Eivör í hlutverki Marilyn Monroe á sviði í Kanada

marilyn-monroe-andy-warhol.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Marilyn Monroe var þekkt bandarísk leik- og söngkona.  Þekktust er hún fyrir að hafa sungið afmælissöng fyrir John F.  Kennedy,  þáverandi forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.  Marilyn hélt við Kennedy-bræður.  Þar á meðal John.  Hugsanlega átti það þátt í því að hún var myrt langt fyrir aldur fram (hvenær svo sem einhver aldur er passlegur til þess). 

  Myndlistamaðurinn Andy Warhol gerði andlit Marilynar ódauðlegt á skemmtilegu og frægu grafíklistaverki.

  Nú hefur breska tónskáldið Gavin Bryars samið einskonar óperu eða söngleik um Marilyn Monroe.  Verkið byggir hann á bókinni  Everybody Can See I Love You  eftir marg verðlaunaða kanadíska rithöfundinn Marilyn Bowering.  Verkið verður frumsýnt í Kanada 12.  júní.  Með hlutverk Marilynar Monroe fer færeyska álfadísin Eivör.  Hún fór síðasta þriðjudag héðan frá Íslandi beint til Kanada vegna þessa.

  Gavin Bryars er stórt nafn í tónlistarheiminum.  Hann er bassaleikari á sjötugsaldri sem hefur m.a. spilað með John Cage.  Gavin er í Sinfóníuhljómsveit Portsmouth í Englandi.  Eftir hann liggur fjöldi verka.  Þar af þrjár óperur og þrír sellókvartettar.   Þekktustu verkin eru  The Sinking of the Titanic  (frumflutt í Queen Elizabeth Hall í London 1969) og  Jesus´ Blood never failed me Yet.  Ýmsir frægir tónlistarmenn hafa flutt inn á plötur einstök lög eftir Gavin Bryars.  Þar á meðal Tom Waits,  Brian Eno og Apax Twin.

  Eivör er þokkalega vel kynnt í Kanada.  Hljómleikar hennar þar eru jafnan vel sóttir og plötur hennar hafa einnig selst ágætlega.  Hlutverk hennar sem Marilyn Monroe í  Everybody Can See I Love You  mun kynna Eivöru ennþá betur í Kanada og opna henni margar dyr víða um heim. 

  Efsta myndbandið sýnir hin ýmsu andlitsbrigði Marilynar.  Næsta myndband geymir gullfallegan sellókonsert eftir Gavin Bryars.

  Hér fyrir neðan eru myndbönd með Tom Waits og Eivöru.  Tom Waits flytur ljúft lag eftir Gavin Bryars.  Tom Waits er stórkostlegur.  Eins og Eivör og Gavin Bryars.  Þetta er "mega".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki meir!!Nú ertu lens Jens.

Víðir (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  nei,  ég er ekki lens.  Fjarri því.  Það er rosalega gaman að fylgjast með velgengni Eivarar.  Það er rosalega gaman að skrifa bókina um hana.

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Guð, þú endar í tjaldi úti í garði Eivarar. Þetta er nefnilega dálítið sick, þú verður að viðurkenna það.

Þú byrjar klausu þína á því að kynna MM eins og hún sé grafin og gleymd, en skrifar um þessa Eivöru eins og hún sé selebrití. Það er hún bara í Føroyum og á Íslandi, og vitanlega í tjaldinu hjá blessuðum drengnum sem er einn frægasti stelkurinn í Færeyjum, eða er hann kannski tjaldur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.6.2010 kl. 08:03

4 identicon

Er gæinn enn í garðinum?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 08:31

5 Smámynd: Hannes

Jens annað hvort ertu að reyna að selja öllumn þínum bloggvinum bókina sem þú ert að skrifa eða að þú endar sem næsti stalkerinn sem eltir hana.

Hannes, 5.6.2010 kl. 15:44

6 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  ert þú ekki að skrópa við að verja nasistana í hryðjuverkaríkinu Ísrael?

  Ég veit ekki hvað margir þekkja vel til MM.  Sjálfur veit ég lítið um hana annað en það sem kemur fram í færslunni.  Nema að hún var framan af með 11 tær.  Þeim fækkaði síðar í 10.  

  Ég hef aldrei séð kvikmynd með henni eða heyrt plötu með henni.  Lagið í myndbandinu er ljúft.  Kannski eru plötur hennar og kvikmyndir fínar.  Vonandi.  

  Eivör er stjarna á Íslandi og Færeyjum.  Hún er einnig þekkt nafn í Danmörku (hefur fengið dönsku tónlistarverðlaunin,  Big band danska ríkisútvarpsins hefur gefið út plötu með lögum hennar og það er reglulega fjallað um hana í Gaffa og fleiri dönskum tónlistarblöðum).  Að auki er Eivör vel kynnt í Noregi,  Svíþjóð,  Kanada og víðar.  

Jens Guð, 5.6.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  nei,  hann er í Noregi núna.  Nema hann sé kominn til Kanada.

Jens Guð, 5.6.2010 kl. 23:28

8 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég er að selja öllum bloggvinum mínum og fleirum bókina um Eivör.  Það er ekkert leyndarmál.  Ég hef ekki áhyggjur af að verða eltihrellir  (vond þýðing á "stalker") hennar.  Við höfum þekkst í meira en áratug.  En vissulega er hátt hlutfall síðustu bloggfærslna minna um Eivöru.  Það fylgir því að skrifa bókina góðu.  Vegna bókarinnar fylgist ég betur með ferli Eivarar en annars.  Reyndar hef ég fylgst vel með ferli Eivarar alveg frá þvi að ég sá hana syngja djass 16 ára gamla.  Ég skrifaði um Eivöru og tók blaðaviðtöl við hana áður en aðrir íslenskir fjölmiðlar veittu henni sömu athygli.  Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með velgengni hennar alveg frá því áður en hún sló í gegn á Íslandi.  Ekki síst vegna þess að velgengnin hefur á engan hátt stigið henni til höfuðs.  Hún er alltaf sama ljúfa lítilláta manneskjan.  Það er meira en hægt er að segja um suma íslenska poppara.   

Jens Guð, 5.6.2010 kl. 23:39

9 Smámynd: Hannes

Jens. Ég fæ kannski að kíkja aðeins í bókina hjá þér þegar hún er kominn út.

Hannes, 6.6.2010 kl. 00:05

10 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þér er boðið í útgáfu partýið.

Jens Guð, 6.6.2010 kl. 00:37

11 Smámynd: Hannes

Ég mæti kannski fer eftir hver gefur hana út.

Hannes, 6.6.2010 kl. 00:39

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er Bókaútgáfan Æskan.

Jens Guð, 6.6.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband