Fćrsluflokkur: Tónlist
11.10.2008 | 20:41
Hátíđinni aflýst - en ekki hljómleikunum í Reykjavík
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 20:32
Snúiđ rútunum viđ!
Í fćrslu hér ađeins fyrir neđan er sagt frá veglegri fćreyskri tónlistarhátíđ sem átti ađ hefjast í kvöld á Stokkseyri og standa fram á sunnudagskvöld. Ţessi hátíđ hefst ekki í kvöld. Ástćđan er sú ađ engin flugvél hefur getađ lent í Fćreyjum í dag. Hátt í ţrjátíu fćreyskir tónlistarmenn hafa setiđ ađgerđarlausir á flugvellinum í Vogum í Fćreyjum í allan dag og starađ örvćntingarfullir á auđa flugbrautina. Nú er útséđ međ ađ ţeir komist til Íslands í dag.
Góđu fréttirnar eru ţó ţćr ađ einn fćreyskur bassaleikari og einn fćreyskur fiđluleikari eru komnir til landsins. Vondu fréttirnar eru ađ hljóđfćrin ţeirra eru ennţá í Fćreyjum.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2008 | 23:36
Fćreysk stórhátíđ á Stokkseyri
Veglegasta fćreyska tónlistarhátíđ sem bođiđ hefur veriđ upp á hérlendis verđur haldin á Stokkseyri núna um helgina, dagana 10. - 12. október. Og ekki ađeins verđur fjörleg og fjölbreytt fćreysk tónlist í bođi heldur verđur gestum líka bođiđ ađ smakka á fćreyskum mat framreiddum af fćreyska meistarakokknum Birgi Enni, fćreyskum bjór og fćreyskar ullarvörur verđa til sölu á lágu kynningarverđi sem og fćreyskir geisladiskar og fćreyskir DVD.
Birgir Enni var í fyrra krýndur "Fćreyingur ársins" sem besti sendiherra Fćreyja á alţjóđavettvangi (Eivör var áđur krýnd "Fćreyingur ársins". Sama manneskja getur bara einu sinni hlotiđ titilinn). Hróđur Birgis sem listakokks hefur borist víđa um heim. Enginn íslenskur matreiđslumađur hefur fengiđ jafn víđa og jafn góđar umsagnir í heimspressunni og Birgir Enni. Ţađ er alltaf mikil tilhlökkun ađ snćđa veislumat hans. Sjálfur kafar Birgir eftir hráefninu sem ađ sjálfsögđu er sjávarfang.
Dagskráin hefst í Draugasetrinu á Stokkseyri klukkan 23.00 annađ kvöld (föstudag). Fyrst stígur á stokk margverđlaunuđ poppsöngkona, Guđriđ Hansdóttir, og hljómsveit. Fyrir utan ađ vera stórt nafn í Fćreyjum nýtur Guđríđ vinsćlda í Danmörku. Klukkan korter í miđnćtti tekur ţjóđlagahljómsveitin Kvonn viđ. Ađ lokum leikur rokkhljómsveitin Spađar 5 fyrir dansi frá hálf eitt til 3.
Daginn eftir, laugardag, hefst dagskrá klukkan 19.00 međ leik ţjóđlaga-djassrokk sveitarinnar Yggdrasil undir forystu píanóleikarans og tónskáldsins Kristians Blak. Dagskrá ţeirra kallast "Heygar og Dreygar" og stendur í klukkutíma. Viđ af ţeim tekur Guđriđ Hansdóttir međ dagskrána "Sleeping with Ghosts". Korter í 21.00 er matarhlé og gestum bođiđ ađ smakka fćreyskan mat framreiddan af Birgi Enni. Hálftíma síđar flytur hljómsveitin Kvonn dagskrána "Álvastakkur". Klukkan hálf 23.00 er ţađ fćreyski hringdansinn, "Ólavur Riddararós". Frá miđnćtti til klukkan 3 heldur rokksveitin Spađar 5 uppi fjörinu.
Sunnudaginn 12. október flytja Guđriđ Hansdóttir og hljómsveitin Kvonn blandađa dagskrá á milli klukkan 16.00 og 18.00.
Á sunnudagakvöldiđ spilar hljómsveitin Kvonn einnig á Dubline í Reykjavík.
http://www.myspace.com/gudridhansdottir
Tónlist | Breytt 10.10.2008 kl. 01:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
6.10.2008 | 15:16
Leiđinlegasta íslenska hljómsveitin - úrslit í skođanakönnun
Ađ undanförnu hefur stađiđ yfir á síđunni minni skođanakönnun um leiđinlegustu íslensku hljómsveitina. Spurningin sem brunniđ hefur á allra vörum er: "Hvađa hljómsveit fer mest í taugarnar á ţér?" Ţannig var ađ ţessu stađiđ ađ fyrst óskađi ég eftir tillögum. Skilyrđiđ var ađ hljómsveitin hefđi starfađ á ţessari öld. Ţeim hljómsveitum sem fengu flestar tilnefningar var stillt upp í formlega skođanakönnun.
Ţessi listi hefur ekkert ađ gera međ minn persónulega smekk. Á listann lentu uppáhaldshljómsveitir mínar, Mínus og Sigur Rós. Í stađ ţeirra hefđi ég viljađ sjá Stjórnina á listanum. En ţetta er ekki listi yfir ţćr hljómsveitir sem pirra mig heldur langađi mig til ađ fá ađ komast ađ ţví hvađa hljómsveitir fara mest í taugarnar á landsmönnum.
Ein ástćđan fyrir ţví ađ ég loka skođanakönnunni núna er ađ tvívegis hefur veriđ unniđ á henni skemmdarverk međ "hakki". Í fyrra skiptiđ var 50 atkvćđum skellt á Sprengjuhöllina á nokkrum sekúndum. Í seinna skiptiđ var 100 atkvćđum skellt á sömu hljómsveit á jafn stuttum tíma. Ég get ekki leyft svoleiđis svindli eyđileggja niđurstöđuna. Ţess vegna hef ég dregiđ 150 atkvćđi frá Sprengjuhöllinni og fćrt hana úr 1. sćti niđur í 5. sćti.
Í mínum kunningjahópi er fullyrt ađ ţađ samrýmist húmor strákanna í Sprengjuhöllinni ađ reyna međ svindli ađ ná titlinum leiđinlegasta íslenska hljómsveitin. Á ţađ er bent ađ ný plata sé ađ koma á markađ og öll athygli hjálpi. Ég ćtla ekki ađ vera međ getgátur um hvort ţessi kenning sé rétt eđa röng. Ég frábiđ mér svindl af ţessu tagi hvađ sem fyrir mönnum vakir. Ef ţessi skemmdarverk hefđu ekki komiđ til hefđi ég leyft könnunni ađ standa lengur til ađ verđa marktćkari. Ţá á ég einkum viđ varđandi hljómsveitirnar sem fćst atkvćđi fengu. Tölurnar á bakviđ efstu sćtin eru marktćk.
Ţegar ţetta međ Sprengjuhöllina hefur veriđ leiđrétt eru leiđinlegustu íslensku hljómsveitirnar ţessar:
1. Mercedes Club 20,9%
2. Á móti sól 12%
3. Sálin hans Jóns míns 10,1%
4. Sigur Rós 9,8%
5. Sprengjuhöllin 9,5%
Rétt er ađ taka fram ađ allan tímann sem könnunin stóđ yfir voru Sálin og Sigur Rós iđulega samstíga međ 9,9% atkvćđa báđar. Stundum fór Sálin ađeins upp fyrir og ţannig er stađan núna ţegar könnunni lýkur.
Ég ćtlast ekki til ađ neinn taki könnunni illa. Ţetta er bara léttur og saklaus samkvćmisleikur sem enginn á ađ taka hátíđlega. Hć, hć, hó, hó og jibbí-jei!
Gaman vćri ađ heyra viđhorf ţitt til ţessarar niđurstöđu.
--------------
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
4.10.2008 | 22:49
Plötuumsögn
Titill: Land
Flytjandi: Hljómsveitin Týr
Útgefandi: Napalm Records
Einkunn: ****1/2 (af 5)
Ferill fćreysku víkingarokkaranna Týs hófst glćsilega. Ekki síst hérlendis og í Fćreyjum. Túlkun Týsaranna á "Orminum langa" stimplađi hljómsveitina svo rćkilega á kortiđ ađ hérlendis ţyrlađi hún upp ţví sem kallađ var fćreyska bylgjan 2002. Opnađi upp á gátt dyr fyrir holskeflu fćreyskra tónlistarmanna í hćsta gćđaflokki. Nćgir ţar ađ nefna Eivör, pönksveitina 200, Högna Lisberg, harđkjarnasveitina Makrel, djasssveitina Yggdrasil, Teit, Hanus, Högna Restrup, Lenu Andersen, Rasmus Rasmusen og fjölda annarra.
Í upphafi voru Týsarar undir áhrifum frá Metallica og Dream Theatre. Nú hefur hljómsveitin fundiđ sinn eigin stíl. Hann er mögnuđ og vel heppnuđ blanda af fćreyskri/norrćnni ţjóđlagamúsík og ţungu rokki. Fćreyskt folk-metal međ gotneskum keim. Hágćđa víkingarokk.
"Land" er fjórđa plata Týs. Gefin út af ţýska metal-fyrirtćkinu Napalm Records sem er stórt innan metal geirans. Týr er áberandi á alţjóđlegum ţungarokkshátíđum og lög međ Tý dúkka upp á safnplötum međ hljómsveitum eins og Sepultura og Soulfly.
"Land" er frekar seintekin plata. Ţar eru engir léttir og auđmeltir poppsmellir heldur tilţrifameiri lög sem ţarfnast nokkurrar yfirlegu áđur en glćsileiki ţeirra nćr tökum á hlustandum. Ţau tök eru ţannig ađ platan er sett á endurspilun aftur og aftur. Hún verđur skemmtilegri viđ hverja hlustun og ekkert örlar á ţví ađ mađur fái leiđa á neinu lagi.
Ţetta er heilsteypt plata sem nýtur sín best ţegar hlustađ er á hana í heild (fremur en pikka út stök lög). Vel útfćrđur samsöngur er áberandi einkenni plötunnar. Samsöngur af ţví tagi sem viđ munum eftir frá "Orminum langa". Heillandi fćreysk stemmning svífur yfir vötnum og undir kraumar ţungt rokkiđ. Eitt lagiđ er íslenskt, "Brennivín".
Allir liđsmenn Týs eru á heimsmćlikvarđa sem hljóđfćraleikarar. Fyrir ţá sem hafa áhuga á fingralipurđ er gítarleikur Hera eyrnakonfekt.
"Land" er besta plata Týs til ţessa. Ţessi plata mun gegna mikilvćgu hlutverki í sögu Týs. Mitt ráđ til Týsara er ađ hafa eitthvađ á nćstu plötu ađeins poppađra án ţess ađ víkja langt frá ţeim frábćra stíl sem hljómsveitin er búin ađ marka sér. Ţá er nćsta víst ađ stađa Týs á alţjóđamarkađi mun styrkjast til muna.
Plötur Týs fást í verslunum Pier hérlendis og eflaust í almennum plötubúđum.
Fyrri plötur Týs:
How Far to Aasgard 2002 (inniheldur "Orminn langa") ****
Eric the Red 2003 (inniheldur "Ólavur Riddararós" og "Wild Rover") ***1/2
Ragnarök 2006 (inniheldur "Torsteins kvćđi") ****
Á bresku tónlistarsíđunni www.allmusic.com fá allar plötur Týs 4 stjörnur af 5 nema "Eric the Red" fćr 4 og hálfa.
Á morgun (sunnudag) er Týr međ hljómleika í TŢM (Tónlistarţróunarmiđstöđinni) vestur á Granda klukkan hálf 7. Trassar, Gone Postal, Hostile og Palmprint in Blood koma ţar einnig fram. Ekkert aldurstakmark.
Tónlist | Breytt 5.10.2008 kl. 02:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
3.10.2008 | 23:49
Kind dauđans
Mér hefur borist njósn af ţví ađ í Fjarđarbyggđ sé tekin til starfa blúshljómsveit sem talin er vera ein sú allra besta á landinu. Í henni er söngkonan Jóhanna Seljan, trommuleikarinn Pétur Hallgrímsson (oft kenndur viđ hljómsveitina ţjóđsagnakenndu Amon Ra og plötubúđina Tónspil) og gítarleikararnir Guđmundur Höskuldsson (var í ţungarokkssveitinni Ţreki og blúshljómsveitinni EC) og Jón Hilmar Kárason. Bassaleikari er Sigurđur Ólafsson.
Tónlist | Breytt 5.10.2008 kl. 00:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
2.10.2008 | 18:28
Styrktarhljómleikar Aflsins í kvöld
Nú er heldur betur ástćđa fyrir hvern ţann sem tök hefur á ađ bregđa sér í Sjallann á Akureyri í kvöld. Ţar verđur bođiđ upp á glćsilega skemmtidagskrá sem samanstendur af leik og söng Hvanndalsbrćđra, Eyţórs Inga, Hunds í óskilum, Einars Ágústs, Sniglabandsins og Sigga kapteins. Kynnir er Skúli Gauta.
Hljómleikar ţessir eru haldnir til styrktar Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Norđurlandi. Ţeir hefjast stundvíslega klukkan 21 mínútu gengin í tíu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2008 | 13:22
Liđsmenn Týs árita í dag
Fćreyska rokksveitin Týr, sem á mest seldu plötu Napalm Records um ţessar mundir, kemur til landsins í dag til ađ spila á fjórum tónleikum um helgina. Verđa ţeir á Paddys í Keflavík á morgun, fimmtudag; Grćna Hattinum Akureyri á föstudaginn, Nasa laugardaginn og Hellinum á sunnudaginn á tónleikum fyrir alla aldurshópa.
Liđsmenn Týs ćtla ađ kíkja viđ í Smekkleysu plötubúđ, Laugavegi 35, kl 17:00 og spjalla viđ gesti og gangandi og árita diska og einnig plaköt sem hljómsveitin ćtlar ađ gefa. Takmarkađ magn plakata er til. Fyrstir koma fyrstir fá.
Miđasala á tónleika Týr er í Smekkleysu plötubúđ, Paddys og Hljómval Keflavík og í Pennanum Akureyri.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2008 | 01:13
Missiđ ekki af merkum ţćtti
Núna í morgunsáriđ, miđvikudaginn 1. október, er ástćđa til ađ stilla á Útvarp Sögu klukkan 10 mínútur yfir 8. Tíđnin á FM er 99,4. Einhver tímann á bilinu frá klukkan 10 mínútur yfir 8 til klukkan 9 verđa spilađar merkar gamlar óútgefnar upptökur sem allir héldu ađ vćru glatađar fyrir löngu síđan. Einnig verđa spilađar nýjar óútgefnar upptökur sem enginn hélt ađ vćru glatađar.
Ef einhver missir af ţćttinum í beinni útsendingu ţá er hann endurtekinn klukkan 10 mínútur yfir 2 eftir hádegi. Um er ađ rćđa Bloggţáttinn međ Markúsi Ţórhallssyni. Ţátturinn byrjar reyndar klukkutíma fyrr en hér er nefnt (en klukkutíma síđar ef viđ miđum viđ fćreyskan tíma). Hinsvegar hefur kvisast út ađ á umrćddum tíma verđi spjallađ viđ fugla á borđ viđ mig og Sigga Lee Lewis.
Fćreyingar og fleiri sem ná ekki útsendingu Útvarps Sögu í útvarpi geta hlustađ á hana á netinu, www.utvarpsaga.is.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2008 | 13:15
Međ sína bestu plötu í farteskinu
Poppstjarnan sívinsćla, Herbert Guđmundsson, hefur sem kunnugt er tekiđ kristna trú og er farin ađ bođa fagnađarerindiđ í viđtölum í fjölmiđlum og í Keflavíkurkirkju. Hebbi er ekki beinlínis ađ predika í Keflavíkurkirkju heldur ćtlar hann ađ flytja tvö lög og segja frá reynslu sinni af ţví hvernig hann snérist til kristni og frelsađist frá vímuefnum og sígarettum.
Veriđ er ađ rađa nýrri plötu međ kappanum í hillurnar ţessa dagana. Ţetta er hans fyrsta plata til fjölda ára. "Spegill sálarinnar" heitir hún. Ég hef heyrt hana og votta ađ ţar er um bestu plötu meistarans ađ rćđa til ţessa. Hún er uppfull af sterkum lögum međ grípandi "sing-a-long" viđlögum og öflugum, vönduđum röddunum og allt upp Gospelkór Reykjavíkur.
![]() |
Herbert predikar í Keflavíkurkirkju |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 1.10.2008 kl. 21:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)