Fćrsluflokkur: Tónlist
12.12.2009 | 21:16
Sérkennilegt en spennandi stríđ í Bretlandi
Í Bretlandi geisar nú hatrammt og sérkennilegt stríđ sem snýst um ţađ hvađa dćgurlag verđur jólalagiđ 2009. Ţađ er ađ segja hvađa lag verđur í 1. sćti breska vinsćldalistans yfir jólin. Jólalag hvers árs hefur alltaf skipt miklu máli í Bretlandi. Ţađ er spilađ í tćtlur í útvarpi og sjónvarpi og verđur jafnan ódauđlegt (klassík).
Stríđiđ í ár stendur á milli lags međ sigurvegara sjónvarpsţáttarins X-factors annarsvegar og hinsvegar 17 ára gamals lags međ bandarísku rokksveitinni Rage against the Machine, Killing in the Name.
Ég veit ekki hvernig ţetta stríđ hófst en skilst ađ yfirlýsingagleđi X-factor mógúlsins, Simons Cowells, spili inn í. Hann hefur fullyrt ađ ef nýjasti sigurvegari X-factors eigi jólalag ársins muni ţađ breyta öllu til frambúđar.
Ástćđan fyrir ţví ađ Killing in the Name er sett til höfuđs X-factor er ađ í viđlagi ţess segir: Fuck you, I won´t do what you tell me! (Farđu til fjandans, ég vil ekki ađ gera eins og ţú segir).
Simon er öskureiđur yfir uppátćkinu međ Killing in the Name. Hann segir ţađ vera ekkert annađ en heimskulegt. Áróđurinn fyrir Killing in the Name er međal annars rekinn á heimasíđunni www.ragefactor.co.uk en einnig í ljósvakamiđlum og prentmiđlum. Einkum poppblöđum. Fjöldi poppara hefur blandađ sér í umrćđuna. Ţar á međal eldri sigurvegarar X-factors. Ţeir og fleiri hafa lúmskt gaman af. Enda er ţetta fyrst og fremst grín - ţó öllu gamni fylgi einhver alvara.
Slagurinn hefst formlega á miđnćtti í kvöld og stendur til miđnćttis 19. des. Hann snýst um hvort lagiđ verđur söluhćrra á ţessu tímabili. Jólavinsćldalistinn verđur síđan opinber 20. des. Íslendingar geta tekiđ ţátt í slagnum međ ţví ađ panta Killing in the Name á iTunes í Bretlandi eđa We7.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2009 | 21:37
Gefđu styttu í jólagjöf
Nú stendur yfir fjársöfnun fyrir styttu af tónlistarmanninum Rúnar Júlíussyni. Hver einstaklingur sem leggur fram 1000 krónur fćr nafn sitt skráđ í bók er liggja mun frammi hjá styttunni í Poppminjasafni. Hámark nafna í bókinni verđur 3000 (lágmark 2200). Ţetta er bráđupplagt tćkifćri fyrir stórfjölskyldur ađ taka sig saman og fá nöfn sín skráđ í bókina á einu bretti.
Ţetta er ósköp einfalt. Ţú leggur hvern 1000 kall inn á reikning 407784, höfuđbók 05 í banka 1109 (Sparisjóđurinn í Keflavík). Kennitalan er 180352-4309. Hér er um framlög einstaklinga ađ rćđa. Fyrirtćki mega taka ţátt en verđa ađ greiđa 50 ţúsund kall fyrir sitt nafn.
Nánari upplýsingar gefur gott fólk í Áhugahópi um gjöf til minningar um Hr. Rokk - Rúnar Júlíusson. Sími ţess er: 892 1240, 692 6790 og 869 7616.
Styttan er til sýnis í Ránni í Keflavík á međan söfnun stendur yfir. Vonir standa til ađ söfnun ljúki um áramótin og styttan verđi afhent Poppminjasafninu strax eftir áramót.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
1.12.2009 | 17:47
Ţórđur Bogason fimmtugur
Rokksöngvarinn Ţórđur Bogason er fimmtugur í dag. Eftir ađ hafa frá unglingsárum veriđ rótari hjá hljómsveitum Pétur Kristjánssonar (Pelican, Paradís, Póker, Start...) stofnađi Ţórđur ţungarokkshljómsveitina Ţrek. Ég man ekki ártaliđ. Sennilega um eđa upp úr 1980. Síđan hefur Ţórđur sungiđ međ fjölda hljómsveita. Ţar á međal Foringjunum, Rickshow, Warning, Hljómsveitinni F, Ţukli, DBD, Skyttunum, Rokkhljómsveit Íslands og Mazza. Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum.
Lagiđ "Komdu í partý" međ Foringjunum fór hátt á vinsćldalista á níunda áratugnum. Einnig vakti jólaplatan "Pakkaţukl" athygli. Ţar söng Ţórđur nokkra hressa jólaslagara í ţungarokksstíl. Rokkhljómsveit Íslands átti eitt lag sem fékk ágćta útvarpsspilun. Ég man ekki hvađ ţađ heitir. En ţađ var eftir gítarleikara hljómsveitarinnar, Friđrik Karlsson, sem áđur var í Mezzoforte.
Núna er Ţórđur ađ vinna sólóplötu sem kemur út á nćsta ári. Myndin hér fyrir ofan er frá ţví ađ Ţórđur var ađ skemmta međ hljómsveitinni Kiss. Ţarna er hann á spjalli viđ Paul Stanley.
Ţórđur er vinsćll ökukennari: www.thordurbogason.com Hann rekur jafnframt hundarćktarfyrirtćkiđ Mjölni, www.mjolnir.123.is. Margir kannast viđ Ţórđ frá ţví hann seldi hljóđfćri í verslununum Ţreki og Hljóđfćraverslun Reykjavíkur.
Til hamingju međ afmćliđ, Ţórđur!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
28.11.2009 | 22:31
Samanburđur á listum yfir bestu gítar"riff" rokksins
Jimi Hendrix á afmćli í dag. Ţađ eru 67 ár síđan hann fćddist í Seattle í Bandaríkjum Norđur-Ameríku, síđar vöggu gruggsins (grunge). 27 ára gamall var hann myrtur. Í tilefni dagsins er gaman ađ skođa úrslit í lesendakosningu breska músíkblađsins Music Radar um bestu gítar "riff" rokksögunnar. Music Radar er vinsćlasta músíkblađiđ í netheimi.
Fyrir nokkru birti ég lista breska rokkblađsins Kerrang! yfir bestu gítar "riffin". Um ţann lista spratt mikil og áhugaverđ umrćđa. Ţađ allt saman má finna ásamt tóndćmum á: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/973748/
Ađ gefnu tilefni skal tekiđ fram ađ gítar "riff" er annađ en gítarsóló. Í rokkmúsík er algengast ađ "riff" sé síendurtekinn hljómagangur, sem myndar ráđandi stef í undirleik lagsins. "Riffiđ" getur einnig veriđ síendurtekin gítarlykkja (eins og í Sweet Child O´ Mine).
Hér er listinn í Music Radar (innan sviga er stađa sömu "riffa" á listanum í Kerrang!):
Tónlist | Breytt 30.11.2009 kl. 15:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.11.2009 | 13:52
Bestu krákur poppsögunnar
Bandaríska poppblađiđ Spin hefur birt lista yfir bestu krákur (cover songs) poppsögunnar. Ţađ kemur ekki fram hvernig ađ listanum var stađiđ en hann er í bođi heilsudrykksins Southern Comfort. Hvernig sem Spin-menn komust ađ ţessari niđurstöđu ćtla ég ađ flestir geti veriđ nokkuđ sáttir viđ hann. Eflaust ekki röđina heldur ađ ţessar krákur séu á listanum. Hvađ heldur ţú? Er nauđsynlegt ađ skjóta ţá?
Svona lítur listinn út (upphaflegi flytjandinn/höfundur er innan sviga):
1. NIRVANA: The Man Who Sold the World (David Bowie)
2. JIMI HENDRIX: All Along the Watchtower (Bob Dylan)
3. TALKING HEADS: Take Me to the River (Al Green)
4. DEVO: (Can´t Get No) Satisfaction (The Rolling Stones)
5. SINEAD O´CONNOR: Nothing Compares 2 U (Prince)
6. GUNS N´ ROSES: Knocking on Heaven´s Door (Bob Dylan)
7. THE ZOMBIES: Summertime (George Gerswin)
8. ELVIS COSTELLO: (What´so Funny ´Bout) Peace Love and Understanding (Nick Lowe)
9. ELLIOTT SMITH: 13 (Big Star)
10. THE CLASH: Police and Thieves (Junior Murvin)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (42)
19.11.2009 | 01:03
Frábćr bók
Í vor fór fram viđamikil leit ađ 100 bestu íslensku plötunum. Ţađ var virkilega vel ađ verki stađiđ. Sena, rás 2 og Félag íslenskra hljómplötuútgefenda leituđu til almennings og mín. Já, og annarra sem hafa ţokkalega sýn yfir íslenska plötuútgáfu. Leitin fór í gegnum nokkur ţrep og ég ćtla ađ flestir séu nokkuđ sáttir viđ niđurstöđuna.
Ađ vísu er nćsta víst ađ enginn er alsáttur viđ útkomuna. Ţannig er ţađ bara. Og ţađ er sama hvernig ađ ţessu hefđi veriđ stađiđ. Algjör sátt um listann yfir 100 bestu plöturnar getur ekki betri orđiđ en sá listi sem varđ endanlegur.
Nú er komin út bók ţar sem allar 100 bestu plöturnar eru teknar fyrir og gerđ ítarleg grein fyrir ţeim. Jónatan Garđarsson og Arnar Eggert Thoroddsen eru höfundar bókarinnar. Hún er frábćr. Uppsetning er flott. Allar helstu upplýsingar um hverja plötu eru tíundađar í smáatriđum. Jafnframt fróđleikur um flytjendur og plöturnar.
Texti er léttur og hlađinn skemmtilegum fróđleiksmolum. Ţessi bók er afskaplega vel heppnuđ í alla stađi: Skemmtileg umfram allt, fróđleg og jafn ađgengileg sem uppflettirit og bók sem lesin er frá A-Ö í strikklotu. Ég á og hef lesiđ hundruđ músikbóka og var búinn ađ gera mér tiltekna hugmynd um ţessa bók. Hún trompađi allar vćntingingar. Ég gef henni 5 stjörnur af 5.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
18.11.2009 | 21:02
Spennandi hljómleikar
Annađ kvöld, nánar tiltekiđ 19. nóvember - sama dag og jólabjórinn kemur á markađ hérlendis, sextán tegundir í ţađ minnsta - , verđur bođiđ upp á heldur betur spennandi hljómleika frá klukkan 23.00 til 02.00 ađ morgni 20. nóvember á rokkbarnum Bar 11. Hann er ađ finna í grennd viđ Laugarveg 13. Sennilega á Laugavegi 11.
Ţađ er hljómsveitin HFF sem heldur uppi fjörinu. Hún er skipuđ einvalaliđi úr hljómsveitum á borđ viđ Q4U, Frćbbblunum, Taugadeildinni, Tappa tíkarrassi og Das Kapital. Pönkađ rokk HFF ber ţess merki.
Allir eru afskaplega velkomnir á hljómleikana.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 19:07
Bestu plötur aldarinnar - framhald
Í fyrrakvöld setti ég inn fćrslu sem sýndi lista yfir 5 bestu plötur aldarinnar. Listinn birtist í breska poppblađinu Uncut. Hann má sjá á: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/976052/. Ég vildi leyfa sjálfum mér og ykkur ađ melta 5 efstu sćtin í smástund. En nú held ég ótrauđur áfram međ nćstu sćti listans.
6. Robert Plant og Alison Krauss: Raising Sand (2007)
Breski blússöngvarinn Robert Plant kom flestum í opna skjöldu er hann tók höndum saman viđ bandarísku blágresissöngkonuna (blue grass) og fiđluspilarann Alison Krauss. En uppátćkinu var vel tekiđ.
7. The Arcade Fire: Funeral (2005)
8. Bob Dylan: Modern Times (2006)
Sjá fleiri plötur Dylans á listanum í fyrri fćrslunni.
9. Ryan Adams: Heartbreaker (2000)
10. Fleet Foxes: Fleet Foxes (2008)
11. The Flaming Lips: Yoshimi Battles the Pink Robots (2002)
12. Portishead: Third (2008)
13. Gillian Welch: Time (The Revelator) (2001)
14. Primal Scream: Xtrmntr (2002)
15. Radiohead: In Rainbows (2007)
Radiohead á ađra plötu á listanum, Hail to the Thief (2003) í 134. sćti.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2009 | 23:46
Bestu plötur aldarinnar
Í nýjasta hefti breska músíkblađsins Uncut er birtur listi yfir bestu plötur síđustu 10 ára. Listinn er unninn af blađamönnum Uncut og styđst viđ plötudóma blađsins. Listinn kemur ekki beinlínis á óvart í stćrstu dráttum. En vitaskuld er ţetta samkvćmisleikur sem bara gaman er ađ velta sér upp úr. Efstu sćtin eru ţannig (útgáfuáriđ innan sviga):
1. The White Stripes: White Blood Cells (2001)
Ţessi bandaríski dúett kom sterkur til leiks međ lagrćnni (melódískri) blöndu af kántrýi, blús, rokki og einfaldleika. Hann á einnig plötur í 17. (Elephant 2003), 35. (Yankee Hotel Foxtrot 2002), 59. (De Stijl 2000), 88. (Get Behind Me Satan 2000) og 109. sćti (Icky Thump 2007).
2. Bob Dylan: Love and Theft (2001)
Gamli seigur hefur hvergi slakađ á (nema stundum). Síđustu plötur hans hafa veriđ virkilega góđar. Ţćr eru í 8. sćti (Modern Times 2006) og 58. (Together Through Life 2009)
3. Wilco: A Ghost is Born (2004)
Bandarískt alt-kántrý í hćsta gćđaflokki. Lćrisveinar The Byrds. Wilco eiga líka plötu í 138. sćti (Sky Blue Sky 2007).
4. Brian Wilson: Smile (1967/2004)
5. The Strokes: Is This It (2001). Ţessi leiđinlega hljómsveit á sömuleiđis plötu í 136. sćti (Room on Fire 2003).
Tónlist | Breytt 7.11.2009 kl. 18:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
1.11.2009 | 20:50
Bestu gítar"riff" rokksögunnar - III
Í tveimur fyrri fćrslum birti ég lista ásamt tóndćmum yfir 20 bestu gítar"riff" rokksögunnar. Listinn er fenginn úr breska rokkblađinu Kerrang! Tóndćmin fann ég sjálfur, einn míns liđs, á youtube. Hér held ég áfram međ listann og vind mér í nćstu sćtu. Fyrri fćrslurnar eru á: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/971996/ og http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/972559/.
21. Machine Head: Davidian
22. Queen: Bohemian Rhapsody (athugiđ ađ gítar"riffiđ" byrjar ekki fyrr en röskar 4 mínútur eru liđnar af laginu). Til ađ móđga fjölda manns lćt ég flakka ađ fyrir minn smekk er ţetta hundleiđinlegt lag og leiđinleg hljómsveit. Illilega ofmetin. Ekki síst fyrir raddsetningu. Ţađ vantar alveg dýptina, dekkri raddir, í ţetta gól ţeirra sem hljómar eins og geldingakór.
23. The Clash: White Riot
24. Motörhead: Ace of Spades
25. The Stooges: I Wanna be your Dog
26. Slipknot: Surfacing
27. Iron Maiden: Hallowed be thy Name
28. Led Zeppelin: Communication Breakdown
29. Black Flag: Nervous Breakdown
30. Megadeth: Symphony of Destruction
Tónlist | Breytt 2.11.2009 kl. 22:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)