Ofsóknir Fíladelfíu gegn samkynhneigðum

 

 Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirði á sjötta og sjöunda áratugnum voru ekki til neinir hommar eða lesbíur á Íslandi.  Svoleiðis fólk var bara í útlöndum.  Þetta var á þeim árum sem konum var bannað að vera í buxum á sumum vinnustöðum.  Og þegar ég fór í skóla á Laugarvatni var sítt hár á strákum brottrekstrarsök.  Hátt í 100% landsmanna voru í ríkiskirkjunni.

  Nú erum við komin langt inn á 21. öld.  Það er ekki lengur brottrekstrarsök í skólum eða á vinnustöðum að konur séu í buxum og strákar með sítt hár.  Kynhneigð skiptir fæsta meira máli en augnlitur.  Rétt um 70% landsmanna er ennþá í ríkiskirkjunni og þeim fækkar óðum.  Hinsvegar hefur sértrúarsöfnuðum bókstafstrúar vaxið ásmegin.  Með tilheyrandi hatursboðskap gegn samkynhneigðum,  fóstureyðingum,  hjónaskilnuðum og öðrum fornaldarviðhorfum með tilvísun í mótsagnakenndar mörg hundruð og mörg þúsund ára gamlar þjóðsögur gyðinga í Mið-Austurlöndum.

  Samkynhneigður söngvari,  Friðrik Ómar,  segist ekki fá að syngja í Fíladelfíu Hvítasunnumanna vegna kynhneigðar.  Forstöðumanni Fíladelfíu,  Verði Leví Traustasyni,  hefur vafist tunga um töng þegar þetta er borið undir hann.  Vörður ýmist ver þá afstöðu eða vísar henni á bug sem dellu,  misskilningi og lygi.  Í sumum viðtölum er Vörður skilningsríkur og umburðarlyndur.  Í öðrum viðtölum talar hann af sér sem talsmaður fordóma í garð samkynhneigðra.

  Það er gott hjá Friðriki Ómari að vekja athygli á þessu.  Hann segist þekkja fleiri dæmi en frá sjálfum sér um ritskoðun og útilokun frá Fíladelfíu vegna kynhneigðar. 

  Fíladelfía er ekki Krossinn og ekki eins öfgakennt fyrirbæri og Krossinn,  sem lýsir samkynhneigð og hjónaskilnaðum sem viðurstyggð í augum geimverunnar guði.  Það sem guð gyðinga Mið-Austurlanda hefur eitt sinn sameinað má ekki sundur slíta. Fráskildir og samkynhneigðir fara til helvítis og munu að eilífu brenna í vítisloga.  Fráskildir eru hórur ef þeir sænga hjá öðrum en fyrsta maka. 

  Þó ég sé í Ástrúarfélaginu er mér hlýtt til Fíladelfíu.  Trúboðar frá Fíladelfíu gerðu út frá mínu æskuheimili í Skagafirði á mínum uppvaxtarárum.  Síðar sá ég árum saman um auglýsingar fyrir Fíladelfíu þegar ég starfaði sem auglýsingahönnuður.  Í Fíladelfíu er margt góðra manna og kvenna.  Ég hef margoft sótt skemmtilegar samkomur í Fíladelfíu og á þar marga vini.  Þess vegna vil ég ekki kalla fyrirbærið Fífladelfíu.

  Snorri,  kenndur við Betel í Vestmannaeyjum,  fer mikinn á bloggi sínu um þetta mál.  Leggur að jöfnu barnaníðinga og samkynhneigða.  Já,  við erum stödd á árinu 2009.  En ekki Snorri.  Hann er staddur á árinu mínus 2009 fyrir okkar tímatal. 

  Ég er gagnkynhneigður.  Eða eiginlega lesbía.  Annars skiptir það engu máli.  Barnaníð og barnagirnd er allt allt allt annað en kynhneigð fullorðins fólks til annars fullorðins fólks.  Það er lágkúra af verstu sort að leggja að jöfnu samkynhneigð og barnaníð.  Barnaníð sem umfram annað hefur sett stóran og ljótan blett á kaþólsku kirkjuna í mörgum heimsálfum.

www.afldidak.is

www.stigamot.is

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Myndbandið sem ég setti hér inn er með breskum homma,  Tom Robinson.  Svo einkennilega vildi til að eftir að hann hafði orðið vinsæll með þessu lagi hér,  og þó ennþá fremur laginu  2-4-6-8 Motorway,  varð hann ástfanginn af konu.  Enginn varð meira hissa en hann.  Þau hafa síðan eignast börn og - að ég held - er bara allt í góðu gengi hjá þessari fjölskyldu. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Því miður upplifi ég trúarflokka sem skálkaskjól fyrir allskyns siðferðisbrenglun og valdavopn. Þess vegna vil ég ekki telja mig mig með nokkrum trúflokk. Raunveruleg og velviljuð trú á það góða þarf ekki flokk. Hún bara er óháð og til fyrir alla. Þannig verður trú á hið góða raunveruleg og sönn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.11.2009 kl. 22:34

3 Smámynd: Jens Guð

  Anna Sigríður,  er ekki mótsögn í því að vísa til kærleika í öðru orði og "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" annars vegar og hinsvegar að vísa samkynhneigðum til helvítis? 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Ómar Ingi

Fólk sem trúir á Guð er fólk sem fyrst og fremst lifir í VILLU.

Fólk sem telur sig betra, en fólk sem kýs sitt eigið kyn, er líka soldið mikið skrítið .

Þetta dæmi ef allir væru hommar og lessur væri ekkert líf,  kommon.  villdi fólk þá að allir væru bara eins?.

Ef Guð væri til þá væri hann Hommi

Ómar Ingi, 27.11.2009 kl. 22:56

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  guð er ekki til.  Síst af öllu þessi arabíski í Mið-Austurlöndum.  Hann er hvorki hommi eða gagnkynhneigður.  Hann er bara gömul þjóðsaga gyðinga. 

Jens Guð, 27.11.2009 kl. 23:03

6 identicon

Hvað eru samkynhneigðir ALLTAF AÐ AUGLÝSA KYNFERÐI SITT?

Mitt kynferði er mitt einkamál, hvort sem ég er í KR, Krossinum eða í Kópavoginum.

LS.

LS (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er auðvitað réttur Friðriks Ómars að tjá sig um skoðun sína á Fíladelfíu hafi honum mislíkað. En ef það er skoðun og trú þeirra Fíladelfíumanna að svona sé boð Biblíunnar, er það þá í þeirra valdi, sem eru því ósammála, að segja það rangt og fyrirskipa þeim að túlka Biblíuna með öðrum hætti?

Er það einhver manndómsvígsla að gerast boðflenna í Fíló? Væri ekki vitið meira að forðast fýluna og snúa sér eitthvað annað þar sem betur andar?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2009 kl. 01:46

8 identicon

Það er í hæsta máta óeðlilegt að fara að væla yfir því að vera ekki velkominn í Fíladelfíu til að syngja, maðurinn FÓ er einfaldlega athyglissjúkur sem sést best á því að þurfa alltaf að vera tjá almenningi kynhneigð sína. Hann er annars ágætur söngvari og þó svo ekki gangi að fá inngöngu í Fíladelfíu er það enginn heimsendir.

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 08:16

9 Smámynd: Jens Guð

  LS,  varðandi þetta tiltekna mál,  það er að segja bann Fíladelfíu á Ómar Friðrik,  á lýsing þín ekki við um að samkynhneigðir séu ALLTAF að auglýsa kynferði sitt.  Reyndar held ég að lýsing þín eigi yfirleitt ekki við.  Þvert á móti.  Fjöldi samkynhneigðra leynir kynhneigð sinni fram eftir öllum aldri.  Margir þeirra sýna meira að segja gagnkynhneigðum opinberlega andúð.  Eru sennilega einir um það.  Gagnkynhneigt fólk sem hefur kynhneigð sína á hreinu lætur samkynhneigð ekki trufla sig á nokkurn hátt.

  Þegar fólki er mismunað vegna kynhneigðar,  kynferðis,  húðlitar,  trúhneigðar o.s.frv. er fráleitt að heimfæra það upp á einkamál.  Mismunun,  óréttlæti og mannréttindabrot eru ekki einkamál.  Og eiga ekki að vera þögguð.  Síst af öllu á forsendum einkamáls. 

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  við skulum prófa að heimfæra þetta upp á Mississippi eða Alabama fyrir nokkrum áratugum.  Rútubílstjórar vildu ekki að blökkumenn væru fremst í vagninum.  Hvítir foreldrar skólabarna vildu ekki að hörundsdökk börn væru í sama skóla og börn þeirra.  Var það manndómsvígsla að gerast boðflenna í skólum hvítra barna og setjast framarlega í strætisvagni?  Hefði verið betra að forðast fýluna og snúa sér eitthvað annað þar sem andaði betur?

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:34

11 Smámynd: Jens Guð

  Þorleifur,  ég held að Friðrik Ómar hafi ekki verið mikið í því að tjá almenningi um kynhneigð sína.  Það vissu flestir um kynhneigð hans löngu áður en hann kom út úr skápnum í fjölmiðlum.  Ég er svo sem ekkert að fylgjast með honum í fjölmiðlum.  Músíkstíll hans höfðar ekki til mín.  En þegar ég verð var við hann í útvarps- eða sjónvarpsviðtölum tek ég ekki eftir að hann sé að ræða um kynhneigð sína.  Nema núna vegna útskúfunar frá Fíladelfíu. 

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 08:40

12 Smámynd: Jeremía

Jens minn, þú ert nú hálf hallærislegur þegar þú reynir að setja þig á háan hest sem fordómalaus og nútímalegur maður.  Það kemur svo glögglega í ljós í skrifum þínum fordómar og heimska þín í garð trúaðra einstaklinga.  Það vill bara svo til að fordómar þínir eru vinsælli í dag en fordómar í garð samkynhneygðra.  Það er þægilegra og minna áreiti við að taka undir vinsæla fordóma en óvinsæla, ekki satt?

Ef þú ætlar að réttlæta þína fordóma og þitt einelti í garð fólks, hvernig ætlar þú þá að fordæma fordóma annara?

Jeremía, 28.11.2009 kl. 09:00

13 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er nú meira gaman þegar þú bloggar um eitthvað skemmtilegt. Ég held að þessu sértrúardóti sé í sjálfsvald sett hverjir gauli þessa hallelúja tragedíu hjá þeim. Ef þeir vilja ekki hommatitti þá er það þeirra mál, þetta er þeirra kirkja. Og einkennilegur andskoti hvað hinir öfugu sækja á staði þar sem nærveru þeirra er ekki óskað. Er það til staðfestingar píslarvættinu þegar þeim er hafnað?

Yngvi Högnason, 28.11.2009 kl. 09:15

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

180. gr. Hver sem í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neitar manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

Sömu refsingu varðar að neita manni um aðgang til jafns við aðra að opinberum samkomustað eða öðrum stöðum sem opnir eru almenningi."

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 28.11.2009 kl. 09:27

15 Smámynd: Jeremía

Svo vil ég bæta við að sumir auðtrúa einstaklingar grípa fullyrðingar Jens á lofti og halda því miður að þær séu sannar.  Því er gott að það komi fram margar af þeim fullyrðingum sem koma hér fram eru lygi.  Til dæmis að Snorri Í Betel hafi lagt samkynhneygð og barnaníð að jöfnu.

Jeremía, 28.11.2009 kl. 10:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það hefur mátt vera öllum mönnum ljóst að engin kirkja né kristinn söfnuður hefur hafnað hommum, lesbíum eða peningagráðugum, þjófum né barnaníðingum. Allir þessir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar.

En það er ekki víst að þeim líki boðunin og má vera að þeir stingist í hjörtun.
Ég hef heyrt að sumir særist undan þessum boðskap. En það er af kærleika sem þeir fá að vita að enn er tími til að snúa við. Og við að snúa frá guðlausum lífsmáta og gerast lærisveinn Jesú öðlast menn rétt til að kallast Guðs börn og að lokum eilíft líf."

Snorri í Betel - Snorribetel.blog.is


Hvítasunnukirkjan er opinbert trúfélag, sem fær fjárframlög frá ríkinu samkvæmt lögum um sóknargjöld, og hún hefur engan rétt til að telja samkynhneigð til sjúkdóma eða reyna á einhvern hátt að gera lítið úr samkynhneigðum. ["... fá að vita að enn er tími til að snúa við."]

Þorsteinn Briem, 28.11.2009 kl. 11:25

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Axel,  við skulum prófa að heimfæra þetta upp á Mississippi eða Alabama fyrir nokkrum áratugum.  Rútubílstjórar vildu ekki að blökkumenn væru fremst í vagninum.  Hvítir foreldrar skólabarna vildu ekki að hörundsdökk börn væru í sama skóla og börn þeirra.  Var það manndómsvígsla að gerast boðflenna í skólum hvítra barna og setjast framarlega í strætisvagni?  Hefði verið betra að forðast fýluna og snúa sér eitthvað annað þar sem andaði betur?

Jens hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að líkja þessu tvennu saman, réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og synjun Fíladelfíukórsins á nærveru Friðriks Ómars.

Ef þetta snérist um að F Ó væri meinaður aðgangur að strætó, sundlaugum , skólum og þ.h. horfði málið allt öðruvísi við en Fíladelfía er ekki opinber stofnun, hún er sértrúarsöfnuður, sem ég hefði haldið að menn ættu að kappkosta að forðast frekar en hitt.

Fíladelfíu liðið ræður hvernig þeir reka sinn söfnuð, gildir einu þótt þeir fái fé frá hinu opinbera.  Framlög ríkisins gefa ríkinu ekki rétt til að segja trúfélögum hvernig þau eiga að túlka Biblíuna.

Er ekki réttindabarátta samkynhneigðra, sem ég styð sem slíka, komin aðeins af sporinu ef allt og allir eiga að sitja og standa eins og þeir kjósa?

Ef kristin einstaklingur gengi í Ásatrúarfélagið og heimtaði að félagið sveigði sig að sínum gildum, tæki upp boðskap Biblíunnar þá yrði væntanlega brosað og honum bent á að fara annað ef hann sætti sig ekki við Ásatrúarfélagið eins og það væri. En ef hann væri nú samkynhneigður og færi nú í fjölmiðla með málið, þá yrði allt vitlaust og hrópað á torgum að Ásatrúarfélagið yrði að gjöra svo vel að breyta um stefnu  til að brjóta ekki á réttindum mannsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.11.2009 kl. 13:30

18 identicon

Á næsta ári ætla ég að gerast formaður samtakanna 79 (eða hvað þau heita), ekki nóg með það, þá ætla ég að stjórna gleðigöngunni frá A til Ö.

Ef ég fæ ekki mínu fram... þá er það pottþétt vegna fordóma samkynhneigðra í garð þeirra sem gagnkynhneigðir eru !!

Ég held að línan/mörkin milli réttlátrar baráttu og heimskulegra frekju séu farin að dofna. Hvenær eru baráttumál eins hóps fyrir sínum réttindum farin að vega harkalega að réttindum annarra hópa ??

Þetta mál hans Friðriks er ekki mál sem snýst um fordóma eða mannvonsku þótt það sé vissulega kynnt þannig, nei þetta er fullkomið dæmi um hve frekir vissir hópar með augljósa minnimáttarkennd eða mikilmennskubrjálæði (oft sama rótin fyrir þessum bæðum kvillum)eru farnir að ganga á lagið í kjánalegri baráttu, baráttu sem fyrir löngu vannst sigur í !!

Kommon... forsætisráðherra þjóðarinnar er samkynhneigður.. hvað þarf til til að þetta fólk viðurkenni, að þeirra eini óvinur er einungis eigið ímyndunarafl/minnimáttarkennd ??

Ég hef ætíð stutt baráttu samkynhneigðra, en mér er farið að ofbjóða  hve auðvelt er orðið að komast á fordómalistann hjá þeim.

runar (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 14:22

19 Smámynd: Linda

Er verulega sammála síðasta ræðumanni.  Ætla taka tvennt fram. 1) gagnkynhneigður í óvígðri sambúð fá ekki inngöngu í kór Fíló. 2)Frímúrarareglan er ekki opin fyrir umsókn samkynhneigða.

Nú, hinsvegar hefur Vörður boðið alla velkomna, eina krafan hans er að allir þurfa að sitja undir ræðum hans jafnvel þó þær komi  óþægilega nálægt persónulegu lífi viðkomandi.  Svo sumir sitja og svitna og halda áfram að koma, vegna þess að þarna er gott að koma af og til og fínt, kærleiksríkt fólk þar.  Eingin samkynhneigður hefur verið borin út, eða farið með niður í kjallara hjá Fíló þar sem hann er barin og heilaþvegin þar til hann kemur út gagnkynhneigður, en ef einhver hefur sönnun þess efnis  endilega komið með það.

Þessi umræða er í besta falla heimskuleg og fyndin þegar FÓ er víst góð vinur Gunnars í Krossinu LOL.  Snilld.

Linda, 28.11.2009 kl. 15:24

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Linda. Ég er alveg sammála þér í því að þessi orð eru sérlega fyndin og heimskuleg:

"En það er ekki víst að þeim líki boðunin og má vera að þeir stingist í hjörtun.
Ég hef heyrt að sumir særist undan þessum boðskap. En það er af kærleika sem þeir fá að vita að enn er tími til að snúa við. Og við að snúa frá guðlausum lífsmáta og gerast lærisveinn Jesú öðlast menn rétt til að kallast Guðs börn og að lokum eilíft líf."

Snorri í Betel - Snorribetel.blog.is

Þorsteinn Briem, 28.11.2009 kl. 15:43

21 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Mér finnst líkunar á að Snorri fer til helvítis meira end að hann fengur plass í hímnaríkinu. Og hvað gerist þá? Mun hann sitja í helvíti og taka það eins og maður eða mun hann hatast út í Guð?

Jakob Andreas Andersen, 28.11.2009 kl. 17:41

22 Smámynd: doddý

ég verð - þó ég sé í bloggfríi.

finnst verði fólk eitthvað betra þegar það hefur lagt líf sitt og annarra í rúst vegna fíknar og ótuktaskapar? mér skilst að slíkir menn séu meira en velkomnir í fíladelfíusöfnuðinn.

ef ég gæti valið á milli þess að drengurinn minn væri annaðhvort heilbrigður hommi eða veikur fíkill?

vörður og hans vendir dæma sig sjálfir og tala í andsnú við það sem ég hef heyrt í útvarpi og er einhvernvegin þannig að jesú hafi boðið alla velkomna til sín - sama hvoru megin á rófunni fólk hékk.

kv d 

doddý, 28.11.2009 kl. 18:39

23 identicon

Ehhrrmm það trúir ekki nokkur maður á guð, þeir sem segjast trúa á guð eru í feluleik með að koma sannir fram, þetta fólk allt saman sem kallar fjöldamorðingja biblíu sem kærleiksgaur og miskunnsaman með afbrigðum trúir faktíst ekki á guðinn... fólkið neitar bara að trúa að það sé dautt þegar það er dautt, fólkið trúir á verðlaunin.

Þegar trúaðir ráðast að öðru fólki með fordómum og yfirgangi, þá er þetta sama fólk bara hrætt um að missa hugsanlega af eilífu lífi í lúxus.

Ef við skoðum það sem er kallað heilög þrenning, þetta samanstendur af eftirfarandi

1 Gvöð
2 Extra líf í lúxus
3 Dauðinn, oft falinn á bakvið pyntingar í helvíti.

Sko... takið númer 2 í burtu, BINGÓ trúin hrynur eins og spilaborg... ekkert stendur eftir... gvöð er bara nafn sem fólk gefur græðginni... svo þau séu nú ekki eins miklir græðispúkar og þau eru.

Menn eins og Snorri, Gunnar Á krossinum ásamt öðrum ruglukollum sem við könnumst svo vel við.. þessir ruglukollar eru búnir að lesa biblíu skrilljón sinnum.. þeir vita að guðinn þeirra er kexruglaður, geðsjúkur fjöldamorðingi sem drepur alla, drepur vini sína líka ef hann verður extra reiður... þess vegna leggja ofurkrissar svo mikla áherslu á að vera vitleysingar, þeir eru hræddir um að guðinn þeirra buffi þá líka, stingi tein í rassgatið á þeim og grilli í helvíti... kannski er Gunnar Á krossinum svona oft í saursugu Jónínu Ben.. til að víkka út fyrir grillteininum sem hann trúir að Guddi muni bora í hann.

Doddý.. rangt hjá þér, Sússi bauð ekki alla velkomna.. þvert á móti, að auki var hann geðsjúkur trúarnötti og dómsdagsspamaður.

Disclaimer
Sússi var ekki til.. og Guddi ekki heldur, þetta er allt skáldað upp af kaþólsku kirkjunni... þið vitið hvaða vitleysingar hafa verið þar við stjórn síðustu aldirnar.. þeir sem trúa á Sussa og Gudda eru faktískt að falla fyrir lygum ofurvitleysinga

DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 19:44

24 identicon

@Jeremía#15

Tekið af bloggi Snorra í Betel þar sem hann er að reyna finna samlíkingarmál yfir það að FrÓmar(eins og Snorri kallar hann) myndi fá að synjga í Fíladelfíu.

"Ég tel mig vita það með vissu að Eiríki ritsjóra þætti það afar óviðeigandi ef barnaníðingi yrði boðið uppá pallinn í Fíladelfíu og þar væri hann að leggja út af orðunum :"Leyfið börnunum að koma til mín"!!  Það eru til siðferðismörk!"

Ef þetta kallast ekki að líkja saman barnaníðingum og samkynhneigðum þá er ég páfinn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 20:36

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigursteinn Másson segir á Facebook: Það er löngu orðið tímabært að skoða vinnubrögð bókstafstrúarsöfnuða með gagnrýnum augum. Það er ekki aðeins að þeir hafi mismunað samkynhneigðum heldur nýta þeir sér andleg veikindi fólks til að kroppa af þeim örorkulífeyri. Það er óforsvaranlegt að opinber stofnun eins og RÚV púkki upp á þetta!

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 23:10

26 Smámynd: Jens Guð

 Jeremia (#12),  ég hef aldrei reynt að setja mig á háan hest sem nútímalegur og fordómalaus.  Fjarri því.  Þess í stað hef ég hreykt mér af öfgafullum skoðunum með tilheyrandi fordómum og gamaldags hugsun.  Þeir sem lesið hafa eitthvað eftir mig á bloggi eða annarsstaðar geta áreiðanlega staðfest þetta.

  Ég fer aldrei leynt með mínar sterku skoðanir á mönnum og málefnum.  Ekki síst þegar músík og músíktengt efni er til umræðu.  Þar liggur mitt áhugamál öðru fremur.  Ég hef aldrei tekið mér stöðu með eða á móti neinu út frá vinsældum.  Sem dæmi um það er ég í Frjálslynda flokknum,  var þar á framboðslista og sit í kjördæmaráði Reykjavíkur norður.  FF er ekki vinsælasti flokkur landsins.

  Ég hampa mest þungu og hörðu rokki,  mest pönki, af músíkstílum en hef allt á hornum mér gagnvart léttpoppi.  Léttpoppið er ráðandi á vinsældalistum.

  Þú segir mig vera með fordóma og heimsku í garð trúaðra vegna þess að þeir fordómar séu vinsælli en fordómar í garð samkynhneigðra.  Það er kannski rétt að ég sé með fordóma og heimsku í garð trúaðra.  Ég get ekki beinlínis dæmt um það.  Þó verð ég að ítreka að ég er í Ásatrúarfélaginu en undirstrika að ég er enginn talsmaður þess.  Hinsvegar er Ásatrúarfélagið með lægri félagatölu en til að mynda ríkiskirkjan og Fíladelfía.  Það má aftur á móti vera að Ásatrúarfélagið sé vinsælla en ríkiskirkjan og Fíladelfía á einhverjum mælikvarða.  Til að mynda fjölgar félögum í Ásatrúarfélaginu hraðar en í Fíladelfíu og ríkiskirkjunni.  Þannig að hugsanlega er þetta á einhvern hátt rétt hjá þér.  En það er rangt hjá þér að afstaða mín ráðist af því hvað er vinsælast. 

  Það er sömuleiðis fráleitt hjá þér að gera því skóna að maður með sterkar skoðanir og fordóma sé óhæfur til að hafa sterkar skoðanir á fordómum annarra.  Ef við heimfærum þetta yfir á annað en viðhorf til trúfélaga áttar þú þig hugsanlega á hvað ég er að meina.  Sá sem hefur sterkar skoðanir og fórdóma í garð pönkrokks dæmir sig ekki úr leik til að deila á fordóma gagnvart klassískri músík.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 23:36

27 Smámynd: Jens Guð

  Yngvi,  ég get tekið undir allt sem þú segir nema síðustu spurninguna.  Lagalega hefur Fíladelfía rétt til að velja og hafna þeim sem vilja raula í kór safnaðarins.  Sömuleiðis hafa allir,  innan sem utan Fíladelfíu,  rétt til að tjá sig um störf Fíladelfíu - og reyndar annarra trúfélaga.  Til að mynda barnaníð kaþólsku kirkjunnar.  Nefni það svona sem dæmi vegna þess að Snorri í Betel lagði samkynhneigða og barnaníðinga að jöfnu.

Jens Guð, 28.11.2009 kl. 23:43

28 Smámynd: Jens Guð

  Steini (#14),  takk fyrir þennan fróðleik.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:02

29 Smámynd: Jens Guð

  Jeremia (#15),  þetta er tekið af bloggi Snorra í Betel:

 "Ég tel mig vita það með vissu að Eiríki ritsjóra þætti það afar óviðeigandi ef barnaníðingi yrði boðið uppá pallinn í Fíladelfíu..."

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:04

30 Smámynd: Jens Guð

  Steini (#16),  mikið rétt.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:06

31 identicon

Eftir svona 10-20 ár eða svo þá verða bara ruglukollar í kristni hér á íslandi, fólk mun horfa á þá eins og þá sem stóðu áður fyrr á götuhornum með skilti sem stendur á "Dómsdagur tomorrow".

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:17

32 Smámynd: Jens Guð

  Axel (#17),  sumir í Ásatrúarfélaginu eru kristnir,  svokallaðir kristnir ásatrúarmenn.  Þar fyrir utan sækja margir aðrir kristnir blót (samkomur) ásatrúarmanna.  Þar á meðal guðfræðingar og prestar.  Það er hvorki brosað að þessu fólki né því vísað að fara eitthvað annað.  Trúarviðhorf félaga í Ásatrúarfélaginu eru mörg og mismunandi.  Þar er engin ein skoðun rétt eða röng.  Hver má hafa sína útgáfu.  Ásatrúarfélagið stundar ekki trúboð. 

  Ég held að enginn geri þá kröfu að ríkið (stjórnvöld) grípi í tauma með hverjir fái að gaula í kór Fíladelfíu.  Hinsvegar er sjálfsagt að fólk segi skoðun sína á fordómum innan Fíladelfíu gagnvart samkynhneigðum.  Alveg eins og fólk tjáði og tjáir enn skoðun sína á rasisma í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Það skiptir ekki öllu máli hvort fólki er mismunað af fyrirtækjum eða stofnunum í eigu ríkis eða sveitarfélaga eða öðrum stofnunum.  Það sem skiptir máli er hvort fólk láti sig mismunun varða.  Það er borgaraleg skylda að láta í ljós andúð á misrétti.  Trúfélög eiga ekki að vera "stikk frí" frá skoðunum fólks á framferði þeirra.  Þvert á móti.  Það er ástæða til að taka undir - og vekja thygli á - með þeim sem telja sig vera misrétti beitta af hálfu trúfélaga sem og annarra stofnana og fyrirtækja hvort sem þau eru í eigu ríkis eða einkaaðila.   

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:30

33 Smámynd: Jens Guð

  Rúnar,  þú lætur að því liggja að óánægja FÓ yfir að fá ekki að raula með kór Fíladelfíu vegi harkalega að réttindum annarra.  Hvaða réttindum?  Réttindum til að samkynhneigðir rauli ekki með kór Fíladelfíu?  Eru það réttindi,  í þessu tilfelli mannréttindi,  einhverra að samkynhneigðir gauli ekki með kór Fíladelfíu?

  Eru það rök fyrir að ekki sé aðfinnsluvert að samkynhneigðir fái ekki að gaula með kór Fíladelfíu að forsætisráðherrann er samkynhneigð/ur?  Með þeim rökum væri það aðfinnsluvert ef forsætisráðherrann væri gagnkynhneigð/ur.  Þetta meikar ekki alveg sens.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:38

34 Smámynd: Jens Guð

  Linda,  ertu viss um þetta með Frímúraregluna?  Ég hélt að það væru fyrst og fremst hommar í þeirri reglu.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:45

35 Smámynd: Jens Guð

  Steini (#20),  þú hittir alltaf naglann á höfuðið!

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:46

36 Smámynd: Jens Guð

  Jakob Andreas,  svo heppilega vill til fyrir Snorra í Betel að helvíti er ekki til.  Nema í mörg þúsund ára gömlum draugasögum gyðinga í Mið-Austurlöndum. 

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:49

37 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  margt er haft eftir Jesú.  Sumt bendir til umburðarlyndis.  Töluvert meira umburðarlyndis en þess sem menn hengja sig í frá eldri þjóðsögum gyðinga (Gamla testamenntinu).   Annars er óþarfi að flækja þessum þjóðsögum öllum frá Arabíu inn í viðhorf til þess hvort mismuna eigi fólki út frá kynhneigð,  kynferði,  húðlit o.s.frv.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:55

38 Smámynd: Jens Guð

  Doddý,  já,  og velkomin úr stuttu fríi frá blogghléi.  Alltaf gaman að heyra frá þér.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:56

39 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#23),  takk fyrir innleggið.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:59

40 Smámynd: Jens Guð

  Bjöggi,  nákvæmlega. 

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 00:59

41 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég tek undir þetta.

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 01:02

42 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#31),  fyrir áratug eða svo las ég grein í breska blaðinu Indiependent.  Þar var reiknað út að með óbreyttri þróun verði kristnir söfnuðir í Evrópu orðnir í minnihluta 2050 og í aldarlok fámennir sértrúarsöfnuðir.  Ég tek þó fram að ég hef ekkert á móti kristnum söfnuðum né kristnum einstaklingum.  Þannig lagað.  Ég tek hinsvegar undir með Rúnari heitnum Júl,  sem var kristinnar trúar og söng:  "Trúarofstæki truflar mig...". 

Jens Guð, 29.11.2009 kl. 01:09

43 identicon

Eigum við konur þá ekki að vera undirgefnar og þegja á safnaðarsamkomum, eins og Páll segir í Biblíunni, Það er nú ýmislegt úrelt, sem þar stendur, sem von er.  Bókstafstrúin, eins og oft er í sértrúarsöfnuðum, á ekki við mig takk..............en þeir mega þó eiga það í Fíladelfíu,  kórinn syngur vel, og það er miklu léttara yfir sálmunum þar en í þjóðkirkjunni

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 12:17

44 Smámynd: Jeremía

Þetta er vel svarað hjá þér Jens.  Mannleg hegðun byggist oft á tilfinningum en ekki endilega hvað sé rökrétt.  Við erum ekki vélmenni.  Því má kannski segja að það sé ofureðlilegt að hafa fordóma.  Það væri samt kannski betra að láta ekki fordómana leiða okkur í að særa tilfinningar annara að óþörfu.

En varðandi fullyrðingu þína um að Snorri hafi "lagt það að jöfnu að vera samkynhneygður og að vera barnaníðingur".  Þessi bloggfærsla styður alls ekki þá fullyrðingu.  Hann er að bera saman tvær ímyndaðar atburðarásir, rétt eins og þú ert að bera saman viðhorf til samkynhneygðar og viðhorf til klassískar tónlistar (#26).  Tveir aðilar eru ósammála um viðbrögð við einhverju sem öðrum finnst siðlegt en hinum ósiðlegt.  Þá reynir sá sem fannst það vera ósiðlegt að fá hinn til að skilja viðbrögðin með því að bera saman við eitthvað annað sem báðir séu sammála um að sé ósiðlegt. Skiluru?

Jeremía, 29.11.2009 kl. 17:02

45 identicon

Ó Jerímíó... ef þú værir úti að aka þá myndir þú missa prófið....

DoctorE (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:48

46 Smámynd: Jens Guð

  Vigdís,  það getur verið erfitt að fylgja öllum fyrirmælum Biblíunnar.  Mótsagnir eru margar og túlkunarmöguleikar ennþá fleiri.  Ég er sammála því að kór Fílelfíu er léttari og hressari en sálmar ríkiskirkjunnar.

Jens Guð, 30.11.2009 kl. 00:26

47 Smámynd: Jens Guð

 Jeremia,  það er eðlilegt að vera með fordóma.  Þeir eru vörn mannsins gegn því sem er framandi.  Manneskjunni lýður betur og er öruggari með sig á þeim bás sem hún er öllum hnútum kunnug.  Umburðarlyndi gagnvart öllu er ekki alltaf bestu viðbrögð.

  Umburðarlyndi og fordómar eru yin og yang.  Sumir fordómar eiga ekki alltaf við um alla hluti.  Samfélagið breytist og fordómar sem eitt sinn þóttu sjálfsagðir verða fornaldarsjónarmið.  Dæmi um það er að orðalagi Biblíunnar hefur verið breytt af og til í tímans rás.  Stjórnarskrá ríkja er breytt,  lögum og reglugerðum.

  Svo við höldum okkur við upphaflegt umræðuefni þá hefur Fíladelfía nú sent frá sér yfirlýsingu sem er mun umburðarlyndari en sumt af því sem hrökk upp úr Verði Leví þegar umræðan um Friðrik Ómar hófst.  Og mun umburðarlyndara en blogg Snorra í Betel og margt sem Gunnar í Krossinum hefur sagt.

  Látum vera að við túlkum tilvísun Snorra í barnaníð á ólíkan hátt.  Eftir stendur að Friðrik Ómar kvartaði undan að vera útilokaður frá kór Fíladelfíu vegna kynhneigðar.  Vörður Leví var í vandræðum með að svara fyrir það.  Sló í og úr í hinum ýmsu viðtölum en varð umburðarlyndari í garð samkynhneigðra eftir því sem umræðan hélt áfram.  Og nú hefur Fíladelfía sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið af skarið með að samkynhneigðum sé ekki mismunað vegna kynhneigðar.  Um þetta snérist málið.  Hefur - að því er virðist - fengið góða lendingu.

Jens Guð, 30.11.2009 kl. 01:09

48 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  nú eru allir orðnir vinir.  Eða allflestir.

Jens Guð, 30.11.2009 kl. 01:10

49 Smámynd: Jens Guð

  Það skemmtilega við þessa umræðu er að nú hafa um 1000 fleiri smellt á myndbandið með Tom Robinson flytja lagið ágæta 2-4-6-8 Motorway.  Það er aldeilis ágætur slagari og fyrstu 2 - 3 plötur Toms voru fínar.  Svo hallaði undan fæti og síðustu plötur hans eru leiðinlegar.  Ég hef reyndar ekki heyrt þær allar.  Hætti að hlusta á hann eftir að hann hætti að rokka. 

  Til gamans má geta að 1983 vorum við Ási í Gramminu/Smekkleysu að leggja drög að hljómleikum með Tom Robinson.  Þá sló kauði óvænt aftur í gegn,  að þessu sinni með laginu  War Baby.  Frekar leiðinlegri en djassaðri ballöðu.   Þar með datt það upp fyrir.  Tom þurfti að fylgja endurkomunni eftir með hljómleikum um Bretland og launataxti hans hækkaði upp úr öllu veldi. 

Jens Guð, 30.11.2009 kl. 01:24

50 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jeremia, þetta er ekki í fyrsta skipti sem Snorri tengir saman samkynhneigða og barnaníðinga.

http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/856186/

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2009 kl. 10:30

51 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Flottur pistill hjá þér Jens

Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.11.2009 kl. 18:42

52 identicon

Þetta er ekki lending.. þetta er publicity stunt af hálfu FíluDellu, stunt sem byggir eingöngu á því að viðhalda batteríinu.

Við erum alltaf að sjá svona af hálfu trúfélaga.. .. þjóðkirkjan breytti meintu orði Gudda í meintri bók Gudda í síðustu "þýðingu" á biblíu, haldið þið að ástæðan hafi verið einhver önnur er sú að viðhalda Geimgaldrastofnun ríkisins og ofurlaunum umboðsmanna hins ímyndaða galdrakarls.. nosiribob

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 19:41

53 Smámynd: Jens Guð

  Matthías,  þetta er ansi merkileg færsla sem þú vísar á.  Þar hrærir Snorri samkynhneigð og barnaníði algjörlega saman.  

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:18

54 Smámynd: Jens Guð

  Margrét,  takk fyrir það.  Þinn pistill um sama mál er jafnframt dúndur góður.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:19

55 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  vissulega er Fíladelfía að kaupa sér viðskiptavild með yfirlýsingunni.  Það er betri niðurstaða fyrir alla en ef Fíladelfía hefði hangið á sjónarmiði Snorra. 

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 01:23

56 identicon

Við skulum vera þakklát fyrir menn eins og Snorra og aðra álíka, í hvert skiptið sem þeir opna munninn þá fer fólk úr kristni.
Því miður fyrir krissa þá eru Snorri og aðrir að tala beint upp úr biblíu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:41

57 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  vissulega er ágætt að menn eins og Snorri minni á hvað margan ljótan boðskap má finna í Biblíunni.

Jens Guð, 1.12.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband