Frábær bók

  Í vor fór fram viðamikil leit að 100 bestu íslensku plötunum.  Það var virkilega vel að verki staðið.  Sena,  rás 2 og Félag íslenskra hljómplötuútgefenda leituðu til almennings og mín.  Já, og annarra sem hafa þokkalega sýn yfir íslenska plötuútgáfu.  Leitin fór í gegnum nokkur þrep og ég ætla að flestir séu nokkuð sáttir við niðurstöðuna. 

  Að vísu er næsta víst að enginn er alsáttur við útkomuna.  Þannig er það bara.  Og það er sama hvernig að þessu hefði verið staðið.  Algjör sátt um listann yfir 100 bestu plöturnar getur ekki betri orðið en sá listi sem varð endanlegur.  

   Nú er komin út bók þar sem allar 100 bestu plöturnar eru teknar fyrir og gerð ítarleg grein fyrir þeim.  Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen eru höfundar bókarinnar.  Hún er frábær.  Uppsetning er flott.  Allar helstu upplýsingar um hverja plötu eru tíundaðar í smáatriðum.  Jafnframt fróðleikur um flytjendur og plöturnar.

  Texti er léttur og hlaðinn skemmtilegum fróðleiksmolum.  Þessi bók er afskaplega vel heppnuð í alla staði:  Skemmtileg umfram allt,  fróðleg og jafn aðgengileg sem uppflettirit og bók sem lesin er frá A-Ö í strikklotu.  Ég á og hef lesið hundruð músikbóka og var búinn að gera mér tiltekna hugmynd um þessa bók.  Hún trompaði allar væntingingar.  Ég gef henni 5 stjörnur af 5.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samgledst thér, Gud.  Ég veit ad thú hefur notid thess ad lesa thessa bók í taetlur strax. 

It's right up your alley.

Gjagg (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 01:24

2 identicon

Það væri eðlilegt framhald að á næsta ári yrði birtur listi yfir næstu 100 plötur. Frá 101 - 200 og svo bók um þær líka.

Stefán (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 08:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hlakka mikið til að lesa þessa bók.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2009 kl. 12:22

4 identicon

Já þessi bók er sko laungu tímabær og er efst á óskalistanum hjá mér, samt er ég ekki að fatta hvernig Lifun getur verið inn á þessum lista, textarnir á þessari plötu eru algjör brandari og dregur annars ágæta músik niður, held að hún slái meira að segja Svanfríðarplötuna út í textahryllingi. Held að þetta gæti verið að hún sé þarna af því að það er bara hefð fyrir því (svona eins og Citizen Kane dúkkar upp á öllum top 10 listum yfir bestu myndir allra tíma), á sínum tíma þótti hún marka tímamót í íslenskri plötuútgáfu og líklega þóttu textarnir með því flottara í den. En það breytir því ekki að bókin er frábær og svo eru svona listar eru aldrei svo að öllum líki.

halldór Lárusson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  þetta er bók sem verður við hendina næstu ár.  Það er viðbúið að oft komi upp sú staða að ástæða sé að fletta upp í henni.

Jens Guð, 20.11.2009 kl. 01:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Stefán, í bókinni er birtur listinn yfir plöturnar í sætum 101 -  200  ásamt skemmtilegum vangaveltum  um  hann.  En  vissulega væri gaman að fá jafn ítarlegan fróðleik um allar þær plötur og þessar í 100 efstu sætunum.  Ef þessi bók selst rosalega vel er líklegt að framhald verði skoðað.

Jens Guð, 20.11.2009 kl. 01:34

7 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  þér er óhætt að hlakka til.

Jens Guð, 20.11.2009 kl. 01:35

8 Smámynd: Jens Guð

  Halldór,  ég hef sterkan grun um að almennt hafi textar lítið vægi þegar fólk metur gæði popp- og rokkplatna.  Nema textarnir séu sérlega áhugaverðir.  Að uppistöðu til eru íslenskir dægurlagatextar bölvað bull og illa ortir,  hlaðnir málvillum og hugsanavillum.

Jens Guð, 20.11.2009 kl. 01:44

9 identicon

Halldór Lárusson, þegar meistaraverkið Lifun kom út árið 1971, þá risti textagerð almennt ekki djúpt og Trúbrot eins og aðrar gæðahljómsveitir út um allan heim voru meira að hugsa um tónlistina sjálfa. Þá var bara einn Bob Dylan og er reyndar enn. Hann hefur auðvitað umfram aðra, einstaka hæfileika til að koma saman einstaklega góðum textum og tónlist. Ég er ekki alveg að ná því frekar en þú líklega, af hverju myndin Citizen Kane er nánast alltaf á topp 10, en líklega þarf bara að horfa oftar á hana til að ná henni. Ég ætla að horfa á Citizen Kane um helgina og þú ættir að hlusta á Lifun og lifa þig inn í frábæra tónlist og heimsklassa hljóðfæraleik.  

Stefán (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 08:53

10 Smámynd: Jens Guð

  Halldór,  ég gleymdi að geta þess að  Lifun
  er virkilega góð plata.  Ekki síst þegar platan er spegluð í sínum tíðaranda.  Fín lög og virkilega frábær spilamennska.  Vissulega eru textar og söngur veikir hlekkir.  En samt dúndur góð plata.  Kannski þó frekar í vitund okkar sem eldri erum og upplifðum þann ævintýraljóma sem yfir  Lifun  þegar platan kom út.

Jens Guð, 21.11.2009 kl. 00:45

11 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Illa sungið lag verður aldrei annað en illa sungið lag. Góður gítarleikari ætti að fyrirgefa söngvarann strax.

Ég held nú svona í alvöru að þetta með söng og textagerð hafi vaxið með árunum. Enda kominn talsverður fjöldi söngvara sem spila ekki á hljóðfæri t Svo hitt að menn hafa verið að skjóta lögum upp á stjörnuhimininn fyrst og fremst fyrir smellna texta s.s. Sprengjuhöllin, Baggalútur og fl. Auðvitað verður öll flóran að vera til staðar.

Bárður Örn Bárðarson, 27.11.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.