Fćrsluflokkur: Tónlist

Ný útvarpsstöđ, ný fréttasíđa

  Ţađ er allt í gangi.  Nú er heldur betur uppsveifla hjá Útvarpi Sögu.  Hleypt hefur veriđ af stokkum spennandi netsíđu:  Fréttasíđunni sem ţú ferđ inn á međ ţví ađ smella á ţennan hlekk:  http://www.utvarpsaga.is/index.php  Ţađ dugir líka ađ slá inn slóđina utvarpsaga.is

  Hćgt er ađ fara inn á ţessa síđu til ađ hlusta á beina útsendingu Útvarps Sögu og nýrrar útvarpsstöđvar,  Vinyls.  Útvarps- og tónlistarstjóri Vinyls er Kiddi Rokk (einnig kenndur viđ Smekkleysu).  Lagavaliđ samanstendur af klassískum rokk og -dćgurlögum tímabilsins 1955 - 1985.  Ţetta tímabil var gullöld vinylplötunnar.  Spannar upphaf rokksins og nćr yfir til nýbylgjunnar (new wave). 

  Ég hef haft Vinyl mallandi í dag.  Lagaflćđiđ er gott og notalegt.  Allskonar klassískt rokk í bland viđ hátt hlutfall af eldri íslenskum dćgurlögum.  Kiddi Rokk kann ţetta.  Enda einn af hćst skrifuđu plötusnúđum landsins.  Kíkiđ á fésbókarsíđu Vinyls og "lćkiđ":  https://www.facebook.com/vinylnetutvarp


Skemmtilegur bókardómur

gata,austurey,eivor

  Á tónlistarsíđunni Tónskrattanum skrifar Bubbi skemmtilega gagnrýni um bókina  Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist.  Hann gefur henni hálfa fjórđu stjörnu í einkunn.  Međal ţess sem segir í dómnum er:   

  "Ţetta er ekki ćvisaga í ţeim skilningi ţó tiplađ sé á ýmsu úr ćvi Eivarar, enda fáránlegt ađ ađ skrifa ćvisögu svo ungrar manneskju og algjör óţarfi, nema hún heiti Janis Joplin eđa Jimi Hendrix. Ţessi bók fjallar um fćreyskt tónlistarlíf og ţar er tónlistarferill Eivarar sennilega hryggjarstykkiđ og ţví er hún ađ sjálfsögđu ađalnúmeriđ hér. Inn á milli er síđan fléttađur skemmtilegur fróđleikur um Fćreyjar og fćreyskt ţjóđlíf. 

  Annars finnst mér bókin lipurlega skrifuđ og lćsileg og flćđi gott. Ţađ er vitnađ í samstarfsfólk Eivarar og fjölskyldu sem öll bera henni vel söguna... Sagt frá öllum hennar helstu afrekum hérlendis sem erlendis. Stíllinn er síđan brotinn upp af og til međ fróđleiksmolum um Fćreyjar og ađra fćreyska tónlistarmenn, íslenska tónlistarmenn af fćreyskum ćttum osfrv. Jafnvel fá mataruppskriftir ađ fljóta međ og sýnishorn af málverkum stúlkunnar. Jens nćr ađ feta ţröngt einstígiđ á milli ţess ađ skrifa nördabók og skemmtirit.
.
  Í lok bókarinnar eru síđan ítarlegar upplýsingar um allar plötur hennar og allt ţađ efni sem hún hefur komiđ út međ henni. Mikill fengur af ţví fyrir ađdáendur. Hún hefur víđa komiđ viđ og sett mark sitt á margan viđburđinn og er ekkert ađ fara ađ hćtta ţví."'
.
  Dóminn í heild má lesa međ ţví ađ smella á ţessa slóđ:  http://bubbij.123.is/blog/record/692732/ 
 

Pönkiđ í sókn!

  Ég verđ seint talinn áhugsamur um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva og Ísraels,  Júrovision.  Keppnin fer nánast alltaf algjörlega framhjá mér.  Ţó ađ ég ţyrfti ađ vinna mér ţađ til lífs ţá ćtti ég í vandrćđum međ ađ nefna yfir tíu lög úr Júrovision,  útlend og íslensk í bland.  Ólíklegt er ađ á ţađ reyni.

  Tvívegis hef ég horft á Júrovison í sjónvarpinu.  Í fyrra skiptiđ var ég gestkomandi á heimili í Fćreyjum.  Ţangađ safnađist smá hópur til ađ fylgjast saman međ.  Allir stóđu međ íslenska laginu.  Nema ég.  Ég stóđ ekki međ neinu lagi.  Ţótti ţau hvert öđru leiđinlegra.  Mér til bjargar varđ ađ nóg var til af Föroya Bjór.  Mér tekst ekki ađ rifja upp hvađa íslensku lagi var teflt fram ţađ áriđ.  Kannski var ég úti ađ reykja á međan ţađ var flutt.  

  Í seinna skiptiđ fylgdist ég međ íslensku lokakeppninni.  Ţá hafđi ég orđiđ var viđ ađ óvenju góđur hópur flottra flytjenda atti kappi saman.  Ţar á međal Botnleđja,  Heiđa í Hellvar,  Eivör og Rúnar Júlíusson.   

  Í ár fylgdist ég ekki međ.  Ég heyrđi glćsilegt lag eftir Ólaf F. Magnússon,  fyrrverandi borgarstjóra,   sem var sent inn en hafnađ af dómnefnd.  Lögin sem hlutu náđ fyrir eyrum dómnefndar hljóta ađ vera tćr snilld fyrst ađ flottu lagi Ólafs var hafnađ.  Mér er sagt - af ţeim sem fylgjast međ - ađ flest lög sem komust í gegnum nálaraugađ standi lagi Ólafs langt ađ baki.

  Ég held ađ ég hafi ađeins heyrt lag Pollapönks,  Enga fordóma,  af lögunum sem kepptu.  Kannski búta úr öđrum lögum.  Veit ţađ ekki.  Ţegar ég las á netinu ađ lag Pollapönks hafi sigrađ leitađi ég á náđir vod.  Ţar gat ég á 64-földum hrađa spólađ beint í lokamínútur útsendingarinnar og hlustađ á  Enga fordóma.  Pollapönk er skemmtileg og grallaraleg hljómsveit.  Undir smá áhrifum frá Steppenwolf.  Flutningurinn í úrslitaţćttinum er töluvert flottari en á myndbandinu á ţútúpunni.  Međal annars hleypti Heiđar á skeiđ í töff öskursöngstíl í seinni hluta lagsins.

  Vegna ţekkingarskorts á Júrovision veit ég ekki hvort ađ ţar hefur áđur veriđ bođiđ upp á pönk.  Mér segir svo hugar ađ ţađ sé ekki.  En hvort sem er:  Ţađ er allt í hönk og ţađ vantar alltaf meira pönk.  

   Ég veit ekkert hvernig Pollapönkiđ passar inn í Júrovision-klisjuna.  Ţađ snýr hvergi ađ mér.  Eftir stendur fjörlegt pönk.  Ţađ er gaman.  

   


mbl.is Enga fordóma fer til Danmerkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Dauđi tónlistariđnađarins

  Međ reglulegu millibili koma fram á sjónarsviđ fyrirbćri sem slátra tónlistariđnađinum - ef mark er takandi á ţeim sem hćst grćtur hverju sinni yfir örlögum sínum á dánarbeđi tónlistariđnađarins.  Nýjasti morđingi tónlistariđnađarins er niđurhaliđ á netinu og mp3.  Í lok síđustu aldar var ţađ skrifanlegi geisladiskurinn.  Ţar áđur náđi bandaríski tónlistariđnađurinn ađ banna DAT-snćlduna.  Japanskur snćlduframleiđandi,  Sony,  gerđi sér ţá lítiđ fyrir, keypti bandaríska plöturisann CBS og aflétti banninu í krafti ţess.  Um svipađ leyti úreltis DAT-snćldan vegna innkomu geisladisksins.

  Músíksjónvarpsstöđin MTV og tónlistarmyndbönd voru um tíma sökuđ um ađ ganga af tónlistariđnađinum dauđum.  "Myndbönd drápu útvarpsstjörnuna" (Video Killed the Radio Star),  sungu The Buggles og ţóttu spámannslega vaxnir.  

  Á áttunda áratugnum urđu svokölluđ kassettutćki ţokkalega góđ, ódýr og almenningseign.  Tónlistariđnađurinn fylltist örvćntingu.  Hann sameinađist í rosalega öflugri herferđ gegn kassettunni.  Höfđađ var til samvisku kassettutćkjaeigenda.  Á plötuumslög og í plötuauglýsingum var birt teikning af kassettu yfir x-laga nöglum.  Uppstillingin var stćling á einkennistákni sjórćningja.  Međ fylgdi texti ţar sem fullyrt var ađ tónlist afrituđ yfir á kassettu í heimahúsi vćri ađ slátra tónlistariđnađinum.   

  Orđheppnu pönkararnir í Dead Kennedys tóku skemmtilegan snúning á ţessu.  Ţegar ţeir sendu frá sér plötuna "In God We Trust, Inc." var hún einnig gefin út á kassettu.  Kassettan var merkt ţessum bođskap um ađ upptaka á kassettu í heimahúsi vćri ađ slátra tónlistariđnađinum.  Fyrir neđan ţann texta bćttu Dead Kennedys-liđar viđ:  "Viđ höfum ţessa hliđ kassettunnar óátekna svo ţú getir lagt hönd á plóg" (viđ ađ slátra tónlistariđnađinum).

  Á annarri plötu sungu Dead Kennedys gegn MTV í laginu "MTV Get Off the Air".  Til samrćmis viđ ţađ ađ MTV skiptir litlu máli í dag hafa núverandi liđsmenn Dead Kennedys breytt textanum í "Mp3 Get Off the Air".  

dead-kennedys-tape.jpg    

  Heildarsaga Dead Kenndys er jafn geggjuđ og grátköst tónlistariđnađarins og skallapoppara yfir stöđugri slátrun á sér.  Framan af var hljómsveitin mjög kjaftfor í bland viđ hárbeittan húmor.  Söngvarinn,  Jello Biafra,  var og er mjög fyndinn og beitir kaldhćđni af list.  Lagaheitin segja sitt:  "Too Drunk to Fuck",  "Stealing People´s Mail",  "Kill the Poor",  "Anarchy for Sale",  "California Uber Alles"...    

  Ţegar fréttatímar voru uppfullir af sögum af Pol Pot og félögum í Kambódíu ađ ţrćlka og strádrepa íbúa landsins söng Jello um "Holiday in Cambodia".  Nafniđ Dead Kennedys er baneitrađ.  Íslenskur frćndi minn skrapp til New York (eđa hvort ţađ var Boston?) á upphafsárum Dead Kennedys.  Ţá var hljómsveitin ţekkt í Evrópu en tilheyrđi neđanjarđarpönksenu í Bandaríkjunum.  Í plötubúđ spurđi frćndi eftir plötum međ Dead Kennedys.  Ţađ snöggfauk í afgreiđslumanninn.  Hann reiddi hnefa til höggs og spurđi hvađ ţetta grín um dauđa Kennedya ćtti ađ ţýđa.  Ţađ tók afgreiđslumanninn góđan tíma ađ ná andlegu jafnvćgi á ný á međan frćndi upplýsti hann um ţessa hljómsveit.

  Eins og algengt er áttuđu ţöngulhausar sig ekki á kaldhćđni Jellos.  Nasistar og ađrir rasistar hylltu Dead Kennedys og fjölmenntu á alla ţeirra hljómleika.  Á síđustu plötunni heitir eitt lagiđ "Nazi Punks Fuck Off".  Ţađ breytti engu.  Ku Klux Klanarnir tóku ţví sem virđingarvotti í sinn garđ.  Jello var nóg bođiđ og leysti hljómsveitina upp.  Hann snéri sér ađ uppistandi og nýtur mikilla vinsćlda sem slíkur.  Hann hefur sent frá sér fjölda uppistandsplatna.  Hann var međ vel heppnađ uppistand á Íslandi fyrir nokkrum árum.

  Jafnframt hefur Jello sungiđ inn á plötur međ ýmsum hljómsveitum (ţar á međal Lard og No Means No) og gert kántrý-plötu međ Mojo Nixon.  Eftir ađ Jello leysti DK upp óx viđskiptavild hljómsveitarinnar bratt.  Allskonar hljómsveitir fóru ađ kráka (cover song) lög DK.  Auglýsendur,  kvikmyndaframleiđendur,  sjónvarpsţáttaframleiđendur og ýmsir ađrir vildu fá ađ nota lög DK.  Jello stóđ fastur gegn ţví.  Hann vildi varđveita ímynd DK sem hljómsveitar í uppreisn,  međ málstađ pönksins ađ leiđarljósi. Jello stóđ einnig gegn ţví ađ lög DK vćru gefin út á safnplötum.  

  Hljóđfćraleikararnir í DK fóru í mál viđ Jello.  Ţeir sökuđu hann um ađ hafa af ţeim háar fjárupphćđir međ ţví ađ taka ekki fagnandi allri notkun á DK-lögum á öllum vígstöđvum.  Ţeir unnu máliđ.  Síđan hafa ţeir selt lög DK út og suđur.  Sömuleiđis endurreistur ţeir hljómsveitina međ öđrum söngvara og túra ţvers og kruss.  

    


Hýrnar yfir Hafnarfirđi

  Ţađ er allt ađ snúast á sveif međ Hafnarfirđi ţessa dagana.  Margt telur og hjálpast ađ.  Kćrleikur, friđur og tónlist eru ađ taka viđ af andstćđu sinni.  Mestu munar um ađ stofnađ hefur veriđ Menningar- og listafélag Hafnarfjarđar (MLH).  Ţar fara fremst í flokki einstaklingar sem eru ţekktir af ţví ađ láta verkin tala og hugsa stórt.  Til ađ mynda sjálfur Kiddi kanína,  einnig kenndur viđ Hljómalind;  Óli Palli Rokklandskóngur,  Erla söngkona Dúkkulísa og ég er ekki alveg nógu vel ađ mér um ađra í stjórn félagsins.  Enda er ég ekki Hafnfirđingur.

  Nćsta sunnudag stendur MLH fyrir hljómleikum í Bćjarbíói í Hafnarfirđi.  Ţađ er ekki ráđist á garđinn ţar sem hann er lćgstur.  Öđru nćr.  Ţađ er sjálf fćreyska álfadísin,  Eivör,  sem heldur tvenna hljómleika ásamt hljómsveit sinni.  Fyrri hljómleikarnir eru klukkan 16.00.  Ţeir seinni klukkan 20.00.  Hafnfirska hljómsveitin Ylfa hitar upp.

  Eins ágćtar og plötur Eivarar eru ţá eru hljómleikar hennar margfalt sterkari upplifun.  Hún hefur rosalega sterkan sviđsţokka.  Margir hafa lýst ţví ţannig ađ ţađ sé eins og hún dáleiđi salinn og leiđi hann inn í töfraheima.  Fegurđ tónlistarinnar umvefur dolfallinn áheyrandann sem situr í sćluvímu.  

  Miđasala er á www.mlh.is  

gata_austurey_eivor_1228395.jpg


mbl.is Vítisenglar yfirgefa Hafnarfjörđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Plötusala og tónlistarmenn blómstra

  Plötusala hefur vaxiđ og vex ennţá frá einum áratug til annars.  Ţannig hefur ţađ veriđ alveg frá upphafi plötuframleiđslu og plötusölu.  Ţetta á viđ um plötusölu hérlendis,  jafnt sem erlendis.  Á ţessum tíma hefur sala á plötum tekiđ allskonar hliđarspor.  Á tímabili kom kassettan sterk inn og náđi nokkurri markađshlutdeild í plötusölu.  Svokölluđ 8 rása teip urđu líka vinsćl.  Einkum í Bandaríkjunum.  Svo leysti geisladiskurinn vinylplötuna af hólmi.  Um 15 ára skeiđ eđa svo var geisladiskurinn allsráđandi.  Ađ undanförnu hefur sala á vinylplötum aukist aftur jafnt og ţétt.

  Á sama tíma hefur sala á tónlist í stafrćnu formi tekiđ stóran og ört vaxandi bita af kökunni.  Sá markađur er ennţá í mótun.  Hann á eftir ađ taka miklum breytingum eins og hingađ til.  Músíkveitur á borđ viđ tonlist.is og spotify.com selja stök lög og heilar plötur í gegnum niđurhal.  Sömuleiđis selja tónlistarmenn lög (og plötur) beint til neytandans af sínum eigin netsíđum.  Líka í gegnum erlendar netsíđur á borđ viđ amazon.com og play.com.  Sala á ţessum síđum telur ekki í opinberum gögnum um sölu á íslenskum plötum.    

  Jafnframt hefur fćrst í vöxt ađ músík íslenskra tónlistarmanna sé gefin út af erlendum plötufyrirtćkjum.  Sala á ţeirra músík telur ekki í opinberum tölum um sölu á íslenskri tónlist.

  Ţrátt fyrir ţetta var í fyrra sala á tónlist gefinni út af íslenskum plötufyrirtćkjum svipuđ og árin 2009 og 2010.  Salan 2011 og 2012 var meiri.  

  Á síđustu fimm árum eru tónlistarmenn ađ selja plötur á Íslandi í stćrra upplagi en áđur ţekktist.  Mugison og Ásgeir Trausti eru ađ selja 30 og 40 ţúsund eintök af stakri plötu.  Of Monsters and Men kemur fast á hćla ţeirra.

  Jađarmúsík er ađ seljast vel.  Skálmöld selur sinn víkingametal í ţúsunda upplagi.  Mammút,  Lay Low,  Valdimar,  Kaleo,  Blússveit Ţollýjar og fleiri eru á góđu róli.  Hebbi selur um og yfir 6000 eintök af hverri plötu sinni. 

  Bestu fréttirnar eru ţćr ađ söluhćstu plötur síđustu ára eru góđar plötur.  Ţetta eru plötur sannra listamanna sem leggja sálina í tónlist sína.  Sköpunargleđi, metnađur og einlćgni ráđa för.  Ţessir tónlistarmenn njóta virđingar fyrir ađ standa međ sjálfum sér sem listamenn.  Ţađ skilar sér í vinsćldum og góđri plötusölu.  Ólöglegt niđurhal styrkir sölu á bitastćđri tónlist.  Rannsóknir í Bretlandi og Frakklandi hafa stađfest ţađ.  Niđurhalarar eru stórtćkustu plötukaupendurnir.  Vegna áhuga og ástríđu fyrir tónlist nota ţeir allar leiđir til ađ kynnast sem mestu magni af tónlist.  Svo kaupa ţeir rjómann af ţví sem best lćtur í eyrum.     

  Íslendingar sem hafa fulla atvinnu af sinni tónlist eru mun fjölmennari en áđur.  Góđ og heiđarleg íslensk tónlist og íslenskir tónlistarmenn blómstra sem aldrei fyrr.  Líka í kynţokka.  

 


mbl.is Kynţokkafyllstu íslensku söngvararnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Músíksmekkur

  Smekkur á músík rćđst af mörgum ţáttum.  Einn af ţeim er andlegur ţroski einstaklingsins.  Annar er hormónaframleiđsla líkamans.  Kornabörnum ţykir fátt skemmtilegra en klingjandi spiladósir sem endurtaka í sífellu sama stutta stefiđ.  Á ţetta geta blessuđ börnin hlustađ á sér til ómćldarar skemmtunar mánuđum saman.  Ţađ er vanţróađur tónlistarsmekkur.

  Stálpađri börn sćkja í ofurlétt popplög međ grípandi laglínu.  Ţegar strákar nálgast kynţroskaaldur fara ţeir sumir hverjir ađ hlusta á poppađ ţungarokk samfléttađ teiknimyndafígúrum.  Hljómsveitin Kiss verđur oft fyrir valinu.  Flestir strákar međ eđlilegan ţroska vaxa upp úr Kiss um fermingaraldur.  Testóstera-framleiđsla líkamans er á flugi um og upp úr fermingaraldrinum og strákar sćkja í harđari og árásagjarnari rokkmúsík.  Eđa kjaftfora rappmúsík.  

  Stelpur aftur á móti sitja uppi međ flćđandi framleiđslu á östrógen-hormóni.  Ţess vegna sćkja ţćr í mjúka og tilfinningaríka (verndandi og móđurlega) músík og píkupopp.  Ekkert ađ ţví.  

  Ţegar dregur úr framleiđslu testóstera hjá körlum međ aldrinum mýkist músíksmekkur ţeirra.  All svakalega svo um munar.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ elliheimilin munu aldrei einkennast af Pantera og Slayer á fullu blasti.  Svo hart og hávćrt rokk passar einfaldlega ekki viđ líkamsstarfsemi gamals fólks.

  Undantekningar sanna regluna.  Á sjöunda áratugnum fóru bresku Bítlarnir mikinn.  Lögđu undir sig heimsmarkađinn í dćgurlagamúsík.  Oft hávćrir og rokkađir.  Svo leystist hljómsveitin upp í lok sjöundar áratugarins.  Ţá héldu liđsmenn Bítlanna út í sólóferil.  Eins og venja er mýktist músík ţeirra međ tímanum og poppađist óţćgilega hratt.    

  Bassaleikari Bítlanna og söngvari,  Paul McCartney,  er kominn á áttrćđisaldur.  Hann er ekki alveg samstíga jafnöldrum sínum.  Hann er af og til ađ leika sér međ framsćkna Killing Joke-liđanum Youth í dúettinum The Fireman.  Ţeir hafa sent frá sér ţrjár spennandi plötur.  Ţar á međal fór Paul á mikiđ blúsflug á síđustu plötunni:  

  Ţetta hljómar ekki eins og mađur á áttrćđisaldri.  Né heldur ţegar Paul er ađ blúsa međ Nirvana.  Kallinn heldur röddinni.  Hann gefur ekki tommu eftir.  Hann blúsar eins og ofvirkur unglingur.   

  Ţessi mađur er sá sami og samdi og flutti međ hljómsveit sinni,  Bítlunum,  blúsinn Helter Skelter fyrir nćstum hálfri öld (1968).  Ţađ var nýlunda á ţeim tíma ađ lag hćtti tvívegis.  Ţađ var reyndar margt fleira sem Bítlarnir gerđu á skjön viđ hefđ ţess tíma.  Mjög margt.  Einnig ţessi ákafi öskursöngstíll Pauls.

   


Pete Seeger

  Bandaríska söngvaskáldiđ Pete Seeger kvaddi í gćr.  Hann var alveg viđ ţađ ađ ná 95 ára aldri.  Hann hefur veriđ kallađur fađir bandarísku ţjóđlagatónlistarinnar.  Ţađ er ónákvćmt.  En nálćgt ţví.  Woody Guthrie er nćr lagi.  Woody var 7 árum eldri og fyrri til ađ stimpla sig inn á markađinn og leggja línurnar.  Ţar fyrir utan spilađi Woody á kassagítar og blés í munnhörpu á međan Pete spilađi á banjó.  Kassagítar og munnharpa hafa alla tíđ síđan veriđ einkennishljóđfćri bandarískrar ţjóđlagatónlistar.  Fáir spila á banjó.    

  7 ára aldursmunur er mikill ţegar menn eru ungir.  Pete og Woody spiluđu saman í hljómsveitinni The Almanac Singers um og upp úr 1940.  Woody var fyrirmynd og lćrifađir Petes,  eins og margra annarra.  Woody kunni ţann galdur ađ semja auđlćrđa einfalda létta söngva sem allir gátu spilađ og sungiđ međ án ţess ađ hafa heyrt lagiđ áđur.  Söngvar Petes voru ljóđrćnni og "dýpri".  Lćrisveinn ţeirra beggja,  Bob Dylan,  skilgreindi sig síđar sem Woody Guthrie djúk-box.  Engu ađ síđur leituđu söngvar hans meira í sama stíl og söngvar Petes.

  The Almanac Singers breyttist í hljómsveitina The Weavers.  1950 sló sú hljómsveit rćkilega í gegn međ lagi Leadbellys,  Goodnight Irene.  

  Ţetta lag sat í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans í 13 vikur,  seldist í 2 milljónum eintaka.  Ţađ sölumet stóđ árum saman.  The Weavers átti annađ topplag,  Tzena, Tzena, Tzena.  

  Bakslag kom ţegar leiđ á sjötta áratuginn.  Pete Seeger hafđi undarlegar skođanir sem töldust vera hćttulegar.  Hann var friđarsinni,  studdi mannréttindabaráttu blökkumanna og verkafólks, var andvígur fátćkt og umhverfisverndarsinni.  Hann var - ásamt Chaplin og fleirum - settur á svartan lista vćnisjúka fasíska drykkjuboltans McCarthys.  Ţađ ţýddi ađ flestar dyr lokuđust á Pete.  Hann var útilokađur frá útvarpi,  sjónvarpi,  tónleikastöđum og svo framvegis.  Bannfćrđur.  Ţađ var til margra ára skrúfađ fyrir tjáningafrelsi,  skođanafrelsi,  atvinnufrelsi... 

  Söngvar Petes Seegers voru ţađ öflugir ađ ţeir fundu sér farveg í flutningi annarra (sem voru ekki á svarta listanum).  1962 náđi Kingston Tríó 1. sćti bandaríska vinsćldalistans međ lagi Petes Seegers,  Where Have All The Flowers Gone?

  

  Ţetta er einn af ţeim skađlegu söngvum sem setja spurningarmerki viđ tilgangsleysi hernađar - ţegar upp er stađiđ.  Lagiđ naut vinsćlda hérlendis međ íslenskum textum í flutningi Ragnars Bjarnasonar,  Ellýjar Vilhjálms og Savanna Tríós.  Á íslensku heitir ţađ ýmist  Hvert er fariđ blómiđ blátt?  eđa  Veistu um blóm sem voru hér?  

  Marlene Dietrich söng sama lag inn á plötu sama ár.  Ţađ varđ vinsćlt í hennar flutningi bćđi í Evrópu og Bandaríkjunum.  

  1962 negldi tríóiđ Peter, Paul & Mary sönglag Petes Seegers,  If I Had a Hammer,  í 1. sćti víđa um heim.  

  Ári síđar endurtók Trini Lopez leikinn međ sama lag:

  1965 sendi fyrsta bandaríska bítlahljómsveitin,  The Byrds,  frá sér smáskífulag eftir Pete Seeger,  Turn, Turn,  Turn. Ţađ flaug í 1. sćtiđ.  Og var fylgt eftir međ öđru sönglagi eftir Pete Seeger,  The Bells of Rhymney.    

 

  Pete Seeger spilađi stóra rullu í mannréttindabaráttu Marteins Luther Kings og annarra blökkumanna á sjöunda áratugnum.  Sönglag hans (byggt á eldra sönglagi) varđ baráttusöngur í mannréttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjanna,  We Shall Overcome.  

  Víkur ţá sögu ađ systur Petes,  söngkonunni Peggy.  Hennar kall var skoskur söngvahöfundur,  Ewan McCall.  Um hana samdi Ewan sönglag sem Elvis Presley,  George Michael og fleiri hafa sungiđ inn á plötu.  Roberta Flack fór međ ţađ í 1. sćti vinsćldalista víđa um heim.

  Ewan McCall kynnti Bretum og Evrópu fyrir blús (sem náđi hámarki međ The Rolling Stones).  Ţađ er önnur saga.  Hans frćgasta lag er Dirty Old Town.  Ţađ hefur komiđ út á íslenskum plötum međ Pöpunum og PKK.

  Dóttir Ewans,  Kirsty McCall,  söng ţekktasta lag The Pouges:  

  Svo sigldi blindfullur auđmađur á snekkju yfir Kirsty útifyrir Mexicó og drap hana.  Ţađ var refsilaust.  Morđinginn var fínn kall međ góđ sambönd.  

  Kirsty kippti í kyniđ.  Var góđur lagahöfundur.  Hennar frćgasta lag var sungiđ af bresku leikkonunni Tracey Ullman.

  Kirsty sjálf náđi hćstum hćđum á vinsćldalistum međ lagi eftir breska vísnapönkarann Billy Bragg,  A New England.  

  Billy Bragg tilheyrir yngstu kynslóđ lćrisveina Petes Seegers.  Billy náđi 1. sćti breska vinsćldalistans međ lagi eftir Bítlana,  She´s Leaving Home.   

  Hér syngur Billy Bragg lag Seegers,  If I Had a Hammer.  Myndbandiđ er skreytt ljósmyndum af Pete.


Einföld leiđ til ađ tvöfalda framleiđsluna

haena_og_egg.jpg  Ţađ er verulega undarlegt hvađ mörgum gengur illa ađ hámarka framleiđslu í fyrirtćkjum sínum.  Ţađ er eins og framleiđendur á öllum sviđum vilji ađ reksturinn lulli í hćgagangi á hálfum afköstum.  Dćmi:  Ţađ er auđvelt ađ tvöfalda mjólkurframleiđsluna.  Líka eggjaframleiđsluna.  Ţađ eina sem ţarf ađ gera er ađ spila músík fyrir dýrin.  

  Ţessar skepnur hafa einfaldan músíksmekk.  Ţćr kunna best viđ einfaldar laglínur og straumlínulagađan flutning.  Flóknir taktar,  taktskiptingar,  ágeng sóló eđa hamagangur og lćti veita dýrunum ekki ánćgju.  Kýr kunna vel viđ ljúft harmónikkuspil og léttklassík.  Hćnur kunna best viđ létta söngleikjamúsík og léttklassík.

  Ţessi músík veitir skepnunum vellíđan.  Ţćr slaka á,  kumra og mala inni í sér og fyllast hamingju.  Ţađ leiđir til aukinnar mjólkurframleiđslu og örara eggjavarpi.

  Í einhverjum tilfellum er hćgt ađ tvöfalda mjólkurframleiđsluna međ ţessari ađferđ.  Hćnurnar tvöfalda varpiđ međ ţađ sama. 

  Hér er sönglag sem Paul Simon orti um morgunverđ.  Hann samanstóđ af spćldu eggi og kjúklingi.

   

  


mbl.is Lág laun ástćđan fyrir litlum hagvexti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Plötuumsögn

svennibjorgvins.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  It´s Me

  - Flytjandi:  Svenni Björgvins

  - Einkunn: ***1/2 (af 5)

  Ég veit lítiđ sem ekkert um Svenna Björgvins.  Einhverjir hafa á Fésbók hampađ tónlist hans.  Ţar hefur komiđ fram ađ hann er Keflvíkingur.  Sveinn er höfundur allra 11 laga plötunnar.  Titillagiđ er ađ auki í tveimur útfćrslum,  rafmagnađri og órafmagnađri.  Textarnir eru á ensku og ýmist eftir Svein eđa textahöfunda frá Nýja-Sjálandi,  Bretlandi og Bandaríkjunum.  

  Svenni syngur ađalrödd og bakraddir.  Ingunn Henriksen og Lynn Carey Saylor hlaupa undir bagga í ţremur lögum.  Hann spilar á öll hljóđfćri en fćr ađstođ á hljómborđ og munnhörpu í fjórum lögum.  Hljóđfćraleikurinn er snyrtilegur og látlaus.  Svenni er einkar lipur á gítar en hófstilltur.  Blessunarlega laus viđ stćla og sýndarmennsku.  

  Lögin eru ljúf og notaleg.  Ţau hljóma vinaleg viđ fyrstu hlustun og venjast vel viđ frekari spilun.  Ţau eru flest róleg.  Ekkert fer upp fyrir millihrađa.  Músíkstíllinn er milt og áreynslulaust popp.  Samt ekki poppađ popp.  Frekar hippalegt (í jákvćđri merkingu) og trúbadorlegt popp.  Ţađ eru engar ágengar krćkjur (hook-línur) heldur streyma lögin fram eftir bugđulausum farvegi.  Sterkasta er Into the Wind.  Ţađ er á millihrađa,  međ pínulitlum kántrýkeim - eđa kannski öllu heldur pínulitlum Creedence Clearwater Rivival keim.    

  Söngur Svenna er mjúkur og án átaka.  Ţađ er ţó auđheyrt ađ hann hefur ágćtt raddsviđ.  Hann gćti klárlega gefiđ í og ţaniđ sig.  En gerir ţađ ekki.  Nettur söngstíllinn hćfir músíkinni.

  Heildarstemmning plötunnar er ţćgilegt popp.  Platan rennur áfram án ţess ađ trufla hlustandann međ einhverju sem brýtur upp yfirlćtislaust formiđ.  Ţannig er platan fín sem bakgrunnsmúsík í amstri dagsins.  Hún er líka alveg fín til ađ hlusta á međ grćjur stilltar á hćrri styrk.  Ţađ er bara mín sérviska ađ langa til ađ heyra eitt ágengt eđa rokkađ lag.  Eđa ţótt ekki vćri nema einn rifinn og fössađan gítartón.  Áreiđanlega kunna fleiri betur viđ plötuna eins og hún er.     


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband