Fćrsluflokkur: Tónlist

Rokkstjörnur sem vilja ekki orđur og upphefđartitla

  Fyrir nokkrum mánuđum bloggađi ég um nokkrar rokkstjörnur sem hafnađ hafa viđtöku á orđum,  upphefđartitlum og öđru slíku pjatti og prjáli.  Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1319151/

   Rokkstjörnur međ ţessa afstöđu eru ekki týpurnar sem gala um ţetta á torgum.  Fyrir bragđiđ ratar ţađ ekki í fréttir ţegar rokkstjarna hafnar glingri heldur spyrst út hćgt og bítandi.  Kannski aldrei í einhverjum tilfellum.

  Ţađ er leki víđar en hjá Hönnu Birnu.  Nú hefur lekiđ út ađ bítlinum George Harrison stóđ til bođa áriđ 2000 ađ vera heiđrađur međ OBE orđunni úr hendi Bretadrottningar.  Harrison hafnađi móttöku á glingrinu. 

  Blađamađurinn Ray Connolly ţekkti George Harrison vel alveg síđan á sjöunda áratugnum.  Uppljóstrunin kemur Ray ekki á óvart.  Ţađ hefđi ekki veriđ líkt Harrison,  ţá 56 ára,  ađ veita orđu viđtöku.  Honum ţótti allt svoleiđis vera ómerkilegt snobb. 

  1965 fengu George Harrison og Bítlarnir MBE orđu úr hendi Bretadrottningar.  Ţađ vakti gríđarmikla athygli.  Á ţeim tímapunkti voru hinir ungu Bítlar upp međ sér af heiđrinum.  Síđan hefur mikiđ vatn runniđ til sjávar.  Bítillinn John Lennon skilađi sinni orđu međ hávađa og látum 1970.  Ţađ var í stíl viđ persónuleika Lennons.  Ţađ var ekki í anda George ađ skila sinni MBE orđu.  En hann gerđi ekkert međ hana.  Ţađ leikur grunur um ađ hann hafi einfaldlega hent orđunni í rusliđ.  Ađ minnsta kosti urđu engir varir viđ hana.

  Ray bendir á ađ ţađ hafi veriđ ósmekklegt ađ bjóđa Harrison OBE ţremur árum eftir ađ bítillinn Paul McCartney var ađlađur međ Sir-titlinum.  Ţađ er skilgreint meiri upphefđ ađ fá Sir-titil en OBE orđu.  Engu ađ síđur hefđi ţađ veriđ ólíkt Harrison ađ ţiggja Sir-titil. 

  Einkasonur Harrisons,  Dhani tengdasonur Íslands,  og ekkja Harrisons,  Olivia,  neita ađ tjá sig um ţetta mál.  Fyrst ađ George tjáđi sig aldrei opinberlega um ţetta sjá ţau ekki ástćđu til ađ gera ţađ heldur.

  Hér flytur Harrison lag sem fleiri en hann hafa síđar skráđ sig höfund fyrir,  "Eyjan mín.  Eyjan mín fagra grćna":


Hvađa poppstjörnur eru ţekktastar?

 

  Í helgarblađi breska Sunday Times er áhugaverđ frétt um vinsćldir breskra tónlistarmanna í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Stađa breskra tónlistarmanna er sterk í Bandaríkjunum.  Og reyndar í heiminum öllum ef út í ţađ er fariđ.  Bandaríski tónlistarmarkađurinn er - eđlilega - nokkuđ sjálfhverfur.  Flestir helstu músíkstílar dćgurlagatónlistar eiga uppruna í ţeim suđupunkti fjölmenningar sem einkennir bandaríska tónlist og heimspoppiđ.  Blús,  djass,  rokk,  kántrý,  blúgrass,  rokkabilly,  soul,  gospel og hipp-hopp á allt uppruna í Bandaríkjunum,  svo ađeins sé fátt eitt taliđ.

  Á sjöunda áratugnum héldu breskir rokkarar innreiđ í bandaríska tónlistarmarkađinn.  Í júní 1964 áttu bresku Bítlarnir 6 af 6 vinsćlustu lögum í Bandaríkjunum.  Í árslok 1964 reyndust Bítlarnir hafa selt 60% af öllum seldum plötum í Bandaríkjunum.  Nćstu ár á eftir urđu ađ auki The Rolling Stones,  Kinks,  Animals,  Who,  Manfred Mann og fleiri breskar hljómsveitir stórveldi í Bandaríkjunum.  Talađ var um ţessar ofurvinsćldir breskra hljómsveita í Bandaríkjunum sem "bresku innrásina".

  Allar götur síđan hafa breskir popparar og breskar hljómsveitir veriđ međ sterka stöđu á bandaríska markađnum.  Án ţess ađ vera endilega samstíga heimsmarkađnum.  Á pönkárum síđari hluta áttunda áratugarins náđi forystusveit breska pönksins,  Sex Pistols,  ekki árangri í Bandaríkjunum.  En The Clash varđ ţar stórveldi ásamt The Police og Billy Idol.

  Í dag er ein af hverjum 8 seldum plötum í Bandaríkjunum međ breskum flytjanda.  Í Sunday Times er ţví haldiđ fram ađ vinsćldir breskra tónlistarmanna í Bandaríkjunum sé ekki bundin viđ sjálfa músíkina heldur heilli persónuleiki breskra tónlistarmanna ekki síđur.  

  Bandarískur almenningur er ekki ţekktur fyrir ađ hafa góđa og yfirgripsmikla ţekkingu á ţví sem er í gangi utan Bandaríkjanna.  Hann er samt nokkuđ vel ađ sér ţegar kemur ađ tónlist.  

  96% Bandaríkjamanna ţekkja John Lennon.  Hann er sá breski tónlistarmađur sem flestir Bandaríkjamenn kunna deili á. Ţetta er verulega merkilegt vegna ţess ađ "ađeins" 90% kannast viđ Bítlana,  hljómsveit Johns Lennons.  

  Í 3ja sćti er annar Bítill,  Paul McCartney.  82% Kana vita deili á honum.

  Í 4đa sćti er ţriđji Bítillinn,  George Harrison.  Ţađ kemur ekki á óvart.  Harrison er stćrra nafn í Bandaríkjunum en utan Bandaríkjanna.  Hann var fyrstur Bítla til ađ ná á sólóferli lagi í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans.  Fyrir margt löngu heyrđi ég í Kanaútvarpinu á Íslandi ţátt um George Harrison.  Á ţeim tímapunkti var hann einnig sá Bítill sem átti síđasta toppsćti á bandaríska vinsćldalistanum.  Til viđbótar var Harrison liđsmađur í bandarísku súpergrúppunni Traveling Wilburys (međ Dylan,  Tom Petty,  Roy Orbison og reyndar breskum Jeff Lynne).  Hér flytja ţeir Harrison og Lynne lag Ţjóđverjans Kurts Weills,  September Song.  Ţetta var fyrsta lagiđ sem Bítlarnir hljóđrituđu en upptakan er ekki til.  

 

  Fimmta ţekktasta breska dćgurmúsíkfyrirbćri í Bandaríkjunum eru ásatrúarfélagar okkar í Led Zeppelin.  The Rolling Stones er í 25. sćti.  

  


Glćsilegur pakki

 flakkađ um ferilinn

   Bćđi erlendis og hérlendis höfum viđ ótal oft orđiđ vitni ađ ţví ađ hljómsveitir eđa einstaklingar verđi ofurvinsćlar stjörnur um hríđ en fatist flugiđ og endi í geymslu hjá tröllum.  Bubbi er augljóst dćmi.  Hann flaug međ himinskautum á níunda áratugnum.  Plötur hans seldust í um og yfir 20 ţúsund eintökum.  Hann naut ofurvinsćlda og virđingar.  Rödd hans hafđi vćgi.  Í dag seljast nýjar plötur frá honum ekki neitt.  Ţrátt fyrir ađ plöturnar séu spilađar grimmt í ađal útvarpsstöđ Jóns "Baugs" Ásgeirs,  Bylgjunni.  Eđa kannski ađ hluta einmitt ţess vegna.  Eđa eitthvađ.

  Ađrir eiga langan farsćlan feril sem hvergi sér fyrir enda á.  Raggi Bjarna er dćmi um ţađ.  Annar til er Herbert Guđmundsson,  Hebbi.  Hann hefur í meira en fjóra áratugi veriđ áberandi í tónlistarsenunni.  Á áttunda áratugnum söng hann međ helstu rokksveitum landsins.  Allt frá Tilveru og Eik til Pelicans og Kan.  Um miđjan níunda áratuginn kom hann fram međ eitt sívinsćlasta lag íslensku rokksögunnar,  ofursmellinn Can´t Walk Away.  Ţar var ekki látiđ stađar numiđ.  Fjöldi annarra smella fylgdu í kjölfariđ - alveg fram á ţennan dag:  Svarađu,  Hollywood,  Eilíf ást,  Time,  Vestfjarđaróđur...   

  Hver ný plata međ Hebba selst í 5 - 6 ţúsund eintökum.  Nýjasta platan er glćsilegur pakki.  Hún heitir  Flakkađ um ferilinn.  Ţetta er yfirlitsplata međ tuttugu af hans vinsćlustu lögum.  Međ í pakkanum eru tuttugu myndbönd á DVD.  Ţar af meirihlutinn tekinn upp á hljómleikum.  Í veglegum umbúđum er ađ finna fjölda skemmtilegra ljósmynda af Hebba allt frá barnsaldri og unglingsárum í bland viđ nýjar og nýlegar.

  Pakkann má panta á www.herbert.is/verslun eđa kaupa í nćstu plötubúđ.  

 hebbi og lísa dögg


Vaxandi vinsćldir íslenskrar hljómsveitar í útlöndum

  Fyrir mánuđi síđan sagđi ég frá vaxandi vinsćldum íslensku hljómsveitarinnar Q4U í útlöndum.  Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á slóđina:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1339108/             Vinsćldunum hefur fylgt umfjöllun í útlenskum fjölmiđlum.  Hér eru dćmi (kannski ţarf ađ smella á mynd til ađ hún stćkki:

q4u umsögn A

 q4u umsögn B

  Vinsćldum íslensku pönksveitarinnar Q4U hefur fylgt ađ fjöldi fyrirbćra vill kenna sig viđ hljómsveitina.  Allt frá framleiđendum krema og úra til verslana. 

q4u-verslun.jpgq4u-hrukkukrem.jpgq4u_rif.jpgq4u_ur.jpgq4u_ruta.jpg


Spennandi plata

  Í lok janúar kemur út heldur betur spennandi 7“ vínylplata.  Ţar skiptast á lögum tvćr af mögnuđustu hljómsveitum landsins,  Sólstafir og Legend.  Um er ađ rćđa flutning Sólstafa á laginu „Runaway Train“ - sem Legend gaf út á plötunni „Fearless“ - og flutning Legend á laginu „Fjöru“.  "Fjara" er vinsćlasta lag Sólstafa.  Ţađ er af plötunni „Svartir Sandar“.

  Kanadíska plötufyrirtćkiđ Artofact stendur ađ útgáfunni og útgáfudagurinn er 24. janúar.  Nú ţegar er ţó hćgt ađ heyra bćđi lögin á netinu.  Lag Sólstafa má streyma á Pitchfork.com og lag Legend á Lastrites.es.

  Ţessa dagana eru Legend ađ semja fyrir nýja plötu sem fylgir eftir „Fearless“ - er kom út 2012 og fékk gríđalega góđa dóma út um allan heim.  Landađi dúettnum magnađa međal annars útgáfusamningi hjá Artoffact.

  Sólstafir eru um ţessar mundir ađ leggja lokahönd á upptökur fimmtu plötu sinnar.  Hún er vćntanleg nćsta sumar. Platan fylgir eftir „Svörtum Söndum“, sem náđi miklum vinsćldum um allan heim. Sólstafir hefa veriđ á tónleikaferđarlagi nánast látlaust síđan platan kom út í október 2011.  Framundan er eitt viđburđaríkasta sumar hljómsveitarinnar til ţessa ţar sem hún er bókuđ á tónleikahátíđir nánast um hverja einustu helgi. Ţar á međal eru stórhátíđir eins og Sweden Rock, Rock Hard, Hellfest, Graspop og auđvitađ hiđ eina sanna Eistnaflug. "Ég sé fram á ađ búa í ferđatösku frá og međ maí", segir bassaleikarinn Svavar Austmann, og bćtir viđ: "En ţađ er svo sem ekkert nýtt.  Ţađ er búiđ ađ tilkynna um 15 tónleikahátíđir nú ţegar og ţađ eiga fleiri eftir ađ bćtast viđ."

Hćgt er ađ heyra ábreiđu Sólstafa á Legend laginu „Runaway Train“ hér:
http://pitchfork.com/reviews/tracks/16473-runaway-train/

Og ábreiđu Legend á Sólstafa laginu „Fjara“ má heyra hér:
http://lastrit.es/articles/685/legend---fjara

Hér er svo flutningur Legend á "Runaway Train":

og flutningur Sólstafa á "Fjöru": 


Plötuumsögn

  - Titill:  Trúđur í felum

  - Flytjandi:  Stella Hauks

  - Einkunn:  **** (af 5)

  Söngvaskáldiđ og trúbadorinn Stella Hauks varđ sextug í lok síđasta árs.  Vinir og velunnarar hennar samfögnuđu tímamótunum međ ţví ađ hljóđrita 12 söngva hennar og gefa út á hljómplötu.  

  Fyrir mörgum árum sendi Stella frá sér sína fyrstu plötu.  Sú plata var hrá og einföld í alla stađi.  Hún kynnti Stellu sem ágćtt söngvaskáld međ sterk persónuleg sérkenni sem söngkona.  Röddin hrjúf og söngkonan skýrmćlt.

  Nýja platan virđist vera hljóđrituđ svo gott sem "live" í hljóđveri.  Mér telst til ađ 14 tónlistarmenn leggi sitt af mörkum.  Fasti kjarninn er bassaleikarinn Tómas M. Tómasson,  gítarleikararnir Eđvarđ Lárusson og Magnús R. Einarsson, trommuleikarinn Birgir Nielsen og söngkonan Andrea Gylfadóttir.  

  Ţađ er djammstemmning í flestum lögum.  Sú stemmning birtist strax í upphafslaginu,  Hvađ međ ţađ?.  Ţar fer Eđvarđ Lárusson á gott og grimmt spunaflug á rafgítar.  Ađ öđru leyti er ţađ lag og platan í heild á ljúfum lágstemmdum nótum.  Hrá "live" stemmningin hentar söngvum Stellu afskaplega vel.   

  Ég hlusta yfirleitt ekki eftir textum fyrr en eftir ađ hafa melt laglínur og flutning.  Laglínur Stellu eru grípandi og snotrar.  Vinalegar og notalegar.  Fremur einfaldar í um ţađ bil ţriggja hljóma uppskrift.  Sumar međ töluverđum kántrýkeim.  

  Frá fyrstu spilun hljóma lögin vel.  Öll viđkunnanleg.  Ţegar síđar meir textarnir voru kannađir kom í ljós ađ ţeir eru bitastćđir;  ljóđrćnir og geta stađiđ sjálfstćđir sem fyrirtaks ljóđ.  Ţetta eru vangaveltur um lífiđ og tilveruna,  efa, kvíđa og eftirsjá í bland viđ ástir,  samkynhneigđ,  vonir og kćruleysi.  

  Hvađ međ ţađ - hvađ međ ţađ -

  lífiđ heldur áfram í dag.

 Ţannig segir í viđlagi upphafslagsins.  

  Söngraddir Stellu og Andreu Gylfa eru ólíkar.  Rödd Andreu silkimjúk, björt,  hvíslandi og stelpuleg.  Rödd Stellu dekkri og svipar meira til Marianne Faithful.  Ţessi munur ljćr plötunni fjölbreytta áferđ.  Ég heyri ekki betur en Hafţór Ólafsson úr dúettinum Súkkat syngi í laginu  Von.  Hans er ţó hvergi getiđ á umbúđum plötunnar.  Von er sterkasta lag plötunnar.  Bongotrommur og flautuspil gefa ţví seyđandi og draumkenndan blć.  

  Heildarniđurstađan er sú ađ vel hafi tekist til međ plötuna.  Efniviđurinn er góđur og líflegur lausbeislađur flutningurinn klćđir hann hiđ besta.  

stella_hauks_-_mynd_oskar_petur_fri_riksson.jpg 

 

 

 

 

 

 

 Mynd: Óskar Pétur Friđriksson  


Íslensk tónlist í Barselona

  Ţetta er framhald á síđustu tveimur fćrslum.

  Einu verslanir sem ég sniđgeng ekki á ferđum erlendis eru plötubúđir.  Ţađ er samt ekki jafn gaman og á árum áđur ađ kíkja í plötubúđir í útlöndum.  Sú tíđ er nánast liđin ađ mađur rekist á eitthvađ óvćnt og spennandi í ţessum búđum.  Í dag selja ţćr eiginlega bara plötur allra vinsćlustu flytjenda.  Lítiđ ţekktir flytjendur sinna sínum markađi í gegnum netiđ.  

  Á vegi mínum í Barselona urđu ţrjár plötubúđir.  Allar á sama blettinum viđ Katalóniutorg.  Í ađeins nokkurra metra fjarlćgđ hver frá annarri.  Ţađ er alltaf forvitnileg ađ sjá hvađa íslenskar plötur fást í útlendum plötubúđum.  Í Barselona reyndust ţađ vera:

Björk (margar plötur.  Allar sólóplötur og einhverjar remix og smáskífur ađ auki)

Sigur Rós (margar plötur)

Emilíana Torríni  (nýja platan,  Tookah)

Ólöf Arnalds  (nýja platan,  Sudden Elevation)

Múm (margar plötur)

  Ţetta ţýđir ađ viđkomandi flytjendur njóti töluverđra vinsćlda í Barselona.  Viđ vitum svo sem ađ Björk, Sigur Rós og Emilíana Torríni eru vinsćl víđa um heim.  Ólöf Arnalds er stćrra nafn á heimsmarkađi en margur heldur.  Til ađ mynda er hún töluvert nafn í Skotlandi og einnig ţekkt í Englandi.  Ţađ kom mér á óvart ađ rekast á plöturnar međ Múm í Barselona.  

  


Íslensk hljómsveit nýtur vaxandi vinsćlda erlendis

  Hljómsveitin Q4U varđ til í rokkbyltingunni 1980 - 1983,  frjóasta og orkumesta tímabili íslensku rokksögunnar.  Tímabili sem í dag er kennt viđ kvikmyndina og plötuna  Rokk í Reykjavík

rokkireykjavik_1224054.jpg   Auglýsingar um myndina og framhliđ umslags plötunnar skreytti ljósmynd af Ellý,  söngkonu Q4U.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Á ţessu tímabili naut Q4U mikillar athygli og vinsćlda.  Vinsćlasta lag Q4U,  Böring,  er sívinsćl klassík.  

  Eins og flestar ađrar hljómsveitir í  Rokki í Reykjavík  lagđist Q4U í dvala.  Liđsmenn hennar fóru ađ spila og syngja međ öđrum hljómsveitum.  Af og til reis hljómsveitin úr dvala og er enn ađ.  

  Fyrir nokkrum árum tók ađ berast póstur til Q4U frá Ţýskalandi.  Í póstunum var upplýst ađ í Ţýskalandi ćtti Q4U harđsnúinn ađdáendahóp.  Einhverjir höfđu rekist á efni međ Q4U á ţútúpunni og heilluđust.  Leikar fóru ţannig ţýski ađdáendahópurinn keypti 300 eintök af diski međ heildarútgáfu á lögum Q4U.  Ţađ voru mun fleiri eintök en seldust af disknum hérlendis.  

  Ţjóđverjarnir lögđu hart ađ Q4U ađ koma í hljómleikaferđ til ţýskalands.  Áđur en til ţess kom barst Q4U póstur frá Brasilíu.  Ţar var annar harđsnúinn ađdáendahópur Q4U.  Brassarnir lögđu enn harđar ađ Q4U ađ koma í hljómleikaferđ til Brasilíu.  Jafnframt vildu Brassarnir fá ađ gefa út "Best of" plötu međ Q4U.  Ţeir fengu leyfi til ţess.  "Best of" platan kom út fyrir tveimur árum og seldist í 1000 eintökum í Brasilíu.  

  Á međan liđsmenn Q4U veltu vöngum yfir hugsanlegri hljómleikaferđ til Brasilíu og Ţýskalands tók ađ berast póstur frá Bandaríkjunum.  Ţar var enn einn harđsnúni ađdáendahópurinn.  Sá hópur grátbađ Q4U um ađ koma í hljómleikaferđ til Bandaríkjanna.  Ţá var komin upp sú stađa ađ halda í hljómleikaferđ til Ţýskalands,  Brasilíu og Bandaríkjanna.  Ljóst var ađ ţađ yrđi töluverđur pakki.  Kannski 2ja - 3ja mánađa túr.  Ţađ var snúiđ mál.  Liđsmenn hljómsveitarinnar voru í fastri vinnu sem erfitt var ađ hlaupa úr.  Jafnframt foreldrar barna á ýmsum aldri.  Allt niđur í ung börn.  

  Túrinn var eiginlega ţegar afskrifađur er Ingólfur gítarleikari veiktist af hvítblćđi fyrir 15 mánuđum.  Hann féll frá í vor og er sárt saknađ.  

  Nýveriđ kom út í Bandaríkjunum vinyl-plata međ Q4U.  Hún er kölluđ "Deluxe Edition 1980 - 1983".  Hún inniheldur 16 lög frá ţessum árum.  Umslagiđ er hiđ sama og á Ep-plötu sem kom út međ Q4U 1983.  

q4u_front.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Ţađ er vel til útgáfunnar vandađ í alla stađi.  Plötunni fylgir textablađ og allar helstu upplýsingar um hljóđritanir á hverju lagi fyrir sig.  Mér ţykir líklegt ađ vinylplatan sé til sölu í helstuplötubúđum á Íslandi - sem á annađ borđ selja vinyl. 


Skemmtileg grein í hérađsfréttablađinu Feyki

  Ţessi bloggfćrsla er dálítiđ stađbundin (lókal).  Feykir heitir hérađsfréttablađ Skagfirđinga og Húnvetninga.  Frábćrt vikurit sem upplýsir okkur brottflutta af ţví landssvćđi um ţađ sem helst ber til tíđinda í Skagafirđi og Húnavatnssýslu.  Til viđbótar viđ margt annađ sem gaman er ađ lesa um,  svo sem mataruppskriftir og skagfirska fyndni (Dreifarinn). 

  Í nýjasta hefti Feykis er viđtal viđ gamlan Skagfirđing: 
---------------------------

Jens Guđ skrifar um fćreysku söngkonuna á Íslandi

eivor

 

Hjá Ćskunni er komin út bók eftir Jens Guđ, sem í Skagafirđi er betur ţekktur undir nafninu Jens Kristján. Ţrátt fyrir ađ vera löngu brottfluttur er ţessi landsţekkti bloggari og skrautskriftarkennari Skagfirđingur ađ ćtt og uppruna. Bókin sem hann skriftar fjallar um fćreysku söngkonuna Eivöru og ber titilinn Gata, Austurey, Fćreyjar, EIVÖR og fćreysk tónlist.

-Ég er fćddur (1956) og uppalinn á Hrafnhóli í Hjaltadal. Sonur Guđmundar Stefánssonar og Fjólu Kr. Ísfeld. Bćrinn á Hrafnhóli brann 1979. Ţá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Nema Sćunn systir mín. Hún tók saman viđ Hallgrím Tómasson á Sauđárkróki, settist ţar ađ og eignađist međ honum tvo syni. Sjálfur var ég kominn suđur í nám í Myndlista- og handíđaskóla Íslands ţegar bćrinn á Hrafnhóli brann,“ segir Jens.

Hin nýútkomna bók fjallar ađ uppistöđu um fćreysku söngkonuna Eivöru, sem er vinsćlasti erlendi tónlistarmađurinn á Íslandi ef miđađ er viđ plötusölu. Hérlendis selur hún um 10 ţúsund eintök af hverri plötu. Miđađ viđ vinsćldir Eivarar hérlendis má ćtla ađ bókin verđi vinsćl. Hún er einnig seld í Fćreyjum. Viđrćđur eru um ađ bókin verđi ţýdd yfir á dönsku og norsku.

Jens segist ennţá vera Skagfirđingum ađ góđu kunnur. -Flestir íbúar Hjaltadals og Viđvíkursveitar ţekkja mig. Ég var tvo vetur í gagnfrćđaskóla á Steinsstöđum. Flestir í Lýtingsstađahreppi ţekkja mig ţess vegna. Ţađ var nokkur samgangur á milli nemenda í Steinsstađaskóla og Varmahlíđarskóla. Viđ krakkarnir í Hjaltadal lćrđum sund á Sauđárkróki međ krökkunum í Hofsósi og Hofshreppi.

Öll haust vann ég í Sláturfélagi Skagfirđinga á Sauđárkróki, ţar sem pabbi var forstjóri. Pabbi var oddviti í Hólahreppi, lengi formađur ungmennafélagsins Hjalta og međhjálpari á Hólum í Hjaltadal. Ég hef alltaf skilgreint mig sem Skagfirđing ţrátt fyrir ađ hafa átt heima í Reykjavík síđastliđna áratugi. Til viđbótar ţessari upptalningu á ég stóran frćndgarđ ţvers og kruss um Skagafjörđinn. Ţegar ég ferđast um Skagafjörđinn í dag ţá ţekki ég meirihlutann af öllum sem ég hitti.

Auk ţess ađ vera landţekktur bloggari og hafa áđur gefiđ út bćkur er Jens kunnur fyrir skrautskriftarnámskeiđ sem hann hefur haldiđ vítt og breytt um landiđ. – Um nokkurra ára skeiđ kenndi ég skrautskrift fyrir Farskóla Norđurlands vestra. Ég ţekkti ekki alltaf alla nemendur í upphafi námskeiđs. En jafnan kom í ljós ţegar á leiđ ađ ég ţekkti foreldra ţeirra, maka eđa ađra nátengda. Ég hef einnig veriđ međ fjölmörg skrautskriftarnámskeiđ í Húnavatnssýslu og ţekki marga ţar.

 -------------

  Nánar: 

http://www.feykir.is/archives/77325


Bestu plötur ársins 2013

Ţađ er svoooo gaman ađ skođa lista yfir bestu plötur ársins 2013 í áramótauppgjöri fjölmiđla.  Hér er niđurstađa 3ja breskra tímarita.  Fyrsta röđin er listi Uncut.  Fremri sviginn vísar í lista Mojo.  Aftari sviginn vísar í lista Q

1. (14) (12) My Bloody Valentine – m b v
2. (3)  (3) David Bowie – The Next Day
3. (9)  (-) Nick Cave & the Bad Seeds – Push the Sky Away

 


4. (5)  (9) John Grant – Pale Green Ghosts
5. (19) (18) Laura Marling – Once I Was An Eagle

 

6. (39) (-) Roy Harper – Man and Myth

 


7. (1) (27) Bill Callahan – Dream River
8. (-) (36) Kurt Vile – Wakin’ On a Pretty Daze
.
 

9. (4)  (1) Artic Monkeys – AM
10. (-) (25) Boards of Canada – Tomorrow’s Harvest

 

11. (-)  (-) Matthew E White – Big Inner (was this not 2012?)
12. (12) (34) Prefab Sprout – Crimson/Red
13. (2)  (4) Daft Punk – Random Access Memories
14. (-) (37) The National – Trouble Will Find Me
15  (47) (-) Julie Holter – Loud City Song
16. (-)  (-) Thee Oh Sees – Floating Coffin
17. (38) (26) Kanye West – Yeezus
18. (-)  (-) Parquet Courts – Light Up Gold
19. (-)  (-) Endless Boogie – Long Island
20. (7) (2) Vampire weekend – Modern Vampires of the City
.
.
Í Q er Kveikur međ Sigur Rós í 45. sćti. 
Fleiri listar:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband