Jólagjöfin í ár!

  Út er komin meiriháttar svakaleg bók,  Born to Run - Sjálfsævisaga.  Í henni segir rokkgoðsögnin Bruce Springsteen sögu sína og hljómsveitarinnar E Street Band.  Ég er kominn með bókina í hendur og byrjaður að lesa.  Það er ekkert áhlaupaverk.  Hún er hnausþykkur doðrantur,  hátt í 700 blaðsíður.  Þær eru þétt skrifaðar með frekar smáu letri.  Þýðandi er Magnús Þór Hafsteinsson,  þekktur fyrir góðar og vandaðar þýðingar.

  Ég sé í hendi mér að bókin er ekki lesin á einu kvöldi.  Þetta er margra daga lestur;  margra daga skemmtun.  Ég geri betur grein fyrir henni að lestri loknum. 

bruce

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Las bókina hans Keith Richards og var hún mjög fróðleg og hlakka til að lesa um snillinginn Brús. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.11.2023 kl. 10:53

2 identicon

Ég væri sko meira en til í hljómleika með kappanum, ekki síður en hljómleika með Paul McCartney. Báðir eru þeir þekktir fyrir langa og líflega hljómleika og lygilega mikið úthald. Báðir hafa þeir sent frá sér frábærar og svo léglegar plötur. Af plötum Springsteen held lang mest upp á Born to Run, en mér finnst platan Born in the USA vera leiðinleg, þrátt fyrir augljós gæði.

Stefán (IP-tala skráð) 11.11.2023 kl. 10:54

3 Smámynd: Jens Guð

Sigurður I B,  bókin hans Keiths er snilld.  Þessi er ekki síðri.  En þær eru ólíkar.

Jens Guð, 11.11.2023 kl. 11:59

4 Smámynd: Jens Guð

Stefán,  Paul hefur átt það til að troða upp með Brúsa og taka með honum þrjú lög í beit.  Born in the USA er eiginlega mín uppáhalds með Brúsa. 

Jens Guð, 11.11.2023 kl. 12:03

5 identicon

"Some tings hurt more, much more then cars and girls"  

Prefab sprout.

Bjarni (IP-tala skráð) 11.11.2023 kl. 20:38

6 Smámynd: Jens Guð

Bjarni,  vel orðað hjá Prefab Sprout.

Jens Guð, 12.11.2023 kl. 10:39

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Brúsi er amerísk ofurhetja og verkalýðspoppari eins og Bubbi okkar. Ég uppgötvaði hann seinna en Bob Dylan, en þeir eru sláandi líkir í sumu, báðir lærðu af Woody Guthrie. Bob Dylan er ljóðrænni en Brúsi er meiri sagnamaður í anda ballöðusöngvanna. 

Þetta er mjög áhugaverð bók.

Ingólfur Sigurðsson, 13.11.2023 kl. 17:37

8 Smámynd: Jens Guð

Ingólfur,  ég kvitta undir hvert þitt orð.  Enda segist Bubbi ætla að fá sér þessa bók. 

Jens Guð, 13.11.2023 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband