Fćrsluflokkur: Tónlist

Í fangelsi fyrir ađ spila rokk

  
  Rokktónlist hefur veriđ til vandrćđa alla tíđ.  Hún varđ til í Bandaríkjum Norđur-Ameríku á sjötta áratug síđustu alda.  Hörundsbleikir forsprakkar - á borđ viđ Elvis Presley og Jerry Lee Lewis - voru umsvifalaust sakađir um ađ vera negrasleikjur,  siđlausir klámhundar og leikbrúđur Djöfulsins.  Stórhćttulegir og andfélagslegir.
 
  Á sjöunda áratugnum stóđu kristnir í suđurríkjum Bandaríkjanna - međ Ku Klux Klan í fararbroddi - fyrir vinsćlum og stórfenglegum brennum á plötum enskrar strákahljómsveitar, Bítlunum. Til áhersluauka var ţeim hótađ lífláti fyrir ađ spila Satans músík.  
 
  Um síđustu aldamót (eđa rúmlega ţađ) stóđu guđhrćddir Vestmannaeyingar fyrir vel heppnađri brennu á rokkplötum međ Rolling Stóns,  Black Sabbath og fleirum.  Ţađ var sitthvađ djöfullegt á ţeim.
 
  Baráttunni gegn djöfulgangi rokktónlistar er hvergi lokiđ. Tveir liđsmenn írönsku rokksveitarinnar Confess voru handteknir af byltingarvörđum landsins og varpađ í fangelsi.  Ţeir eru sakađir um ađ spila í ólöglegri neđanjarđarhljómsveit og guđlast.  5. febrúar voru ţeir leystir úr haldi gegn 4 milljón króna tryggingu.  Ţeirra bíđur tukthúsvist í hálft ár ađ lágmarki og sex ár ađ hámarki.  Verra er ađ einnig vofir yfir ţeim aftaka,  ţessum 21. og 23ja ára lífsglöđu guttum.  
 
  Hvađ getum viđ gert?  Eđa eigum viđ ađ gera eitthvađ?  Eitt ráđ er ađ dreifa tíđindunum sem víđast. Ég finn ađeins eitt lag međ Confess á youtube. Ţađ getur ađ heyra hér efst á síđunni.  Eftir ţví sem lagiđ fćr meiri athygli styrkist stađa drengjanna.  Ef margar útvarpsstöđvar taka ţađ inn á "play-lista" gćti myndast öflugur ţrýstingur á írönsk yfirvöld.  Ţađ bjargađi stelpunum í Pussy Riot frá ţví ađ veslast upp í rússneskum ţrćlabúđum.
 
Confess                    

Í fangelsi fyrir ađ spila kántrý-músík

  "Allt nema kántrý og ţungarokk."  Ţetta er algengt svar viđ spurningunni: "Á hvernig tónlist hlustar ţú?"  Ţegar harđar er gengiđ á viđmćlandann kemur jafnan í ljós ađ hann hlustar ekki heldur á djass,  indverska raga-músík né óperur.  

  Ţeir eru til sem hlusta á kántrý.  Reyndar hlusta flestir á einhver kántrý-afbrigđi.  Ţađ er frekar ţannig ađ sumir hafa óţol gagnvart sykursćtasta Nashville kántrý-poppi.  Annars er allur háttur á.

  Ţađ er ekki alltaf tekiđ út međ sćldinni ađ hlusta á kántrý.  Kántrý-unnandi í Skotandi var dćmdur í fjögurra mánađa fangelsi.  Sökin var ekki meiri en sú ađ hann olli nágrönnum langvarandi ónćđi međ ţví ađ blasta kántrýi á hćsta styrk í tíma og ótíma.  Einkum fengu diskar međ Dolly Parton ađ rúlla undir geisla.  Ţađ fyllti mćlinn.

  Kántrý-boltanum til refsiţyngingar var metiđ ađ hann barđist um á hćl og hnakka gegn handtöku.  Í atinu veittist hann međ ofbeldi ađ einum lögreglumanni.

 Dómari féllst ekki á ađ meta honum til refsilćkkunar skerta heyrn.  Ţegar ţannig stendur á brúka menn heyrnartól.  Kántrý-gaurinn gerđi ţađ ekki.  Hann taldi brýnna ađ breiđa út kántrý-fagnađarerindiđ.  


Af hverju geta listamenn ekki fengiđ sér venjulega vinnu eins og annađ fólk?

  Einstaka ţingmenn Sjálfstćđisflokksins hafa spurt ađ ţessu í rćđustól Alţingis.  Von er ađ ţeir spyrji.  Spurningin verđur alltaf áleitin í kjölfar úthlutunar Listamannalauna.  Ţađ er gott ađ henni sé velt upp sem oftast.  Ţađ veitir ađhald.

  Fyrir mörgum árum leiddi skođun í ljós ađ yfir 70% af ferđamannaiđnađi í Jamaíka má rekja til reggea-söngvarans Bobs Marleys.  Forvitnilegt vćri ađ kanna hvađ hátt hlutfall af brattri aukningu á ferđamönnum til Íslands megi rekja til heimsfrćgđar Bjarkar,  Sigur Rósar,  Of Monsters And Men,  Emilíönu Torríni,  Jóhanns Jóhannssonar,  Hilmars Arnar Hilmarssonar,  Mezzoforte,  Ólafs Arnalds og fleiri.

  Nú hefur dćmiđ veriđ skođađ og reiknađ út í litlu hafnarborginni Liverpool í Englandi. Niđurstađan er sú ađ fjögurra manna rokkhljómsveit,  Bítlarnir,  standi á bak viđ 2335 stöđugildi í Liverpool. Bein störf.  Ekki afleidd.  Íbúafjöldi Liverpool er um 450 ţúsund.  Ţetta jafngildir ţví ađ 1728 störf á Íslandi séu vegna heimsfrćgra íslenskra tónlistarmanna.

  Árlegar beinar tekjur Liverpool af Bítlunum eru 82 milljónir punda x 141 = hálfur 12. milljarđur ísl.kr.  

  Ţađ merkilega er ađ Bítlarnir störfuđu ađeins til ársins 1969. Í sex ár. Frá 1963. Ţar af voru ţeir í Liverpool ađeins í blábyrjun.  En hljómsveitin er ennţá ađ dćla háum upphćđum inn í hagkerfi litlu hafnarborgarinnar í Englandi. Hvers vegna gátu Bítlarnir ekki fengiđ sér venjulega vinnu eins og annađ fólk? 

   Ţeir hefđu getađ keypt 26 milljarđa króna hlut í Borgun á 2,2 milljarđa. Ţeir hefđu getađ keypt af Landsbankanum á einn milljarđ land sem Landsbankinn keypti nokkrum dögum áđur á 2 milljarđa.  

   


Alţjóđlegi The Clash dagurinn

  Undanfarin ár hafa útvarpsstöđvar víđa um heim haldiđ árlegan The Clash dag.  Dagsetningar hafa veriđ ósamrćmdar og tengdar ýmsu í sögu The Clash.  Bandaríska útvarpsstöđin KEXP hélt sig framan af viđ daginn 5. febrúar.  Sú dagsetning hefur einnig veriđ kölluđ pönk-dagurinn.  

  Nú hefur náđst sátt um ţađ ađ alţjóđlegi The Clash dagurinn sé 7. febrúar.  Borgarstjóri bandarísku borgarinnar Seattle hefur undirritađ formlega yfirlýsingu ţess efnis.  Ţegar ráđamenn í Seattle tjá sig um rokktónlist ţá hlusta rokkunnendur heimsins.  Seattle var og er vagga gruggsins (grunge).  Hćgt er ađ telja upp marga tugi heimsfrćgra Seattle-rokkara.  Hćst bera gruggsveitirnar Nirvana,  Pearl Jam,  Soundgarden,  Alice in Chains og Mudhoney. Líka má nefna gítargođiđ Jimi Hendrix og ţungarokksveitina Queenryche. Bara svo örfá af mörgum nöfnum séu tiltekin.

 

  Hvar kemur The Clash inn í dćmiđ?

  The Clash var önnur tveggja enskra hljómsveita sem mótuđu pönkbyltinguna 76/77.  Hin var The Sex Pistols.  Sú startađi dćminu og fékk The Clash strax ţétt upp ađ hliđ sér.  Sex Pistols sendi ađeins frá sér eina plötu,  frábćra og áhrifamikla plötu.  Síđan ekki söguna meir.  Ţađ kom í hlut The Clash ađ ţróa pönkbyltinguna yfir í litríka og fjölbreytta nýbylgju.  Ţar á međal kynnti The Clash pönk-reggí til sögunnar.  Ţađ varđ umsvifalaust fylgifiskur pönks.  

  The Clash varđ ofurgrúppa á heimsvísu.  Seldi plötur í Bandaríkjunum í milljónaupplögum og út um allan heim. The Clash varđ fyrirmynd Seattle gruggaranna.  Án The Clash hefđi ekki orđiđ neitt grugg.  Ţađ eru rökin fyrir ţví ađ borgarstjóri Seattle lýsi 7. febrúar alţjóđlega The Clash daginn.  

clash dagurinn

 


Belgískur rokkunnandi fjallar um íslenskt rokk

wim van hooste

   Wim Van Hooste heitir mađur.  Hann er frá Belgíu.  Hefur veriđ búsettur á Íslandi síđustu ár.  Hugfanginn af íslenskri rokkmúsík.  Einkum pönkađri senunni.  Hann hefur međal annars haldiđ upp á afmćli kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík.

  Međ ţví ađ smella á HÉR má finna umfjöllun hans um íslenska rokkmúsík síđustu ára.  Mjög svo lofsamlegt og áhugavert dćmi.  


Davíđ Bowie 1947-2016

  Margir hafa hvatt mig til ađ blogga um feril heiđnu bresku poppstjörnunnar Davíđs Bowie.  Ég hef ekki spurt en dettur í hug ađ ţađ sé vegna fráfalls hans í gćr.  Ađrir hafa undrast ađ enga minningargrein um hann sé ađ finna á ţessari bloggsíđu.  

  Nú ađ kvöldi nćsta dags hefur veriđ fjallađ um Bowie og feril hans fram og til baka í helstu fjölmiđlum.  Ekki síst á Rás 2.  Fáu er viđ ađ bćta.  Nema ađ kveđa niđur draugasögu um framburđ Íslendinga á nafninu Bowie.  Hann er Báví.  Illar tungur flissa ađ ţessu og halda ţví fram ađ réttur framburđur sé Bóí.  

  Stađreyndin er sú ađ enskumćlandi međreiđarsveinar Bowies eru ekki á einu máli.  Sumir brúka íslenska framburđinn.  Til ađ mynda bandaríski gítarleikarinn hans,  Steve Ray Vaughan.  Sumir ađrir tala um Bóí. Ţar fyrir utan megum viđ Íslendingar kalla hvađa útlending sem er hvađa nafni sem okkur hugnast.  Kinnrođalaust höfum viđ kallađ Juan Carlos fyrrverandi Spánarkonung Jóhann Karl. Viđ tölum aldrei um The Beatles heldur Bítlana.  Bruce Springsteen köllum viđ Brúsa frćnda.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Annađ:  Bowie var og er oft kallađur kameljón.  Ţađ er villandi.  Kameljón breytir um lit til ađ laga sig ađ umhverfinu.  Bowie hinsvegar breytti ítrekađ um lit til ađ skera sig frá umhverfinu.

  Ţó ađ ég hafni kameljónstilvísunni ţá segir sitthvađ um litskrúđuga lagaflóru Davíđs ađ í morgun taldi ég 23 lög sem jafn margir ađdáendur póstuđ á Fésbók sem sitt uppáhalds Bowie-lag.   

 

  

  Í stađ ţess ađ skrifa og bćta viđ enn einni minningargrein um Bowie og endurtaka flóđ greina um feril hans vitna ég hér í nokkra punkta af Fésbók:

  "Mér finnst eins og rokkiđ sé dáiđ og hugur minn er í hálfa stöng...bless Bowie"

 - Bubbi (Björn Jónsson)  

  "Sumir segja hann vera gođsögn áttunda áratugarins, en ţađ er vćgt til orđa tekiđ.  Hann hefur veriđ einn af fremstu og áhugaverđustu listamönnum heims í nćstum fimm samfleytta áratugi."

  - Rakel Andradóttir 

  "Ţú kenndir mér svo ótrúlega margt en ţađ mikilvćgasta er örugglega ţađ ađ ef ţú mátt vera David Bowie ţá hlýt ég ađ mega vera ég sjálfur."

  - Óskar Zowie (Óskar Ţór Arngrímsson)

  "Low og Heroes voru toppurinn fyrir mig.  Ţćr breytt ţví hvernig ég hugsađi um músík."

  - Trausti Júlíusson   

  "Og hann var ekki einu sinni leiđinlegur ţćgar hann var leiđinlegur."

  - Ísak Harđarson

  "Djöfull er nýja Bowie platan góđ mađur!"

  - Sigurjón Kjartansson


mbl.is David Bowie látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ.  Alltaf fundust ţar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum.  Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar.  Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar.  Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar.  Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir.  Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.

  Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir.  Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni.  Dálítiđ eins og ađ vera í Elko.  Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant,  svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


Köld kveđja frá Jóni

  Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  tók upp á ţví á gamals aldri ađ yrkja kvćđi,  skrifa sögur, leikrit og skrá í bókarformi vangaveltur um heimsmálin.

  Árni Bergmann var bókmenntarýnir dagblađs sem hét Ţjóđviljinn.  Hann ritađi ördóm eđa umsögn um eina ljóđabók Jóns.  Fyrirsögnin var "Heiftarvísur".  Um ţađ má lesa neđst til vinstri HÉR (neđst til hćgri er hćgt ađ stćkka síđuna). 

  Jón brást hinn versti viđ ţessum skrifum.  Hann skilgreindi ţau sem níđ um sig og sín ljóđ.  Ţetta sat í honum alla ćvi.  Hann margoft dró fram ţessa litlu blađaklausu,  hneykslađist á henni međ fussi og formćlingum.  Lét ţá fylgja međ upplestur á meiningarlausri vísu og spurđi:  "Hvar er heiftin í ţessu?"   

  Á unglingsárum hreifst Jón af jafnöldru sinni.  Ţeim varđ vel til vina án ţess ađ ţađ nćđi lengra.  Leiđir skildu.  Hálfri öld síđar hittust ţau á ný.  Ţau smullu ekki saman í ţađ skiptiđ.  Jón orti um endurfundinn:

 

  Ţú varst svo fögur forđum,

fjörug og skemmtileg,

ađ ţar er endurminning

sem aldrei gleymi ég.

  En nú ertu grett og gömul,

geđill međ haltan fót,

svo mér ofbýđur mest af öllu

hvađ ţú ert stirđ og ljót. 

 

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifssyni HÉR

jón ţorleifs 2


Plötugagnrýni

kalli tomm örlagagaldur

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  Örlagagaldur

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn: ****

  Ţađ var saga til nćsta bćjar ţegar rokksveitin Gildran í Mosfellsbć snéri upp tánum fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hafđi átt farsćlan feril í nćstum hálfan fjórđa áratug. Ađ auki höfđu trommuleikarinn Karl Tómasson og söngvarinn Birgir Haraldsson starfađ saman í vinsćlum hliđarverkefnum.  Til ađ mynda í hljómsveitunum 66 og Gildrumezz.

  Viđbrögđ Karls viđ nýrri stöđu voru ţau ađ hefja sólóferil.  Nokkuđ bratt.  Trommuleikari sem hafđi hvorki samiđ lög né sungiđ.  Hann henti sér út í djúpu laugina.  Snarar fram út hendinni sólóplötu međ frumsömdum lögum er hann syngur dável.  Söngröddin er lágstemmd,  látlaus og ţćgileg.   

  Athygli vekur ađ Kalli trommar sjálfur ađeins í einu lagi - svo ágćtur trommuleikari sem hann er.  Ásmundur Jóhannsson og Ólafur Hólm Einarsson sjá um trommuleik og áslátt ađ öđru leyti.  Eđalfínir í sínu hlutverki eins og allir ađrir sem ađ plötunni koma.

  Lögin bera engin merki ţess ađ vera byrjendaverk.  Ţvert á móti.  Ţau hljóma eins og samin af ţaulreyndum höfundi sem leikur sér međ formiđ og vinnur í ţví.  Framvinda ţeirra er ekki fyrirsjáanleg viđ fyrstu hlustun.  En ţau vinna hratt á viđ ítrekađa spilun.  Flott lög,  hlýleg og notaleg.  Mig grunar ađ ţau séu samin í slagtogi viđ kassagítarpikk.

  Tvö lög eru eftir Jóhann Helgason.  Eitt eftir Guđmund Jónsson (Sálin).  Ţeir tveir eru í fremstu röđ íslenskra lagahöfunda.  Ţađ segir mikiđ um ágćti plötunnar ađ lög ţeirra stinga ekki í stúf.     

  Eins og fleira sem vekur undrun viđ plötuna ţá er hún róleg og ljúf.  Á um margt samleiđ međ lítt rafmögnuđum vísnasöngvum.  Hljómsveitarferill Kalla liggur, jú, í hörđu og hávćru rokki. Textarnir skerpa á samleiđ međ vísnasöng.  Ţeir eru ađ uppistöđu til vel ort ljóđ sem geta flest hćglega stađiđ styrk á eigin fótum.  Höfundar eru Vigdís Grímsdóttir,  Bjarki Bjarnason og Kalli sjálfur.  

  Uppröđun laga er sérdeilis vel heppnuđ.  Ţegar hlustađ er á plötuna í heild ţá styđja lögin hvert annađ.  Opnunarlagiđ,  Gríman grćtur,  er ekki poppađasta lag plötunnar - ólíkt ţví sem venja er á plötum. Ţess í stađ er ţađ ofur rólegt og fallegt međ kontrabassa,  flottri röddun Jóa Helga,  kassagítar gítarsnillingsins Tryggva Hübners og settlegu orgelspili Ásgríms Angantýssonar. Lokaagiđ,  Takk fyrir ţađ,  er ekki hefđbundin "sing-a-long" ballađa heldur stemma strípuđ niđur í söng Kalla og kontrabassa Ţórđar Högnasonar.  Ţađ er virkilega töff.   

  Ţađ er ekki fyrr en í ţriđja lagi,  titillaginu,  sem leikar ćsast.  Rafgítar Guđmundar Jónssonar er ágengur.  Hann kallast á viđ ásćkiđ Hammondorgel Jóns Ólafssonar.  Gestasöngvari er Siggi "kjötsúpa".  Hann skilar sínu glćsilega.  Ţetta er sterkasta lag plötunnar.

 Fleiri góđir söngvarar leggja hönd á plóg og setja svip á plötuna.  Ţar á međal Jóhann Helgason,  Kristjana Stefánsdóttir og Einar Hólm Ólafsson.  Vert er ađ geta ţess ađ plötuumbúđir eru virkilega falleg hönnun hjá Pétri Baldvinssyni.  Ţetta er vel heppnuđ plata í alla stađi og skemmtileg.

 

Hvađa ţjóđir ala af sér flesta spennandi tónlistarmenn?

  Bandarísk netsíđa,  Echo Nest,  hefur tekiđ saman og birt áhugaverđan lista.  Einkum áhugaverđan fyrir Íslendinga.  Líka áhugaverđan fyrir flesta ađra.  Hann byggir á yfirgripsmiklum gagnagrunni.  Ţar á međal hvađa ný og nýleg lög eru oftast spiluđ (10 ţúsund vinsćlustu lögin),  hvernig fjallađ er um ţau og flytjendur ţeirra á netinu og svo framvegis.  Ţjóđerni flytjenda er greint og íbúafjölda lands ţeirra deilt í útkomuna.  Ţannig fćst út listi yfir ţćr ţjóđir sem - miđađ viđ höfđatölu - ala af sér eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk heims.  Ţessar ţjóđir skipa efstu sćtin:

1. Ísland

2. Svíţjóđ

3. Finnland

4. Noregur

5. Bretland 

6.  Danmörk

7.  Írland

8.  Bandaríkin

9.  Ástralía

10. Holland

11. Nýja-Sjáland

12. Kanada

13. Jamaíka

14. Belgía

15. Austurríki

16.  Ţýskaland

17.  Frakkland

18.  Sviss

19.  Puerto Ríco

20.  Spánn

21.  Pólland

22.  Slóvakía

23.  Ísrael

24.  Ítalía

25.  Grikkland

spennandi tónlist

 

 

 

 

 

 

 

 

  Listanum er fylgt úr hlađi međ vangaveltum um leyndarmáliđ á bak viđ ţađ ađ Norđurlöndin fimm rađi sér í 6 efstu sćtin.  Tilgáta er sett fram um ađ ţetta hafi eitthvađ međ veđurfar ađ gera.  Ţjóđirnar haldi sig innandyra vegna kulda yfir vetrartímann.  Í ţeim ađstćđum verđi til spennandi tónlist sem heillar hlustendur.  


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband