Fćrsluflokkur: Tónlist
27.3.2010 | 01:47
Rokkhátíđ ársins
Ţađ verđur brjálađ stuđ á Kaffi Amsterdam í kvöld. Um ţrjátíu manna hópur úr frumherjadeild íslensku pönksenunnar mun rifja upp helstu pönksöngva frá seinni hluta áttunda áratugarins og ţar sem nćst. Bćđi erlenda og íslenska. Međal ţeirra sem spila og syngja eru liđsmenn Frćbblanna, Q4U, Tappa tíkarrass, Svart-hvíts draums, Taugadeildarinnar, Das Kapital, Vonbrigđa o.fl.
58 lög verđa afgreidd úr smiđju eftirtalinna:
Sex Pistols
Ramones
Clash
Jam
Stranglers
Stiff Little Fingers
Blondie
Elvis Costello
Undertones
Buzzcocks
Damned
Television
Sham 69
PiL
Ruts
Specials
Saints
UK Subs
Magazine
Frćbbblarnir
Snillingarnir
Fjöriđ hefst klukkan 23.00 (27. mars) og stendur til 2.35 (28. mars). Ţetta er í ţriđja skipti á jafn mörgum árum sem gullaldarár pönksins eru rifjuđ upp á ţennan hátt. Ţađ hefur veriđ geđveikt gaman á ţessum pönkhátíđum. Allt stefnir í ađ ţessi verđi toppurinn.
Lögin á myndböndunum sem hér fylgja verđa flutt á pönkhátíđinni. Grunar mig.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
18.3.2010 | 21:06
Áríđandi ađ leiđrétta
Í fréttum sjónvarpsins af nýjustu tíđindum frá bandarísku Frćgđarhöll rokksins (Hall of Fame) var fullyrt ađ breska hljómsveitin The Hollies hefđi veriđ nefnd í höfuđiđ á rokksöngvaranum Buddy Holly. Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri ţessu haldiđ fram. Á Wikipedíu er Graham Nash borinn fyrir ţessari sögu.
Hiđ rétta er ađ nafniđ Hollies var upphaflega sótt í greinar af jólatrjám. Ţessar greinar eru hengdar upp hér og ţar yfir jól á heimilum í Manchester á Englandi og víđar. Ţađ mćtti ţýđa orđiđ hollies sem hátíđarskraut. Kannski. Eđa eitthvađ í ţá áttina.
Hitt má fylgja sögunni ađ liđsmenn The Hollies kunnu vel viđ rokk Buddys Hollys. Eins og flestir ađrir sem tilheyrđu kynslóđ bítlarokkara sjöunda áratugarins. Vel má vera ađ Graham Nash hafi einhversstađar sagt í hálfkćringi og galsa ađ nafn hljómsveitarinnar vćri tilvísun í Buddy Holly. En Graham Nash er ţekktur lygari.
The Hollies voru aldrei sérlega građir rokkarar. En reyndu sitt besta samt stundum. Jamaíski reggípopparinn Jimmy Cliff hefur heldur aldrei veriđ mikill rokkari. Hann var vígđur inn í Frćgđarhöllina á sama tíma og The Hollies:
Bandaríska hljómsveitin The Stooges var einnig vígđ í Frćgđarhöllina. Sú hljómsveit rokkar:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
9.3.2010 | 20:49
Rokkveisla á laugardaginn
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verđur haldin á Sódóma Reykjavík
nćsta laugardag (13. mars). Sjö íslenskar hljómsveitir berjast um heiđurinn af ţví ađ
komast út til ađ spila á Wacken Open Air í Ţýskalandi og taka ţátt í lokakeppni
Wacken Metal Battle ţar. Til mikils er ađ vinna, ţví sigurhljómsveitin
fćr plötusamning, heilan haug af hljóđfćrum og grćjum og verđur bókuđ
til ađ koma fram ári síđar á hátíđinni sem eitt af númerum hennar.
Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, en hvorki meira
né minna en 6 erlendir ađilar, blađamenn, umbođsmenn og tónleikahaldarar,
koma til landsins til ađ skipa 10 manna dómefnd, ţar á međal
yfirmađur keppninnar frá Ţýskalandi.
Sveitirnar sem munu bítast um hnossiđ í ár eru svo sannarlega međ ţví
besta sem landiđ hefur upp á ađ bjóđa í ţungarokkinu:
GONE POSTAL
CARPE NOCTEM
GRUESOME GLORY
WISTARIA
UNIVERSAL TRAGEDY
SEVERED CROTCH
ATRUM
Atrum byrjar og Gone Postal spila síđast.
Miđasalan er hafin á:
www.midi.is/tonleikar/1/5878/
Einnig koma fram tvćr gestasveitir, BENEATH og MOMENTUM. Beneath fór
međ sigur af hólmi í íslensku keppninni í fyrra og Momentum eru ađ koma
fram í fyrsta sinn á ţessu ári.
Húsiđ opnar 20:00 og fer fyrsta sveit á sviđ 20:45
Miđaverđ er 1.300 kr.
Ţađ er ţví sannkölluđ ţungarokksveisla hér á ferđinni og tvímćlalaust
einn af stćrstu viđburđunum í ţessum geira í ár, enda verđur Sódóma
fćrđur í sérstakan búning, leigt inn auka lýsingarbúnađur og allt gert
til ađ viđburđurinn verđi sem flottastur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2010 | 01:04
Rugl í Fréttablađinu
Nýráđinn ritstjóri, Ólafur Ţ. Stephensen, skrifar leiđara í Fréttablađiđ í dag. Góđan leiđara um margt. Ţar fullyrđir hann ađ dćgurtónlist sé ágćtlega sinnt af öđrum útvarpsstöđvum en RÚV. Ţetta er alrangt. Áđur en fariđ er nánar út í ţađ skal tekiđ fram ađ ég er afskaplega ánćgđur međ X-iđ 977. Ekki síst músíkina sem ţar er spiluđ: Lauflétt og glađvćrt rokk í bland viđ skemmtilegar umrćđur í síđdegisţćttinum Harmageddon. Ţar fara Máni og Frosti á kostum.
Ađrar músíkútvarpsstöđvar gera út á píkupopp, hnakkarúnk og skallapopp. Ţađ jukk er afskaplega einlitt. Mér er alveg sama um ţađ. En ţví fer víđs fjarri ađ hćgt sé ađ kvitta undir ađ dćgurmúsík sé ágćtlega sinnt međ ţeirri síbylju einhćfs léttpopps.
Íslensk grasrótardćgurmúsík er afskipt í dagskrá ţessara dćgurmúsíkstöđva. Ţćr eru lokađar fyrir ţví sem um er ađ vera í dćgurmúsík utan léttpoppsins. Ég hef margoft tekiđ ţátt í tónlistarviđburđum ţar sem allar útvarpsstöđvar eru lok, lok og lćs og allt úr stáli - ađrar en RÚV.
Ég nefni eitt dćmi: 2002 átti fćreyska rokksveitin Týr vinsćlasta lagiđ á Íslandi, Orminn langa. Platan međ laginu, How Far to Aasgard, var söluhćsta platan á Íslandi. Týr fyllti hverja hljómleikahöllina á fćtur annarri ţvers og kruss um landiđ. Í Ölfusi komst rétt helmingur gesta inn. Hljómleikar Týs í Smáralind jöfnuđu ađsóknarmet Rottweilerhunda. Fyrir framan verslun Skífunnar í Smáralind myndađist lengri röđ eftir eiginhandaráritunum Týs-liđa en áđur hafđi sést.
Ađeins ein útvarpsstöđ spilađi Tý: Rás 2. Ég talađi viđ dagskrárgerđarmenn á öđrum útvarpsstöđvum. Svariđ var: "Jú, ţađ er mikiđ veriđ ađ biđja um Orminn langa sem óskalag en ţetta lag passar ekki inn í ţann músíkramma sem okkur er markađur."
Ég gćti taliđ upp mörg önnur dćmi. Jafnvel fráleitari. Á tímabili voru Megas og Bubbi hvergi spilađir nema á rás 2. Ţađ var ţegar ţessir tveir voru ekki á útgáfusamningi hjá plötufyrirtćki sömu eigenda og Bylgjunnar, FM957 og hvađ ţćr heita ţessar útvarpsstöđvar.
Sinna ţćr útvarpsstöđvar Músíktilraunum? Nei. Hvađa útvarpsstöđvar spiluđu Kukl, Sykurmola, Björk, Sigur Rós, Múm, Sólstafi, Mugison o.s.frv. áđur en ţessir tónlistarmenn náđu heimsfrćgđ? Ekki Bylgjan. Ekki FM957. Ekki Flash. Ekki Kaninn...
Sama er upp á teningnum ţegar um minna ţekktar íslenskar og erlendar hljómsveitir er ađ rćđa sem halda hljómleika hér en falla utan ramma músíkstefnu útvarpsstöđvanna. Ég hef komiđ ađ lokuđum dyrum. Mćtt samt velvilja og skilningi. En "ţví miđur passar ţetta ekki viđ okkar músíklínu." Nema hjá rás 2. Ţar hef ég aldrei mćtt frávísun á ţessum forsendum. Ţvert á móti. Algjörlega ţvert á móti. Bara jákvćđni og opnum dyrum.
Og hvađa útvarpsstöđvar spila Ţorraţrćlinn hér efst til vinstri í tónspilaranum mínum? Ekki Bylgjan. Ekki Flash. Ekki Kaninn, Ekki FM957. Ónei. En rás 2. Og Útvarp Saga, sem reyndar er talmálsútvarp. Aldeilis ljómandi fínt sem slíkt. Og rúmlega ţađ.
Ólafur Ţ. Stephensen er klárlega fćddur og alinn upp á malbiki höfuđborgarinnar. Hans sýn á útvarpsmarkađinn ber ţess skýr merki. Ţegar ekiđ er út fyrir miđborg Reykjavíkur byrja músíkstöđvarnar ađ detta út ein af annarri strax í Ártúnsbrekkunni. Ţegar komiđ er ađ Hvalfjarđargöngunum er ađeins Bylgjan eftir. Rás 2 heyrist hinsvegar um land allt og miđin.
Fréttablađiđ er í eigu 365 sem einnig rekur lungann af músíkútvarpsstöđvum landsins. Ólafur Ţ. er ađ klappa ţeim sem gefur honum ađ éta. Ţetta er bisness. Sögufölsun í ţágu húsbóndans.
Hér fyrir neđan er myndband viđ vinsćlasta lag ársins 2002 á Íslandi. Lag sem einungis var spilađ á rás 2.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
4.3.2010 | 17:30
Hressilegt rokk á Sódóma
Takiđ strax frá kvöldiđ 28. maí. Ţá mćtir hingađ til lands kát
og sprćk ein merkasta hljómsveit rokksögunnar. Hljómsveit sem
- ásamt Slayer, Death, Sepultura, Celtic Frost, Atheist, Venom...
- lagđi grunninn ađ ţeim hressilega rokkstíl sem kallast dauđarokk.
Viđ erum ađ tala um hollensku hljómsveitina Pestilence sem var
leiđandi í upphafsbylgju dauđarokksins í Evrópu. Hún spilar á Sódóma
í Reykjavík 28. maí.
Pestilence var stofnuđ um miđjan níunda áratug síđustu aldar á upphafsárum dauđarokksins.Fyrsta plata sveitarinnar, Malleus Maleficarum, kom út 1988. Hún markađi djúpstćđ spor í "metal"senunni og orđstír sveitarinnar breiddist út međ hrađi. Sveitinni tókst ađ blanda óbeisluđum krafti, hryllingslegu myndmáli og fullkomnum hljóđfćraleik saman í tónlistarlegan kokteil sem var óneitanlega brautryđjandi í tónlistarheiminum.
Plöturnar sem fylgdu í kjölfariđ, meistaraverkin Consuming Impulse frá
1989 og Testimony of the Ancients frá 1991, var gríđarlega vel tekiđ á
alţjóđavísu og hjálpuđu til viđ ađ festa dauđarokkiđ kyrfilega í sessi
sem afgerandi stílbrigđi innan ţungarokksins. Stuttu eftir ađ fjórđa plata sveitarinnar,
Spheres, kom út 1993, hvarf bandiđ hins vegar af sjónarsviđinu - e.t.v.
vegna misgóđra undirtekta ţeirrar plötu en hún blandađi"fusion pćlingum"
inn í dauđarokkiđ. Ţrátt fyrir ađ hafa falliđ í misgrýttan jarđveg á
ţeim tíma hefur ţessari plötu veriđ síđan lýst sem djörfu verki
langt á undan sinni samtíđ.
Sveitin rauf 15 ára ţögn sína ţegar hún gaf út hina stórgóđu plötu
Resurrection Macabre í fyrra. Á henni sannar sveitin ađ hún hefur engu
gleymt og á fullt erindi í dauđarokk nútímans og var mjög vel tekiđ af
gagnrýnendum. Henni var í kjölfariđ bođiđ ađ spila á m.a. Hellfest 2009,
ţar sem hún fór á kostum. Sveitin hefur gengiđ í endurnýjun
lífdaga og hefur spilađ útum allan heim síđan og mun koma viđ á Íslandi á leiđ sinni til Bandaríkjanna ţar sem hún mun "co-headlćna" Maryland DeathFest tónlistarhátíđina og í
kjölfariđ túra um Bandaríkin.
