Fćrsluflokkur: Tónlist

Bestu hljómsveitirnar leiđa saman hesta sína

  Ţađ verđur heldur betur hátíđ og fjör á Freyjudaginn í nćstu viku (Frjádag 29. apríl) á Nasa viđ Austurvöll.  Topparnir í rokkinu taka ţar saman höndum og halda STÓR-hljómleika međ ţjóđlegu og kraftmiklu rokki sem snertir taugar hins venjulega Íslendings ekki síđur en hörđustu ţungarokkara.  Ţetta eru hljómsveitirnar Skálmöld og Sólstafir.

  Skálmöld ruddist fram á sjónarsviđiđ á síđasta ári og hafđi ţá veriđ ađ í rúmlega ár. Fyrsta plata ţeirra, Baldur, hefur nú ţegar selst í ţúsundum eintaka hér heima og heillađ ólíklegasta fólk upp úr skónum. Platan segir sögu víkings sem missir allt sitt í árás, hvernig hann ferđast yfir ófćrur til ađ hefna og allt fram yfir dauđa. Textar Skálmaldar hafa vakiđ sérstaka athygli, kjarnyrtir og dýrt kveđnir, og sćkja innblástur í ţjóđararfinn.

  Sólstafir hafa vakiđ mikla athygli fyrir frumlegt indí-skotiđ og epískt síđ-ţungarokk á seinustu árum. Síđasta plata ţeirra, Köld  frá árinu 2009, hlaut hvarvetna mikiđ lof gagnrýnenda.  Í kjölfariđ túruđu Sólstafir um gjörvalla Evrópu nokkrum sinnum og spiluđu á flestum af stćrstu rokkútihátíđum Evrópu, svo sem Hróaskeldu og Wacken, en Skálmöld mun einmitt spila á ţeirri síđarnefndu í ár. Sólstafir eru ţekktir fyrir sveitta og kraftmikla en ţó um leiđ tilfinningaţrungna og yfirţyrmandi tónleikaframkomu. Sólstafir munu hefja upptökur á nýrri plötu í maí.

  Báđar hljómsveitirnar hafa nýlega skrifađ undir plötusamninga erlendis og er heilmikil spilamennska framundan ţađ sem eftir lifir ári hér heima og utan. Velgengninni ţykir ţví rétt ađ fagna međ ţessum stórtónleikum ţar sem ekkert verđur til sparađ.

  Miđasala fer fram á www.midi.is og miđinn kostar ađeins 2.500 kall.


Skúbb! Íslensk hljómsveit á Brasilíumarkađ

  Brasilía er eitt stćrsta markađssvćđi rokkmúsíkur í heiminum á eftir Bandaríkjunum,  Indlandi,  Evrópu og Kína.  Kínverjar eru 1400 milljónir.  Indverjar röskar 1000 milljónir.  Kanar 310 milljónir.  Gott ef íbúar Brasilíu eru ekki einhversstađar ţar í grennd.  200 milljónir eđa svo.

  Fyrir tveimur árum fékk einn af helstu plötuútgefendum Brasilíu ofur áhuga á íslensku pönksveitinni Q4U.  Hann fann ekki netfang Q4U eđa ađrar upplýsingar um hljómsveitina í tvö ár.  Q4U er nefnilega ekki í símaskránni.  Nú hefur kauđi loks náđ sambandi viđ Q4U og vill ólmur gefa út plötu međ Q4U í Brasilíu.  Hann vill hafa á plötunni ný lög í bland viđ eldri lög hljómsveitarinnar.

  Kappinni kemur til Íslands í vor til ađ taka upp myndbönd međ Q4U í samhengi viđ plötuútgáfuna í Brasilíu.

  Til gamans má geta ađ Q4U er nafn í Ţýskalandi.  Ţar á hún harđsnúinn hóp dyggra ađdáenda.  Útgáfa á plötu međ Q4U í Brasilíu ţýđir sölu upp á tugţúsunda upplag.  Brasilíski markađurinn nćr jafnframt yfir til nágrannalanda og Portúgals.


Skúbb! Eivör á rappplötu

  Síđustu árin hefur dúettinn Nik & Jay veriđ stćrsta nafniđ í dönsku rappsenunni.  Og reyndar eitt stćrsta nafniđ í dönsku músíkflórunni í ţađ heila,  ásamt rokksveitinni Nephew.  Nik & Jay hafa átt fjölda laga og platna í efstu sćtum danska vinsćldalistans og fariđ heim međ verđlaunagripi frá Dönsku tónlistarverđlaununum.  Alveg eins og fćreyska álfadrottningin Eivör.  Ţađ er skemmtileg tilviljun.  Fyrir mánuđi fékk Eivör nefnilega beiđni um ađ gera lag međ Nik & Jay.  Um er ađ rćđa titillag nćstu plötu drengjanna,  Engle eller Dćmoner

  Ekki nóg međ ţađ.  Hugmyndin er ađ flétta lagi Eivarar,  Tröllabundin,  inn í  Engle eller Dćmoner.  Samstarfiđ verđur á jafnréttisgrundvelli.  Eivör hefur jafn mikiđ ađ segja um útfćrsluna og drengirnir.  Ţetta er samvinnuverkefni fremur en ađ Eivör sé gestasöngvari í lagi hjá Nik & Jay. 

  Eivör tók erindi Nik & Jay vel.  Ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ fara lengra međ samstarfiđ.  Til ađ mynda er áhugi fyrir ţví ađ Eivör taki ţátt í hljómleikum Niks & Jays í sumar. 

  Í fyrra kom Eivör fram á fjölda hljómleika vinsćlustu hljómsveitar Danmerkur,  Nephew,  og einnig vinsćlustu vísnahljómsveit Noregs,  Vamp.  Ađ auki söng Eivör á plötu Vamp.  Hvorutveggja vakti mikla athygli og var góđ kynning fyrir Eivöru.  Nćsta víst er ađ svo mun einnig verđa međ samstarf hennar og Niks & Jays. 


Góđ úrslit í Söngkeppni framhaldsskólanna

  Ég var svo heppinn ađ sjá fyrir tilviljun í Stöđ 2 síđasta hluta Söngkeppni framhaldsskólanna.  Ég er ekki međ áskrift ađ Stöđ 2 og vissi ekki af keppninni.  Ennţá síđur vissi ég ađ hún vćri send út í opinni dagskrá.  Ég hef ekki lagt mig eftir ađ fylgjast međ Söngkeppni framhaldsskólanna undanfarin ár.  Ţađ er eins og mig minni ađ vinningslögin séu yfirleitt einhverjir vćmnir vellusöngvar.  Kannski er ţađ rangminni.  Hvort sem er ţá er ég ánćgđur međ vinningshafann í ár.  Sá heitir ţví flotta nafni Dagur Sigurđsson og keppti fyrir hönd Tćkniskólans međ uppáhalds Bítlalaginu mínu,  Helter Skelter.

  Samkvćmt reglum keppninnar eru einungis söngtextar á íslensku gjaldgengir.  Ţađ er góđ regla.  Hana mćtti endilega taka upp í Músíktilraunum.  Íslenski textinn hans Dags kallast  Vitskert vera.  Međ Degi er kominn fram á sjónarsviđ ţróttmikill rokksöngvari sem er til alls vís.  Hljómsveitin ađ baki honum var hinsvegar full session-leg.  En fín út af fyrir sig.  Vantađi bara smá greddu í rokkiđ hjá ţeim. 

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP3381


mbl.is Dagur vann Söngkeppnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bestu ţungarokksplöturnar

  Á netsíđu breska tónlistarblađsins New Musical Express stendur nú yfir kosning um bestu plötur ţungarokkssögunnar.  Ţetta er skemmtilegur og forvitnilegur samkvćmisleikur.  Eins og stađan er í dag er ţađ klassíska ţungarokkiđ sem hefur yfirhöndina.  Ţannig lítur listinn út (hann er ekki endanlegur. Kosning er enn í gangi og plötur ađ skipta um sćti.  Eins og sést á einkunnum er munur lítill á milli sćta):

Black Sabbath - Paranoid

1. Black Sabbath - Paranoid

Einkunn: 7.97


Rosalegir hádegistónleikar í dag (Týsdag)

ungir einsöngvarar

  Á slaginu klukkan 12.15 í hádeginu í dag (Týsdag 22. mars) hefjast glćsilegir hljómleikar í Íslensku óperunni.  Óperurnar  Öskubuska  (eftir Rossini),  Brúđkaup Fígarós  (eftir Mozart) og  Ástardrykkurinn  (eftir Donizetti) eru í forgrunni á efnisskránni. Flytjendur eru allir í fremstu röđ ungra íslenskra einsöngvara: Bragi Jónsson (bassi), Erla Björg Káradóttir (sópran), Magnús Guđmundsson (barítón), Rannveig Káradóttir (sópran), Rósalind Gísladóttir (mezzó-sópran) og Sibylle Köll (mezzó-sópran).  Antonía Hevesí leikur á píanó.  Sérlegur gestasöngvari á tónleikunum er hinn vinsćli tenórsöngvari Garđar Thór Cortes.

  Ađgangseyrir á tónleikana er sprenghlćgilegur 1500 kall.  Gestir geta keypt veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.  Heyrst hefur ađ ţar sé um ađ rćđa besta skyndibitann í bćnum.  Ţvílíkt fjör!  Ţetta verđur dúndur!

ungir einsöngvarar


Forsetinn er írskur

  Ţjóđsagan kennir okkur ađ forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku,  Barack Hussein Obama,  hafi fćđst í jötu í Honolulu á eyjunni Hawai í Hawai-eyjaklasanum.  Fađir hans og alnafni var frá Kenía í Austur-Afríku.  Hann átti leiđ um Hawaii og fór ađ leika sér viđ stelpuskottiđ Ann Dunham.  Hún giftist manni frá Jakarta í Indónesíu.  Ţar var Barack Hussein Obama alinn upp.  Ţađ er ađ segja Hussein yngri.  Sá eldri var alinn upp í Kenía.

  Vegna uppruna og ćskuára Husseins yngri hefur löngum vakiđ undrun ásókn hans í írska tónlist,  írska river-dansinn,  írskar sögur,  írskan bjór og svo framvegis.  Ţá hefur veriđ eftir ţví tekiđ hvađ vel Hussein lyndir viđ ţá Íra sem á vegi hans verđa. 

  Nú hefur gátan varđandi ţetta veriđ leyst.  Ćttfrćđingar hafa rakiđ uppruna Husseins til Írlands.  1850 flúđi 19 ára Íri hungursneyđ í föđurlandi sínu og hélt vestur um haf;  til Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Hann eignađist eina dóttur.  Henni var gefiđ nafniđ Ann.  Ţegar hún varđ gjafvaxta tók hún saman viđ mann sem bar ćttarnafniđ Dunham.  Afkomendur Ann Dunham teljast vera 28 (í lauslegri talningu án DNA prófunar).   Ţeirra á međal móđir Husseins og alnafna ömmu sinnar.

  Fyrir ćttfróđa Íslendinga hljómar undarlega hversu algengt er ađ Norđur-Ameríkanar séu lítt ađ sér um uppruna sinn langt aftur í ćttir.  Hinsvegar er ţađ svo ađ Bandaríkin eru litríkt fjölmenningarsamfélag.  Eins og dćmiđ um Hussein sýnir eiga margir Bandaríkjamenn uppruna ađ rekja til svo margra ţjóđa og landa ađ ţeir eiga nóg međ ađ kannast viđ hvar foreldrar ţeirra og afi og amma voru fćdd. 

  Annar ţekktur forseti Bandaríkjanna var líka af írskum ćttum.  Hann hét John F. Kennedy en staldrađi stutt viđ í embćtti. 

 


Bestu bresku söngvarnir

  Í nýjasta hefti breska tónlistartímaritsins Q er ekki einungis fjölbreytt umfjöllun um íslenska músík.  Ţađ er fleira áhugavert í blađinu.  Til ađ mynda hefur blađiđ fengiđ alla helstu lagahöfunda breska poppsins til ađ leggja saman í púkk og finna út hverjir eru helstu sérbresku söngvarnir (ultimate British songs).  Ţessir söngvar urđu hlutskarpastir:

1.   Underworld:  Born Slippy

2.   Robert WyattShipbuilding

  Fyrir ţá sem ekki ţekkja til má geta ţess ađ  Shipbuilding  er eftir Elvis Costello.  Lagiđ er samt lang ţekktast í ţessum flutningi Roberts Wyatts.  Lengi vel átti ţađ met yfir hvađa lag dvaldi lengst á toppi óháđa breska vinsćldalistans (indie).  Kannski stendur ţađ met ennţá.  Hljómsveitin Suede krákađi ţetta lag fyrir nokkrum árum.  Hún fékk ágćta útvarpsspilun. 

  Robert Wyatt var trommuleikari og söngvari bresku djass-rokk sveitarinnar Soft Machine.  Svo stökk hann í sukkpartýi út um glugga á 3ju hćđ.  Eftir ţađ hefur hann veriđ bundinn lamađur viđ hjólastól og snúiđ sér í meira mćli ađ söng en trommuleik.  Hann hefur m.a. sungiđ međ Björk (á Medúlla) og Pink Floyd. 

3.   The LibertinesUp The Bracket

  Dópistinn knái Pete Doherty sló fyrst í gegn međ The Libertines.  Síđan stofnađi hann The Babyshamles og dópađi ennţá meira.


Íslendingar áberandi í útlendu poppblađi

  Ţađ er töluvert gaman ađ fletta nýjasta hefti breska tónlistarblađsins Q.  Íslenskir tónlistarmenn eru áberandi í ţví.  Framarlega í blađinu er listi yfir lög sem blađiđ býđur lesendum sínum ađ hlađa niđur.  Lögunum er rađađ upp og númeruđ eftir mikilvćgi.  Lag númer 1 er međ hljómsveit bassaleikarans Árna Árnasonar,  The Vaccines.  Ţví fylgir stór ljósmynd af hljómsveitinni.  Til ađ hlađa lögunum niđur ţarf ađeins ađ smella á www.qthemusic.com/q50

  Örfáum blađsíđum aftar í blađinu er opna ţar sem Ellie Coulding telur upp 9 merkustu gripina í sínu plötusafni.  Hver plata er kynnt í löngu máli og međ mynd.  Fyrsta platan sem Ellie telur upp er  Debut  međ Björk.  Sú plata er ţađ sem Ellie skilgreinir ćvintýralegustu plötuna í safninu.  Ađrar plötur á lista Ellie eru m.a.  Rage Against the Machine  međ samnefndri hljómsveit (platan sem hrelldi mömmu Ellie mest) og  Ten  međ Pearl Jam.  Ellie er međ fínan músíksmekk.

  Aftar í blađinu er grein um barnastjörnur.  Ţar er ljósmynd af 11 ára gamalli Björk og sagt frá fyrstu plötunni sem hún söng inn á á ţeim aldri hér á landi á (svo gripiđ sé til orđalags Hallbjarnar Hjartarsonar).

  Aftarlega í Q er dómur um plötuna  Puzzle  međ Amiina.  Dómurinn er afskaplega jákvćđur en úthlutar plötunni ţó "ađeins" 3 stjörnur af 5.

  Gagnrýnendur Q eru ennţá hrifnari af plötu The Vaccines,  What did you expect from The Vaccines?.  Hún fćr 4 stjörnur,  heila blađsíđu undir umfjöllunina og ađra blađsíđu undir ljósmynd af hljómsveitinni.

  Ţetta allt saman stađfestir ađ Íslandsdeildin er orđin fyrirferđamikil á alţjóđamarkađnum. 


10.000 sinnum áhugaverđara en The Eagles - og 95% ódýrara!

 WACKEN2011 600x860

  Annađ kvöld (laugardagskvöld) fer fram hljómsveitakeppnin víđfrćga og vinsćla Wacken Metal Battle á Sódómu Reykjavík.  Sex íslenskar ţungarokkssveitir berjast um heiđurinn af ţví ađ komast út til Ţýskalands ađ spila á Wacken Open Air,  stćrstu árlegri ţungarokkshátíđ heims.  Hljómsveitirnar sem kjálst á Wacken Metal Battle í ár eru:

ANGIST - www.myspace.com/angisttheband (flott hjá ţeim ađ skarta íslensku nafni)
ATRUM - www.myspace.com/atrumiceland
GRUESOME GLORY - www.myspace.com/gruesomeglory
OPHIDIAN I - www.myspace.com/ophidiani
GONE POSTAL - www.myspace.com/gonepostalmetal
CARPE NOCTEM - www.myspace.com/carpenoctemiceland (ţeir syngja á íslensku.  Ţađ er til fyrirmyndar)

  Ađ auki koma fram ţrjár gestasveitir: Hljómsveitin SKÁLMÖLD (flottasta íslenska hljómsveitin.  Verđur eitt ađal númeriđ á Wacken í sumar) lokar kvöldinu; einnig spila WISTARIA, sigurvegararnir frá ţví í fyrra; og MOLDUN sem opna dagskrá kvöldsins.

  Ţrír erlendir dómarar og sex innlendir sjá um val á sigursveitinni:

- JONATHAN SELTZER frá Metal Hammer Magazine UK. Hann er ritstjóri "reviews and features" hluta blađsins og einnig ţess hluta sem kallast Subterranea.

- PIERRE SEIDEL frá Live Entertainment Award í Ţýskalandi.
LEA sér um ađ verđlauna framúrskarandi live viđburđi í Ţýskalandi af öllum stćrđum og gerđum. Wacken hátíđin fékk ţessi verđlaun 2008.

- JANNE LUNDQVIST frá Lunkan Music and Media í Svíţjóđ. Janne sér um Metal Battle keppnina ţar í landi og starfar einnig sem umbođsmađur.

- ARNAR EGGERT THORODDSEN frá Morgunblađinu
- ATLI FANNAR BJARKASON frá Fréttablađinu
- GUĐNÝ LÁRA THORARENSEN frá Eistnaflugi
- KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Smekkleysu
- KRUMMI BJÖRGVINSSON úr Mínus
- SIGVALDI JÓNSSON frá Rás 2 / Dordingull.com


Miđaverđ er ađeins rćfileslegur 1000 kall.  Ţađ er heldur lćgra en 20 ţúsund kallinn sem kostar inn á gömlu ţreyttu kallana í The Eagles.


Miđasala: http://midi.is/tonleikar/1/6370/


Húsiđ opnar 19:45 - Moldun á sviđ 20:30 (stundvíslega)


Nánari upplýsingar veitir Ţorsteinn Kolbeinsson í síma 8234830.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.