Fćrsluflokkur: Tónlist

Varúđ! Úlfur í sauđagćru í bloggheimi

  Undanfarna daga hefur einhver fariđ mikinn undir nafninu Bjartmar Guđlaugsson í athugasemdakerfi hinna ýmsu bloggvettvanga.  Viđkomandi hefur međal annars vitnađ í ţekkt textabrot tónlistarmannsins Bjartmars Guđlaugssonar og segist ţá vera ađ vitna í sína eigin texta.  Máliđ er ađ tónlistarmađurinn Bjartmar Guđlaugsson hefur aldrei skrifađ athugasemd viđ bloggfćrslur. 

  Ţađ sem verra er:  Sá sem villir ţarna á sér heimildir og ţykist vera tónlistarmađurinn Bjartmar Guđlaugsson er ađ rífa kjaft í athugasemdakerfinu.  Hann fer í aulalegar ritdeilur viđ bloggfćrsluhöfunda og dregur ţannig upp vonda mynd af tónlistarmanninum.  

  Ţarna er um lögbrot ađ rćđa.  Ţađ verđur kćrt til lögreglu,  gerandinn leitađur upp,  dreginn fyrir dóm og hýddur.  


Eivör í 7. sćti íslenska vinsćldalistans

  Nýja plata Eivarar,  Larva,  er seintekin,  ţungmelt,  tilraunakennd og ólík fyrri plötum fćreysku álfadrottningarinnar.  Ţrátt fyrir ţađ tekst mörgum Íslendingum ađ međtaka upphafslag plötunnar í fyrstu atrennu.  Í vikunni flaug lagiđ  Undo Your Mind  í einu stökki upp í 7. sćti vinsćldalista rásar 2.  Ţađ er glćsilegur árangur.  Og nćsta víst ađ lagiđ muni hćkka á vinsćldalistanum ţegar fleiri venjast ţví.

  Dómur um  Larvahttp://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1057725/


Flřgu ummćli

eivör-larva 
- Titill:  Larva
- Flytjandi:  Eivör
- Einkunn: ***** (af 5)
 
