Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.12.2011 | 01:11
Falskar nauðgunarkærur
Mér ofbýður að lesa á fésbók og víðar orðbragð fólks sem sakar 18 ára stúlku um falskæru til að ná sér í auðfenginn pening frá Gilz. Árlega koma inn á borð Stígamóta og systursamtaka þeirra í öðrum landshlutum (Aflið, Sólstafir) um 350 - 400 nauðgunarmál. Kærðri nauðgun fylgir langt og strangt erfitt ferli fyrir kæranda (og sakborning). Innan við 2% þessara mála enda með sakfellingu. Í sumum tilfellum er sakfellt í héraðsdómi en sýknað í Hæstarétti. Í mörgum tilfellum er kærandi metinn trúverðugur. En gegn neitun stefnda er niðurstaðan skilgreind orð á móti orði. Þó að framburður hans þyki misvísandi, reikull og ótrúverðugur.
Það eru meiri líkur fyrir stefnanda að vinna i bingói í Vinabæ en að fá pening fyrir kærða nauðgun. Þetta gera kærendur nauðgana sér ljóst. Þeirra afstæða ræðst oftar af því að koma þeim skilaboðum á framfæri að nauðgun sé glæpur og ekkert grín (öfugt við grínpistla um nauðganir).
Vissulega eru til dæmi um falskærur um nauðgun. Örfá. Kannski ein á ári eða svo og jafnan auðhrakin. Þar er yfirleitt um andlega veikar manneskjur að ræða. Er til dæmi um að á Íslandi hafi verið ranglega dæmt fyrir nauðgun? Jú, hér í athugasemd fyrir neðan er bent á eitt slíkt. Sönnunarbyrði er þannig háttað hérlendis að þetta á að vera nánast útilokað í dag. Meðal annars vegna þess að núna eru allir dómar fyrirliggjandi á domstolar.is og haestirettur.is. Þar getum við, almenningur, lesið dómsskjöl og ráðið í trúverðugleika þeirra röksemda sem fram koma varðandi sekt eða sýknu.
Umrætt tilvik varðandi Gilz er á frumstigi. Aðvitað get ég ekkert kveðið upp úr um framhaldið frekar en þið. En kærandi á sama rétt á því og Gilz að vera ekki dæmd(ur) á þessu stigi sem skúrkur, gullgrafari eða annað sem hún hefur verið kölluð.
Annað: Fullyrt er að meintur nauðgari þurfi ekki að nauðga vegna kvenhylli. Staðreyndin er sú að fæsta nauðgara skortir kynlíf með kærustum eða eiginkonum. Karlar nauðga af öðrum ástæðum: Það er að beygja fólk undir sig. Það á einnig við um barnaníðinga eins og Ólaf Skúlason.
![]() |
Kærir fyrir nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.3.2014 kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (100)
30.11.2011 | 22:21
Kvartað undan Bónusveldinu í Færeyjum
Snemmsumars skýrði ég samviskusamlega frá því - á þessum vettvangi - að Jóhannes í Bónus hefði keypt verslunarklasann Miðlengju (Miðlon) í Þórshöfn í Færeyjum. Þetta má sannreyna með því að fletta upp á http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1168166/ . Þar var komið inn á vangaveltur um stöðu vínbúðar (Rúsan) í Miðlengju. Þessi bloggfærsla vakti gríðar mikla athygli og var tekin upp af helstu netmiðlum. Þar var hún mest lestna frétt dögum saman.
Nú er komin upp ný og óvænt staða. Það er nefnilega verið að innrétta stóra og glæsilega Bónus-verslun í Miðlengju. Fulltrúum annarra matvöruverslana í Þórshöfn er illa brugðið og miður sín. 3 þeirra hafa skrifað atvinnumálaráðherra Færeyja bréf. Þar benda þeir á að Bónusveldið (Bónus, SMS og Brotið) sé með ráðandi stöðu á færeyskum matvörumarkaði. Það sé ófært að keppa við Bónus þegar útidyr nýju búðarinnar í Miðlengju verði við hlið útidyra einu vínbúðarinnar í höfuðborginni.
Þremenningarnir krefjast þess að atvinnumálaráðherrann grípi inn í framvindu mála; láti umsvifalaust færa vínbúðina úr Miðlengju og staðsetji hana þar sem hún mismuni ekki samkeppnisstöðu verslana. Að öðrum kosti muni matvöruverslanirnar FK, INN og PE leggja upp laupana. Eftir verði Bónusveldið einrátt á matvörumarkaði í Þórshöfn.
Þremenningarnir minna á að vínbúðin sé í almannaeigu. Þeir peningar sem fari um búðina séu eign færeysks almennings og hluti af sameiginlegum sjóði Færeyinga. Atvinnumálaráðherrann verði að gæta þess að þessi sameign færeysku þjóðarinnar sé ekki misnotuð til að skekkja samkeppni á matvörumarkaði.
Fallist atvinnumálaráðherra á kröfu þremenninganna er það hið versta mál fyrir Bónus og Miðlengju. Þessi verslanaklasi er illa staðsettur. Vínbúðin hefur hinsvegar tryggt honum góða traffík.
Það skal tekið fram að Færeyingar almennt hafa jákvætt viðhorf til Bónusveldisins. Þeir eru samt ekki á einu máli varðandi kvörtun þremenninganna. Á það er bent að þó að staðan sé þessi í Þórshöfn þá séu hliðstæð vandamál víðar í Færeyjum. Sumir vilja að málið sé leyst með því að öllum matvöruverslunum verði leyft að selja áfengi.
Vinir og fjölskylda | Breytt 8.5.2012 kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.10.2011 | 05:37
Neyðarlegar umræður á fésbók
Það getur verið gaman að fylgjast með umræðu á fésbókinni. Þess vegna er fésbókin svona vinsæl. Að einhverju leyti er blæbrigðamunur á umræðunni á fésbók eftir þjóðum. Bandaríkjamenn ræða til að mynda iðulega opinskátt um vandræði í ástarmálum sínum. Pör sem slíta sambandi fá útrás fyrir reiði í garð síns fyrrverandi með því að hrauna yfir viðkomandi á fésbókinni. Og eitthvað svoleiðis. Eins og gengur. Það getur svo sem vel verið að eitthvað sé um slíkt hérlendis líka - án þess að ég hafi orðið þess var.
En hér eru nokkur (grát-) brosleg dæmi frá Bandaríkjunum. Stytt þýðingu á textanum er fyrir neðan.
Amy: Ó, nei! Gary kom græjunum aftur í lag. Frábært helvíti (skrifað 19. júní)
John: Þú ert búin að vera (skrifað 19. júní)
Si: Þetta var aðeins tímaspursmál (skrifað 20. júní)
Amy: Breytir hjúskaparstöðu úr "í sambandi" í "einhleyp" (skrifað nokkrum dögum síðar)
-----
Hún: Þú ert algjör aumingi. Ég trúi ekki orði af því sem þú segir.
Hann: Nú?
Hún: Er þetta það eina sem þú getur sagt?
Hann: Þekki ég þig?
Hún: Þú veist að þú ert faðir Jakobs litla og þú yfirgafst hann. Hvernig vogar þú þér?
Hann: Ég held að þú sért að rugla mér saman við einhvern annan.
Hún: Úps! Þetta er vandræðalegt. Ég hélt að þú værir annar Kristófer. Ég á ekki einu sinni son. Ég er að rugla.
Hann: Allt í lagi. Farðu vel með þig.
Hún: Bless. Sjáumst fljótlega. Gleðileg jól!
-----
Matt: Ástin er erfið. Þetta er ekki góður dagur. Ég þarf drykk.
Geri: Á að eyðileggja annað samband? Átti ekki von á því
Kristen: Þú ert bara afbrýðisöm af því að hann valdi mig fram yfir þig
Geri: 26 ára, atvinnulausan og með kjánalegan hökutopp? Ég veit ekki hvernig ég get lifað án hans!
Matt: Hökutoppurinn á mér er ekkert kjánalegur
-----
Aubrey: Skráir sig einhleypa.
Aubrey: Thomas, þú ert pínu pínulítill kall. Þú kannt ekki að umgangast konu og þú riðlast á öllu sem hreyfist og þú færð mig aldrei aftur. Til að allir viti það: THOMAS ER MEÐ KENGBOGIÐ TYPPI!
Thomas: Það virtist ekki skipta þig máli hvort það var bogið á meðan ég riðlaðist á þér. Ég hélt framhjá þér einungis vegna þess að þú ert tík. Ég ætlaði hvort sem er að sparka þér. Það er lágkúrulegt af þér að tala á þessum vettvangi um typpið á mér. Þurrkaðu þetta rugl út!
Aubrey: Þú hefðir átt að hugsa út í það áður en þú hélst framhjá mér. Búðu við það, tík...
Janet: Aubrey, viltu vinsamlegast fjarlægja þessa færslu. Thomas er verulega miður sín yfir þessu. Það er ósmekklegt að hæðast að fólki vegna einhvers sem það getur ekkert gert að. Faðir hans er einnig svona og ég myndi aldrei hæðast að honum út af því. Vinsamlegast taktu þetta burt. Þú er menntuð kona, gjörðu svo vel að haga þér til samræmis við það.
Thomas: Í guðanna bænum, MAMMA!
-----
Bridgette: Breytti hjúskaparstöðu úr "í sambandi" í "einhleyp".
Megan: Hvert í þreifandi! Ég skal taka í lurginn á honum fyrir þig.
Bridgette: Ja, við slitum ekki sambandinu. Hann dó...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.10.2011 | 23:44
Jón Þorleifs
Á næstunni ætla ég að rifja upp sögur af Jóni nokkrum Þorleifssyni. Hann féll frá fyrir nokkrum árum. Þá kominn hátt á tíræðisaldur. Hann var sérkennilegur um margt. Góður maður sem varð fjölskylduvinur. Sögurnar eiga kannski mest erindi við okkur sem þekktum Jón. Okkur þótti vænt um hann. Hann var nánast í afahlutverki sona minna og systurbarna minna. Börnin elskuðu hann. Mér er kunnugt um að þannig hafi það einnig verið um börn fleiri. Til að mynda Birgis Svans Símonarsonar.
Jón var einstæðingur. Hann bjó alltaf einn og var barnlaus.
Á gamals aldri tók Jón upp á því að senda frá sér bækur. Þær voru allt frá því að vera sjálfsævisögulegar (Nútíma kviksetning), til þess að vera ljóðabækur, skáldsögur og hugleiðingar um heimsmál.
Ég hitti Jón fyrst 1974. Þá lenti ég til borðs með honum í afmælishófi verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar. Þáverandi iðnaðarmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, mætti í hófið. Gunnar heilsaði gestum með handabandi og óskaði til hamingju með daginn. Þegar Gunnar kom að Jóni spratt Jón á fætur og tróð höndum í vasa. Um leið sagði hann: "Ég ætla ekki að óhreinka mig á því að taka í hönd þína." Gunnar lét sér í engu bregða og sagði: "Þá heilsumst við bara að gömlum bændasið: Með kossi á kinn." Gunnar gerði sig líklegan til að fylgja því eftir. Jón hörfaði snöggt og mælti: "Ég kýs að brúka kjaftinn öðru vísi á þig."
Við þetta kom fát á Gunnar. Hann leit í kringum sig, tvísté og sagði við konu sína: "Við skulum finna okkur sæti." Sem þau og gerðu án þess að heilsa fleirum með handabandi.
Síðar hældi Jón sér af því að hafa kippt Gunnari ofan úr fílabeinsturni og komið honum í skilning um að hann væri ekki merkilegri en verkafólkið í afmælishófinu. "Jafnvel ómerkilegri," sagði Jón.
Næst flutti Gvendur Jaki ávarp. Ávarpinu lauk með því að Gvendur bauð gestum að njóta veitinga sem í boði voru. Þá spratt Jón á fætur. Hann lyfti yfir höfði sér tómum kaffibolla og tómum kökudiski og kallaði: "Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því, Guðmundur J., að ég taki meira en þú ætlar mér!".
Kurr kom á sessunauta Jóns. Þeir sussuðu á hann og sögðu þetta ekki vera rétta tilefni til leiðinda. Jón svaraði því til að hann léti ekki "stráklinga" segja sér fyrir verkum. Beindi hann einkum orðum að Benedikt Kristjánssyni (Benediktssonar, þáverandi borgarfulltrúa Framsóknarflokksins), bróðir Baldurs, prests í Þorlákshöfn.
Í afmælishófinu stóð Jón við yfirlýsingu sína til Gvendar Jaka. Fékk sér hvorki vott né þurrt en lék á alls oddi. Enda búinn að koma skýrum skilaboðum áleiðis.
Vinir og fjölskylda | Breytt 28.1.2012 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.9.2011 | 22:17
Færeyingur smíðaði Hörpu
Ráðstefnu- og tónlistarhöllin Harpa hefur verið á milli tannanna á fólki. Samt ekki þannig að fólk sé að bíta í hana heldur er fólk endalaust að þrasa um hana. Það er stöðugt vælt undan einu og öðru sem að Hörpu snýr. Eiginlega öllu. Nema þeim sem smíðaði Hörpu. Um hann vita fáir.
Þegar Björgúlfur gamli hrinti í framkvæmd byggingu Hörpu varð strax ljóst að enginn Íslendingur myndi ráða við að smíða þetta flókna og nýstárlega hús. Hófst þá leit út um allan heim að einhverjum sem gæti smíðað Hörpu. Það var sama hvar borið var niður með fyrirspurn um slíkan mann. Allir bentu á sama manninn: Færeyinginn Ósbjörn Jacobsen.
Færeyingar neita Íslendingum aldrei um neitt. Þvert á móti. Færeyingar vilja alltaf allt fyrir Íslendinga gera. Lána Íslendingum hitt og þetta. Jafnvel háar peningaupphæðir. Reyndar eru Færeyingar ennþá áhugasamari um að gefa Íslendingum peninga. Ekki vantar viljann til þess. Það sem heldur aftur af Færeyingum með að fylla alla vasa Íslendinga af peningum er að Færeyingarnir óttast að Íslendingum þyki það niðurlægjandi og móðgandi.
Það var því eins og við manninn mælt: Um leið og Íslendingar komu skríðandi á hnjánum til Ósbjórns og spurðu hvort að nokkur smuga væri að hann gæti smíðað Hörpu svaraði Ósbjörn án umhugsunar: "Ja, tað skal ég." Hann losaði sig með það sama úr öllum verkefnum og henti sér í að byggja Hörpu.
Aðstandendur Hörpu skammast sín fyrir að hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir smiði. Fyrir bragðið hafa þeir eiginlega haldið leyndu hver smíðaði Hörpu. Eða réttara sagt látið lítið á því bera. Eflaust er hægt að finna nafn Ósbjörns einhversstaðar í gögnum um Hörpu. Það er að segja í smáa letrinu.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.8.2011 | 13:38
REM á pöbbarölti í Reykjavík
Bítlabarinn Ob-La-Dí á Laugavegi 45 er orðinn einskonar arftaki Sirkuss. Það er að segja: Þetta er barinn sem rokkstjörnurnar sækja ásamt öðrum sem hafa gaman af að ræða um rokkmúsík og hlusta á áhugaverða tónlist. Í tilfelli Ob-La-Dí er það tónlist með Bítlunum, The Byrds og REM.
Þó að starfsfólk Ob-La-Dí sé ýmsu vant þá rak það upp stór augu þegar bassaleikari REM, Mike Mills, birtist á staðnum í gær. Með í för var fjölskylda hans.
Hópurinn dvaldi á Ob-La-Dí í drjúga stund og blandaði geði við gesti og starfsfólk. Um nóg var að ræða. REM er nefnilega í hávegum á Ob-La-Dí.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2011 | 21:24
Fallegur minningaróður
Systurdóttir mín, Íris Kjærnested, vinnur við tónsmíðar í Svíþjóð og víðar. Hún hefur meðal annars samið tónlist fyrir íslenska auglýsendur. Þekktastur er sennilega Kjarnafæðisslagarinn ("Veldu gæði, veldu Kjarnafæði!"), sem er sunginn í öllum tjaldútilegum og í rútuferðum um landið.
Þetta gullfallega lag hér á myndbandinu fyrir ofan samdi Íris til minningar um kæran vin. Hér er íslensk þýðing á textanum:
en enginn virðist vita það.
Á miðju sumri
falla minningar sem snjór.
Undir sólhlífum
er óvitund sæla,
en ég myndi ekki skipti henni
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þau ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést.
sem stjörnurnar tóku.
Nú urðu allir litir
svartir.
Orðin bregaðst mér,
helguð, til einskis
Ég heyri enn í þér:
"Taktu næstu lest!"
Ég sakna þín
Ég sakna þín
Hvernig geta þeir ekki vitað
að heimurinn staðnæmdist
þegar að þú fórst/lést
þegar að þú fórst/lést.
Lag, söngur og texti: Íris Kjærnested
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2011 | 22:55
Reglur fyrir konur
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.6.2011 | 02:58
Þannig á að sjóða spaghetti
Það er alveg merkilegt hvað fólki gengur illa að læra að sjóða spaghetti (eða pasta eða núðlur eða hvað á að kalla fyrirbærið). Flestir falla í þá gryfju að sjóða það í saltvatni: 2 skeiðar af salti út í 3 lítra af vatni. Eða eitthvað svoleiðis. Besta aðferðin er að sleppa saltinu en nota þess í stað einn sprækan súputening. Spaghettið bragðast ólíkt betur. Það bragðast svo vel að hægt er að halda fjölmennar veislur með spaghetti eitt á boðstólum. Ekki neitt annað. Nema kannski tvær flöskur af kældu hvítvíni á kjaft.
Annar kostur við súputening er að hann inniheldur miklu lægra hlutfall af salti en 2 skeiðar af borðsalti. Almennt neytir fólk of mikils salts í fæðu yfir daginn. Það er óhollt. Skrúfar upp blóðþrýsting og fer illa með hjarta, æðar, nýru og fleira. Það hefur vond áhrif á astma og veldur beinþynningu. Bara svo fátt eitt sé nefnt.
8 grömm af salti á dag er hámark fyrir fullorðna manneskju. Súputeningur er málið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
5.6.2011 | 21:34
Skúbb! Íslensk kryddblanda slær í gegn í útlöndum
Allir íslenskir gæðakokkar, hvort sem þeir eru ómenntaðir leikmenn eða hámenntaðir fagmenn, þekkja kryddblönduna Best á lambið og systurkryddblöndur hennar: Best á fiskinn, Best á kjúklinginn, Best á borgarann, Best á svínið, Best á kalkúninn, Best á nautið og hvað þetta heitir allt saman. Þessar kryddblöndur hafa notið gífurlegra vinsælda hérlendis undanfarin ár.
Nú hefur hróður kryddblöndunnar Best á lambið borist til Færeyja. Hún hefur slegið í gegn þar. Eða eins og Færeyingar orða það:
Íslendsk kryddblanding ger innrás í Føroyum
Seinastu tíðina hevur verið gjørligt at keypt íslendsku kryddblandingarnar Krydd á lambið í summum handlum í Føroyum, men í framtíðini skal hetta gerast enn lættari. Íslendsku framleiðararnir hava verið í Føroyum á sjarmuferð, og við sær hava tey ikki bara havt vælumtókta Lambakryddið, men heili seks ymisk sløg.
Søgan um íslendsku kryddblandingina tók dik á seg í 2001, eftir at Stefán Halldórsson undanfarnu árini hevði eksperimenterað við at blanda krydd, sum var serliga væl hóskandi til lambskjøt. Í 2001 hitta hann Hjördís Andrésdóttir, sum átti ein handil í Skerjafirði, og saman skipaðu tey framleiðsluna av kryddblandingini, soleiðis at hetta arbeiði nú hevur yvirtirkið bæði handil og alt annað arbeiðslív hjá teimum báðum.
KRADDAÐU KRYDD
So tað, sum byrjaði við, at vinfólk og familja hjá Stefáni kraddaði sær eitt sindur av kryddi, tá tey skuldu gera okkurt serligt til náttara, er í dag vaksið til eina veruliga framleiðslu-fyritøku.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)