Miđasala hefst 15. mars á midi.is og í verslunum Skífunnar. Á nćstu dögum verđur upplýst um miđaverđ og upphitunarhljómsveitir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2010 | 12:28
Fćreyskt rokk í 1. sćti danska vinsćldalistans
Síđustu ár hafa fćreyskir popparar veriđ áberandi í skemmtibransanum í Danmörku. Fćreyskar söngkonur hafa hver á fćtur annarri náđ efstu sćtum í söngvarakeppnum danska sjónvarpsins, ţáttum á borđ viđ X-factor og "Stjarna kvöldsins". Eivör, Teitur, hljómsveitin Týr, Högni Lisberg og fleiri fćreyskir tónlistarmenn hafa fína markađsstöđu í Danmörku. Eivör og Teitur hafa međal annars landađ verđlaunum í dönsku tónlistarverđlaununum.
Popp-pönkhljómsveitin The Dreams hefur náđ ofurvinsćldum í Danmörku. Upphaf ţess má rekja til ţess ađ hljómsveitin tók ţátt í dönsku "Músíktilraununum" fyrir nokkrum árum. Ţar náđi hún 2. sćti en sló samstundis í gegn langt umfram vinningshljómsveitina. Síđan hefur The Dreams rađađ lögum í toppsćti danska vinsćldalistans. Lagiđ á myndbandinu hér fyrir ofan, Revolt, situr í 1. sćti danska vinsćldalistans núna (eins og sjá og heyra má í sjónvarpsstöđinni DR1).
Á dögunum setti umbođsmađur bandarísku popp-metal sveitarinnar Linkin Park sig í samband viđ liđsmenn The Dreams. Erindiđ var ađ hann telur hljómsveitina smellpassa inn á bandaríska markađinn núna. Kauđi vill ólmur gerast umbođsmađur The Dreams og teppaleggja bandaríska markađinn međ fćreysku pönkurunum. Ţeir liggja nú undir feldi og eru ađ yfirfara ásamt lögfrćđingum umbođssamninginn viđ ţann bandaríska. Á međan skulum viđ hlusta á fćreysku víkingarokkarana í Tý flytja sönginn um Regin smiđ:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
20.2.2010 | 22:59
Ţorraţrćllinn
Tónlist | Breytt 21.2.2010 kl. 17:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
15.2.2010 | 18:54
Rappari međ hníf, byssu og dopermanhund
Rapparinn Móri virđist taka "wannbe-gangsta" hlutverk sitt full alvarlega. Sem kunnugt er ţykir ţađ röppurum í Bandaríkjunum til framdráttar frekar en hitt ađ brúka byssur og hnífa, dópa og rífa stólpakjaft. Ţetta síđastnefnda hefur fylgt íslensku rappsenunni. Ţó ţannig ađ ţađ er í raun meira á léttum nótum en alvöru.
Móri er hörundssárari en ađrir í senunni. Hann sker sig einnig frá sem opinskár um sakaferil sinn, dópneyslu og baráttu fyrir ţví ađ dópneysla verđi lögleg. Ekki ţó ţannig ađ fólk verđi skyldađ til ađ neyta eiturlyfja heldur verđi dópneysla refsilaus.
Á dögunum nefndi rapparinn Blaz Roca, Erpur Eyvindarson, í útvarpsviđtali ađ hljómsveit sín, Rottweilerhundarnir, hafi komiđ Móra á framfćri. Móri brást hinn versti viđ. Sagđist í blađaviđtali hafa veriđ byrjađur ađ rappa á međan Erpur var í bleyju. Erpur mćtti aftur í útvarpsviđtal og fór yfir stađreyndir málsins. Ţćr voru á ţá leiđ ađ Móri hafi vissulega byrjađ ađ rappa á undan Rottweilerhundunum. Fáir urđu hinsvegar varir viđ ţađ. Móri var síđan gestur á plötu Rottweilerhunda. Sú plata seldist í yfir 10 ţúsund eintökum og kom Móra á kortiđ.
Inn í deiluna blönduđust ásakanir Erps um ađ Móri vćri sönnun ţess ađ kannabisreykingar séu skađlegar.
Í dag ćtluđu stjórnendur útvarpsţáttarins Harmageddon á X-inu, Frosti og Máni, ađ sćtta deiluađila. Ţá var ţađ sem Móri mćtti međ doperman-hund og taser-byssu og reyndi ađ stinga Erp í andlitiđ međ hnífi. Erpur náđi ađ forđa sér en kona Móra réđist einnig á Erp. Erpur kćrđi atvikiđ og Móri hefur gefiđ sig fram viđ lögregluna. Lokasena atviksins náđist ađ hluta á öryggismyndavélar. Meira fjöriđ. Ţetta er kolgeggjađ. Erpur virđist hafa eitthvađ til síns máls um ađ kannabisneysla sé skađleg. Ég reyndi ađ hringja í hann í kvöld en hann svarađi ekki. Enda í nógu ađ snúast. Hann hefur kćrt Móra fyrir líkamsárás.
![]() |
Móri réđist ađ Erpi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 17.2.2010 kl. 14:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (29)
14.2.2010 | 22:59
Uppsveifla hjá rás 2
Í árdaga rásar 2 fann ég henni flest til foráttu. Mér ţótti sem ţar vćri léttpopp ráđandi og betur fćri á ađ leyfa Bylgjunni ađ sprikla međ ţađ. Eđa öđrum útvarpsstöđvum sem komu fram á sjónarsviđ og gerđu einnig út á léttpoppiđ. Ég lenti í hatrömmum blađadeilum vegna ţessarar afstöđu minnar. Sem var bara hressandi og jađrađi viđ vinslit ţegar hćst lét.
Léttpoppstöđvarnar komu og fóru: Stjarnan, Ađalstöđin, Sólin og hvađ ţćr hétu allar. Er fram liđu tímar breyttust áherslur hjá rás 2. Ţangađ safnađist rjómi dagskrárgerđarmanna međ góđa ţekkingu á músík og metnađ til ađ gera íslenskri músík góđ skil. Ekki síst ađ virkja grasrótina, taka virkan ţátt í Músíktilraunum og efla samskipti viđ erlendar útvarpsstöđvar og rokkhátíđir.
Ţessi ţróun hefur orđiđ á besta veg. Tónlistarfólkiđ sem rás 2 sinnti best og / eđa ein íslenskra útvarpsstöđva hefur hvert á fćtur öđru náđ bćrilegum árangri á heimsmarkađi: Björk, Sigur Rós, Emiliana Torrini, Lay Low, Bang Gang, Múm, Gus Gus, Mugison, Mínus og ég er áreiđanlega ađ gleyma mörgum.
Ţessir nú heimsfrćgu popparar eru farnir ađ skila góđum tekjum í ríkissjóđ og eiga verulega mikinn ţátt í aukningu á ferđamannastraumi til Íslands. Sem einnig skilar tekjum í ríkissjóđ.
Ađ undanförnu hefur boriđ á kröfu um ađ rás 2 verđi lögđ niđur. Rökin eru ţau helst ađ ţannig megi spara RÚV útgjöld. Ţetta er rangt. Rás 2 er sjálfbćr og meira en ţađ. Niđurgreiđir ađra starfsemi RÚV.
Á dögunum var mikiđ gert úr ţví ađ Bylgjan vćri komin međ meiri hlustun en rás 2. Ţađ var tiltekiđ sem önnur ástćđa fyrir ţví ađ leggja eigi rás 2 niđur. Mín skođun er sú ađ vćnlegra sé ađ bjóđa upp á góđa dagskrá, gera góđa hluti, hlú ađ grasrót íslenskrar tónlistar en sigra í hlustendakönnunum. Hinsvegar er bara gott ađ Bylgjan sinni sínum hlustendahópi međ ágćtum.
Nú hefur rás 2 náđ fyrri stöđu sem sú útvarpsstöđ sem flestir hlusta á. Ţar međ eru fallin ţau vondu rök ađ leggja eigi rás 2 niđur á ţeim forsendum ađ hún sé ekki vinsćlasta útvarpsstöđin.
Hámarki náđu ţessar fráleitu vangaveltur á dögunum ţegar hryllingsstöđin, versta útvarp landsins, Kaninn, óskađi eftir ţví ađ fá ađ taka rás 2 yfir. Ţetta var vitaskuld bara auglýsingatrix Einars Bárđarsonar. Hann kann auglýsingatrixin ţó útvarpsstöđ hans sé "horror". Ţetta má ekki hljóma eins og mér sé illa viđ Einar. Útvarpsstöđ hans er bara ömurleg, rétt eins og Skítmaórall, Nylon og ţađ allt. En áreiđanlega fínn náungi ţar fyrir utan.
Ég tek fram ađ margt er gott sem ađrar útvarpsstöđvar bjóđa upp á en rás 2. Útvarp Saga er skemmtileg útvarpsstöđ. Líka X-iđ. Ţađ breytir ţví ekki ađ rás 2 er í góđri uppsveiflu. Fyrir utan Poppland, Rokkland og ýmsa ađra ágćta klassíska ţćtti má nefna snilldarţáttinn Litlu hafmeyjuna (www.ruv.is/litla). Frábćr ţáttur; Skúrinn, ţar sem ungar efnilegar íslenskar hljómsveitir eru sóttar heim; Streymi, ţar sem Ţossi afgreiđir glćsilega ţađ nýjasta af netsíđum íslenskra rokksveita; Hiđ opinbera, ţar sem Ágúst Bogason spilar íslenskar og erlendar hljómleikaupptökur; Dordingull, ţar sem ţunga rokkinu er gert skil; Luftgítar, ţar sem Matti afgreiđir gamlar rokkperlur; Fćribandiđ, ţar sem Bubbi hefur fariđ á kostum ásamt gestum á borđ viđ Ragga Bjarna og Ómar Ragnarsson; ég man ekki hvađ spurningarţátturinn skemmtilegi međ Villa Naglbít og Halldóri E. heitir...
Ţar fyrir utan erum viđ ađ tala um Óla Palla, Guđna Má, Frey Eyjólfs, Ásgeir Eyţórsson, Matta Matt, Margréti Erlu, Heiđu...
Ég ćtla ekki ađ telja upp alla dagskrá rásar 2. Bara benda á ađ rás 2 er í góđri uppsveiflu, bćđi hvađ varđar góđa dagskrá og er međ mesta hlustun íslenskra útvapsstöđva.
Takiđ eftir hvađ Andri Freyr er ótrúlega sakleysislegur á myndinni efst. Hann getur brugđiđ fyrir sig englasvip. Doddi litli er ekki eins flinkur í ţví. Hrekkjótti púkasvipurinn fer ekki af honum. Ţeir eru til samans toppur í íslensku útvarpi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (25)
10.2.2010 | 20:19
Stćrsti viđburđur í íslensku rokki
Ţá er komiđ í ljós hvađa sveitir hlutu náđ fyrir dómnefnd og voru valdar til ađ etja kappi í íslensku undankeppni alţjóđlegu hljómsveitakeppninnar Wacken Metal Battle 2010. Alls sóttu 16
hljómsveitir um ađ fá ađ spila í ár. Sveitirnar sem sluppu í gegnum nálaraugađ eru (í stafrófsröđ):
ATRUM - www. myspace.com/atrumiceland
CARPE NOCTEM - www.myspace.com/carpenoctemiceland
GONE POSTAL - www.myspace.com/gonepostalmetal
GRUESOME GLORY - www.myspace.com/gruesomeglory
SEVERED CROTCH - www.myspace.com/severedcrotch
UNIVERSAL TRAGEDY - www.myspace.com/universaltragedy
WISTARIA - www.myspace.com/wistariatheband
Dómnefndin sem sá um valiđ samanstóđ af 5 ađilum frá erlendum tímaritum, bókunar-, umbođsskrifstofu- og tónleikafyrirtćkjum og 3 innlendum ađilum.
Wacken Metal Battle fer fram laugardaginn 13. mars á Sódóma Reykjavík.
Sigurvegari kvöldsins hlýtur ţátttökurétt í lokakeppni Metal Battle keppninnar á Wacken Open Air hátíđinni í Ţýskalandi í ágúst. Verđur ţessi viđburđur líklega einn sá stćrsti fyrir íslenskt ţungarokk í ár, ţví 6 erlendir dómarar koma til landsins gagngert fyrir hann. Međal ţeirra er háttsettur ađili frá Wacken hátíđinni sem einnig er yfirmađur Metal Battle keppninnar.
Ţađ verđur gaman ađ vera ţungarokkari 13. mars nk.
Keppnin hefur vaxiđ jafnt og ţétt frá 2004 og í ár munu 26 ţjóđir halda undan‐keppnir í sínu landi og verđur Ísland ţar á međal í annađ sinn. Sigursveitin í hverju landi fyrir sig fyrir sig hlýtur ađ launum ţátttökurétt í lokakeppninni á Wacken.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)