Fćrsluflokkur: Tónlist
30.9.2008 | 04:30
Ljúf plata fyrir rómantíska
Ég rakst á gamlan kunningja í gćr, gleđigjafann André Bachman (til ađ leiđrétta útbreiddan misskilning ţá var hann ekki einn brćđranna í Bachman Turner Overdrive). André stakk ađ mér árituđum disk međ sér, "Međ kćrri kveđju". Hún inniheldur 12 dćgurperlur sem gleđigjafinn flytur af ljúfmennsku í rómantískum kokteilmúsíkstíl. Ţetta eru lög eins og "Án ţín" eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, "Tondeleyó" eftir Sigfús Halldórsson og Tómas Guđmundsson, "Brostu (ţótt margt ţig angri)" eftir Chaplin međ texta eftir Ţorstein Eggertsson og "Ég er kominn heim" sem Bubbi og Björn Jörundur sendu nýveriđ frá sér.
Ég ćtla ađ skrifa ítarlegri umsögn um plötuna ţegar ég hef hlustađ oftar og betur á hana.
Gćlunafniđ Gleđigjafinn hefur fests viđ André Bachman. Frá ţví ég kynntist honum fyrst fyrir aldarfjórđungi hefur hann stöđugt veriđ ađ gleđja: Stađiđ fyrir jólaskemmtunum Barnaspítala Hringsins og Jólahátíđ fatlađra, stađiđ fyrir hljómleikum og plötuútgáfu til styrktar Sjálfsbjörgu og Styrktarfélagi vangefinna. Ţannig mćtti áfram telja.
Platan "Međ kćrri kveđju" fćst í öllum verslunum Olís.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2008 | 23:24
Áhugaverđ blađagrein
Á baksíđu Lesbókar Morgunblađsins í dag er ađ finna áhugaverđa og forvitnilega grein undir fyrirsögninni "Hvađ er svona merkilegt viđ ţennan Megas?". Ţar veltir Arnar Eggert Thoroddsen fyrir sér hvort allar ţćr plötur sem jafnan tróna efst á listum yfir bestu plötur íslenskrar dćgurlagasögu eigi ţar heima ef betur er ađ gáđ.
Ţetta er virkilega skođunarverđ umrćđa. Mér vitanlega hafa svona vangaveltur um bestu íslenskar plötur ekki áđur veriđ skođađar. Gaman vćri ađ heyra ykkar viđhorf.
Til gamans set ég hér lista yfir bestu plöturnar sem birtist í Rokksögu Íslands, Eru ekki allir í stuđi?, í samantekt Dr. Gunna:
1. Sigur Rós: Ágćtis byrjun
2. Björk: Debut
3. Megas & Spilverk ţjóđanna: Á bleikum náttkjólum
4. Stuđmenn: Sumar á Sýrlandi
5. Trúbrot: Lifun
6. Bubbi: Ísbjarnarblús
7. Utangarđsmenn: Geislavirkir
8. Stuđmenn & Grýlurnar: Međ allt á hreinu
9. Bubbi: Kona
10. Sykurmolarnir: Life´s Too Good
![]() |
Bubbi hefur gert betur en á Konu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 28.9.2008 kl. 02:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
21.9.2008 | 17:12
Skúbb! Fćreysk tónlistarhátíđ
Fyrstu helgina í október verđur haldin viđamikil fćreysk tónlistarhátíđ á Stokkseyri. Fjöldi helstu fćreyskra hljóđfćraleikara, söngvara og hljómsveita munu trođa upp. Ţar á međal verđa djasshljómsveitin Yggdrasil undir forystu píanistans Kristian Blak, ţjóđlagahljómsveitin Kvönn međ fiđlusnillinginn Angeliku Nielsen í fararbroddi og rokksveitin Búdam.
Eivör og Kári Sverrisson hafa skipst á ađ syngja međ Yggdrasil. Ég veit ekki hvort ţeirra sér um sönginn í ţetta skiptiđ. Búdam hefur veriđ líkt viđ blöndu af Tom Waits og Nick Cave.
Ég reyndi ađ finna á netinu eitthvađ um ţessa fćreysku tónlistarhátíđ á Stokkseyri. Án árangurs.
Plötur međ Yggdrasil, Kvönn og Búdam fást í versluninni Pier í glerturninum viđ Smáratorg - og eflaust víđar. Í Pier var líka ađ koma ný sending af tveimur plötum Viking Bands saman á einni geislaplötu.
Í tónspilaranum á www.bless.blog.is eru nokkur lög međ Búdam.
Á www.myspace.com/angelikanielsen eru nokkur lög međ Angeliku Nielsen.
Á www.kristianblak.com er heilmikill fróđleikur um Yggdrasil.
Efsta ljósmyndin er af Búdam. Fyrir neđan eru myndir af Angeliku Nielsen (til vinstri) og Yggdrasil.
Tónlist | Breytt 22.9.2008 kl. 11:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
14.9.2008 | 23:06
Viđamiklar upplýsingar um Tý og vćntanlega hljómleikaferđ hljómsveitarinnar til Íslands
Hér fyrir neđan eru ítarlegar upplýsingar um hljómleikaferđ fćreysku víkingarokkaranna í Tý til Íslands fyrstu helgina í október. Jafnframt fylgja góđar upplýsingar um hljómsveitina og hlekkir yfir á myndbönd hennar. Ţessar upplýsingar eru teknar saman af Ţorsteini Kolbeinssyni. Hann hefur veg og vanda ađ hljómleikum Týs:
Týr sló í gegn hérlendis fyrir allnokkrum árum međ laginu Ormurinn langi. Mun sveitin spila hérna á ţrennum tónleikum, einum á Akureyri og tveimur í Reykjavík, ţar af stórtónleikum á NASA.
Sveitin hefur aldeilis stćkkađ sinn ađdáendahóp síđan viđ heyrđum síđast frá ţeim og strax eftir ţessa Íslandsheimsókn munu drengirnir halda á brott á túr um Evrópu međ ekki ómerkari böndum en Hollenthon (Austurríki), Alestorm (Skotlandi) og Svartsot (Danmörku) en Týr verđur
ađalnúmeriđ ţar.
Ţađ hefur veriđ ótrúlega gaman ađ fylgjast međ uppgangi ţessarar sveitar frá ţví hún kom hingađ síđast. Međ ţriđju plötu sína í farteskinu, Ragnarök, komst sveitin á samning viđ evrópskt útgáfufyrirtćki sem í kjölfariđ endurútgaf eldri útgáfur sveitarinnar (How Far to Asgaard og Eric The Red) og ţá fóru hjólin ađ snúast fyrir alvöru. Sveitin varđ ć tíđari gestur á hinum ýmsu tónleikaferđalögum sem kristallađist í ţví ađ sveitinni bauđst til ađ spila á hinni virtu Wacken Open Air ţungarokkshátíđ í Ţýskalandi í fyrra. Slík var eftirvćnting fyrir ţá tónleika ađ tónleikasvćđiđ trođfylltist og urđu margir frá ađ hverfa.
Eftir ţessu var tekiđ og bauđ sćnska víkingametalsveitin Amon Amarth sveitinni ađ slást í för á stórri tónleikaferđ ţeirra um Evrópu ţá um haustiđ.
Ţađ sem hefur svo veriđ ađ gerast hjá sveitinni í ár hefur engan endi ćtlađ ađ taka ţar sem hver risa túrinn á fćtur öđrum hefur bođist drengjunum. Í byrjun vors hélt sveitin á risatúr undir nafninu
Paganfest (međ ekki ómerkari sveitum en Ensiferum, Korpiklaani, Turisas, Moonsorrow og Eluveitie) sem spannađi bćđi Evrópu og Bandaríkin.
Í júní hélt sveitin á 2 vikna túr um Austur-Evrópu en ţađ sem gerir ţetta sumar einna hvađ merkilegast er ađ sveitin hefur spilađ á ótrúlega mörgum stórum metalfestivölum í Evrópu: Tuska í Finnlandi, Bang Your Head, Party San Open Air og Summer Breeze í Ţýskalandi, Bloodstock í Bretlandi og einnig nokkrum minni eins og Rock Harz Open Air í Ţýskalandi, Metal Heart í Noregi og Metal Show í Lettlandi.
Sveitin hefur skapađ sér sess fyrir ađ flytja ýmis ţjóđleg kvćđi og vísur frá Norđurlöndunum og setja ţau í ţungarokksbúning. Á nýjustu plötunni, sem heitir einfaldlega Land, taka ţeir íslenska lagiđ Ćvi mín er eintómt hlaup eftir Brennivíni, gamla vísu sem birtist á útgáfu frá kvćđamannafélaginu Iđunni fyrir allnokkru síđan. Á plötunni heitir lagiđ einfaldlega Brennivín en í allt syngja ţeir á fjórum tungumálum á plötunni (íslensku, ensku, fćreysku og norsku).
Eftir fjögurra ára fjarveru frá Íslandi er löngu kominn tími á ađ frćndur okkar heimsćki okkur aftur en tónleikar ţeirra verđa sem hér segir:
- Föstudaginn 3. október heldur sveitin í víking til Akureyrar og spilar á Grćna Hattinum ásamt m.a. Hvanndalsbrćđrum og Disturbing Boner.
- Laugardaginn 4. októberverđur slegiđ upp til heljarinnar veislu á Nasa, ţar sem sveitin mun nýta fulltingis m.a. Mammút og Severed Crotch.
- Sunnudaginn 5. októberverđa svo tónleikar fyrir alla aldurshópa í Hellinum TŢM.
- Ađ auki verđa Týr gestir í Popplandi á Rás 2 föstudaginn 3. október, ţar sem búast má viđ einhverjum tónum frá ţeim.
Nánar um tónleikana:
Föstudagur 3. október
Grćni Hatturinn á Akureyri
Húsiđ opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miđaverđ: 1500
Forsala ađgöngumiđa í Pennanum Akureyri.
Aldurstakmark: 18 ár
Hljómsveitir:
Týr
Disturbing Boner
Finngálkn
Provoke (áđur Sepiroth)
Hvanndalsbrćđur
Laugardagur 4. október
Nasa viđ Austurvöll, Reykjavík
Húsiđ opnar - byrjar: 21:00 - 22:00
Miđaverđ: 2300 (endilega mćta međ pening í beinhörđum)
Aldurstakmark: 20 ár
Hljómsveitir:
Týr
Severed Crotch
Mammút
Dark Harvest
Perla
Sunnudagur 5. október
Hellirinn í Tónlistarţróunarmiđstöđinni TŢM Hólmaslóđ, Reykjavík
Húsiđ opnar - byrjar: 18:00 - 18:30
Miđaverđ: 1500 (endilega mćta međ pening í beinhörđum - enginn posi á
stađnum)
Aldurstakmark: Ekkert
Hljómsveitir:
Týr
Gone Postal
Trassar
Hostile
Palmprint in Blood
Heimasíđur hljómsveitarinnar:
http://www.tyr.net
http://www.myspace.com/tyr1
Video:
Sinklars Visa af Land
http://www.youtube.com/watch?v=0I1geB7U5VI
og lagiđ sem byrjađi ţetta allt saman: Ormurin Langi af How Far to Asgaard
http://uk.youtube.com/watch?v=vtjksfgCp0I
Live video:
Ramund hin unge af Eric the Red - Live at Wacken
http://uk.youtube.com/watch?v=oo7OE7Xd8Kw
Allar plötur Týs fást í húsgagnaversluninni Pier í glerturninum viđ Smáratorg - og eflaust í einhverjum plötubúđum.
Tónlist | Breytt 15.9.2008 kl. 03:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2008 | 15:00
Hvađ er skallapopp?
Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ henda reiđur á ţeim nöfnum sem notuđ eru til ađ skilgreina króka og kima músíkur. Međal annars hefur hent ađ fólk skilgreini skallapopp ranglega sem eitthvađ er snýr ađ aldri eđa útliti poppara. Ţess vegna er brýn ástćđa til ađ árétta hvađ skallapopp er. Til ađ átta sig betur á ţví er ágćtt ađ ţekkja forsöguna:
Á seinni hluta sjöunda áratugarins og fyrri hluta ţess áttunda var mikil gerjun og gróska í rokkmúsík. Ekki síđur á Íslandi en í nágrannalöndunum. Hljómsveitir eins og Trúbrot, Náttúra, Óđmenn og margar fleiri lögđu metnađ sinn í ađ semja og spila framsćkna og nýstárlega tónlist. Sköpunargleđinni var gefinn laus taumur og hljómsveitirnar fundu sinn eigin hljóm.
Er leiđ ađ miđjum áttunda áratugnum fjarađi framsćkna bylgjan út á Íslandi. Í stađinn urđu áberandi ţau vinnubrögđ ađ popparar fóru ađ kráka (covera) gamla bandaríska popp- og sveitaslagara og gefa út međ ađkeyptum bulltextum á íslensku. Viđ flutninginn var stuđst viđ upprunalegu útsetningu laganna.
Ţarna var um steingelda iđnađarframleiđslu ađ rćđa, án andagiftrar og gróanda. Ţađ er ţetta fyrirbćri sem fariđ var ađ kalla skallapopp. Holdgerfingar skallapoppsins urđu HLH og Brimkló, samanber ţjóđsönginn Rćkjureggí sem Utangarđsmenn og fleiri sungu:
Ég er löggiltur hálfviti,
hlusta á HLH og Brimkló.
Ég er löggiltur öryrki,
lćt hafa mig ađ fífli...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
11.9.2008 | 13:00
11. sept
Í hugum margra er 11. september ekki venjulegur dagur. Ţetta er dagur sem margir eru međ hugann viđ og gleyma ekki. Ástćđan er sú ađ 11. september, nánar tiltekiđ í kvöld, heldur söngvaskáldiđ, söngvarinn, gítarleikarinn, leikarinn og mannréttindafrömuđurinn Hörđur Torfason sína árlegu hausttónleika í Borgarleikhúsinu.
Svo brá viđ ađ um leiđ og miđasala hófst ţá seldist upp á hljómleikana sem verđa klukkan 20.00. Vegna gífurlega mikillar eftirspurnar var brugđiđ á ţađ ráđ ađ bjóđa upp á aukahljómleika klukkan 22.15. Einhverjir örfáir miđar eru enn til á ţá. Miđana er hćgt ađ kaupa á www.midi.is og einnig í Borgarleikhúsinu.
Í nćsta mánuđi kemur út ćvisaga Harđar. Ţar mun margt forvitnilegt koma fram og líklegt ađ bókin muni keppa viđ bókina um Önnu á Hesteyri um áhugaverđustu bćkur ársins.
www.hordurtorfa.com
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
10.9.2008 | 00:14
Plötuumsögn
Titill: Black Diamond Train
Flytjandi: Hljómsveitin Boys in a Band frá Fćreyjum
Einkunn: **** (af 5)
Fyrir örfáum árum fóru fćreyskir vinir mínir ađ lofsyngja og hvetja mig til ađ kynna mér hljómsveitina Boys in a Band. Ţeir lýstu henni sem frábćrri hljómsveit í anda skosku dansrokksveitarinnar Franz Ferdinand. Ég varđ ekkert spenntur. Mér leiđist Franz Ferdinand. En sem áhugamađur um fćreyska músík varđ ég ađ kíkja á BIAB. Ţar reyndist vera komin fram á sjónarsviđ mjög öflug sviđshljómsveit, hreinlega ađ springa úr spilagleđi, krafti og bara flott hljómsveit í alla stađi. Blessunarlega ekki of lík Franz Ferdinand ţó músíkin sé fönkskotiđ dansvćnt rokk.
Ţađ kom ekki verulega á óvart ţegar BIAB sigrađi í öllum ţrepum alţjóđlegu hljómsveitakeppninnar Battle of the Bands og stóđ ađ lokum uppi sem sigurvegari í lokaúrslitakvöldinu í London. Mig minnir ađ verđlaunin hafi veriđ um 8 milljónir íslenskra króna.
Nú er frumburđur BIAB kominn út á plötu, Black Diamond Train. Spilagleđin skilar sér bćrilega. Hljómurinn er skemmtilega hrár. Lögin eru létt og grípandi. Hljóđfćraleikurinn er laus viđ sýndarmennsku og stćla. Ţađ er samspiliđ og "grúviđ" sem ráđa ríkjum. Allt flott og vel gert. Krafturinn er góđur. Músíkin er glađvćr en ágćtir textar á ensku eru ţunglyndari. Eins og áberandi er í fćreyskri músík eru textarnir biblíuskotnir.
Platan er heilsteypt en ekki einhćf. Smá kántrý-stemmning lćđist međ í stöku lagi og endar á rólegri og fallegri ballöđu, Baby Blue.
BIAB heldur hljómleika á Airwaves síđar í haust. Ég hvet fólk til ađ missa ekki af ţeirri skemmtan. Og einnig til ađ tékka á plötunni góđu. Viđ erum ađ tala um virkilega góđa plötu frábćrrar sviđshljómsveitar.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2008 | 14:46
Afmćlisbarn dagsins
Í Fréttablađinu í dag er fyrirsögn leiđarans "Mađur fólksins í landinu". Ég hef ekki ennţá gefiđ mér tíma til ađ lesa leiđarann en reikna međ ađ hann fjalli um afmćlisbarn dagsins, en í gćr varpađi ég fram spurningu um hver vćri afmćlisbarn dagsins. Vísbendingarnar sem ég gaf upp voru ţćr ađ viđkomandi verđi 45 ára í dag og sé eitt helsta söngvaskáld landsins. Spili á hljómborđ og syngi ţegar svo ber undir. Margir vinsćlustu söngvarar ţjóđarinnar hafi sungiđ lög hans inn á plötur og ennţá fleiri hafi sungiđ texta eftir hann.
Af 29 sem spreyttu sig á getrauninni höfđu ótrúlega margir rétt svar: Sverrir Stormsker er afmćlisbarn dagsins. Til hamingju međ afmćliđ, strákur!
Eftir undrabarniđ liggja međal annars:
Plötur:
"Hitt" er annađ mál, 1985.
Lífsleiđin(n), 1986.
Ör-lög, 1987.
Stormskers guđspjöll, (tvöfalt albúm), 1987.
Nú er ég klćddur og kominn á rokk og ról, (barnaplata), 1988.
Nótnaborđhald (frums. píanóverk), 1988.
Hinn nýi íslenski ţjóđsöngur, 1989.
Glens er ekkert grín, 1990.
Greatest (S)hits, (úrval 1), 1991.
Ör-ćvi, 1993.
Tekiđ stórt uppí sig, 1995.
Tekiđ stćrra uppí sig, 1996.
Best af ţví besta, (úrval 2), 2000.
There is only one, 2007.
Bćkur:
Kveđiđ í kútnum, (ljóđ), 1982.
Bókin (trébók í 7 eint.), 1983.
Vizkustykki, (ljóđ), 1991.
Stormur á skeri, (frums. málshćttir), 1993.
Međ ósk um bjarta framtíđ, (ljóđ), 1997.
Orđengill, (frums. nýyrđabók), 1997.
Hrollvekjur og hugvekjur (greinasafn), 2002.
Myndlist:
Samsýning á Gallerí Borg, 1993.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2008 | 20:42
Getraun - spreytiđ ykkur
Ein helsta íslenska poppstjarnan fagnar hálfnírćđisafmćli (45 ára) á morgun. Viđkomandi er í hópi fremstu söngvaskálda ţjóđarinnar og hefur unniđ mörg afrek á ţví sviđi. Mađurinn spilar líka á hljómborđ og tekur lagiđ ţegar ţannig liggur á honum. Margir af vinsćlustu söngvurum landsins hafa sungiđ lög hans inn á plötur og ennţá fleiri hafa sungiđ texta eftir hann.
Hver er mađurinn? Komdu međ tillögu út frá ţessum vísbendingum. Svariđ birti ég á morgun.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
30.8.2008 | 14:19
Fleiri leyndarmál á íslenskum plötum
Fréttablađiđ "skúbbađi" í gćr. Ţar var upplýst ađ Ásgeir Jónsson, best ţekktur sem söngvari Bara-flokksins, hafi sungiđ 12 raddir í handboltalaginu Gerum okkar besta eftir Valgeir Guđjónsson. Ástćđan var sú ađ upptaka á söng landsliđsins hafđi misheppnast og liđsmenn ţess komnir til útlanda. Ásgeir gerđi sér ţá lítiđ fyrir og hermdi eftir söng landsliđsmanna.
Ţetta er fjarri ţví í eina skiptiđ sem Ásgeir reddar málum á ţennan hátt. Í fyrravor upplýsti ég ađ Ásgeir söng hluta lagsins Seinasta augnablikiđ á plötu Bubba, Konu. Eftir ađ Bubbi söng lögin á plötunni fór hann í međferđ. Fyrir mistök ţurrkađist hluti af söng hans í Seinasta augnablikiđ út rétt áđur en platan var send til Englands í "masteringu". Ásgeir söng ţá ţennan kafla inn. Hann gerir ţađ svo vel ađ afar erfitt er ađ greina annađ en Bubbi syngi allt lagiđ.
Ásgeir er rosalega góđ eftirherma í söng. Hann fer létt međ ađ syngja alveg eins og David Bowie, Freddy Mercury, Bubbi og fleiri.
Takiđ eftir hvađ letriđ er flott á plötuumslagi Konu. Ástćđa ţess ađ ţađ er svona flott er ađ ég skrifađi ţađ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)