Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Er djöfullinn í Krossinum?

  Það er gaman að sækja samkomur í Krossinum.  Þar er fjör.  En pínulítið skrítið að trúfélag sé kennt við aftökutæki.  Og þó.  Krossinn er betra nafn en Hengingarólin,  Rafmagnsstóllinn eða Gasklefinn.
  Mér var illa brugðið er ég las í DV haft eftir þungavigtarkonu í Krossinum að þrír nafngreindir einstaklingar í Krossinum séu haldnir illum anda.  Ég er ekki alveg klár á því hvað það þýðir.  Held helst að sá sem er haldinn illum anda hafi lent í klóm djöfulsins og djöfullinn ráði gjörðum hans.  Hugsanlega með illt í huga.
 
  Ef að minn skilningur er réttur þá þýðir þetta að djöfullinn eigi þrjá fulltrúa í Krossinum.  Djöfullinn er þá í Krossinum.  Það er ekki gott.  Og alls ekki gott til afspurnar.  Ég hef áhyggjur af þessu.
.
  Einar S. Ólafsson lýsir fundi í Krossinum þannig:  "Það þyrfti ekkert áramótaskaup ef þessi safnaðarfundur yrði sendur út í staðinn."
  Ingibjörg Guðnadóttir segir þetta hafa verið ósköp venjulegan fund. Venjulegur fundur í Krossinum er á við áramótaskaup.  Alltaf fjör.  Alltaf gaman.  Það er ekkert að því.  Nema kannski þetta með djöfulinn. 
 .
  Safnaðarfundurinn venjulegi er til á myndbandi.  Sjónvarpið getur sparað hellings pening með því að sýna myndbandið í stað hefðbundins áramótaskaups með dýrum leikurum og öðrum tilfallandi kostnaði.  RÚV þarf að spara.  Laun og bílakostnaður útvarpsstjóra kalla á það.  Hrópa á það. 
.
elvissmall_cross

Ruslfæði dýrkað

ruslfæði-húðflúrHamburger-Tattoosmcdonalds-tattoo-resized 

  Sumir dýrka ruslfæði og umgangast það eins og trúarbrögð.  Sanka að sér allskonar vörum merktum matsölustöðum sem bjóða fyrst og síðast upp á ruslfæði:  Skyrtubolum,  derhúfum,  glösum,  pennum og svo framvegis.  Þeir sem lengst ganga láta húðflúra á líkama sinn vörumerki þekktra ruslfæðisstaða.  Og eru rígmontnir. 

ruslfæði


mbl.is Hætt í ruslfæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prestur í sneiðum

prestur_i_snei_um.jpg

Páskar, Jesú og súkkulaðikanínur

  Ég skrapp til Skotlands yfir páska.  Var í góðu yfirlæti í Glasgow.  Fjarri tölvu og stimplaður út úr dægurþrasi á Íslandi.  Það er hressandi.  Hinsvegar hef ég þann hátt á að kaupa næstum öll dagblöð þar sem ég er staddur undir þessum kringumstæðum.  Þau kosta ekki mikið.  Bresk og skosk dagblöð kosta 30 - 45 cent (60 til 90 kall).  Það eru reyndar til örlítið dýrari dagblöð.  En ég læt sem ég sjái þau ekki.

  Hávær umræða um páskana var í breskum fjölmiðlum.  Skoðanakannanir leiddu í ljós að meiri hluti Breta skilgreinir páskana sem heiðna hátíð.  Frjósemishátíð og afmæli páskakanínunnar.  Þessu til samræmis eru tákn páskanna frjósemistákn á borð við egg,  (sígraðar) kanínur,  hænsnaungar og súkkulaði (sem leysir í heila boðefni greddu).

  Á ensku eru páskar kenndir við frjósemisgyðjuna Easter (Oester).  Páskar eru einnig kenndir við að gyðingar losnuðu undan ánauð í Egiptalandi eða eitthvað svoleiðis fyrir margt löngu. 

  Kristna kirkjan tekur þátt í páskahátíð heiðingja og gyðinga. Frjósemistáknin - kanínur,  egg og súkkulaði - koma þar ekki beinlínis við sögu.  Engum sögum fer af Jesú maulandi súkkulaðikanínur eða páskaegg.  En bara gaman að hafa hann með í pakkanum.  Kannski var það hann sem fann upp á því að líma hænsnaunga á páskaeggin? Og gott ef hann samdi ekki málshætti þegar vel lá á honum.

páskaegg-1


Gullkorn: Prófsvör barna

  Kennarar og prófdómarar hafa löngum haldið til haga broslegum svörum barna á prófum.  Oftast er ástæðan fyrir sérkennilegu svari augljóslega sú að barnið hefur ekki skilning á viðfangsefninu en reynir að finna trúverðuga / líklega skýringu.  Án þess að hitta á rétt svar.  Eða þá að barnið ruglast á orðum sem hljóma líkt. Hér eru nokkur dæmi:

 - Úr málfræðiprófi í 5. bekk í Mýrarhúsaskóla: "Hvað nefnast íbúar Húnavatnssýslu einu nafni?"

Eitt svar var:
"Sýslumenn"

Annað var: "Húnvettlingar"

 - Úr svari á prófi í kristnum fræðum í 7. bekk:  "Á hvítasunnudag sendi Jesú lærisveinum sínum heilan anda."

 
- Úr bókmenntaprófi í 6. bekk: "Hvað merkir nafnorðið sammæðra?"

Eitt svarið var á svofelldan hátt: "Að tvær mæður eigi sama barnið."


 - Úr líffræðiprófi í 6. bekk: "Hvers vegna eru reykingamenn yfirleitt hand- og fótkaldari en það fólk sem ekki reykir?"

Einn svaraði: "
Reykingamenn eru með kalt blóð."

Annar svaraði: "
Reykingamenn þurfa svo oft að standa úti við reykingar."

 - Gídeonmenn voru í heimsókn í skólanum.  Einn þeirra lagði út af
orðunum: "
Hvernig getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum?"

  Þetta er tilvitnun í Nýja testamentið, sem þeir Gídeonmenn voru að gefa 5. bekkingum.  Ekki var ætlunin að nemendurnir legðu þarna eitthvað til málanna. Einn guttinn stóðst þó ekki mátið og sagði: "
Með því að
reykspóla ekki
."

  - Kennari í barnaskóla var að hlýða pilti yfir Faðirvorið. Hugsanlega hefur stráknum legið reiðinnar býsn á, því undir lok bænarinnar sagði hann: "Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss í hvelli."
 
 - Ígulker teljast til skólpdýra. Þau ganga á prjónum.

 - Mörg dýr eru með heitt blóð, en í öðrum er það frosið.

 - Eva fæddist strax á eftir Adam. Því er sagt að Adam hafi ekki verið lengi í París.

 - Á tímum landafundanna miklu urðu miklar framfarir í kortagerð enda þurfti góð kort svo að löndin lentu ekki hvert ofan á öðru.

 - Grasekkjumaður er ekkill sem þjáist af heymæði.

 - Hæsta fjall á Íslandi ber nafnið Hvannadalshrúgur.

 - Í ástandinu lögðust íslenskar konur mjög lágt en þó ekki með öllum.

 - Helstu hlunnindi í sveitum eru sturta og sjónvarp.
 
 - Aðaleinkenni hesta er að vera sífellt á kappreiðum.

Er sendiboðinn sá seki?

  Kynlíf er með vandmeðfarnara lífi að lifa.  Ef ýtrustu varúðar er ekki gætt og vandlega farið eftir leiðbeiningum þeirra sem betur vita getur illa farið.  Fólk getur lent í synd.  Syndin er banvæn.  Á Íslandi höfum við ríkistrú og ríkispresta sem geta leiðbeint fáfróðum í þessum efnum og öðrum.  Í ríkistrúarbókinni eru ýmsar útlistanir á þessu öllu,  ásamt leiðbeiningum um það hvernig þrælar eigi að haga sér;  hvernig hirta eigi börn;  að höfuð heiðingja skuli moluð og sitthvað fleira.  Hjónaskilnaður er viðurstyggð.  Fráskilin kona sem á kynferðislegt samneyti við annan mann er hórkona.  

  Ýmsir ríkiskirkjuprestar hafa áráttu til að milda fyrirmæli þess sem sagður er vera höfundur ríkistrúarbókarinnar.  Þeir vilja nútímavæða túlkun á textanum.

  Þá koma til sögunnar svokallaðir bókstafstrúarmenn og árétta texta bókarinnar.  Það kallast eða getur kallast hatursáróður.  Gæti jafnvel varðað við lög.  Bókstafstrúarmenn eru sendiboðinn.  Illi sendiboðinn.  Þeir benda á það sem stendur í ríkistrúarbókinni. 

  Það hefur bjargað margri manneskjunni frá glötun.  Ég hef heyrt því fleygt. 

  Svo er það forstjóri ÁTVR.  Embættismaður ríkisins.  Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu að neysla rauðvíns með nafni ensku rokkhljómsveitina Motörhead (Spítthaus) leiði til óábyrgs kynlífs.  Þetta smellpassar við kenningu Snorra,  kenndan (en þó allsgáðan) við Betel,  um að rokkmúsík sé músík djöfulsins.  Á þetta bentu margir strax á sjötta áratugnum í Bandarikjum Norður-Ameríku.  Forstjóri ÁTVR hefur bannað sölu á rauðvíninu Motörhead.  

  Þeir leiðast hönd í hönd,  Snorri og forstjóri ÁTVR.  Þeir leggja sig fram um að standa vörð um að Íslendingar fari ekki út af sporinu þegar kemur að kynlífi.  Þeir eru kynlífspostular.   Kynlífsverðir.  Annar ríkisrekinn í því embætti.  Hinn hefur ekki (enn) verið rekinn - þó að sumir telji hann ekki vera þann uppfræðara barna sem kennir umburðarlyndi,  ást og kærleika heldur boðbera haturs og fordóma.  

  Reyndar held ég að fólk á Íslandi,  svona almennt,  sé ekkert að velta fyrir sér kynlífi annarra.  það er töluvert "pervískt" að hafa áhuga á kynlífi annarra.  Sá sem hugsar ekki um kynlíf annarra er í hlutleysisgír.  Sá sem er upptekinn og áhugasamur um kynlíf annarra er í "pervískum" gír.  Af hverju er hann að velta sér upp úr hugmyndum um kynlíf sem er frábrugðið hans rétttrúnaðar trúboðsstellingu?  Hvað fær hann út úr því?  Af hverju er hann upptekinn af vangaveltum um það?  Hvaða hvatir liggja þar að baki?   Ef fólk er sátt við sitt kynlíf þarf það ekki að "fantasía" um kynlíf annars fólks.    

  Músík djöfulsins.  Varast ber að setja þetta myndband í gang.  Það getur leitt til óábyrgs kynlífs,  hernaðarhyggju og amfetamínneyslu,  að mati embættismanns Áfengis- og tóbakssölu ríkisins.


mbl.is Æfir vegna skrifa um samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smásaga um baráttu góðs og ills

djöfull í kúdjöfullinn í kú

  Það er stóri dagurinn í Litla-Koti.  Dagurinn er kallaður stóri dagurinn þegar kúnum er hleypt út úr fjósi í fyrsta sinn að vori.  Bóndinn er taugaveiklaður og áhyggjufullur vegna þessa.  Börnin sjö raða sér í kringum morgunverðarborðið.  Bóndinn sest við innri enda borðsins.  Frúin er á þönum á milli borðs og ísskáps,  borðs og eldavélar,  borðs og brauðskúffu. 

  Bóndinn skipar frúnni að setjast við borðið.  "Nú ríður á að við förum með borðbæn og syngjum nokkra sálma.  Allir verða að taka undir eins hátt og þeir geta.  Við þurfum að kljást við sjálfan djöfulinn á eftir þegar kúnum verður hleypt út.  Við verðum að fá styrk frá guði til að hafa betur í viðureigninni við djöfulinn!"
.
  Bóndinn spennir greipar,  lokar augum og ákallar guð um hjálp.  Svo galopnar hann augun,  stjarfur af hræðslu og syngur:  "Ó,  sú náð að eiga Jesú..."  Ósjálfrátt sprettur hann á fætur til að koma söngnum betur frá sér.  Yngsta barnið,  sex ára gamalt,  kann ekki textann nógu vel til að syngja af fullum styrk.  Áður en bóndi veit af hefur hann slegið barnið utan undir með flötum lófa.  Hann fipast í engu við sönginn en horfir reiðilega á barnið.  Hann vill koma því til skila að barnið þurfi að leggja sig fram í söngnum eins og aðrir.  Það verða allir að hjálpast að.
.
  Eftir fjóra sálma segir bóndi að nú skuli hópurinn matast vel.  Allir þurfi þá orku sem hægt er.  Einkum hann sjálfur.  En líka Bjössi vitleysingur,  elsta barnið,  14 ára.  Bjössi er enginn vitleysingur.  Hann er aðeins kallaður það til aðgreiningar frá öðrum Bjössa.  Það er hrútur sem þykir líkur Bjössa vitleysingi í framan.  Sami sauðarsvipurinn.  Bjössi vitleysingur er reyndar ekkert gáfumenni.  En hann er duglegur að gefa hænunum og lesa fyrir þær upp úr Biblíunni.
.
  Að afloknum morgunverði gefur bóndinn fyrirmæli um að allir haldi sig innan dyra á meðan þeir Bjössi vitleysingur hleypi kúnum út.  Loka skuli gluggum og læsa útidyrahurð með lykli.
  Feðgarnir fara út í fjós.  Bóndinn lætur vatn renna í fötu.  Hann fer með stutta bæn og signir vatnið. 
  Bjössi vitleysingur spyr hvort að þeir eigi ekki að fá prestinn til að vígja vatnið.
  "Ertu band brjálaður?"  æpir bóndinn skrækróma af æsingi.  "Presturinn er trúvillingur.  Hann gengur á vegum djöfulsins.  Hann mun brenna að eilífu í vítislogum.  Hann mun kveljast hroðalega.  Það er gott á hann.  Aðeins við í svart-hvítasunnusöfnuðinum erum hólpin.  Okkar bíður þúsund ára sæluríki og við fáum reykta sviðakjamma og Nóa konfekt á hverjum degi."
  Bóndanum þykir fátt betra en reykt svið og Nóa konfekt.  Sælubros færist yfir andlitið á honum.  Svo verður hann skyndilega aftur reiðilegur á svip og heldur áfram:  "Það var presturinn sem kom um árið af stað lygasögu um að ég væri með vatnshöfuð.  Síðan horfa sumir skringilega á mig.  Ég varð að hringja í sjónvarpsdagskrárblaðið og kaupa auglýsingu um að ég væri ekki með vatnshöfuð.  Auglýsingin gerði illt verra.  Þegar blaðið kom út stóð í auglýsingunni:  "Bóndinn í Litla-Koti er ekki með fast höfuð."  Símasambandið var ekki betra en þetta.  Auglýsingasnatinn misheyrði það sem ég sagði.  Blessaður drengurinn.  Þetta er kaupstaðabarn.  Þau misheyra allt.  Næst þegar ég hitti prestinn úti á bensínstöð sagðist hann vera með skrúfjárn í bílnum ef ég vildi herða á lausu skrúfunni.  Ég sagði honum að spara brandarana þangað til hann hefði efni á þeim.  Svo sá ég hann fyrir mér emjandi og gólandi af kvölum þegar hann brennur í vítislogum.  Þá hló ég svo hátt að fæturnir svignuðu undan mér.  Ég varð að skríða á fjórum fótum inn á bensínstöðina til að borga fyrir bensínið.  Þetta var svo skemmtileg tilhugsun að ég varð að skríða aftur á fjórum fótum út í bíl."
.
  Bóndinn bætir bæn við yfir vatnsfötuna.  Svo sækir hann vatn í lófann og smyr því yfir höfuð kúnna.  Því næst ber hann vatnið á dyrakarminn.  Hann nuddar einnig niðurskornum hvítlauk á karminn og útskýrir fyrir Bjössa vitleysingi:
  "Það er hér við dyrnar sem djöfullinn ræðst til atlögu."
  Loks kallar bóndinn:  "Leystu nú fremstu kúna og stuggaðu henni úr básnum.  Um leið og hún er komin út úr húsi skaltu loka dyrunum og halda þig innan dyra.  Ég ræðst á djöfulinn og sýni honum í tvo heimana."
.
  Bjössi vitleysingur hlýðir í hvívetna.  Þegar hann hefur skellt dyrunum í lás horfir hann út um glugga á kúna fara í loftköstum á hlaðinu og skvetta upp afturendanum.  Bóndinn hleypur að kúnni með járnkall reiddan til höggs.  Hann lemur járnkallinum nokkru sinnum af alefli í höfuð kýrinnar.  Um leið hrópar hann:  "Í Jesú nafni skipa ég þér djöfull að yfirgefa kúna.  Komdu þér í burtu,  segi ég!  Vertu feginn að flýja,  heigull!"
  Það er eins og við manninn mælt.  Allt dettur í dúnalogn.  Kýrin lætur af rassaköstum,  hristir höfuðið ringluð og skjögrar dösuð löturhægt úr hlaði.
.
  Sama atburðarás endurtekur sig við hinar þrjár kýrnar.  Bjössi vitleysingur kemur út á hlað þegar síðasta kýrin er að skjögra af hlaðinu.  Bóndinn er kominn í gott skap.  Hann geislar af gleði, hamingju og stolti:  "Þetta hafðist með hjálp Jesú.  Djöfullinn reynir ekki aftur að taka sér bólfestu í kúnum í sumar.  Ég fór illa með hann.  Kýrnar eru fljótar að byggja upp varnarkerfi skrokksins hérna úti í súrefnisríku sumarloftinu og safaríku grasi.  Ég notaði líka nýtt trix núna.  Sérðu:  Ég sargaði hérna kross á járnkallinn.  Djöfullinn fékk ekki aðeins járnkall í hausinn heldur lúbarði ég hann einnig með krossi."   
.
.
kýr með farangur
------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
.
 - Skóbúð
 - Álfar
.
- Bóndi og hestur
.
.
 - Gömul hjón
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1098829/
.
 - Hnefaleikakeppni aldarinnar:
.
 - Peysuklúbburinn
.
 - Vinalegur náungi:
.
 - Gamall einbúi
.
- Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiðum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miðaldra maður:
.
- Leyndarmál stráks:
.
 

Óhuggandi sértrúarsöfnuður

  Íslendingar hafa löngum undrast tíð grátköst þátttakenda í bandarískum raunveruleikasjónvarpsþáttum.  Táraflóðið í þeim þáttum kemst þó hvergi með tær þar sem n-kóreskir grátkórar hafa hæla þessa dagana.  Við fráfall Kims Jong-il,  leiðtoga landsins,  hefur gripið um sig óhemjuleg móðursýki.  Þegnarnir hágráta örvilnaðir.

  Vegna einangrunar frá umheiminum,  stöðugrar innrætingar (heilaþvottur),  ofurstrangrar ritskoðunar og allskonar bulls eru íbúar N-Kóreu 20 milljón manna sértrúarsöfnuður.  Öfgafullur sértrúarsöfnuður þar sem guðirnir eru Kim-feðgarnir.  Söfnuðurinn trúir því að þegar Kim Jong-il fæddist þá hafi 2 eða 3 regnbogar myndast yfir heilögu fjalli, allir fuglar heims tekið upp á því að syngja á kóresku;  skær leiðarstjarna hafi birst á himni.  Hún leiddi 3 vitfirringa úr austri að hrörlegum bjálkakofa.  Þar lá í einskonar jötu nýfæddur Kim Jong-il.  Vitfirringarnir færðu honum reykelsi,  myrru og bull að gjöf.

   Skömmu síðar og fram á dauðadag gerði Kim Jong-il fátt annað en drekka koníak og stríplast.  Þess á milli horfði hann á hluti.  Það eru til heilu ljósmyndasöfnin sem sýna myndir af honum horfa á hluti.  Allt frá skóm til sólgleraugna.  Á hátíðisdögum horfði hann á kvikmyndir um Rambó.  Þannig að ekki var kvikmyndasmekkurinn góður.  Hinsvegar samdi hann flestar eða allar bestu óperur heimssögunnar.  Fyrir örfáum árum fann hann upp spennandi skyndibita.  Rétturinn er svo einfaldur að allir geta matreitt hann:  Fyrst er hamborgarakjöt steikt beggja vegna.  Síðan er það lagt á hamborgarabrauð.  Hamborgarasósu er sprautað yfir og efri sneið hamborgarabrauðsins lögð ofan á.  Kosturinn við þennan byltingarkennda skyndibita er sá að hvorki þarf að brúka hníf né gaffal.  Það sparar uppvask.

  Kim fann einnig upp hátíðarútgáfu af þessum nýja rétti.  Hún er ekki fyrir almenning.  Aðeins fyrir útvalda sem komast yfir ferskt grænmeti og fleira.  Í hátíðarútgáfunni er einnig tómatsósa,  sinnep,  tómatar,  hrár laukur,  steiktir sveppir,  paprika og salatblað.  Hér er opinbera ljósmyndin af hátíðarréttinum:

Kims borgari

Alþýðurétturinn er ekki síður girnilegur.  Galdurinn felst í því að bruðla ekki með hamborgarasósuna og fara sparlega með kjötið. 

alþýðuborgari   

  Því hefur verið spáð í n-koreskum fjölmiðlum að þessi frumlegi skyndibiti Kims eigi eftir að njóta vinsælda utan N-Kóreu.

  Um daginn kynntist ég í Noregi s-kóreskum fyrrverandi hermanni.  Hann stóð á sínum tíma vakt á landamærum kóresku ríkjanna.  10 metrar skilja landamæravörsluna að.  Hann kynntist ágætlega n-kóresku hermönnunum og átti vinsamleg samskipti við þá.  Þó eru nú einhver átök þarna á milli án þess að umræddur flæktist inn í það.  Hann kynntist aðeins glaðværu hlið á varðstöðunni.  Hermenn beggja liða göntuðust og grínuðust í léttum nótum og varð vel til vina.  Enda áttu sumir ættingja hinu megin víglínunnar. 

  Þessi kunningi minn fór meðal annars í fjallaferð með n-kóreskum hermönnum þarna við landamærin.  Þetta var skemmtiferð á sama tíma og knattspyrnulið þeirra öttu kappi á,  ja,  gott ef ekki Ólympíuleikum eða heimsmeistarakeppni eða eitthvað svoleiðis.  N-kóreska liðið koltapaði.  N-kóresku hermennirnir brustu í grát.  Þeir hágrétu.  S-kóresku hermennirnir reyndu að útskýra fyrir þeim að þarna væri aðeins um léttan samkvæmisleik að ræða.  Skemmtunin gengi út á að vera með og hafa gaman af.  Úrslitin væru aukaatriði.  Huggunarorðin náðu ekki í gegn.  Þeir n-kóresku voru óhuggandi.  Það var ofar þeirra skilningi að margblessað knattspyrnulið þeirra gæti farið halloka í fótboltaleik.

  Annað:  Kóreski drengurinn keðjureykti Kent sígarettur.  Á fílter sígarettnanna er táknmynd af lykli.  Til að hægt sé að reykja sígaretturnar þarf að bíta fast í lykilinn.  Þá heyrist smellur.  Án þess að rjúfa læsinguna er ekki hægt að reykja sígarettuna.  Þetta er til þess að ungir óvitar geti ekki reykt sígaretturnar.  Sinn er siður í hverju landi.

  Til gamans má geta að kóreski kunningi minn hefur verið ólatur við að senda mér í tölvupósti ljómandi skemmtilegt kóreskt pönkrokk og dauðarokk.

kim jung-ilkim jong il+jón ÓttarJesus

Fiskurinn var svooona stór!

 

.


mbl.is Kim Jong-il látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég styð Guðrúnu Ebbu

  Vissulega er allt heila dæmið um barnaníðinginn og kynferðisofbeldismanninn Ólaf Skúlason dapurlegt frá A- Ö.  Sonur hans,  Skúli,  reyndi að bera í bækifláka fyrir kallinn í Kastljósi í kvöld.  Málflutningur hans var eins og hljómlaus bjalla.
.
 - Skúli kannaðist ekki við andlegt ofbeldi og kúgun af hálfu Ólafs.  EN:  Orðrétt sagði Skúli:  "Okkar heimili var afskaplega hefðbundið.  Það voru vissulega átök, eins og gengur, en það voru átök..."
.
  Nú hef ég ekki samanburð við mörg heimili.  Á mínu æskuheimili voru aldrei átök.  Foreldrar mínir voru alltaf samstillt/ir og aldrei nein átök. Ég ólst upp við glaðvært og átakalaust heimilislíf og tel líklegra að það sé "afskaplega hefðbundið".
.
  Skúli sagði enn fremur um heimilislifið:  "Fólk svaraði fyrir sig.
 .
   Þessi setning segir töluvert um andrúmsloftið á heimilinu og staðfestir í raun lýsingu GE á því.
  Skúli kannast ekki við einkasalerni föður síns.  Segir það hafa verið gestaklósett.  Þar hafi kallinn geymt tannbursta sinn og rakáhöld.  Það dót hefur þá væntanlega verið ætlað gestum, eins og salernið.
  Er það svo á gestasalernum almennt, að þar geymi húsbóndinn tannbursta og rakáhöld handa gestum?
.
 GE lýsti í bók sinni yfir 10 ára tímabili tengdu þessu "gestasalerni".  10 ár.  Já.  Skúli er 12 árum yngri en GE.  Hann kannast ekkert við í þeirri frásögn.  GE var 13 ára þegar Skúli var 1 árs og 14 ára þegar Skúli var 2ja ára.  Og hann varð einskis var.
.
  Skúli telur minningar GE byggja á einhverju sem einstaklingur á miðjum aldri hefur orðið fyrir miklu áfalli.  Já,  hvað olli því áfalli?
.
  Skúli tekur ekki afstöðu til ásakana fjölda kvenna á hendur Ólafi.  Rökin:  Hann var ekki á staðnum.  Hann var ekki vitni.  Skúli tekur hinsvegar afstöðu gegn ásakökunum GE. Samt var hann ekki heldur viðstaddur þá atburði.
.
  Skúli viðurkennir þó að hann geti ekkert útilokað að ásakanir kvennanna eigi við rök að styðjast. "Ég veit það ekki,"  var svar hans.
.
  Skúli segist ekki vilja verja föður sinn fyrir hverjum þeim ásökunum sem á hann eru bornar:  "Hverju lýsir Sigrún Pálína?  Þetta er káf.  Þetta er kvensemi. Þetta er tilraun til einhverrar tilraunar til algjörlega óeðlilegrar athafna. Hún lýsi því að hún hafi ekki haft áhuga á því að taka þátt í þessum ógeðfellda leik og þá hafi hún komist undan. Hann hafi hætt."
.
  Þannig lýsir Skúli því sem Sigrún Pálína og Sigmar Guðmundsson kalla réttilega nauðgunartilraun.  Sigrún þurfti að slást við árásarmanninn af öllum kröftum til að verjast nauðgunarárásinni.  Káf og kvensemi er allt annað en nauðgun.  Allt allt annað.
.
  "Þetta er eðlis ólíkt barnaníði,"  segir Skúli.  Jú,  vissulega er nauðgunarárás gagnvart fullorðinni konu eðlis ólíkt barnaníði.  En samt.  Þegar um sama geranda er að ræða snýst þetta allt um að beygja fórnarlamb undir sig með kynferðisofbeldi.
.
  Skúli heldur sig við að í grundvallaratriðum sé kynferðisleg áreitni föður síns gagnvart 13 ára til fullorðinna manneskja ólík barnaníði.  Humm.  Jú,  kannski.  Jú,  eins og barnaníð er ólíkt öðru kynferðisofbeldi.  Það er stigsmunur varðandi hvert aldursár fórnarlambs.  Eða þannig. En ekki eðlismunur.
.
 kalli & kó

Guðrún Ebba er hetja! Karl getur ekki setið áfram sem biskup

  Sjónvarpsviðtal Þórhalls Gunnarssonar við Guðrúnu Ebbu var átakanlegt og áhrifamikið.  Þórhallur sýndi sínar bestu hliðar sem góður sjónvarpsmaður:  Ágengur en nærfærinn og hélt sig við kjarna málsins.  Guðrún Ebba er hetja.  Þetta er stórt skref sem hún hefur stigið með því að segja alþjóð frá því skrímsli sem faðir hennar var;  margkrossaður frímúrari og biskup.  Æðsti embættismaður íslensku ríkiskirkjunnar. 

  Guðrún Ebba útskýrði mjög vel í hvaða stöðu fórnarlamb barnaníðs og annars heimilisofbeldi er.  Viðtalið á erindi inn í skólastofur landsins.

  Verri er hlutur núverandi biskups,  Karls Sigurbjörnssonar.  Hann kaus að stinga undir stól erindi Guðrúnar Ebbu.  Hann sat á því í hálft annað ár.  Reyndi þöggun í þessu alvarlega glæpamáli.  Það var ekki fyrr en DV tók málið upp sem erindi Guðrúnar Ebbu var dregið undan stóli Karls.  Karl hélt áfram að reyna að humma málið af sér.  Og hlóð lofsorðum á barnaníðinginn í millitíðinni.

  Er Karli stætt á að sitja áfram sem biskup eins og ekkert hafi í skorist?  Er hann það sáttur við sína framgöngu?  Eða er hann maður til að sýna fórnarlömbum kynferðisglæpamannsins samstöðu og samúð með því að viðurkenna embættisafglöp sín og segja af sér?

KarlGeirOlafur

www.stigamot.is

www.aflidak.is

www.drekaslod.is

www.solstafir.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband