Færsluflokkur: Dægurmál

Auglýsingabrella

  Bestu auglýsingarnar eru þessar óbeinu;  að komast í fréttirnar.  Tróna á forsíðum dagblaða.  Verma toppsætið yfir mest lesnu fréttir í netmiðlum.  Vera fyrsta frétt í fréttatímum ljósvakamiðla.  Vera dag eftir dag umfjöllunarefni í dægurmálaþáttum ljósvakamiðla.  Vera í umræðunni á samfélagsmiðlum dögum saman.  Þetta vita markaðsmenn og kunna hjá Ikea.  Enda löng reynsla komin á þetta hjá þeim.  Erlendis og hérlendis.

  Hvenær hefst jólavertíðin?  Hún hefst þegar jólageitinni er stillt upp.  Þetta er ekki alvöru geit heldur geit úr afar eldfimu efni,  þurrheyi.  Utan um hana er reist girðing.  Lág og ræfilsleg.  Hún heldur hrossum og kindum frá því að éta heyið.  En mannfólk stikar yfir hana.  Til þess er leikurinn gerður.

  Þetta ögrar.  Þetta er ungum mönnum áskorun um að kveikja í kvikindinu.  Sem þeir gera.  Ár eftir ár.  Í fyrra varð óvænt bið á því.  Þá kveikti geitin í sér "sjálf".

  Ef að geitin væri eitthvað annað en auglýsingabrella þá væri hún byggð úr eldheldu efni.  Nóg er til af svoleiðis í Ikea.  Jafnframt væri girðingin utan um hana höfð mannheld.  Ikea býr að hópi fólk sem hannar eldhúsinnréttingar, baðherbergi, stóla og borð.  Meira að segja kjötbollur.  Þýðir að segja einhverjum trúgjörnum frá því að þetta fólk kunni ekki að hanna mannhelda girðingu?

      


mbl.is Jólageitin brann í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mamman kjaftstopp

  Ég gerði mér erindi í verslunina Ikea í Garðabæ.  Við inngang blasir við hringhurð sem snérist stöðugt.  Ég nálgaðist hana ásamt konu með ungbarn og á að giska fimm ára stelpuskotti.  Stelpan var á undan okkur og virtist ætla að stökkva inn um dyragættina.  Í sama mund hrópaði mamman:  "Passaðu þig!"  Stelpan stoppaði og hrópaði krúttlega fullorðinslega til baka - auðheyranlega alvarlega misboðið:  "Ertu með svona lítið álit á mér?  Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að passa mig?" 

-------------------------------------


Verra gæti það verið

  Oftast er hver dagur góð skemmtun.  Inn á milli koma samt dagar þar sem allt gengur á afturfótunum.  Þeir krydda tilveruna þegar upp er staðið.  En á meðan allt fer afsíðis sem getur farið afsíðis þá er plástur á sárið að hafa í huga að það gæti verið verra.  Til að mynda hefur það hent mann á fínum jeppa að taka U-beygju til að komast yfir á akrein úr gagnstæðri átt;  svo bara allt í einu situr rándýri jeppinn pikkfastur í steypu.

vondur dagur - ekið í steypu

 

 

 

 

 

 

 

  Hvað með það að koma heim úr löngu sumarfríi seint að kvöldi og útidyralykillinn brotnar í læstingunni?

vondur dagur - brotinn lykill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það er kúnst að aka um með málningu á holóttum vegi.  Þá er betra að gleyma ekki að setja lokið á málningafötuna.

vondur dagur - ekið um með málningu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það er aldrei fyndið að sjá fólk í vandræðum á biðstofunni á Slysó.  Eða næstum því aldrei.

vondur dagur - á biðstofunni á Slysó

vondur dagur - kýr


Hver er tvífari þinn?

  Ótrúlegt en satt.  Og hefur verið fært til bókar og staðfest:  Nánast allt fólk á tvífara,  sér alls óskylda.  Að minnsta kosti óskylda í tíu ættliði.  En einhver fjarskyldari gen hljóta að koma við sögu lengra aftur í ættir og afgreiða tvífara.  Því er jafnvel haldið fram að ekki þurfi fjölmennara úrtak óskyldra (hljóta samt að vera fjarskyldra) ættingja en 500 manns til að finna tvífara.

  Hér er dæmi þar sem ekki hefur samt tekist að rekja saman skyldleika:

tvífarar

  Þessir herramenn eru kannski fjarskyldir.  Hafa verið rangfeðraðir eða eitthvað svoleiðis.  Þegar þeir urðu á vegi ljósmyndara voru þeir með samskonar derhúfu.  En ekki í skyrtu í sama lit.  Samt eru skyrturnar í sömu stöðu hjá þeim. 

twins2 

  Vissulega er hárlitur þessara  "óskyldu" kvenna ekki sá sami.  En allt annað:  Augabrúnir,  augnsvipur, nef, kinnar,  tennur, haka...

twins-7

  Þessar dömur eru ekki aðeins með sama andlitsfall.  Þær eru með sömu hárgreiðslu.  Nákvæmlega.  Mesta undrun ljósmyndarans vakti að þær voru í alveg eins skyrtubol. 

tvífarar obama 

  Eins og annað fólk þá á fræga fólkið tvífara.  Margir tvífarar fræga fólksins hafa atvinnu af því að þykjast vera fræga manneskjan.

tvífarar - the-officetvífarar - Popetvífarar - Bush 

  Bandarískum kvikmyndaleikara,  Will Ferrell,  og trommuleikara rokkhljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers er oft ruglað saman.  Eins og með fleiri tvífara er fatasmekkur sá sami. Kvikmyndaleikarinn er liðtækur trommuleikari. 

dagur Bcarl-philip-of-sweden_we

Ekki er allt sem sýnist

  Ljósmyndir eru heimild. En stundum þarf að horfa á ljósmynd tveívegis til að átta sig hvað er í gangi.  Þessi náungi er að spjalla við Boris Jeltsin og virðist hafa allt á hornum sér.  Þegar rýnt er í bakgrunn myndarinnar kemur skýring í ljós.   
ekki er allt sem sýnist - maður með horn
  Hér gæti austurískur söngvari verið að taka lagið.  Þegar betur er að gáð er það hár dömunnar sem sveiflast yfir andlitið og myndar eins og skegg (hægt er að smella á myndina til að hún verði stærri og skýarari.  
ekki er allt sem sýnist - austurrískur söngvari
 
 
 
  Hundur horfir á skuggamynd.  Svo virðist sem tveir ókunnugir gangandi vegfarendur séu að kyssast á næsta andartaki.   
ekki er allt sem sýnist - hundur horfir á skuggamynd
                                                                                               
   Kona flytur ávarp á strönd.  Hún virðist svífa yfir ströndina.  Skuggi af fána brenglar sjónarhornið.
  Andlitsmynd af rappara á skyrtubol á herðaslá virðist vera sem kauði sé að kíkja þarna á milli bolanna.  
ekki er allt sem sýnist - kona flytur ávarp á ströndekki er allt sem sýnist - andlitsmynd á bol

Nafnið skiptir meira máli en þú heldur

  Þegar foreldrar velja barni sínu nafn er um stóra ákvörðun að ræða.  Flestir velja nafn út frá því hversu vel það hljómar.  Ekki síst hvernig það hljómar með eftirnafni (hvort sem um er að ræða ættarnafn eða barn kennt við föður eða móður).  Margir velja nafn til heiðurs nánum ættingja eða vini.  Enn aðrir velja nafn út frá merkingu nafnsins.  Í sumum tilfellum er þessu öllu blandað saman og barnið fær tvö nöfn. 

  Strax í grunnskóla kemur í ljós vægi nafnsins.  Sum nöfn bjóða upp á niðrandi uppnefni.  Önnur bjóða upp á upphefjandi gælunafn.

  Þegar einstaklingurinn eldist,  þekking hans og jafnaldra á sögunni eykst,  skiptir nafnið ennþá meira máli.  Merking nafnsins hefur mikið að segja.  Líka hvort að það sé samhljóða nafni afreksfólks.  Nafnið hefur áhrif á sjálfsímynd ekki síður en hvernig það hljómar í eyrum annarra við fyrstu kynni.  Það þarf sterk bein til að bera nafn á borð við Ljótur Karl, Selja Rán eða Lofthæna (engir heita þeim nöfnum í dag). Líka Hreinn Sveinn og Erlendur Sveinn Hermannsson (sonur óþekkts bresks eða bandarísks hermanns).  

  Nokkrar íslenskar konur heita Björk Guðmundsdóttir.  Nafnið hefur mjög öfluga viðskiptavild.  Ég held að engin heiti Vigdís Finnbogadóttir.  Líkast til vegna þess að nafnið Finnbogi er ekki algengt.

  Nöfnin Jón Sigurðsson,  Egill Skallagrímsson,  Ingólfur Arnarson og Grettir Ásmundarson eru gildishlaðin í sögulegu samhengi.

  Í breska háskólanum í Cambridge voru 223.000 nöfn skráð í gagnagrunn og raðað upp eftir stöðu viðkomandi í samfélaginu út frá starfi.  Niðurstaðan var afgerandi.  Þeir sem bera "voldug" nöfn á borð við King, Prince og Lord tróna ofarlega í samfélaginu.  Þeir sem bera nöfn eins og Farmer (bóndi),  baker (bakari) og Cook (kokkur) komast ekki langt.  

  Í meira en hálfa öld hefur skemmtiiðnaðurinn verið meðvitaður um hlutverk nafns.  Elton John hefði aldrei náð frama með sínu raunverulega nafni,  Reginald Kenneth Dwight. 

  David Bowie heitir því auðmelta nafni David Jones.  Svo illa vildi til að þegar hann var að hasla sér völl þá var breskur samlandi hans og alnafni að syngja með ómerkilegri bandarískri bítlahljómsveit,  The Monkees.  Bowie varð að greina sig frá kvikindinu.      

  George Michael hefði ekki átt mikla möguleika undir sínu rétta nafni,   Georgios Kyriacos Panayitou. 

    


Þannig verða ský til

  Margir halda að ský hafi alltaf verið til.  Samt eru engar ljósmyndir til frá því í gamla daga af skýjum.  Það eru ekki til neinar gamlar heimildir um ský.  Þau eru nefnilega seinni tíma fyrirbæri.  Þau urðu ekki til fyrr en vindmyllur voru smíðaðar og teknar í notkun.  Það eru vindmyllur sem búa til ský.  Þær þjappa saman raka í loftinu.  Útkoman er ský.  Reyndar geta svokallaðar þrýstiloftsflugvélar einnig búið til ský. 

vindmillur framleiða þoku og ský

  Hægt er að búa til skemmtilega skýhnoðra með því að setja vindmillu í gang og slökkva á henni eftir hálfa mínútu.  Það er hægt að leika sér endalaust með svoleiðis. 

skýhnoðri


mbl.is Blæs duglega á vindmyllurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augnablikið fangað - broslegar ljósmyndir

  Það er galdur að smella af ljósmyndavél á réttu augnabliki.  Útkoman getur orðið brosleg.  Um það vitna þessar ljósmyndir:

rétt augnablik A

  Hér er drengurinn næst lengst til hægri að stökkva ofan í sundlaug.  Hann er rétt við það að snerta yfirborð vatnsins.  Fyrir bragðið er engu líkara en hann sé að ganga á vatninu.  Til gamans má geta að frægur bandarískur sjónhverfingamaður sýndi í sjónvarpsþætti er hann gekk á vatni.  Ég man ekki nafnið á þeim fræga náunga.  Hann er einn sá frægasti í bransanum.  Íslenskur sjónhverfingamaður var staddur við upptöku á þeim þætti.  Hann sagði mér frá galdrinum:  Rétt undir yfirborði vatnsins var lagt glært plexígler.  Töframaðurinn sem virtist vera að ganga á vatni gekk eftir þessu glæra plexígleri. 

rétt augnablik Brétt augnablik C

  Tunglið í fyllingu er í baksýn í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.  En svo virðist sem náunginn á myndinni sé að lenda á tunglinu. 

rétt augnablik D

  Fuglinn skyggir á þotu sem myndar þrýstiloftsrendur.

rétt augnablik E

  Kannski er hér um "fótósjopp" að ræða.  En þó getur þetta verið mynd sem tekin var á réttu augnabliki.

rétt augnablik F

  Tveir leikmenn rétta út hendur í sömu átt.  Engu er líkara en sá í miðið sé með extra langan handlegg.

rétt augnablik G

 


Lykillinn fundinn að skilningi á listum og bókmenntum

  Ég hef lengi velt fyrir mér hvar lykilinn sé að finna að skilningi á listum og bókmenntum heimsins.  Einkum hafa þessar vangaveltur sótt að mér eftir að þingmaðurinn arðgreiðsluglaði,  Ásbjörn Ólafsson,  lýsti yfir í pontu viðbjóði sínum á listum.  Nú hefur biskupinn yfir Íslandi og Vestmannaeyjum svipt hulunni af leyndarmálinu.  Það er Nýja testamentið "sem er lykillinn að skilningi á listum og bókmenntum heimsins". 

  Þetta einfaldar mjög kennslu í listum og bókmenntum.  Það þarf aðeins að láta nemendur lesa Nýja testamentið.  Þá öðlast þeir skilning á hljómfræði,  mynduppbyggingu,  litafræði,  leiklist og hvað skilur að góðar og vondar bókmenntir. 

  Þjóðir heims sem lesa ekki Nýja testamentið eru hér eftir aðhlátursefni.  Þær hafa engan skilning á listum og bókmenntum.  Það er þeim ægileg háðung.   

  Sá sem hefur ekki lesið Nýja testamentið er algjörlega skilningslaus gagnvart  Tunglskinssónötunni.  Í hans eyrum er þetta aðeins sundurlaus hávaði.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að ná bílprófi út á kunningsskap?

  Í dómi Hæstaréttar yfir tæplega áttræðum karli sem tældi barnunga stúlku til kynlífsathafna vekur margt undrun.  Ekki þó hvernig barnaperrinn notfærði sér brotna sjálfsmynd fórnarlambsins og þroskamun þeirra.  Þar er um kunna takta barnaníðinga að ræða.  Hitt vekur meiri undrun.  Það er hvernig stelpan fékk ökuleyfi.  Í dómnum segir að perrinn hafi borgað fyrir hana bílpróf.  Hún féll á prófinu.  Sá gamli hafi þá hringt í yfirmann hjá Frumherja þannig að stelpan fékk ökuskírteini.  Perrinn átti bílasölu og hefur verið í miklum samskiptum við Frumherja.

  Kynferðisglæpamenn eiga alltaf málsvara.  Einn slíkur hringdi í Útvarp Sögu í morgun.  Hann sagði barnaníðinginn vera ljúfmenni í alla staði.  Einstakt góðmenni.  Hann hafi í raun ekki gert annað af sér en verða ástfanginn af barninu.

www.aflidak.is

www.stigamot.is

.


mbl.is Tældi unga stúlku með gjöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband