Afmælisveisla Fræbbblanna í kvöld - öllum boðið!

fræbbblarnir

  Hljómsveitin síspræka Fræbbblarnir fagnar þrítugsafmæli sínu með stæl á Grand Rokk í kvöld,  fimmtudaginn 27.  nóvember.  Fræbbblarnir eru lífseigasta pönkhljómsveit landsins og var ein allra fyrsta íslenska pönkhljómsveitin.  Á þrjátíu ára ferli hefur hljómsveitin sent frá sér 87 lög á plötu og efni á næstu plötu er að mestu tilbúið.  Hún hefur vinnutitilinn "Puttinn". 

  Lög af "Puttanum" verða á dagskrá Fræbbblanna í kvöld í bland við gömlu góðu "standardana" af fyrstu plötum Fræbbblanna.  Hljómleikarnir hefjast klukkan 22:00.  Það er frítt inn og bjórinn verður á eldgamla genginu.  Sem er vel við hæfi því Fræbbblarnir lögðu sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að bjór væri leyfður á Íslandi.

www.fraebbblarnir.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sá Fræbbblana einmitt í Köben fyrir nokkrum árum og dönsk vinkona mín sagði hugsandi varðandi söngvarann:

- Já það er náttúrlega svo rosalega langt síðan þeir hafa sungið saman ...  

- Nei, hann hefur alltaf sungið svona, svaraði ég.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.11.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband