Jóhannes í Bónus á miklu flugi í Færeyjum

miðlon

  Þegar skilanefnd tók yfir rekstur Bónus,  10-11,  Hagkaups,  Haga og þess alls gerði hún myndarlegan starfslokasamning við Jóhannes,  kenndan við Bónus.  Jóhannes fékk að halda eftir húseignum og verslunum SMS og Bónus í Færeyjum.  Til viðbótar fékk Jóhannes í nesti fullan poka af peningum.  Ég man ekki hvoru megin við 100 milljónir þeir töldu. 

  Rökin fyrir því að skilja Jóhannes ekki eftir slyppan,  snauðan og gjaldþrota voru þau að þá væri hætta á að hann myndi stofna nýja matvöruverslanakeðju.  Ef honum tækist það myndi hann fara í samkeppni við Bónus,  10-11 og Hagkaup.  Þar með myndi hann veikja rekstrargrundvöll þeirra verslana,  þær yrðu verðlausar og færu jafnvel á hausinn.  Ef Jóhannes myndi ekki stofna nýja matvöruverslanakeðju væri ólíklegt að nokkur annar tæki upp á því.

  Af sömu kænsku þótti ástæða til að gefa Jóhannesi eftir verslanirnar í Færeyjum.  Á meðan hann væri að sinna þeim myndi hann ekki hafa rænu á að stofna nýja matvöruverslanakeðju á Íslandi.

  Verslanir Bónus og SMS eru margar og áberandi í Færeyjum.  Þar fyrir utan er SMS samnefndur verslanaklasi í höfuðborg Færeyja,  Þórshöfn.  Einskonar færeyska Kringlan.  Nema SMS er miklu flottari.

  Jóhannes heldur ekki að sér höndum í Færeyjum.  Enda stórlax í færeysku viðskiptalífi.  Í þessum skrifuðu orðum var hann að kaupa verslunarmiðstöðina Miðlon í Þórshöfn.  Eftir því er ég kemst næst gerði hann eigendum Miðlon svo gott kauptilboð að útilokað var fyrir þá að hafna því.  Færeyingar nota orðið  lon  yfir raðhús og aðrar húsalengjur.  Nafnið Miðlon getur því útlagst Miðlengja. 

  Miðlon er ekki vel staðsett.  Hún er ofarlega í Þórshöfn og utan göngufæris flestra höfuðborgarbúa.  Hinsvegar hýsir hún ýmsar nauðsynjavöruverslanir.  Þar á meðal einu vínbúðina í Þórshöfn.  Einnig hýsir Miðlon banka, raftækjaverslunina Elding (einskonar færeysk Elkó),  gleraugnaverslun,  barnafatabúð og ýmsar aðrar verslanir.  Sennilega hátt í 10 alls. 

  Illar tungur fullyrða í mín eyru að tilgangurinn með kaupunum á Miðlon sé sá að flytja vínbúðina úr Miðlon yfir í SMS.  Ég veit ekki hvort að það sé rétt.  Vissulega yrði vínbúð í SMS öflug lyftistöng fyrir þann verslanaklasa.  Að sama skapi myndi brottför vínbúðarinnar úr Miðlon veikja þá verslunarmiðstöð verulega.  Hvað sem verður þá er assgoti góð markaðshlutdeild í Þórshöfn að hafa undir höndum bæði SMS og Miðlon. 

  Miðlon keypti Jóhannes í nafni SMS ásamt 3-arin  og Skousen.  SMS er með 50% hlut en 3-arin og Skousen með 25% hvor.  Ég veit ekki alveg hvernig fyrirtæki 3-arin er í dag.  Nafnið 3-arin þýðir 3-í-einu.  Nafnið var dregið af því að 3-arin var plötufyrirtæki,  ljósmynda- og framköllunarfyrirtæki og og man ekki hvert 3ja fyrirtækið var.  Í dag heitir plötudeildin Expert.  Ég veit ekki hvað varð um hin fyrirtækin.  Ég held að ljósmynda- og framköllunarfyrirtækið starfi ekki lengur.  Að minnsta kosti ekki á sama stað og það var í SMS.

  Skousen er - að mig minnir - heimilistækjaverslun (ísskápar,  þvottavélar...).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Kona sem stal lambalæri fékk tveggja mán. dóm.

Maðurinn sem stal 150 millum (smáfiskur) fékk tveggja ára dóm.

Jóhannes fékk "bónus" !

Spilling?? Varla. Bara hefðbundin íslensk vinafólkspólitík.

Góði Jens, varaðu Færeyinga við manninum! Þeir eiga betra skilið en að fá þetta yfir sig.

Þráinn Jökull Elísson, 20.5.2011 kl. 21:06

2 Smámynd: Jens Guð

  Þráinn Jökull,  ég hef ekki orðið var við að Færeyingar séu ósáttir við þátttöku Jóhannesar í færeysku viðskiptalífi.  Þvert á móti held ég að þeir séu frekar jákvæðir í hans garð.  Eins og reyndar almennt í garð Íslendinga.  Verslanir Bónus og SMS njóta vinsælda í Færeyjum.  Verslanaklasinn SMS í Þórshöfn er troðinn út úr dyrum alla daga.  Þar rekur Jóhannes vinsæla,  glæsilega og stóra matvöruverslun sem heitir Mikligarður.  Eftir því sem ég best veit hafa samskipti Jóhannesar við Færeyinga verið vinsamleg og hnökralaus.

  Hinsvegar undrast ég enn starfslokasamning íslensku skilanefndarinnar við kappann.  Venjan var sú að þegar rekstur á Íslandi fór í þrot þá tók skilanefnd yfir þrotabúið og sá sem setti dæmið í þrot fór snauður út úr því.  Það er dálítið nýtt í dæminu að skilið sé við hinn gjaldþrota með höfðinglegum gjöfum og vasapeningi sem jafngildir margföldum árslaunum óbreytts launamanns. 

Jens Guð, 20.5.2011 kl. 21:39

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ertu að segja mér að það sé aðeins ein vínbúð i allri Þórshöfn?????

Guðmundur Júlíusson, 20.5.2011 kl. 23:15

4 Smámynd: Ómar Ingi

Einhverstaðar verða vondir að vera þórshöfn er án efa flottur staður fyrir hann

Ómar Ingi, 20.5.2011 kl. 23:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Við förum illa með þessa vinaþjóð okkar Færeyinga. Þeir voru fyrstir til að sýna okkur stuðning eftir að Jóhannes og vinir hans og sonur höfðu sett okkur á hausinn. Við þökkum þessum vinum okkar með því að láta þá Jóhannes.

Auðvitað eru Færeyingar ánægðir með Jóhannes, ennþá. Ekki er víst að ánægja þeirra verði eins mikil þegar hann hefur keypt upp alla sína samkeppnisaðila og getur stjórnað að fullu allri verðlagningu í Færeyjum. Þá er hætt við að þeir bölvi okkur Íslendingum ....... á færeysku!

Jóhannes stofnaði Bónus á Íslandi með svikum, þannig var hans veld byggt upp og þannig var því stjórnað. Þó dugðu þessi svik hans ekki til, allt fór á hausinn. Þá var honum borgað fyrir að yfirgefa landið og halda áfram sínum svikum, bara ekki á Íslandi.

Vandamálið var flutt úr landi, vandamálið var flutt til Færeyja.

Við Íslendingar ættum að skammast okkar fyrir að fara svona með þá vinaþjóð sem staðið hefur okkur næst!!

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2011 kl. 02:15

6 identicon

Því miður þá held ég að ég taki undir með honum Gunnari vonandi sjá Færeyjingar að sér

Jón Eiríksson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 02:32

7 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  já.  Það er bara ein vínbúð í Þórshöfn.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 05:24

8 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi, Þórshöfn er flottur staður fyrir alla.  Afskaplega flottur staður.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 05:25

9 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  hvað áttu við með að Bónus hafi verið sett á laggir með svikum?

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 05:27

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón,  Færeyingar gefa öllum tækifæri.  Ekki síst Íslendingum.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 05:27

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Leitaðu þér upplýsinga um viðskilnað Jóhannesar við SS, en hann var rekinn þaðan með skömm og stofnaði Bónus í beinu framhaldi. Þessi saga mun verða opinberuð einhverntíman, en þeir bændur sem voru eigendur SS á þeim tíma þekkja hana vel. Talaðu við einhvern þeirra Jens.

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2011 kl. 05:55

12 identicon

Þetta eru frábærar fréttir og ég vona að kallin endist aldur til þess að koma til baka hér heima.

Bubbi (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 07:48

13 identicon

Færingar vita ekkert um Jóhannes, sumir vita bara að það sé íslenskur eigandi,

bara að hann heiti Jóhannes... og ekki söguna meir.

Fjölmiðlar í Færeyjum eru Jóhannesi jafn hliðhollir og traustir eins og íslenskir fjölmiðlar hafa verið í gegn um árin.

Þess vegna er Jóhannes frá Íslandi, bara eins og hver annar Jóhannes.

Færingar þekkja ekki sögu hans , nema kannski að Blog Jens Guð berist óvart yfir Atlandshafið.

Bárður (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 08:09

14 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  ég veit ekki hvar ég finn einhvern af þessum bændum.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 11:23

15 Smámynd: Jens Guð

  Bubbi,  hann verður kominn á kaf í bransann hér heima áður en nokkur veit af.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 11:30

16 Smámynd: Jens Guð

  Bárður,  eldri Færeyingum gengur vel að skilja talaða íslensku.  Þeir voru vanir að hlusta á íslenska útvarpið áður en langbylgjumastrið fauk 1980-og-eitthvað.  Hinsvegar gengur Færeyingum almennt illa að skilja skrifaða íslensku. Þess vegna lesa þeir ekki bloggið mitt.

  Þessu er öfugt farið með Íslendinga.  Þeim gengur yfirleitt ágætlega að skilja skrifaða færeysku en eiga erfiðara með að skilja talaða færeysku.  

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 11:34

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég skal bakka Gunnar H upp með því að jóhannes stofnaði bónus á óheiðarlegan hátt á sínum tíma.. ég þekki þá sögu mjög vel.. það er fátt sem jóhannes hefur gert um ævina sem mundi falla undir heiðarleg viðskipti

Óskar Þorkelsson, 21.5.2011 kl. 17:12

18 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  nú er ég orðinn forvitinn.  Þetta hefur aldrei komið fram opinberlega,  að ég held.  Þetta er eitthvað sem þið í kjötbransanum hafið haldið út af fyrir ykkur.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 17:20

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég vissi ekki að Gunnar H væri í kjötbransanaum

Óskar Þorkelsson, 21.5.2011 kl. 17:23

20 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  ég veit ekki með Gunnar H.,  en ert þú ekki kjötiðnaðarmaður eða eitthvað svoleiðis?

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 17:29

21 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jú hef verið viðloðin kjötbransan síðan 1981.. SS frá 1981- 94..

Óskar Þorkelsson, 21.5.2011 kl. 17:34

22 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  þið hafið verið vinnufélagar.  Við skulum ekki fara nánar út í þetta á þessum vettvangi.  Ég hlera þetta hjá þér síðar undir 4 augu eða svo.

Jens Guð, 21.5.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband