Fćrsluflokkur: Tónlist

Geir Ólafs hellir sér yfir mig

  jólamađurin

  Í Fréttablađinu í dag segir söngvarinn síkáti,  Geir Ólafs,  ađ ég sé ţunglyndur bloggari í Breiđholti.  Jafnframt sakar hann mig um ađ ţjást af öfundsýki í sinn garđ.  Ástćđan fyrir ţessum ruddalegu fullyrđingum er ósköp lítilfjörleg og saklaus.  Mér varđ ţađ á ađ benda á í nýlegri bloggfćrslu einkennilegan hlut.  Ţannig er ađ í dagblöđum,  sjónvarpi og útvarpi hefur ítrekađ veriđ slegiđ upp sem stórfrétt ađ vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum um ţessar mundir sé sungiđ af Geir Ólafs.  Svo sérkennilega vill hinsvegar til ađ lag Geirs um Jólamanninn er ekki ađ finna á lista yfir 15 vinsćlustu lögin í Fćreyjum.  Sjá http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746545

  Á ţeim sama lista sjást einnig ţau nćstu 5 lög sem krauma undir Topp 15.  Lag Geirs er ekki heldur ţar.  Hvernig stendur á ţví ađ meint vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum um ţessar mundir er hvergi ađ finna á lista yfir vinsćlustu lögin í Fćreyjum?

  Jú,  Geir kann skýringu á ţví.  Hún er sú ađ hann bakkađi bíl sínum á minn bíl fyrir nokkru.  Ţetta er nokkuđ langsótt skýring.  Og ţó.  Ég var á leiđ út á völl til ađ ná flugi til Fćreyja ţegar umferđaróhappiđ varđ.  Flugvélin var farin ađ bíđa eftir mér.  Allt gekk ţó lipurlega og snurđulaust fyrir sig.  Bćđi ákeyrslan og ţađ sem á eftir fylgdi.

  Burt séđ frá ástćđunni ţá er ţađ svakalegur áfellisdómur yfir fćreyska vinsćldalistanum ef hann mćlir ekki vinsćldir vinsćlasta lagsins.  Jafnvel ţó listinn myndi einungis klikka á ađ mćla vinsćlasta lagiđ í 1.  sćti og hafa ţađ í 2. sćti í stađinn vćri hann handónýtur og marklaus.  En ef hann mćlir ekki vinsćlasta lagiđ í neitt af 15 efstu sćtunum og ekki í hóp ţeirra 5 laga sem krauma undir ţá er vinsćldalistinn ţvílíkt hneyksli ađ ţađ gerir fćreyska ríkisútvarpiđ og www.planet.fo - sem birta listann - ađ aumum og ómarktćkum fjölmiđlum.  Fjölmiđlum sem halda kolröngum upplýsingum ađ almenningi og brjóta gróflega siđareglur blađamanna. 

  Sé ţađ tilfelliđ getur enginn heiđvirđur mađur unniđ hjá ţessum fjölmiđlum.  Samviska ţeirra myndi ekki leyfa.

  Flest sem snýr ađ samskiptum Íslendinga og Fćreyinga fćr mikla umfjöllun í fćreyskum fjölmiđlum.  Gulli Briem,  trommari Mezzoforte og GCD,  skrapp til Fćreyja á dögunum.  Ţađ var forsíđufrétt í eyjablöđunum.  Bara svo dćmi sé nefnt.

  Einhverra hluta vegna fer lítiđ fyrir umfjöllun í fćreyskum fjölmiđlum um meint vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum.  Netmiđillinn www.planet.fo greinir samviskusamviskulega frá öllu ţví helsta sem lýtur ađ músík á eyjunum og víđar.  Nema frá meintu vinsćlasta lagi.  Ţađ er hćgt ađ slá nafni Geirs eđa lags hans inn í leitarvél síđunnar.  Niđurstađan er 0 = ekkert finnst.

  Sama er hćgt ađ gera á leitarvélum fćreyska útvarpsins,  www.uf.fo,  og dagblađsins Dimmalćtting,  www.dimma.fo.  Leitarvélarnar finna ekkert um meint vinsćlasta lagiđ í Fćreyjum.

  Ég les reglulega nokkrar ađrar fćreyskar fréttasíđur sem ekki eru međ leitarvélar,  svo sem www.portal.fo og www.sosialurin.fo.  Ég hef aldrei séđ stafkrók um Geir í ţessum miđlum - ţrátt fyrir ađ hann sé ađ sögn ofurvinsćll hjá eyjalýđ.

  Til ađ öllu sé til haga haldiđ ţá er jólalag Geirs spilađ á hverjum virkum degi í morgunţćtti fćreyska útvarpsins.  Svo skemmtilega vill til ađ ţáttastjórnandinn er textahöfundur lagsins.  Hann "prógrammerar" einnig nćturspilun útvarpsins.  Svo skemmtilega vill til ađ lagiđ er líka spilađ í nćturútvarpinu.  Ţađ er gott ađ einhver fćr stefgjöld.

  Vissulega vćri gaman ađ sjá lag sungiđ af Íslendingi í toppsćti fćreyska vinsćldalistans.  Einnig ţćtti mér gaman ađ vera ţunglyndur Breiđhyltingur.  Mér veitir ekki af dálitlu ţunglyndi til ađ slá á óţrjótandi léttlyndi og ofurkćruleysi.  Ég held líka ađ ţađ sé gaman ađ búa í Breiđholti međ útsýni yfir bćinn.  En ég bý nú bara í Vesturbćnum.  Óeđlilega hress og kátur.


Upphaf bresku pönkbyltingarinnar IV

  Nćst síđustu helgi í febrúar 1977 sendi pönksveitin The Damned frá sér fyrstu bresku pönksbreiđskífuna.  Ţađ sem ég er ađ reyna ađ koma á framfćri er ađ ţó Sex Pistols og The Clash hafi veriđ forystusveitir breska pönksins ţá lögđu The Damned og The Buzzcocks drjúgt ađ mörkum viđ ađ stimpla pönkiđ inn.  Svo og The Stranglers.

  The Damned var fyrst breska pönksveitin til ađ senda frá sér smáskífu og einnig sú fyrsta sem sendi frá sér breiđskífu.  Breiđskífa The Damned náđi 36.  sćti breska vinsćldalistans.  Tveimur sćtum ofar en fyrsta smáskífa Sex Pistols.

  Ţegar hér var komiđ sögu var fjöldi breskra pönksveita orđnar áberandi í hljómleikahaldi á Bretlandi:  Chelsea,  Generation X,  The Jam,  The Adverts,  Tom Robinson Band, Siouxie & the Banshees,  XTC,  Wire og Adam Ant.

  Lagiđ hér fyrir ofan er  Neat Neat Neat  međ The Damned.

  Upphaf bresku pönkbyltingarinnar:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/


Spilađ međ fjölmiđla - enn einu sinni

  Fyrir mörgum árum vann ég á auglýsingastofu.  Hluti af vinnunni var ađ markađssetja plötur,  bćkur og sitthvađ fleira.  Oft var gripiđ til ţess ađ notfćra sér hvađ auđvelt er ađ plata fjölmiđlafólk.  Blessađ fjölmiđlafólkiđ er margt hvert svo saklaust og hrekklaust ađ ţađ gleypir viđ fréttatilkynningum eins og heilögum sannleika.

  Fyrir 2 árum var forsíđufrétt í dagblöđum og fyrsta frétt í ljósvakamiđlum ađ sönghópurinn Nylon vćri kominn međ lag í 1.  sćti breska dansvinsćldalistans.  Ţessu fylgdu vangaveltur ţar sem gengiđ var út frá sem vísu ađ ţetta jafngilti heimsfrćg.  Enda fjallađi nćsta fréttatilkynning um ađ Nylon vćri á leiđ til Hollywood og stórir hlutir í gangi.

  Raunveruleikinn var sá ađ lag međ Nyloni hafđi veriđ sett á lista EINS plötusnúđar dansstađs yfir ţau lög sem mest voru spiluđ tiltekiđ kvöld.  Gott ef stelpurnar í Nyloni voru ekki gestir á dansstađnum umrćtt kvöld.

   Ţetta var álíka stór ávísun á heimsfrćgđ eins og ef Andrea Jónsdóttir tćki saman eitt kvöldiđ hvađa lög hún spilar oftast á Dillon einhverja helgina.

  Núna er uppsláttarfrétt í dagblöđunum og meira ađ segja ţungamiđjufrétt í fréttum sjónvarpsins ađ lag međ Geir Ólafssyni tröllríđi nú fćreyska markađnum.  Lagiđ er sagt sitja í efsta sćti fćreyska vinsćldalistans.

  Rétt er ađ hafa í huga ađ Fćreyingar eru ađeins 48 ţúsund.  Ţar gerist fátt.  Ţess vegna telst ţađ sjálfkrafa til tíđinda ađ íslenskur söngvari syngi jólalag á fćreysku og fćri Fćreyingum ţađ í jólagjöf sem ţakklćtisvott fyrir 6 milljarđa króna lán til Íslendinga.

  Stađreyndin er hinsvegar sú ađ ţađ hefur fariđ óvenju hljótt um ţetta í Fćreyjum.  Ég fylgist ţokkalega vel međ fćreyskum fjölmiđlum.  Ţađ er ađ segja netmiđlum og hlusta töluvert á fćreyska ríkisútvarpiđ og ađra útvarpsstöđ sem er í einkaeigu.  Einnig glugga ég reglulega í fćreysku dagblöđin.  Ég hef hvergi orđiđ var viđ eina einustu umfjöllun um framtak Geirs og aldrei heyrt jólalagiđ spilađ.

  Ég tek fram ađ framtak Geirs er lofsvert og ég er mjög jákvćđur gagnvart ţví.  Ég er jafnframt viss um ađ lagiđ hefur veriđ spilađ í fćreyskum ljósvakamiđli og einhversstađar veriđ sagt frá ţví á prenti.

  Í gćr rćddi ég í síma viđ fćreyska kunningjakonu.  Hún hafđi ekki orđiđ vör viđ ţetta lag.  Ég "gúglađi" Geir og lagiđ.  Ţađ skilađi engri niđurstöđu.  Ég fór líka í leit á nokkrum fćreyskum netsíđum.  Ekki stafkrók ţar ađ finna. 

  Hér fyrir neđan er listi yfir vinsćlustu lögin í Fćreyjum síđustu 3 vikur.  Mér sýnist annađ lag vera í 1.  sćti en jólalag Geirs.  Ég kem hvergi auga á ţađ lag á ţessum lista. 

110(e)12Faroe 5 / Tell Me Now
26329Katy Perry / Hot N´ Cold
31213Hogni / Soul Company
45646Beyoncé / If I Were A Boy
54116Britney Spears / Womanizer
68966The Killers / Human
72525James Morrison / Broken Strings...
81112810Christina Aguilera / Keeps Gettin´...
9121095Kanye West / Heartless
1013(e)102Pink / Sober
117778Rihanna / Rehab
12(e)-121Bet You Are William / Electricity
13(e)-131Ann Anthoniussen / So Nice
1415(e)142Kings Of Leon / Use Somebody
15(e)-151Lady GaGa / Poker Face
(e)----Akon / Right Now (Na Na Na)
(e)----Estelle / Come Over feat. Sean Paul
(e)----Bruce Springsteen / Working On A...
(e)----Will Young / Grace
(e)----Leona Lewis / Run


3    Stađa í ţessari viku
 (e)   Stađa í síđustu viku 
  12  Stađa í ţarsíđustu viku 
   5 Hćst á lista 
    2Vikur á listanum

 


Upphaf bresku pönkbyltingarinnar III

stranglers

  1.  desember 1976 komst breska pönkiđ óvćnt rćkilega upp á yfirborđiđ.  Ţađ var ţegar hljómsveitin Queen forfallađist á síđustu stundu er hún átti ađ spila í beinni útsendingu á sjónvarpsţćttinum  Today.  Í tímahraki var pönksveitin Sex Pistols fengin í viđtal í stađinn. 

  Viđtaliđ fór fljótlega úr böndum og innan skamms var klippt á útsendinguna.  Orđbragđ liđsmanna Sex Pistols og söngkonunnar Siouxie (& The Banshees) ţótti fara yfir strikiđ.  Ég er ekkert ađ setja hér inn klippu af viđtalinu.  Ţađ er ekkert merkilegt.  Nema fyrir ţćr sakir ađ grandvör breska ţjóđarsálin fékk hland fyrir hjartađ.  Ţađ greip um sig allsherjar móđursýki.  Daginn eftir loguđu símalínur fjölmiđla vegna innhringinga hneykslađra sem voru í áfalli.  Forsíđur dagblađanna voru undirlagđar hneykslunarorđum.

  Nú vissi breskur almenningur af Sex Pistols og pönkinu.  Nćstu daga kepptust fjölmiđlar viđ ađ uppfrćđa almenning ennţá betur um pönkiđ.  Allir töluđu um pönkiđ allsstađar.  Nýjar pönksveitir spruttu upp eins og gorkúlur.  Velsóttum pönkhljómleikum fjölgađi hratt.

  Síđustu helgina í janúar 1977 komu út smáskífan (Get a) Grip (on Yourself)  međ The Stranglers og 4ra laga plata međ The Buzzcocks.  Lagiđ međ The Stranglers er hér ađ ofan en lagiđ  Breakdown  međ The Buzzcocks er hér fyrir neđan. 

  Liđsmenn helstu pönksveitanna voru ein stór fjölskylda.  Eđa ţannig.  Einn stór kunningjahópur.  Margir höfđu áđur spilađ saman í öđrum hljómsveitum eđa áttu eftir ađ spila saman í öđrum hljómsveitum.  Ţetta liđ hélt hópinn bćđi á sameiginlegum hljómleikum og í frítíma. 

  The Stranglers stóđu fyrir utan ţennan hóp og voru ekki eiginlegir pönkarar.  Og ţó.  The Stranglers voru hluti af pönkbyltingunni og settu sterkan svip á hana.

  Hljómsveitin The Buzzcocks gaf sjálf út plötuna sína.  Á ţann hátt varđ hún fyrirmynd ótal annarra pönksveita sem töldu Gerđu-ţađ-sjálf/ur (Do It Yourself) hugmyndafrćđi pönksins ná yfir plötuútgáfu.

   

Fyrsta breska pönklagiđ:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999

Upphaf bresku pönkbyltingarinnar II:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949

buzzcocks

Ţessi mynd er af The Buzzcocks.  Undir myndbandinu međ The Stranglers er mynd af The Stranglers.


Upphaf bresku pönkbyltingarinnar II

SexPistols

  Breska pönkbylgjan mótađist voriđ 1976.  Hún varđ ekki til ţegar hljómsveitin Sex Pistols var full mönnuđ haustiđ áđur.  Né heldur ţegar Sex Pistols fóru ađ spila opinberlega.  Sú hljómsveit var ekki sú sama og varđ leiđandi afl í pönkbyltingunni.  Til ađ byrja međ var Sex Pistols krákuband (cover) sem spilađi lög eftir Small Faces,  The Who,  Chuck Berry og fleiri.  Er leiđ ađ vori fór hljómsveitin ađ finna sinn stíl.  Hann birtist mótađur um voriđ ´76.  Joe Strummer,  síđar söngvari The Clash,  fékk Sex Pistols til ađ hita upp fyrir ţáverandi pöbbarokkband sitt, 101´Ers nokkrum sinnum.  Ţegar hann síđan fór á sjálfstćđa hljómleika Sex Pistols í maí ´76 varđ honum ađ orđi:  "Ţarna er ţetta komiđ.  Ţetta er framtíđin."

  Ţarna fékk Joe Strummer vitrun.  Hann ákvađ ađ söđla um.  Leggja 101´Ers niđur og stofna hljómsveit í anda Sex Pistols.  Tom Robinson var á sömu hljómleikum.  Honum ţótti Sex Pistols ömurleg hljómsveit en áttađi samt á ţví ađ ţetta vćri máliđ.  Hann var í hljómsveit sem hann ákvađ ađ hćtta međ og stofna rokksveit í anda Sex Pistols. 

  Fram eftir sumri ´76 hlóđ utan á sig ţađ sem var ađ myndast sem pönkreyfing í Bretlandi.  The Damned varđ fylgihnöttur Sex Pistols.  Joe Strummer stofnađi The Clash.  The Clash og Sex Pistols fóru ađ of mod-tríóiđ The Jam bćttist í hópinn.  

  Í september ´76 var haldiđ 2ja daga pönk-festival í klúbbnum 100 í London.  Ţá var blađakona á breska poppblađinu NME búin ađ skilgreina mánuđi áđur nýju hreyfinguna sem pönk.  Festivaliđ bar yfirskriftina "Anarchy in the UK" og undirskriftin var "Punk Special".  

  Nöfn Sex Pistols og The Clash voru skrifuđ jafn stór á auglýsingaplakatiđ.  Međ minni stöfum voru skrifuđ nöfn Siouxie & The Banshees,  The Damned,  The Buzzcocks og fleiri.

  Hafa ţarf í huga ađ nýhćtt pöbbahljómsveit Joes Strummers,  101´Ers,  var nýhćtt en búin ađ stimpla sig inn hjá pressunni.  Nýbúin ađ senda frá sér smáskífu og fá umfjöllun í poppblöđunum.  Ţess vegna var The Clash strax stórt nafn í ţessari nýju pönksenu. 

  Í október ´76 sendi hljómsveitin The Damned frá sér fyrsta breska pönklagiđ,  New Rose.  Sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999/

  Fyrsta smáskífa Sex Pistols,  Anarchy in UK,  kom út mánuđi síđar.  Ţađ lag slefađi inn í 38.  sćti breska vinsćldalistans.  Ţar međ var pönkiđ komiđ nálćgt ţví ađ nálgast yfirborđiđ.  Útgefandi Sex Pistols fékk ţá bakţanka yfir ađ vera ađ dreifa bođskap Sex Pistols um stjórnleysi og uppreisn (anarkisma) og stöđvađi dreifingu á smáskífunni.  Međ tilheyrandi málaferlum og umfjöllun í fjölmiđlum.

  En Bretar voru komnir á bragđiđ.  Ţeir voru ađ falla fyrir pönkinu.  Ţeir biđu eftir framhaldinu.  Fleiri hljómsveitir sendu frá sér lög um ţetta leyti undir formerkjum pönks.  Ţau lög skiptu aldrei máli og eru tröllum geymd.  Eftir stendur ţetta upphaf sem almenningur ţekkti og ţekkir í dag:   New Rose međ The Damned og  Anarchy in UK  međ Sex Pistols.

  Framhald á morgun.


Fyrsta breska pönklagiđ

  Heimildum ber ekki alveg saman hvernig pönkiđ byrjađi.  Í Bandaríkjunum var sena sem kallađist pönk áđur en breska pönkbyltingin braust út og afmarkađist viđ tiltekinn músíkstíl og hugmyndafrćđi.  Í Bandaríkjunum var pönksenan ekki bundin viđ músíkstíl heldur viđhorf til ríkjandi gilda í músík.  Ţetta var hrá og einföld músík sem gaf skít í framsćkna tćknilega rokkiđ (prog).  Ţćr bandarískar hljómsveitir sem féllu undir hatt pönks voru helstar Talking Heads,  Blondie,  Ramones,  Patti Smith Group og Television.

  Í Bretlandi varđ til pönksena sem einskorđađist viđ hrátt einfalt rokk og hugmyndafrćđina "gerđu ţađ sjálfur" (Do It Yourself).  Merkisberar breska pönksins framan af voru Sex Pistols,  The Clash,  The Damned og Buzzcocks.  Bandaríska pönkiđ rann fljótlega ljúflega saman viđ ţađ.  Ekki síst The Ramones.

  Fyrsta breska lagiđ sem kom út undir formerkjum pönks var  New Rose  međ The Damned í október 1976.  Hér er ţađ lag og ég ćtla ađ bćta á nćstunni viđ ţví sem fylgdi ţar á eftir.   

  New Roses  seldist í 4000 eintökum fyrsta kastiđ.  Ţađ verđur ađ teljast bćrilegur árangur.  Pönkiđ var ekki komiđ upp á yfirborđiđ.  Lagiđ var ekki selt í plötuverslunum heldur í póstkröfu og á hljómleikum The Damned.  Sölutalan gefur nokkra mynd af ţví hvađ breska pönksenan var stór í árslok 1976. 

  Síđar hefur  New Rose  komiđ út á nánast öllum safnplötum sem innihalda einhverskonar sögulegt yfirlit yfir bresku pönkbyltinguna.  The Damned var líka fyrsta breska pönksveitin til ađ senda frá sér stóra plötu.

  Upptakan á  New Rose  kostađi 50 pund (tćpar 9000 íslenskar krónur).  Upptökustjóri var Nick Lowe.     

Damned1


Til hamingju, Andrea snillingur!

andreajóns

  Samtónn,  FTT,  TÍ,  FÍH og FHF hafa nú í annađ sinn veitt svokallađ Bjarkarlauf ţeim sem ötulast hafa stuđlađ ađ vexti og viđgangi íslenskrar tónlistar.  Í fyrra fékk Árni Matthíasson,  blađamađur Morgunblađsins,  Bjarkarlaufiđ.  Hann var virkilega vel ađ ţeim kominn.  Í ár fellur Bjarkarlaufiđ í skaut Andreu Jónsdóttur.  Hún er ekki síđur vel ađ viđurkenningunni komin.

  Andrea hefur starfađ viđ útvarp nćstum svo lengur sem ég man.  Lengst af á rás 2 og ţar áđur á rás 1 ţegar sú rás var eina íslenska útvarpsstöđin.  Ég held ađ poppţátturinn  Á nótum ćskunnar  hafi veriđ fyrsti fasti útvarpsţátturinn hennar.  Ţar kynnti hún ţađ nýjasta í rokkmúsík ţess tíma.

  Ţó ég ávarpi Andreu í fyrirsögn ţá veit ég ađ hún les ekki blogg.  Ţađ er allt í lagi.  Hún er jafn frábćr fyrir ţví.

  Andrea hefur löngum veriđ plötusnúđur á skemmtistöđum.  Ţekktust er hún kannski fyrir ađ halda uppi fjöri á Dillon.  Hún hefur sömuleiđis skrifađ um músík í árarađir.  Síđast fyrir poppblađiđ Sánd. 

  Íslensk músík hefur alltaf stađiđ henni nćrri og hún lagt drjúgt ađ mörkum viđ ađ kynna íslenska músík.  Ég hef sterkan grun um ađ hún hafi veriđ hvatamađur ađ tilurđ kvennahljómsveitarinnar Grýlurnar.  Hún tók líka saman merkilega plötu um íslenskt stelpnarokk. 

  Ég man ekki hvernig Andrea orđađi ţađ svo skemmtilega ađ fordómar séu í lagi en miklir fordómar séu hiđ versta mál.  Sjálf hefur Andrea merkilegt fordómaleysi gagnvart músík.  Hún hefur góđan músíksmekk en jafnframt umburđarlyndi gagnvart, ja,  ţví sem ég kalla vondri músík.  Hún gefur allri músík "sjéns".  Ţannig er hún.  Jákvćđ og umburđarlynd.  Og yndisleg manneskja.   


Frábćrt jólalag

  jakob_smarijólatré

  Einhverra hluta vegna halda margir ađ jólalög ţurfi ađ vera hrikalega leiđinleg.  Annađ hvort vćmin og slepjuleg eđa uppspennt og ofhlađin af tilgerđ.  Ţetta á ekki síst viđ um íslensku popparana sem gera út á jólamarkađinn.  Öldin var önnur ţegar Haukur Morthens og Ómar Ragnarsson sungu inn á frábćrar jólaplötur á sjöunda áratugnum.  Haukur hátíđlegur en eđlilegur og Ómar fyndinn og eđlilegur. Ţá var gaman ađ vera barn.

  Nú hafa ţau undur gerst ađ fram er komiđ splunkunýtt,  nýstárlegt og frábćrt jólalag.  Ţađ heitir  Dimmrauđ jól  og er samiđ og flutt af Jakobi Smára Magnússyni.  Lagiđ getur ţú fundiđ á http://www.ruv.is/heim/vefir/ras2/poppland/jolalagakeppni/.  Ţađ er númer 3 í röđinni.  Í leiđinni skaltu kjósa ţađ á listanum ţar fyrir neđan.  Ţetta lag verđur ađ sigra í Jólalagakeppni rásar 2.   

  Ég hlóđ laginu niđur í tölvuna mína og hef haft ţađ í síspilun frá ţví í gćr.  Og er strax farinn ađ hlakka til ađ spila ţađ aftur um jólin 2009 og 2010.  Lengra fram í tímann hugsa ég ekki í bili.


Bestu hljómsveitir sögunnar

noelgallagher 

  Ţetta fékk ég sent.  Ég veit ekki hvađan ţetta er tekiđ en hér er listi yfir bestu hljómsveitir sögunnar ađ mati lagahöfundarins og gítarleikarans Noels Gallaghers í bresku hljómsveitinni Oasis.  Hugsanlega er Noel hlutdrćgur ţegar nálgast 7.  sćtiđ.  Engu ađ síđur er listinn ekki út í hött.  Alls ekki.  Ţar fyrir utan ţýđir nafniđ Noel jól og núna eru jólin ađ koma eftir 15 - 16 daga (eftir ţví hvar mađur er staddur).

bítlarnir

1. Beatles

rollingstones

2. Rolling Stones

3. Who

4. Sex Pistols

5. Kinks

6. Jam

7. Oasis

8. Smiths

9. Stone Roses


Plötuumsögn

spegill sálarinnar

 - TitillSpegill sálarinnar - Open Your Eyes

 - FlytjandiHerbert Guđmundsson

 - ÚtgefandiHG hljómplötur

 - Einkunn **** (af 5)

  Yngra fólk ţekkir Hebba fyrst og fremst af laginu sívinsćla  Can´t Walk Away  frá 1985.  Farsćll tónlistarferill hans nćr ţó aftur til upphafs áttunda áratugarins.  Ţá söng hann í vinsćlum rokkhljómsveitum.  Hćst báru Eik og Pelican. 

  Spegill sálarinnar er áttunda sólóplata Hebba.  Upphafslagiđ,  Colours of Dreaming,  byrjar líkt og píanóballađan  Mother  međ John Lennon.  Áđur en fyrsta erindi lýkur er skipt yfir í hrađari og léttari takt.  Ţannig heldur lagiđ áfram ađ skiptast í mishrađa kafla.  Sem minnir á fortíđ Hebba í framsćkna rokkinu (progressive).  Taktskiptingarnar túlka líka ţćr breytingar sem orđiđ hafa í lífi hans á árinu.  Hann hefur sagt skiliđ viđ vímuefni og tóbak og tekiđ kristna trú.

  Í eđlilegu framhaldi af ţessu eru tvö nćstu lög,  Day of Freedom  og  Magic Feeling,  fagnađarsöngvar (gospel) međ tilheyrandi kór félaga úr Gospelkór Fíladelfíu og björtum bakröddum Magnúsar og Jóhanns ásamt Hebba sjálfs.  Falleg lög međ mögnuđum "sing-a-long" viđlögum.

  Hebbi býđur áfram upp á öflugar ballöđur međ grípandi viđlagi og snyrtilega útfćrđum bakröddum en hvílir Gospelkórinn í lögum númer 4 og 5.  Kórinn dúkkar aftur upp í lagi númer 6 og tveimur lögum til viđbótar. 

  Ţađ er góđ ákvörđun ađ nota Gospelkórinn ađeins til spari á ţennan hátt.  Kórinn "stćkkar" lögin sem hann er í og gefur plötunni flottan heildarsvip.  Meiri notkun á kórnum hefđi hinsvegar orđiđ ţrúgandi.

  Besta lag plötunnar,  Open Your Eyes,  er plássfrekt.  Ţađ er flutt í tveimur hlutum sem samtals telja 12 mínútur.  Lagiđ er mergjađ og ţolir hiđ besta ţennan mínútufjölda.  Er líđur á lagiđ fara teygđir gítartónar ađ setja seyđandi blć á og minnir ţá örlítiđ á  Heroes  međ David Bowie.

  Í kjölfar fyrri hluta  Open Your Eyes  stekkur Hebbi í hressilegan rokkgír í nćstu tveimur lögum,  Garden Above  og  God is Real.  Í síđarnefnda laginu kemur gítarsnillingurinn Ţorsteinn Magnússon (Steini í Eik) viđ sögu og rífur kröftuglega í.  Hann spilar einnig í tveimur öđrum lögum.  Jón Elvar Hafsteinsson afgreiđir ađ uppistöđu til annađ gítarspil.  Ţađ gerir hann međ stćl.  Ţetta er töluverđ gítarplata.  Annar hljóđfćraleikur er allur hinn fínasti. 

  Eitt lag er án söngs (instrumental),  His Grace.  Ljúf en ágeng ballađa. 

  Upphaflega ćtlađi Hebbi ađ syngja stóran hluta plötunnar á íslensku.  Eftir ađ hafa mátađ texta á íslensku viđ nokkur lög hvarf hann frá ţví.  Ađeins lokalag plötunnar,  merkt sem aukalag,  er međ texta á íslensku. 

  Öfugt viđ flesta ađra Íslendinga sem semja söngtexta á ensku ţá hljóma textar Hebba vel og eđlilega. 

  Hljómur plötunnar er hreinn og bjartur og heildarsvipurinn sterkur.  Ţetta er besta plata Hebba til ţessa. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband