Fćrsluflokkur: Tónlist
9.2.2010 | 00:48
Fćreyingar fylgdust náiđ međ íslenska júrivisjóni
Fćreyingar fylgdust spenntir međ framgangi Jógvans í forkeppninni á Íslandi í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva. Ég held ađ sumir fćreyskir fjölmiđlar hafi sent fréttamenn til Íslands til ađ fylgjast međ. Svo snöggir voru fćreyskri netmiđlar ađ birta úrslitin. Áđur höfđu fćreyskir fjölmiđlar haft samband viđ mig og spurt út í forkeppnina á Íslandi. Ég varđ ađ segja ţeim eins og er ađ hún vćri fyrir utan mitt áhugasviđ og ég fylgdist ekki međ. Aldrei ţessu vant var ég ţess vegna ekki í gír til ađ tjá mig neitt eđa gefa upplýsingar um ţađ sem spurt var um. En ég varđ var viđ keppnina út undan mér.
Nú liggur fyrir ađ lag Heru Bjarkar fékk 21.694 atkvćđi og lagiđ sem Jógvan söng 21.471 atkvćđi. Ţarna munađi mjóu.
Sigurđur Hreiđar bendir réttilega á í bloggi sínu ađ nafn Jógvans skuli rétt framboriđ Jeggvann. Viđ Íslendingar getum boriđ nafniđ fram sem "Ég vann". Ađ vísu er örlítill framburđarmunur á ţessu nafni á milli eyjanna í Fjáreyjum. Svo örlítill ađ viđ skulum halda okkur viđ "Ég vann". Jógvan kemur frá Akureyri Fćreyja, Klaksvík. Ţar er framburđur ađeins harđari en á suđureyjum. Jógvan kom inn á kortiđ í Fćreyjum á unglingsárum sem söngvari "sítt ađ aftan" hljómsveitarinnar Aria, sem var einskonar BARA-flokkur norđursins.
Í leiđinni er ágćtt ađ árétta ađ nafn Eivarar er framboriđ Ćvör. Ef smámuna semi er beitt eru sérhljóđar í fćreysku jafnan bornir fram sem samhljóđar. Nákvćmur framburđur er ţví Eavör.
Til gamans má geta ađ lagiđ sem Eivör syngur hér er eftir frábćran fćreyskan söngvahöfund, Hanus G. Hann er einskonar fćreysk útgáfa af Megasi og Gunnari Ţórđarsyni. Hann er um sextugt; hefur ađeins sent frá sér 3 plötur (ein er kassetta). Hann sniđgengur hljóđver, er töluvert sérstakur og yndisleg persóna. Ungir fćreyskir tónlistarmenn dýrka hann og kráka (cover songs) hans lög grimmt. Ég hef kynnst ţessum snillingi og ţađ er auđvelt ađ átta sig á hvers vegna ungir fćreyskir tónlistarmenn og tónlistarunnendur hafa hann í hávegum. Til gamans má geta ađ á lagalista hans er "Fatlafól" Megasar. Ţegar Hanus ţá sjaldan kemur fram er söng hans jafnan drekkt í fjöldasöng áheyrenda. Ţessi mađur er gođsögn.
Fćreyingar fylgdust einnig spenntir međ danska júrivisjón. Ţar keppti til úrslita Fćreyingurinn Jens Marni. Sá hinn sami og heillađi Íslendinga upp úr skónum á Fćreyskum dögum á Stokkseyri síđastliđna verslunarmannahelgi.
Ekki alveg mín bjórdós. En áreiđanlega einhverra.
-----------------------------------------------------
Jógvan gjřrdist nummar tvey
Grand Prixiđ í Íslandi er nú av, og fřroyski Jógvan Hansen megnađi heldur ikki hesaferđ at vinna kappingina. Hann gjřrdist nummar tvey.
Viđ einari frálíkari framfřrslu trein Jógvan Hansen í kvřld á pall í Íslendska Melodi Grand Prixinum viđ lagnum One more Day.
Hóast framfřrslan var sera góđ eydnađist tađ ikki Jógvani Hansen at vinna kappingina.
Sostatt er greitt, at fřroyingar onga umbođan fáa í Olso seinni í ár, hóast bćđi Jens Marni Hansen og Jógvan Hansen í kvřld hava veriđ sera tćtt viđ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 16:05
Fćreyingar rúlla Dönum upp
Á sama tíma og Íslendingar halda áfram ađ hasla sér völl í fćreysku viđskiptalífi velta danskir fjölmiđlar fyrir sér hvers vegna fćreysku tónlistarfólki gengur hlutfallslega vel á danska markađnum. Fćreyingar eru rösklega 48 ţúsund, eđa eins og lítiđ ţorp, í danska sambandsríkinu sem telur hátt í 6 milljónir manna.
Fćreyska innrásin í Danmörku hófst í ársbyrjun 2002 er ţungarokkshljómsveitin Týr sigrađi í dönsku tónlistarkeppninni Melody Makers. Týr náđi bćđi titlinum "Besta hljómsveitin" (valin af dómnefnd) og "Vinsćlasta hljómsveitin" (valin af almenningi). Í kjölfariđ sló Týr í gegn hérlendis međ laginu Ormurinn langi. Ţađ er önnur saga.
Sigur Týs í Melody Makers vakti mikla athygli og mikla umfjöllun í dönskum fjölmiđlum. Augu Dana var beint ađ Fćreyjum. Ţađ leiddi til ţess ađ fćreysku hljómsveitinni Clickhaze var bođiđ ađ spila á Hróarskeldu. Ţar heillađi hún danska gagnrýnendur upp úr skónum. Margir ţeirra sögđu hljómleika Clickhaze hafa veriđ toppinn á Hróarskeldu hátíđinni ţađ sumariđ. Í Jyllands-Posten var frammistöđu Clickhaze lýst á ţann hátt ađ söngkona hljómsveitarinnar, Eivör, hefđi blásiđ Björk út í hafsauga. Lesendur voru hvattir til ađ gleyma Björk. Eivör vćri framtíđin. Eivör mótmćlti ţessari söguskođun í öllum viđtölum ţar sem ţetta bar á góma. Sagđist vera ađdáandi Bjarkar og frábađ sér ađ taka ţátt í samanburđi á sönghćfileikum ţeirra. Ţegar ég var kynnir á hljómleikum Clickhaze á Grand Rock 2002 og vitnađi til ţessara ummćla Jyllands-Posten hóf Eivör hljómleikana međ ţeim orđum ađ Björk sé frábćr og ummćli JP algjörlega út í hött.
Síđar heillađi Evör Dani sem sólósöngkona. Hún hefur fengiđ margar útnefningar og nokkur verđlaun í dönsku tónlistarverđlaununum. Einnig tók stórsveit danska ríkisútvarpsins upp á ţví ađ útsetja lög Eivarar og flytja í útvarpinu. Ţađ starf ţróađist ţannig ađ síđar söng Eivör lögin međ hljómsveitinni inn á plötu.
Teitur er annar fćreyskur tónlistarmađur sem nýtur vinsćlda og virđingar í Danmörku. Hann hefur veriđ drjúgur viđ ađ fá tilnefningar og verđlaun í dönsku tónlistarverđlaununum.
Högni Lisberg er enn einn fćreyski tónlistarmađurinn sem hefur haslađ sér völl í Danmörku, spilađ á Hróarskeldu og fleiri dönskum tónlistarhátíđum.
Fyrir tveimur árum vakti pönkskotin fćreysk popprokksveit, The Dreams, athygli í dönsku "Músíktilraunum". The Dreams hafnađi í 2. sćti og sló hressilega í gegn. Enginn man lengur eftir hljómsveitinni sem sigrađi en The Dreams hefur rađađ lögum í 1. sćti danska vinsćldalistans og sigrađ í ótal vinsćldakosningum. The Dreams er ofur vinsćl í Danmörku.
Fyrir 2 árum eđa svo kom fćreyska söngkonan Guđrun Sölja, sá og sigrađi í söngvarakeppninni "Stjarna kvöldsins" í danska sjónvarpinu. Í fyrra endurtók fćreyska söngkonan Linda Andrews leikinn í danska X-factor. Í ár er fćreyska söngkonan Anna Nygaard á fljúgandi siglingu í danska X-factor og virđist sigurstrangleg.
Ţetta er ástćđan fyrir ţví ađ danskir fjölmiđlar spyrja sig hvernig á ţví standi ađ fćreyskir tónlistarmenn séu svona sigurstranglir hvar sem til ţeirra spyrst. Danir vísa jafnframt til ţess ađ fćreyski söngvarinn Jógvan sigrađi í íslensku X-factor og sé kominn í lokaúrslit í forkeppni Júrivisjón á Íslandi.
Hér fyrir neđan er forsíđufrétt í danska Berlingske Tidene af ţví ađ fćreyska söngkonan Anna Nygaard meiddi sig á hökunni. Hún missteig sig í stiga og féll viđ.
![]() |
Hilda hf. eignast í Fćreyjabanka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 1.2.2010 kl. 00:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
25.1.2010 | 22:22
Vek athygli á 4đa ţćttinum međ Ragga Bjarna á rás 2 - nú á dagskrá
Ţađ er alltaf grín í kringum Keith Richards, gítarleikara Flćkinganna (The Rolling Stones). Nú ţykist hann vera hćttur ađ drekka. Ásgeir Jónsson, söngvari BARA-flokksins, sagđi mér eitt sinn frá vini sínum sem vann á hóteli í London fyrir nokkrum árum. Flćkingarnir gistu á hótelinu. Lítiđ fór fyrir liđsmönnum hljómsveitarinnar. Nema Keith Richards bađ reglulega alla nóttina um ađ fá bćtt á miní-barinn. Eftir nokkrar áfyllingar spurđi nćturvörđurinn Keith hvort hann vildi ekki bara fá almennilega stóra vínflösku frekar en lepja úr litlum flöskum miní-barsins. Nei, Keith sagđist vera hćttur ađ drekka. Hann ćtlađi bara ađeins ađ bćta á sig undir svefninn. Ţannig gekk ţađ fram á morgun. Keith svaf ekki neitt. Drakk bara. En var ljúfur og stóđ sína vakt á hljómleikunum síđar um daginn.
Í annađ sinn var bróđir minn í Svíţjóđ ţegar Flćkingarnir héldu ţar hljómleika. Múgur papparassa hélt til fyrir utan hóteliđ sem ţeir dvöldu á. Nema fátt bar til tíđinda. Annađ en ţađ ađ alla nóttina sást af og til skuggamynd af Keith fyrir innan gluggatjöldin ţamba úr flösku af stút. Hann svaf ekkert alla nóttina en stóđ sína vakt glćsilega á hljómleikum hljómsveitarinnar um kvöldiđ.
Fyrir nokkrum árum hitti ég í Hollandi enskan kokk sem hafđi nýlokiđ viđ ađ kokka ofan í Flćkingana á hljómleikaferđ ţeirra um Evrópu. Sá var vinur Rods Stewarts og fékk "djobbiđ" í gegnum hann. Kokkurinn kynntist engum af liđsmönnum Flćkinganna á ţessu ferđalagi nema Ronnie Wood. Ţeir Ronnie höfđu sameiginlegan áhuga á myndlist og spjölluđu mikiđ um ţetta áhugamál. Ađrir Flćkingar héldu sig út af fyrir sig. Mick Jagger var umkringdur lćknum, íţróttaţjálfurum og öđrum slíkum. Ţeir blönduđu engu geđi viđ ađra starfsmenn. Ţađ var skörp stéttarskipting á ţessu ferđalagi. Eins og algengt er međal Breta. Kokkurinn sagđi ađ ţađ hafi ţó ekki fariđ framhjá neinum í ţessum - ađ mig minnir 70 manna hópi - ađ Keith virtist aldrei sofa. Hann sat ađ drykkju dag sem nótt. Kokkurinn sagđi ađ hann hljóti ţó ađ hafa tekiđ stuttar kríur af og til.
Annar gleđigjafi á svipuđum aldri og Keith í poppmúsík, Raggi Bjarna, er núna í sínu 4đa viđtali í Fćribandinu, ţćtti Bubba Morthens, á rás 2. Fyrri ţćttirnir hafa veriđ óhemju skemmtilegir. Enda Raggi eđal skemmtilegur (og hefur ekkert međ ţađ ađ gera ađ ég hannađi bókakápu ćvisögu hans. Ţađ er önnur saga).
![]() |
Keith Richards hćttur ađ drekka |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
22.1.2010 | 22:56
Ţorraţrćll
Nú á bóndadag, fyrsta degi ţorramánađar, er ástćđa til ađ syngja kvćđiđ góđa eftir Kristján Jónsson fjallaskáld, Ţorraţrćl. Ţađ má finna skrýtinn flutning á ţessu kvćđi í tónspilaranum mínum hérna efst til vinstri á bloggsíđunni. Ţannig var fyrir 12 árum ađ yngri sonur minn átti ađ lćra ţetta kvćđi í grunnskóla. Honum ţótti ţađ tyrfiđ og leiđinlegt. Á ţeim tíma var hann ađ hlusta á rapp. Ég prófađi ađ auđvelda námiđ međ ţví ađ setja hipp-hopp takt undir ţuluna. Svo datt ég niđur á skemmtilega bassalínu međ. Ţá ţótti mér allt í einu gaman ađ gera ţetta dálítiđ kjánalegt međ ţví ađ bćta viđ viđlagi í anda "Gangsta´ Paradise" sem ţá var vinsćlt og flétta saman viđ "Í sól og sumaryl" eftir Gylfa Ćgisson.
Ég prófađi ađ hljóđrita ţessa útfćrslu og senda á rás 2. Ekki undir mínu nafni heldur Gleđisveitarinnar Alsćlu (til ađ enginn myndi fatta hvađ var í gangi). Lagiđ fékk góđa spilun á rás 2 og ég fékk góđ STEF gjöld fyrir. Fćreyskur tónlistarmađur, Kristian Blak, heyrđi ţetta hjá mér og taldi ţađ eiga erindi á plötu. Viđ settum saman vest-norrćna safnplötu sem heitir "Rock from the Cold Seas" og höfđum ţetta lag međ.
Ţađ fékk góđa spilun í fćreyska útvarpinu og fór í 6. sćti grćnlenska vinsćldalistans. Í kjölfariđ var mér bođiđ í sögulegar hljómleikaferđir til Grćnlands tvö ár í röđ. Ţar spilađi dauđapönksveitin Gyllinćđ međ mér (smelliđ á lög Gyllinćđar í tónspilaranum. Sonur minn, ţá 14 ára er á gítar. Međ honum voru í hljómsveitinni trommusnillingurinn Magnús Magnússon (Eiríkssonar) og Gústi söngvari). Einnig fékk lagiđ spilun í Skotlandi og mér var bođiđ ađ spila á popphátíđ í Edinborg. Ţar spilađi einnig sonur söngvarans í Nazareth og náungi sem varđ síđar frćgur poppari. Okkur varđ öllum vel til vina. Ég man bara í augnablikinu ekki undir hvađa nafni popparinn spilađi. Á ţeim tíma var sá flottur en leiđinlegur í poppinu síđar.
Núna í upphafi ţorra auglýsir Kjarnafćđi í útvarpinu súrmat međ flutningi á Ţorraţrćlnum sem byggir á hrynjanda lags míns. Til gamans má geta ađ á degi íslenskrar tungu sóttist Kastljós sjónvarpsins eftir ţví ađ Gleđisveitin Alsćla myndi flytja Ţorraţrćlinn. En illa gekk ađ finna leynifyrirbćriđ Alsćlu. Leitađ var til Erps "Blaz Rocka" og Sesar A. um ađ finna Alsćlu. Ţeir eru vinir mínir og vissu ađ ég var ekki tilbúinn ađ afhjúpa fyrirbćriđ. Ţeir fluttu ţví Ţorraţrćlinn í minni útfćrslu í Kastljósi. Daginn eftir flutti Spaugstofan sína útfćrslu á Ţorraţrćlnum mínum. Síđan hef ég aldrei veriđ neikvćđur í garđ Spaugstofunnar.
Nú er frost á Fróni, frýs í ćđum blóđ, kveđur kuldaljóđ Kári í jötunmóđ. Yfir laxalóni liggur klakaţil, hlćr viđ hríđarbyl hamragil. Mararbára blá brotnar ţung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni ćđrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á heyjaforđann hryggur búandinn: ,,Minnkar stabbinn minn, magnast harđindin. - Nú er hann enn á norđan, nćđir kuldaél, yfir móa og mel myrkt sem hel. Bóndans býli á björtum ţeytir snjá, hjúin döpur hjá honum sitja ţá. Hvítleit hringaskorđan huggar manninn trautt; Brátt er búriđ autt, búiđ snautt. Ţögull Ţorri heyrir ţetta harmakvein gefur griđ ei nein, glíkur hörđum stein, engri skepnu eirir, alla fjćr og nćr kuldaklónum slćr og kalt viđ hlćr: ,,Bóndi minn, ţitt bú betur stunda ţú. Hugarhrelling sú, er hart ţér ţjakar nú, ţá mun hverfa, en fleiri höpp ţér falla í skaut. Senn er sigruđ ţraut, ég svíf á braut. |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
20.1.2010 | 23:09
Frábćrt lag
Ég veit ekkert um boltaleiki. Ţykir ţeir allir hundleiđir áhorfs og er alltaf slétt sama um hverjir böđlast í ţessum krakkaleikjum óháđ ţví hverjir eru ađ sprikla hverju sinni. Hinsvegar dúkka stundum upp flott lög ţegar boltaleikir í sjónvarpinu eru auglýstir. Sérstaklega er gaman ţegar ţar eru spiluđ lög međ The Sex Pistols eđa The Clash. Núna keyrir Sjónvarpiđ boltaauglýsingu međ "intrói" lagsins I Fought the Law međ The Clash. Eitthvađ EM sem ég veit ekki hvađ er. Kannski Evrópumót boltaleikja óţroskađra drengja sem hafa ekkert betra viđ tímann ađ gera en elta uppblásna tuđru? Skiptir ekki máli af minni hálfu. Hún gefur upp boltann fyrir ađ rifja upp ţetta ágćta lag sem tvívegis hefur fariđ hátt á vinsćldalista víđsvegar um heim. Takiđ eftir skemmtilegum áherslum trommuleiks Toppers Headons sem keyrir glćsilega upp hrynjanda lagsins.
Er ţetta norski fáninn sem trónir í bakgrunni?
![]() |
"Fingur" Nevilles til rannsóknar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 21.1.2010 kl. 00:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
12.1.2010 | 22:39
X-factor og Idol stórskađlegir samfélaginu
Flestir halda ađ sjónvarpsţćttir á borđ viđ X-factor og Idol séu meinlausir. Ţeir séu saklausir samkvćmisleikir. Ţeir hafi jafnframt ţann kost ađ óţekktum söngvurum er gefiđ tćkifćri á skjótfenginni frćgđ og frama. Sálfrćđingurinn Anna D. Hentze er heldur betur á annarri skođun. Hún fullyrđir ađ ţessir sjónvarpsţćttir upphefji einkenni eineltis og hafi ţannig skađleg áhrif samfélagiđ.
Ţađ gerist ţannig: Áhorfendur skilgreina ósjálfrátt dómarana sem fyrirmyndir. Gallinn sé sá ađ dómararnir hiki ekki viđ ađ gera lítiđ úr keppendum. Hćđa ţá međ niđrandi athugasemdum og slá sér upp á meinfýsnum bröndurum á kostnađ keppendanna. Verstu útreiđ fá ţeir keppendur sem standa sig ekki vel. Vinsćldir ţáttanna snúast ađ verulegu leyti um ađ niđurlćgja ţá. Fórnarlambiđ er í erfiđri stöđu. Ţó ţađ reyni ađ bera hönd fyrir höfuđ sér eru hlutföllin 3 dómarar á móti einum keppanda. Til viđbótar leika framleiđendur sér ađ ţví ađ klippa ţćttina ţannig ađ fórnarlambiđ líti sem kjánalegast út í sjónvarpinu. Ţađ selur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
11.1.2010 | 23:07
Bráđnauđsynlegt ađ leiđrétta
Ég er ađ hlusta á Fćribandiđ međ Bubba á rás 2. Hann er ađ spjalla viđ Ragnar Bjarnason. Ţetta er framhald af síđasta ţćtti. Ţeir félagar fara á kostum sem fyrr. Enda Raggi Bjarna bćđi skemmtilegur og einstaklega skemmtilegur sögumađur. Ţađ fćr allt ćvintýraljóma í frásögn hans. Ţar fyrir utan hefur hann átt langan og farsćlan feril sem tónlistarmađur. Ţađ er gleđiefni ađ Bubbi bođar ţriđja ţátt Fćribandsins međ Ragga.
Eitt af ţví skemmtilega viđ frásagnir Ragga af sjálfum sér er ađ fer frjálslega međ stađreyndir. Misminnir margt og ruglar saman ártölum og persónum. Ţegar Eđvarđ Ingólfsson skráđi ćvisögu Ragga fyrir margt löngu fór mikil vinna í ađ leiđrétta ţessar sögur međ ţví ađ bera ţćr undir sögupersónur.
Rétt í ţessu var Raggi ađ nefna lagiđ Hvert er fariđ blómiđ blátt? Hann sagđi ţađ vera eftir Bob Dylan. Ég veit ekki til ađ Bob Dylan hafi sungiđ ţetta lag. Ţađ er eftir Pete Seeger og er ţekktast í flutningi Kingston tríó. Einnig međ Mosa frćnda. Líka međ Savanna tríói undir nafninu Veistu um blóm sem voru hér? Hér er ţađ Marlene Dietrich sem syngur lagiđ, Sag mir wo die blumen sind?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.1.2010 | 00:59
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Ég sat límdur yfir undanúrslitakvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöđva í kvöld. Eins og allir landsmenn. Nei, ţetta er reyndar ekki rétt. Mér varđ á ađ snćđa á veitingahúsi ţar sem ţessi viđbjóđur djöfulsins var í gangi. Ókey, ţetta er kannski yfirdrifin lýsing. Júrivisjón er bara ekki mín bjórdós. Mér heyrđist samt vera ţolanlegt ađ hlusta á Dalvíkinginn Matta Matt kráka (cover song) Paradise City Guns N´Roses. Svona einu sinni ađ minnsta kosti. Ég er jákvćđur gagnvart Dalvíkingum og Guns N´Roses. Einkum eftir ađ ég var staddur í Stokkhólmi í Svíţjóđ er söngvari GNR, Axl Rose, beit ţar hótelţjón í fótinn. Viđ ţađ missti Axl út úr sér gervigóminn sem hélt áfram ađ hanga samanbitinn í buxum ţjónsins eftir ađ lögreglan stakk Axl í steininn. Ţađ er ađ segja gómurinn hékk í buxunum en ekki ţjónninn.
Í ţví broti af Söngvakeppninni sem ég sá mér til leiđinda á matsölustađ fluttu Ingó "veđurguđ" og Jóhanna (nei, ekki Sigurđardóttir) Guđrún lagiđ It Ain´t Me, Babe. ţađ var kynnt sem Johnny Cash lag. Hiđ rétta er ađ ţetta er Bob Dylan lag. Vissulega hefur Jón Reiđufé raulađ lagiđ af sinni alkunnu snilld inn á plötu. Eins og margir ađrir. En ţetta er eitt ţekktasta lag Dylans. Sívinsćlt í hans flutningi og Joan Baez, Bryans Ferrys, Duane Eddy, Jan & Dean, Peter Paul & Mary, Earls Scruggs, Nancy Sinatra, The Turtles og fjölda annarra. Flott lag. 1000 sinnum flottara en allt Júróvisjón prump til samans.
Takiđ eftir hvernig söngurinn hjá Dylan flýgur óvćnt háflug á 48. sek.
![]() |
Lögin tvö sem komust áfram |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2009 | 19:01
Rokkarar láta gott af sér leiđa
Sem kunnugt er varđ 17 ára gamall slagari, Killing in the Name, međ bandarísku ţungarokkshljómsveitinni Rage Against the Machine óvćnt jólalagiđ í Bretlandi í ár. Yfir hálf milljón eintaka af laginu seldist síđustu vikuna fyrir jól, meira en 50 ţúsund eintökum betur en lagiđ sem varđ í 2. sćti. Sjá: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/994808/
Liđsmenn Rage Against the Machine hafa sent frá sér yfirlýsingu ţess efnis ađ heildarinnkoma vegna sölunnar á laginu muni renna óskipt til neyđarskýla fyrir útigangsmenn í Bretlandi.
![]() |
Bono og félagar búskuđu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2009 | 13:13
Sigurvegarar ársins
Fćreysku tónlistarverđlaunin Planet Awards eru hápunktur ársins í fćreysku tónlistarlífi. Síđustu vikur fyrir afhendingu verđlaunanna snýst umrćđan í Fćreyjum meira og minna um verđlaunin. Söluhćsta dagblađ Fjáreyja, Sósialurin, lagđi 16 síđna kálf undir verđlaunin um jólin. Ţau voru síđan afhent viđ hátíđlega athöfn í fyrradag.
Svo skemmtilega vill til ađ viđ Íslendingar könnumst viđ flesta sigurvegarana. Eivör, Brandur Enni og Guđriđ Hansdóttir hafa til ađ mynda öll spilađ á Íslandi. Eivör og Brandur hafa meira ađ segja notiđ mikilla vinsćlda hérlendis og átt lög og plötur í efstu sćtum íslenskra vinsćldalista.
Ţannig er stađiđ ađ fćreysku tónlistarverđlaununum ađ sérstök dómnefnd (mig minnir 8 manna; ţar af 2 útlendingar. Ţađ er hernađarleyndarmál hverjir sitja í dómnefndinni) tínir saman 30 - 40 nöfn í hvern flokk. Međ útilokunarađferđ er nöfnum fćkkađ í 5. Almenningur greiđir síđan atkvćđi međ sms úr farsímum.
Söngkona ársins: Eivör
Söngvari ársins: Brandur Enni
Hljómsveit ársins: Páll Finnur Páll
Lag ársins: Under the Sun međ The Dreams
The Dreams byrjađi sem pönksveit og gerđi út á gömul fćreysk lög. Svo sló ţessi hljómsveit í gegn í Danmörku er hún tók ţátt í ţarlendri hljómsveitakeppni. Mig minnir ađ The Dreams hafi hafnađ í 2. sćti en náđi 1. sćti danska vinsćldalistans aftur og aftur međ sitthverju laginu. Međ tímanum hefur hljómsveitin poppast verulega, söng á tímabili texta á dönsku en er byrjuđ ađ syngja á ensku til ađ ná út fyrir danska og fćreyska markađinn.
Plata ársins: The Sky is Opening međ Guđriđ Hansdóttir
Guđriđ á vinsćldum ađ fagna í Danmörku. Ég man ekki betur en hún hafi tekiđ ţátt í einhverri ţarlendri söngvarakeppni og lent í 2. sćti. Eins og ađrir sigurvegarar í fćreysku tónlistarverđlaununum Planet Awards 2009 semur hún sína söngva sjálf.
![]() |
Söngkona ársins í Fćreyjum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 2.1.2010 kl. 01:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)