Lestrarkunnátta Trumps

  Blíðmennið Dóni Trump hefur góða tilfinningu fyrir því sem hvítir kjósendur í Bandaríkjum Norður-Ameríku vilja heyra forsetaframbjóðanda segja. Hann er sömuleiðis næmur á að tala í einföldum texta sem smellpassar í fyrirsagnir dagblaða, netmiðla og sem fyrsta frétt í fréttatímum ljósvakamiðla. 

  Þetta er ástæðan fyrir því að hann vantar ekki nema tvær milljónir atkvæða til að komast upp að hlið Hildiríðar Clinton,  keppinautar hans um embætti forseta Bandaríkja Norður-Ameríku.  Hugsanlega hjálpuðu rússneskir tölvuhakkarar og Julian Assange. Það er sama hvaðan góður liðsauki berst.  Menn geta alltaf á sig blómum bætt.

  Hitt er verra að Dóni Trump er ólæs á tónlistardeildina.  Þar á bæ nýtur hann því sem næst einskis stuðnings.  Jú, reyndar studdi rapparinn Kenya West framboð hans.  En hafði ekki rænu á að kjósa hann.  Fárveikur andlega.  

  Frá fyrstu kosningafundum Trumps varð honum fótaskortur á vali á baráttusöngvum framboðsins.  Fram til þessa dags hefur hann neyðst til að skipta út baráttusöngvum vegna mótmæla höfunda og flytjenda.  Þrátt fyrir að margir þeirra hafi verið í hans vinahópi.  En reyndar flestir ekki í hans vinahópi.  Frekar í hópi andstæðinga hans.

  Meðal þeirra sem mótmæltu notkun Trumps á söngvum þeirra má nefna Njál Unga,  R.E.M.,  The Rolling Stones,  Aerosmith,  Queen,  Adela...Ég er að gleyma mörgum.  Eins og gengur. Ótal fleiri heimsfrægir tónlistarmenn önduðu og anda köldu að Dóna.  Allt frá Páli McCartney til Madonnu.  

  Þegar nýr forseti er settur formlega í embætti Bandaríkjaforseta þá er mikið húllumhæ.  Tónlist skipar hæsta sess í hátíðarhöldunum.  Þetta eru jafnan meiriháttar hljómleikar með mörgum stærstu tónlistarnöfnum heims.  Spurning er hvernig Dóni afgreiðir dæmið. Fyrsta nafn sem opinberað var við innsetningarhátíð hans var breska tónlistarmannsins Eltons Johns.  Það átti að undirstrika jákvæð viðhorf Dóna til samkynhneigðra.  Elton var snöggur að "beila". Hann vill ekkert með Dóna að gera.

  Hvað með hægri-jaðar-frjálshyggjurokkarann Mojo Nixon?

   


mbl.is Elton John mun ekki spila fyrir Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir góðan pistil. Og flott tilvísun í Sex Pistols hjá Mojo Nixon þarna í lokin.

Wilhelm Emilsson, 25.11.2016 kl. 01:18

2 Smámynd: Jens Guð

Takk fyrir það.  Mojo er bráðskemmtilegur róttækur hægri-maður,  frjálshyggjufantur sem gengur langt í gríni.  Stundum allt að því yfir strik,  svo sem í lagi um trommuleikara kántrýpoppsveitarinnar Eagles,  "Don Henley must die".  

Jens Guð, 27.11.2016 kl. 22:45

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

„Frjálshyggjufantur." Ha ha.

Ég heyrði einmitt fyrst um Mojo Nixon vegna lagsins um Don Henley. Mér fannst best hvernig Don Henley brást við. Hann mætti á klúbb þar sem Mojo var að spila og tók lagið með honum. Hér er lýsing á því:

http://www.austinchronicle.com/music/2014-06-20/don-henley-must-die/

Wilhelm Emilsson, 28.11.2016 kl. 03:45

4 Smámynd: Jens Guð

Wilhelm,  það er eiginlega ekki hægt fyrir neinn að móðgast þó að Mojo spaugi á hans kostnað.  Hann er búinn að sprella svo lengi og er assgoti fyndinn.  Ég á nokkrar plötur með honum.  Þar á meðal dúett-plötu hans og Jellos Biafra (söngvari Dead Kennedys).  Þar spauga þeir með allt frá Jesú til fóstureyðinga.  Grínið hrökk ofan í einhverja sem lömdu Jello í spað. 

Jens Guð, 30.11.2016 kl. 15:35

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Karakterar eins og Mojo Nixon og Jello Biafra eru nauðsynlegir fyrir tónlistarflóruna! 

Wilhelm Emilsson, 2.12.2016 kl. 19:30

6 Smámynd: Jens Guð

Ég tek undir það.  Á allar plötur með Jello - nema "Spoken Words" plöturnar.

Jens Guð, 3.12.2016 kl. 09:25

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég bý ekki svo vel, því miður. En ég man alltaf eftir því þegar Dead Kennedy's voru spilaði í útvarpsþættinum Áföngum. Mér fannst alltaf jafn skemmtilegt að heyra hinn virðulega og settlega Ásmund kynna hljómsveitina: „Og hér er hljómsveitin Dead Kennedy's með lagið „Too Drunk Too Fuck."  

Wilhelm Emilsson, 4.12.2016 kl. 00:45

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Dead Kennedys átti þetta að vera auðvitað.

Wilhelm Emilsson, 4.12.2016 kl. 00:47

9 Smámynd: Jens Guð

  Dead Kennedys urðu aldrei eins þekktir í Bandaríkjunum og í Evrópu.  Um 1980 skrapp frændi minn til New York.  Í plötubúð skimaði hann eftir plötum með Dead Kennedys.  Án árangurs.  Hann snéri sér að miðaldra afgreiðslumanni sem leit út eins og Vítisengill.  stór og þrekinn,  fúlskeggjaður niður á bringu, alsettur húðflúrum af hauskúpum og sverðum og einhverju álíka.  

  Frændi spurði hvort að hann ætti ekkert með Dead Kenndys.  Gaurinn snöggreiddist,  setti upp hnefa og öskraði:  "Hvaða brandara ertu að reyna að segja um Kennedys fjölskylduna?"

  Frændi hrökk við.  Tókst að stynja upp að hann væri að spyrja um hljómsveit.  Hinn kannaðist ekki við hana.  

  Nokkrum árum síðar var ég í Flórida.  Keypti þar í plötubúð plötu með Dead Kennedys.  Ungur afgreiðslumaður spurði hvort að ég viti að á þessari plötu sé ruddalegt sóðaorðalag.  Ég svaraði því til í galsa að sú væri einmitt ástæðan fyrir því að mig langaði í plötuna.

  Hann sagði ábúðafullar að hann væri búinn að vara mig við.  Eftir það væri platan á mína ábyrgð.

Jens Guð, 4.12.2016 kl. 17:27

10 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ha ha. Ameríkanar eru gleðigjafar! Stundum.

Wilhelm Emilsson, 6.12.2016 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.