Nýjasta æðið

  Einu sinni voru það fótanuddtækin.  Síðan Soda Stream tæki.  Með reglulegu millibili fara einhver afbrigði af keðjubréfum eins og stormsveipur yfir samfélagið.  Sömuleiðis svokölluð píramídafyrirtæki þar sem allir ætla að verða milljónamæringar á nokkrum vikum.  Í þeim tilfellum þarf sölumaðurinn að vera með 5 - 7 sölumenn fyrir neðan sig til að fá tekjur.  En fáir fatta að ef hver sölumaður nær að góma 10 í netið þá er litli íslenski markaðurinn mettaður svo hratt að á örfáum vikum - og í aðeins 5 þrepum - er allt komið í strand (1 x 10 = 10.  10 x 10 = 100.  10 x 100 = 1000.  10 x 1000 = 10.000.  10 x 10.000 = 100.000).  Þá verða allir voðalega hissa og skilja ekki upp né niður í því hvernig gróðabrallið klúðraðist.  Eins og þetta var pottþétt.   Það skrítna er að það er nákvæmlega sama fólkið sem fellur aftur og aftur í sömu píramídagryfjurnar.  "Trixið" er að segja því að nýja píramídadæmið sé ekki beinlínis píramídi.  Þetta sé alveg nýtt og öðruvísi dæmi.  Alveg pottþétt dæmi sem getur ekki klikkað.

  Nýjasta tískuæðið er kolefnisjöfnun.  Núna er enginn maður með mönnum nema hann hafi kolefnisjafnað bílinn sinn,  sumarfríið og ég veit ekki hvað og hvað.  Stemningin er svo öflug að maður sogast með inn í hringiðuna eins og viljalaust verkfæri.  Áður en ég vissi af var ég búinn að kolefnisjafna skrifborðið mitt,  ísskápinn og kött.  Og ég á ekki einu sinni kött. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Hérna er bréf sem ég sendi alltaf til baka á þann sem sendir mér keðjubréf, það er svona:

Halló, ég heiti Basmati Kasaar. Ég þjáist af sjaldgæfum og lífshættulegum sjúkdómi, lélegum einkunnum á lokaprófum, áralöngum sveindómi, hræðslu við að vera rænt af mannræningjum og líflátinn með raflosti í endaþarm og sektarkennd yfir því að senda ekki áfram 50 billjón helvítis keðjubréf sem ég hef fengið send frá fólki sem trúir því virkilega að ef maður sendir þau áfram, þá muni aumingja kellingin í Arkansas, sem er með brjóstið á enninu, safna nægum fjármunum til að láta fjarlægja það áður en rauðhálsarnir foreldrar hennar selja hana í viðundrasýningu sem ferðast um landið vítt og breitt.

Trúir þú virkilega að Bill Gates ætli sér að gefa þér og öllum öðrum sem senda áfram tölvupóstinn “hans” 24,800 dollara?

Hversu mikill hálfviti ertu?

Úúúúúú, sjáðu þetta! Ef ég skruna niður þessa síðu og óska mér, þá fæ ég drátt hjá öllum Playboy stelpunum sem eru í nýjasta tölublaðinu! Þvílíkt og annað eins kjaftæði.

Kannski munu vondu keðjubréfaálfarnir koma heim til mín og misþyrma mér í boruna á meðan ég sef, fyrir það að hafa ekki haldið áfram keðjunni sem Jesús kom af stað árið 5 e.K. og kom til Bandaríkjanna í formi dvergvaxinna pílagríma um borð í Mayflower og ef það lifir af til ársins 2000 þá kemst það í Heimsmetabók Guinness fyrir lengstu óslitnu hrinu af blygðunarlausri heimsku.

Fari þeir til andskotans.

Ef þú ætlar að senda eitthvað áfram, sendu mér þá að minnsta kosti eitthvað sem er ofurlítið skondið.

Ég er búinn að sjá allar þessar “sendu þetta áfram til 50 bestu vina þinna, og þessi aumingjans, skammarlega afsökun fyrir manneskju mun einhvern veginn fá fimmkall frá einhverri almáttugri veru” tölvupóstsendingar u.þ.b. 90 sinnum. Mér er alveg skítsama.

Reyndu að sýna vott af skynsemi og hugsa um hvað þú ert í raun að afreka með þessu öllu saman.
Allar líkur eru á að þú sért aðeins að auka á þínar eigin óvinsældir.

Fjórar grunntegundir keðjubréfa:

Tegund 1:
( skrunaðu niður)














Óskaðu þér!!!
Nei, svona, í alvöru, óskaðu þér!!!
( skrunaðu niður)










































Slappaðu aðeins af, viðkomandi fer aldrei út með þér!!! , óskaðu þér einhvers annars!!!
( skrunaðu niður)





















































Ekki þetta, öfugugginn þinn!!! óskaðu þér einhvers annars ...
(skrunaðu niður)



























































Ertu ekkert að þreytast í puttanum?
HÆTTU!!!!
Var þetta ekki gaman?

Ég vona að þú hafir óskað þér einhvers skemmtilegs.

Jæja, til að láta þig fá samviskubit, þá ætla ég að segja þér eftirfarandi.

Til að byrja með, ef þú ekki sendir þetta til 5096 manns innan fimm sekúndna, verður þér nauðgað af brjálaðri geit og hent fram af hárri byggingu ofan í mykjuhaug.

Þetta er satt! Vegna þess að ÞETTA bréf er ekki eins og öll gervibréfin,

ÞETTA er ALVÖRU!! Alveg satt!!! Svona virkar þetta:

Sendu þetta áfram á einn einstakling: Einn einstaklingur verður fúll út í þig fyrir að senda honum heimskulegt keðjubréf.

Sendu þetta áfram á 2-5 manns: 2-5 manns verða fúlir út í þig fyrir að senda þeim heimskulegt keðjubréf.

Sendu þetta áfram á 5-10 manns: 5-10 manns verða fúlir út í þig fyrir að senda þeim heimskulegt keðjubréf og gætu sameinast um að stytta þér aldur.

Sendu þetta áfram á 10-20 manns: 10-20 manns verða fúlir út í þig fyrir að senda þeim heimskulegt keðjubréf og munu sprengja upp húsið þitt.

Takk!!!! Gangi þér vel!!!

Keðjubréf:
Tegund 2:

Halló, og takk fyrir að lesa þetta bréf.

Sjáðu til, um er að ræða lítinn, sveltandi dreng í Baklaliviatatlaglooshen sem er handalaus, fótalaus, munaðarlaus og geitalaus. Lífi þessa drengs er hægt að bjarga, því í hvert sinn sem þú sendir þetta áfram, verður einn dollari gefinn í “Litli sveltandi, fótalausi,
handalausi og geitalausi drengurinn frá Baklaliviatatlaglooshen”-sjóðinn.

Já og mundu líka að við höfum enga aðferð til að telja tölvupóstinn sem sendur er og þetta er allt saman grábölvað kjaftæði.
Svo láttu verða af því, réttu út hjálparhönd.
Sendu þetta til fimm manns á næstu 47 sekúndum.

Ó já, smá áminning
- ef þú sendir þetta óvart til fjögurra eða sex einstaklinga, munt þú deyja samstundis. Takk aftur!!

Keðjubréf:
Tegund 3:

Hæ hæ!! Þetta keðjubréf hefur verið til síðan 1897.

Þetta er alveg ótrúlegt þar sem tölvupóstur var ekki til í þá daga og örugglega ekki eins mikið af brjóstumkennanlegum drullusokkum sem höfðu ekkert betra við tímann að gera.

Og svona virkar þetta:

Sendu þetta áfram á 15.067 manns á næstu sjö mínútum eða eitthvað hræðilegt mun koma fyrir þig, eins og til dæmis:

Stórfurðuleg hryllingssaga #1
Miranda Pinsley var að ganga heim úr skólanum á laugardegi.
Hún hafði stuttu áður fengið þennan tölvupóst og hunsað hann.
Skyndilega hnaut hún um skemmd í gangstéttinni, datt ofan í ræsi,
gusaðist eftir holræsakerfinu í kúkaflóði og flaug að lokum fram af fossi.
Ekki einasta lyktaði hún illa, heldur dó hún líka. Þetta Gæti Komið Fyrir Þig!!!

Stórfurðuleg hryllingssaga #2

Dexter Bip, 13 ára drengur, fékk keðjubréf í tölvupósti og hunsaði það.
Seinna þann dag varð hann fyrir bíl og sömuleiðis kærastinn hans (hey, sumir sveiflast í þá áttina).
Þeir dóu báðir og fóru til helvítis og voru dæmdir til að borða yndislega kettlinga á hverjum degi um alla eilífð.

Þetta Gæti Líka Komið Fyrir Þig!!!

Mundu að þú gætir endað eins og Pinsley og Bip. Sendu bara þetta bréf á alla lúseravini þína og allt verður í stakasta lagi.

Keðjubréf:
Tegund 4:

Eins og þér sé ekki sama, þá er hérna ljóð sem ég samdi. Sendu það til allra vina þinna.

Vinir.

Vinur er einhver sem er alltaf við hlið þér.

Vinur er einhver sem líkar við þig þó það sé skítalykt af þér og andremman út úr þér sé eins og þú hafir verið að borða kattamat.

Vinur er einhver sem líkar við þig þó þú sért jafn ljótur og hattur fullur af rassgötum.

Vinur er einhver sem þrífur þig eftir að þú ert búinn að gera í þig.

Vinur er einhver sem er hjá þér alla nóttina á meðan þú grætur yfir ömurlegu lífi þínu.

Vinur er einhver sem þykist líka við þig þó hann vilji frekar að þér sé nauðgað af geðveikum simpönsum og síðan kastað fyrir óða hunda.

Vinur er einhver sem þrífur klósettið þitt, ryksugar og tekur svo við ávísuninni og fer og talar ekki mikla ensku… nei, fyrirgefðu, það er húshjálpin.

Vinur er einhver sem sendir þér keðjubréf af því að hann vill að óskin hans um að verða ríkur rætist.

Sendu þetta nú áfram! Ef þú gerir það ekki muntu aldrei stunda kynlíf framar.

Hver er svo punkturinn með þessu öllu saman?

Ef þú færð keðjubréf sem hótar því að skilja þig eftir dráttarlausan og lánlausan það sem eftir er lífs þíns hentu því þá.

Ef það er fyndið skaltu senda það áfram.

Ekki vera að pirra fólk með því að láta það fá samviskubit yfir tannlausum holdsveikisjúklingi frá Botswana, sem hefur verið bundinn við dauðan fíl í 27 ár, og hans eina von er túkallinn sem hann fær ef þú sendir þetta bréf áfram, annars endar þú eins og Miranda. Ekki satt?

Sendu þetta nú áfram til allra sem þú þekkir, annars þarftu að sjá mig nakinn!

Sævar Einarsson, 14.7.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta "kolefnisjöfnunar...." er eitthvað það mesta kjaftæði sem ég hef orðið vitni að og sýnir það bara "mátt" auglýsinganna og PR starfseminnar, því þetta kjaftæði hefur náð til fólksins í landinu. Hér áður var mikið grín gert að "syndaaflausnabréfunum" sem Páfagarður seldi, en með þessa kolefnisjöfnu get ég ekki séð annað en verið sé að gera nákvæmlega það sama.  Með því að láta planta nokkrum hríslum er hægt að "friða" samviskuna og maður getur verið alveg stikkfrír þó maður keyri um allt á stórum jeppa sem blæs þvílíku af koltvísýringi út í andrúmsloftið, ég fer bara á kolvetni.is og kolefnisjafna bílinn og málið er dautt.

Jóhann Elíasson, 14.7.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er greinilega búið að kommenta þessa færslu í hel og litlu við að bæta eftir svona senuþjófnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.