Fćrsluflokkur: Tónlist
15.10.2012 | 00:31
Falleg minningarathöfn um Rasmus í Fríkirkjunni
Útför Rasmusar Rasmussen fór fram í Fćreyjum í gćrdag (laugardag). Á annađ ţúsund manns mćtti til ađ kveđja ţennan merka gítarleikara og tónlistarmann. Um kvöldiđ var minningarsamkoma um hann á veitingastađnum Sirkusi í Ţórshöfn. Fćrri komust ađ en vildu. Ţarna spilađi gamla hljómsveitin hans, Makrel. Einnig hljómsveitin Deja Vu og fleira tónlistarfólk.
Rasmus var svo sannarlega vinamargur. Allir sem honum kynntust hittu fyrir ljúfan, hćglátan, glađvćran og brosmildan dreng. Allir sem honum kynntust urđu umsvifalaust góđir vinir hans. Hann var traustur, einlćgur og góđur vinur.
Ljúfmennska Rasmusar stangađist skemmtilega á viđ harđa, ţunga og hávćra rokkiđ sem hann sótti í. Hann naut sín best á sviđi ţegar lćtin voru sem mest, hávađinn mestur og rokkiđ ţyngst. Ţegar hann kíkti í heimsókn til mín vildi hann heyra ţćr íslensku plötur sem buđu upp á mest "brútal" harđkjarnarokk. Hljómsveitin Mínus var í sérstöku uppáhaldi.
Kolbrún Edda Sigurhansdóttir stóđ fyrir minningarathöfn um Rasmus viđ Reykjavíkurtjörn og í Fríkirkjunni í gćrkvöldi. Athöfnin hófst međ kertafleytingu á tjörninni viđ Iđnó. Síđan var samverustund í Fríkirkjunni. Ţađ má sjá upphaf athafnarinnar á http:/www.ruv.is/sarpurinn/sjonvarpsfrettir . Fletta upp á 14. okt og mínútu 11:16.
Í Fríkirkjunni og viđ kertafleytingu stýrđi Hörđur Torfason dagskránni. Hann flutti nokkur lög og spjallađi viđ gesti. Fćreyska söngkonan Guđríđ (nafniđ er framboriđ Gúrí) Hansdóttir flutti lag eftir Rasmus. Ég flutti ávarp og lagđi áherslu á ađ ekki megi heimfćra yfir á Fćreyinga í heild ofbeldiđ og ofsóknir sem Rasmus sćtti af hálfu örfárra. Alls ekki. Fćreyingar almennt eru gott fólk. Eins og Rasmus.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar, ávarpađi einnig kirkjugesti og bauđ okkur ađ kveikja á kertum til minningar um Rasmus. Ţetta var falleg stund.
Ég fćri Kolbrúnu Eddu sérstakar ţakkir fyrir framtakiđ. Einnig Herđi Torfa, Guđríđi, Hirti Magna, Fríkirkjunni og ţeim fjöldamörgu sem mćttu í samverustundina.
Sömuleiđis fćri ég íslenskum fjölmiđlum bestu ţakkir fyrir góđa umfjöllun í kjölfar fráfalls Rasmusar og öllu sem ţví tengist. Ţađ var sómi ađ og nćrgćtni.
Rasmus hafđi dálćti á Íslandi, íslenskri rokkmúsík og ţađ var yndislegt ađ fá ađ taka ţátt í ţessari minningarathöfn. Eftir ađ ráđist var á Rasmus í Ţórshöfn margsagđi hann mér ađ stuđningsbylgjan sem hann fékk frá Íslendingum hafi skipt hann öllu máli.
2008 spilađi og söng Rasmus á 30 ára afmćli Samtakanna 78. Ég heilsađi ađ sjálfsögđu upp á hann, ásamt Ingólfi Júlíussyni, gítarleikara Q4U. Ingó var búinn ađ vinna í Fćreyjum myndbönd fyrir fćreysku hljómsveitina Tý og hafđi kynnst Rasmusi. Nokkrum dögum síđar skrifađi Rasmus mér tölvupóst og sagđi eitthvađ á ţessa leiđ: "Ég geri mér grein fyrir ţví ađ ţađ var ekkert mikiđ mál fyrir ykkur Ingó ađ heilsa upp á mig. En ţiđ getiđ aldrei ímyndađ ykkur hvađ ţađ gaf mér mikinn styrk ađ finna ţennan stuđning frá ykkur í verki." Hann bađ mig um ađ skila ţessu til Ingós. Ingó varđ jafn hissa og ég á ađ ţetta skipti Rasmus svona miklu máli. Rasmus var vinur okkar og auđvitađ heilsuđum viđ upp á hann ţegar hann var á Íslandi.
Rasmus upplifđi sig eftir árásina 2006 sem byrđi á fjölskyldu sinni og vinum. Hann hćtti í hljómsveitinni Makrel til ađ hinir í hljómsveitinni ţyrftu ekki ađ svara fyrir ţađ ađ vera međ homma í hljómsveitinni. Rasmus átti ţađ til ađ eyđa símanúmeri sínu og neita ađ taka á móti heimsóknum á geđdeildinni og neita ađ taka viđ símtölum. Ég lenti í ţví oftar en einu sinni og oftar en tvisvar ađ hann var búinn ađ biđja mig um ađ heilsa upp á sig ţegar ég kćmi til Fćreyja (ég fer ţangađ 2 - 3 árlega). Ţegar á reyndi var hann í sjálfskipađri einangrun. En ekki alltaf. Viđ vorum í samskiptum fram á síđasta dag. Stundum spjölluđum viđ á fésbók klukkustundum saman. Stundum var Rasmus hamingjusamur og međ ýmis áform varđandi músík. Stundum var hann langt niđri og fannst hann vera byrđi á öllum.
Hann stofnađi plötuúgáfufyrirtćki sem bar hiđ dimma nafn Myrkar Records (Myrkurs plötur). Hann gaf út plötu undir hljómsveitarnafninu Hatursvart. Upphafslag plötunnar heitir Í skugganum hjá djöflinum. Hann sendi frá sér plötu undir listamannsnafninu Mjörkeborg (í merkingunni eiturskýjaborg eđa eiturţokuborg). Ţađ leyndi sér ekki ađ ţungt var yfir bćnum.
Rasmus sendi mér alltaf sýnishorn af öllu sem hann var ađ gera í músík. Hann sendi mér einnig plöturnar međ áletruninni "Jens Guđ, takk! Rasmus". Í tölvupóstum var hann yfirleitt jákvćđurog glađur. Á morgun ćtla ég birta póst sem hann sendi mér mánuđi eftir ađ hann var vistađur á geđdeild. Ég las ţann póst á minningarathöfninni og sumir klökknuđu viđ. Ég líka.
.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
13.10.2012 | 20:58
Minningarathöfn um Rasmus
Á morgun (sunnudag 14. október) verđur haldin minningarathöfn um fćreyska gítarleikarann Rasmus Rasmussen sem kvaddi ţennan heim 32ja ára gamall 10. október. Athöfnin hefst međ kertafleytingu á Tjörninni viđ Iđnó klukkan 19.00. Ađ henni lokinni tekur viđ samkomustund í Fríkirkjunni. Ţar koma fram m.a. Hörđur Torfason og fćreyska söngkonan Guđríđ Hansdóttir, ásamt ţví sem ég flyt ávarp.
Međ ţví ađ smella á ţessa slóđ má sjá minningargrein um Rasmus: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1261938/
Hér er nánar um minningarathöfina: http://samtokin78.is/frettir/tilkynningar/5607-minningarathoefn-um-rasmus-rasmussen
Útför Rasmusar fór fram í Fćreyjum í dag. Í kvöld var haldin minningarathöfn um hann á veitingastađnum Sirkusi í Ţórshöfn.
Vinsamlegast deiliđ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
11.10.2012 | 01:55
Fátćkleg minningarorđ um góđan dreng
Hörmuleg tíđindi bárust frá Fćreyjum í gćrmorgun. Gítarleikarinn Rasmus Rasmussen hefur kvatt ţennan heim. Hann skilur eftir sig djúp og varanleg spor í fćreyskri tónlist og fćreysku samfélagi.
Ég kynntist Rasmusi ţegar fćreyskur tómstundaskóli fékk mig til ađ kenna skrautskrift í Ţórshöfn á tíunda áratugnum. Rasmus og félagar hans í ţungarokkshljómsveitinni Diatribes bönkuđu upp á hjá mér og buđu á óformlega einkahljómleika í ćfingarhúsnćđi. Ţađ hafđi spurst út ađ Íslendingurinn vćri ţungarokksunnandi. Ég man ekki hvort Rasmus var ţá byrjađur međ eina ţungarokksţáttinn í fćreyska útvarpinu, Rokkstovuna. Kannski var ţađ ađeins síđar. Rasmus langađi til ađ spila íslenskt ţungarokk í ţćttinum og bađ mig um ađ vera sér innan handar viđ ţađ. Sem var auđsótt mál. Jafnframt kynnti hann mig fyrir fćreysku ţungarokkssenunni. Ţađ leiddi til ţess ađ ég tók saman vest-norrćna ţungarokksplötu, Rock from the Cold Seas. Hún innihélt fćreysk, grćnlensk, samísk og íslensk lög.
2002 hafđi ég milligöngu um ađ nýrokkshljómsveit Rasmusar, Makrel, tćki ţátt í Músíktilraunum Tónabćjar. Hljómsveitin sigrađi á sínu undanúrslitskvöldi og hlaut bronssćtiđ á lokakvöldinu. Rasmus var kosinn besti gítarleikarinn. Hann var einnig kosinn besti gítarleikarinn í fćreysku tónlistarverđlaununum AME.
Međ Makrel spilađi Rasmus oftar á Íslandi og nokkur lög hljómsveitarinnar nutu vinsćlda í íslensku útvarpi. Makrel var stórt nafn í fćreysku rokki.
Međ útvarpsţćttinum Rokkstovunni hafđi Rasmus mótandi áhrif á tónlistarsmekk Fćreyinga. Einnig sem nýskapandi gítarleikari međ flottan og sjálfstćđan stíl. Hann hafđi spilađ međ flestum helstu ţungarokkshljómsveitum Fćreyja. Velgengnin steig Rasmusi ekki til höfuđs. Hann var rólegur, prúđur og hógvćr; brosmildur, glađsinna og jákvćđur. Lífiđ brosti viđ honum.
Ţá dundi ógćfan yfir. 2006 varđ Rasmus fyrir fólskulegri árás á skemmtistađ. Nokkrir menn gerđu hróp ađ honum og lömdu hann illa. Nćstu daga var Rasmusi hótađ öllu illu í síma. Lögreglan upplýsti ađ ekkert vćri hćgt ađ gera í málinu vegna ţess ađ ofsóknirnar vćru vegna samkynhneigđar Rasmusar. Ţađ var "tabú" í Fćreyjum. Samkynhneigđir Fćreyingar fóru leynt međ kynhneigđ sína og flúđu til útlanda. Ţađ átti ekki viđ Rasmus. Honum ţótti ţađ út í hött. Í Fćreyjum var fjölskylda hans og vinahópur. Ţar vildi hann vera.
Barsmíđarnar, hótanirnar og viđbrögđ lögreglunnar ollu ţví ađ Rasmus fékk taugaáfall. Hann gerđi tilraun til sjálfsvígs og var í kjölfar vistađur á geđdeild. Hann náđi aldrei fullri heilsu eftir ţađ.
Rannveig Guđmundsdóttir, ţáverandi ţingkona, tók máliđ upp á vettvangi Norđurlandaráđs. Fćreyska lögţinginu var stillt upp viđ vegg: Ađ breyta lögum eđa tapa ađild ađ Norđurlandaráđi annars. Máliđ vakti mikla athygli um öll Norđurlönd og víđar í Vestur-Evrópu. Í Fćreyjum var tekist harkalega á um frumvarp til breyttra laga. Andstćđingar breytinga létu mjög ađ sér kveđa í kirkjum eyjanna. Ţar voru haldnar vikulegar bćnastundir međ ákalli til guđs um ađ áfram yrđi refsilaust ađ ofsćkja samkynhneigđa. Ţegar ný lög voru samţykkt eftir mikiđ ţref var flaggađ í hálfa stöng viđ kirkjurnar. Prestar lýstu deginum sem ţeim svartasta í sögu Fćreyja.
Fćreyskt tónlistarfólk og ungt fólk almennt stóđ ţétt viđ bakiđ á Rasmusi og sýndi stuđning í verki á margvíslegan hátt. Fjöldi Íslendinga gerđi ţađ einnig. Rasmus var ţessu fólki eđlilega afskaplega ţakklátur. Ţađ skipti hann öllu máli ađ finna ţennan stuđning. Ekki síst frá Íslendingum.
Hćgt og bítandi náđi Rasmus heilsu upp ađ ţví marki ađ hann fór ađ semja tónlist á nýjan leik. Fyrst međ ţví ađ senda frá sér sólóplötur. Ţar spilađi hann á öll hljóđfćri og söng. Hann var einnig byrjađur ađ vinna međ hljómsveitum. En ţađ vofđi svart ský yfir - ţó honum tćkist stundum ađ leiđa ţađ hjá sér. Síđustu sólóplötuna sendi hann frá sér undir listamannsnafninu Mjörkaborg (mjörka = mengunarský eđa -ţoka). Síđustu hljómsveit sína kallađi hann Hatursvart. Útgáfu sína gaf Rasmus nafniđ Myrkar Records.
Rasmus var ekki ađeins frábćr gítarleikari og tónlistarmađur heldur einnig listmálari, ljósmyndari og gerđi sín eigin myndbönd. Hann var afskaplega vinsćll hjá ţeim sem kynntust honum; elskulegur og ljúfur drengur. Í sumar sendi hann frá sér myndband ţar sem hann lýsir andlegri vanlíđan á sinn opinskáa og einlćga máta. Líkamlegu sárin voru gróin en ekki sárin á sálinni:
Rasmus skilur eftir sig hlýjar minningar. Ţćr sem og listaverkin hans lifa.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (32)
10.10.2012 | 01:30
Kvartađ undan fréttum af Lady Gaga
Ég byrjađi ađ blogga á ţessum vettvangi fyrir nokkrum árum. Ţá - eins og nú - voru bloggfćrslur iđulega tengdar viđ fréttir á mbl.is. Einkum fréttir af frćgu útlendu fólki; kvikmyndastjörnum, poppstjörnum og kóngafólki nágrannalanda okkar. Hátt hlutfall af bloggfćrslum gekk út á upphrópanir, hneykslun og fordćmingu á ţví ađ bornar vćru á borđ fréttir af frćgu útlendu fólki.
Algengar upphrópanir voru: "Hverjum er ekki sama?" og "Ţvílík lágkúra!" og "Hvernig vćri ađ koma međ alvöru fréttir?" og annađ í ţá veru. Međ ţessu var viđkomandi ađ koma ţví til skila ađ slúđurfréttir af frćgu fólki vćri fyrir neđan virđingu sína; gáfumenniđ sem vildi bara hámenningu og fréttir sem "skiptu máli".
Nú hafa ţeir sem úthrópa slúđurfréttir af frćga fólkinu flestir fćrt sig yfir á fésbók. Ţar halda ţeir áfram ađ formćla fréttum af frćga fólkinu.
Ţegar betur er ađ gáđ ţá er ţađ ţetta sama fólk sem hefur fyrir ţví ađ leita uppi slúđurfréttirnar af frćga fólkinu, lesa ţćr og "kommenta" viđ ţćr. Fyrir bragđiđ er ţađ ţetta sama fólk sem ţrýstir slúđurfréttunum upp í efstu sćti mest lesnu frétta á netmiđlunum.
Ţetta ágćta hneykslunargjarna og kvartsára fólk fékk góđa útrás fyrir vanţóknunarsvipinn um helgina. Ţađ hafđi ekki undan ađ kvarta sáran yfir ţví ađ fjölmiđlar vćru ađ segja fréttir af Lady Gaga. Ţótti ţađ lágkúra á sama tíma og brýnni ástćđa vćri til ađ segja fréttir af merkilegra fólki.
Skođum ţetta. Hverjar eru mest lesnu fréttir á mbl.is í dag?
2. Lady Gaga klćddi sig eftir veđri
3. Lady Gaga umvafin ađdáendum
5. Lady Gaga ţakkađi Jóni Gnarr
7. Friđarverđlaun afhent í Hörpu
Mest lesnu fréttirnar á visir.is:
1. Jón Gnarr mćtti í Star Wars búningi
2. Lady Gaga loksins komin
3. Lady Gaga vill fleiri borgarstjóra eins og Jón
Mest lesnu fréttir á dv.is:
3. Lady Gaga hrćrđ á friđarverđlaunaafhendingu
6. Lady Gaga komin til Íslands
Vinsćlast á ruv.is:
1. Lady Gaga fađmađi ađdáendur
3. Rćđa Lady Gaga í Hörpu
4. Lady Gaga komin
6. Gaga hrifin af Gnarr
7. Lady Gaga: Barátta fyrir friđi mikilvćg
Ţađ er greinilega spurn eftir fréttum af Lady Gaga. Fjölmiđlar svara eftirspurninni - ţrátt fyrir kvein ţeirra sem drukku í sig fréttirnar af áfergju. Ţeir ţökkuđu guđunum fyrir ađ vera ekki eins og skríllinn sem les slúđur um frćga fólkiđ. Nú var tilefni og ástćđa til ađ berja sér á brjóst og hreykjast af ţví ađ vera laus viđ minnimáttarkennd íslensku smásálarinnar sem sýnir komu útlendrar stórstjörnu á klakann áhuga. Miklir menn erum viđ, Snati minn, og yfir ađra hafnir.
![]() |
Lady Gaga klćddi sig eftir veđri |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
6.10.2012 | 18:52
Miđasala á hljómleika Rustys og félaga í fullri sveiflu!
Miđasala á hljómleika gítarleikara Pauls McCartneys, Rustys Andersons, er komin í góđa sveiflu á midi.is. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá helstu upplýsingar um hljómleikana. Svo er bara ađ hita upp fyrir fjöriđ međ ţví ađ spila myndbönd međ Rusty Anderson og Paul McCartney. Ţau má finna á ţútúpunni.
Ţarna spilar og syngur Rusty međ Paul, Rod Stewart, Joe Cocker og fleirum. Ég kann ekki nöfnin á ţeim öllum.
Hér eru ţeir Rusty og Paul međ fámennari hljómsveit - og njóta sín ţeim mun betur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2012 | 23:03
Hver túlkar dćgurlagatexta rétt?
Tónlist | Breytt 1.10.2012 kl. 13:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
27.9.2012 | 21:58
Hćgri hönd bítilsins Pauls McCartneys međ hljómleika á Íslandi
Fyrst kom Ringó til Íslands og spilađi međ Stuđmönnum í Atlavík. Síđan kom Yoko Ono og hélt áhrifamikla og frumlega málverkasýningu í Reykjavík. Svo kom Paul McCartney og rúntađi á jeppa um landiđ. Ţessu nćst var sett upp sýning á Kjarvalsstöđum međ teikningum eftir John Lennon. Um svipađ leyti fór ađ sjást oftar til Yokoar Ono á götum Reykjavíkur og hún varđ sannkallađur Íslandsvinur. Í Viđey var reist heimsfrćg friđarsúla til minningar um John Lennon. Í tengslum viđ ţađ hefur heimsóknum Ringós og ekkju George Harrisonar, ásamt Sean Lennon og auđvitađ Yokoar Ono fjölgađ ár frá ári. Plastic Ono Band hefur veriđ ađ halda hljómleika hérna. Sonur Georges Harrisonar gerđist tengdasonur Kára Stefánssonar og Íslands. Bítlabarinn Ob-La-Di Ob-La-Da hóf farsćlan feril. Ţangađ kíkir Yoko ţegar hún á leiđ um, svo og Bítlasynir. Tengsl Bítlanna og Íslands ţéttast stöđugt. Ísland er Bítlaland.
Og hvergi sér fyrir enda á. Í nćsta mánuđi heldur hćgri hönd Pauls McCartneys, gítarleikarinn Rusty Anderson, nokkra hljómleika hérlendis. Ţar á međal í Austurbć, Rosenberg og Grćna hattinum á Akureyri. Miđasala hefst á morgun á midi.is.
Rusty hefur spilađ á flestum plötum Pauls og fylgir honum á hljómleikaferđalögum. Rusty hefur einnig spilađ međ Sinéad O´Connor, Elton John, Willie Nelson, Joe Cocker, Cat Stevens, Meatloaf og ótal öđrum stórstjörnum. En hann er ţekktastur sem sólógítarleikari Pauls McCartneys. Gítarleikur Rustys setur sterkan svip á marga ţekktustu söngva Pauls.
Hér fyrir ofan og neđan eru myndbandsbútar sem sýna Rusty á hljómleikum međ Paul. Í myndbandinu fyrir neđan flytja ţeir félagar sönglag Johns Lennons, Give Peace A Chance. Til gamans má geta ađ Paul er skráđur međhöfundur lagsins. Paul ţykir vćnt um ţađ ţó ađ hann hafi ţar hvergi komiđ nćrri. Bítlarnir í upplausn og leiđindi í gangi. Heiftúđleg málaferli. John skrifađi Paul reiđilestur og samdi um hann níđsöng (How Do You Sleep?). Paul svarađi fyrir sig međ "Let Me Roll It". Virkilega flott lag ţar sem hann hermir eftir músíkstíl Lennons.
Fóstbrćđralag ţeirra slitnađi ţó aldrei. Ţeir spjölluđu saman í síma fram á síđasta dag Lennons. Ekki alltaf í vinsemd. En samt inn á milli. John var skapofsamađur og einstaklega skapstyggur. Ţađ kom fyrir ađ John skellti á símtóli og einnig Paul. Af og til féll allt í ljúfa löđ og ţeir hittust og djömmuđu saman.
John sagđi síđar ađ níđsöngurinn um Paul hafi í raun veriđ meira um sig sjálfan en Paul. Hann var reiđari út í sjálfan sig en Paul en beindi reiđinni ađ Paul.
Tónlist | Breytt 28.9.2012 kl. 23:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
14.9.2012 | 23:56
Klúđur í tónlistarverđlaunum
Tónlist | Breytt 15.9.2012 kl. 08:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2012 | 22:22
Eivör á góđu flugi - međ eina bestu plötu ársins!
Íslendingar - eins og fleiri - hafa tekiđ nýju plötu fćreysku álfadrottningarinnar, Eivarar, Room, afskaplega vel. Platan náđi 1. sćti íslenska vinsćldalistans (söluhćst) og er nú í 2. sćti. Lagiđ Rain hefur veriđ ofarlega á vinsćldalista rásar 2 og Bylgjunnar. Trausti Júlíusson á Fréttablađinu gaf plötunni 4 stjörnur (****). Ţađ sama gerđi Dr. Gunni á Fréttatímanum (****). Einnig Helgi Snćr Sigurđsson á Morgunblađinu (****). Ég gaf plötunni 4 og hálfa stjörnu (****1/2): http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1256404/
Andrea Jónsdóttir á rás 2 gaf Room einkunnina 9,9 af 10. Ţađ er ljóst ađ Room er ein af bestu plötum ársins 2012.
Bókin um Eivöru kemur út í lok október (ef allt gengur samkvćmt áćtlun).
Tónlist | Breytt 14.9.2012 kl. 01:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2012 | 21:52
Plötuumsögn
- Titill: Room
- Flytjandi: Eivör
- Einkunn: ****1/2 (af 5)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)