Fćrsluflokkur: Tónlist
30.11.2015 | 20:47
Orđaleikir Jóns Ţorleifs
Jón Ţorleifsson, rithöfundur og verkamađur, var orđhagur. Ţegar best lét var hann talandi skáld. Stökur hrukku upp úr honum af minnsta tilefni. Verra var ađ undir hćl var lagt hvort ađ hann hélt ţeim til haga. Margar gleymdust jafn óđum.
Einn daginn birtist Jón međ sjúkraumbúđir og plástra yfir enniđ. Mér brá viđ og spurđi tíđinda. Jón svarađi ţví til ađ mađur međ hárbeittan hníf ađ vopni hafi lagt til sín. Góđu fréttirnar vćru ţćr ađ atlagan hafi ekki beinst ađ öđrum líkamshlutum. "Ég held fullri heilsu og ţađ skiptir mestu máli," útskýrđi hann.
Viđ nánara spjall kom í ljós ađ Jón hafđi leitađ til lýtalćknis. Hann hafđi látiđ fjarlćgja hnúđ af enninu. Honum var stríđni af ţessum hnýfli. Vegna hans var hann uppnefndur Jón kindarhaus. Uppnefniđ var ósmekklegt og Jón tók ţađ nćrri sér. Margir áttuđu sig ekki á ţví. Jón var algengasta karlmannsnafn á Íslandi. Menn sem umgengust marga Jóna ađgreindu ţá međ uppnefnum.
Ţađ sem fyllti mćlinn hjá Jóni var pistill í Lesbók Morgunblađsins eftir Ólaf Ormsson, rithöfund. Í pistlinum rifjađi hann upp samskipti viđ samtíđamenn. Jón var ţar nefndur ásamt öđrum í upptalningu án ţess ađ hans vćri frekar getiđ. Ţarna var hann nefndur Jón kindarhaus. Ég er ţess fullviss ađ Ólafi gekk ekkert illt til. En vissulega var ţetta ónćrgćtiđ og ruddalegt. Jón sýndi mér ţessa blađagrein og var mikiđ niđri fyrir. Honum var ţađ mikiđ brugđiđ viđ ađ hann lét ţegar í stađ fjarlćgja hnúđinn. Svo vildi til ađ á sama tíma spurđi barnung systurdóttir mín Jón í sakleysi ađ ţví af hverju hann vćri međ "kúlu á enninu".
Framhald á morgun.
Fleiri sögur af Jóni má lesa međ ţví ađ smella HÉR
Tónlist | Breytt 1.12.2015 kl. 10:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2015 | 20:41
Bestu plötur tíunda áratugarins
Breska tónlistarblađiđ Q hefur tekiđ saman lista yfir bestu plötur tíunda áratugar síđustu aldar. Listinn byggir á niđurstöđu margra helstu engilsaxneskra poppara. Hann ber ţess merki. Sem er ekki nema ágćtt í ađra röndina Engilsaxneskir popparar eru ráđandi á heimsmarkađi.
Ţessar plötur rađa sér í efstu sćtin. Fátt kemur á óvart. Og ekki ástćđa til hávćrra mótmćla.
1. OK Computer međ Radiohead
2 Maxinquaye međ Tricky
3 In Utero međ Nirvana (Nevermind er "ađeins" í 29 sćti)
4 Grace međ Jeff Buckley
5 Ill Communication međ Beastie Boys
6 Deput međ Björk (Homogenic er í 97. sćti)
7 Endtroducing međ DJ Shadow
8 Definitely Maybe međ Oasis
9 Diffrent Class međ Pulp
10 Dig Your Owen Hole međ The Chemical Brothers
Tónlist | Breytt 28.11.2015 kl. 07:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2015 | 11:04
Verđur ađ sjá
Wayn.com er bresk netsíđa. Nafniđ stendur fyrir Where Are You Now? Hún er vettvangur og málgagn ferđamanna og ferđalaga. Notendur eru um 20 milljónir og dreifast út um allan heim. Birtur er á síđunni listi undir fyrirsögninni "Top Things to do in Scandinavia". Í undirfyrirsögn segir ađ Svíţjóđ, Noregur og Danmörk séu ćsispennandi áfangastađur ađ sćkja heim.
Fyrst er flaggađ norđurljósum yfir Noregi. Fariđ er mörgum fögrum orđum um ţau. Wayn-verjum yfirsést ađ norđurljósin yfir Íslandi eru miklu flottari.
Nćst er vísađ á Legoland í Danmörku. Ungum sem öldnum er lofađ ađ ţar muni ţeir upplifa skemmtun ćvi sinnar. Ekkert nema gott um ţađ ađ segja.
Í 3ja sćti er Rósenborgar-kastali í Danmörku. Nefnt er ađ fleiri áhugaverđa kastala megi finna í Danmörku.
Í 4đa sćti er Bláa lóniđ. Ţađ er sagt vera besta stađ til slökunar sem völ er á. Lóniđ hafi unniđ til verđlauna og sé Íslands dýrasta djásn.
Í 5. sćti er Tívolí-garđurinn í Danmörku.
Í 6. sćti er Stokkhólmur, höfuđborg Svíţjóđar. Hún er snilld.
Ađ lokum er tiltekiđ ađ ferđalangur um Skandinavíu verđi ađ komast i hvalaskođun viđ Noreg eđa Ísland.
Í upptalninguna Wayn vantar sárlega Fćreyjar. Ég lćt hér fylgja međ tvćr myndir ţađan ţví til sönnunar:
Tónlist | Breytt 19.10.2016 kl. 20:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2015 | 21:22
Lćtur rannsaka hvort ađ hann sé blökkumađur
Frá ţví ađ Tom Jones skreiđ upp úr kolanámu í Wales á sjöunda áratugnum og tók lagiđ hefur hann legiđ undir grun um ađ vera blökkumađur. Hann hefur eđlilega ekkert veriđ ósáttur viđ ţađ. Samt án ţess ađ finna ţví stađ í ćttarskrá sinni.
Sterk söngrödd hans hefur ćtíđ ţótt vera mjög svört. Hann hefur jafnframt sótt í blökkumannatónlist allt frá sálarpoppi til blús. Hann upplifir sig eins og heimagang í söngvum blökkumanna á borđ viđ Prince og Leadbelly. Hörundslitur hans er dökkur á breskan mćlikvarđa. Háriđ krullađ. Andlitsfalliđ líkt Doddssyni.
Eftir ađ hafa náđ miklum vinsćldum í Bretlandi og Evrópu náđi Tom inn á bandaríska markađinn. Í ţarlendum fjölmiđlum var iđulega gengiđ út frá ţví sem vísu ađ hann vćri blökkumađur.
Nú hefur hann sjálfur afráđiđ ađ komast ađ sannleikanum um uppruna sinn. Hann hefur fariđ fram á DNA rannsókn til ađ fá ţetta á hreint. Blökkumenn hafa veriđ fágćtir gestir í Wales. Vitađ er ađ ţeir fáu sem áttu leiđ um nutu kvenhylli. Ţađ var engu ađ siđur í leynum.
Tom býđur spenntur eftir niđurstöđu DNA rannsóknar. Vonast - frekar en hitt - eftir ţví ađ hún stađfesti ađ hann sé blökkumađur.
Tónlist | Breytt 3.11.2015 kl. 21:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
28.9.2015 | 20:38
5 ára trommusnillingur
Hún var varla byrjuđ ađ skríđa, brasilíska stelpan Eduarda Henklein, ţegar hún trommađi á allt sem hćgt var ađ tromma á. Foreldrarnir keyptu handa henni leikfangatrommusett ţegar hún byrjađi ađ ganga. ţađ var eins og viđ manninn mćlt; hún trommađi daginn út og inn.
Fjögurra ára er hún komin međ stórt alvöru trommusett og trommar af krafti. Hún nennir ekki ađ hlusta á létt popp. Hún vill bara hart og krefjandi rokk. Hér afgreiđir hún System of a Down. Og ekki gleymir hún bassatrommunni međ hćgri fćtinum. Bleika barnarúmiđ hennar í bakgrunni stingur í stúf viđ harđa rokkiđ:
Skemmtilegast er ţegar hún, fimm ára, trommar Led Zeppelin. Ţví miđur eru ţau dćmi án hljóđs á ţútúpunni vegna höfundarréttar. Ég hef séđ ţau međ hljóđi en tekst ekki ađ deila ţeim hér inn. Trommumyndbönd án hljóđs eru ekki skemmtileg. En ţađ er líka gaman ađ sjá og heyra hana tromma Deep Purple.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2015 | 21:58
Ísland mun hagnast gríđarlega á viđskiptabanninu
Undir lok áttunda áratugarins sendi bandaríski tónlistarmađurinn Frank Zappa frá sér tvöfalda plötu, "Sheik Yerbouti". Nafniđ var orđaleikur; snúiđ út úr heiti vinsćls dćgurlags, "Shake Your Body" međ hljómsveitinni KC and the Sunshine Band. Framburđur á nafni lagsins og plötu Zappa var eins.
Á framhliđ plötutvennunnar var Zappa međ höfuđbúnađ sem sómir vel hvađa arabískum olíusjeik sem er. Ţađ var hluti af orđaleiknum. Eitt af lykilnúmerum plötusamlokunnar var "Jewish Princess". Klćminn texti. Margir töldu Zappa skjóta sig í báđa fćtur međ ţví ađ reita gyđinga til reiđi međ uppátćkinu. Hann hafđi komist upp međ margt sprelliđ fram til ţessa. Međal annars vegiđ gróflega ađ Bítlunum. Ţegar ţeir sendu frá sér tímamótaverkiđ "Sgt. Peppers..." gaf Zappa út plötu međ samskonar plötuumslagi, "We are only in it for the Money".
"Sheik Yerbouti" var fyrsta plata sem Zappa gaf sjálfur út eftir ađ hafa veriđ skjólstćđingur ráđandi plöturisa. Á ţessum tíma áttu ný plötufyrirtćki á bratta ađ sćkja. Markađnum var stýrt af örfáum plöturisum.
Eins og spáđ hafđi veriđ brugđust samtök gyđinga ókvćđa viđ. Zappa var bannfćrđur ţvers og kruss. Hann var settur á svartan lista. Fjöldi útvarpsstöđva ţorđi ekki ađ snerta međ litla fingri á plötum hans. Síst af öllu "Sheik Yerbouti".
Ţetta vakti athygli í heimspressunni. Almenningur varđ forvitinn. Hvađ var svona hćttulegt viđ ţessa plötu? Hvađ var ţađ í laginu "Jewish Princess" sem kallađi á bannfćringu gyđinga?
Leikar fóru ţannig ađ platan fékk athygli í pressunni. Ekki síst lagiđ um gyđingaprinsessuna. Litla plötufyrirtćkiđ hans Zappa stimplađi sig rćkilega inn á markađinn til frambúđar. Platan seldist í á ţriđju milljón eintaka. Hvorki fyrr né síđar hefur plata međ Zappa náđ viđlíka árangri.
Zappa sem áđur var bara dálćti sérvitringa varđ súperstjarna og auđmađur. Hann keypti auglýsingu í New York Times eđa álíka blađi. Ţar ţakkađi hann gyđingum kćrlega fyrir fyrir viđbrögđin og athyglina. Hann sagđist ćtla ađ fá kaţólikka til auglýsa nćstu plötu. Ţeir féllu ekki fyrir bragđinu.
Tónlist | Breytt 23.9.2015 kl. 10:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
21.9.2015 | 20:32
Sannspá rokkhljómsveit
Á síđustu öld - nánar tiltekiđ fyrir 16 árum - sendi bandarísk rapp-hipphopp-fönk-pönk-metal hljómsveit, Rage Against the Machine, frá sér tónlistarmyndband. Í ţví - og texta lagsins - er ýjađ ađ vaxandi auđrćđi. Eđa eitthvađ svoleiđis. Ef ađ vel er ađ gáđ má sjá í myndbandinu myndbrot ţar sem bođađ er frambođ hálfskoska auđmannsins litríka og skemmtilega, Donalds Trumps, til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.
Ţarna, á síđustu öld, ţótti ţetta vera barnalegt sprell; tákn um stöđuna fremur en eitthvađ sem yrđi raunin. Sumum ţótti hljómsveitin seilast heldur langt međ fráleitu uppátćkinu. Donald hafđi ađ vísu á ţessum tíma tekiđ upp á ţví ađ fjárfesta í forsetaframbođum tiltekinna kandídata. En gjörsamlega út í hött var taliđ ađ hann myndi taka upp á ţví ađ nota auđćvi sín til ađ sćkjast sjálfur eftir forsetaembćtti. Gert var grín ađ Rage Against the Machine fyrir fara svona yfir strikiđ í óraunhćfu sprelli.
Í myndbandinu sést ţetta "uppdiktađa" auglýsingaspjald (sem í dag er raunveruleiki og áberandi í heimsfréttum):
Alveg burt séđ frá ţessu og öđru sem snýr ađ meintu vaxandi auđrćđi í Bandaríkjum Norđur-Ameríku (og víđar) og frambođi Trumps ţá er lagiđ dúndur flott.
Til gamans má geta ađ síđustu ár hefur trommari Rage Against the Machine, Brad Wilk, veriđ einnig trommari Black Sabbath. Gítarleikarinn, Tom Morello, er ađ auki gítarleikari Ozzy(s) Osbourne(s) (Black Sabbath) og Brúsa Springsteens.
![]() |
Vissu ekki um milljarđana |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 22.9.2015 kl. 09:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2015 | 22:41
Tónlistarmenn sem misstu af heimsfrćgđ á ögurstundu
Ţađ geta ekki allir orđiđ ofurríkar poppstjörnur. Af 1000 sem reyna er kannski einn sem nćr árangri. Sumir stređa alla ćvi án árangurs. Heimildarmynd um kanadísku hljómsveitina Anvil kemur ţví vel til skila ađ eitt er ađ vera á ţröskuldi heimsfrćgđar. Annađ ađ komast á ţröskuldinn en ná ekki yfir hann.
Heimsfrćgđ og auđćvi skila ekki alltaf hamingju og langlífi. 27 ára klúbburinn er svartur skuggi yfir rokksögunni. Allt ţetta hćfileikamikla fólk sem framtíđin blasti viđ en yfirgaf jarđvist 27 ára: Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones, Robert Johnson, Amy Winehouse, Kurt Cobain og svo margir ađrir. Gram Parson var ađeins 26 ára.
Svo eru ţađ hinir sem voru á barmi ţess ađ verđa súperstjörnur en misstu af á lokaspretti.
Einn heitir Tony Chapman. Hann var trommari The Rolling Stones. Hann kom međ bassaleikarann Bill Wyman inn í hljómsveitina. Honum ţótti hljómsveitin ekki halda nćgilegri tryggđ viđ blúsinn. Rollingarnir voru of mikiđ rokk og ról fyrir hans smekk. Charlie Watts tók viđ trommukjuđunum og hefur síđan veriđ einn af frćgustu og tekjuhćstu trommurum rokksögunnar.
Fyrsti trommari Bítlanna var Pete Best. Hann var í Bítlunum 1960 til 1962. Hann ţótti snoppufríđur og naut mestrar kvenhylli Bítla. Illar tungur segja ađ ţađ hafi átt einhvern ţátt í ţví ađ ađrir Bítlar vildu sparka honum úr hljómsveitinni. Minna illar tungur segja ađ hann hafi ekki ţótt nógu góđur trommari. Einnig ađ hann hafi ekki blandađ geđi viđ hina Bítlana Ţeir hinir dópuđu og voru hálf geggjađir. Hann var ţögull og hélt sig til hliđar. Svo eignuđust Bítlarnir bráđskemmtilegan drykkjufélaga, Ringó Starr. Hann var ađ auki dúndur góđur trommari. Hann var í töluvert frćgari hljómsveit, Rory & The Hurricanes. En lét sig hafa ţađ ađ ganga til liđs viđ drykkjufélaga sína í Bítlunum.
Pete Best sat eftir međ sárt enni. Lagđist í langvarandi ţunglyndi. Reyndi sjálfsvíg ítrekađ og allskonar vesen. En tók gleđi sína ţegar breska útvarpsfélagiđ BBC gaf út plötur međ upptökum međ Bítlunum í árdaga hljómsveitarinnar. ţá fékk Pete 600 milljónir ísl kr. í eingreiđslu. Hefur veriđ nokkuđ sprćkur síđan. Hann hefur alla tíđ gert út hljómsveit. En töluvert vantar upp á ađ hún sé samkeppnisfćr viđ Bítlana.
Tveir af stofnendum The Clash urđu af lestinni. Annar er gítarleikarinn Keith Levene. Hinn trommarinn Terry Chimes. Keith er frábćr gítarleikari og gerđi ţađ síđar gott međ hljómsveit Johnnys Rottens (Sex Pistols), PIL. Vandamáliđ er ađ flestum ţykir Keith vera afskaplega leiđinlegur.
Fyrsti trommari The Clash, Terry Chimes, vann sér ţađ til óhelgi ađ vera hallur undir breska Íhaldsflokkinn, Tory. Á umslagi fyrstu plötu The Clash er hann skráđur undir nafninu Tory Crimes (Íhaldsglćpur). Hann var rekinn úr hljómsveitinni áđur en sú plata var fullunnin. Síđar spilađi hann međ Black Sabbath, Billy Idol og löngu siđar í íhlaupum međ The Clash.
Tónlist | Breytt 7.9.2016 kl. 11:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2015 | 11:24
Forsetaframbjóđandi misstígur sig
Ég hef aldrei nennt ađ fylgjast međ vali republikana á frambjóđanda til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku. Enda kemur mér ţađ ekkert viđ. Nú er öldin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng. Einn af frambjóđendunum er litríkur. Ţađ er góđ skemmtun ađ fylgjast međ Trump. Ţađ gustar af honum. Sjálfur lýsir hann keppinautum sínum sem dusilmennum. Gufum og görmum. Sennilega er eitthvađ til í ţví. Án ţess ađ ég hafi kynnt mér neitt um ţá virđist mér sem ţetta sé hópur snyrtilega klipptra og greiddra eldri hvítra karlmanna í grálitum jakkafötum.
Trump er hálfskoskur. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Skotlandi. Ţá vildi Trump kaupa Skotland og breyta ţví í golfvöll. En nú vill hann verđa forseti.
Í upphafi kosningabaráttu sinnar gerđi Trump út á baráttulag eftir Njál Unga, "Rockin in The Free World". Njáll brást hinn versti viđ. Harđbannađi Trump ađ nota lagiđ. Umbođsmađur Njáls var ţó búinn ađ leyfa notkun lagsins og fá pening frá Trump fyrir. Ţetta varđ Trump til töluverđrar háđungar. Ţađ styrkti mjög stöđu hans međal reppanna.
Eftir miklar vangaveltur og vandrćđagang kynnti Trump til leiks nýtt kosningalag. Ţađ er "It´s The End Of The World As We Know It (And I Feel Fine)" međ hljómsveitinni REM. Nú hafa liđsmenn REM sameinast um ađ banna Trump ađ nota lagiđ. Ekki nóg međ ţađ. Ţeir tala líka illa um hann og hans viđhorf. Í yfirlýsingu hvetja ţeir Trump til ađ hafa mök viđ sjálfan sig (fuck yourselves). Ţeir lýsa honum sem aumkunarverđu, athyglissjúku og valdagráđugu lítilmenni.
Ţetta mun tryggja Trump yfirburđasigur međal reppa.
Trump lćtur framleiđa fyrir sig hálsbindi, skyrtur og allskonar fyrir lítinn pening úti í Kína. Eitt af baráttumálum hans er ađ ná allri framleiđslu á bandarískum vörum úr höndum Kínverja og láta Bandaríkjamenn sjálfa framleiđa bandarískar vörur. Ţetta er honum svo mikiđ hjartans mál ađ hann á ţađ til ađ hrópa orđiđ "China, China, China" upp úr svefni heilu og hálfu nćturnar.
Einnig hefur orđiđ vart viđ ađ ţegar hann heldur sig vera í einrúmi ţá tautar hann stöđugt "China, China, China" fyrir munni sér.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
6.9.2015 | 21:28
Plötuumsögn
- Flytjandi: Frćbbblarnir
- Einkunn: *****
Hljómsveitin Frćbbblarnir er nćstum ţví jafnaldri pönkisins. Pönkiđ varđ til í Bandaríkjunum um miđjan áttunda áratuginn (The Ramones, Blondie, Patti Smith, Television...). Í kjölfariđ varđ pönkbylting í Bretlandi á síđari hluta áttunda áratugarins (Sex Pistols, Clash, Damned, Buzzcocks...). Ţá mćttu Frćbbblarnir sprćkir til leiks. Urđu fljótlega áberandi og áttu stórleik í íslensku pönksenunni, sem um og upp úr 1980 var kennd viđ "Rokk í Reykjavík".
Frćbbblarnir eru lífseigasta íslenska pönksveitin. Jafnframt sú sem hefur elst hvađ best. Ferskur gustur og skemmtilegt pönk hefur alltaf einkennt Frćbbblana. Snotrar lagasmíđar og kjaftforir textar. Ţeir hafa stađist tímans tönn međ glćsibrag ekki síđur en tónlistin. Lög eins og "Bjór", "Í nótt", "Hippar" og "CBGBs" eru fyrir löngu síđan orđin klassískar rokkperlur. Og mörg fleiri úr Frćbbbla-söngbókinni til viđbótar.
Í dag eru liđsmenn Frćbbblanna: Valgarđur Guđjónsson (söngur, gítar), Guđmundur Ţór Gunnarsson (trommur), Helgi Briem (bassi), Arnór Snorrason (gítar, bakraddir), Ríkharđur H. Friđriksson (gítar), Iđunn Magnúsdóttir (bakraddir) og Ţorsteinn Hallgrímsson (bakraddir).
Nýjasta plata Frćbbblanna, "Í hnotskurn", er konfektkassi. Hvert og eitt einasta lag er gómsćtur moli.
Platan hefst á teygđu rafgítarýlfri lagsins "Stagl". Svo er undiđ sér í vinalega grípandi pönklaglínu. Notalegar og nettar laglínur eru eitt af höfuđeinkennum Frćbbblanna. Lagiđ er haganlega brotiđ upp međ hrađmćltri söngţulu. Uppskriftin er ekki langt frá "Anthrax" međ Gang of Four. Samt engin stćling og gjörólík melódía. Hljóđfćraleikur er drífandi en söngur Valgarđs afslappađur og settlegur utan ţulutextans. Í textanum er tekiđ ţéttingsfast í hnakkadrambiđ á röppurum og ţeir hristir til eins og óţekkir hvolpar.
Nćsta lag, "My Perfect Seven", er lauflétt međ björtum gítarhljómi. Bassagítar er ađ vanda framarlega í hljóđblöndun; söngrćnn, sterkur og leikandi. Góđ laglína. Viđlag er keyrt upp međ hörđum rafgítar. Hann er snyrtilegur og fagmannlegur út alla plötuna. Á ţessari plötu er hljóđfćraleikur fágađri en á fyrri plötum Frćbbblana. Ţó ţađ nú vćri. Ţetta er nćstum fertug hljómsveit. Hún er heiđarleg. Hvergi ađ ţykjast neitt. Hvergi ađ rembast viđ ađ hljóma öđru vísi en sú nćstum fertuga pönkhljómsveit sem hún er. Hokin af reynslu í jákvćđustu merkingu.
Í hćrri tónum svipar söngstíl Valgarđs til Davids Thomas í Pere Ubu. Auđţekkjanlegur söngur Valgarđs er sterkasta vörumerki hljómsveitarinnar. Hann smellpassar viđ allt sem pönkhljómsveitin stendur fyrir og varđveitir sérkenni hennar glćsilega. Söngurinn er einn veigamesti "karakter" Frćbbblanna.
Ţriđja lagiđ, "Brains", hefst á kitlandi sparlegum gítarleik og sterkri sönglínu. Skerpt er á henni er á líđur međ sólógítarlínu og samsöng í viđlagi. Ţađ vantar ekki mikiđ upp á ađ örli á kántrýstemmningu. En munar ţví sem munar.
Fjórđa lagiđ, "Nines", er pönkađ ska. Frćbbblarnir hafa löngum gćlt viđ ska. Viđlagiđ er hlýlegur samsöngskafli međ góđu risi. Ég hef ítrekađ stađiđ mig ađ ţví ađ vera farinn ađ raula ósjálfrátt međ í viđlaginu. Slíkt er hrífandi ađdráttarafl ţess.
Nćstu lög, "A Folk In The Future" og "Judge A Pope Just By The Cover", eru fastheldiđ og snöfurlegt pönk. Ţađ síđarnefnda er grimmara. Munar ţar um ađ söngur Valla er reiđilegur og ţróttmikill. Trommuleikur Guđmundar Gunnarssonar (Tappinn, Das Kapital) er kröftugur, ákafur, ţéttur og lipur. Ţannig er hann plötuna út í gegn ađ segja má. Snilldar trommari. Titillinn talar sínu máli um yrkisefniđ. Í texta fyrrnefnda lagsins er skotiđ ţéttingsfast á spákonur og ţessháttar.
Titillagiđ, "Í hnotskurn", er ađ hluta undir ljúfum ska-áhrifum í bland viđ hart pönk. Ég túlka textann sem hugleiđingu eđa gagnrýni á ţá sem taka hátíđlega safn aldagamalla ćvintýraţjóđsagna frá Arabíuskaga.
Inngangskafli áttunda lagsins, "Bugging Leo", hljómar eins og keltneskur kráarslagari sé ađ detta í hús. En beygir síđan í kántrý. Eđa öllu heldur kántrý-polka. Lauflettan og dansvćnan. Sólógítarleikur er eins og klipptur út úr ítölskum spahettívestra.
Níunda lagiđ, "Young In New York", er dansandi létt nýbylgjurokk.
Pönkiđ tekur viđ í tíunda laginu, "Bergmáli". Međ lagni má greina örlítiđ bergmál frá ska-pönki. Í textanum hreykir Valli sér verđskuldađ af ţví ađ hafa haft rétt fyrir sér er hann orti texta lagsins "Bjór" á dögum bjórbannsins fáránlega á Íslandi. Í dag er bjórbanniđ ađhlátursefni og öllum til skammar sem vörđu ţađ í áratugi og börđust fyrir ţví fram á síđasta dag.
Nćst síđast lagiđ, "Dante", jađrar viđ ađ vera kántrýballađa (alt-country) međ pönkkafla.
Lokalagiđ, "Immortal", er mitt uppáhalds. Hart og hratt pönk. Góđ keyrsla, fjör og geislandi spilagleđi. Frábćrt lokalag.
Ég er sennilega búinn ađ hlusta um 50 sinnum á ţessa plötu. Fć ekki nóg af henni. Hún er einstaklega vel heppnuđ og umfram allt skemmtileg. Rosalega skemmtileg út í eitt. Fjölbreytt og kraftmikil. Spilagleđin er smitandi. Ţó ađ áriđ sé ekki liđiđ í aldanna skaut ţá segi ég og skrifa: "Í hnotskurn" er besta plata ársins 2015. Plata ársins!
Tónlist | Breytt 7.10.2015 kl. 18:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)