Færsluflokkur: Vísindi og fræði
8.12.2015 | 10:10
Hættulegt grænmetisfæði
Sumir halda að grænmetisfæði sé hollt. Þeir sömu óttast að kjöt, fiskur og allar aðrar dýraafurðir séu óhollar. Þetta er rugl. Það hefur verið hrakið rækilega og ítrekað með vísindalega rannsóknum.
Reyndar þarf engar rannsóknir. Það dugir að virða grænmetisætu fyrir sér. Hún er hrukkótt, litlaus, grá og guggin; máttleysisleg og eins og við það að falla í yfirlið (og gerir það af og til svo lítið ber á).
Verra er að grænmetisætan er iðulega fjarræn og döpur til sljórra augna. Einnig eins og ringluð á svip og glaseyg. Hún er niðurlút og forðast augnsamband.
Áströlsk rannsókn leiddi í ljós að grænmetisætur eru svartsýnar og hafa litla tiltrú á bjartri framtíð. Fimmtungi fleiri þeirra glíma við þunglyndi umfram kjötætur. Þriðjungi fleiri upplifa áfallastreituröskun og þjást af hræðilegum kvíðaköstum. Liggja skjálfandi í fósturstellingu undir sæng. Óttasst allt hið versta án þess að vita hvað.
Kjöt inniheldur ýmis holl og nauðsynleg vítamín og steinefni sem eru fágæt og aðeins í litlu magni í einstaka grænmeti. Það eru samt önnur hollefni í grænmeti. Það er ástæða til að hafa það sem meðlæti. Bökuð kartafla er heppileg með grilluðu kjöti.
Hér eru tvær þekktar konur, matgæðingar, á sextugsaldri. Önnur er kjötsælkeri og dálítið eldri. Hin slafrar einungis í sig tuggu og tuggu af grasi og jórtrar á rótarávöxtum. Það leynir sér ekki hvor er hvað.
Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2015 kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
14.11.2015 | 19:44
Íslensk hjarðhegðun
Íslendingar eru hópsál. Auðteymd í allar áttir. Hjarðhegðun einkennir þjóðarsálina. Þegar ný verslun er opnuð þarf ekki mikið til að smala hjörðinni í hús. Ókeypis kleinuhringur eða 5% afsláttur á fimm stykkjum af skrúfjárni dugir. Biðröð myndast degi fyrir opnun. Hjörðin bíður ofan í svefnpoka eftir opnun búðarinnar. Þeir fremstu í röðinni upplifa sig sem hetjur. Ekki ætla ég að kalla þá eitthvað annað.
Þegar ekki er um opnun á nýrri verslun að ræða þá dugir til að mynda bílaumboði að auglýsa ókeypis kaffisopa. Þá myndast örtröð. Ef auglýstar eru ókeypis kleinur með þá bruna menn frá Keflavík, Borgarnesi og Selfossi til Reykjavíkur.
Ég rakst á kunningja frá Hveragerði sem gerði sér ferð í bæinn. Ástæðan var sú að IKEA auglýsti smakk á smákökum. Smakkið átti að hefjast klukkan 13.00. Vinurinn náði ekki að mæta fyrr en 13.30. Þá var ekki byrjað að gefa smakk. Einhver bið var í það. Hvergerðingurinn var gráti nær yfir þessum "svikum".
Ég benti honum á að aksturinn til og frá Hveragerði kostaði hann sennilega á annað þúsund kr. Fyrir þann pening gæti hann keypt í næstu matvörubúð 100 eða 200 smákökur í stað þessarar einu smáköku sem hann ætlaði að smakka í IKEA.
Hann horfði ringlaður á mig í nokkrar sek. Svo muldraði hann um leið og hann settist upp í jeppann og ók á brott: "Þær eru náttúrulega ekki nýbakaðar."
![]() |
Fyrstu mættu í röðina í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 13.10.2016 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2015 | 19:50
Kúaskítur til framleiðslu á rjómaís
Einn besti og vinsælasti ís í heimi er skoski Mackie´s. Til að framleiða þennan ís þarf mjólk og rjóma. Einnig vanillu, súkkulaði, hunang, mintu, jarðaber, rifsber, karamellu og sitthvað fleira. En uppistaðan er mjólk. Hún er fengin úr 400 beljum í eigu Mackie´s.
Beljur gefa af sér fleira en mjólk. Af þeim gengur óhemju mikið magn af ágætis túnáburði. En það má nýta kúadelluna sem orku. Það vita stjórnendur Mackie´s. Skíturinn býr til orkuríkt gas, mugas. Þetta gas virkjar Mackie´s til að knýja ísverksmiðjuna. Fyrir bragðið er framleiðslukostnaður Mackie´s lægri en keppinautanna.
Englendingar hafa af gamalkunnri illgirni búið til hefðbundna Skotabrandara um þetta. Þeir ganga út á meinta nísku Skota. Skotar eru miklu útsjónasamari en Englendingar. Gott dæmi um það er að Englendingar skjóta úr fallbyssum kastalabygginga 12 skotum klukkan 12 á hádegi til heiðurs drottningunni. Skotar skjóta af sama tilefni úr Edinborgarkastala einu skoti klukkan eitt.
Vísindi og fræði | Breytt 11.10.2016 kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 20:55
Varasamar vídeóleigur
Allir eru utan við sig af og til. Kannski er einhver stigsmundur á milli einstaklinga á því sviði. Kannski kippir fólk sér mismikið upp við það að vera utan við sig. Sumir taka varla eftir því þó að þeir séu meira og minna utan við sig alla daga. Aðrir taka það mjög nærri sér. Þeim hættir til að velta sér upp úr því með áhyggjusvip.
Rannsóknir hafa leit í ljós að unglingar eru alveg jafn oft utan við sig og eldra fólk. Þá erum við ekki að taka með í dæmið alvarleg elliglöp á borð við alzæmer.
Fyrir mörgum árum tilkynnti vinur minn - eldsnemma að morgni - lögreglu að bíl hans hafi verið stolið um nóttina. Hann hringdi jafnframt í mig og sagði tíðindin. Alla næstu hálftíma fram að hádegi hringdi hann í mig með kenningar um bílstuldinn. Hann var sannfærður um að bíllinn yrði seldur í varahluti. Næst var hann sannfærður um að bíllinn hafi verið fluttur til Vestmannaeyja. Og svo framvegis.
Síðasta símtalið þennan dag kom um hádegisbil. Lögreglan fann bílinn. Hann stóð fyrir utan myndbandaleigu í göngufæri frá heimili mannsins. Gátan var ekki flóknari en það að hann hafði tekið sér þar myndbandsspólu á leigu kvöldið áður.
![]() |
Gleymdi barninu á vídeóleigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 7.10.2016 kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2015 | 21:22
Lætur rannsaka hvort að hann sé blökkumaður
Frá því að Tom Jones skreið upp úr kolanámu í Wales á sjöunda áratugnum og tók lagið hefur hann legið undir grun um að vera blökkumaður. Hann hefur eðlilega ekkert verið ósáttur við það. Samt án þess að finna því stað í ættarskrá sinni.
Sterk söngrödd hans hefur ætíð þótt vera mjög svört. Hann hefur jafnframt sótt í blökkumannatónlist allt frá sálarpoppi til blús. Hann upplifir sig eins og heimagang í söngvum blökkumanna á borð við Prince og Leadbelly. Hörundslitur hans er dökkur á breskan mælikvarða. Hárið krullað. Andlitsfallið líkt Doddssyni.
Eftir að hafa náð miklum vinsældum í Bretlandi og Evrópu náði Tom inn á bandaríska markaðinn. Í þarlendum fjölmiðlum var iðulega gengið út frá því sem vísu að hann væri blökkumaður.
Nú hefur hann sjálfur afráðið að komast að sannleikanum um uppruna sinn. Hann hefur farið fram á DNA rannsókn til að fá þetta á hreint. Blökkumenn hafa verið fágætir gestir í Wales. Vitað er að þeir fáu sem áttu leið um nutu kvenhylli. Það var engu að siður í leynum.
Tom býður spenntur eftir niðurstöðu DNA rannsóknar. Vonast - frekar en hitt - eftir því að hún staðfesti að hann sé blökkumaður.
Vísindi og fræði | Breytt 3.11.2015 kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.10.2015 | 15:42
Stórhættulegur matur
Af og til má heyra eða lesa fullyrðingar um að áfengir drykkir séu ekki eins hollir og margur heldur. Þeir geti jafnvel verið óhollir - drukknir daglega í verulega miklu magni utan hefðbundins vökutíma. Eitthvað álíka hefur heyrst um reykingar, hvort heldur sem er um vindla að ræða, pípu eða sígarettu.
Flökkusögur af þessu tagi eru fyrst og fremst sagðar til gamans; börnum og unglingum til hrellingar.
Nær væri að segja þeim og öðrum frá alvöru hættum. Til að mynda þeim að snæða beikon, pylsur af flestu tagi, skinku og annan áþekkan óþverra. Þessar kjötvörur eru krabbameinsvaldandi. Sé þeirra neytt daglega aukast líkur á krabbameini um 18%.
Þetta hef ég eftir stofnun sem heitir IARC (International Agency for Research on Canser). Hún heyrir undir alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO (ekki rugla henni saman við hljómsveitina Who). Sér til stuðnings hefur IARC mörg hundruð rannsóknir. Að mig minnir um 800.
Hvers vegna liggja upplýsingar um þetta í þagnargildi? Ástæðan er sú að svínabændur eru mafía. Öflugur þrýstihópur sem enginn þorir að blása á. Flettið dagblaði og teljið í hvað mörgum auglýsingum svínakjöt bregður fyrir.
![]() |
Þetta er ofurfæðan sem þú borðar ekki nóg af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.10.2015 | 19:42
Svitalyktareyðir er óþverri
Í handakrikanum er ein af helstu hreinsunarleiðum líkamans. Út um hann losar líkaminn sig við óæskileg efni á borð við ýmis eiturefni. Þess vegna svitnar fólk undir höndum. Það er kostur sem ber að fagna með tilheyrandi fagnaðarlátum. Ekki ókostur.
Hefðbundnir svitalyktareyðar eru vondir. Þeir gera ógagn. Sumir innihalda spíra sem þurrka upp svitakirtlana og gera óvirka. Aðrir mynda lakkefni sem loka svitaholunum. Enn aðrir bæta við sterkum ilmefnum sem kæfa svitalykt.
Ein dellan til er að raka hár undir höndunum. Hárvöxtur þar hefur hreinsunarhlutverk. Þokkalega heilsugóð manneskja sem fer í sturtu á morgnana þarf ekkert að skipta sér sérstaklega af handakrikanum. Það er ágætt að strjúka hann með vatnsblandaðri slettu af hreinu Aloe Vera geli.
Svo er til fyrirbæri sem kallast svitalyktarhindrandi kristall. Þar er um að ræða saltkristal. Hann er alnáttúrulegur. Höggvinn úr kristalnámum í Asíu. Sé steininum strokið um blautan handakrika þá leysist upp steinefnablanda sem hindrar 100% að svitalykt myndist. Viðkomandi svitnar undir höndum eftir sem áður. Það er kosturinn. En engar lyktarbakteríur kvikna. Engin lykt.
Mikilvægt er að þessir kristallar séu merktir "alumium free".
Ef þú finnur lykt af svitalyktareyði af manneskju þá veistu að hún er í ruglinu. Það er hætta á brjóstakrabbameini og allskonar veseni.
![]() |
Kannt þú að bera á þig svitalyktareyði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 27.9.2016 kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2015 | 21:23
Fólk er allskonar
Á allra síðustu árum hefur nútímamaðurinn uppgötvað að mannlífið er fjölbreyttara en almennt var talið á síðustu öld. Og næstu öld þar á undan. Fyrsti íslenski homminn steig fram í blaðaviðtali um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Það fór allt á hvolf. Samfélagið fékk áfall.
Ég veit ekki hvenær eða hvað löngu síðar kom í ljós að það væru líka til íslenskar lesbíur. Á síðustu árum hafa bæst í flóruna kynskiptingar (eða kynleiðréttingar), klæðskiptingar og allskonar. Líka fólk sem skilgreinir sig BDSM. Svo og "swingers" og hitt og þetta. Fólk skemmtir sér á ýmsan hátt.
Í fljótu bragði má ætla að það sé varla saga til næsta bæjar þó að einhver sé transgender. Því síður að einhver kippi sér upp við það. Þó er kannski ennþá - þegar á reynir - erfitt að setja sig í spor viðkomandi og aðstandenda. Samt. Fólk er allskonar. Það er eins og það er. Diskómúsík er hinsvegar vond (fyrir minn sérvitra smekk vel að merkja).
![]() |
Fjölskyldan verður aldrei söm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 20.9.2016 kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2015 | 10:42
Sólböð til varnar heyrnartapi
Á síðustu árum hafa tilteknir aðilar rekið ákafan og öfgafullan áróður gegn sól og sólböðum. Svo langt hefur verið gengið að hérlendis setti Álfheiður Ingadóttir lög sem banna 18 ára og yngri að fara í sólbað. Fárið hefur leitt til þess að fjöldinn felur sig kappklæddur ofan í myrkvuðum kjöllurum.
Á sama tíma eru krabbameinslæknar í útlöndum að hvetja fólk til að stunda sólböð. Þau vinna gegn næstum öllum krabbameinum. Jafnframt styrkja þau hár, tennur og húð ásamt því að vinna gegn þunglyndi.
Hræðsla við sólarljós hefur þegar komið af stað faraldri beinþynningar og allskonar húðsjúkdóma á borð við exem og sóríasis.
Nú hefur rannsókn leitt í ljós að sólarleysi skaðar heyrn. Rannsóknin náði til á níunda þúsund manns yfir fertugt. Sólarljósfælnir eru fimm sinnum líklegri til að glíma við heyrnarskerðingu í samanburði við ljóselska. Að auki eru þeir í tvöfalt meiri hættu á að glíma við ójafnvægi. Það leiðir til þess að þetta fólk dettur á húsgögn og meiðir sig. Jafnvel beinbrotnar. Einmitt vegna þess að sólarleysið veldur beinþynningu.
Vegna vaxandi heyrnadeyfðar ljósfælinna lagði fjöldi þingmanna fram frumvarp sem skyldar sjónvarpsstöðvar til að texta íslenskt efni. Frumvarpið kippir rekstrargrunvelli undan minni sjónvarpsstöðvum. Heppilegri leið er að auðvelda fólki að sporna gegn heyrnartapi með því að skreppa í sólbað. Gefa því ljósakort í sólbaðsstofu í stað heyrnartækja.
Vísindi og fræði | Breytt 19.9.2016 kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2015 | 22:31
Færeyingar finna olíu
Í fyrra dró færeyska olíuleitarfélagið Föroya Petroleum sig út úr samfloti í olíuleit í íslenskri landhelgi, á Drekasvæðinu. Ástæðan var sú að forráðamenn félagsins höfðu öðlast yfirgripsmikla þekkingu á olíuleit. Þeir voru og eru sannfærðir um að fullreynt sé að enga olía verði að finna á Drekasvæðinu. Uppskriftin er eitthvað á þá leið að borað sé á 9 líklegustu stöðum. Ef engin olía finnst þá sýnir sagan að frekari leit sé árangurslaus.
Gott ef Kínverjar eru samt ekki ennþá að bora og leita á Drekasvæðinu.
Föroya Petroleum hefur að undanförnu borað níundu holuna við Færeyjar. Í dag fannst olía. 31 milljón tunna í mesta lagi. Það þykir ekki mikið, að mér skilst. En staðfestir að olíu sé að finna við Færeyjar.
Vísindi og fræði | Breytt 18.9.2015 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)