Fćrsluflokkur: Tónlist
24.8.2010 | 22:56
Eivör og Björk
Tónlist | Breytt 25.8.2010 kl. 12:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2010 | 00:57
"Endurkoma" Ţeys
Svokölluđ "endurkoma" Ţeys var öđruvísi. Ég vissi svo sem ađ hún yrđi öđruvísi. En hún varđ allt öđruvísi en ég var búinn ađ hlera ađ hún yrđi. Ađ mér lćđist sá grunur ađ hugmyndin um ţađ hvernig nákvćmlega yrđi stađiđ ađ "endurkomunni" hafi veriđ ađ breytast og ţróast fram á síđasta dag.
Ţegar ég mćtti í Norrćna húsiđ um klukkan 21.00 var trođiđ út úr dyrum. Ţá var tilkynnt ađ vegna fjöldans yrđi dagskrá Ţeys endurtekin um leiđ og hinum auglýstu hljómleikum lyki. Ţađ voru góđar fréttir. Líka ţćr ađ barinn var opinn.
Gestir voru á ýmsum aldri og af ýmsu tagi. Unglingar í bland viđ fólk ađ detta í ellilífeyri. Alţingismenn, biskupinn, forsetinn, Gunnar Ţórđarson... Eđa var biskupinn kannski í sjónvarpinu? Ţetta rennur örlítiđ saman.
Dagskráin hófst á heimildarmynd um Ţey, ŢEYR THE MOVIE - 1981-2011. Hún er ekki fullkláruđ en lofar góđu. Skemmtileg mynd sem kemur húmor Ţeys vel til skila. Ţví nćst var lagiđ Poéme af plötunni As Above spilađ á selló. Eftir ţađ lék Hörđur Bragason á píanó lagiđ Blood sem er á myndbandinu hér fyrir ofan. Lokalagiđ var sungiđ af tveimur dömum viđ píanóundileik Halldórs Á. Björnssonar sem hefur veriđ ađ spila međ Krumma (í Mínus) í dúettinum Legend.
Allt voru ţetta hinar áhugaverđustu nýjar og framandi hliđar á ţekktum Ţeys lögum. Punkturinn yfir i-iđ voru síđan bráđfyndnar kynningar Guđlaugs Kristins Óttarssonar á milli atriđa, eina liđsmann Ţeys sem var sjáanlegur á stađnum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
22.8.2010 | 22:25
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni
Sunnudagshugvekjan á Nálinni fm 101,5 tókst hiđ besta í flesta stađi í kvöld. Hún var svo gott sem á milli klukkan 19.00 til 21.00. Bćđi ţeir sem hlusta á Sunnudagshugvekjuna og ekki síđur ţeir sem misstu af henni eru friđlausir ađ sjá lagalistann hjá okkur Sigvalda Búa Ţórarinssyni. Ţess vegna er mér ljúft ađ birta listann. Svona var hann í dag:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/
Hćgt er ađ hlusta á Nálina á netinu međ ţví ađ smella á http://media.vortex.is/nalinfm
Takiđ svo ţátt í skođanakönnun hér ofarlega á síđunni til vinstri.
Lagiđ á myndbandinu hér fyrir neđan er May This be Love međ Emmylou Harris ţó ţađ sé myndskreytt međ höfundinum, Jimi Hendrix, og skráđ á upptökustjórann, Daniel Lanois. Sá kanadíski upptökusnillingur er kannski ţekktastur fyrir vinnu sína fyrir U2 og Bob Dylan.
Tónlist | Breytt 23.8.2010 kl. 18:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
19.8.2010 | 21:48
Bestu bassaleikarar rokksins
Ég rakst á netsíđu sem birtir lista yfir bestu bassaleikara rokksins. Ég veit ekkert um ţessa síđu né heldur hvernig stađiđ er ađ valinu á listann. En ţađ er gaman ađ velta vöngum yfir listanum. Í fljótu bragđi virđist hann vera nokkuđ sannfćrandi. Ţarna eru margir minna ţekktir bassaleikarar međ á listanum. Ótrúlega margir miđađ viđ svona lista. Netsíđan er međ slóđina: http://www.scaruffi.com/music/bass.html. Gaman vćri ađ hlera viđhorf ykkar til listans.
1 Les Claypool (Primus)
Tónlist | Breytt 22.8.2010 kl. 17:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (90)
19.8.2010 | 17:04
Besti útvarpsţátturinn á dagskrá í kvöld
Ţátturinn Fram og til baka og allt í kring er á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 í kvöld á milli klukkan 19.00 og 21.00. Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson, Gunni í Faco) stýrir ţćttinum af stakri snilld. Ţó ađeins tveir ţćttir séu ađ baki hefur Fram og til baka og allt í kring stimplađ sig inn sem besti tónlistarţáttur í íslensku útvarpi.
Til ađ endurtaka mig ekki um of vísa ég á umsögn um fyrsta ţáttinn: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083398/
Upptaka á síđasta ţćtti misheppnađist á ţann hátt ađ ekki var hćgt ađ endurflytja ţáttinn. Ég vona ađ Gunni endurspili í kvöld eitthvađ af lögunum úr ţeim ţćtti í stađinn. Ţar voru á međal sjaldheyrđar upptökur međ Everly Brothers og fleirum.
Höskuldur Höskuldsson, harđlínu ađdáandi The Rolling Stones og Pretty Things, verđur gestur Gunnars í kvöld. Ţátturinn verđur síđan endurfluttur á laugardaginn á milli klukkan 11.00 og 13.00. Hćgt er ađ hlusta á Nálina á netinu međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm,
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2010 | 01:13
Dúndurflott hljómsveit
Ég var ađ uppgötva assgoti ljúfa hljómsveit sem kallast Skálmöld. Af ţeim örfáu lögum sem ég hef heyrt međ ţessari hljómsveit virđist hún spila notalegt víkingarokk. Ţađ sem er ennţá betra er ađ ţessi hljómsveit semur og syngur ágćta texta á sínu eigin móđurmáli, íslensku. Hér má heyra tvö lög međ Skálmöld: http://www.myspace.com/skalmold
Ég veit fátt sem ekkert um ţessa yndćlu hljómsveit. Gaman vćri ađ heyra frá einhverjum sem veit allt um hana.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
17.8.2010 | 20:56
Skagfirskri söngkonu vel tekiđ í Fćreyjum
Ein af stćrstu árlegu tónlistarhátíđum í Fćreyjum heitir Summarfestivalurin(n). Fćreyingar skrifa ekki ákveđinn greini međ tveimur ennum. Summarfestivalurin(n) er haldinn í Klaksvík á Borđey, höfuđborg Norđureyjanna. Klaksvík er Akureyri ţeirra Fćreyinga. Summarfestivalurin(n) er meiri popphátíđ en G!Festivaliđ í Götu sem er rokkhátíđ. Gestir á Sumarfestivalinu fyrir viku voru um 10 ţúsund. Ţađ er góđ tala ţegar tekiđ er međ í reikninginn ađ Fćreyingar eru 49 ţúsund. Og meira ađ segja góđ tala ţó ţađ sé ekki tekiđ međ í reikninginn.
Íslenskir fjölmiđlar töluđu um metfjölda á ţjóđhátíđ í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Ţar voru gestir um 16 ţúsund. Miđađ viđ höfđatölu hefđu ţeir ţurft ađ vera 45 ţúsund til ađ jafna metađsóknina á Summarfestivalinu í Klaksvík í ár. Samt var ţetta ćvintýralega góđ ađsókn á ţjóđhátíđ í Eyjum.
Um ţrjátíu hljómsveitir komu fram á Summarfestivalinum ađ ţessu sinni. Ţar á međal voru Westlife (heimsfrćgt strákaband), The Dreams (heimsfrćgasta fćreyska hljómsveitin), Brandur Enni og hljómsveit, Maríus (rokkhljómsveit sem spilar á Airwaves í október) og rokksveitin Páll Finnur Páll (nafniđ er samsett úr fornöfnum liđsmanna).
Ein af hljómsveitunum kallađist Ingunn & Herborg. Ţar var um ađ rćđa skagfirsku söngkonuna Ingunni Kristjánsdóttur, fćreyska gítarleikarann og söngvahöfundinn Herborgu Hansen og fćreyska trommu- og gítarleikarann Pćtur Gerđaliđ.
Ingunn og Herborg hófu samstarf á tónlistarsviđinu ţegar ţćr voru skólasystur í Rauđa kross skóla úti í Noregi 2008. Síđan hafa ţćr haft atvinnu af tónlistinni. Í bland viđ frumsamda söngva flytur tríóiđ útlenda slagara međ íslenskum textum. Ţetta eru lög á borđ viđ Blue Suede Shoes eftir Carl Perkins og Alone úr smiđju Heart. Í myndbandinu hér fyrir ofan syngur Ingunn lag eftir Herborgu. Ţetta er ekki mitt pönkrokk en lćt ţađ liggja á milli hleina.
Ingunn & Herborg fengu afskaplega lofsamlega dóma í fćreyskum fjölmiđlum fyrir frammistöđuna á Summarfestivalinu. Ţess er getiđ ađ Fćreyingar séu sérlega ánćgđir međ ađ Ingunn syngi á íslensku. Ţađ gefi músík tríósins heillandi ţokka (sjarma).
10 ţúsund Fćreyingar gerđu góđan róm ađ íslensku söngkonunni Ingunni Kristjánsdóttur.
Af fćreysku pönksveitinni The Dreams er ţađ ađ frétta ađ lag hennar Revolt hefur trónađ ađ undanförnu í efstu sćtum ţýsku MTV sjónvarpsrásarinnar og fleiri ţýskra vinsćldalista. Áđur hefur The Dreams fariđ mikinn á dönskum vinsćldalistum. Telst vera í hópi alvinsćlustu hljómsveita í Danmörku. Bandarískur umbođsmađur Linkin´ Park og ţar áđur Pantera hefur í sumar gengiđ međ grasiđ í skónum á eftir The Dreams. Bođiđ ţeim Draumliđum gull og grćna skóga og er ólmur í ađ stimpla ţá inn á bandaríska markađinn. Drengirnir hafa ekki fariđ sér ađ neinu óđslega. Enda heilmikiđ mál ađ fylgja eftir óvćntum vinsćldum í Ţýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópu, 90 milljón manna ţjóđ. Og ţýski markađurinn nćr ađ auki yfir til Austuríkis, Swiss og víđar. Ţar fyrir utan er bandarískur umbođssamningur flókinn og ţarfnast yfirlesturs snjallra lögfrćđinga. Samningurinn er á stćrđ viđ ţykka bók. Samningsstađa The Dreams er ađ auki gjörbreytt eftir ađ hljómsveitin hefur slegiđ í gegn í Ţýskalandi og stefnir í ađ verđa ófurvinsćl á ţeim vettvangi. The Dreams er ţegar orđin heimsfrćgasta fćreyska hljómsveitin.
Tónlist | Breytt 18.8.2010 kl. 00:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
15.8.2010 | 22:48
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni í dag
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2010 | 22:15
Hverjir eru flottustu gítarleikarar rokksins?
Ađ undanförnu hefur breska poppblađiđ New Musical Express notiđ liđsinnis lesenda sinna viđ leit ađ flottustu gítarleikurum rokksögunnar. Leitin hefur gengiđ alveg ţokkalega vel. Ţannig lítur listinn út yfir gítarleikarana í 20 efstu sćtunum (innan svartra sviga er stađa sömu gítarleikara á lista bandaríska poppblađsins Rolling Stone. Innan blárra sviga er stađa sömu gítarleikara í könnun sem breska útvarpiđ, BBC 6 Music, stóđ fyrir í apríl sl.):
Tónlist | Breytt 18.8.2010 kl. 21:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (67)
11.8.2010 | 22:01
Fćreyskur rokkari á heimsmarkađ
Ég veit í raun ekkert um hvađ ég er ađ skrifa. Fyrirbćriđ heitir NBA 2K11. Mér skilst ađ ţađ sé tölvuleikur um körfubolta. Ţessi tölvuleikur verđur settur á heimsmarkađ 5. október. Forsíđa spilsins skartar mynd af bandarískum náunga sem heitir Michael Jordan og er sagđur vera heimsins frćgasti körfuboltakappi. Ég kannast meira ađ segja viđ nafniđ ţó ég viti ekkert um körfubolta.
Fyrirtćkiđ sem gefur út ţennan tölvuleik heitir 2K sports og hreykir sér af ađ bjóđa í ţessum leik upp á besta músíkskor sem um getur í svona spili. Ţar á međal er músík međ Snoop Doggy Dogg, Outkast og Högna Lisberg. Lagiđ međ Högna heitir "Bow Down (to no man)".
Reiknađ er međ ađ spiliđ seljist í tug milljóna eintökum um heim allan.
Högni hefur átt lög á íslenska vinsćldalistanum. Ţar á međal "Morning Dew" og "Learn to ride on Waves".
Högni var trommuleikari fćreysku súpergrúppunnar Clickhaze. Hann hefur einnig veriđ ađ spila á trommur međ Eivöru. Međal annars á bestu plötu ársins 2010, "Larva".
Högni hefur tvívegis spilađ á Iceland Airwaves. Hann hélt einnig frábćra hljómleika á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um verslunarmannahelgina. Ţar fyrir utan spilađi hann hérlendis međ Clickhaze 2002.
Frábćr tónlistarmađur og mikiđ fagnađarefni ađ tónlist hans skuli nú vera kynnt út um allan heim í ofangreindum tölvuleik. Högni er ţegar međ ágćtan markađ í Danmörku, Swiss og hérlendis. Íslensku stelpum ţykir Högni vera rosalega sćtur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)