Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Byltingarkennd nýjung í kvikmyndatækni

thrividd.jpg 

  Sú tækni að áhorfandinn sjái kvikmynd í þrívídd er gömul og úrelt.  Það er áreiðanlega hálf öld eða eitthvað síðan menn áttuðu sig á því hvernig hægt væri að gera þrívíddarmyndir og koma þeim til skila með þar til hönnuðum gleraugum,  eða réttara sagt plastaugum.  Einhverra hluta vegna hafa frekar fáir kvikmyndaframleiðendur notfært sér þrívíddartæknina fyrr en á allra síðustu árum.

  Nú hafa japanskir uppfinningamenn fundið upp nýjung sem slær þrívíddartæknina út af borðinu.  Það er fjórvíddartækni.  Eina vandamálið sem á eftir að leysa er að einfalda gleraugnadæmið.  Eins og er þarf áhorfandinn að sitja með 4 gleraugu á nefinu til að sjá myndina í fjórvídd.  Ein gleraugu fyrir hverja vídd.

gleraugu_a.jpg


Þannig var það fyrir daga tölvunnar

 

tölvubrandari2

Fyrir daga tölvunnar:

-  Minni var eitthvað sem maður tapaði með aldrinum

-  Umsókn tengdist atvinnuleit

-  Prógramm var sjónvarpsefni

-  Lyklaborð var píanó

-  Vefur tilheyrði köngulóm

-  Vírus var flensa

-  Músamotta tilheyrði músahreiðri

  Það eru örfáar fleiri setningar þarna sem virka einungis á ensku.  Nema þið finnið flöt á að þýða þær þannig að þær virki á íslensku líka. 


Ekki er allt sem sýnist

leiðslur Aleiðslur Bleiðslur C

  Allar þessar leiðslur virðast vera eins og einhverskonar frumskógur.  Þær eru á sama svæði:  Á Indlandi.  Þær gegna veigamiklu hlutverki í þjónustu alnetsins (internetsins).  Ekki síst í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  En einnig út um alla Evrópu og víðar.  Mörg af helstu þjónustufyrirtækjum heims á sviði internetsins eiga allt undir þessum vírahrúgum.  Þegar bandarískur almenningur og evrópskur hringir í internet-þjónustu númer fer símtalið til Indlands.  Þar sitja við enda þessa vírafrumskógar ljúfir og þjónustuliprir Indverjar sem leysa úr öllum vandamálum varðandi internetið.  Þeir kunna þetta.  Og sá sem hringir heldur að hann sé að tala við bandaríska eða evrópska tölvusérfræðinga þar sem allar tölvutengingar eru snyrtilega jarðlagðar. 


Ljósmyndin af hræi Osama bin Laden er fölsuð!

  Fjölmiðlar,  allt frá breska dagblaðinu Gardian til þýska Spiegel,  hafa nú afhjúpað að ljósmyndin sem fjölmiðlum hafa birt og átti að sýna hræið af Osama bin Laden er fölsuð.  Hér má sjá myndina sem fjölmiðlar birtu í morgun:

Osama bin Laden A

  Þannig leit myndin út í Daily Mail.  Hér fyrir neðan er sýnt hvernig myndin var fölsuð:

Osama bin Laden B

  Nokkrum andlitsdráttum af Osama var blandað saman við ljósmynd af líki annars manns. 

  Hvers vegna "bandamenn" eða einhverjir aðrir standa svona að því að sýna fram á að Osama bin Laden sé dauður vekur upp einhverjar spurningar.  Ég er ekkert að draga í efa að kallinn sé dauður.  Enda hafa bæði bandaríska leyniþjónustan og ýmsir háttsettir annarsstaðar fullyrt ítrekað árum saman, alveg frá 2001, að Osama bin Laden sé dauður.  Ég hef alltaf trúað þeim.  Enda aldrei haft ástæðu til að gruna þá um ósannsögli eða annarskonar ónákvæmni.

.


mbl.is Sýndu bin Laden látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsælustu lög Bítlanna

  Á þriðjudaginn voru öll lög bresku Bítlanna,  The Beatles,  sett á iTunes.  Ég veit ekki hvað þetta iTunes er.  En svo virðist vera sem fólk með aðgang að tölvu og nettengingu geti sótt sér lög í gegnum þetta iTunes.  Sennilega þarf að borga eitthvað fyrir lögin.  Hvernig svo sem það allt saman er þá er gaman að skoða lista yfir hvaða lög Bítlanna njóta mestra vinsælda á iTunes.  Sá listi er dálítið gallaður.  Sum lög eru á fleiri en einum stað á listanum.  Ástæðan fyrir því er sú að þau lög er að finna á fleiri en einni plötu.  Hvert og eitt sæti fyrir sig gefur upp viðkomandi lag af aðeins einni plötu.

  Þannig er listinn:     

1   Hey Jude
2   Twist and Shout
3   Let It Be
4   Here Comes the Sun
5   Twist and Shout
6   Blackbird
7   In My Life
8   I Saw Her Standing There
9   Come Together
10  A Day In The Life
11  Hey Jude
12  Help!
13  Eleanor Rigby
14  I Am the Walrus
15  Let It Be
16  Lucy in the Sky With Diamonds
17  A Hard Day´s Night
18  Yesterday
19  Hey Bulldog
20  While My Guitar Gently Weeps
21  Yesterday
22  You´ve Got to Hide Your Love Away
23  Strawberry Fields Forever
24  Strawberry Fields Forever
25  With a Little Help From My Friends
26  In My Life
27  Norwegian Wood
28  Penny Lane
29  Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band
30  The Long and Winding Road
.
  Allar stóru plötur Bítlanna (17 talsins með safnplötum) fóru með það sama inn á "Topp 50" á iTunes.  Þar af 3 inn á "Topp 10":  Abbey Road,  "Hvíta albúmið"  og  Sgt.  Pepper´s...  Til viðbótar er heildarsafn Bítlaplatna,  The Beatles Box Set,  inni á "Topp 10" Þeir eru vinsælir þessir guttar.

Áríðandi skilaboð - þetta varðar ykkur öll!

  Eftirfarandi pistill er skrifaður af Finnboga Marinóssyni,  ljósmyndara,  og birtur hér með hans leyfi.  Þessi pistill á brýnt erindi til almennings og rík ástæða er til að vekja athygli á málinu og ná að kæfa bullið í Gunnari Guðmundssyni áður en þetta fer í algjört rugl.

finnbogiM

Fréttablaðinu þann 5. október birtist „frétt“ á blaðsíðu 2 undir fyrirsögninni „Sala á tónlist dregst saman um helming“. Sem áhugamaður og neytandi tónlistar vakti þessi fyrirsögn áhuga minn. Lestur greinarinnar setti mig hljóðan og í henni er alvarlegt mál einfaldað á svo ótrúlegan hátt að það má ekki hjá leggjast að svara.

 

Greinin byrjar á því að bera saman sölutölur á milli ára sem sýna glögglega að sala á tónlist hefur dregist saman. Þetta er staðreynd sem er ekki bundin víð Ísland.  Svo er talað um að á því ágæta ári 2002 hafi 26% landsmanna verið ADSL tengdir en 2008 sé hlutfalliðkomið í 94%.  Þá er vitnað í Gunnar Guðmundsson framkvæmdasjóra flytjanda og hjómplötuframleiðanda að ólöglegt niðurhal sé gríðarlegt vandamál. Hann segir: við sjáum það bara í sölutölum  að það er erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólögleglu niðurhali.  Svo talar hann um að tónlistarfólk verði að fá greitt fyrir vinnu sína og það þurfi að fá umræðu í gang um þessi mál (er það kannski markmið fréttarinnar ?). Gunnar bætir ennfremur við að: „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist og hann talar um að það þurfi að fá stjórnvöld að borðinu.

Þá er vitnað í Björn Sigurðsson framkvæmdastjóra Senu. Íslensk tónlist sækir í sig veðrið en ... erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður. Niðurlag fréttarinnar er svo „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg.

 

Vissulega er niðurhal vandamál. En að gera niðurhal eitt ábyrgt fyrir samdrætti á sölu á erlendi tónlist er fráleitt og að draga fram tölur um hlutfall þeirra sem voru og eru ADSL-tengdir er spaugilegt.

Samdráttur í sölu á erlendri tónlist er margþættur. Fyrst má nefna að Gæði tónlistinnar eru ekki þau sömu og þau voru og má það rekja til græðgi útgefenda sem eltast við skyndagróða frekar en að gefa tónlisarmönnum tíma til að þróast og finna sinn tón líkt og finna má dæmi um í poppsögunni.  Þar má nefna Bruce Springsteen til sögunnar. Fyrstu 2 plöturnar voru ekki upp á marga fiska og það var ekki fyrr en á þriðju plötu sem hann springur út og blómstrar. Plötur hans hafa síðan haldið áfram að seljast löngu eftir að þær koma fyrst út. Þetta kallast á fagmáli að búa til back catalog en fæstir af þeim tónlistarmönnum sem hljómplötuútgefendur hafa verið að fóstra undanfarna tvo áratugi geta státað af því að hafa byggt upp back catalogsem er einhvers virði.

Í öðru lagi má nefna verð. Útgefendur hafa skotið sig í fótinn við háls að verðleggja tónlist úr öllum takti við þann kostnað sem hlýst af framleiðslu og þetta er búið að leggja þung lóð á þá vogarskál sem hefur fælt fólk frá því að kaupa tónlist. Þá hafa þeir sem flytja inn tónlist sýnt ótrúlega takta í verðlagingu.  Ég man eftir því að hafa spurst fyrir um það hjáSenu hvers vegna plata sem var seld í útgáfulandinu sem mid price væri seld á verði tvöfaldrar plötu á Íslandi og svarið sem ég fékk var á þá veru að það væri verið að hífa upp álagninguna.

Það hefur ekki hjálpað sölu á erlendri tónlist að vöruúrval hennar hefur verið mjög takmarkað. Þegar neytandinn gengur inn í plötubúð og finnur ekki það sem hann leitar að gerist eitt af tvennu: Hann finnur vöruna annarstaðar, í netverslun, eða þá hleður henni niður ólöglega.

Í þriðja lagi skal nefna netverslun. Er hún með í þessum innfluttingstölum? Líklega ekki fyrst það er ekki minnst á hana í fréttinni.  En ég þori að hengja mig upp á að hún hefur aukist a.m.k. til samræmis við fall í sölutölum hjá Senu. Það má líka í framhaldi af þessu spyrja hver sé hin raunverulegi innflytjandi á tónlist á Íslandi? Ég ætla að fullyrða að það sé ekki hljómplötuinnflytjendur eins og þeir kalla sig heldur almenningur. Fólk sem ekki reynir lengur að finna það sem það hefur áhuga á í Íslenskri plötubúð vegna þess að þar er því er ekki sinnt.

Ásamt lélegu vöruúrvali þá hefur það ekki hjálpað hljómplötusölu að boðið hefur verið upp á lélega þjónustu í Íslenskum plötubúðum og þeir sem hafa heimsótt plötubúiðir reglulega geta allir sagt sögur af illa upplýstu starfsfólki sem hefur átt það eitt sem haldreipi að finnist það ekki í tölvunni finnist það alls ekki. Svo ekki sé talað um flokkun, en í mörg ár fylgdist ég með ,,Stranglers(rokk)plötunni The ,,Gospel According to the Men in Black í Gospel rekkanum. Engin furða að sá sem leitaði að henni finndi hana ekki og ekki seldist hún þarna. Þrátt fyrir nokkar ábendingar fékk platan að sitja þarna óáreitt fyrir áhugasömu og vel upplýstu starfsfólki.

 

Það er búið að vera ákaflega niðurdrepandi að vera neytandi á erlenda tónlist á Íslandi undanfarna tvo áratugi. Þrátt fyrir að vera búinn að vera ADSL tengdur frá 2001 þá hefur undirritaður aldrei hlaðið niður tónlist. Hann hefur spilað tónlist sem var hlaðið niður ólöglega en í öllum tilfellum hefur óþvolinmæði ráðið för tónlistin var ekki komin til landsins á löglegu formi en spennan fyrir því að heyra var öllu öðru sterkara.

Þá veltir fréttin því upp að Íslensk tónlist seljist vel. Ég held reyndar að hún hafi aldrei selst eins vel enda er rekinn mikill áróður fyrir henni í fjölmiðlum með slagorðum á borð við fyrst og fremst í Íslenskri tónlist. Er hér ekki verið að stilla þeirri íslensku upp á móti þeirri erlendu, í stað þess að sjá þetta sem einn pott?

 

Það er rétt að tónlistarmenn þurfi að fá greitt fyrir sína vinnu rétt eins og allir aðrir. En mig langar til að benda á að á undaförnum árum hafa ungir tónlistarmenn í síauknum mæli komið fram á sjónarsviðið og sagt að núna sé ekkert mál að taka upp tónlist heima hjá sér og dreifa henni svo á netinu. Er þetta sami hópurinn og vill svo fá greitt fyrir sína vinnu eða eru til tveir eða fleiri hópar?

Í fjórða lagi má nefna umbúðir. Þær selja. Því eigulegri sem hljómdiskurinn er því líklegri er hann til þess að selja. Þetta hafa erlendu plötuútgáfunar áttið sig á og við erum hægt og rólega að sjá þá finna þolmörkin hjá kaupendum, en nýjasta endurútgáfan á David Bowie plötunni ,,Station to Station slær öll fyrri met. Þar er platan endurútgefin sem 3 LP plötur 4 geisladiskar og 2 DVD diskar ásamt ýmsu öðru dóti. Mér er ekki ljóst hvaða stefna ræður ríkjum hjá þeim sem flytja inn erlenda tónlist til Íslands en ég veit fyrir víst að þeir hafa ekkert gert til að benda á og kynna allar þær fjömörgu og flottu útgáfur sem hafa verið að koma út undanfarin ár og ég veit að ættu erindi til fólks sem hreinlega veit ekki af þeim.

Gunnar kallaði eftir aðkomu ríkisins í fréttinni . Í því sambandi langar mig til aðrifja upp herferð sem var í gangi um miðjan áttunda áratuginn - Home Taping Is Killing Music. Þessi herferð kallaði eftir því að fólk hætti að taka upp tónlist á kassettur (man einhver eftir þeim?) enda væri slíkt að kæfa smásölu. Þetta hafði þau áhrif hér að ríkið kom að borðinu með því að leggja skatt á kassettur, og í dag óskrifaða geisladiska, sem rennur hvert? Jú, til hljómplötuframleiðenda. Þegar við kaupum óskrifaðan geisladisk í dag sem við síðan notum til að setja ljósmyndirnar okkar á, borgum við skatt til hljómplötuframleiðenda! Hvers vegna? Er Gunnar að kalla eftir einhverju slíku?

Að lokum. Hvers vegna ætti niðurhal að koma frekar niður á tónlist en t.d. bíómyndum. Þegar myndbandið ruddi sér braut þá var því spáð að kvikmyndahús ættu skammt eftir ólifað. Hvað hefur gerst? Í dag er okkur seld sama bíómyndin 4 sinnum. Fyrst kemur hún í bíó svo á leiguna og svo til sölu á mynddisk og að lokum getum við keypt tölvuleikinn. Hljómplötuiðnaðurinn skaut sig líklega til ólífs þegar hann fór í vörn gegn sinni eigin sköpun; geisladisknum og stafrænum upplýsingum. Í stað þess að leyfa sölu á einstaka lagi og eða heilu plötunum í verslunum hefur markaðurinn gert það sem honum finnst auðveldara valið aðra leið.

 

P.s.

 

Gunnar og Birgir ættu kannski að kynna sér þetta umhverfi allt betur og til að hjálpa vil ég benda þeim á ágætan lestur á bókinni Last Shop Standing eftir Graham Jones.


Lokað fyrir aðgang Ólafs F. að tölvugögnum sínum

ólafurfriðrikmagnússon 

   Borgarfulltrúar sem náðu ekki kjöri 29. maí láta formlega af embætti núna 12.  júní.   Þeirra á meðal er Ólafur F.  Magnússon,  fyrrverandi borgarstjóri.  Í gær ætlaði hann að sækja gögn úr tölvunni sinni með netpósti sínum í borgarstjóra- og borgarfulltrúatíð sinni.  Þá kom í ljós að búið er að loka fyrir aðgang hans að þessum gögnum.  Skýringin virðist vera sú að "mistök" hafi verið gerð á skrifstofu núverandi borgarstjóra,  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  "Mistökin" hafa ekki verið leiðrétt.  Ólafur F.  nær ekki tölvugögnum sínum. 

  "Mistökin" koma Ólafi F.  ekki á óvart.  Hann er löngu vanur "hrekkjum" Hönnu Birnu þegar hún er í "stríðnistuði".


Grallaragangur á Fésbók

  Í gær barst mér njósn af furðulegri síðu á Fésbók.  Síðan ber yfirskriftina  "Nei,  nú hringi ég í Jens".  Í  "haus"  hennar er ljósmynd af mér.  Sú sama og hér á þessari bloggsíðu.  Í skilaboðakerfi síðunnar fylgir myndin jafnframt skilaboðum frá þeim sem halda um stjórnvöl síðunnar:  http://www.facebook.com/#!/pages/Nei-nu-hringi-eg-i-Jens/287639844796?ref=nf .

  Síðan er mér algjörlega óviðkomandi.  Engu síður hef ég gaman af.  Ekki síst vegna þess að nokkrum klukkutímum eftir stofnun síðunnar voru skráðir aðdáendur hennar orðnir yfir 2300.  Sjálfur er ég ekki með nema rúmlega 1300 skráða Fésbókarvini sem hafa safnast á meira en hálfu ári.  Þannig að þetta er allt hið undarlegasta dæmi.

  Kann einhver hér á það hvernig hægt er að finna út hver stofnar svona síðu?

 


Færeyski vinsældalistinn

  Það væri gaman að koma lagi með íslenskum flytjanda inn á færeyska vinsældalistann.  Í framhaldi af vangaveltum um það fór ég að skoða vinsældalistann og hvernig staðið er að atkvæðagreiðslu á honum.  Þá kom í ljós að mér tekst ekki að skrá nein lög í númeruð sæti heldur einungis aukalög. 

  Þið sem hafið þekkingu á tölvutækni:  Getur verið að hægt sé að "blokkera" þátttöku utan Færeyja í þessari atkvæðagreiðslu?  Eða tekst ykkur að skrá lög í númeruðu sætin?  Slóðin er http://www.kringvarp.fo/15bestu/atkvodur.asp


Hversu snjall/snjöll ertu? Spreyttu þig á skemmtilegri þraut

a14a15

  Það hefur ekkert verið átt við myndirnar af þessu húsi,  hvorki í fótósjopp tölvuforriti eða á annan hátt.  Það voru ekki heldur notaðar neinar linsur eða filterar á myndavélina til að bylgja og brengla myndina.  Húsið er svona.  En hvaða tækni var notuð sem setur þessa lögun á húsið?  Spreytið ykkur.  Leyndarmálið verður upplýst klukkan 11 í kvöld.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband