Ljósmyndin af hræi Osama bin Laden er fölsuð!

  Fjölmiðlar,  allt frá breska dagblaðinu Gardian til þýska Spiegel,  hafa nú afhjúpað að ljósmyndin sem fjölmiðlum hafa birt og átti að sýna hræið af Osama bin Laden er fölsuð.  Hér má sjá myndina sem fjölmiðlar birtu í morgun:

Osama bin Laden A

  Þannig leit myndin út í Daily Mail.  Hér fyrir neðan er sýnt hvernig myndin var fölsuð:

Osama bin Laden B

  Nokkrum andlitsdráttum af Osama var blandað saman við ljósmynd af líki annars manns. 

  Hvers vegna "bandamenn" eða einhverjir aðrir standa svona að því að sýna fram á að Osama bin Laden sé dauður vekur upp einhverjar spurningar.  Ég er ekkert að draga í efa að kallinn sé dauður.  Enda hafa bæði bandaríska leyniþjónustan og ýmsir háttsettir annarsstaðar fullyrt ítrekað árum saman, alveg frá 2001, að Osama bin Laden sé dauður.  Ég hef alltaf trúað þeim.  Enda aldrei haft ástæðu til að gruna þá um ósannsögli eða annarskonar ónákvæmni.

.


mbl.is Sýndu bin Laden látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Myndirnar eru ekki einu sinni af líkum - og myndirnar sem eiga að sýna lík eru ekki af sama manninum ein af þrem er af öðrum - það sést strax.

Benedikta E, 2.5.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Myndin kom ekkert frá Bandarískum stjórnvöldum. Hún er a.m.k. tveggja ára.

Matthías Ásgeirsson, 2.5.2011 kl. 20:52

3 identicon

Þjáðist hann ekki af nánast banvænni nýrnabilun fyrir ca. 10 árum og var ekki spáð löngu lífi

Ari (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:08

4 identicon

Þegar verið er að skoða glæpi, þá er alltaf leitað að "motive".  Menn sem hafa "motive", eru alltaf tilbúnir að ljúga.  Menn með "sannfæringu", eru alltaf blindir fyrir sannleikanum.

Hvorutveggja að ofan, lýsir bandamönnum í dag ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þessi mynda brella ekki, eins og aðrar samsæriskenningar, unnin aftur á bak?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2011 kl. 21:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1163689/

Sjá athugasemd kl. 12:21

Matti vantrúður. Hvar birtist myndin fyrir 3 árum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2011 kl. 21:54

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

2 árum, ok.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.5.2011 kl. 21:55

8 Smámynd: Jens Guð

  Benedikta,  þetta er rétt hjá þér.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 22:42

9 Smámynd: Jens Guð

  Matti,  takk fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 22:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Ari,  jú,  í eitt af þeim skiptum sem hann dó var það einmitt vegna nýrnabilunar.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 22:43

11 Smámynd: Óli minn

Isss, það verða allir búnir að gleyma því að hann sé dauður eftir svona átta mánuði. Svo verður hann drepinn aftur á næsta ári. Þannig virkar þetta.

ps. Ég er búinn að lesa athugasemd Benediktu átján sinnum og skil hana ekki enn. Er ég svona dúmm eða hefði verið hægt að orða það sem hún er að segja einhvern veginn öðruvísi?

Óli minn, 2.5.2011 kl. 23:05

12 Smámynd: Jens Guð

  Bjarni Örn,  það er sitthvað til í þessu hjá þér.

Jens Guð, 2.5.2011 kl. 23:55

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég segi eins og Kæri Óli...ég las athugasemd Benediktu nokkrum sinnum og byrjaði þá að svima og fékk síðan hausverk og loks fór ég að efast um að ég væri til.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 05:25

14 identicon

Hugsanlega notaði Bin Laden svona mikið Bótox..

DoctorE (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 07:46

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Motívið er auðvitað að Obama þurfti eitthvað áþreyfanlegt í vondri stöðu heima fyrir, og hvað er þá betra en að drepa Ósama enn einu sinni,

Og þeir með sannfæringuna dansa á götum úti eins og villimenn. 

Þetta er rétt Bjarne, á hvaða atilveru stigi eru bandaríkjamenn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 08:38

16 identicon

Ásthildur - að mínu mati eru þeir á sama tilverustigi, og þeir sökuðu nasista fyrir að vera á.  Ég ætla mér að hlusta á Leonid Cohen í dag ... "First we take Manhattan", og síðan á "Democracy".  Síðan er ég að hugsa mér að grafa upp ritið sem Efnahagsfræðingurinn skrifaði, sem var gerður útlægur í Bandaríkjunum fyrir að segja að Bandaríkin væru Róm nútímans.  Er einhver sem man nafnið á honum?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 08:52

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hef mínar upplýsingar t.d. héðan

http://www.guardian.co.uk/world/2011/may/02/osama-bin-laden-photo-fake

"The bloodied image of a man with matted hair and a blank, half-opened eye has been circulating on the internet for the past two years. It was used on the front pages of the Mail, Times, Telegraph, Sun and Mirror websites, though swiftly removed after the fake was exposed on Twitter.

It appears the fake picture was initially published by the Middle East online newspaper themedialine.org on 29 April 2009, with a warning from the editor that it was "unable to ascertain whether the photo is genuine or not"."

Matthías Ásgeirsson, 3.5.2011 kl. 08:58

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, þeir eru ekki betri en slátrarar þriðja ríkisins, enda eina þjóðin sem notað hefur kjarnorkuvop á saklausa borgara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 09:29

19 identicon

En hvað með Gudda, hornstein íslands: Samkvæmt biblíu þá drap hann nokkrar milljónir... afhverju er okkur svona illa við Bin Laden en ekki Gudda... úps gleymdi hinum fölsku mútum um eilífi líf í lúxus...

;)

doctore (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 12:20

20 identicon

Bandarísk stjórnvöld gáfu EKKI þessa mynd út!!!! Hún er ELDGÖMUL!!

CrazyGuy (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 14:37

21 identicon

doctore

Við erum ekki mikið fyrir Gudda, flestir "kristnir" íslendingar eru agnostic í anda... Ég hef enn ekki hitt strangtrúaðan Íslending sem heldur fast í biblíunna og trúir á Guð biblíunnar og ég hef hitt marga presta... Þetta er bara fólk sem heldur í hefðir, ekkert meira en það.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 14:42

22 identicon

"Eina þjóðin sem hefur notað kjarnorkuvopn á saklausa borgara." Má maður spyrja hvað gæti hafi gerst ef BNA hefði þurft að gera hefðbundna innrás í Japan til að knýja keisaran til uppgjafar? Bendi á bardaga á eyjum á borð við Okinawa og Iwo Jima til samanburðar. Hvernig væri líka að lesa aðeins um sögu Japana sjálfra, og þeirra framgöngu í Kyrrahafinu og í Kína?

Svo lætur fólk eins og BNA séu eina þjóðin í heiminum með slæma hluti í sinni samvisku, eins og engin önnur þjóð hafi gert og geri allt mögulegt til að sjá um hagsmuni sína... *allar* þjóðir hugsa fyrst um sig.

Hvað varðar Osama myndina þá hefur hún skotið upp kollinum hér og þar á netinu að minnsta kosti frá 2009, svo Obama skipaði ekki einhverri lélegri photoshop deild til að kukla hana upp í þessu tilefni.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 17:00

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að bera eitthvað saman við það að kasta kjarnorkusprengjum á saklaust fólk í Hiroshima og Nagasagi? Ekkert illvirki getur skákað því sem þar var gert.  Það fólk var saklausir borgarar börn og konur.

Ég veit reyndar um aðra helför bandamanna frá seinni heimstyrjöldinni, þegar þeir lögðu Pfhorsheim í rúst í  janúar 1945.  Drápu þar menn konur og börn í hefndarskyni fyrir að þar hafði verið starfrækt verksmiðja sem vann að varahlutum í stríðstól þjóðverja.  18. þúsund manns létu lífið þar fólk sem var ekki í stríði, heldur saklausir borgarar sem óvart áttu heima þar.  Síðar var gert manngert fjall úr húsarústunum þar og þar uppi eru myndir fyrir og eftir, skelfileg eyðilegging. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 18:08

24 Smámynd: Jens Guð

  Axel Jóhann,  svo virðist sem þessi mynd hafi verið mixuð fyrir 2 árum þegar Osama bin Laden var drepinn einu sinni sem oftar fyrir tveimur árum.

Jens Guð, 3.5.2011 kl. 21:41

25 identicon

Ásthildur. Ertu virkilega að fara út í stríðsglæpi seinni heimstyrjaldinnar?

http://en.wikipedia.org/wiki/Japanese_war_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/Soviet_war_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/German_war_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/Allied_war_crimes_during_World_War_II

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes#Croatian_perpetrated_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes#Italian_perpetrated_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes#Hungarian_perpetrated_crimes

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_war_crimes#Romanian_perpetrated_crimes

Það væri hægt að halda nánast endalaust áfram... þetta var *seinni heimsstyrjöldin.* Hversu mörgum fjöldamorðum, sprengjuárásum og öðru ógeði værir þú að telja upp, í skiptum fyrir Nagasaki og Hiroshima? Ég er ekki að skafa af hversu hræðilegar þær árásir voru fyrir mannkynið allt, en þær eru á sama tíma ekki verstu glæpirnir sem mannskepnan hefur framið á sjálfri sér.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 22:31

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Brynjar jamm svona erum við grimm þessar svokölluðu vitibornu manneskjur.  Málið er reyndar að aðeins bandaríkjamenn telja sig yfir aðra hafna og hafa rétt á að grípa inn í önnur lönd og ráða og stjórna, og til að fá önnur lönd með sér í þann hrylling.  Og hér erum við væntanlega ekki að tala um Vietnam og svoleiðis smáræði er það nokkuð?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 22:36

27 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Örn,  takk fyrir þín innlegg í umræðuna.

Jens Guð, 3.5.2011 kl. 23:35

28 identicon

Nei, Bandaríkjamenn eru *ekki* þeir einu sem telja sig yfir aðra hafna... Nasistar töldu sína leið hina einu réttu... Sovétmenn voru sammála um sína eigin speki. Kínverjar, Rússar, Bretar, Saudi-Arabar, Ísraelar og fleirri telja hver á eftir öðrum að þeirra markmið séu að hin réttu sjónarmið; við Íslendingar klöppum fyrir okkur sjálfum vegna svokallaðra dyggða en horfum á sama tíma framhjá okkar eigin glæpum, sem og annarra.

Eina málið er að sem stendur hafa BNA meiri völd en önnur ríki, og geta þar að leiðandi gripið inní eins og þú talar um, nákvæmlega eins og Bretar gerðu áður fyrr og Rómverjar á undan þeim. Ef einhver önnur þjóð hefði nú slík völd, þá væri hún sjálf alveg jafn fljót til að láta eins og Bandaríkjamenn gera (eitt upprennandi heimsveldi verandi Kína).

Eftir að hafa skrifað þetta, þá beinist gremja mín fyrst og fremst að mannkyninu, eftir sem áður.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 23:37

29 identicon

Ásthildur Cesil er dæmi um það sem hún telur Bandaríkjamenn vera ... þó hún hafi engan drepið er hennar skoðun sú eina rétta :)

Valdi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 07:30

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já er það Valdi? Hefur þú einhverar sannanir fyrir því eða ertu að dæma út frá því sem ég læt hér frá mér fara?

Og hvað er þú þá að gera hér?  Fullyrða? Dæma? Yfir aðra hafinn?  Það þarf ekki langlokur til að koma skoðunum sínum á framfæri, eins og þú gerir, ein setning er alveg nóg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 10:27

31 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Eða þá þriðja myndin er rétt, og hinar tvær fótósjoppaðar til að líkjast líki Osama.  Bara til að auka á vangavelturnar... 

Við getum altjént huggað okkur við það að manngarmurinn er annað hvort dauður eða mun drepast einhvern daginn, hvort sem það verður vegna krankleika, fyrir eigin hendi eða annarra. 

Það er eiginlega vonlaust að sanna eða afsanna nokkurn skapaðan hlut í dag, allt hægt að falsa á mjög sannfærandi hátt.  Ég er löngu hætt að trúa mínum eigin augum, enda gleymi ég iðulega gleraugunum heima og sé ekki rass hvort eð er.

Hjóla-Hrönn, 4.5.2011 kl. 12:01

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill besta lausnin í þessum málum Hjóla-Hrönn   Annar var Magus að segja hér annarsstaðar að vita væri að karlinn hafi verið dauður í 10 ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 12:22

33 identicon

Langlokur? Já, ég hef óbeit á hvernig ríkjum heimsins er ógerlegt að vinna almennilega saman, en ég þarf allavega ekki að einblína á augljósasta dæmið (BNA) sem eina djöfulinn á hnettinum. Að þurfa bara eina setningu til að "Fullyrða? Dæma? [þykjast vera] Yfir aðra hafinn?" dæmir sig sjálft, enda fórst þú sjálf, Ásthildur, út í dæmið með Pfhorzheim.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 16:00

34 identicon

Ég er einungis að benda á það Ásthildur að það sem þú segir kemur allveg eins út og þú segir hugsunarhátt þeirra vera og sést það vel á svarinu þínu, en einsog Brynjar bendir á þá eru það MARGAR þjóðir sem vinna svona, við tökum augljóslega betur eftir BNA afþví að þeir eru eru í okkar fréttaramma... 

Valdi (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 16:46

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef nokkrum sinnum heimsótt Pfhorsheim og farið upp á fjallið manngerða, hlustað á fólk sem var þar og lifði af skoðað myndirnar fyrir og eftir.  Það eru ekki fallegar sögur, en þetta fólk vissi nákvæmlega hvað það var að tala um.  Og þetta gleymist ekki.  Að vísu voru þetta Bandamenn svo það er á reiki hver sat í morðvélunum, en eigi að síður gerðist þetta og fólk verður bara að sætta sig við að "góðu" gæjarnir eru ekki alveg eins góðir og af er látið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 17:58

36 identicon

Það er einmitt málið: Að vera "góður" er afstætt og í raun þýðingslaust í þessari veröld.

Það er svo athyglisvert hvernig bloggið þegir sem þögul gröfin yfir þessari frétt: "Rússar felldu al-Qaedaleiðtoga," en allt leikur í ljósum logum yfir dauða Osama bin Laden, sem á sama tíma er líka dreginn svo mikið í efa.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:08

37 Smámynd: Jens Guð

  Nei,  segi bara svona,  þeir eru rétt að byrja að drepa hann aftur og aftur.  Það á eftir að drepa hann aftur og aftur með reglulegu millibili út þessa öld.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 00:00

38 Smámynd: Jens Guð

  Jón Steinar,  ég held að þetta sé gestaþraut hjá henni.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 00:02

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jens minn, aftur og aftur og þeir láta hann ekki einu sinni rísa upp á milli, eins og gert var við Ésús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 00:03

40 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#14),  það er vel hugsanlegt.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 00:09

41 identicon

Bandaríkjamenn hafa ekki birt neinar myndir ennþá a.m.k., en hins vegar eru margir þrjótar að nota tækifærið og þykjast hafa undir höndum myndir af líkinu, en sýkja tölvur fólks um leið og fölsuðu myndirnar eru skoðaðar.  Það er því varhugavert að vera leita að myndunum á netinu.

Sverrir H (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 09:07

42 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#15),  það er að minnsta kosti afskaplega heppilegt fyrir Hussein Obama að geta skreytt ferilsskrá sína núna með því að vera forsetinn sem felldi (eða lét fella) Osama.  Nú er Obama hylltur sem stríðshetja í Bandaríkjum Norður-Ameríku og rakar að sér fylgi og aðdáendum.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 21:09

43 Smámynd: Jens Guð

  Bjarne Örn (#16),  ég kann ekki nafnið á honum.  En það er stundum þægilegt að hlusta á Leonard Cohen.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 21:10

44 Smámynd: Jens Guð

  Matti (#17),  bestu þakkir fyrir þessa fróðleiksmola.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 21:11

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já segðu, afar heppilegt eftir allan niðurganginn undanfarið og allskonar blammeringar m.a. frá Trumpnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 21:14

46 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#18),  kjarnorkuárásirnar í Japan voru með því ógeðfelldasta af mörgu ógeðfelldu í stríðsrekstri á síðustu öld.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 21:58

47 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já mér finnst ekkert komast nálægt þeim skepnuskap reyndar.  En það er mín meining.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 22:01

48 Smámynd: Jens Guð

   DoctorE (#19),  mannstu eftir laginu með sænsku pönkkóngunum,  Ebba Grön,  "Hengjum guð" ?  Rökin voru svipuð og hjá þér.  Þorsteinn Eggertsson sagði eitt sinn að hann tryði á guð og það væri ekki Jens Guð.  Hehehe!  Það er öfugt hjá mér. 

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:03

49 Smámynd: Jens Guð

   Crazy Guy (#20),  Matthías Ásgeirsson hefur upplýst að myndin birtist fyrst á themedialine.org 2009.  Ég giska á að það hafi verið í samhengi við að Osama hafi þá verið drepinn í eitt af mörgum skiptum.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:06

50 Smámynd: Jens Guð

  Crazy Guy (#21),  hefur þú ekki hitt Gunnar í Krossinum og Snorra í Betel?

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:07

51 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar (#22),  þegar einhver stríðsglæpur er tilgreindur er ekki verið að sýkna alla aðra af stríðsglæpum.  Ekki fremur en ef til að mynda mútuþægni Árna Johnsen er nefnd að þá séu allir mútuþegar heims sýknaðir með það sama.  Svona túlkun gengur ekki.  Það sérðu ef hún er heimfærð yfir á aðra hluti.  Segjum ef hljómplata fær þá umsögn að hún sé vond þá hljóti það að þýða að allar aðrar plötur heims séu góðar. 

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:15

52 Smámynd: Jens Guð

  Valdi (#29),  þetta er ósanngjörn oftúlkun hjá þér á málflutningi Ásthildar Cesil.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:47

53 Smámynd: Jens Guð

  Hjóla-Hrönn (#32),  manngarmurinn er margdauður ef marka má yfirlýsingar þeirra sem við eigum að trúa.  Og sjálfsagt að trúa ennþá fleiru. 

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:49

54 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#39),  ég held að Osama hljóti að hafa risið upp frá dauðum af og til fyrst hægt er að úrskurða hann dauðann svona oft með nokkurra ára millibili.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:52

55 Smámynd: Jens Guð

   Sverrir H (#41),  það er ástæða til að undirstrika þetta:  Á fésbók eru í umferð einhverjir vírusar sem fara þar um eins og eldur í sinu.  Þeir eru kynntir sem myndir af hræinu af Osama bin Laden.  Það á að forðast allt slíkt og eyða um leið.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 22:56

56 Smámynd: Jens Guð

  Ásthildur Cesil (#45),  það er einn af góðu punktunum við nýjustu fréttir af dauða Osama bin Laden að þær hafa slegið rugludalla eins og Donald Trump út af laginu.  Gott ef ekki jafnvel ruglað furðulegri hárkollugreiðslu hans.  Kannski var það einmitt að hluta ástæðan með þessum fréttum af nýjustu en ekki síðustu aftöku á Osama.

Jens Guð, 5.5.2011 kl. 23:01

57 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.5.2011 kl. 00:03

58 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil (#39),  ég held að Osama hljóti að hafa risið upp frá dauðum af og til fyrst hægt er að úrskurða hann dauðann svona oft með nokkurra ára millibili

Jamm eins og Jesús.  Var hann ekki annars uppreisnarforingi sem sagði Elítunni stríð á hendur og var "tæknilega" krossfestur, og var síðan komið undan til Frakklands með heitmey sína Maríu Magdalenu?  Já svona eru sögurnar, þær koma aftur og aftur og aftur og aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.