Guðrún Ebba er hetja! Karl getur ekki setið áfram sem biskup

  Sjónvarpsviðtal Þórhalls Gunnarssonar við Guðrúnu Ebbu var átakanlegt og áhrifamikið.  Þórhallur sýndi sínar bestu hliðar sem góður sjónvarpsmaður:  Ágengur en nærfærinn og hélt sig við kjarna málsins.  Guðrún Ebba er hetja.  Þetta er stórt skref sem hún hefur stigið með því að segja alþjóð frá því skrímsli sem faðir hennar var;  margkrossaður frímúrari og biskup.  Æðsti embættismaður íslensku ríkiskirkjunnar. 

  Guðrún Ebba útskýrði mjög vel í hvaða stöðu fórnarlamb barnaníðs og annars heimilisofbeldi er.  Viðtalið á erindi inn í skólastofur landsins.

  Verri er hlutur núverandi biskups,  Karls Sigurbjörnssonar.  Hann kaus að stinga undir stól erindi Guðrúnar Ebbu.  Hann sat á því í hálft annað ár.  Reyndi þöggun í þessu alvarlega glæpamáli.  Það var ekki fyrr en DV tók málið upp sem erindi Guðrúnar Ebbu var dregið undan stóli Karls.  Karl hélt áfram að reyna að humma málið af sér.  Og hlóð lofsorðum á barnaníðinginn í millitíðinni.

  Er Karli stætt á að sitja áfram sem biskup eins og ekkert hafi í skorist?  Er hann það sáttur við sína framgöngu?  Eða er hann maður til að sýna fórnarlömbum kynferðisglæpamannsins samstöðu og samúð með því að viðurkenna embættisafglöp sín og segja af sér?

KarlGeirOlafur

www.stigamot.is

www.aflidak.is

www.drekaslod.is

www.solstafir.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Karl heldur sig enn við að Ólafur sé saklaus því ekki sé sannað að hann hafi gert eitthvað rangt. Um leið er hann að segja að hann trúi ekki Guðrúnu. -  Auðvitað ætti kirkjan að finna leið til að setja Ólaf út af sakramentinu post mortum, ógilda embættisverk hans eins og mögulegt er og láta skila aftur orðunum sem hann hlaut fyrr störf í þágu kirkjunnar. - Síðan ætti Biskup að biðja fórnarlömb Biskups formlega afsökunar og greiða þeim veglegar skaðabætur. Eins ætti Biskup að biðja þjóðina afsökunar bæði á framferði Ólafs og sjálfs sín og segja svo af sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.10.2011 kl. 23:43

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum Karls og kirkjunnar eftir þetta viðtal.

hilmar jónsson, 9.10.2011 kl. 23:48

3 identicon

Karl er óbifanlegur, það mun ekkert gerast.

Jóhanna (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Jens Guð

  Svanur,  það hefur verið ömurlegt að fylgjast með viðbrögðum Karls við upplýsingum um kynferðsglæpamanninn Ólaf Skúlason.  Ég tek undir öll þín orð.

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 00:41

5 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  Karl "stingur höfðinu í steinninn".   Sannaðu til.  Hann mun humma og tjá sig í þokukenndum klisjum, eins og hann hefur gert hingað til.  Blaðra um að þetta sé erfitt mál og eitthvað svoleiðis bull.

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 00:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Jóhanna,  ég óttast að þú hafir rétt fyrir þér.  Hinsvegar stendur dæmið núna upp á þá sem veita Karli umboð til að gegna æðsta embættis ríkiskirkjunnar.  Embætti sem er bert að þöggun yfir grófu barnaníði.

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 00:48

7 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Ef að sagan þessi öll væri efni í Amerískri bíómynd þá hefði maður slökt á sjónvarpinu og sagt um hana ,,djöfulsins vittleisa er þetta,, þessi saga er svo mjög súrelísk og ótrúleg...ég vona bara að eftirlifendur öðlist sálaró og geti lifað sem eðlilegast eftir öll þessi ósköp...Guð blessi þau.

kv

Óli

Ólafur Ólafsson, 10.10.2011 kl. 06:49

8 identicon

Þeir eru allir saklausir, öll kirlkjan er saklaus; Það eina sem þarf í kristni til að uppskera sakleysi er að kyssa rassinn á Sússa og iðrast; BANG Saklaus.
Þeir einu sem eru ekki saklausir eru menn sem skopast með Gudda/Sússa, og eða trúa ekki galdrabókinni.

Það er ekki að ástæðulausu að sumir kalla Gudda mafíuboss; Minnir mig á það, er ekki ógeðfelt að biðja guð að blessa fórnarlömb.. ef guð er til þá stóð hann bara hjá og horfði á, gerði ekkert. Það er að vera samsekur, að biðja slíka veru um að blessa fórnarlömb er eins og að biðja geranda um það,

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 07:39

9 Smámynd: Dísa Dóra

Guðrún Ebba er ein af mínum stóru fyrirmyndum og svo sannarlega ein af HETJUNUM mínum.

Hef lengi verið reið vegna framkomu biskups í hennar garð.  Verður fróðlegt að sjá hvort hann taki á sig ábyrgð síns afskiptaleysis í hennar garð.  

 Sé að þú setur inn slóðir á 3 aðila sem aðstoða þolendur ofbeldis en það vantar þarna eins og  http://www.solstafir.is/

Dísa Dóra, 10.10.2011 kl. 08:01

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir orð Hilmars það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.  Það stendur upp á þá sem veita Karli umboð sitt til biskups að setja hann af og ónýta embættisverk barnaníðingsins, og fyrst af öllu taka niður þessa fjandans mynd af honum sem trónir hér fyrir ofan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 09:06

11 identicon

Þið skulið samt ekki horfa skammt, þið skuluð áttta ykkur að að níðingar eru regla frekar en undanteking í trúarbrögðum.

Ef þið segið mig fara með rangt mál, þá bið ég ykkur bara að skoða okkar litla land, skoða hversu trúarhópar hafa komið oft við sögu hér á þessu litla skeri; Skoðið svo á heimsvísu þá munið þið sjá að þetta er einmitt plága á heiminum.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:13

12 identicon

Sóðaskapur gagnvart börnum er eitthvað sem aldrei má eiga sér stað, það er bara þannig.  Það sem ég skil ekki er hvað kirkjan, sem stofnun eða fyrirbæri, er að skipta sér af því hvort að starfsmenn hennar brjóta gegn börnum.  Þá á ég við það að kirkjan er búin að setja sig á dómstól og telur sig eiga að hafa eitthvað um það að segja hvað verður um þá sem brjóta lög.  Það getur varla verið hlutverk kirkjunnar.

Haraldur (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 09:47

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst að Karl eigi að víkja og það strax, reyndar sé ég ekki ástæðu fyrir þessum vegtyllum innan kirkjunnar, löngu úrelt, það nægir að hafa presta. Guðrún er hetja í mínum augum og svona nokkuð má ekki gerast en gerist því miður allt of oft, þessvegna má ekki gefa dauðlegum mönnum of mikið vald.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2011 kl. 11:41

14 identicon

Það er eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér í þessu ömurlega máli, og það er það af hverju Karl biskup ætti að skipta sér af þessu máli og kirkjan..??. Er þetta ekki bara fjölskyldu mál...??, hvar kemur kirkjan inní þetta???. Ég veit að kallinn var biskup, en kemur það nokkuð málinu við í máli Guðrúnar Ebbu..??.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 11:55

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú spyrð eins og barn Helgi.  Heila málið snýst um það að Karl stakk bréfi Guðrúnar Ebbu undir stól og gerði ekkert í málin hennar fyrr en DV tók það upp.  Þ.e.a.s. fyrir utan reynslu og sársauka hennar, þá brást biskupinn algjörlega sem á að heita yfirsálusorgari kristins safnaðar og þjóðkirkjunnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 12:09

16 identicon

Helgi er með mjólkurskegg og bleyju + líklega með mynd af Jesú fyrir ofan rúmið sitt;

Menn þurfa að vera ansi þjáðir og þröngsýnir til að sjá ekki að þetta mál er langt því frá að vera fjölskyldumál, að auki eru fórnarlömb biskups/kirkjunnar ekki bara í fjölskyldu barnaníðingsbiskups.

Kirkjan var jafnmikill þátttakandi í þessum nauðgunum og ofbeldi og biskup sjálfur.. hver sá sem hafnar því er einnig þátttakandi málinu.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 12:25

17 identicon

Mér finnst Helgi ekki spyrja eins og barn, að mínu mati tekur hann bara skakkan pól í hæðina.  Málið er að barnaníð varðar við lög og þess vegna eiga yfirvöld að skipta sér af því.  Sá sem er sekur um að hylma yfir með glæpamönnum, í þessu tilviki barnaníðingi, er samsekur.  Kirkjunni sem stofnun eða fyrirbæri kemur málið ekkert við í sjálfu sér, þetta er lögreglumál.

Haraldur (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 12:37

18 Smámynd: Dexter Morgan

Já, ég spyr nú eins og fleiri, afhverju er þetta ekki orðið að lögreglumáli fyrir löngu. Hvar er Bragi og Barnaverndarstofa. Ætli yfirmaður kynferðisofbeldis hjá Ríkislögreglustjóra finnist að hún; (Guðrún Ebba), hafi kannski "boðið" upp á þetta og eigi því sökina sjálf.

Ég meina, ef það gæfi sig fram einhver maður í dag og segðist hafa drepið Geirfinn, myndi löggan mæta "med de samme" og handtaka hann og ransaka málið. Afhverju er löggan ekkert að gera í þessum málum. Afhverju er kirkjan látin "rannsaka" sjálfa sig. Eru allar löggurnar aldar upp í Guðsótta og góðri trú og þora ekki að hjóla í þessa "háu" herra.

Dexter Morgan, 10.10.2011 kl. 15:25

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

og fyrst af öllu taka niður þessa fjandans mynd af honum sem trónir hér fyrir ofan.

Ég verð að vera ósammála þessu - mér finnst að þess í stað ætti að hengja upp skilti með stuttu yfirliti yfir málið, starfsmönnum embættisins til áminningar og háðungar. Það er allt of billega sloppið ef þeir fá bara að afneita karlinum; hann var þeirra, og ekkert of gott fyrir þá að muna það hvern þeir hófu til metorða.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.10.2011 kl. 17:30

20 Smámynd: Jens Guð

  Ólafur,  ef gerð verður kvikmynd um Ólaf Skúlason verður það hryllingsmynd,  bönnuð innan 18.

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 22:32

21 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ásthildur stakk Karl  bréfinu undir stól?   Í þessu máli sannast að enginn les í viðurstyggilegt eðli glæpamanns,jafnvel þó vinni með honum.  Ég gæti trúað að presturinn minn,hann sr. Árni Pálsson,sem studdi Ólaf með ráðum og dáð í biskupskjörinu,hafi ekki trúað sínum eigin eyrum,er frétti af athæfi hans. Nafni minn Rúnar,þú satt segir,bæti þá við að málið snýst ekki um persónu Karls biskups.   

Helga Kristjánsdóttir, 10.10.2011 kl. 22:40

22 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#8),  vissulega hafa ótal barnaníðsmál og annað kynferðisofbeldi komið upp í trúfélögum út um allan heim.  En svoleiðis mál eru ekki alfarið bundin við trúfélög.

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 22:41

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eða setti það ofan í skúffu Helga mín það hefur komið fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 22:42

24 Smámynd: Jens Guð

  Dísa,  bestu þakkir fyrir að benda á Sólstafi.  Ég brá við skjótt og bætti vefslóð Sólstafa inn í færsluna.

  Ég sá á fésbók að þú þekkir mína elskulegu systir,  Sæunni.  Gaman að því.   

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 22:46

25 identicon

Guðrún Ebba er hetja? Af hverju kom hetjan ekki fram með söguna áður en kallinn drapst? Tek það fram að ég veit ekkert ógeðslegra en barnaníðinga en mér finnst skitalikt af þessu öllu og saga hennar i meira lagi ótrúverðug...

Casado (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 22:49

26 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#10),  myndin er táknræn.  Hún segir mikið um Karl.  Þrátt fyrir allar hans upplýsingar um Ólaf sem kynferðisglæpamann og barnaníðing þá þótti Karli sómi að því að hafa uppi á vegg hjá sér á biskupsstofu þessa stóru mynd af óþokkanum.  Mér skilst reyndar að búið sé að taka myndina niður.  En það var ekki fyrr en eftir að fjölmiðlar vöktu athygli á þessu ótrúlega smekkleysi Karls.  

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 22:55

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem sagt enn og aftur þurfti fjölmiðlaumfjöllun til að koma karlinum á rétta braut, sem sagt algjör bjöllusauður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 22:58

28 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#11),  án þess að ég hafi tölur þá eru einhver trúfélög á Íslandi (og áreiðanlega víða um heim) blessunarlega laus við kynferðisofbeldi.  Það hefur ALDREI neitt slíkt dæmi komið upp í Ásatrúarfélaginu (sem ég er í).  Samt er það frekar fjölmennt félag.  Ætli við séum ekki 1500 eða 1600 eða eitthvað svoleiðis.  Ég veit ekki til að dæmi af þessu tagi hafi komið upp í Háóða söfnuðinum.  Þó kom Ágúst Magnússon þar lítillega að fermingarfræðslu eitt árið án þess að vitað sé að sá frægi barnaníðingur hafi brotið gegn neinum í það skiptið.   

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 23:04

29 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur (#12),  þessar vangaveltur þínar eru réttmætar.  Kynferðisglæpi á að kæra til lögreglu og fara með þá eins og aðra glæpi dómstólaleið.  Hinsvegar er það svo að sum fórnarlömb kynferðisglæpa kjósa að tekið sé á þessum málum innan síns safnaðar eða stofnunar.  Einkum kannski þegar um fyrndan glæp er að ræða.  Það getur ekki verið annað en gott að trúfélög,  aðrar stofnanir og fyrirtæki hafi innan sinna vébanda eitthvað batterí sem getur tekið við erindum fórnarlamba þegar dómsstólaleið er ekki fær.

  Í tilfelli Guðrúnar Ebbu óskaði hún eftir áheyrn kirkjuráðs til að upplýsa það um hvern mann faðir hennar hafði að geyma.  Meðal annars vegna þess að ríkiskirkjan var að vandræðast með ásakanir fjölda kvenna um að Ólafur Skúlason hefði brotið á þeim.  

Jens Guð, 10.10.2011 kl. 23:17

30 identicon

Auðvitað eru svona mál ekki bundin við trúfélög; Trúfélög bera samt höfuð og herðar yfir allt annað þegar kemur að svona afbrotum.  Og alltaf sér maður sömu gömlu viðbrögðin hjá fólki: Gvöð minn góður, ekki presturinnm, guðsmaðurinn getur ekki hafað gert þetta. Allur söfnuðurinn jafnvel í átaki, safna peningum og alles til að verja prestana.

En það er eiginlega bara ein spurning: Hvar var guð, hvar er guddi þegar þetta er að gerast í gegnum áratugi; Þúsundir barna á einu svæði nauðgað af prestum; Hvar er guð?
Það er náttlega ekki neinn guð, bara prestar/trúboðar og galdrabækur; Thats why

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 07:44

31 identicon

Virkilega viðurstyggilegt, þegar einstaklingar notfæra sér svona mál til að gefa skoðunum sínum meira vægi. Það er eiginlega svo viðurstyggilegt að það geta engin orð lýst því. Þannig veruleikafyrring gerir engum gott.

Karl hefði getað tekið þetta mál upp og hlustað, sem hann og gerði. Hvað átti hann að gera? Ef hann hefði svarað henni, þá væri hann að segja að þetta kæmi honum eitthvað við, sem það gerir ekki á NOKKURN HÁTT.

Hefur hann leyfi til að leika einhvern höggpúða fyrir Guðrúnu??

Af hverju er þetta farið að snúast um Karl Sigurbjörnsson? Ég þekki manninn ekkert, og hef í sjálfu sér ekkert um hann að segja,en ég skil þetta bara ekki.

Flestir hafa talað svona hérna. Þannig er það bara.

Svona mál koma alveg jafn mikið upp í öðrum stofnunum á vegum ríkisins, félagasamtökum o.s.frv. Bara í t.d. Heyrnleysingjaskólanum eru málin að verða eitt hundrað.

Þetta mál tengist ekki einu sinni kirkjunni?? ,nema að því leyti að gerandinn var æðsti yfirmaður hennar(þá langt eftir brotin), og einnig var hann líklega níðingur áður en hann gerðist prestur.

Málið er að samfélagið sem slíkt vill ennþá stinga hausnum í sandinn með þessi mál, og stofna til galdrabrennu.

HÖFUM VIÐ EKKERT LÆRT? VAKNIÐ!!

Hannes G (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 17:15

32 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  ég tek undir hvert þitt orð.

Jens Guð, 11.10.2011 kl. 21:28

33 Smámynd: Jens Guð

  Helgi Rúnar,  fjöldi kvenna kvartaði við presta og fleiri undan kynferðisofbeldi Ólafs Skúlasonar.  Prestarnir tóku erindunum illa,  það er að segja klaufalega.  Þeir reyndu þöggun.  Þeir reyndu að fá konurnar til að sættast við biskupinn.  Þeir reyndu að leika á konurnar. 

  Guðrún Ebba vildi upplýsa núverandi biskup og kirkjuráð um það kynferðisofbeldi sem faðir hennar hafði beitt hana frá barnsaldri til fullorðins ára.  Guðrún Ebba taldi réttilega að þessar upplýsingar myndu styðja við frásagnir annarra fórnarlamba Ólafs.  Og einnig vildi Guðrún Ebba koma þessum upplýsingum á framfæri til að annar eins glæpamaður og Ólafur yrði ekki aftur leiddur í æðsta embætti íslensku ríkiskirkjunnar.  

  Barnaníð og annað kynferðisofbeldi má alls ekki þagga niður og stinga undir stól á forsendum þess að ofbeldismaðurinn tengist fórnarlambi fjölskylduböndum.  ALLS ALLS EKKI.  Ekki fremur en morð eða aðrir alvarlegir glæpir.     

Jens Guð, 11.10.2011 kl. 21:46

34 identicon

Hvernig Jens rembist við að finna einhvern "flöt" á þessu máli er ekkert minna en átakanlegt!! Þetta er orðið vandræðalegt.

Hannes G (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 22:57

35 identicon

Hannes, Hvað er að? Ertu að segja að Kirkjan og Karl hafi ekki reynt að hylma yfir kynferðisbrot gegn börnum? Að hún hafi ekki tekið mikilvægi mannorð kirkjunnar yfir verndun barnanna okkar? 

Kristófer (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 23:55

36 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#15),  dæmið var þannig að Guðrún Ebba setti sig í samband við Karl og gerði honum grein fyrir því að pabbi hennar væri barnaníðingur.  Karl bað hana um að senda sér skriflegar upplýsingar um þetta.  Það gerði Guðrún Ebba.  Það var þetta bréf sem Karl lét ekki skrá og stakk undir stól.  Hann sat á þessu bréfi þrátt fyrir að Guðrún Ebba fylgdi málinu eftir í tvígang með tölvupósti.  Það var ekki fyrr en DV komst í málið sem bréfið var dregið undan stóli Karls.  Hálfu öðru ári eftir að Guðrún Ebba sendi Karli bréfið. 

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 00:06

37 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#16),  ég verð að kvitta undir þessi orð þín.

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 00:07

38 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur (#17),  rétt hjá þér.

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 00:09

39 identicon

Kristófer,

Maður veltir því fyrir sér hvort þú sért raunverulega að meina þetta sem þú segir??...já maður er virkilega hugsi yfir því, hvort þú sért svona virkilega veruleikafyrrtur. Ef Karl hefði viljað hylma yfir þetta, þá hefði hann einfaldlega hlustað á Guðrúnu, og hún hefði ekki haft ástæðu til að koma með þetta í dagsljósið, en þú ert bara svo djöfull illa innrætt helvíti, eða svona andskoti vitlaust að þú fattar það ekki. Auk þess þá gerðist þetta fyrir 40 árum, og kom kirkjunni ekki beint við þá, og ekki núna. Drullaðu því inn í þetta ótrúlega þykka höfuð þitt.

Viðbjóðslegt að sjá síðan þessar hálfkveðnu vísur "spyrjenda" hérna, og síðan Jens lepja viðbjóðinn eftir því. Allt sem fer fram á þessari síðu er skítur og viðbjóður, og fólki er svo drullusama..........hreinlega magnað.

Að nota síðan 40 ára gamalt ofbeldismál til að kom höggi á eitthvað sem það trúir ekki eða fólk sem því er illa við.......er svo viðurstyggilega ótrúlega mikill aumingjaháttur, og eiginlega allt það versta sem hægt er að finna í mannlegu eðli, að maður getur ekki annað en ælt og ælt og ælt.

Þið eigið ykkur ekkert líf.

Hannes G (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 03:03

40 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 "Ef Karl hefði viljað hylma yfir þetta, þá hefði hann einfaldlega hlustað á Guðrúnu, og hún hefði ekki haft ástæðu til að koma með þetta í dagsljósið,"

Þetta er furðuleg afstaða. Ef ekki væri fyrir orðbragðið á "Hannesi" þá gæti maður haldið að hér væri á ferðinni kaþólskur prestur.

En þess ber þó að gæta að meira að segja páfinn hefur gengist við ábirgð kaþólsku kirkjunnar á barnaníði þjóna hennar sem er meira en hægt er að segja um íslenski biskupana, leiðtoga íslensku evangelísku lútersku þjóðkirkjunnar.

Þetta mál er algjörlega samofið kirkjunni sem stofnun. Ólafur hefði aldrei komist upp með þetta ef hann hefði ekki verið svona duglegur að klifra metorðastigann innan hennar. - Kirkjan og metorðin voru hans yfirvarp og skjól. - Í krafti valds síns framdi hann glæpi sína og  kirkjunnar menn flestir, svo og ráðamenn þjóðarinnar, neituðu að trúa einhverju misjöfnu upp á hann. - Þeir bera því þunga ábirgð sem þeir ættu að gangast við.

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.10.2011 kl. 08:35

41 identicon

Hannes er hugsanlega biskup.. eða kannski leppur hans :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 09:35

42 identicon

Svanur,

Ennþá er rembst við að finna einhvern viðkvæman flöt á málinu. Fólk er svo gjörsamlega komið út í hött að það er virkilega sorglegt.

Hvað er furðulegt við afstöðu mína. Þú heldur fram að vísvitandi hylming hafi veirð í gangi. Þá segi ég, ef svo var, þá af hverju hlustaði Karl þá ekki á þetta mál, og líklega hefði Guðrún fengið þá áheyrn sem hún bað um, og verið sátt. Hún fékk náttúrulega áheyrn, en væntanlega hefur hann talið að mál sem voru 40 ára gömul, kæmu biskupsembættinu ekki beint við. Hvað átti maðurinn að gera. Afbrotamaðurinn var látinn. Brotinn gerðust ekki innan kirkjunnar.

Var þetta rétti vettvangurinn fyrir hennar erindi? Hún hefði getað fengið hjálp, en hún vildi "væntanlega" einhvers konar viðurkenningu, þá spyr maður aftur; á hverju?

Hvenær í óendanleikanum ætlar þú að koma því inn í hausinn á þér að þetta mál er ekki bundið við kirkjuna, þessi mál hafa grasserarð um allt í þjóðfélaginu. Ef farið er út í stofnanir þá hafa svona mál verið gríðarlega algeng hjá ríkinu,og langtum algengari en hjá kirkjunni.

Af hverju er ekki talað um það?? Af hverju ætli það sé. Jú, einfaldlega vegna þess að þá er engin til að ráðast á, þá er engin ávinningur af því að "notfæra" sér svona mál, og berja á einhverjum, sem manni er illa við.

Stórmerkilegt að horfa upp á Svan kveinka sér við einelti af ýmsum toga, en síðan ekki sjá nokkurn skapaðan hlut að því að níðast eins og naut í flagi.

Er síðan ekki dæmigert að fólk fari að segja að ég hljóti að vera í þessum hópi eða þessum, algjörlega rökþrota fólk. Gjörsamlega, því miður.

Kirkjan hefur gert mistök í málum kynferðisafbrotamanna, eins og ALLIR í samfélaginu, að vera reyna búa til grýlu úr kirkjunni, og reyna gera hennar hlut meiri en efni standa til, er viðbjóðsleg og andstyggileg óvirðing við fórnarlömb ofbelds.

Hannes G (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 12:58

43 identicon

Hannes er bullukollur dauðans. Alveg snarklikkaður.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 13:28

44 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hannes skrifar;

Ef Karl hefði viljað hylma yfir þetta, þá hefði hann einfaldlega hlustað á Guðrúnu, og hún hefði ekki haft ástæðu til að koma með þetta í dagsljósið,

Og svo aftur;

Hún fékk náttúrulega áheyrn, en væntanlega hefur hann talið að mál sem voru 40 ára gömul, kæmu biskupsembættinu ekki beint við.

Þetta er nú í mótsögn hjá þér en Það er sama hvernig þú snýrð þessu Hannes, niðurstaðan er að Karl hafðist ekkert að. Taldi, samkvæmt þér,  að málið væri fyrnt. Það er furðuleg afstaða að bæði embættisverk (sálusorgun er embættisverk) og annað sem  biskuparnir aðhafast "komi kirkjunni ekkert við."

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.10.2011 kl. 14:29

45 identicon

Doktor-e,

Bara að þú skulir hafa það í þér að kalla aðra bullukolla dauðans, segir ansi mikið.........og það skilja það allir, það þarf ekkert að skýra út. Það er eins skýrt og himininn er blár...

Svanur,

Hvernig er ég í mótsögn? Þarna er verið að blanda tveimur málum saman sálusorgari, og embættismaður. Segjum sem svo að fyrir 40 árum hafi starfsmaður innan stofnunnar beitt dóttir sína ofbeldi, og núna í dag kæmi þessi manneskja fram með erindi til stofnunnarinnar og bæði um áheyrn. Hvað ætti sá hinn sami að gera. Maðurinn látinn. Málið 40 ára gamalt. Gerandinn var bara almennur starfsmaður þegar atvikið átti sér stað. Málið gerðist ekki innan kirkjunnar.

Karl gæti alveg sagt af sér. Kirkjan gæti greitt Guðrúnu einhverjar bætur.

Hverju breytir það?? Engu. Nákvæmlega engu. Málið er jafn sorglegt fyrir því.

Hvað með fólkið sem var í kringum fjöldskylduna. Hvernig ætli því líður. Það hljóta margar spurningar að vakna upp hjá því. Reiðin er skiljanleg,en það er einfaldlega mannsvonska að láta hana bitna á fólki sem kom ekkert við sögu.

Annað mál er að sýna Guðrúnu skilning og hluttekingu, og jafnvel læra eitthvað af þessu máli í stóra samhenginu.

Hvort samfélagið í heild sinni geti síðan lært eitthvað af svona málum, er síðan annað mál. Þessi mál, og tek ég núna þetta fram í hundraðasta skipti hafa verið til, og þá mest fyrir utan kirkjuna um allt í samfélaginu.

Í stofnunum á vegum ríkisins, mjög grasserandi. En núna ætlar fólk að láta einhver vesældar biskup segja af sér, til að fá syndaaflausn.

Lærum við aldrei neitt????

Hannes G (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 14:48

46 identicon

Þú ert alger bullukollur Hannes.. hlægilegur málatilbúnigur hjá þér

Þú myndir sóma þér vel á kirkjuþingi í yfirhylmingum Hannes, líka í starfi hjá kaþólsku kikjunni sem yfirmaður þöggunardeildarinnar.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 15:00

47 identicon

doktore,

Ég ætla nú ekki að eiga orð við þig, en þó.

Hvað nákvæmlega er hlægilegt við það sem ég segi?

Ekki að ég eigi von á svari frá þér.. , nei en allir sem eru ósammála þér eru hlægilegir, og eina sem þú hefur fram að færa eru fordómar, andstyggilegheit, lygar, o.s.frv.

..það sjá það s.s. allir en einkennilegt hvað fólk sýnir þér mikla meðvirkni. Líklega er það hætt að taka eftir þér......já, líklega er það rétt.

Hannes G (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 17:45

48 Smámynd: Jens Guð

  Dexter Morgan (#18),  ég veit ekki hvort að það hafi verið flötur á málinu þar sem lögreglan gat gripið inn í.  Upplýsingar Guðrúnar Ebbu koma fram þegar hún er komin á miðjan aldur og níðingurinn fallinn frá. 

  Á sínum tíma kærði Ólafur Skúlason konurnar sem sökuðu hann um kynferðisofbeldi.  Rannsókn á málinu leiddi í ljós að þær væru ekki að bera hann röngum sökum.  Kæra Ólafs fékk því ekki frekari framgöngu.

  Hitt er annað mál að jafn stórtækur kynferðisglæpamaður og Ólafur Skúlason var hefur áreiðanlega níðst á miklu fleiri konum og fleiri börnum en komið hefur fram.

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 22:54

49 Smámynd: Jens Guð

  Tinna,  ég tek undir þína hugmynd:  Að á veggjum biskupsstofu verði glæpaferli Ólafs gerð skil.

Jens Guð, 12.10.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband