Hvað varð um allar sætu hippastelpurnar?

hippastelpa.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hefur þú einhvertímann velt því fyrir þér hvað varð um allar sætu og flottu hassreykjandi hippastelpur ´68 kynslóðarinnar sem skiptust á að droppa sýru og fá sér húðflúr?  Hér er sýnishorn af einni þeirra.  Hún hefur næstum ekkert breyst - ef undan er skilið að hún hefur stytt hárið og fengið sér gleraugu.  Hvorutveggja fer henni vel.

hippakelling.jpg  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jens strippaðu og líttu í spegil

kolla- Kolbrun Jarlsdottir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 00:44

2 Smámynd: Kama Sutra

Þetta er rétt hjá þér - þessi fallega hippastúlka hefur ekki elst um eina einustu hrukku á s.l. 40 árum...

Kama Sutra, 6.12.2009 kl. 00:46

3 Smámynd: Jens Guð

  Kolla,  það þarf ekki að hvetja mig til þess.  Ég geri fátt annað utan vinnu.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Jens Guð

  Kama Sutra,  og ber sig svona vel;  bein í baki og frískleg.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 00:54

5 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þær eru jafn fallegar þessar konur :)

Halldóra Hjaltadóttir, 6.12.2009 kl. 02:04

6 Smámynd: Hannes

Ótrúlegt hvað sú gamla hefur elst mikið en samt sést aldurinn vel á henni.

Hannes, 6.12.2009 kl. 02:22

7 Smámynd: Jens Guð

  Halldóra,  þetta eru myndarlegar dömur.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 02:41

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég giska á að daman sé 18 - 20 ára á efri myndinni.  Hún er þá um sextugt á neðri myndinni.  Og ber aldurinn vel.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 02:43

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er rosalegt

Sigurður Þórðarson, 6.12.2009 kl. 08:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Siggi Þórðar,  þetta er skemmtilegt.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 11:52

11 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég er hálfpartinn fegin í dag að hafa ekki haft aðgang að húðflúrunar og eða götunarstofu þegar ég var á mínum yngri og uppreisnargjarnari árum.  Þá væri ég stödd núna mitt á milli þessara annars glæsilegu kvenna.  Ég er ekki með húðflúr í dag og bara með samgróin göt í eyrnasneplunum.

Þegar ég kynntist kallinum mínum fyrir 15 árum var hann með flott húðflúr á upphandleggnum, vígalegur hrútur sem Fjölnir listamaður hannaði sérstaklega handa honum.  Vinkona mín, mikið að spá í stjörnumerkin svaraði iðulega "Týpískur hrútur" þegar ég var að segja sögur af nýja kærastanum.  Nema kallinn er fæddur í fjarlægu landi, þar byrjar ártalið 21 mars, og það er ástæðan fyrir því að hann er skráður með fæðingardag í merki hrútsins.  Mömmu hans fannst hann ekki tilbúinn í skólann og seinkaði fæðingardeginum við skólaskráningu.  Hann er raunar fæddur 21 desember ári fyrr.  Hann varð svolítið skrítinn á svipinn þegar ég benti honum á að hann væri eiginlega með vitlaust tattú á öxlinni.  Eins gott að hann var ekki búinn að flúra hinn handlegginn, hann getur þá sett rétta stjörnumerkið þar

Hjóla-Hrönn, 6.12.2009 kl. 12:56

12 Smámynd: Bogi Jónsson

einu sinni happy hippi alltaf happy hippi

Bogi Jónsson, 6.12.2009 kl. 13:07

13 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn,  ég tek undir með þér að fagna því að hafa ekki haft aðgang að húðflúrsstofu á yngri árum.  Það væri hrikalegt að sitja uppi í dag með húðflúruð nöfn hljómsveita á borð við Slade eða Sweet.

  Ég þekki fólk sem er afar óánægt í dag með húðflúr sem það fékk sér á unglingsárum.  Sjálfur fékk ég mér ekki húðflúr fyrr en kominn á sextugs aldur.  Þá loks taldi ég mig vera færan um að taka ákvörðun um húðflúr sem ég yrði sáttur við til frambúðar.  Ég lét húðflúra landakort af Færeyjum yfir allan hægri framhandlegginn.  Það hefur oftar en einu sinni komið sér vel að geta brett upp ermi til að kíkja á færeyska landakortið.  

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 13:18

14 Smámynd: Jens Guð

  Bogi,  þú hittir naglann á höfuðið.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 13:19

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert rosalegur!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2009 kl. 21:27

16 Smámynd: Jens Guð

  Hrönn,  ég reyni að fylgjast með og uppfæra hlutina.  Ég minnist þess sem unglingur hvað hippastelpurnar ´68 voru flottar.  Og gaman að þær séu ennþá töff.

Jens Guð, 6.12.2009 kl. 21:51

17 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Úff!  Sjálfur er ég kominn hálfa leið yfir sextugasta áratuginn og hættur að kæra mig um að láta sjá mig á sundskýlu.  Kanske maður ætti að demba sér í ræktina?  Daman fær prik hjá mér fyrir hugrekkið.

Theódór Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 13:29

18 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  ég gef konunni einnig prik fyrir að standa með sjálfri sér.  Fólk er allavega,  hvort sem það er ungt eða gamalt. 

Jens Guð, 8.12.2009 kl. 21:19

19 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jens,

Ég tek undir með þér, það má líka orða þetta þannig.

Theódór Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 23:14

20 Smámynd: Jens Guð

  Theódór,  mér þykir eldra fólk oft vera óþarflega sjálfsgagnrýnið varðandi breytt líkamsástand og miða um of við yngri ár þegar það var í betra formi.  Mér er minnisstætt þegar Rúnar Júl var að halda einhverja hljómleika fyrir nokkrum árum.  Fréttamaður spurði hvort hann myndi fara í gömlu stælana;  að rífa sig úr að ofan.  Hann sagðist ekki lengur hafa skrokk til að flagga.  Samt var hann í góðu formi.  En,  jú,  sumt fer ungu fólki betur en eldra.  Sumir ungir menn bera vel að skarta fjólubláum eða rauðum hanakambi að hætti pönkara.  En ég held að það fari ekki sjötugum eða áttræðum körlum eins vel.

Jens Guð, 8.12.2009 kl. 23:30

21 identicon

Nei Jens það fer ekki sjötugum og áttræðum körlum vel en ótrúlega oft sér maður konur á þessum aldri með einmitt þessa liti. ;)

karl (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband