19.10.2011 | 02:17
Jón Þorleifs IV
Ég held áfram að rifja upp sögur af Jóni Þorleifs, verkamanni og rithöfundi. Hann var órétti beittur af forystu verkalýðshreyfingar á Íslandi á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Ég er ekki klár á ártalinu þegar sá atburður gerðist sem nú verður sagt frá. Þetta var einhvern tíma á miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Eflaust má "gúgla" fréttaflutning af þessu. Ég nenni aldrei að "gúgla".
Eðvarð Sigurðsson var forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Jón var ósáttur við hann eins og Gvend Jaka og fleiri sem Jón kallaði verkalýðsrekendur og stéttarsvikara. Það voru hátíðarhöld verkalýðs 1 maí. Kannski var þetta 1975 eða 1976. Fjölmenni var á Lækjartorgi í kjölfar kröfugöngu niður Laugarveg. Kannski 10 þúsund manns eða 15 þúsund manns eða eitthvað álíka.
Um leið og Eðvarð Sigurðsson steig í pontu og huggðist ávarpa fjöldann spratt Jón upp á svið og reif af honum skrifaða ræðu. Jón hafði snör handtök; hnoðaði ræðublöðunum eldsnöggt saman í vöndul eða kúlu í greip sinni. Lögreglumenn og fleiri stukku á Jón. Þeir náðu að plokka utan af pappírsboltanum einum og einum putta á Jóni þangað til Jón var orðinn berhentur. Þá var pappírsklessunni skilað í hendur Eðvarð Sigurðssonar. Jón var fluttur í handjárnum á lögreglustöð upp við Hlemm.
Eðvarð reyndi að slétta úr pappírshrúgunni og hélt sitt árlega ávarp eftir fum og tilheyrandi hlé á dagskrá hátíðarhaldanna.
Jóni var sleppt af lögreglustöðinni eftir að hátíðarhöldum á Lækjartorgi lauk. Jón sagðist hafa sannfrétt að ávarp Eðvarðs Sigurðssonar hafi aldrei verið jafn stutt og snautlegt og í þetta skipti. Jón taldi sig hafa krumpað ræðublöð hans nægilega mikið til að Eðvarð hefði orðið að skauta yfir megnið af "innihaldslausu skruminu". Jón taldi sig hafa afhjúpað þarna "ómerkilegt orðagjálfur" Eðvarðs. Það hefði enginn tekið eftir að í ræðu Eðvarðs vantaði allt hryggjarstykkið. Eðvarð hefði ekki náð að lesa ræðuna vegna krumpu á ræðublöðunum.
Þetta uppátæki Jóns varð fréttaefni. Í viðtali við fjölmiðla sagði Eðvarð að þarna hafi gamall vinur sinn verið að glettast. Jón sendi í kjölfar frá sér yfirlýsingu þess efnis að ef Eðvarð væri vinur sinn þá óskaði hann eftir að eiga sem flesta óvini. Enginn fjölmiðill birti yfirlýsingu Jóns. Jóni sárnaði það. Þetta sat í honum alla tíð. En var honum jafnframt sönnun þess hvað fjölmiðlar væru galopnir fyrir gaspri embættismanna en harðlæstir fyrir rödd óbreytts verkamanns.
Næstu ár á eftir var Jón ætíð stöðvaður af lögreglunni og tekinn úr umferð í upphafi kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar. Um leið og kröfuganga var að hefjast undu einkennisklæddir lögreglumenn sér að Jóni og færðu inn í lögreglubíl. Bílnum var ekið vítt og breitt um borgina í tvo til þrjá klukkutíma og lögreglumenn ræddu af vinsemd við Jón á meðan. Jóni þótti upphefð af þessu. Hann fékk næði til að upplýsa lögregluþjónana um hina spilltu og hættulegu Eðvarði Sigurðssoni og Gvendi Jaka.
"Ég kynntist aldrei öðrum en skilingsríkum lögreglumönnum," sagði Jón. "Stundum fóru þeir með mig upp á stöð á Hverfisgötu og gáfu mér kaffi. Stundum rúntuðu þeir með mig inn að Sundahöfn. Löggurnar voru alltaf komnar á mitt band þegar þær slepptu mér. Þær voru farnar að kalla mig "Jón minn" þegar við kvöddumst" og óku mér heim að dyrum."
Þessi háttur var hafður á svo lengi sem Jón lifði. Það hefðu orðið honum vonbrigði ef löggan hefði ekki kippt honum úr umferð á 1. maí.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Lífstíll, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2012 kl. 19:42 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Þetta er frábært þessi maður hefur aldeilis staðið upp úr meðalmennskunni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2011 kl. 11:01
meðalmenn Gvendur Jaki og Ebbi Sig?
Valmundur Valmundsson, 4.11.2011 kl. 23:01
Nei almennt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 09:37
Raunar er þessi spurning dæmigerð fyrir hvernig sumt fólk hugsar í litlu rými, lítur ekki á heildarmyndina, heldur bara nákvæmlega með rörsýn á það sem sagt er. Íslendingar þurfa að fara að opna hugan og taka ekki öllu svona með leppa fyrir augum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.