Plötuumsögn

fogerty

Titill:  The Blue Ridge Rangers Rides Again
Flytandi:  John Fogerty
Einkunn:  *** (af 5)
  John Fogerty var forsprakki bandarísku blúsrokksveitarinnar Creedence Clearwater Revival:  Höfundur söngvanna,  útsetjari,  söngvari og gítarleikari.  CCR naut ofurvinsćlda 1968 - ´72.  Rađađi lögum og plötum í efstu sćti vinsćldalista ţvers og kruss um heiminn.  Lögin og plöturnar teljast til klassískra verka rokksins.  Ótal ţekktar poppstjörnur hafa gert ţađ gott međ lögum úr smiđju CCR.  Má ţar nefna Presley og Tínu Turner (Proud Mary) og The Ramones (Have You Ever Seen The Rain).  Íslenska hljómsveitin Gildrumezz gerđi alfariđ út á CCR lög.
  John Fogerty er magnađur lagahöfundur.  Lög hans eru einföld, auđlćrđ og grípandi en ekki leiđigjörn.  Ţar munar um öflugar útsetningar.  Hráar og ţađ sem kallast "americana":  Ópoppuđ bandarísk (og kanadísk) rótarmúsík (back to the basic);  Blúsađ rokk međ kántrý-keim.  Ţađ má einnig kalla ţetta suđurríkjarokk.
  Söngur Johns er einn sá flottasti í rokkinu:  Rifinn og ţróttmikill.  Kallinn hefur ekkert fyrir ţví ađ öskra út í eitt.  Til viđbótar er John dúndurgóđur gítarleikari og liđtćkur á ýmis önnur hljóđfćri. 
  John hefur áberandi sérkenni á öllum sviđum:  Söng,  gítarleik,  útsetningum og lagasmíđum.  Plötufyrirtćki dró hann eitt sinn fyrir dóm.  Kćrđi hann fyrir ađ stela lagi frá sjálfum sér.  Hann vann máliđ.  Sannađ ţótti ađ höfundareinkennin vćru svo sterk ađ í fljótu bragđi gćti fólk ranglega ályktađ sem um sama lag vćri ađ rćđa.  Höfundareinkenni Johns skína alltaf í gegn.  Líka ţó til ađ mynda Status Quo hafi náđ ađ gera  Rockin´ All Over the World  ađ sínu.  Lag sem er einnig baráttulag fótboltaliđs á Akranesi.
  Síđasta plata CCR,  Mardi Grass,  var bastarđur.  Ađrir liđsmenn hljómsveitarinnar voru ósáttir viđ ađ vera eins og "session" menn.  Ţeim ţótti CCR starfa eins og sólóverkefni Johns.  Ţeir vildu fá ađ koma sínum lögum ađ.  John féllst á ţađ međ semingi.  Lög hinna drógu plötuna verulega niđur.
  Ţetta óheillaskref olli leiđindum og John yfirgaf CCR 1972.  Síđan hefur lítiđ til ţeirra hinna spurst.  Ţeir hafa haldiđ úti hljómsveit sem spilar gömul CCR lög.  Međ lítilli reisn.
  Fyrsta sólóplata Johns var gefin út undir hljómsveitarnafninu The Blue Ride Rangers.  Ţar krákađi (cover) hann ţekkta kántrý-slagara og spilađi á öll hljóđfćri.  Ţetta hafđi eitthvađ ađ gera međ ađ hann var samningsbundinn öđru plötufyrirtćki.  Hann mátti ekki gefa út plötu hjá öđru plötufyrirtćki undir eigin nafni međ frumsömdu efni.
 
  Blue Ridge Rangers  kom út 1973.  Tveimur árum síđar hóf John ađ senda frá sér sólóplötur međ frumsömdu efni.  Flestar góđar.  Nú hefur hann aftur snúiđ sér krákunum.  The Blue Ridge Rangers Rides Again  inniheldur gamla kántrý-slagara eftir John Denever,  Rick Nelson,  Buck Owens og fleiri.  Eitt lag,  Change in the Weather,  er frumsamiđ.  Ţađ ber af.  Ţađ kom áđur út á hans sístu sólóplötu,  Eye of the Zombie
  Ég átta mig ekki á hvers vegna einn af bestu lagahöfundum rokksins er ađ senda frá sér krákuplötu.  Á plötum CCR kom vel út ađ hafa međ í bland eina og eina kráku međ eftir Leadbelly,  Little Richard,  Marvin Gaye og Screaming Jay Hawkins.  En heil plata međ gömlum slögurum eftir ađra er ekki besti kostur ţegar John Fogerty á í hlut.  Hvert og eitt lag er ágćtt út af fyrir sig.  Flutningurinn er í einskonar mjúkpoppuđum gír.  Samt "americana".  Hljóđfćrin eru kassagítar,  mandólín,  stálgítar og fiđla  auk trommu og bassa,  svo og rafgítar í einstaka lagi.
  Söngurinn er allt ađ ţví raul.  John beitir hvergi sínum frábćra öskursöngstíl.  Gestasöngvarar eru Don Henley (The Eagels),  Tomothy B. Schmit og Brúsi "frćndi" (Bruce Springsteen). 
  Í samanburđi viđ ađrar plötur Johns er ţessi frekar flöt og "venjuleg".  Ekki beinlínis poppuđ.  En samt poppuđ í samanburđi viđ ađrar plötur Johns.  Ég ráđlegg fólki ađ kaupa ađrar plötur Johns.  Ţeir sem eiga hinar plötur Johns og kunna vel ađ meta ćttu ađ bíđa međ ađ kaupa ţessa ţangađ til hún lendir á útsölu.  Hún er ekki leiđinleg.  Flestar ađrar plötur Johns eru skemmtilegri.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

,, Í samanburđi viđ ađrar plötur Johns er ţessi frekar flöt og "venjuleg".  Ekki beinlínis poppuđ.  En samt poppuđ í samanburđi viđ ađrar plötur Johns.  Ég ráđlegg fólki ađ kaupa ađrar plötur Johns.  Ţeir sem eiga hinar plötur Johns og kunna vel ađ meta ćttu ađ bíđa međ ađ kaupa ţessa ţangađ til hún lendir á útsölu.  Hún er ekki leiđinleg.  Flestar ađrar plötur Johns eru skemmtilegri."

Hér skrifar Ragnar Reykás !

,,frekar flöt og "venjuleg".  ,,Ekki beinlínis poppuđ"  ,,En samt poppuđ"  ,,Hún er ekki leiđinleg.  Flestar ađrar plötur Johns eru skemmtilegri.""

JR (IP-tala skráđ) 19.5.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Jens Guđ

  JR,  ţú ert ađ teygja ţig of langt í einbeittum vilja til ađ lesa Ragnar Reykás út úr ţessu.  "Ekki beinlínis poppuđ.  En samt poppuđ í samanburđi..."  Ţađ er ekki mótsögn í ţessu heldur útskýring á fyrirbćrinu.  Ţarna eru gefiđ upp ađ platan sé poppuđ í samanburđi viđ ađrar plötur Johns.  Sama er ađ segja um niđurlagiđ.  Platan er ekki leiđinleg en til samanburđar eru flestar ađrar plötur Johns skemmtilegri.

  Ţađ á ekki ađ vera erfitt ađ ná ţessu.  En lesskilningur fólks er mis vel ţroskađur.  Ţađ fer oft eftir aldri. Ung börn hafa takmarkađri lesskilning en stálpuđ börn.  Stálpuđ börn hafa takmarkađri lesskilning en fullorđnir.  Og svo framvegis.

Jens Guđ, 19.5.2010 kl. 12:29

3 identicon

Ég veit alveg af hverju Fogerty er ađ senda frá sér cover plötu en ekki frumsamiđ efni. Ţađ er ekki arđa af frumleika eđa skáldagáfu eftir í honum. Hann er algjörlega útbrunninn sem höfundur. Hann sprengdi sig gjörsamlega međ CCR ţar sem hann pumpađi út 30 slögurum á 5 árum. Svo var tankurinn bara tómur og gamli neyddist til ađ flytja í einhvern fjallakofa bara til ţess ađ halda sönsum.

 Hann má nú samt eiga ţađ ađ hann er ennţá flottur performer, svona miđađ viđ aldur og fyrri störf.

Siggeir (IP-tala skráđ) 19.5.2010 kl. 23:52

4 Smámynd: Jens Guđ

  Siggeir,  ţetta er ekki rétt hjá ţér.  Kallinn á ennţá auđvelt međ ađ semja flott lög.  Sólóferill hans geymir alveg jafn mörg og jafn góđ lög og ferillinn međ CCR.  Nćgir ađ nefna lag eins og  Rockin´ All Over the World  og plötuna  Centerfield  í heilu lagi. 

Jens Guđ, 20.5.2010 kl. 00:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband