Færeyingar finna olíu

  Í fyrra dró færeyska olíuleitarfélagið Föroya Petroleum sig út úr samfloti í olíuleit í íslenskri landhelgi,  á Drekasvæðinu.  Ástæðan var sú að forráðamenn félagsins höfðu öðlast yfirgripsmikla þekkingu á olíuleit.  Þeir voru og eru sannfærðir um að fullreynt sé að enga olía verði að finna á Drekasvæðinu.  Uppskriftin er eitthvað á þá leið að borað sé á 9 líklegustu stöðum.  Ef engin olía finnst þá sýnir sagan að frekari leit sé árangurslaus.

  Gott ef Kínverjar eru samt ekki ennþá að bora og leita á Drekasvæðinu.

  Föroya Petroleum hefur að undanförnu borað níundu holuna við Færeyjar.  Í dag fannst olía.  31 milljón tunna í mesta lagi.  Það þykir ekki mikið,  að mér skilst.  En staðfestir að olíu sé að finna við Færeyjar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Olíugróði, hmmm - Ætli Borgarsjórn Reykjavíkur komi á viðskiptabanni við Færeyjar ?

Stefán (IP-tala skráð) 18.9.2015 kl. 14:23

2 Smámynd: Jens Guð

Íslenskir embættismemm hafa oft komið fram við Færeyinga af miklum hroka og yfirgangssemi.  Þar á meðal beitt færeyskum skipum viðskiptabanni,  samanber Næraberg bæði í fyrra og aftur í sumar.  

Jens Guð, 18.9.2015 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband