Olli skelfingu

  Færeyingar fylgdust spenntir með sjónvarpsútsendingu á forkeppninni hérlendis í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í gærkvöldi.  Enda hinn vinsæli færeyski söngvari og söngvahöfundur,  Jógvan Hansen,  í fremstu víglínu.  Gallinn var sá að það hafði alveg gleymst að vara Færeyinga við laginu  Eldgosi.  Á fésbókar- og bloggsíðum hefur í dag mátt sjá fjölda einhæfra ljósmynda af viðbrögðum skelfingu lostinna færeyskra sjónvarpsáhorfenda þegar flutningurinn á  Eldgosi  hófst:

horft á Eldgos Hhorft á Eldgos Dhorft á Eldgos Ehorft á Eldgos Ahorft á Eldgos Ohorft á Eldgos Jhorft á Eldgos K 

  Sumir leituðu skjóls undir bók eða á bakvið húsgögn.

horft á Eldgos M

  Verst fór þetta með blessuð börnin.  Það fórst fyrir að setja aldurstakmörk á sýninguna.  Börnin urðu miður sín og áttu erfitt með svefn í nótt.  Voru tryllt af myrkfælni.  Þegar þeim loks kom dúr á auga undir morgun tóku martraðir við. 

horft á Eldgoshorft á Eldgos Ihorft á Eldgos Lhorft á Eldgos N

   Í dag þjást margir af slæmum eyrnaverk,  sem hefur varað alveg frá fyrstu tónum lagsins.  Þeir hafa ekki tekið hendur frá eyrum síðan.

horft á Eldgos P

  Á elliheimilum hefur verið reynt á slá á viðvarandi hræðslu með kvíðastillandi lyfjum.  Án árangurs.

horft á Eldgos R

   Einn hefur vakið athygli og aðdáun fyrir að láta sér hvergi bregða.  Það er Hansi heyrnalausi.  Sumir rekja stillingu hans til rauðvínskúta sem hann gerði góð skil fyrir og eftir útsendingu Söngvakeppninnar.   

horft á Eldgos gamall maðuir

  Um viðbrögð við sigurlaginu fara færri sögum.  Það er eins og athygli á því hafi farið framhjá fólki.  Sjálfur held ég að ég hafi ekki ennþá heyrt það.  En næsta víst er að það er hið vænsta lag. 


mbl.is „Aftur heim“ sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvers á kötturinn að gjalda?

Sigurður I B Guðmundsson, 13.2.2011 kl. 22:29

2 identicon

Stöðluð viðbrögð við eurovision... hjá þeim sem eru ekki tóndaufir.
Það má vel segja að eurovision sé einskonar krabbamein á tónlist.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 23:22

3 identicon

Þarf ekki að senda áfallateymi austureftir til að redda þessu? Ótrúlegt annars hvað sá gamli er glettilega líkur Bilbó Baggasyni.

Grefill (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 10:37

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Er þetta kötturinn hans Rasmusar í Götu?

Sigurður I B Guðmundsson, 14.2.2011 kl. 19:59

5 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður I.B.,  kettir og önnur heimilisdýr sem urðu vitni að ósköpunum fældust og hafa ekki sést síðan.

Jens Guð, 16.2.2011 kl. 21:57

6 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  ég skal ekki segja hvort júrivisjón sé krabbamein.  En það er mein.  Svo mikið er víst.

Jens Guð, 16.2.2011 kl. 21:58

7 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  sá gamli er líkur mörgum.  Ég held að hann jafnvel geri í því að líkjast fólki.

Jens Guð, 16.2.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.