Útdráttur úr bókinni Allir í leik

alliríleik

  Í gær sagði ég frá leikjabókinni bráðskemmtilegu  Allir í leik  eftir Unu Margréti Jónsdóttur (sjá síðustu færslu).  Fólk er gríðarlega spennt fyrir þessari bók.  Mér rennur blóðið til skyldunnar að gefa frekari sýn inn í bókina.  Því miður hef ég ekki yfir "skanner" að ráða og af þeim gögnum sem ég kemst yfir í netheimum tekst mér ekki að afrita og skeyta nótur af laglínunni á meðfylgjandi lagi.  En það er allt í lagi.  Nóturnar eru í bókinni.  Meðfylgjandi sýnishorni er fyrst og fremst ætlað að leyfa ykkur að sjá efnistök.  Eftirfarandi er leikur sem Færeyingar syngja þegar vel liggur á þeim (til gamans má geta að Færeyingar geta ekki sagt orð sem byrjar á hr.  Þess vegna tala þeir um  ring  þar sem átt er við  hring):

Kráka situr á steini

Lag: Færeyskt þjóðlag. Texti: Höfundur ókunnur.

Heimild: Páll Danielsen, f. 1964, æskustöðvar Þórshöfn og Eiði, Færeyjum, og Vár B. Danielsen, f. 1965, alin upp

í Húsavík á Sandoy og í Þórshöfn. Einnig börn þeirra, Bára Berghamar Danielsen, f. 1991, og Ári Berghamar

Danielsen, f. 1991. Hljóðritað í Þórshöfn í Færeyjum sumarið 2004.

(Einnig Johannesen, bls. 90, og Alfagurt ljóðar mín tunga, bls. 74.)

.

Kráka situr á steini

hakkar í beinið

fyrsta var eitt pottabrot,

annað var eitt útskot í ringi,

triðja var ein rövari á tingi.

Nú skal (Bára) venda sær í ringi.

.

Þýðing: Kráka situr á steini, kroppar í beinið. Fyrst var brot úr potti. Annar var

auladansari (útskot – ræfill; ringi – færeyskur dans (hringur)). Þriðji var ræningi á

þingi. Nú skal (Bára) snúa sér í hringnum.

.

  Þegar ég var á ferð í Færeyjum sumarið 2004 rakst ég á færeyskan dans: „Kráka situr

á steini“ – sem er í sama anda og „Vindum, vindum, vefjum band,“ en allt annað lag

og texti. Færeysk fjölskylda dansaði hann fyrir mig í stofunni heima hjá sér. Hann er í

færeyskum þjóðdansastíl, en sá sem er nefndur á nafn í síðustu hendingunni snýr sér við.

Í lokin er sagt að nú skuli allir snúa sér við og er það gert.

Í færeyskri leikjabók má sjá að dans þessi var vinsæll meðal barnanna þar á árum

fyrri heimsstyrjaldar og hugsanlega fyrr.1)

.  Ljóst er að textinn er gamall því í bók Jóns Samsonarsonar, Kvæði og dansleikir, kemur fram að hluti úr honum var notaður í íslenska þulu fyrr á öldum. Þulan er höfð eftir sr. Friðriki Eggerz (1802-1894) og brotið, sem líkist færeyska textanum, er á þessa leið:

Einn pottur var brotinn,

annar útskotinn,

þriðji var þar ryðgaður við síðu.

Og síðar segir:

Hvör er sá á þinginu sem bjóða skal? 2)

Tilvísanir:

1. Johannesen, bls. 90.

2. Jón Samsonarson I, bls. ccxvi-ccxvii. Vitnað er í handrit Lbs. 936 4to, bls. 316-317.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.