Fćrsluflokkur: Tónlist
30.12.2009 | 11:43
Rokkveisla ársins
Nú verđur í annađ sinn haldin á Íslandi undankeppni fyrir alţjóđlegu hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle. Wacken er nafniđ á smábć í Norđur-Ţýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa ţungarokksbć ţegar Wacken : Open : Air hátíđin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst ţjarka ţar inn fyrir bćjarmörkin 80.000 gestir hvađanćva úr heiminum til ađ hlusta á kanónur ţungarokksins spila. Hefur ţessi hátíđ veriđ haldin sleitulaust síđan 1991 og verđur ţví 2010 hátíđin sú 21. í röđinni en Wacken er af mörgum talin Mekka allra ţunga-rokkshátíđa.
Á síđustu árum hafa skipuleggjendur hátíđarinnar gefiđ fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tćkifćri til ađ koma og spila á ţessari hátíđ. Í ţví skyni settu ţeir á laggirnar hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle áriđ 2004. Sigursveit keppninnar hlýtur m.a. ađ launum alţjóđlegan hljómplötusamning, fullt af grćjum og hljóđfćrum og auđvitađ heiđurinn af ţví ađ spila ađ ári fyrir mörg ţúsund manns á mun betri stađ í prógramminu á Wacken. Ţeim er auk ţess bođiđ ađ spila á hinum ýmsum undankeppnum nćstu Metal Battle keppni út um allan heim!
Í ár munu 26 ţjóđir halda undankeppnir í sínu landi. Sigursveit hvers lands fyrir sig fćr ţátttökurétt í lokakeppninni sjálfri á Wacken hátíđinni í ágúst.
Fyrirkomulag keppninnar - erlend ađkoma
Hljómsveitir senda inn umsókn um ađ fá ađ vera međ, og fer sérstök nefnd yfir umsóknirnar og velur 6 sveitir til ađ taka ţátt í keppninni. Einungis eitt kvöld verđur haldiđ, ólíkt öđrum hljómsveitakeppnum sem fariđ hafa fram hér á landi. Í keppninni sjálfri mun dómnefnd sjá um ađ velja sigurvegara. Erlendir ađilar sitja í henni ásamt Íslendingum. Međal ţeirra sem koma er blađamađur frá einu stćrsta metal-tímariti Evrópu, Aardschok magazine. Hann er einnig međ sitt eigiđ bókunar- og umbođsskrifstofufyrirtćki, sem sér um ađ bóka tónleika fyrir fjöldann allan af hljómsveitum sem eiga leiđ um Benelux löndin á tónleikaferđalögum sínum og skipulagningu eins stćrsta metalfestivals Hollands, Eindhoven Metal Meeting. Frá sama fyrirtćki kemur líka annar ađili sem er burđarás hjá fyrirtćkinu.Sannarlega kanónur hér á ferđ og ţađ er ţví ekki annađ hćgt ađ segja en ađ vera ţessa manns hér er mikill fengur fyrir ţćr sveitir sem ţćr eiga eftir ađ berja augum. Möguleikar sveitanna til ađ láta á sér krćla á einum stćrsta markađi ţungarokks í heiminum, Evrópu, munu ekki gera neitt annađ en ađ aukast.
Wacken Open Air Hópferđ Íslendinga
Wacken er stórglćsileg hátíđ, ţar sem ađbúnađur, ađstađa, öryggi, almenn framkvćmd og utanumhald er til fyrirmyndar. Ţađ kom ţví ekki á óvart ađ hátíđin hlaut Live Entertainment Awards verđlaunin í flokknum Festival of the Year í Ţýskalandi 2008. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi ţess ađ um 500 tónlistarhátíđir eru haldnar í landinu á ári hverju. Ţađ hefur veriđ uppselt á ţessa hátíđ síđan 2006 og fyrir síđustu hátíđ var svo komiđ ađ ţađ var ţegar orđiđ uppselt á hana heilum 7 mánuđum áđur en hátíđin er haldin.Síđan 2004 hefur hópur Íslendinga fjölmennt á ţessa hátíđ í sérstakri hópferđ sem danska fyrirtćkiđ Livescenen stendur fyrir međ sérstakri milligöngu Restingmind Concerts á Íslandi. Slíkt er ađ sjálfsögđu einnig tilfelliđ fyrir 2010 hátíđina og ćttu áhugasamir einmitt ađ setja sig í samband viđ Restingmind ef ţeir vilja skella sér međ.
Verđlaun keppninnar
Sveitin sem stendur uppi sem sigurvegari Metal Battle á Wacken hlýtur eftirfarandi:
* Fyrstu verđlaun: Hljómplötusamningur viđ Wacken Records sem gildir fyrir allan heiminn. Samiđ verđur viđ sigursveitina sérstaklega um ákvćđi samningsins.
* Eins árs stuđningssamning (endorsement) viđ Washburn gítarframleiđandann og Eden bassamagnararisann. Sveitin hlýtur ađ auki tvo gítara, Eden 2x440W bassamagnarahaus og tvö 4x10 bassabox. Hún hlýtur einnig Mapex Meridian Maple Go-Large trommusett, eitt stk Marshall JVM 210 H gítarmagnara og 5 stk symbala frá Paiste.
Sveitirnar sem vinna sína undankeppni og fara á Wacken hljóta einnig eftirfarandi:* 1 stk Black Panther 14" x 5.5" sneriltrommu frá Mapex og sérstakan "Friends of Washburn" samning og "Friends of Eden" samning. Ţessir samningar gera sveitunum kleift ađ kaupa Washburn og Eden grćjur á alveg sérstökum kjörum í eitt ár.
* Íslenska sveitin fćr ađ ferđast frítt međ hópferđ Íslendinganna frá Kaupmannahöfn og beint á Wacken í bođi Livescenen.
Umsóknarfrestur og skráning
Ţćr sveitir sem hafa áhuga á ađ taka ţátt í ţessu skrá sig međ ţví ađ senda kynningarpakka á Restingmind Concerts. Ţćr samţykkja um leiđ reglur keppninnar sem má finna á www.metal-battle.com. Hćgt er ađ skrá sig á tvo vegu:
1) Međ ţví ađ senda:
* CD međ a.m.k. 3-4 lögum
* Mynd af sveitinni
* Upplýsingar um sveitina (bio)
* Contact info
á póstfangiđ:
WOA Metal Battle Ísland
c/o Ţorsteinn Kolbeinsson
Rafstöđvarvegur 33
110 Reykjavík
 2) Skráning á netinu: Sveitir senda epk (electronic press kit) í gegnum vefsvćđiđ sonicbids.com. Nánari upplýsingar um ţetta í netfanginu hér ađ neđan.
Umsóknarfrestur er til 20. janúar međ innsendingarađferđ 1), en 8. janúar međ 2). Athugiđ ađ ekki komast allar sveitir ađ sem senda inn umsóknir, ţannig ađ ţađ borgar sig ađ vanda sig viđ gerđ umsóknanna.
Stćrsti ţungarokksviđburđur ársins
Ţađ er líklega ekki vanmat ađ segja ađ ţessi viđburđur sé einn stćrsti ţungarokksviđburđur ársins (sem ekki inniheldur erlenda artista), ef ekki sá stćrsti. Ţađ er ekki á hverjum degi sem íslenskar ţungarokkssveitir munu koma fram á Wacken Open Air, eins og verđur einmitt afleiđing ţessarar keppni.
Keppnin mun fara fram á Sódóma Reykjavík, laugardaginn 13. mars 2010.Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2009 | 23:47
Óvćntustu krákur sögunnar
Vefmiđillinn WeirdWorm hefur tekiđ saman lista yfir óvćntustu (eđa undarlegustu) krákur (cover songs) sögunnar. Í inngangi segja ţeir ađ ţetta séu krákur sem fá hlustandann til ađ hrökkva viđ og hrópa furđu lostin/n: "Hvurn djöfulinn eru ţeir eiginlega ađ pćla?"
Hér er listinn:
1. Raggi Bjarna: Smells like Teen Spirit
Ţeir hjá WeirdWorm völdu reyndar krákuna međ Paul Anka. En afgreiđsla ţeirra Ragga og Pauls er á svipuđu róli. Raggi ađ vísu alltaf flottari. Hér fyrir neđan er upphaflega útgáfan af laginu međ höfundum ţess, bandarísku grugg-sveitinni Nirvana.
2. Sid Vicious: My Way
Sid var skráđur bassaleikari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols. Sjálfur hélt hann ađ hann vćri bassaleikari Kynhólkanna. Hiđ rétta er ađ Chris Spedding spilađi á bassann án vitneskju Sids. Sid kunni ekki á bassa en var hafđur á sviđinu af ţví ađ hann var svo klikkađur. Sid sótti bassagítarnám hjá Lemmy (Motorhead). Lemmy hefur aldrei kynnst nemanda sem var jafn gjörsneyddur skilningi á bassaleik.
Hér syngur Sid sjálfur lagiđ My Way. Skömmu síđar stakk hann auga úr bróđir tónlistarkonunnar Patti Smith, myrti kćrustu sína og dó af of stórum skammti af heróíni.
My Way er gamalt franskt lag en iđulega skráđ á Paul Anka sem samdi enska textann. Paul ţann hinn sama og á krákuna í 1. sćtinu. My Way er sennilega ţekktast í flutningi Geirs Ólafs eđa Franks Sinatra. Fyrir neđan flytur Frank ţetta lag međ ađstođ Pavarotti(s):
3. Rolf Harris: Stairway to Heaven
Rolf Harris er ástralskur söngvari, ţekktastur fyrir lagiđ Walzing Mathilda (á Íslandi ţekktara sem Ísland úr Nató!). Fyrir neđan er lagiđ í flutningi höfundanna, bresku folk-blús sveitarinnar Led Zeppelin.
4. Pat Boone: Enter Sandman
Á myndbandinu fyrir ofan er búiđ ađ blanda saman frumflutningi dansk-bandarísku málmsveitarinnar Metallica, höfunda lagsins, og hörmulegum flutningi raularans Pat Boone. Reyndar er hljóđfćraleikurinn fínn. Lagiđ vćri áheyrilegt í ţessari útsetningu án söngs.
Pat var á sjötta áratugnum ţekktur fyrir ađ misţyrma sprćkum rokk og ról lögum međ ţví ađ fletja ţau út í gelt skallapopp.
5. Scissor Sisters: Comfortably Numb
Hommapopp er músíkstíll sem, ja... Sko, ţađ er bara svona. Scissor Sisters, Bee Gees, Village People, Bronski Beat... Kynhneigđ fólks skiptir ekki máli frekar en húđlitur eđa... Andúđ á píkupoppi hefur ekkert ađ gera međ viđhorf til smástelpna eđa andúđ á skallapoppi til sköllóttra. Fyrir neđan er frumútgáfa Pink Floyd á ţessu ágćta lagi.
Tónlist | Breytt 27.12.2009 kl. 01:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2009 | 23:50
Fallegasta útgáfan af Heims um ból
Fólk má alveg leyfa sér ađ vera töluvert vćmiđ á jólunum. Leggjast til ađ mynda yfir hátíđlegan flutning á ţvćldustu jólasálmunum. Jólin eru ekki komin fyrir alvöru fyrr en guđspjallasveitin ljúfa Testament fer í sinn fínasta skrúđa og afgreiđir notalega útgáfu af Heims um ból. Ţetta rifjar upp fyrir mér ćskuárin í dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Ţar sat ég hverja einustu messu og heyrđi alltaf fyrir mér sálmana flutta á nákvćmlega ţennan hátt. Ađ vísu hefđi ég viljađ heyra eitt bjölluslag úr Hólaturninum annađ hvort í upphafi eđa enda lagsins. Ţađ vandamál leysi ég sjálfur međ ţví ađ slá hnífsblađi léttilega utan í bjórglasiđ mitt. Bćđi í upphafi og enda lagsins.
Fegurđin í ţessum flutningi Testament birtist best ef hljóđstyrkur hátalaranna er ţaninn í botn. Ţá umvefur fegurđin hlustandann í kćrleik og jólagleđi.
![]() |
Jólasveinninn í önnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 25.12.2009 kl. 00:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (25)
24.12.2009 | 01:40
Bestu tónskáld sögunnar
Tímaritiđ Listverse hefur birt ansi merkilegan lista yfir bestu tónskáld sögunnar. Ţar tróna ekki efst John Lennon eđa Paul McCartney. Ţetta er öđru vísi listi. Ţegar öllu er á botninn hvolft er ekki auđvelt ađ hrekja niđurstöđuna. Listinn lítur ţannig út:
1. Jóhann Sebastian Bach (ţýskur). Fúgu meistari allra tíma.
2. Wolfgang Amadeus Mozart (austurískur). Melódíumeistarinn.
3. Lúđvík van Beethoven (ţýskur)
4. Ríkharđur Wagner (ţýskur gyđingahatari). Á myndbandinu flytja mormónar Pílagríma kórinn úr Tannhauser. Trúbrot kallađi kráku (cover) sína Elskađu náungann. Ćvintýri kallađi sína kráku Frelsarinn.
5. Franz Schubert (austurískur). Hér flytur Kiri Te Kanawa Nacht und Träume. Umbođsmađur hennar heitir Einar Bárđarson.
6. Róbert Schuman (ţýskur)
7. Friđrik Chopin (pólskur)
8. Franz Liszt (ungverskur)
9. Jóhannes Brahms (ţýskur)
10. Giuseppe Verdi (ítalskur)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
22.12.2009 | 04:19
Útdráttur úr bókinni Allir í leik
Í gćr sagđi ég frá leikjabókinni bráđskemmtilegu Allir í leik eftir Unu Margréti Jónsdóttur (sjá síđustu fćrslu). Fólk er gríđarlega spennt fyrir ţessari bók. Mér rennur blóđiđ til skyldunnar ađ gefa frekari sýn inn í bókina. Ţví miđur hef ég ekki yfir "skanner" ađ ráđa og af ţeim gögnum sem ég kemst yfir í netheimum tekst mér ekki ađ afrita og skeyta nótur af laglínunni á međfylgjandi lagi. En ţađ er allt í lagi. Nóturnar eru í bókinni. Međfylgjandi sýnishorni er fyrst og fremst ćtlađ ađ leyfa ykkur ađ sjá efnistök. Eftirfarandi er leikur sem Fćreyingar syngja ţegar vel liggur á ţeim (til gamans má geta ađ Fćreyingar geta ekki sagt orđ sem byrjar á hr. Ţess vegna tala ţeir um ring ţar sem átt er viđ hring):
Kráka situr á steini
Lag: Fćreyskt ţjóđlag. Texti: Höfundur ókunnur.
Heimild: Páll Danielsen, f. 1964, ćskustöđvar Ţórshöfn og Eiđi, Fćreyjum, og Vár B. Danielsen, f. 1965, alin upp
í Húsavík á Sandoy og í Ţórshöfn. Einnig börn ţeirra, Bára Berghamar Danielsen, f. 1991, og Ári Berghamar
Danielsen, f. 1991. Hljóđritađ í Ţórshöfn í Fćreyjum sumariđ 2004.
(Einnig Johannesen, bls. 90, og Alfagurt ljóđar mín tunga, bls. 74.)
.
Kráka situr á steini
hakkar í beiniđ
fyrsta var eitt pottabrot,
annađ var eitt útskot í ringi,
triđja var ein rövari á tingi.
Nú skal (Bára) venda sćr í ringi.
.
Ţýđing: Kráka situr á steini, kroppar í beiniđ. Fyrst var brot úr potti. Annar var
auladansari (útskot rćfill; ringi fćreyskur dans (hringur)). Ţriđji var rćningi á
ţingi. Nú skal (Bára) snúa sér í hringnum.
.
Ţegar ég var á ferđ í Fćreyjum sumariđ 2004 rakst ég á fćreyskan dans: Kráka situr
á steini sem er í sama anda og Vindum, vindum, vefjum band, en allt annađ lag
og texti. Fćreysk fjölskylda dansađi hann fyrir mig í stofunni heima hjá sér. Hann er í
fćreyskum ţjóđdansastíl, en sá sem er nefndur á nafn í síđustu hendingunni snýr sér viđ.
Í lokin er sagt ađ nú skuli allir snúa sér viđ og er ţađ gert.
Í fćreyskri leikjabók má sjá ađ dans ţessi var vinsćll međal barnanna ţar á árum
fyrri heimsstyrjaldar og hugsanlega fyrr.1)
. Ljóst er ađ textinn er gamall ţví í bók Jóns Samsonarsonar, Kvćđi og dansleikir, kemur fram ađ hluti úr honum var notađur í íslenska ţulu fyrr á öldum. Ţulan er höfđ eftir sr. Friđriki Eggerz (1802-1894) og brotiđ, sem líkist fćreyska textanum, er á ţessa leiđ:
Einn pottur var brotinn,
annar útskotinn,
ţriđji var ţar ryđgađur viđ síđu.
Og síđar segir:
Hvör er sá á ţinginu sem bjóđa skal? 2)
Tilvísanir:
1. Johannesen, bls. 90.
2. Jón Samsonarson I, bls. ccxvi-ccxvii. Vitnađ er í handrit Lbs. 936 4to, bls. 316-317.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009 | 19:05
Flottasta bókin á jólamarkađnum
Ein lang flottasta bókin á jólamarkađnum heitir Allir í leik. Í henni er lýst fjölda sunginni leikja og birtar nótur laglínanna. Ţetta eru leikir sem ömmur og afar, mömmur og pabbar og börn eldri en sex ára ţekkja. Óvíst er ađ allir ţekki alla leikina. Ţeim mun skemmtilegra er ađ lćra ţá. Nokkrir leikir eru frá Fćreyjum og Grćnlandi. Ţeir eru frábćrir. Ţađ er Una Margrét Jónsdóttir sem safnađi leikjunum saman.
Ţetta er bók sem passar flestum bókum betur í jólapakka handa fólki á öllum aldri yfir sex ára.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2009 | 21:30
Risa kjaftshögg á X-factor
Undur og stórmerki hafa átt sér stađ í Bretlandi. 17 ára gamalt bandarískt ţungarokkslag, Killing in the Name međ Rage Against the Machine, valtađi yfir splunkunýtt lag međ nýkrýndum X-factor sigurvegara á breska vinsćldalistanum. Síđarnefnda lagiđ seldist í 450.838 eintökum í liđinni viku. Killing in the Name seldist 51.834 eintökum betur, eđa samtals í 502.672 eintökum. Ţar međ er Killing in the Name jólalagiđ 2009 í Bretlandi, ţađ er ađ segja prýđir toppsćti breska vinsćldalistans um jólin.
Í Bretlandi er mikiđ gert úr jólalagi hvers árs. Ţví er hossađ í ţarlendum fjölmiđum og spilađ út í eitt í útvarpi og sjónavarpi yfir jólin. Simon Cowell, mađurinn á bak viđ söngvarakeppnina X-factor var búinn ađ lýsa ţví yfir ađ ef lagiđ međ X-factor sigurvegaranum yrđi jólalagiđ í ár myndi ţađ breyta öllu til frambúđar. Nú hafa ţćr vonir orđiđ ađ engu. Sigur Killing in the Name yfir X-factor laginu hefur einnig afgerandi ţýđingu. Hann er sigur rokkunnenda yfir verksmiđjuframleiddu skallapoppi í niđursuđudósum og atburđarás hannađri samkvćmt uppskrift markađsfrćđinnar um hjarđhegđun; ţar sem hjörđinni er stýrt í réttirnar eins og uppvakningum.´
Hundruđ milljónum króna var variđ í ađ tryggja X-factor laginu 1. sćtiđ. Ekki ein króna var sett í ađ bakka Killing in the Name upp.
Í netheimum loga breskar bloggsíđur í umrćđu um jólalagiđ í ár. Sumir eru ósáttir en flestir afar ánćgđir. Sigur Killing in the Name er ein ađalfréttin í breskum ljósvaka- og netmiđlum í dag og verđur á forsíđum dagblađanna á morgun. Breska ríkisútvarpiđ BBC er í vandrćđum vegna jólalagsins í ár. Einhverra hluta vegna er bannađ ađ segja vinalega orđiđ "fuck" í BBC. Í viđlagi Killing in the Name segir "Fuck you, I won´t do what you tell me". Í morgun áttađi tćknimađur BBC sig ekki nógu fljótt á hvađ sagt er í texta lagsins. 4 "fuck" sluppu í loftiđ áđur en tćknimađurinn skrúfađi niđur í laginu. BBC sendi í kjölfar frá sér yfirlýsingu ţar sem beđist er afsökunar á ţessu.
Síđar í dag hafa ađrir bútar úr laginu en ţeir sem innihalda "fuck" veriđ spilađir í BBC og Sky. Reyndar er vandamáliđ varđandi ţetta ekki stćrra en svo ađ yfir 4 mínútur eru liđnar af laginu áđur en kemur ađ "fuck-unum".
Killing in the Name var vinsćlasta lagiđ á mörgum breskum pöbbum í kvöld. Ţar sungu gestir hástöfum međ í "Fuck you" kaflanum. Á fréttasíđum breskra netmiđla hefur fréttin af jólalaginu veriđ ein mest lesna og oftast áframsenda fréttin í dag. Margir Bretar segja ađ međ ţessum úrslitum hafi jólin í raun gengiđ í garđ.
Jólalagiđ í fyrra var Hallelujah međ Alexöndru Burke.
Sigur Killing in the Name hefur vakiđ athygli víđa um heim. Ekki síst í Bandaríkjunum, Enda er Rage Against the Machine frá Los Angeles og ein vinsćlasta hljómsveit Bandaríkjanna. Plötur hennar hafa veriđ í áskrift ađ 1. sćti bandaríska vinsćldalistans.
Meira um ţetta hér: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/994066/
Hér er Killing in the Name í flutningi Audioslave međ Chris Cornell viđ hljóđnemann:
![]() |
R.A.T.M. náđi fyrsta sćti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 22.12.2009 kl. 13:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (31)
18.12.2009 | 19:59
Dúndur skemmtileg bíómynd - kvikmyndarumsögn
- Titill: Anvil! The Story of Anvil
- Einkunn: ***** (af 5)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 13:58
Allt á suđupunkti í Bretlandi - gífurleg spenna
Fyrir viku sagđi ég frá undarlegu stríđi í Bretlandi. Ţađ snýst um jólalagiđ í ár. Ţá er ekki veriđ ađ tala um eiginlegt jólalag ţar sem sungiđ er um jólin heldur hvađa lag verđur í 1. sćti breska vinsćldalistans yfir jólin. Samkvćmt áćtlun ađstandenda X-factors söngvarakeppninnar á sigurvegari hennar í ár ađ eiga jólalagiđ og undirstrika ţannig vinsćldir og áhrifamátt ţáttarins. Ţetta lagđist illa í andstćđinga X-factors. Ţeir hófu herferđ fyrir ţví ađ 17 ára gamalt bandarískt ţungarokkslag, Killing in the Name međ Rage Against the Machine myndi bregđa fćti fyrir X-factor lagiđ.
Ástćđan fyrir valinu á Killing in the Name er ađ í viđlagi er sungiđ: Farđu til fjandans, ég vil ekki gera eins og ţú segir! (Fuck you, I won´t do what you tell me). Mjög óvćnt brást breskur almenningur einstaklega vel viđ. 600 ţúsund manns skráđu sig á lista undir slagorđi viđlagsins. Fjölmiđlar hafa velt sér upp úr ţessum slag, poppstjörnur tjáđ sig um hann og ađstandendur X-factors leggja allt undir til ađ ná sínu fram.
Jólalagiđ rćđst af sölu yfir tímabiliđ frá ađfaranótt síđasta sunnudags til miđnćttis annađ kvöld. Eins og stađan er hefur Killing in the Name 17% forskot á X-factor lagiđ. Ţađ hefur selst í 254 ţúsund eintökum en X-factor lagiđ í 217 ţúsund eintökum. Morgundagurinn verđur hinsvegar stćrsti söludagur vikunnar og allt getur gerst. Ađstandendur X-factors voru međ 500 ţúsund eintök tilbúin á lager til ađ ekkert gćti klikkađ. Ţađ er allt á útopnu hjá ţeim í ađ koma laginu út. X-factor batteríiđ hefur yfir miklu meiri fjármunum ađ spila. Forskot Killing in the Name hefur komiđ ađstandendum X-factors úr jafnvćgi. Mađurinn á bak viđ X-factor, Simon Cowell, frođufellir af reiđi í fjölmiđlum og á Fésbók. Ţađ verđur hvergi gefiđ eftir. Mikiđ er í húfi fyrir ţáttinn. Ţađ yrđi hrikalegt kjaftshögg ađ lúta í lćgra hald fyrir 17 ára gömlu bandarísku ţungarokkslagi.
Úrslitin liggja fyrir á sunnudaginn.
Hér má heyra Killing in the Name og lesa nánar um ţennan slag: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/991842/
![]() |
Sir Paul styđur Rage í jólaslagnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.12.2009 | 13:23
Bráđnauđsynlegt ađ leiđrétta
Í fréttatíma á Bylgjunni í morgun sagđi Gissur Sigurđsson frá ţví ađ Abba viđbjóđurinn yrđi formlega tekinn í Frćgđarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) nćsta vor. Ađ vísu orđađi Gissur ţetta ekki nákvćmlega svona heldur sagđi ađ Abba vćri ađ etja kappi viđ The Stooges um inngöngu í Frćgđarhöllina. Gissur sagđi The Stooges hafa veriđ svar Breta viđ Abba á sínum tíma.
Ţetta er flest rangt. The Stooges var og er bandarísk hljómsveit. Ekki bresk. Hún var stofnuđ langt á undan sćnsku hljómsveitinni Abba. Abba stimplađi sig inn á alţjóđamarkađinn 1974. Ég veit ekki hvenćr sú hljómsveit var stofnuđ. Kannski ári eđa tveimur áđur.
The Stooges var stofnuđ 1967 og ţeirra ţekktasta lag, I Wanna Be Your Dog, var á stóru plötunni sem kom út 1969, samnefnd hljómsveitinni. Músík The Stooges hefur alla tíđ veriđ hrátt og óheflađ pönkađ rokk, á sínum tíma (fyrir daga pönksins) kallađ bílskúrsrokk (garage).
The Stooges hefur aldrei veriđ svar viđ Abba á neinn hátt. Ekki fremur en Morđingjarnir séu svar viđ Nylon. Abba er ekki ađ etja kappi viđ The Stooges um inngöngu í Frćgđarhöllina. Báđar hljómsveitirnar verđa skráđar í höllina í mars 2010.
Myndbandiđ hér fyrir ofan er međ The Stooges. Á myndbandinu fyrir neđan er söngvari The Stooges, Iggy Pop, í slagtogi međ áströlsku hljómsveitinni The Jet.
Til fróleiks um Frćgđarhöll rokksins: Ţetta er sjálfstćđ bandarísk stofnun sem hefur ţann tilgang ađ uppfrćđa almenning um sögu rokksins. Til ađ vera skráđur í Frćgđarhöllina verđur ađ vera lágmark aldarfjórđungur síđan viđkomandi hóf feril í rokkinu. Hann ţarf jafnframt ađ hafa sett mark sitt afgerandi á rokksöguna. Ekki endilega sem tónlistarmađur. Blađamenn, umbođsmenn, útgefendur og ýmsir ađrir eru einnig skráđir í Frćgđarhöllina.
Ég hef ekki heimsótt Frćgđarhöllina en mér skilst ađ hún samanstandi af rokkminjasafni og ýmsum tónlistarviđburđum. Hluti af starfseminni er leiga á hljóđkerfi, veitingasala og minjagripasala. Skólahópar eru hátt hlutfall gesta. Einhver hluti af Frćgđarhöllinni er farandsýning sem er sett upp á tónlistarhátíđum og viđ önnur tilefni.
Í Bandaríkjunum nýtur Frćgđarhöllin mikillar athygli og umfjöllunar fjölmiđla. Frćgđarhöllin hefur mótandi áhrif á skilning fólks á rokksögunni.
![]() |
Abba og Genesis í Frćgđarhöll rokksins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)