Minningarathöfn um Rasmus

rasmus-rasmussen

  Á morgun (sunnudag 14. október) verður haldin minningarathöfn um færeyska gítarleikarann Rasmus Rasmussen sem kvaddi þennan heim 32ja ára gamall 10. október.  Athöfnin hefst með kertafleytingu á Tjörninni við Iðnó klukkan 19.00.  Að henni lokinni tekur við samkomustund í Fríkirkjunni.  Þar koma fram m.a. Hörður Torfason og færeyska söngkonan Guðríð Hansdóttir, ásamt því sem ég flyt ávarp.

  Með því að smella á þessa slóð má sjá minningargrein um Rasmus:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1261938/

  Hér er nánar um minningarathöfina:  http://samtokin78.is/frettir/tilkynningar/5607-minningarathoefn-um-rasmus-rasmussen

  Útför Rasmusar fór fram í Færeyjum í dag.  Í kvöld var haldin minningarathöfn um hann á veitingastaðnum Sirkusi í Þórshöfn.  

  Vinsamlegast deilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð með ykkur í huganum Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 21:38

2 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir það.  Ertu til í að deila þessu á bloggi eða fésbók?  Þessi tímasetning um helgi er erfið hvað það varðar að prentmiðlar eru óvirkir.

Jens Guð, 13.10.2012 kl. 22:57

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Búin að setja þetta á fésið hjá mér Jens minn. Gerði það strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 23:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stakk þessu inn í bloggið líka Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 23:04

5 Smámynd: Jens Guð

  Bestu þakkir,  Ásthildur Cesil.

Jens Guð, 13.10.2012 kl. 23:19

6 identicon

Komið inn hjá mér líka, bestu kveðjur félagi, þetta verður áreiðanlega góð stund á morgun!

Maggi G. (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 01:14

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín er ánægjan Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2012 kl. 01:43

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir að halda minningu hans á lofti

Sigurður Þórðarson, 14.10.2012 kl. 08:54

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sendi hlýjar hugsanir til elsku drengsins, hræðilegt að svona skuli eiga sér stað, vona að Færeyingar læir af þessu.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.10.2012 kl. 13:11

10 identicon

Megi hann Rasmus hvíla í friði,  og vonandi fara nú Færeyingar að vakna upp af margrar aldar gömlum hugsunarhætti.

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband