Fćrsluflokkur: Tónlist
24.11.2016 | 19:07
Lestrarkunnátta Trumps
Blíđmenniđ Dóni Trump hefur góđa tilfinningu fyrir ţví sem hvítir kjósendur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku vilja heyra forsetaframbjóđanda segja. Hann er sömuleiđis nćmur á ađ tala í einföldum texta sem smellpassar í fyrirsagnir dagblađa, netmiđla og sem fyrsta frétt í fréttatímum ljósvakamiđla.
Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ hann vantar ekki nema tvćr milljónir atkvćđa til ađ komast upp ađ hliđ Hildiríđar Clinton, keppinautar hans um embćtti forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku. Hugsanlega hjálpuđu rússneskir tölvuhakkarar og Julian Assange. Ţađ er sama hvađan góđur liđsauki berst. Menn geta alltaf á sig blómum bćtt.
Hitt er verra ađ Dóni Trump er ólćs á tónlistardeildina. Ţar á bć nýtur hann ţví sem nćst einskis stuđnings. Jú, reyndar studdi rapparinn Kenya West frambođ hans. En hafđi ekki rćnu á ađ kjósa hann. Fárveikur andlega.
Frá fyrstu kosningafundum Trumps varđ honum fótaskortur á vali á baráttusöngvum frambođsins. Fram til ţessa dags hefur hann neyđst til ađ skipta út baráttusöngvum vegna mótmćla höfunda og flytjenda. Ţrátt fyrir ađ margir ţeirra hafi veriđ í hans vinahópi. En reyndar flestir ekki í hans vinahópi. Frekar í hópi andstćđinga hans.
Međal ţeirra sem mótmćltu notkun Trumps á söngvum ţeirra má nefna Njál Unga, R.E.M., The Rolling Stones, Aerosmith, Queen, Adela...Ég er ađ gleyma mörgum. Eins og gengur. Ótal fleiri heimsfrćgir tónlistarmenn önduđu og anda köldu ađ Dóna. Allt frá Páli McCartney til Madonnu.
Ţegar nýr forseti er settur formlega í embćtti Bandaríkjaforseta ţá er mikiđ húllumhć. Tónlist skipar hćsta sess í hátíđarhöldunum. Ţetta eru jafnan meiriháttar hljómleikar međ mörgum stćrstu tónlistarnöfnum heims. Spurning er hvernig Dóni afgreiđir dćmiđ. Fyrsta nafn sem opinberađ var viđ innsetningarhátíđ hans var breska tónlistarmannsins Eltons Johns. Ţađ átti ađ undirstrika jákvćđ viđhorf Dóna til samkynhneigđra. Elton var snöggur ađ "beila". Hann vill ekkert međ Dóna ađ gera.
Hvađ međ hćgri-jađar-frjálshyggjurokkarann Mojo Nixon?
![]() |
Elton John mun ekki spila fyrir Trump |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 25.11.2016 kl. 10:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
23.11.2016 | 11:13
Leyndarmál Bowies
Breski fjöllistamađurinn Davíđ Bowie var um margt sérkennilegur náungi. Ţađ er ađ segja fór ekki alltaf fyrirsjáanlega slóđa. Opinskár um sumt en dularfullur um annađ. Hann féll frá fyrr á ţessu ári. Varđ krabbameini ađ bráđ. Ţrátt fyrir vitneskju um um dauđadóm sinn sagđi hann engum frá. Ţess í stađ hljóđritađi hann í kyrrţey plötu, Blackstar, međ djasstónlistarmönnum. Platan kom út í kjölfar dauđa hans. Flott plata. Um margt ólík fyrri plötum hans.
Ađdáendur kappans fóru ţegar ađ lesa út úr textum plötunnar ýmis skilabođ. Hann var ekki vanur ađ kveđa ţannig. Ţađ skiptir ekki máli. Vitandi um dauđdaga sinn hugsar manneskjan öđruvísi en áđur.
Nú hefur komiđ í ljós ađ umbúđir plötunnar eru margrćđari en halda má í fljótu bragđi. Ef umslagiđ er skođađ frá hliđ í tiltekinni birtu sést móta fyrir mynd af vetrarbrautinni. Ef ljós fellur á sérstakan hátt á sjálfa vínylplötuna ţá varpar hún stjörnu á nálćgan vegg.
Međ ţví ađ telja og leggja saman stjörnur í plötubćklingi, blađsíđutal og eitthvađ svoleiđis má fá út fćđingarár Bowies, ´47 (blađsíđutal blađsíđa međ mynd af stjörnu), og aldur á dánardćgri, 69.
Sumir teygja sig nokkuđ langt í ađ lesa út úr plötuumbúđunum. Einhverjir telja sig sjá augu Bowies ţegar stjörnurnar eru speglađar til hálfs.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2016 | 19:17
Leon Russell - persónuleg kynni
Á fyrri hluta áttunda áratugarins lagđi ég stund á svokallađ gagnfrćđinám á Laugarvatni. Einn af skólabrćđrum mínum var ákafur ađdáandi bandaríska tónlistarmannsins Leons Russells. Viđ vorum (og erum enn) báđir međ tónlistarástríđu á háu stigi. Ţess vegna urđum viđ góđir vinir til lífstíđar og herbergisfélagar.
Ég man ekki hvernig viđ afgreiddum tónlistarval herbergisins. Báđir međ sterkar og öfgakenndar skođanir á músík. Okkar gćfa var ađ vera međ afar líkan tónlistarmekk.
Leon Russell var iđulega spilađur undir svefninn.
Um miđjan áttunda áratuginn átti ég erindi til Amarillo í Texas. Sex vikna heimsókn til tengdafólks. Ţá hélt Leon Russell ţar hljómleika. Útihljómleika.
Tengdapabbi ţekkti hljómleikahaldarann. Bađ hann um ađ passa vel upp á okkur turtildúfurnar frá Íslandi. Hann stađsetti okkur fyrir miđju fremst viđ sviđiđ. Ţetta var mín fyrsta utanlandsferđ og allt mjög framandi. Áhorfendur sátu á grasinu. Margir höfđu teppi eđa púđa til ađ sitja á. Ţétt var setiđ fyrir framan sviđiđ. Margir - mjög margir - reyktu gras og létu vindlingana ganga til nćsta manns. Ţetta var hippastemmning.
Ţegar Leon Russell mćtti á sviđ ávarpađi hann áheyrendur. Tilkynnti ađ á hljómleikana vćri mćttir ađdáendur alla leiđ frá Íslandi. Í sama mund var ljóskösturum beint ađ okkur kćrustuparinu. Viđ stóđum upp og veifuđum undir áköfu lófaklappi áhorfenda. Hann bauđ okkur velkomin.
Ţetta var skrítin og skemmtileg upplifun. Góđ skemmtun fyrir tvítugan sveitastrák úr Skagafirđi ađ vera á hljómleikum hjá ćskugođi í Amarillo í Texas 1976.
Áreiđanlega hefđi veriđ minnsta mál í heimi ađ heilsa upp á Leon fyrir eđa eftir hljómleikana. Ég hef hinsvegar hvorki ţá né síđar haft löngun til ađ hitta útlendar (eđa íslenskar) poppstjörnur til ţess eins ađ heilsa ţeim. Ţađ er miklu skemmtilegra ađ hitta gamla vini. Ég átti aldrei orđastađ viđ Leon. En hann afrekađi ţađ ađ kynna mig (samt ekki međ nafni, vel ađ merkja) fyrir ađdáendum sínum og bjóđa mig velkominn á hljómleika sína. Ţađ var til fyrirmyndar á hans ferilsskrá.
Tónlist | Breytt 16.11.2016 kl. 04:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2016 | 21:26
Tónlistarjöfur fallinn frá
Tónlistarstjörnur sem hófu feril á sjötta og sjöunda áratugnum eru margar komnar uppundir og á aldur međalćvilengdar. Ţeim fjölgar ört sem hverfa yfir móđuna miklu. Kanadíska söngvaskáldiđ Leonard Cohen, breska kamelljóniđ David Bowie og nú Suđurríkjarokkarinn Leon Russell. Sá síđastnefndi féll frá fyrr í dag. Hann á merkilegri feril en margur gerir sér grein fyrir. Hann var ekki áskrifandi ađ toppsćtum vinsćldlalistanna. Samt var hann ekki ókunnugur vinsćldalistum. Ekki svo oft undir eigin nafni heldur í slagtogi međ öđrum. Hann spilađi međ Bítlum (öllum nema Paul), Stóns, Dylan, The Byrds, Eric Clapton og Elton John, svo örfáir međreiđarsveinar séu nefndir af ótal.
Leon spilađi á mörg hljóđfćri en var ţekktastur sem píanóleikari. Hann var farsćll söngvahöfundur. Fjöldi ţekktra flytjenda hefur spreytt sig á söngvum hans. Söngrödd hans var sérstćđ. Ađ sumu leyti svipuđ Willie Nelson nema Leon gaf betur í.
Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ hann spilađi á píanó í jómfrúarlagi The Byrds, "Mr. Tambourine Man". Ţađ toppađi vinsćldalista víđa um heim 1965.
1969 fór Bretinn Joe Cocker mikinn á vinsćldalistum međ lag Russels, "Delta Lady". Ţeir Joe túruđu saman undir heitinu Mad Dogs and the English man.
Tónlistarstíll Leons heyrir undir samheitiđ americana (rótartónlist); hrár og ópoppađur blús, kántrý, soul, djass... Ţegar hann gekk lengst í kántrý-inu ţá var ţađ undir nafninu Hank Wilson.
1972 náđi plata Russels, "Carney", 2.sćti bandaríska vinsćldalistans. Var međ svipađa stöđu á vinsćldalistum annarra landa. 2010 náđi platan "The Union" 3ja sćti bandaríska vinsćldalistans. Sú plata er dúettplata međ Eltoni John. Hann hafđi frá unglingsárum dreymt um ađ spila međ uppáhalds píanóleikara sínum, Leon Russell. Fyrir sex árum lét hsnn verđa af ţví ađ bera draumaóskina undir Leon. Til óvćntrar đánćgju tók Leon vel í erindiđ.
Á morgun blogga ég um persónuleg samskipti viđ Leon Russell.
![]() |
Leon Russell látinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 14.11.2016 kl. 09:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2016 | 18:53
Uppreisn gegn stjórnmálaelítunni
Margt ţokkalega vel gefiđ fólk túlkar kosningasigur Dóna Trumps til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku sem uppreisn gegn stjórnmálaelítunni og uppreisn gegn "kerfinu". Uppsafnađri ţreytu og óţoli gagnvart spillingu. Á ensku er ţađ kallađ "rage against the machine".
Sumir vilja meina ađ Brexit, kosning Breta út úr Evrópusambandinu, hafi ráđist af sömu viđhorfum. Einnig uppgangur nýrra íslenskra stjórnmálaflokka: Allt frá Besta flokknum til Pírata, Bjartrar framtíđar og Viđreisnar.
Söluhćsta og áhrifamesta breska tónlistarblađiđ, New Musical Express (NME), hefur tekiđ saman lista yfir bestu uppreisnarsöngva rokksins. Blessunarlega er ekki farin auđvelda leiđin (Bítla-Revolution, Bob Dylan, Sex Pistols og The Clash). Niđurstađan hefur skemmtanagildi. Lögin eru assgoti skemmtileg - burt séđ frá uppreisnaranda textans. Ţetta er skođun NME en ekki mín. Ég geri samt ekki athugasemd. Er sáttur. Lögin eru svo skemmtileg.
1. Creedence Clearwater Revival - Fortunate son
Á dögum hernađar Bandaríkjahers í Víetnam var herskylda í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Synir stjórnmálaelítunnar kunnu hinsvegar ýmsar ađferđir til ađ koma sínum sonum undan herskyldu. Höfundur sönglagsins, John Fogerty, beinir spjótum gegn ţessum forréttindum stjórnmálaelítunnar.
2. Gang of Four - Natural´s Not in It
Bresku frumherjar fönk-pönksins (í lok áttunda áratugarins. Fyrirmynd Red Hot Chili Peppers og Franz Ferdinand) kenna kapítalisma um allt sem miđur fer. Jafnvel misheppnuđu kynlífi.
3. Björk - Declare Independence
Björk hvetur Grćnlendinga og Fćreyinga til ađ rífa sig lausa frá danska sambandsríkinu og krefjast sjálfstćđis. Á hljómleikum í Kína reitti hún yfirvöld til reiđi er hún snéri textanum upp á Tíbeta. Síđan er Björk bönnuđ í fjölmennasta ríki heims.
![]() |
Ţrjú mál í forgangi hjá Trump |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 12.11.2016 kl. 09:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2016 | 18:08
Eindregin ósk um forsćtisráđherra
Mér er ađ mestu sama um ţađ hvernig ný stjórn verđur sett saman. Ţađ er ađ segja hvađa stjórnmálaflokkar mynda meirihluta og ţar međ ríkisstjórn. Eđa hvort ađ ţađ verđur minnihlutastjórn varin af utanstjórnarflokki. Ţetta eru hvort sem er allt kratar. Ţađ sem skilur á milli er smotterí sem er ekki á dagskrá nćstu árin. Til ađ mynda upptaka nýs gjaldeyris eđa umsókn um inngöngu í Evrópusambandiđ.
Nćst á dagskrá er endurreisn heilbrigđiskerfisins, bćttur hagur öryrkja og aldrađra, meiri spilling og meira pönkrokk. Allir geta náđ sátt um ţađ.
Mín ósk um nýja ríkisstjórn er ađ Óttar Proppe verđi forsćtisráđherra. Hann hefur samiđ langbestu lögin af öllum sem sćti eiga á Alţingi. Hann hefur ort flottustu og skondustu textana. Hann syngur töffađast. Hann hefur gert bestu myndböndin. Sjá hér fyrir ofan og neđan. Hann á flottustu fötin.
![]() |
Vilja Benedikt sem forsćtisráđherra |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2016 | 15:01
Bestu lög Dylans
Fyrir röskum hálfum mánuđi tilkynnti sćnska Nóbelsakademían frá ţeim tíđindum ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan fengi Nóbelsverđlaunin í bókmenntum ţetta áriđ. Frá ţessu var skýrt á heimasíđu skáldsins og einnig á Fésbókarsíđu hans. Nokkrum dögum síđar var fréttin fjarlćgđ af heimasíđunni en ekki af Fésinu.
Ekki náđist á Dylan sjálfum. Hann var á hljómleikaferđ erlendis og sinnti ekki síma. Vegna ţessa óttađist Nóbelsakademían ađ hann myndi ekki veita verđlaununum viđtöku. Taugaveiklun greip um sig í herbúđunum.
Bob Dylan er ólíkindatól og ekki fyrirsjáanlegur. Nú hefur hann komist í síma og hringt í Nóbelsakademíuna. Hann er snortinn yfir heiđrinum og ćtlar ađ mćta viđ afhendingarathöfnina. Akademían andar léttar og hefur tekiđ gleđi sína á ný. Ţađ er fyrir mestu.
Í maí varđ Dylan hálfáttrćđur. Viđ ţau tímamót birti ég á ţessum vettvangi vandađa samantekt breska tímaritsins Uncut yfir bestu lög Dylans. Ţetta má sjá međ ţví ađ smella HÉR
![]() |
Dylan var orđlaus |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2016 | 15:23
Sjö tónlistarmenn á sjúkrahús eftir ađ hafa neitađ ađ fara úr jökkunum
Ţađ er vandlifađ í heimi tískunnar. Konur stórskađa á sér fćturna ţegar ţćr ganga í skóm međ alltof háum hćlum. Fjöldi ţarf ađ fara reglulega í ađgerđ á sjúkrahúsi vegna ţessa. Samt lćtur engin sér segjast. Tískan kallar.
Í tónlistarheimi ríkja tískustraumar. Leđurfatnađur hefur löngum fylgt rokkinu. Strax á upphafsárum rokksins um miđjan sjötta áratuginn klćddist Elvis Presley leđurgalla á sviđi. Fyrirmyndina sótti hann í kvikmyndaleikarann Marlon Brando.
Bítlarnir klćddust leđurgalla á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Á seinni hluta áratugarins klćddust hippar leđurfatnađi. Til ađ mynda Jim Morrison forsprakki The Doors. Á áttunda áratugnum fóru ţungarokkarar í leđurgalla. Ţegar pönkiđ mćtti til leiks á síđari hluta áratugarins varđ leđurjakkinn einkennistákn. Á hann var smellt fjölda járngadda ásamt ţví sem barmnćlum var hlađiđ á.
Í heitari löndum er leđurgalli vandamál. Hann hitnar og getur breyst í hrađsuđuketil. Leđriđ er svo ţétt efni ađ ţađ hleypir hvorki hita né svita út. Ţetta fengu liđsmenn bandarísku pönksveitarinnar AIDs Monkey ađ reyna á hljómleikum í Arizona.
Hljómleikarnir hófust síđdegis. Hitastigiđ 47° á selsíus. Hljómleikahaldaranum leist ekki á blikuna. Hann vildi fresta hljómleikunum til klukkan hálf 10. Ţá vćri fariđ ađ kólna. Hljómsveitin tók ţađ ekki í mál. Né heldur ađ fara úr leđurjökkunum á sviđi.
Sem betur fer var ađsókn afar drćm. Fólk hélt sig heima fyrir framan kćliviftur. Ađeins 15 borguđu sig inn.
Ţegar tímasetningunni varđ ekki haggađ hvatti hljómleikahaldarinn viđstadda til ađ fara úr jökkunum. Ţví var harđneitađ. Hljómsveitinni tókst ađ spila í 17 mínútur áđur en hún leiđ útaf. Fjórir liđsmenn voru í snarhasti fluttir rćnulitlir á sjúkrahús ásamt 3 áhorfendum úr annarri hljómsveit.
![]() |
Ţessi jakki er ađ gera allt vitlaust |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 3.9.2017 kl. 14:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2016 | 10:35
Poppstjörnur á Alţingi
Stjórnmálamenn eru heilt yfir ástríđufullir tónlistarunnendur. Margir ţeirra spila á hljóđfćri og flestir bresta í söng af litlu tilefni. Nćgir ađ nefna Árna Johnsen, Róbert Marshall og Guđmund Steingrímsson. Hljómsveitin Upplyfting er skipuđ Framsóknarmönnum og Gildran skipuđ Vinstri-grćnum. Besti flokkurinn var ađ uppistöđu til skipađur tónlistarfólki, sem og Björt framtíđ. Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, var ađ senda frá sér glćsilega plötu međ frumsömdum söngvum.
Fjöldi poppstjarna er í frambođi til Alţingis núna á laugardaginn. Ţar á međal formađur Bjartrar framtíđar, Óttar Proppé. Hann leiđir listann í SV-kjördćmi og er söngvari hljómsveita á borđ viđ Ham, Dr. Spock og Rass. Hinn söngvari Ham, Sigurjón Kjartansson, og bassaleikarinn, S. Björn Blöndal borgarfulltrúi, eru einnig á frambođslista Bjartrar framtíđar. Ađrir borgarfulltrúar, Karl Sigurđsson í Baggalúti og Einar Örn "Sykurmoli", eru líka á listanum.
Píanóleikarinn og Alţingismađurinn Illugi Gunnarsson er í heiđurssćti Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík-suđur. Hann hefur setiđ á Alţingi til margra ára og er menntamálaráđherra.
Á frambođslista Vinstri-grćnna eru Björn Valur Gíslason, söngvari og gítarleikari Rođlaust og beinlaust; svo og gítarhetjurnar Gunnar Ţórđarson og Björgvin Gíslason, ađ ógleymdum Ragnari Kjartanssyni og söngkonunni Sigríđi Thorlacius.
Á frambođslista Samfylkingarinnar eru feđginin Margrét Gauja Magnúsdóttir og Magnús Kjartansson. Ţau eru ţekkt fyrir lagiđ "Sólarsamba". Ţađ skorađi hátt í Söngvakeppni sjónvarpsins á níunda áratugnum. Magnús hefur spilađ međ mörgum ţekktustu hljómsveitum landsins. Ţar af Trúbroti, Óđmönnum, Júdas, Brimkló, Haukum og Brunaliđinu. Međfram var hann bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins í Hafnarfirđi. Svala Björgvins og Ţorsteinn Eggertsson eru ennfremur á frambođslista Samfylkingarinnar. Svala er í heimsţekktu hljómsveitinni Steed Lord. Ţorsteinn er ţekktur rokksöngvari. Var á sínum tíma kallađur "íslenskur Elvis" og söng síđar í hljómsveitinni Rokkbrćđrum. Hann er afkastamesti textahöfundur landsins.
Á frambođslista Dögunar er hljómborđsleikarinn og söngkonan Ásthildur Cesil Ţórđardóttir. Hún spilađi međ ýmsum helstu danshljómsveitum Vestfjarđa. Á landsvísu er hún kunnust fyrir kvennahljómsveitina Sokkabandiđ.
Á frambođslista Flokks fólksins eru Inga Sćland, Ţollý Rósmundsdóttir og Sveinn Guđjónsson. Inga sló í gegn í X-factor fyrir nokkrum árum. Ţollý heldur úti skemmtilegri blúshljómsveit kenndri viđ hennar nafn. Sveinn hefur spilađ á hljómborđ og sungiđ međ mörgum hljómsveitum. Hćst ber Roof Tops.
Gítarleikarinn, söngvarinn og söngvahöfundurinn Lýđur Árnason er á frambođslista Pírata.
Leiđtogi Alţýđufylkingarinnar, Ţorvaldur Ţorvaldsson, skemmtir međ öguđum söng. Hann er mikill söngvari.
Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum sem eiga heima í ţessari samantekt. Ábendingar eru vel ţegnar.
Tónlist | Breytt 5.11.2016 kl. 16:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2016 | 21:10
Tónlist Ólafs F. Magnússonar í spilun erlendis
Internetiđ er skemmtilegt. Ekki síst Fésbókin. Ţar kynnist fólk hvađanćva úr heiminum međ sömu áhugamál. Ţetta gerist sjálfkrafa. Allt í einu er ég orđinn Fésbókarvinur annarra međ sömu ástríđu fyrir tónlist og ég. Forrit Fésbókar stýra ţessu. Gott mál.
Einn góđan veđurdag var ţýskur útvarpsmađur, Tom Nettie, orđinn Fésbókarvinur minn. Ég held ađ ţar áđur hafi leiđir legiđ saman á einhverjum tónlistarsíđum Fésbókar. Ég fékk einkapóst frá honum međ fyrirspurn um Ólaf F. Magnússon. Lagiđ "Máttur gćskunnar" - sem ég póstađi á Fésbókarsíđu minni - heillađi hann.
Tom er međ tveggja tíma kvöldţátt, The Golden Circle of Good Music, á föstudagskvöldum á ensku útvarpsstöđinni Phoenix: https:/www.facebook.com/events/362216267452447/. Hann er einnig međ - ásamt konu sinni - podcast ţćtti á ţýsku. Hann hefur veriđ međ lagiđ í fastri spilun síđustu vikur. Hér má heyra ţađ á mínútu 43: http://andreaduenkel.podomatic.com/entry/2016-10-22T07_01_41-07_00
Nú er Tom líka byrjađur ađ spila lag Ólafs, "Ekki láta ţá sökkva", svo sem heyra má á mínútu 37:30 í sérţćtti um norđur-evrópska tónlist.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)