  Ţessi sjöunda sólóplata fćreysku áfladísinnar Eivarar kemur áreiđanlega mörgum í opna skjöldu.  Platan er ólík hennar fyrri plötum.  Ţetta er tilraunakennt tölvupopp.  Á köflum dálítiđ ágengt og hávćrt.  Fyrir okkur hin sem höfum heyrt Eivöru syngja međ Orku er platan rökrétt framhald af ţátttöku hennar í ţeirri frábćru hljómsveit.  
  Á fćreysku er orđiđ larva notađ yfir seyđi (á millistigi eftir klak áđur en ţau verđa fiskar).  Á ensku ţýđir "larva" lifra.  Nafn plötunnar er tilvísun í ađ tónlistarferill Eivarar sé nýlega hafinn og enn í mótun. 
  Samverkamenn Eivarar á plötunni eru međal annars helstu liđsmenn Orku.
  Hingađ til hefur Eivör samiđ og sungiđ flesta söngva sína á fćreysku.  Nú er markađssvćđi hennar orđiđ alţjóđlegt.  Öll lög nema eitt eru sungin á ensku.  Fćreyska lagiđ,  Vöka, er  mitt uppáhald á plötunni.  Ţađ hefst á ljúfu hljómborđs "riffi".  Er á líđur ćsast leikar.  Fćreyski kórinn Mpiri tekur undir.  Úr verđur vćg Rammstein stemmning.  Ćđislega magnađ og flott lag.
  Platan hefst á tölvupopplaginu  Undo Your Mind:  Fallegri laglínu međ ófyrirsjáanlegri framvindu.  Fögur söngrödd og breitt raddsvíđ Eivarar nýtur sín vel.  Eivör ţenur röddina fyrirhafnarlaust af öryggi.  Hljómborđshljómurinn er rafmagnađur,  drynjandi og "töff".  Lagiđ er samiđ og útsett undir áhrifum frá tónlist James Bond kvikmyndanna.  Fađir Eivarar er ađdáandi James Bond mynd.
  Í nćsta lagi,  Fill the Air,  er söngröddin mjúk og hvíslandi á milli ţess sem hún er ţanin.  Útsetningin lćtur ekki mikiđ yfir sér.  Eitthvađ sem hljómar líkt og klapp liggur undir upphafserindinu og dúkkar upp af og til í laginu.  Barnakór tekur undir og íslenski Caput hópurinn kemur viđ sögu.  Fjölbreytt og magnađ lag.
  Ţriđja lagiđ er endurgerđ af  Wall of Silence  međ fćreysku súpergrúppunni Clickhaze.  Dulmagnađ lag međ vinalegri laglínu. Clickhaze byrjađi sem trip-hop hljómsveit.  Ţađ eymir örlítiđ eftir af ţví í laginu.  Skemmtilegt uppátćki hjá Eivöru ađ blístra í laginu.  Ţađ smellpassar.
  Fjórđa lagiđ,  All Blue,  er lágstemmd tölvupopp-ballađa.  Undurfagurt lag.  Ţađ er vćgur djasskeimur af ţví. Lágvćr og sparlega notađur bjöllukliđur gefur laginu draumkenndan blć. 
  Fimmta lagiđ er  Waves and the Wind.  Sérkennilegur trommutaktur leiđir ţađ ásamt notalegu hljómborđsstefi. 
  Sjötta lagiđ er  Is it Cold Outside.  Söngröddin er hvíslandi yfir tölvuhljómborđinu.  Lagiđ stigmagnast.  Takturinn verđur hrađari.  En lagiđ endar á ţćgilegu nótunum.
  Sjöunda lagiđ,  Even if the sun don´t Shine,  er ofur rólegt og ljúft. Hvíslandi söngrödd og einfalt hljómborđ. 
  Áttunda lagiđ,  Hounds of Love,  er eftir bresku tónlistarkonuna Kötu Brúsk (Kate Bush).  Eivör afgreiđir lagiđ svolítiđ í anda Kötu.  Lagiđ er ágengt,  öflugt og glćsilegt.  Ástćđan fyrir ţví ađ Eivör ákvađ ađ kráka (cover song) ţetta lag er ađ henni ţykir vera svo mikil Eivör í ţví.  Og ţađ er tilfelliđ.  Lagiđ er eins og klćđskerasaumađ fyrir Eivöru.  Ţađ var hljóđritađ "live" í einni töku.  Ţađ ţurfti ekki ađ endurtaka ţađ.  Lagiđ steinlá í fyrsta rennsli.  
  Níunda lagiđ er Vöka sem áđur er minnst á.  Tíunda lagiđ er  So Close to being Free.  Tölvupopplag sem rafmagnast og ćsist er á líđur.  Ţađ koma töluverđ lćti viđ sögu áđur en yfir líkur. 
  Ellefta og síđasta lagiđ á plötunni er  Stay in the Light.  Rólegt og ţćgilegt lag međ hvíslandi söng.  Ofur heillandi og snoturtt.
  Larva er frekar seintekin plata.  Ţađ ţarf ađ hlusta á hana nokkrum sinnum áđur en fegurđin í músíkinni síast inn.  Mér ţótti platan áhugaverđ,  forvitnileg og spennandi viđ fyrstu rennsli. Eftir nokkrar spilanir hafđi ég samt efasemdir.  Ţađ var eins og lögin ćtluđu ekki ađ síast almennilega inn.  Eftir ennţá fleiri spilanir opnuđust flóđgáttir.  Ţetta var dálítiđ eins og ţegar ég var ađ međtaka Sigur Rós á sínum tíma.  Núna er niđurstađan sú ađ  Larva  sé besta plata Eivarar til ţessa. Ekki nóg međ ţađ.  Skrefiđ sem hún stígur međ ţessari plötu frá ţví ađ vera vísnasöngkona er stórt.  Skrefiđ er djarft.  Ţetta er dúndur góđ plata.  Ein besta plata ársins 2010.  Ég er orđinn háđur plötunni.  Spila hana aftur og aftur.  Og hlakka til í hvert sinn sem ég set hana á "play". 
  Gefiđ plötunni tćkifćri.  Veriđ međvituđ um ađ ţađ tekur tíma ađ venjast henni.  Uppskeran verđur ríkuleg.
.
 
    
    
 
 

Ríkustu poppararnir

  Ţađ er ekkert gaman lengur ađ vita hvađ íslenskir auđmenn eiga mörg ţúsund milljarđa króna.  Ekki eftir ađ í ljós hefur komiđ ađ ţeir áttu í raun ekki ţessa peninga.  Ţeir rćndu peningunum úr bönkunum innan frá og skilja landsmenn eftir í skuldasúpu.  Ţá er ekki um annađ ađ rćđa en skemmta sér yfir vangaveltum um ríkustu popparana.  Ţessi listi hér tekur reyndar ađeins til ţeirra sem eru breskir ríkisborgarar.  En jafn gaman ađ skođa hann fyrir ţví.  Til gamans merki ég međ rauđu letri ţá sem hafa komiđ til Íslands (hvort sem ţeir hafa spilađ hér eđa ekki).

1  Andrew Lloyd-Webber (tónskáld,  m.a. höfundur Jesus Christ Superstar)  700 milljónir punda (133 milljarđar ísl. kr.)
.
Paul McCartney (bassaleikari Bítlanna.  Hann tapađi stórum bunka úr sparibauknum sínum ţegar seinni kona hans yfirgaf hann)
Mick Jagger (söngvari Rolling Stones)
Elton John
Sting
6  Keith Richards (gítarleikari Rolling Stones)
7  Dhani og Olavia Harrison (erfingjar gítarleikara Bítilsins Georges Harrisons:  Sonur hans og ekkja.  Dhani er ađ spila međ íslenskri söngkonu.  Man ekki í augnablikinu hver ţađ er)
8  Victoria Beckham (söngkona Spice Girls.  Peningaskápurinn hennar geymir ţó ađ uppistöđu til peninga sem kallinn hennar hefur aflađ sem fótboltasparkari)
9  Tim Rice  (textahöfundur m.a. Jesus Christ Superstar)
10  Ringo Starr (trommari Bítlanna)
11  Tom Jones
.
12  Eric Clapton
13  Barry & Robin Gibb (The Bee Gees)
14  Phil Collins
15  Rod Stewart
16  David Bowie
17  Ozzy Osbourne
18  George Michael
19-21  Roger Waters (fyrrum bassaleikari, söngvari og ađal lagahöfundur Pink Floyd)
19-21  Charlie Watts (trommari Rolling Stones)
19-21  Robbie Williams
22  Robert Plant (söngvari Led Zeppelin)
23  David Gilmour (gítarleikari og söngvari Pink Floyd)
24-25  Brian May (gítarleikari Queen)
24-25  Jimmy Page (gítarleikari Led Zeppelin)  75 milljónir punda (14 milljarđar ísl. kr.)

Plötuumsögn

fogerty

Titill:  The Blue Ridge Rangers Rides Again
Flytandi:  John Fogerty
Einkunn:  *** (af 5)
  John Fogerty var forsprakki bandarísku blúsrokksveitarinnar Creedence Clearwater Revival:  Höfundur söngvanna,  útsetjari,  söngvari og gítarleikari.  CCR naut ofurvinsćlda 1968 - ´72.  Rađađi lögum og plötum í efstu sćti vinsćldalista ţvers og kruss um heiminn.  Lögin og plöturnar teljast til klassískra verka rokksins.  Ótal ţekktar poppstjörnur hafa gert ţađ gott međ lögum úr smiđju CCR.  Má ţar nefna Presley og Tínu Turner (Proud Mary) og The Ramones (Have You Ever Seen The Rain).  Íslenska hljómsveitin Gildrumezz gerđi alfariđ út á CCR lög.
  John Fogerty er magnađur lagahöfundur.  Lög hans eru einföld, auđlćrđ og grípandi en ekki leiđigjörn.  Ţar munar um öflugar útsetningar.  Hráar og ţađ sem kallast "americana":  Ópoppuđ bandarísk (og kanadísk) rótarmúsík (back to the basic);  Blúsađ rokk međ kántrý-keim.  Ţađ má einnig kalla ţetta suđurríkjarokk.
  Söngur Johns er einn sá flottasti í rokkinu:  Rifinn og ţróttmikill.  Kallinn hefur ekkert fyrir ţví ađ öskra út í eitt.  Til viđbótar er John dúndurgóđur gítarleikari og liđtćkur á ýmis önnur hljóđfćri. 
  John hefur áberandi sérkenni á öllum sviđum:  Söng,  gítarleik,  útsetningum og lagasmíđum.  Plötufyrirtćki dró hann eitt sinn fyrir dóm.  Kćrđi hann fyrir ađ stela lagi frá sjálfum sér.  Hann vann máliđ.  Sannađ ţótti ađ höfundareinkennin vćru svo sterk ađ í fljótu bragđi gćti fólk ranglega ályktađ sem um sama lag vćri ađ rćđa.  Höfundareinkenni Johns skína alltaf í gegn.  Líka ţó til ađ mynda Status Quo hafi náđ ađ gera  Rockin´ All Over the World  ađ sínu.  Lag sem er einnig baráttulag fótboltaliđs á Akranesi.
  Síđasta plata CCR,  Mardi Grass,  var bastarđur.  Ađrir liđsmenn hljómsveitarinnar voru ósáttir viđ ađ vera eins og "session" menn.  Ţeim ţótti CCR starfa eins og sólóverkefni Johns.  Ţeir vildu fá ađ koma sínum lögum ađ.  John féllst á ţađ međ semingi.  Lög hinna drógu plötuna verulega niđur.
  Ţetta óheillaskref olli leiđindum og John yfirgaf CCR 1972.  Síđan hefur lítiđ til ţeirra hinna spurst.  Ţeir hafa haldiđ úti hljómsveit sem spilar gömul CCR lög.  Međ lítilli reisn.
  Fyrsta sólóplata Johns var gefin út undir hljómsveitarnafninu The Blue Ride Rangers.  Ţar krákađi (cover) hann ţekkta kántrý-slagara og spilađi á öll hljóđfćri.  Ţetta hafđi eitthvađ ađ gera međ ađ hann var samningsbundinn öđru plötufyrirtćki.  Hann mátti ekki gefa út plötu hjá öđru plötufyrirtćki undir eigin nafni međ frumsömdu efni.
 
  Blue Ridge Rangers  kom út 1973.  Tveimur árum síđar hóf John ađ senda frá sér sólóplötur međ frumsömdu efni.  Flestar góđar.  Nú hefur hann aftur snúiđ sér krákunum.  The Blue Ridge Rangers Rides Again  inniheldur gamla kántrý-slagara eftir John Denever,  Rick Nelson,  Buck Owens og fleiri.  Eitt lag,  Change in the Weather,  er frumsamiđ.  Ţađ ber af.  Ţađ kom áđur út á hans sístu sólóplötu,  Eye of the Zombie
  Ég átta mig ekki á hvers vegna einn af bestu lagahöfundum rokksins er ađ senda frá sér krákuplötu.  Á plötum CCR kom vel út ađ hafa međ í bland eina og eina kráku međ eftir Leadbelly,  Little Richard,  Marvin Gaye og Screaming Jay Hawkins.  En heil plata međ gömlum slögurum eftir ađra er ekki besti kostur ţegar John Fogerty á í hlut.  Hvert og eitt lag er ágćtt út af fyrir sig.  Flutningurinn er í einskonar mjúkpoppuđum gír.  Samt "americana".  Hljóđfćrin eru kassagítar,  mandólín,  stálgítar og fiđla  auk trommu og bassa,  svo og rafgítar í einstaka lagi.
  Söngurinn er allt ađ ţví raul.  John beitir hvergi sínum frábćra öskursöngstíl.  Gestasöngvarar eru Don Henley (The Eagels),  Tomothy B. Schmit og Brúsi "frćndi" (Bruce Springsteen). 
  Í samanburđi viđ ađrar plötur Johns er ţessi frekar flöt og "venjuleg".  Ekki beinlínis poppuđ.  En samt poppuđ í samanburđi viđ ađrar plötur Johns.  Ég ráđlegg fólki ađ kaupa ađrar plötur Johns.  Ţeir sem eiga hinar plötur Johns og kunna vel ađ meta ćttu ađ bíđa međ ađ kaupa ţessa ţangađ til hún lendir á útsölu.  Hún er ekki leiđinleg.  Flestar ađrar plötur Johns eru skemmtilegri.

Skúbb! Ómar Ragnarsson og Andri Freyr í samstarf

  Samkvćmt ţokkalega áreiđanlegum heimildum hafa tveir af helstu skemmtikröftum og sprelligosum ţjóđarinnar,  Ómar Ragnarsson og Andri Freyr Viđarsson,  ákveđiđ ađ stilla saman strengi sína í sumar.  Ţetta hljómar virkilega spennandi.  Ţađ fylgir reyndar ekki sögunni í hverju samstarfiđ mun nákvćmlega felast.  Áreiđanlega verđur ţađ annađ hvort eđa bćđi á sviđi tónlistar og ljósvakamiđlunar. 

  Eftir Ómar liggja sennilega á annan tug hljómplatna og Andri Freyr hefur spilađ á gítar međ hljómsveitum á borđ viđ Bisund,  Botnleđju og Fidel.  Ómar hefur til fjölda ára veriđ einn vinsćlasti sjónvarpsmađur landsins og Andri Freyr einn vinsćlasti útvarpsmađurinn;  núna síđast sem umsjónarmađur  Litlu hafmeyjarinnar  á rás 2 - ásamt Dodda litla.

  Ţađ hlýtur fljótlega ađ koma eitthvađ fram um ţetta vćntanlega samstarf Ómars og Andra Freys.  Á hvađa sviđi sem ţađ verđur ţá er ţetta tilhlökkunarefni.  Ţó Ómar sé sennilega um sjötugt og Andri Freyr 20-og-eitthvađ ára ţá er nćsta víst ađ ţessir ćringjar geta náđ vel saman og spilađ hvorn annan upp í allskonar sprell. 


Passiđ ykkur á ţjófum

  Nýveriđ vaknađi ung fyrirsćta eđa fegurđardrottning eđa listdansari,  Bryndís Jónsdóttir,  upp viđ ţađ ađ hún kom ekki upp orđi.  Hún brá viđ skjótt,  lagđi saman tvo og tvo.  Niđurstađan varđ sú ađ önnur fyrirsćta eđa poppstjarna eđa listdansari,  Ásdís Rán,  hafi stoliđ röddinni hennar.  Síđan hafa ţćr ekki rćtt saman.  Enda Bryndísi stirt um mál eftir ađ röddinni hennar var stoliđ.

  Ásdís Rán ţvertekur fyrir ađ hafa rćnt röddinni frá Bryndísi.  Rán á rödd annarrar manneskju er alvarlegt mál.  Ásökun um slíkt rán er sömuleiđis alvarlegt mál.  Ekki síst ţegar sú sakborna heitir Ásdís RÁN. 


mbl.is Leigubílstjóri rćndur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenska er máliđ

  Ţađ er vel til fundiđ hjá Samtökum móđurmálskennara ađ veita Samfési og Söngkeppni framhaldsskólanna viđurkenningu fyrir ađ keppendur í Söngkeppni Samfés og Söngkeppni framhaldsskólanna syngja á íslensku.  Nćst mega Samtök móđurmálskennara gjarnan veita "ţorskastríđi" plötufyrirtćkisins Cod Music viđurkenningu.  Jú,  vissulega er nafn plötufyrirtćkisins dálítiđ útlenskulegt.  Enda starfar ţađ á alţjóđamarkađi.  En ţađ er reisn yfir ţeim skilyrđum sem fyrirtćkiđ setti í árlegri hljómsveitakeppni í ár.  Ţau gengu út á ađ ţátttakendur myndu syngja á íslensku.

  Ađ öllu jöfnu er virkilega hallćrislegt ađ heyra íslenska söngvara syngja á útlensku.  Nema brýn ástćđa sé til.  Jú,  jú,  einhverjir hafa rök fyrir ţví ađ ţeir séu ađ gera út á engilsaxneskan markađ.  Ţađ er ekki fráleitt.  Ađrir tala um alţjóđamarkađ.  Ţá er nćrtćkara ađ syngja á kínversku.  Hlutfallslega flestir jarđarbúa skilja kínversku.  

  Sigur Rós hefur sannađ ađ ţađ virkar fyrir íslenska poppara ađ syngja á íslensku.  Sigur Rós selur fleiri plötur á alţjóđamarkađi en nánast allar ţćr íslenskar hljómsveitir sem bögglast međ lélega ensku.

  Í lang flestum tilfellum er aulalegt ađ heyra íslenskar hljómsveitir syngja á ensku fyrir Íslendinga.

 


mbl.is Fengu viđurkenningu fyrir ađ syngja á íslensku
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mikilvćgt ađ leiđrétta

 

  Í helgarblađi Fréttablađsins er hiđ ágćtasta viđtal viđ fćreysku álfadísina, tónlistarkonuna Eivöru.  Fyrirsögnin er "Eldgos hćgir á Eivöru Pálsdóttur".  Ţar kemur fram ađ Eivör var föst á Kastrup flugvelli í Danmörku vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli.  Annars er tilefni viđtalsins hljómleikar sem Eivör býđur upp á 28. maí í Íslensku óperunni. 

  Ţađ hefst á innganginum:  "Eivör Pálsdóttir heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í lok maí. Eivör hefur ekkert heyrt í ćvisöguritara sínum og er orđin pínulítiđ stressuđ."

  Niđurlagiđ er:  "Komiđ hefur fram í fjölmiđlum ađ tónlistarbloggarinn Jens Guđ sé ađ skrifa ćvisögu Eivarar. Hún kannast viđ máliđ en hefur ekkert heyrt í Jens vegna bókarinnar.

„Eins lengi og mađur má lesa ţetta áđur og vera međ í ţessu ţá er ţetta fínt. Ég er kannski pínulítiđ stressuđ ef ţađ kemur eitthvađ út sem ég er ekki sátt viđ," segir hún. „Hann er búinn ađ tala viđ fólk sem ţekkir mig en er ekki búinn ađ tala viđ mig."

  Ţetta hljómar dálítiđ eins og bókin sé skrifuđ ađ Eivöru forspurđri og ađ hún hafi ađeins frétt af vinnslu bókarinnar úti í bć.  Ţannig er ţađ ekki.  Ţađ kćmi aldrei til greina af minni hálfu ađ skrifa bók um Eivöru í óţökk hennar.  Vinna viđ bókina hófst ekki fyrr en ég var kominn međ grćnt ljós á ţađ frá Eivöru.  Hinsvegar fjallar bókin UM  Eivöru en byggist ekki á einu löngu viđtali viđ hana.  Ţess vegna hef ég tekiđ viđtöl - međal annars - viđ ćttingja og ćskuvini Eivarar.  En ekkert viđtal viđ hana.   Ţađ er ţví út af fyrir sig rétt eftir Eivöru haft;  ađ ég sé búinn ađ tala viđ fólk sem ţekkir hana en ekki búinn ađ tala viđ hana sjálfa.  Engu ađ síđur hefur Eivör alveg veriđ upplýst um gang mála.  Og ţegar texti bókarinnar hefur smolliđ saman mun Eivör lesa hann yfir,  fylla upp í eyđur,  bćta viđ og ganga úr skugga um ađ allt sé eins og best verđur á kosiđ.  Ţađ verđur ekkert í bókinni annađ en ţađ sem Eivör er 100% sátt viđ.  Höfum ţađ á hreinu.

  Annađ - en ţó ţessu skylt:  Evöru ţykir bók um sig vera algjörlega ótímabćr.  Í Fćreyjum eru ekki skrifađar bćkur um fólk á međan ţađ er á lifi.  Eivöru ţykir ţess vegna skrýtiđ ađ veriđ sé ađ skrifa bók um hana,  rétt 26 ára og rétt ađ hefja sinn tónlistarferil fyrir alvöru.  Á móti kemur ađ ég er ađ nálgast sextugs aldur og nýbúinn ađ ná ţeim andlega ţroska ađ geta skrifađ bók um Eivöru.  Ţađ er ađ segja bók sem verđur Eivöru til sóma.

  Viđtaliđ í Fréttablađinu má sjá á:  http://www.visir.is/article/2010444573694


mbl.is Flugvellir ađ opnast
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stćrsti viđburđur apríl-loka!

  Sterkar vísbendingar eru um ađ rokk muni heyrast á skemmtistađnum Sódómu Reykjavík á Tryggvagötu 22 í kvöld og fram eftir nóttu.  Ţarna munu nefnilega stíga á stokk tvćr af ţeim hljómsveitum sem báru fána pönkrokksins hćst á árunum um og upp úr 1980:  Frćbbblarnir og Q4U.  Báđar hljómsveitirnar áttu á sínum tíma fjöldann allan af vinsćlum lögum sem í dag teljast vera klassísk.  Nćgir ađ nefna  Bjór  međ Frćbbblunum og  Böring  međ Q4U.   

  Hljómleikarnir hefjast klukkan 12.45 og fjöriđ stendur nćstu ţrjá klukkutímana.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband