu stöð og ég vona að bæði Rúv og þessi þáttur endi sem pyntingartæki í helvíti enda á þetta heima þar.

Mér væri nákvæmlega sama hvort þessi þá þáttur væri framleiddur ef ekki ef ég væri ekki þvingaður til að borga þetta með nefskattinum.

Hannes, 15.11.2009 kl. 14:32

30 Smámynd: halkatla

það eru tveir búnir að segja við mig að þessir þættir séu snilld og hafa grátbeðið mig um að horfa á næsta þátt... ég er orðin kvíðin því mér finnst according to jim og king of queens viðbjóður (fólkið sem elskar martein hefur ekki séð þá þætti því þau eru svo gömul), en ég elska flesta aðra bandaríska grínþætti einsog td 30 rock... næsta föstudagskvöld verður spennandi hjá mér svo ekki sé meira sagt, hehehe.

halkatla, 15.11.2009 kl. 22:26

31 identicon

Svona þunnir þættir eins og Stóra Planið og Marteinn eiga mikið frekar heima á Skjá 1 heldur en Sjónvarpi ALLRA landsmanna. Hamarinn er hins vegar dæmi um vel skrifaða og vandaða þætti.

Stefán (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 08:44

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii hvað ég er fegin. Það hvarflaði nefnilega að mér þegar ég horfði á þennan eina þátt sem ég hef séð, eitt örstutt augnablik, að ég hefði engan húmor....

....en það var mjööööög stutt!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.11.2009 kl. 21:11

33 identicon

Ég horfði nú á síðasta þáttinn með 5 ára barnabarninu mínu og við skemmtum okkur konuglega yfir mörgum atriðum.  Henni fannst sérstaklega skemmtileg atriðin með póstinum, hvernig hann talar og svo að hann skildi kyssa Martein með rembingskossi þegar hann kvaddi. Ég hafði líka alveg húmor fyrir þessu atriði og líka með uppáþrengjandi mágkonuna, mér finnst hún algjör snilld. Þessir þættir meiða engan og öll fjölskyldan getur horft á þá án þess að það þurfi að grípa fyrir augun og eyrun á börnunum í öðru hvoru atriði. Það er ekki hægt að segja um marga þætti sem eru framleiddir á okkar ilhýra landi. 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 23:49

34 identicon

Hvað er með þetta indverjagrín?  hélt að það væru allir sammála um að gera ekki grín að kynþætti fólks eftir að Laddi var tekinn á beinið með kínverjann sinn.  gera í buxurnar o.sfrv.  Hefði ekki mátt ráða inverja í þetta hlutverk í staðin fyrir að maka skósvertu framan í hvítann mann a. la. svertingjagrín.?

Steini (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 00:26

35 identicon

Ekkert spes þættir. Hlæ allavega lítið sem ekkert af þeim Auk þess finnst mér þetta illa leikið, einhvern veginn ósannfærandi. Þættirnir Ástríður sem sýndir voru á Stöð 2 er hins vegar mjög góðir, mæli með þeim :)

Katla (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 01:56

36 Smámynd: Ragnheiður

mér finnst afar gaman að þessu og hlakka til að sjá hvernig þættirnir þróast í framhaldinu ..

Ragnheiður , 17.11.2009 kl. 12:06

37 identicon

Mér finnst þetta góðir og fyndnir þættir.

siggi (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:24

38 identicon

Vááá jákvæða fólkið!! Þið hreinlega leitið að skemmtun ekki satt?? ;)

Mér finnast þessir þættir alveg ótrúlega skemmtilegir og hlæ mikið að þeim. Má vera að það þurfi ef til vill ekki mikið til að skemmta mér, en fyrr má nú vera jákvæðnin og standa við bakið á íslenskri þáttagerð o.s.frv.!

Þetta er ágætis sápu-efni í miðjum farsanum sem gengur á hérna þessa dagana og ég þakka fyrir að einhver nennir að standa í því að reyna að fá mig til að hlæja meðan allt er í rjúkandi rúst!

Þannig að Bjarni, þakka þér alveg kærlega fyrir ;)

María (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 13:10

39 identicon

Ég er mjöög sammála síðasta ræðumanni (Maríu)! Ég hef að vísu bara séð tvo þætti en mér fannst þeir alveg æði.  :) Skil ekkert í ykkur að vera svona svakalega neikvæð að "vilja brjóta sjónvarpið" eða eitthvað álíka...

Agnes (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 14:26

40 Smámynd: Ignito

Eru búnir 2 þættir   Og ég sem eiginlega hélt að leikurinn væri eingöngu vandræðalegur því leikararnir væru ekki alveg búnir að ná saman

Annars gæti svona lagað, þeas svona "sitcom", alveg gengið ef menn kynnu sitt fag og hefðu reynslu í annaðhvort leik eða leikstjórn.  Að mínu mati er gallinn við þennan þátt að nálgun leikara/leikstjóra er útfrá sviðsleik.

Til að svona efni nái til áhorfenda þá þurfa hlutir og samtöl að flæða vel, allt að gerast svona "snap-snap-snap" því minnsta pása eða þögn í atriði sem ekki er til þess gerð að magna upp áhrif, veldur því að áhorfandi missir "contact" við atriðið.

Þannig að frá mér séð þá virkaði þátturinn hálf kjána- og vandræðalegur og kenni ég leikstjórn og leikaðferð frekar um heldur en handriti (utan indverjans, fékk kjánahroll dauðans) eða almennri tæknivinnu sem virtist bara ágæt.

Lausn:  Fá einn þaulvanan sitcom-master frá kanaveldi til að sitja yfir einum þætti og gefa punkta yfir hvað gæti betur farið.

Ignito, 17.11.2009 kl. 16:38

41 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Svona erum við ólík, mér t.d. finnst Ástríður, þessir þættir sem einhver var að róma hérna, leiðinlegri en strætóferð og Hamarinn fannst mér jú ágætis þættir en Judas priest hvað t.d. önnur aðalpersónan var illa leikin og skelfilega útfærð, við getum nú ekki verið öll sammála, en eins talaði einhver um reynslu, hvernig á það fólk sem stendur af þessum þáttum að fá reynslu öðruvísi heldur en að prufa sig áfram?

Ylfa Lind Gylfadóttir, 18.11.2009 kl. 12:03

42 Smámynd: Dexter Morgan

Peningasukk hjá RÚV. Hefði verið miklu ódýrara að fá einhverja ameríska ræpu og þýða hana. Og hefði trúlega virkað betur en þessi hörmung. Ég reyndi að horfa, gafst upp og fór í göngutúr með voffann minn.

Dexter Morgan, 18.11.2009 kl. 13:09

43 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  það eru kannski fullhörð viðbrögð vegna einnar gamanþáttaseríu.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 21:54

44 Smámynd: Jens Guð

  Kama Sutra,  ég hef orðið var við að fleiri en við erum á þessari skoðun.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 21:56

45 Smámynd: Jens Guð

  Númi,  þar kom að því að við erum allir sammála á einu bretti:  Ég,  þú og DoctorE.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 21:58

46 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna (#6),  það er kostur út af fyrir sig þegar þreytt manneskja  nær að sofna út frá sjónvarpsþætti.  Betra en liggja andvaka og óhress vegna vonds sjónvarpsefnis. 

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:03

47 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Helgi,  mér þykir eðislæg jákvæðni þín hafa sérkennilega birtingamynd í því að hafa lítið gaman af amerískum gamanþáttum.  Amerískir gamanþættir geta verið skemmtilegir.  Sérstaklega þeir grænlensku.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:07

48 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni Haukur,  skoðun mín á  Marteini  og viðbrögð eru ekkert vel ígrunduð eða krufin til mergjar á vísindalegan hátt.  Ég vissi ekki einu sinni að þú værir höfundur og veit ekki enn hver leikstýrir eða hverjir sjá um leikmynd,  lýsingu,  hljóð o.s.frv.  

  Mér nægir að hafa séð einn þátt (#2) og tjá mínar skoðanir á honum án þess að gera fræðilega úttekt á fyrirbærinu.  Mér þótti þátturinn vera ömurlegur.

   RÚV er - þrátt fyrir hf.  opinber þjóðareign.  Þegar upp er staðið getur ekki verið annað en kostur að þegnar landsins opinberi skoðun sína á dagskrá RÚV )og reyndar einnig öðrum fjölmiðlum).  Af minni hálfu býr enginn illvilji að baki í garð RÚV eða þeirra sem málið varðar.  Þú ert áreiðanlega ágætur leikari og átt góða spretti á sviði leiklistar.  Mér virðist sem  Hellisbúinn  hafi notið hylli og almennra vinsælda.  Sjálfur hef ég ekki séð það verk.  En hef orðið var við ánægjum margra með þá uppfærslu.

  Fjölmiðlar halda úti gagnrýni,  umsögn og dómum um leiksýningar,  sjónvarpsþætti,  bókmenntir,  músík o.s.frv.  Það er flestum gagnlegt að hlera álit gagnrýnenda og ekki síður almennings á því sem er í boði  á sviði menningar og lista.

   Sjálfur hef ég staðið í útgáfu bóka,  tímarita og platna,  hljómleikahaldi,  skrifað bók og ýmsu öðru sem sumt hefur fengið misjafna dóma.  Ég kannast alveg við að hafa í fyrstu brugðist illa við neikvæðri gagnrýni.  Það hefur þó snögglega vikið fyrir þakklæti að fá nauðsynlegt aðhald frá öðrum en jámönnum og í einhverjum tilfellum leitt til endurskoðunar og vilja til að endurtaka ekki vankanta heldur læra af mistökum.  

  Það er engum til góðs að fá enga vitneskju um eitthvað sem er í ólagi. 

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:43

49 Smámynd: Jens Guð

  Guðbjörg,  það var einmitt þetta sem ég vildi komast að:  Hvort ég einn væri með svona afbrigðilegan húmor að hrífast ekki að því sem á að vera fyndið í þessum gamanþætti.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:48

50 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  það er borgaraleg skylda okkar almennings að segja skoðun okkar á því sem er vel eða illa heppnað í dagskrá RÚV.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:52

51 Smámynd: Jens Guð

  AceR,  það hlýtur að vera öllum til góðs að við,  almenningur,  látum í ljós skoðun á dagskrá sjónvarpsstöðva.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 22:55

52 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  ég tek undir að Pálmi Gestsson sé góður leikari. Fólki hættir dálítið til að einblína á hans hlutverk í Spaugstofunni.  En hann hefur átt margan stjörnuleik á öðrum vettvangi.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:00

53 Smámynd: Jens Guð

  Valur,  ég hef ekki séð þáttinn 30 Rock.   Veit  því ekki hvort hann er grínþáttur,  glæpa  eða  eitthvað annað.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:06

54 Smámynd: Jens Guð

  Valgarð,  ég er ekki nógu meðvitaður um sjónvarpsþætti út frá hvers lenskir þeir eru.  Ég kannast þó við marga frábæra enska þætti:  Monthy Pyton,  The Office,  Little Britten...

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:12

55 Smámynd: Jens Guð

  Guðrún,  er ekki eðlilegt að RÚV haldi í þætti sem mælast hátt til lengri tíma í áhorfi? 

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:15

56 Smámynd: Jens Guð

  Bjöggi,  ég hef sterklega á tilfinningunni að  Marteinn  sé einhver samsuða úr útlendum þáttum.  En vel að merkja misheppnuð samsuða.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:18

57 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  ég sem reyndi að koma að ánægju með margt íslenskt sjónvarpsefni til að fyrirbyggja að vonbrigði með  Martein  ráðist af almennri neikvæðni gasgnvart íslensku leiknu efni.  Komst það ekki til skila?

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:23

58 Smámynd: Jens Guð

  Viðar,  mæl þú manna heilastur.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:25

59 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg (#23),  reyndu bara að taka sjálfstæða skoðun.  Hehehe!

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:27

60 Smámynd: Jens Guð

  Ylfa Lind (#24),  það er bara gaman að einhverjir skemmti sér yfir þessum þáttum.  Jafnframt er ágætt að einnig komi fram að þættirnir höfði ekki til margra annarra. 

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:32

61 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna (#25),  við erum ennþá 1650 á flokksskrá Frjálslynda flokksins.  Ég tek samt fram að brandari um FF ræður nákvæmlega engu um viðhorf mitt til  Marteins.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:37

62 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  íslenskum hljóðmönnum hefur farið rosalega mikið fram síðustu 15 ár.  Reyndar gekk þeim lengst af ótrúlega illa að komast upp á lagið.  Og vissulega er oft galli í hljóðvinnslu íslensks sjónvarpsefnis og kvikmynda.
 Sástu myndina um Mosa frænda?  Bútar úr henni eru á youtube.  Þar vantar töluvert upp á góða hljóðvinnslu.  En þetta er pönk.

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:46

63 Smámynd: Jens Guð

  Fannar,  nákvæmlega!

Jens Guð, 18.11.2009 kl. 23:48

64 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  Marteinn er líka dagskrárgerð fyrir okkar ákskriftargjöld.  Meira að segja hestur úti á landi er rukkaður um afnotagjöld ásamt ótal óvirkum einkahlutafélögum sem einhvern tímann hafa verið skráð sem slík án þess að vera starfrækt.  Það kostar hellings pening að skrá hlutafélög og menn afskrá þau ekki þó hlé verði á starfsemi í vondu árferði.  Það kostar mikinn pening að endurræsa þau fyriræki ef þau eru afskráð.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:06

65 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er þín borgaralega skylda að segja skoðun þína á sjónvarpsefni sem þú ert kostunarmaður að.  Það eru þínir peningar sem notaðir eru til að framleiða þetta sjónvarpsefni.  Bjarni Haukur er í vinnu hjá þér og það ert þú sem átt að hafa allt um það að segja hvernig þér líkar við það sem hann er að gera fyrir þína peninga.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:15

66 Smámynd: Jens Guð

  Pirrhringur,  þetta er spennandi.  Er 30 Rock skemmilegur sjónvarpsþáttur. 

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:18

67 Smámynd: Jens Guð

  Stefán,  ég er þér sammála með Hamarinn.  Stóra planið  sá ég í bíói en veit ekki hvernig það kom út að þegar það var bútað niður í 4 sjónvarpsþætti.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:22

68 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  ég hugsaði það sama.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:24

69 Smámynd: Jens Guð

  Jónína,  það er gaman að þú skemmtir þér.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:25

70 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ég er ekki viðkvæmur fyrir vægum rasisma.  Þetta hefði samt verið skemmtilegra ef það væri fyndið.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:29

71 Smámynd: Jens Guð

  Katla,  ég á eftir að sjá þættina um Ástríði.

Jens Guð, 19.11.2009 kl. 00:31

72 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Það fossaði úr nefinu á mér blóð þegar ég sá fyrstu 30 sekúndurnar af fyrsta þættinum. Þetta er viðbjóður djöfulsins og ætti að nota sem pyntingaraðferð á hryðjuverkamennina á Guantanamo. Í stað þess leyfa þeir þeim að hlusta á þægilega þungarokkstónlist og gefa þeim svínakjöt og rauðvín með.

Siggi Lee Lewis, 19.11.2009 kl. 01:39

73 Smámynd: doddý

hæ jens  þetta er rosalegt - blóð fossar og allir brjálaðir. ég er ekki sammála þér með hljóðmennina. þeir klikka meira að segja oft í fréttum rúv - á rúv er allt sem best verður á kosið eins og best gerist erlendis hjá, eins og sést á þessum "mögnuðu" þáttum um martein (þó hljóðið sé ekki issjúið þar). hverjum dettur líka í hug að setja bíó eða þætti í gang á tímum tækninnar þegar hljóðið er ekki í lagi????? (eða leikurinn eða brandarinn eða settið eða flæðið eða allt)

við hér í höllinni horfðum á rude boy nýlega og það var eins gaman og í öll hin skiptin. hinum finnst mosi ekki eins og frábær og mér svo við horfum sjaldnar á hann.

kær kveðja d

doddý, 20.11.2009 kl. 09:14

74 Smámynd: Hannes

Jens það er svo sannarlega borgaraleg skylda að segja mína skoðun á efni sem ég er þvingaður til að borga fyrir.

Aðili sem vill ekki að þáttur sem hann vinur að sé gagnrýndur á ekki að koma nálagt framleiðslu efnis fyrir stöð sem lifir á þvinguðum nefskatt.

Hannes, 20.11.2009 kl. 19:13

75 identicon

Án þess að detta í einhvurn neikvæðnigír þá get ég ekki sagt að ég hafi smekk fyrir þessum þætti.  Prýðilega unninn og ekki hægt að kvarta yfir leikurunum en að mínu mati er handrit þessa þátta bara hörmung og því verður útkoman ekki betri en raun ber vitni.

Eflaust fullt af hlutum sem fjöllistamaðurinn Bjarni Haukur getur gert vel, grín er bara ekki eitt af þeim eins og þættir hans forðum á Skjá einum bera vitni.  Sumir eru bara með lengri "fattara" en aðrir og það er vonandi að Bjarni Haukur fari að nýta sínar sterku hliðar í stað þess að hjakka í ófyndna farinu.

Klént Ístvúdd (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:13

76 Smámynd: Jens Guð

  RagnheiðurSiggi (#37),  María (#38) og Agnes,  það er frábært að aulahúmorinn virki á einhverjum bæjum.  Litlu verður vöggur feginn.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 00:56

77 Smámynd: Jens Guð

  Ignito,  lang best er ef brandarar eru fyndnir.  Annað sem þú nefnir getur hjálpað til.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 00:59

78 Smámynd: Jens Guð

  Ylfa Lind,  ég hef ekki séð þættina um Ástríði.  Og hef ekkert heyrt um þá heldur.  Veit ekki hvers vegna öll umræða um þá þætti hafa farið framhjá mér.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 01:02

79 Smámynd: Jens Guð

  Dexter Morgan,  ég er viss um að þið voffi hafið skemmt ykkur betur á göngutúrnum en yfir hörmungunni  Marteini.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 01:37

80 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  þú ert heppinn að hafa bara fengið blóðnasir.  Ég fékk einnig flogakast.  Það er ekki gaman að vera með blóðnasir og eyrnabólgur í flogakasti.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 01:40

81 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  ég er bara með 30% heyrn eftir að hafa öskrað þungarokk og pönk á árum áður.  Munur á hávaða og hljoði í mínum eyrum er bara mishátt suð.

   Rude Boy er yndisleg mynd.  Reyndar er alltof langt síðan ég horfði á hana síðast.  Þess í stað hef ég nokkrum sinnum að undanförnu horft í Skjábíói á myndina frábæru um Joe Strummer,  Framtíðin er óskráð.  Í dag hitti ég rokkabillý-bassaleikarann Smötter sem kynntist Joe Strummer þegar hljómsveit hans spilaði með The Clash í USA.  Smötter var að opna rokkabillý verslun í dag á Hverfisgötu 39.  Góður vinur minn,  píanósnillingurinn Siggi Lee Lewis,  er að fara að spila inn á plötu með Smötter.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 01:54

82 Smámynd: Jens Guð

  Smötter sýndi mér brilliantínið hans Joes Strummers.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 01:57

83 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Smutty Jens Smutty.

Siggi Lee Lewis, 21.11.2009 kl. 14:53

84 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Smjöri

Siggi Lee Lewis, 21.11.2009 kl. 14:55

85 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Lee,  ég var einmitt að velta fyrir mér hvort nafnið væri skrifa Smøtty eða Smötty.

Jens Guð, 22.11.2009 kl. 20:20

86 Smámynd: doddý

hæ jens - nú er komið að bloggfríi í óákveðin tíma og farðu vel með þig. kv d

doddý, 24.11.2009 kl. 13:20

87 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  eigðu hið allra besta bloggfrí.  Ég hlakka til þegar þú snýrð aftur í bloggheima.

Jens Guð, 24.11.2009 kl. 23:12

88 identicon

Marteinn er snilld í alla staði að mínu mati...gaman að prófa svona leikinn þátt með óhorfendum í sal. Ég og mín fjölskylda hefur ekki misst af þætti. Kjartan Guðjónsson er svo óborganlega fyndinn sem leikarinn en því miður komst ég ekki í salinn. Vel gerðir og skemmtilegir þættir þótt að deila megi um hversu frumlegur þeir eru.

Elin Rut (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:55

89 identicon

Já fyrir mína parta þá er Marteinn í nokkrum orðum sagt mjög fyndin og skemmtilegur þáttur. Eflaust er kostnaður fremur lítill og það er ágætt. Tökum dæmi Stelpurnar,Fóstbræður,Svínasúpan,Spaugstofan og fleiri þættir eru allt þættir sem kosta eflaust mjög mikið eða ég gæti trúað að t.d tveir Spaugstofuþættir kosta jafn mikið og 5-6 Marteinsþættir. Þetta er svona leikrits,skemmti,grín þáttur

Eyþór Grétar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:07

90 Smámynd: ThoR-E

Ég lét verða að því að horfa á heilan þátt af Marteini.

Mikil vonbrigði.

Leikararnir eru góðir enda hefur maður séð þá í hlutverkum áður þar sem þeir hafa brillerað. En þarna höfðu þeir hreinilega lélegt handrit að vinna með ... eitthvað sem klikkaði illa þarna.

Þetta er sama með bíómyndir, sama hvort það eru frábærir leikarar.. að ef handritið er slæmt.. verður myndin slæm.

Þannig er það með Martein. 

Síðan gerð tilraun til að fara eftir bandarískri formúlu sem hefur virkað ágætlega þar (og í fleiri löndum) í gegnum tíðina .. en í þessu tilviki mistekst hræðilega. Ég brosti varla yfir öllum þættinum, hvað þá hló.

Maður er neyddur til að borga fleiri þúsundir króna fyrir RÚV, þótt maður horfi aldrei á rásina. Lágmarkið er að hafa almennilegt efni á dagskrá.

ThoR-E, 3.12.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.