Fćrsluflokkur: Tónlist
5.12.2008 | 10:40
Rúnar Júlíusson - Örfá minningarorđ
Hr. Rokk er fallinn frá, mesti eđaltöffari íslensku rokksögunnar en jafnframt mesta ljúfmenniđ. Ferill hans var einkar farsćll. Ungur mađur sló hann í gegn sem söngvari og bassaleikari vinsćlustu hljómsveitar landsins, Hljóma, á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Í lok áratugarins tók hann ţátt í stofnun fyrstu íslensku "súpergrúppunnar", Trúbrots. Ađ nokkrum árum liđnum voru Hljómar endurreistir. Ţá gafst Guđmundi Rúnari Júlíussyni loks nćđi til ađ semja lög. Fyrsta lagiđ hans, Tasko Tustada, er besta lagiđ á plötunni Hljómar ´74. Ţetta lag er sömuleiđis eitt af bestu lögum íslenskrar dćgurlagamúsíkur.
Á síđari hluta áttunda áratugarins og nćstu ár ţar á eftir var Rúnar mest í léttpoppi. Hann var orđinn plötuútgefandi og vann međ Hemma Gunn, Gylfa Ćgissyni og gerđi út hljómsveitina Geimstein, samnefnda plötufyrirtćkinu. Áđur gerđi hann nokkrar plötur međ poppsveitinni Đe Lonlí Blú Bojs og sendi frá sér sólóplötu.
Á níunda áratugnum gerđu ungir pönkarar og nýrokkarar rćkilega uppstokkun á íslenska poppmarkađnum. Međ Bubba Morthens í fararbroddi gengu nýir tímar í garđ. Eldri popparar áttu erfitt uppdráttar árum saman og ţađ andađi köldu í ţeirra garđ. Ţetta snerti Hr. Rokk lítiđ og hann stofnađi međ Bubba rokksveitina GCD. Sú hljómsveit naut mikilla vinsćlda. Einnig söng Rúnar inn á plötu međ nýrokksveitinni Unun.
Rúnar starfađi mikiđ međ yngri tónlistarmönnum, sonum sínum, hljómsveitinni Fálkum og í fyrra söng hann inn á lag međ ungum rappara.
Rúnar gerđi engan mannamun. Hann umgekkst alla á sama hátt. Alţýđlegur, jákvćđur, elskulegur og pínulítiđ eins og kćrulaus. Hann er einn örfárra í rokkbransanum sem ég hef aldrei heyrt neinn viđhafa um eitt einasta neikvćtt orđ. Ţvert á móti eru samferđamenn ákafir í ađ hlađa á hann lofi. Ţađ voru forréttindi og mannbćtandi ađ kynnast ţessum úrvalsdreng. Viđ deildum sameiginlegum áhuga á reggae-músík áđur en reggae varđ "in". Viđ vorum báđir miklir ađdáendur Jimmy Cliff. Og reyndar líka rokkara á borđ viđ Hendrix og Led Zeppelin.
Ţegar tekin eru lengri blađaviđtöl viđ tónlistarmenn er venjan sú ađ ţeir fái ađ lesa viđtaliđ yfir fyrir birtingu. Rúnar sá enga ástćđu til ađ yfirfara viđtöl viđ sig fyrir birtingu. "Ef ég hef sagt eitthvađ klaufalegt ţá verđur ţađ bara ađ standa. Mađur fer ekkert ađ falsa ţađ eftir á," var viđkvćđiđ hjá honum.
Ég votta ađstandendum Rúnars samúđ mína.
Tónlist | Breytt 6.12.2008 kl. 00:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
1.12.2008 | 22:09
Jólabćkurnar í ár
Jólabćkurnar eru farnar ađ streyma í hús sem aldrei fyrr. Einhverra hluta vegna eru allar nýju bćkurnar sem ég les ţessa dagana frásagnir af daglegu lífi fólks eđa ćvisögur af einhverju tagi. Ţađ er hiđ besta mál. Ţetta eru eftirfarandi bćkur:
Ég hef nú sjaldan veriđ algild - Ćvisaga Önnu á Hesteyri. Skráđ af Rannveigu Ţórhallsdóttur. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/712385/
Sá einhverfi og viđ hin. Skráđ af Jónu Á. Gísladóttur, www.jonaa.blog.is.
Tabú - Ćvisaga Harđar Torfa. Skráđ af Ćvari Erni Jósepssyni. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/729597/
Gullstokkur gamlingjans. Ćskuminningar Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku. http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/713864/
Töfrum líkast - Saga Baldurs Brjánssonar töframanns. Skráđ af Gunnari Kr. Sigurjónssyni.
Eric Clapton - Sjálfsćvisaga.
Ţessum bókum mun ég öllum gera ítarleg skil á nćstu dögum. Ég er ađeins kominn međ eina splunkunýja plötu í hús. Ţađ er Spegill sálarinnar međ Herberti Guđmundssyni. Ég er ađ hlusta á hana á fullu og skrifa fljótlega umsögn.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
29.11.2008 | 23:28
Bókarumsögn
Titill: Tabú - ćvisaga Harđar Torfa
Skrásetjari: Ćvar Örn Jósepsson
Útgefandi: Tindur bókaútgáfa
Einkunn: **** (af 5)
1975 var Hörđur Torfa einn virtasti og vinsćlasti skemmtikraftur landsins. Lög hans hljómuđu daglangt í útvarpi, hann var eftirsóttur leikari og fyrirsćta, lék á sviđi og í sjónvarpinu og leikstýrđi leikhúsum ţvers og kruss um landiđ. Ţá fór allt skyndilega á hvolf. Hörđur lýsti ţví yfir í blađaviđtali ađ hann vćri hommi. Ţetta var sprengja. Fólk varđ agndofa. Samkynhneigđ var eitthvađ er ekki var talađ um opinberlega. Ţađ voru óskrifuđ lög ađ samkynhneigđ ćtti ađ vera í felum.
Karlmenn sem voru óöruggir um kynhneigđ sína tóku upp á ţví ađ ofsćkja Hörđ. Ofsóknirnar gengu ţađ langt ađ Hörđur flýđi land.
Í útlegđ kynnti hann sér réttindabaráttu samkynhneigđra erlendis, snéri aftur til Íslands og stofnađi Samtökin 78. Hörđur sćttir sig ekki viđ ranglćti. Víđa í bókinni bregđur fyrir orđinu óréttlćti og lýsingu á ţví ađ Herđi hafi sárnađ og hann reiđst. Eftir lestur bókarinnar er rökrétt og eđlilegt ađ sjá Hörđ standa fyrir vikulegum mótmćlafundi á Austurvelli eđa berjast fyrir endurupptöku á brottvísunarmáli Pauls Ramses. Á ţessi mál er ekki minnst í bókinni. En ţar sem rétti er hallađ má reikna međ ađ Hörđur láti til sín taka.
Í bókinni leiđir Hörđur lesandann inn í skrautlegan heim homma á Íslandi fyrir daga Samtakanna 78. Viđ ţann lestur rekur mađur upp stór og útstćđ augu ađ hćtti Ástţórs Magnússonar. Ţetta hefur veriđ hiđ litríkasta samfélag. Af bókinni má skiljast ađ ţetta sé veröld sem var. Enda fáir ađ velta fyrir sér kynhneigđ fólks í dag.
Ţađ er dapurlegt ađ lesa um ţađ mótlćti sem Hörđur hefur ţurft ađ takast á viđ og náđi hámarki eftir blađaviđtaliđ. Án ţess ađ draga neitt undan er Hörđur ţó ekki ađ velta sér um of upp úr erfiđleikunum. Hann horfir líka á broslegu hliđarnar. Viđ lesturinn hefur lesandinn ekki fyrr dćst yfir óréttlćti heimsins en hann skellir upp úr viđ atvik eins og ţegar Herđi var sýnt morđtilrćđi. Blóđiđ fossađi úr skurđi niđur eftir bringunni en Hörđur hugsađi bara um ósvífni mannsins ađ skemma skyrtuna. Nýja og dýra skyrtu. Eđa ţegar Hörđur fór í margra daga eins manns verkfall á fjölmennum vinnustađ. Eđa er Hörđur flýđi á harđahlaupum frá stúlku sem vildi trúlofast honum. Eđa ţegar Reynir Oddsson kvikmyndagerđamađur fékk alltaf í bakiđ ef verklegar framkvćmdir stóđu fyrir dyrum. Eđa er Hörđur var vaktađur af lögreglunni og fćrđi lögreglumönnunum liti og litablokk til ađ létta ţeim tilveruna. Ţannig mćtti áfram telja.
Bókin er lipurlega skrifuđ. Ţađ er vel til fundiđ ađ enda hvern kafla á kvćđi viđ hćfi. Ţađ undirstrikar ađ bókin fjallar um ljóđskáld.
Bókin á erindi til allra og ćtti ađ vera notuđ viđ kennslu í skólum. Ţessa bók á líka ađ ţýđa og gefa út erlendis. Til ađ mynda í Fćreyjum.
Saga Harđar segir mikiđ um íslenskt samfélag. Sem músíkdellukarl hef ég sérstaklega gaman af ađ lesa um tónlistarmanninn Hörđ Torfa. Ţar koma fram ýmsir fróđleiksmolar á borđ viđ ţann ađ fyrsta plata Harđar var fyrsta platan sem var hljóđrituđ í steríó á Íslandi. Áhugasamir um leiklist finna sömuleiđis margan forvitnilegan fróđleikinn fyrir sig í bókinni.
Ţegar ég fór á kynningu á bókinni í Iđnó fékk ég símtal frá útlöndum sem ég varđ ađ afgreiđa. Til ađ trufla samkomuna ekki fćrđi ég mig út í bíl. Ađ símtalinu loknu hélt ég áfram ađ glugga í bókina. Og gleymdi mér viđ lesturinn. Las bókina til enda. Hrökk ţá upp viđ ađ mér var orđiđ hrollkalt í bílnum. Kynningardagskráin í Iđnó var áreiđanlega löngu um garđ gengin. Ţannig ađ ég keyrđi bara heim og hóf ađ lesa bókina í annađ sinn. Ţetta segir sitthvađ um hversu áhugaverđ lesning bókin er.
Ţegar ég hef veriđ ađ glugga frekar í bókina sakna ég nafnskrár aftast í henni. Ţađ er svo ţćgilegt ađ finna aftur međ ađstođ nafnskrár eitthvađ sem gaman er ađ lesa betur. Einnig sakna ég ţess ađ í bókinni sé ekki heildarlisti yfir plötur Harđar međ tilheyrandi upplýsingum (upptalningu á lögum, útgáfuár og ţess háttar). Á tölvuöld er svo sem hćgt ađ finna eitthvađ af ţessum upplýsingum á www.hordurtorfa.com.
Tónlist | Breytt 30.11.2008 kl. 02:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
27.11.2008 | 20:16
Afmćlisveisla Frćbbblanna í kvöld - öllum bođiđ!
Hljómsveitin sísprćka Frćbbblarnir fagnar ţrítugsafmćli sínu međ stćl á Grand Rokk í kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember. Frćbbblarnir eru lífseigasta pönkhljómsveit landsins og var ein allra fyrsta íslenska pönkhljómsveitin. Á ţrjátíu ára ferli hefur hljómsveitin sent frá sér 87 lög á plötu og efni á nćstu plötu er ađ mestu tilbúiđ. Hún hefur vinnutitilinn "Puttinn".
Lög af "Puttanum" verđa á dagskrá Frćbbblanna í kvöld í bland viđ gömlu góđu "standardana" af fyrstu plötum Frćbbblanna. Hljómleikarnir hefjast klukkan 22:00. Ţađ er frítt inn og bjórinn verđur á eldgamla genginu. Sem er vel viđ hćfi ţví Frćbbblarnir lögđu sitt af mörkum í baráttunni fyrir ţví ađ bjór vćri leyfđur á Íslandi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2008 | 23:16
Svölustu rokkstjörnurnar
Ađ undanförnu hefur breska poppblađiđ New Musical Express stađiđ fyrir könnun međal lesenda sinna um ţađ hver sé svalasta poppstjarna rokksögunnar. Könnunni er ekki endanlega lokiđ en niđurstađan liggur fyrir í grófum dráttum. Hugsanlega eiga eftir ađ verđa einhver sćtaskipti á neđstu sćtunum án ţess ađ riđla listanum sem neinu nemur.
Ţannig er stađiđ ađ könnuninni ađ ţátttakendur gefa poppstjörnunum einkunn frá 0 - 10 eftir ţví hvađ ţćr eru svalar (cool). Ţátttakendum er frjálst ađ gefa einni eđa fjöldamörgum poppstjörnum einkunn. Međaleinkunnin er fyrir aftan nafn viđkomandi. Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til niđurstöđunnar:
1. John Lennon 7,47
Tónlist | Breytt 25.11.2008 kl. 01:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
18.11.2008 | 23:48
Ćvisaga Harđar Torfa komin út
Mannréttindafrömuđurinn, söngvaskáldiđ og leikstjórinn Hörđur Torfa hefur síđustu laugardaga stađiđ fyrir fjölsóttum og vel heppnuđum mótmćlafundum á Austurvelli. Ćvisaga hans, Tabú, var ađ koma út, skrásett af Ćvari Erni Jósepssyni. Á morgun, miđvikudag, les Ćvar Örn upp úr bókinni í Iđnó á milli klukkan 16:00 til 18:00.
Í fyrra ţegar fćreyska rokkstjarnan og gítarsnillingurinn Rasmus Rasmussen varđ fyrir fólskulegri árás í Ţórshöfn fyrir ţađ eitt ađ vera samkynhneigđur var mér illa brugđiđ. Fćreysk lög vernduđu hann ekki fyrir ofsóknum á forsendum hommafóbíu. Rasmus er góđur vinur minn og búinn ađ standa vaktina í árarađir viđ ađ spila íslenska rokkmúsík í fćreysku útvarpi. Ég brást viđ međ ţví ađ fá alla ţá Íslendinga sem mér hugkvćmdist ađ gćtu komiđ Rasmusi og öđrum samkynhneigđum Fćreyingum til varnar, međal annars til ađ fá lögum í Fćreyjum breytt ţannig ađ bannađ yrđi ađ ofsćkja samkynhneigđa. Ég er sjálfur gagnkynhneigđur en ţađ skiptir ekki máli í ţessari atburđarrás sem varđ mjög hatrömm. Ég hef átt ţeirri gćfu ađ fagna ađ vera vel kynntur í Fćreyjum sem Fćreyingavinur. Í ţessu máli gaf ţó á bátinn. Ég fékk minn ágćta skammt af gusum frá mörgum ágćtum fćreyskum vinum fyrir ađ skipta mér af ţví sem ţeir kölluđu sataníska baráttu fyrir sódómísku. Svo vćgt sé til orđa tekiđ var dálítiđ heift í fćreysku vinafólki mínu.
Međal ţeirra sem ég leitađi til um stuđning viđ málstađinn var Hörđur Torfa, sem ég ţekkti ekki áđur. Ţar hitti ég fyrir mann sem lćtur verkin tala. Ég má til međ ađ nota tilefniđ til ađ fćra einnig ţakkir til alţingiskvennanna Rannveigar Guđmundsdóttur og Guđrúnar Ögmundsdóttur fyrir glćsilega framgöngu sem skilađi árangri, ásamt Geir Haarde. Fćreyskum lögum var breytt í nútímalegt horf og ofsóknir gegn samkynhneigđum eru bannađar í Fćreyjum í dag.
Bókaútgáfan Tindur hefur sent frá sér bókina Tabú -Ćvisögu Harđar Torfasonar, sem Ćvar Örn Jósepsson skráđi.
Fáir listamenn hafa markađ dýpri spor í íslenska samtímasögu en Hörđur Torfason. Ţeir eru til sem hafa hćrra og sperra sig meira, en rétt eins og dropinn sem holar steininn hefur Hörđur náđ ađ búa um sig í íslenskri ţjóđarvitund og breyta henni nánast án ţess ađ nokkur tćki eftir ţví.
Ađ vísu tóku nánast allir eftir ţví ţegar hann lýsti ţví yfir opinberlega, fyrstur Íslendinga, ađ hann vćri hómósexúalisti í viđtali í tímaritinu Samúel áriđ 1975. Ţá fór allt á hvolf, enda glćpsamlegur öfuguggaháttur ađ vera hinsegin í flestra augum. Hörđur, sem hafđi veriđ einn dáđasti og vinsćlasti tónlistarmađur landsins, eftirsóttur leikari og fyrirsćta, hraktist af landi brott, ofsóttur og forsmáđur jafnt af almenningi og ţeim sem ferđinni réđu í listalífinu. Ţađ sem hann gerđi í framhaldinu (og gerir enn) hefur ekki fariđ jafnhátt.
Međ seigluna, réttlćtiđ og umfram allt ţrákelknina ađ vopni vann hann hörđum höndum ađ stofnun baráttusamtaka fyrir réttindum samkynhneigđra. Ţađ tókst er Samtökin 78 voru stofnuđ á heimili hans ţann níunda maí 1978. En hann lét ekki stađar numiđ heldur hélt áfram ađ vinna ađ réttindamálum samkynhneigđra á sinn hógvćra en markvissa hátt. Ekki međ hnefann á lofti eđa slagorđ á vörum, heldur međ gítarinn, söngvana sína og sögurnar ađ vopni og umfram allt sjálfan sig.
Margt hefur breyst frá 1975. Fólk ţarf ekki lengur ađ fara í felur međ kynhneigđ sína. Ţjóđfélagiđ hótar ekki lengur ađ drepa ţá sem eru hinsegin, líkt og fjölmargir hótuđu Herđi í kjölfar játninga hans.
Tabú er áhrifarík saga einstaklings sem breytti sögu ţjóđar međ ţví ađ vera hann sjálfur.
![]() |
6 fundir međ seđlabankastjórn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
18.11.2008 | 04:26
Plötuumsögn
- Titill: Jarđsaga
- Flytjandi: Hörđur Torfa
- Einkunn: **** (af 5)
Ţetta er ţriđja platan af fimm í ćvintýrasögu mannréttindafrömuđarins Harđar Torfa um Vitann. Ţćr fyrri eru Loftssaga og Eldssaga. Hver plata er sjálfstćtt verk á ţann hátt ađ ţćr njóta sín hiđ besta án samhengis viđ hinar. Um Vitann er hćgt ađ lesa á http://www.hordurtorfa.com/?view=010127.
Hörđur er afbragđsfínn lagahöfundur. Lög hans mörg hver hefjast á ţćgilegri söngrćnni laglínu sem opnast eđa stćkkar eftir ţví sem vindur fram. Ţetta eru yfirleitt falleg lög og áheyrileg strax viđ fyrstu hlustun en venjast líka vel og ţola mikla spilun. Textarnir eru ljóđrćnir og vel ortir međ stuđlum, höfuđstöfum og rími.
Útsetningar eru í höndum Vilhjálms Guđjónssonar galdrakarls. Flest hljóđfćri leika í höndum Vilhjálms. Ţar af er hann sérlega flinkur gítarleikari. Hér spilar Vilhjálmur á 10 hljóđfćri. Í útsetningum hans er ţetta frekar poppuđ vísnasöngvaplata. Ég kann best viđ fábrotnustu útsetningarnar. Ţađ er vegna ţess ađ ég er lítiđ fyrir poppmúsík ađ öllu jöfnu. Poppađri lögin eru ţó áreiđanlega útvarpsvćnni, eins og ţađ kallast.
Útsetningarnar eru ţokkalega fjölbreyttar. Ţađ bregđur fyrir djamaískum reggítakti í Draumurinn. Gamaldags sveifla (djass swing) dúkkar upp í Fiđrildi. Spćnsk stemmning setur svip á Skúffur og skápar. Ţađ er gospel-keimur af Vasaljós og kántrý-fjör í Mas í mó. Ţannig mćtti áfram telja.
Hörđur er fjölhćfur söngvari međ breitt raddsviđ. Oft bregđur hann fyrir sig leikrćnni tjáningu. Hann er einnig ljómandi fćr kassagítarleikari. Ţó platan sé góđ ţá er Hörđur ennţá flottari á hljómleikum. Ţađ standast fáir samanburđ viđ trúbardorinn Hörđ Torfa á sviđi.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 04:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
16.11.2008 | 16:21
Svikahrappur snýtti borgarbúum í heilt ár
Ţeir sem töpuđu ćvisparnađi í bankahruninu, eru ađ missa vinnuna og bráđum húsiđ sitt, upplifa ţađ ađ hafa veriđ hafđir ađ fíflum og platađir. Ţannig líđur einnig 30 ţúsund íbúum enska sjávarbćjarins Dover í Kent. Í heilt ár stóđu ţeir í ţeirri trú ađ söngvari einnar frćgustu rokksveitar heims, Status Quo, vćri sestur ađ í borginni.
Fyrirmenn bćjarins, jafnt sem almenningur, kepptust viđ ađ vingast viđ "söngvarann frćga". Hann fékk ađ rúnta um í limmósínu bćjarstjórans ađ vild. Veitingastađir toguđust á um ađ hafa hann í ókeypis fćđi. Hann var fastur bođsgestur á allar skemmtanir og veislur í bćnum. Hann lifđi eins og kóngur og ţurfti aldrei ađ borga fyrir eitt né neitt. Kvenfólk stóđ nánast í biđröđ viđ svefnherbergisdyr hans. Ţađ var ný kona á hverri nóttu sem átti ţá ósk heitasta ađ giftast "söngvaranum frćga" eđa verđa barnsmóđir hans ađ minnsta kosti.
Á einni stórri skemmtun tróđ hann upp og söng vinsćlasta lag Status Quo, "In the Army Now". Ţađ ćtlađi allt um koll ađ keyra. Klappi, flauti og öđrum fagnađarlátum borgarbúa ćtlađi aldrei ađ linna. Ţvílík upplifun.
Áđur en "söngvarinn frćgi" hóf upp söng sinn var honum réttur gítar til ađ hann gćti spilađ undir. Hann afţakkađi gítarinn međ ţeim orđum ađ vegna gigtarkasts gćti hann ekki spilađ á gítarinn í ţetta sinn.
Sumum ţótti "söngvarinn frćgi" vera í eigin persónu ótrúlega ólíkur söngvaranum á frćgustu ljósmyndum af hljómsveitinni. Mun lágvaxnari, grennri og stöđugt rauđţrútinn af drykkju. Jafnframt söknuđu sumir síđa hársins bundnu í tagl, einkennistákni söngvarans í áratugi. "Söngvarinn frćgi" útskýrđi ţennan mun međ ţví ađ hann fari aldrei á sviđ međ Status Quo öđru vísi en förđunarfrćđingur sé búinn ađ sparsla upp í andlitiđ og líma síđu gervitagli ofan á sköllóttan hvirfil hans.
Sumum ţótti einkennilegt ađ "söngvarinn frćgi" sýndi aldrei viđbrögđ ef einhver nefndi nafniđ Francis Rossi (nafn hins raunverulega söngvara Status Quo) heldur gegndi hann nafninu Graham.
"Söngvarinn frćgi" bođađi bćjarbúum ađ á stćrstu tónlistarhátíđ Dover myndu bestu vinir hans í rokkbransanum trođa upp međ sér: Bítillinn Paul McCartney, Brian May úr Queen og Charlotte Church. Ţessir vinir sínir myndu ekkert rukka fyrir. Ţeir hefđu bara gaman af ađ heilsa upp á vin sinn og spila međ honum.
Bćjarbúar hlökkuđu gífurlega til. Vonbrigđin urđu mikil ţegar vinahópur "söngvarans frćga" lét ekki sjá sig á hátíđinni og sjálfur var "söngvarinn frćgi" horfinn međ öllu og hefur ekkert til hans síđar spurst. Viđ eftirgrennslan var haft samband viđ hinn raunverulega söngvara Status Quo, Francis Rossi. Hann sprakk úr hlátri viđ tíđindin og spurđi: "Hvernig ćtli gaurinn hafi fattađ leyndarmáliđ međ tagliđ?"
Flestir bćjarbúar eiga ljósmyndir af sér međ "söngvaranum frćga". Ţeir eru hinsvegar ófáanlegir til ađ sýna fjölmiđlum myndirnar. Stór ljósmynd af fegurđardrottningu Dover 2007 og "söngvaranum frćga" skreytti veggi margra fyrirtćkja og stofnana í Dover. Ţessi mynd sést hvergi lengur.
Svo neyđarlega vill til ađ bara einu ári áđur lék annar svitahrappur svipađan leik í Dover. Sá ţóttist vera Pete Townshend, gítarleikari The Who. Honum var tekiđ jafn opnum örmum af bćjarbúum. Sumir telja ađ um einn og sama svikahrappinn sé ađ rćđa. Hann hafi bara skipt um sólgleraugu, hárgreiđslu og föt.
Međ ţessum svikabrögđum hefur veriđ afhjúpuđ sú mynd af íbúum Dover ađ ţeir séu einstaklega hrekklausir og trúgjarnir einfeldningar sem blindast auđveldlega af ţví sem ţeir halda ađ sé frćgđ.
Ţetta eru helstu fyrirmenni Dover, fráfarandi bćjarstjóri í miđiđ. Íbúar Dover halda afskaplega fast í gamlar hefđir og ţykja óvenju snobbađir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.11.2008 | 23:21
100 bestu söngvarar poppsögunnar
Söluhćsta poppblađ heims, Rolling Stone, hefur fengiđ fjölda helstu núlifandi popp- og rokksöngvara heims til ađ skera úr um ţađ hverjir eru bestu söngvarar poppsögunnar. Hér er listinn yfir ţá 100 bestu ásamt rökstuđningi ţeirra sem völdu söngvarana í efstu sćtunum. Gaman vćri ađ heyra álit ykkar á listanum.
1 | Aretha Franklin
Um Arethu segir Mary J. Blige: "Ţegar kemur ađ ţví ađ tjá sig í söng kemst engin/n nálćgt henni. Hún er ástćđan fyrir ţví ađ konur langar ađ syngja. Hún er međ allt: Kraftinn, tćknina. Hvert orđ hjá henni er einlćgt og satt."
2 | Ray Charles
Um Ray Charles segir Billy Joel: "Hann hafđi frábćrustu rödd poppsögunnar. Söngur hans var ekki ađeins tilfinningaţrunginn heldur lagđi hann allar sínar tilfinningar í sönginn. Ţćr komu frá hans innstu hjartarótum."
3 | Elvis Presley
Um Presley segir Robert Plant: "Röddin geislađi af sjálfsöruggi, var hrífandi og gerđi engar málamiđlanir."
4 | Sam Cooke
Um Sam Cook segir Van Morrison: "Hann hafđi óviđjafnanlega rödd. Hann gat sungiđ allt ţannig ađ ţađ steinlá. Ţegar viđ tölum um styrk hans skiptir sviđiđ engu máli. Ţađ var orkan sem hann gaf frá sér, hvernig hann mótađi tóninn og allur heili söngstíllinn."
5 | John Lennon
Um John Lennon segir Jackson Browne: "Ţađ var ofsafenginn innileiki í öllu sem hann gerđi matreitt međ yfirburđagáfum. Ţađ gerđi hann ađ stórkostlegum söngvara. Hann var heiđarlegur og opinn gagnvart tilfinningum sínum varđandi allt sem hann söng um. Eftir ţví sem lagasmíđar hans ţróuđust varđ söngur hans blćbrigđaríkari. Í A Day in a Life túlkar söngur hans hrćđilega einsemd. Í Mother nístir sársauki hans merg og bein."
6 | Marvin Gaye
Um Marvin Gaye segir Alicia Keys: "Ţađ hljómar enginn eins og hann: Hvađ söngur hans var mjúkur og mildur en samt svo kraftmikill. Söngurinn kom beint frá hjartanu. Allt í lífi hans - hvernig hann hugsađi og hvernig honum leiđ - skilađi sér í söng hans."
7 | Bob Dylan
Í fljótu bragđi kom mér á óvart ađ sjá nafn Dylans á ţessum lista. Fagurfrćđilega er hann vondur söngvari. En ég kaupi rökin hjá Bono: "Dylan hefur ţađ umfram flesta ađra söngvara ađ hann breytti sönstíl poppara. Hundruđ söngvara eru undir hans áhrifum. Til ađ átta sig á ţví ţurfum viđ ađ ímynda okkur poppsöguna án Toms Waits, Brúsa Springsteens, Edda Vedders, Kurts Cobains, Lucindu Williams og annarra söngvara međ brakandi/brostna rykađa og blúsađa göturödd."
8 | Otis Redding
9 | Stevie Wonder
10 | James Brown
11 | Paul McCartney
12 | Little Richard
13 | Roy Orbison
14 | Al Green
15 | Robert Plant
16 | Mick Jagger
17 | Tina Turner
18 | Freddie Mercury
19 | Bob Marley
20 | Smokey Robinson
21 | Johnny Cash
22 | Etta James
23 | David Bowie
24 | Van Morrison
25 | Michael Jackson
26 | Jackie Wilson
27 | Hank Williams
28 | Janis Joplin
29 | Nina Simone
30 | Prince
31 | Howlin' Wolf
32 | Bono
33 | Steve Winwood
34 | Whitney Houston
35 | Dusty Springfield
36 | Bruce Springsteen
37 | Neil Young
38 | Elton John
39 | Jeff Buckley
40 | Curtis Mayfield
41 | Chuck Berry
42 | Joni Mitchell
43 | George Jones
44 | Bobby "Blue" Bland
45 | Kurt Cobain
46 | Patsy Cline
47 | Jim Morrison
48 | Buddy Holly
49 | Donny Hathaway
50 | Bonnie Raitt
51 | Gladys Knight
52 | Brian Wilson
53 | Muddy Waters
54 | Luther Vandross
55 | Paul Rodgers
56 | Mavis Staples
57 | Eric Burdon
58 | Christina Aguilera
59 | Rod Stewart
60 | Björk
61 | Roger Daltrey
62 | Lou Reed
63 | Dion
64 | Axl Rose
65 | David Ruffin
66 | Thom Yorke
67 | Jerry Lee Lewis
68 | Wilson Pickett
69 | Ronnie Spector
70 | Gregg Allman
71 | Toots HIbbert
72 | John Fogerty
73 | Dolly Parton
74 | James Taylor
75 | Iggy Pop
76 | Steve Perry
77 | Merle Haggard
78 | Sly Stone
79 | Mariah Carey
80 | Frankie Valli
81 | John Lee Hooker
82 | Tom Waits
83 | Patti Smith
84 | Darlene Love
85 | Sam Moore
86 | Art Garfunkel
87 | Don Henley
88 | Willie Nelson
89 | Solomon Burke
90 | The Everly Brothers
91 | Levon Helm
92 | Morrissey
93 | Annie Lennox
94 | Karen Carpenter
95 | Patti LaBelle
96 | B.B. King
97 | Joe Cocker
98 | Stevie Nicks
99 | Steven Tyler
100 | Mary J. Blige
Tónlist | Breytt 15.11.2008 kl. 00:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
14.11.2008 | 02:55
Frábćrlega fyndnar hljómsveitamyndir frá áttunda áratugnum
Á einhver ljósmynd af íslensku hljómsveitinni The Change (eđa The Girls from Iceland eins og hún var kölluđ í bresku poppblöđunum) eđa Ţú og ég? Heidi Strand vísađi mér á ţessar bráđfyndnu ljósmyndir af hljómsveitum frá miđjum áttunda áratugnum. Svokallađ glysrokk (glam rock) hafđi rutt sér til rúms á vinsćldalistum sem kvenlegt afbrigđi af ţungarokki. Hommar fjölmenntu út úr skápnum í rokkgeiranum međ David Bowie, Marc Bolan og Freddie Mercury í fararbroddi. Ađrir hommar héldu sig inni í skápnum - svo sem Cliff Richard og Richard Clyderman- en kunnu vel ađ meta búningahönnun var komin í hendur homma. Útvíđar hippabuxur voru ennţá vinsćlar en hafđar mjög ţröngar fyrir ofan hné. Skćrir litir og glansandi, iđulega dálítiđ opiđ niđur hálsmáliđ. Ţađ er ofmćlt ađ ţessi hljómsveitaklćđnađur veki nostalgígju (fortíđarţrá). Frekar nostalklígju (fortíđarandúđ).
Svo kom blessađ pönkiđ ´76/´77 eins og frelsandi engill.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (32)