Fćrsluflokkur: Tónlist

Framburđur á nafni Eivarar

DSCN1774

  Ég heyrđi dagskrárgerđarmenn á rás 2 rćđa um framburđ á nafni fćreysku álfadrottningarinnar Eivarar,  bestu söngkonu heims.  Ţeir sögđu ótćkt ađ vera međ ţađ sem ţeir töldu vera enskan framburđ ţegar talađ er um Ćvöru.  Niđurstađan var sú ađ viđ ćttum ađ tala um Eivöru samkvćmt íslenskum framburđi.

  Ég veit ekki hvernig enskumćlandi bera fram nafn Eivarar.  Sennilega er ţađ Ćvör.  Hitt veit ég ađ Fćreyingar tala um Ćvör.  Eđa svo gott sem.  Kannski örlítiđ út í eins og Aivör.

  Til gamans má geta ađ nafniđ Eivör er komiđ úr ásatrú og ţýđir Heill Vör!  Vör er gyđjuheiti.

 


Söluhćstu tónlistarmenn heims

  bítlarnirelvis kirkja

  Svona listi getur aldrei veriđ 100% nákvćmur.  Plötur vinsćlustu flytjenda eru framleiddar ólöglega í stórum upplögum.  Ekki ađeins í 3ja heiminum heldur líka víđa um Evrópu.  Sala á sjórćningjaplötum kemur hvergi fram í opinberum tölum.

  Óvíst er ađ sala á sjórćningjaplötum breyti innbyrđis hlutfalli söluhćstu flytjenda verulega.  Ţađ er frekar ađ hún breyti upplagstölum. 
  Á ađdáendanetsíđum flytjenda og bókum um ţá skráđum af ađdáanda eru iđulega gefnar upp mun hćrri sölutölur en hlutlausar heimildir herma.  Ađdáendum hćttir til ađ ýkja tölur um velgengni flytjandans og í sumum tilfellum verja ţeir sína tölu međ ţví ađ áćtluđ sala á sjórćningjaplötum sé međ í tölunni.
  Ţađ má - til gamans - velta fyrir sér ójafnri stöđu hljómsveita međ stuttan líftíma og sólósöngvara međ langan starfsferil.  Bítlarnir spiluđu inn á plötur í 6 ár.  Cliff Richard hefur veriđ ađ í hálfa öld og er hvergi nćrri hćttur. 
  Einnig má velta fyrir sér ađ jarđarbúum hefur fjölgađ frá 2 milljörđum á sjötta áratugnum í hálfan sjöunda milljarđ.  Á sjötta og sjöunda áratugnum var plötuspilari sjaldgćf lúxuseign.  Í dag er ađstađa til ađ spila plötur á allflestum vestrćnum heimilum og víđar.  Vinsćldir gömlu poppstjarnanna voru ţess vegna hlutfallslega meiri en sölutölurnar gefa til kynna í samanburđi viđ yngri poppstjörnur.
Söluhćstir - allir sem hafa selt 200 milljónir platna eđa fleiri:
1.    Bítlarnir - rúmlega 1000 millj
2.    Elvis Presley - um 1000 millj
3.    Michael Jackson - 750 millj
4.    Frank Sinatra - 600 millj
5.    Bing Crosby - rúmlega 500 millj
6.    Abba - 370 millj
7.    Bob Marley - yfir 300 millj
7.    Drifters - yfir 300 millj
7.    Led Zeppelin - yfir 300 millj
8.    Nana Mouskouri - 300 millj
8.    Queen -300 millj
9.    Julio Iglesias - yfir 250 millj
10.  AC/DC - 250 millj
10.  Alla Pugacheva (rússneskur) - 250 millj
10.  Cliff Richard - 250 millj
10.  Elton John - 250 millj
11.  Bee Gees - 220 millj
12.  A.R. Rahman (indverskur) - yfir 200 millj
12.  Cher - yfir 200 millj
12.  Madonna - yfir 200 millj
12.  Pink Floyd - yfir 200 millj
12.  Rolling Stones - yfir 200 millj
12.  Wei Wei (sćnsk - ćttuđ frá Kína) - yfir 200 millj
13.  Celena Dion 200 mill
13.  Herbert von Karajan (austurískur nasisti) - 200 millj
13.  Tino Rossi (franskur) - 200 millj
  Af íslenskum tónlistarmönnum hefur Björk selt,  ja,  15 milljónir platna?  Sigur Rós um 5 milljónir.  Hvađ ćtli hljómsveitin ömurlega,  Stjórnin, hafi selt?  0,015 milljónir?  Vonandi eru flestir búnir ađ henda ţeim plötum í rusliđ.  Ţćr eiga hvergi annarsstađar heima. 
     

Merkustu konur rokksins

björk

  Ţennan lista yfir merkustu konur rokksins (greatest women in rock and roll) fann ég óvćnt uppi í hillu hjá mér.  Nánar tiltekiđ á bakviđ Biblíuna.  Tilviljun?  Ég veit ţađ ekki.  Ég veit heldur ekki hvernig valiđ var á listann.  Enda skiptir ţađ ekki máli út af fyrir sig.  Ég er nokkuđ sáttur viđ listann.  En ţú?  Ţađ er sjónvarpsstöđin VH1 sem stendur ađ baki listanum. 


Vinsćldir = gćđi?

  aabba

  Fólk međ vondan músíksmekk vísar stundum til ţess ađ uppáhaldsplata ţess eđa flytjandi sé vinsćlt fyrirbćri.  Ţađ eru rökin fyrir ţví ađ um hágćđa dćmi sé ađ rćđa.  Ţessi rök halda ekki vatni.  Vinsćldir eru enginn mćlikvarđi á gćđi.  Ţađ er ekki einu sinni samhengi ţar á milli.

  Ef samasemmerki er á milli vinsćlda og gćđa er Séđ og heyrt besta selda tímarit landsins og Rauđar ástarsögur bestu bókmenntirnar.

  Söluhćsta plata heims er "Thriller" međ Michael Jackson.  Heimildum ber ekki saman.  Sumar segja hana hafa selst í 60 milljónum eintaka.  Ađrar um 100 millj.   "Greatest Hits 1971 - 1975" međ Eagles er sennilega nćst söluhćst.  Hún hefur selst í um 40 milljónum eintaka. 

  Eru ţetta bestu plötur sögunnar?  Ţćr komast aldrei í toppsćti yfir bestu plötur sögunnar ţegar slíkir listar eru teknir saman.

  Bítlarnir hafa selt rösklega 1000 milljónir platna.  ABBA er nćst söluhćsta hljómsveit heims međ 370 milljónir seldra platna.

  Förum ađeins yfir hvađ rćđur plötusölu.  Ţar rćđur markađssetning öllu.  Ekki gćđi.  Plötufyrirtćki veđja á tilteknar plötur.  Ekki út frá gćđum heldur hversu auđvelt er ađ fjárfesta í ţeim.  Plötufyrirtćki hafa sömuleiđis missterka möguleika á ađ búa til góđa sölu. 

  Tökum "Thriller" sem dćmi.  Útgefandinn var CBS,  einn af risunum á alţjóđamarkađi.  Bandarískt fyrirtćki í eigu japanska hljómtćkjaframleiđandans Sony.  Einn af hćst settu lykilmönnum fyrirtćkisins var Íslendingurinn Ólafur Jóhann Ólafsson,  rithöfundur.  Međ góđa yfirsýn yfir evrópska markađinn.

  Michael Jackson var blökkumađur en búinn ađ láta breyta sér í hvíta konu.  Öflugasti auglýsingamiđill Bandaríkjanna í músík var sjónvarpsstöđin MTV.  Ţar á bć var á ţeim tíma vinnuregla ađ sýna ekki myndbönd blökkumanna.  CBS fór í verkfall gegn ţessari stefnu.  Hótađi ađ loka fyrir sýningar á myndböndum međ sínum skemmtikröftum ef myndband međ Michael Jackson vćri ekki í spilun á MTV.  CBS var međ vinsćlustu myndbönd međ Bruce Springsteen og fleirum og gaf eftir.  Eftir hart stríđ tók MTV myndbönd međ Michael Jackson til sýningar.  Og ţau slógu í gegn.  Viđ áhorf á MTV bćttust 15% blökkumanna í Bandaríkjunum. 

  Viđ bćttist ađ Sony opnađi upp á gátt fyrir Michael Jackson í Asíu og Evrópumarkađurinn var líka virkjađur.

  Ţetta ţýđir ekki ađ "Thriller" sé besta plata allra tíma.  Reyndar ţrćti ég ekki fyrir ađ platan sé nokkuđ vel heppnuđ fyrir sinn hatt.  En djöfull leiđinleg fyrir minn smekk.

  Skođum annađ dćmi.  Lagiđ "Strawberry Fields Forever" međ Bítlunum var fyrsta lag Bítlanna til margra ára til ađ "floppa".  Ţađ náđi ekki toppsćti breska vinsćldalistans né ýmissa annarra evrópskra vinsćldalista.  Síđar er ţetta lag iđulega í toppsćti yfir bestu lög Bítlanna og jafnvel bestu lög rokksögunnar.

  Enn annađ dćmi:  Plötunni "London Calling" međ The Clash var slátrađ af gagnrýnendum og náđi hćst í 11.  sćti breska vinsćldalistans.  Hún náđi hćst í 27.  sćti bandaríska vinsćldalistans.  Síđar var ţessi plata valin besta plata níunda áratugarins af vinsćlasta poppblađi heims,  bandaríska blađinu Rolling Stone og er jafnan í efstu sćtum yfir bestu plötur rokksögunnar.   

  Umrćđa um ABBA er hér ađeins fyrir neđan á blogginu mínu.  Ţau gerđu allt fyrir frćgđina nema koma nakin fram.  En samt nćstum ţví.


Fćreyskt fjör alla helgina

 birgirenni1 eyđun ásasonneiljoensendagfinnoduskelfćreyskifáninn

  Fćreyskir dagar í Fjörukránni í Hafnarfirđi hefjast í dag,  föstudag,  og standa fram á sunnudagskvöld.  Ţeir samanstanda af fćreyskum mat,  myndasýningu,  fćreyskri tónlist fyrir matargesti og dansleikjum.  Fćreyski listakokkurinn  Birgir Enni  mćtir ásamt fríđu föruneyti og framreiđir fjölbreyttan veislumat. 

  Birgir er í hópi bestu kokka heims,  margverđlaunađur og var útnefndur Fćreyingur ársins 2007.  Fjöldamörg af helstu sćlkerablöđum heims hafa lofsungiđ matreiđslu Birgis.  Birgir kafar sjálfur eftir sjávarfangi og einna ţekktastur er hann fyrir sérgrein sína,  matreiđslu á risaöđuskel.

  Matseđil Birgis og félaga í Fjörukránni um helgina má sjá á http://www.fjorukrain.is/fjorukrain/upload/files/pdf/matsedill_fram.pdf

  Í kvöld,  á milli klukkan 19.00 og 19.30,  verđur Birgir međ myndasýningu í Hellinum á Hótel Víking viđ hliđ Fjörukrárinnar.  Ţar gefst gestum kćrkomiđ fćri á ađ sötra fordrykki fyrir matinn.  Birgir er bróđir poppsöngvarans Brands Enni.

  Fćreyski dúettinn  Neil Joensen og Eyđun Ásason  leika og syngja fyrir matargesti notalega kassagítarmúsík.  Ég hef nokkrum sinnum hlustađ á ţá spila í Fćreyjum.  Ţar ber jafnan hćst er ţeir flytja lagiđ "Talađ viđ gluggann" eftir Bubba Morthens.

  Á heimasíđunni www.fjorukrain.is segir ađ  hljómsveit Rúnars Ţórs  leiki fyrir dansi í Fjörukránni í kvöld og annađ kvöld.  Samkvćmt mínum fćreyskum heimildum er ţađ hinsvegar  fćreyska stuđhljómsveitin 005 - međ  Dagfinn Olsen  í broddi fylkingar - sem leikur fyrir dansi á Fćreysku dögunum. 

Um Fćreysku dagana:  http://www.fjorukrain.is/is/fjaran/faereyskir%5Fdagar/

Um Neil Joensen og Eyđun Ásason:  www.myspace.com/eydunasason  www.myspace.com/neiljoensen

Um Dagfinn Olsen: 

 


Umrćđan um "Stál og hníf"

  bubbimorthens

  Nýveriđ var haft eftir mér í Lesbók Morgunblađsins ađ textinn "Stál og hnífur" sé illa ortur.  Ţetta voru af minni hálfu sakleysisleg ummćli.  Ég var spurđur ađ ţví hvađa íslenskar plötur vćru ofmetnar af ţeim sem jafnan tróna efst á listum yfir bestu plötur íslensku rokksögunnar. 

  Margir hrukku illa viđ ummćli mín og hafa sent mér kaldar kveđjur á blogginu.  Telja mig hafa ráđist ađ ósekju á höfundinn,  Bubba.  Jafnframt hafa sumir reynt ađ fćra rök fyrir ţví ađ lagiđ sé gott.  Međ ágćtum árangri. 

  Gćđi eđa vankantar textans hafa lítiđ međ ágćti lagsins ađ gera.  Lagiđ er vissulega magnađ.  Auđlćrt til söngs og undirleiks.  Vinsćll rútubílasöngur og hvar sem brestur á međ fjöldasöng.  Allir aldurshópar virđast kunna lagiđ og textann.  Samt efast ég um ađ margir skilji textann. 

  Ţegar "Stál og hnífur" kom út á plötu 1980 var ţađ hluti af íslensku pönkbyltingunni sem ýmist var og hefur veriđ kennd viđ Bubba eđa "Rokk í Reykjavík".  Hugmyndafrćđin var ađ kýla á hlutina.  Ţađ var ekki veriđ ađ leggja upp međ listrćn fullkomin verk gerđ af meistara höndum.  Pönkiđ var ađ hluta uppreisn gegn flóknu og ţunglamalegu framsćknu (progressive) rokki,  fingrafimum hljófćraleikurum,  yfirlegu og "heavy pćlingum".  Einnig gegn metnađarlausu krákuđu poppi međ bulltextum.  Í samanburđi viđ "Diggy Liggy Ló" hljómađi "Stál og hnífur" jarđbundinn texti um raunveruleika íslensks farandverkafólks.   Hrár texti af ţessu tagi 1980 og nćstu ár féll vel ađ stemmningunni.  Pönkiđ og nýbylgjan hljómuđu ađ stóru leyti sem "demó" í flesta stađi.  Ţađ var bara flott.

  Engu ađ síđur er "Stál og hnífur" ruglingslegur texti og hefur elst illa.  Öfugt viđ lagiđ sem er og verđur sígilt.  Ţađ á ekki ađ ţurfa ađ kryfja textann línu fyrir línu til ađ sýna fram á ţađ.  Nćgilegt er ađ benda á rímiđ í síđasta erindinu ţar sem orđiđ manna rímar á móti manna.

  Skođun mín á textanum "Stál og hnífur" lýsir engri andúđ á Bubba eđa hans músík.  Eftir hann liggja 500 textar - eđa svo - á plötum.  499 ţeirra eru betri en "Stál og hnífur".  Ég hef alltaf veriđ jákvćđur í skrifum út í Bubba og hans músík.  Ég á tugi platna međ honum og hlusta oft á ţćr mér til skemmtunar.  Ólíklegt er ađ margir poppskríbentar hafi hlađiđ Bubba jafn miklu lofi og ég ţegar allt er saman tekiđ.  Ţetta dreg ég fram til ađ ţađ sé á hreinu ađ skođun mín á textanum "Stál og hnífur" rćđst ekki af neikvćđri afstöđu til Bubba.  Alls ekki.  Ég hef jákvćđa afstöđu til Bubba.  Kannski ţess vegna tel ég mig vera í ţeirri ađstöđu ađ viđra skođun um ţađ sem miđur vel hefur tekist hjá hjá honum.  Líka vegna ţess ađ ég veit ađ Bubbi ţolir ţađ án ţess ađ taka ţví illa.   

  Á einu bloggi sá ég spurt hćđnislega hvort ég hafi ort texta.  Ţađ kemur málinu ekkert viđ.  "Stál og hnífur" verđur hvorki betri né verri texti hvort sem ég hef ort texta eđa ekki.  Né heldur hvort ég hef ort lélegan eđa góđan texta.  Ţó ţađ komi málinu ekki viđ ţá hef ég ort marga texta.  Alla lélega.    

Stál og hnífur

AmollŢegar ég vaknađi um Dmollmorguninn
er ţú Ekomst inn til Amollmín.
Hörund ţitt eins og Dmollsilki
andlitiđE eins og Amollpostulín.

Viđ bryggjuna bátur vaggar Dmollhljótt,
í nóttE mun ég Amolldeyja.
Mig dreymdi dauđinn segđi Dmollkomdu fljótt
ţađ er svo Emargt sem ég ćtla ţérAmollsegja.

FEf ég drukkna, Cdrukkna í nótt,
Eef ţeir mig Amollfinna.
Ţú Fgetur komiđ Cog mig sótt
ţá Evil ég á ţađ Amollminna.

Stál og hnífur er Dmollmerki mitt
merki EfarandverkaAmollmanna.
Ţitt var mitt og Dmollmitt var ţitt
međan ég Ebjó á međal Amollmanna.


Plötuumsögn

andré - međ kćrri kveđju

 -  TitillMeđ kćrri kveđju

 -  FlytjandiAndré Bachmann

 -  ÚtgefandiAndré Bachmann

 -  Einkunn: ****1/2  (af 5)

  Gleđigjafinn André Bachmann hefur skemmt landanum međ söng,  trommuleik,  glađvćrđ og góđmennsku í áratugi.  Hann hefur gert út húshljómsveitir á Hótel Sögu,  Ţórskaffi og víđar og haldiđ uppi fjöri ţvers og kruss um landiđ.  Undanfarin ár hefur André látiđ trommurnar eiga sig og einbeitt sér ađ söngnum. 

  Ég held ég fari rétt međ ađ ţetta sé önnur sólóplata André.  Hann hefur ađ auki tekiđ lagiđ á safnplötum.  Ekki ţađ ađ hann sé ađ trana sér.  Ţađ gerir André ekki.  Hinsvegar hefur hann stađiđ ađ útgáfu safnplatna til styrktar Sjálfsbjörgu,  Styrktarfélagi vangefinna og fleiri.  Ađrir sem lagt hafa ţar hönd á plóg hafa einfaldlega krafist ţess ađ André sé međ í músíkinni á plötunum.  Enda út í hött ađ jafn fínn söngvari og André haldi sig til hlés á plötum sem hann sjálfur á veg og vanda ađ.

  André hefur sömuleiđis veriđ duglegur ađ standa fyrir jólaskemmtunum fyrir fatlađa,  Barnaspítala Hringsins og fleiri.  Hann hefur valiđ sér ţađ hlutverk í lífinu ađ gleđja ađra.  Ekki síst ţá sem eiga um sárt ađ binda.

  André er,  já,  fínn söngvari.  Hann hefur góđa söngrödd en kann ţá list mörgum betur ađ halda aftur af sér.  Syngja frekar á mjúku nótunum og fara sparlega međ ađ herđa í.  Söngstíllinn er persónulegur.  André syngur af innlifun og skilar afbragđs vel anda lags og texta. 

  Tónlistin er rómantísk kokkteilmúsík.  Viđ getum líka kallađ hana vandađa dinnermúsík.  Til ađ átta sig á hughrifum hennar skulum viđ ímynda okkur ađ viđ séum stödd á fínum veitingastađ međ dúkuđum borđum og dempruđum ljósum.  Á ţeim standa blómavasar međ lifandi blómum og kerti loga.  Gestir dreypa á rauđvíni međ matnum og njóta augnabliksins undir notalegum,  hlýlegum og djössuđum flutningi hágćđa hljómsveitar á kunnum söngperlum:  "Án ţín" eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni,  "Tondeleyó" og "Dagný" eftir Sigfús Halldórsson viđ texta Tómasar Guđmundssonar,  auk erlendra laga viđ íslenska texta Ţorsteins Eggertssonar og fleiri.  Ţar á međal "Brostu (ţótt margt ţig angri)" ("Smile" eftir Chaplin) og "Ég er kominn heim" eftir T-Kalmann. 

  Síđarnefnda lagiđ hefur veriđ flutt af mörgum.  Ţar á međal Bubba og Birni Jörundi.  Flutningur André er einn sá allra besti.  Ţađ er ekki á nokkurs fćri ađ trompa magnađan flutning Óđins Valdimarssonar.  André gerir jafntefli.    

  Viđ getum líka ímyndađ okkur opnun glćsilegrar málverkasýningar.  Gestir ganga um međ léttvínsglös, gćđa sér á brauđsnittum,  virđa fyrir sér listaverkin og hlusta á ţćgilega úrvalsmúsík.  Ţađ er valinn mađur í hverju hlutverki hljómsveitarinnar.  Fyrir utan söng André er Árni Scheving á bassa,  Einar Valur Scheving á trommur,  Kjartan Valdimarsson á hljómborđ,  ţungarokkarinn Sigurgeir Sigmundsson á gítar og Sigurđur Flosason á blásturshljóđfćri. 

  Hljóđfćraleikurinn er aldrei áreitinn ţó margt sé fagurlega afgreitt og svipsterkt,  svo sem saxófónsóló í "En sú indćlis jörđ" (What a Wonderful World) og skćldur kántrý-gítar í "Hafnarljós" (Harbor Lights).

  Ţađ er stundum auđvelt ađ afgreiđa söngtexta Ţorsteins Eggertssonar sem kćruleysislega orta.  Hann á engu ađ síđur auđvelt međ ađ túlka stemmningu lags og flytjenda.  Hér er hann á spariskónum og stađfestir hvers vegna hann er einn eftirsóttasti textahöfundur íslenskrar dćgurlagmúsíkur.   


Ný skođanakönnun - takiđ ţátt!

  Ný skođanakönnun var ađ svífa í gang.  Ţar er spurt um hvađa tímabil íslensku rokksögunnar hafi veriđ frjóast og gefiđ mest af sér;  hvenćr gróskan var mest og sköpunargleđin í hámarki.  Ţađ er spurning hvort mér hafi yfirsést eitthvert gjöful rokkbylgja í upptalningu á ţeim möguleikum sem gefnir eru upp.  Gaman vćri ađ heyra rökin fyrir ţví hvernig ţiđ greidduđ atkvćđi.

Bestu hljómsveitaforsprakkar rokksins

  Lesendur breska poppblađsins New Musical Express hafa ađ undanförnu setiđ sveittir viđ ađ velja besta hljómsveitaforsprakka (front person) rokksins.  Viđkomandi er gefin einkunn frá 1 upp í 10 og međaleinkunnin rćđur niđurstöđunni.  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til úrslitanna.  Ţau bera ţess glöggt merki ađ kjósendur eru breskir.

robertsmith

1.   Robert Smith í The Cure,  einkunn 9,17
liamgallagher
2.   Liam Gallagher í Oasis,  8,71
johnnyrotten
3.   Johnny Rotten í Sex Pistols og PIL,  6,54
johnlennon
4.   John Lennon í Bítlunum,  6,14
kurtcobain
5.   Kurt Cobain í Nirvana,  6,00
jimihendrix
6.   Jimi Hendrix í The Jimi Hendrix Experience,  5,99
freddiemercury
7.   Freddie Mercury í Queen,  5,79
joestrummer
8.   Joe Strummer í The Clash,  5,67
robertplant
9.   Robert Plant í Led Zeppelin,  5,55
jimmorrison
10. Jim Morrison í The Doors,  5,54
11. Ian Curtis í Joy Division,  5,53
12. Thom Yorke,  Radiohead, 5,42
13. Morrissey í The Smiths,  5,39
14. Mick Jagger í The Rolling Stones,  5,32
15. Marc Bolan í T. Rex,  5,30
16. Matt Bellamy í Muse,  5,29
17. Roger Daltrey í The Who,  5,12
18. James Dean Bradfield í Manic Street Preachers,  5,10
19  Iggy Pop í The Stooges,  4,97
20. Jack White í The White Stripes, 4,96

Fćreyska innrásin skollin á

  Hér fyrir neđan sagđi ég frá fyrirhugađri fćreyskri tónlistarhátíđ sem átti ađ vera á Stokkseyri um helgina.  Hún fauk út í buskann,  eđa réttara sagt ţá komust fćreysku tónlistarmennirnir ekki frá eyjunum í gćr né fyrradag vegna hvassviđris.  En ţeir brutust til Íslands í dag.  Í kvöld spilar poppsöngkonan Guđriđ Hansdóttir á Hressó í Reykjavík og ţjóđlagahljómsveitin Kvonn spilar fjörug og dansvćn lög á Dubliner.  Sjá nánar um Guđriđi og Kvonn á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/668297.

  Fćreysku tónlistarmennirnir voru ekki fyrr lentir á Reykjavíkurflugvelli en ţeir fóru á búđarráp.  Vegna hruns íslensku krónunnar er fćreyska krónan verđmikil í íslenskum verslunum.  Lengst af var ein fćreysk króna jafngildi 10 íslenskra króna.  Í dag er fćreyska krónan jafngildi um 20 íslenskra króna.  Fćreyingarnir hafa nýtt sér ţessa breytingu međ ţví ađ versla tölvur,  fatnađ og fleira á hálfvirđi. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.