3.12.2009 | 21:46
Átakanleg frásögn manns sem var misnotaður af útrásarvillingum
Eftirfarandi bréf fékk ég sent. Ég átta mig ekki alveg á út á hvað erindið gengur. En þetta er dapurleg frásögn sem á hugsanlega erindi til flestra annarra en mín. Þess vegna birti ég bréfið hér í heilu lagi og dreg ekkert undan. Undirritað nafn kemur kunnuglega fyrir sjónir. Gott ef ekki einn karakterinn í Fangavaktinni bar það? En það getur líka verið að þetta sé dulnefni. Svona er bréfið:
Útrásarvíkingar misnotuðu traust mitt. Þeir létu mig fljúga með sér í einkaflugvélum þvers og kruss út um allan heim. Þeir létu mig bjóða sér á einkafundi og þröngvuðu upp á mig styrkjum til ýmissa málefna. Þannig tókst þeim að tæla mig fram fyrir linsur ljósmynda- og sjónvarpsmyndavéla. Jafnframt létu þeir mig djamma í hásölum menningarinnar með frægasta fólki heims. Þeir helltu ofan í mig kampavíni í lítravís og tróðu ofan í mig gullskreyttum kavíar í 10 þúsund feta hæð. Þetta var hlálegt. Ég drekk ekki einu sinni kampavín.
Tvívegis var mér pískað út til Pétursborgar að mæra Björgúlfsfeðga. Ég var dreginn sundur og saman á afturfótum í einkaþotu til Danmerkur 2007. Þar var mér stillt upp sem leikmuni í leikriti FL Group. Mér var dröslað í Novator-þotu til Búlgaríu og látinn lofsyngja íslensk fyrirtæki á meðan Björgúlfur Thor kom sér fyrir í spilltum viðskiptaheimi.
Ég var dreginn á asnaeyrunum til Leeds þar sem mér var gert að blessa starfsemi Eimskipafélagsins. Mér var plantað við hlið Sigurðar Einarssonar í Katar ásamt einhverjum Sjeik. Sigurður varð að píra augun extra mikið til að ekki sæist glampa í dollaramerkin í augum hans.
Ég var sjanghæjaður til Shanghæ og stillt upp sem tákni þjóðarinnar í útrás Glitnis í Kína 2007. Það var riðlast á mér til New York og mér troðið í glæsiveislu Glitnis 2007. Þar þurfti ég að ausa Glitnismenn lofi fyrir að standa öllum jarðarbúum framar hvað eðlislæga snilli varðar. Ég ældi upp úr mér klisjum á borð við: "Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga..." og: "Lykillinn að árangrinum sem útrásin hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu í vöggugjöf..." og: "Raunar má leika sér með þá hugsun að landnámsöldin sé á vissan hátt upphafið að þessu öllu."
Eftir að ég hafði verið dreginn út um allan heim og misnotaður á allan hátt sem strengjabrúða útrásarvíkinga var ég dreginn til ábyrgðar. En ég er saklaus. Þetta var ekki mér að kenna. Þeir létu mig gera þetta. Ég var nunna sem var sett í hlutverk vændiskonu. Enginn þekkir betur en ég kvalir útþanins kampavínsmaga í háloftum í einkaþotu. Né slóttugheit hinna útsmognu í leik með sakleysi þess sem öllum treystir. Á daginn lofsöng ég kvalara mína. Á kvöldin lá ég í fósturstellingu á sturtubotni úr gulli og marmara í dýrustu hótelsvítum veraldar.
Ólafur Ragnar
Meginflokkur: Pepsi-deildin | Aukaflokkar: Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 44
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 4111547
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 891
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Stórkostlegt bréf.Mikið er gott að geta
hlegið og hlegið.
Takk fyrir að birta þetta bréf!
Dagný (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 22:18
Dagný, það er mér ljúft og skylt að birta bréfið. Borgaraleg skylda.
Jens Guð, 3.12.2009 kl. 22:31
Aumingja maðurinn að láta draga sig svona á asnaeyrunum út um allann heim
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.12.2009 kl. 01:05
Jóna Kolrún, þetta er harmleikur.
Jens Guð, 4.12.2009 kl. 01:09
Fríða Eyland, 4.12.2009 kl. 01:20
Fríða, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 4.12.2009 kl. 01:21
Aumingja maðurinn, þetta er náttúrlega bara hrikalega erfið staða.......Erfitt hlutverk að vera strengjabrúða........
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 08:20
Þér og ykkur til fróðleiks þá er þetta svokallaða bréf nánast orðrétt eftirlíking af pistli Svarthöfða á DV í gær. Helsta viðbótin er nafn forsetans.
http://www.dv.is/blogg/svarthofdi/2009/12/2/utrasarvikingar-misnotudu-mig/
ErlaHlynsdóttir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 10:14
Átakanlegt!
Er ekki hægt að gera eitthvað fyrir vesalings manninn sem var misnotaður svo herfilega?
Samskot koma fyrst upp í hugann.
Hver er aflögufær?
Eða krefjast þess að stofnað sé karlaathvarf - ef fleiri skyldu nú vera í þessari stöðu.
Við hljótum öll að standa saman gegn svona framferði.
Þórdís Bachmann, 4.12.2009 kl. 10:29
Ragnheiður, við vottum bæði samúð.
Jens Guð, 4.12.2009 kl. 11:41
Erla, takk fyrir þessar upplýsingar. Ég fékk þetta bara sent, eins og ég lét getið.
Jens Guð, 4.12.2009 kl. 11:42
Þórdís, það standa allir saman. Sérstaklega í biðröð.
Jens Guð, 4.12.2009 kl. 11:43
Svona fóru þeir víst með margann manninn. Gerðu þá að meðspilurum til að gera sig ósnertanlega.
Offari, 4.12.2009 kl. 13:01
Er ÓR svo ekki að fara til útlanda eitthvað á næstunni svo hann þurfi ekki að kvitta upp á ICESAVE lögin? Vonast eftir framhaldssögu :)
Guðmundur St Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 18:40
Offari, það er sennilega rétt hjá þér að útrásarvillingarnir misnotuðu fleiri en bréfritara. Hann getur huggað sig við það.
Jens Guð, 5.12.2009 kl. 01:12
Guðmundur, það var einhver að segja þetta: Að kappinn væri að laumast úr landi til að þurfa ekki að taka afstöðu til þess hvort hann á að kvitta undir Icesave eða vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jens Guð, 5.12.2009 kl. 01:14
Þetta er mjög átakanleg frásögn
Sigurður Þórðarson, 5.12.2009 kl. 06:55
Siggi, ég tek undir það.
Jens Guð, 6.12.2009 kl. 00:50
já já, þessi saga hljómar eins og frá dreng sem fékk gullskeiðina gefins... og tók þátt í part'yinu' en fattar svo ekki afhveru benzinnn varð benílsua á miðjum þvjóðveg í Dubai...
Eruð þið að vorkenna þessu fóilki sem lifði háttog setti Ísland á hausinn?
ja hérna hér...
BjarniG (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 01:04
Bjarni, já, við verðum að vorkenna öllum fórnarlömbum efnahagshrunsins. Dáldið jafnt yfir línuna.
Jens Guð, 7.12.2009 kl. 02:17
Ég er að deyja úr sektarkennd. Ég gerði blessuðum garminum þann óleik að kjósa hann. Hélt að hann væri skástur af þessu liði. Sá fyrir mér að af því að hann var nú gamall róttæklingur þá yrði embættið kanske ekki eins slepjulegt í hans meðförum. Gleymi ekki myndum sem ég sá í sjónvarpinu af honum og konu hans í veislu í Perlunni með sænsku konungshjónunum. Þau voru auðvitað klædd eins og konungshjón eiga að vera, í brjálæðislegum fötum öllum útötuðum í orðum og borðum, og svo Ólafur og frú uppstíluð með borða, orður og skrautkeðjur. Æi hvað það var eitthvað ömurlegt. Ætli mér verði fyrirgefið?
Theódór Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 13:39
Theódór, út af fyrir sig smellpassar ÓRG í þetta fígúruembætti. Ég hef reyndar aldrei kosið hann og vil að þetta embætti verði lagt niður. Það tilheyrir úreltri fortíð. Þetta er arfleifð frá kóngadæmi.
Hinsvegar hefur fólk, íslenskur almenningur, ýtt undir fígúruhlutverk forsetans. Hvarvetna sem hann fer veifar fólk íslenska fánanum, smellir af myndavélum o.s.frv. Slúðursíður blaða og tímarita, svo ekki sé minnst á Séð og heyrt, gera þessum sirkusi síðan góð skil.
Það eina jákvæða við ÓRG sem forseta er að það pirrar DOddsson og náhirð hans gífurlega.
Ef ÓRG neitar Icesave lögunum undirskrift og vísar þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu mun ég endurskoða afstöðu mína til hans og embættisins.
Jens Guð, 8.12.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.