Færsluflokkur: Spaugilegt
8.6.2016 | 09:22
Byrjaði dagurinn illa?
Sumir eru fæddir hrakfallabálkar. Allt sem þeir koma nálægt fer úr skorðum og endar með ósköpum. Allt fer afsíðis sem getur farið afsíðis, eins og gárungarnir orða það. Sumir taka ekki eftir þessu sjálfir. Þeir eru svo vanir þessu ástandi að fyrir þeim er þetta eðlilegt. Þeir halda að allir aðrir séu að kljást við þetta sama.
Vissulega lenda allir í því fyrr eða síðar að eiga vondan mánudag. Leifur óheppni tekur sér bólfestu í þeim í smástund. Þá er hægt að hugga sig við að eitthvað álíka eða jafnvel verra hafi hent aðra.
Hvað gerðist sem olli því að öll þessi egg brotnuðu? (Ef smellt er á mynd þá stækkar hún og verður skýrari):
Annað hvort er skipið illa hlaðið eða ofhlaðið. Nema hvorugtveggja sé.
Martröð steypubílstjórans er að ýta á rangan takka á röngum stað - og hrauna yfir dýrasta bílinn í götunni og vænan hluta götunnar. Þeir lenda allir í þessu. Misoft.
Hver hefur ekki lent í því að hræra í fína afmælistertu, setja í form og baka. Næsti dagur fer í að laga krem á tertuna og skreyta í bak og fyrir. Svo bara missir þú tertuna í gólfið.
Eða þegar kötturinn þvælist fyrir og kvöldmaturinn endar á gólfinu.
Spaugilegt | Breytt 21.3.2017 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2016 | 10:02
Furðulegar fjölskyldumyndir
Sú var tíð að ljósmynd af kjarnafjölskyldunni skipaði háan sess í tilverunni. Það er ekkert svo langt síðan. Þá stóð mikið til. Þetta var heilmikið fyrirtæki. Fyrst þurfti að panta tíma á ljósmyndastofu. Þar vann fagfólk; sprenglærðir ljósmyndarar. Þeir voru með alvöru ljósmyndagræjur. Rándýrar og plássfrekar. Þessu fylgdu allskonar hlutir á borð við ljóskastara, bakgrunnstjöld og svo framvegis.
Tími á ljósmyndastofu lá ekki á lausu samdægurs. Ekki heldur næstu daga. Það var allt uppbókað langt fram í næsta mánuð.
Þegar loks kom að stóru stundinni fóru allir í sitt fínasta skart. Iðulega keypt sérstaklega fyrir myndatökuna. Í millitíðinni var einnig farið í klippingu og hárið snurfusað á hárgreiðslustofu. Síðan fór heilmikill tími í að stilla fjölskyldunni virðulega upp í stúdíóinu. Mikið var í húfi. Ljósmyndatakan, framköllun á filmu og stækkanir á hágæða ljósmyndapappír kostaði sumarhýruna. Eftirprentanir voru gefnar öðrum í fjölskyldunni í jólagjöf.
Hér eru skemmtileg dæmi (myndirnar stækka og verða skýrari ef smellt er á þær):
Á níunda áratugnum þótti fátt flottara en blásið stutt hár að framan og sítt að aftan. Flottast þótti að fjölskyldan væri samstíga í þessari hártísku. Takið eftir því hvað bakgrunnstjaldið setur ævintýralegan blæ á.
Sumum þótti of bratt að hella sér í sítt að aftan. Einkum glam-rokk áhangendur. Þeir vildu hafa allt hárið eins og úfna heysátu. Þetta kallaðist hár-metall og hefur ekki elst vel. Ef pabbinn var fjarri góðu gamni á ljósmyndadaginn þá dró ljósmyndarinn fram trúverðuga dúkku sem staðgengil.
Ljósmyndarinn þurfti að huga að mörgu áður en smellt var af. Eru ekki allir með sparibros? Enginn mátti skyggja á annan. Allt eftir því. Undir álaginu vildu smáatriði sleppa framhjá rannsakandi augnráði hans. Einkum ef óöruggur patti greip sig kröftugu hreðjataki í taugaveiklun.
Allra hressasta fólk lét eftir sér að bregða á leik. Glímukappi undirstrikaði kraftana með því að taka fjölskylduna hálstaki.
Ekki eru alltaf allir til í að taka þátt í galgopahætti. Síst af öllu í útimyndatöku þar sem hópurinn krossleggur vinstri fót á þann hægri. Amma lætur ekki egna sér út í svoleiðis fíflagang.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2016 | 18:56
Smásaga - örsmá
Það er úrslitaleikur í meistaradeild: Leikmaður brýtur gróflega á leikmanni hins liðsins. Dómarinn hleypur til hans, sýnir gula spjaldið og hrópar með flautandi blæstri: "Hví-í, hvá-á, hvo-o, hvo-o, hví-í, hví-í!" Leikmaðurinn hrópar reiðilega: "Ég skil ekki orð af því sem þú ert að segja!" Sá sem brotið var á hrópar á móti: "Þú myndir nú líka tala svona ef að dómaraflauta hefði hrokkið oní kok á þér!"
---------------------------------
Fleiri smásögur HÉR
Sprengjan dregur dilk á eftir sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 24.7.2016 kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2016 | 14:55
Baðfatatískan - áríðandi að fylgjast með
Sumarið er handan horns. Það eru hlýindi framundan á Fróni. Sólbaðsveður um land allt. Blessuð sólin elskar allt og allt með kossi vekur. Nú er tímabært að huga að sólbaðsfötunum. Enginn vill láta grípa sig í baðfötum sem eru komin út tísku og þykja hallærisleg. Hvað segir tískan? Kvikmyndin Borat eftir breska leikarann Sacha Baron Cohen innleiddi djarfa sundbolstísku fyrir karlmenn. Kosturinn við hana er að hún er efnisrýr og kostar þess vegna ekki mikil fjárútlát.
Sundbolur Borats hefur haft mótandi áhrif á baðfatatísku kvenna. Til að hlífa geirvörtum frá því að sólbrenna og brjóstunum að sveiflast um of - þegar hlaupið er eins og fætur toga út í buskann - er konusundbolurinn efnismeiri. Þar með líka dýrari. Það er í stíl við að allar vörur ætlaðar konum eru miklu dýrari en karlavörur. Karlar láta ekki okra á sér.
Sumum körlum finnst þeir vera of berskjaldaðir í Borat-sundbol - en vilja samt hlífa geirvörtunum við því að sólbrenna. Þá er ráð að fá sér bikiní. Best er að hafa það bleikt til að líkjast húðlit. Þannig fer lítið fyrir því.
Gamla góða sundskýlan er alltaf vinsæl hjá körlum. Enda hafa sumir átt hana alveg frá því í skólasundi barna. Ef hún er týnd má smeygja sér í stuttu nærbuxurnar. Það sér enginn muninn.
Klassíski sundbolurinn býður upp á ýmsa möguleika. Nú til dags er auðvelt að prenta allskonar myndir á tau. Til að mynda teikningu af innyflum. Hún kennir gestum og gangandi líffræði.
Einliti sundbolurinn nýtur alltaf vinsælda.
Bongó í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 25.2.2017 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2016 | 19:31
Íslendingar kunna sig í útlöndum
Forsætisráðherra Íslands, Sigurðar Inga Jóhannssonar, og forsætisráðherrafrú Íslands, Ingibjörg Elsa Ingjaldsdóttir, mættu glöð og reif í partý hjá Hussein forseta Bandaríkja Norður-Ameríku. Í fyrirsögn af partýinu segir í málgagni kvótaaðalsins að forsætisráðherrafrúin hafi mætt í buxum.
Eðlilega er það stóra fréttin í Mogganum að konan hafi óvænt ekki mætt buxnalaus í partýið. Mér þykir það hinsvegar vera svo eðlilegt og við hæfi að ég er hættur við að skrifa ósmekklegt blogg um þetta. Ég styð 100% þá djörfu ákvörðun Ingibjargar Elsu að vera ekki að væflast buxnalaus um Hvíta húsið í Washington. Ekki viljum við að hún fái blöðrubólgu.
Forsætisráðherrafrúin mætti í buxum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 17.5.2016 kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.5.2016 | 10:55
Ljótur hrekkur
Ég ók á löglegum hraða vestur eftir Bústaðavegi. Þá upphófst skyndilega hávært sírenuvæl nálægt mér. Ég gaf mér ekki tíma til að athuga hvort að þar væri lögreglubíll eða sjúkrabíll á ferð. Þess í stað brunaði ég á fullri ferð upp á umferðareyju til að opna greiða leið fyrir sírenubílinn. Ég beygði heldur skart upp á eyjuna því að felga á framhjóli beyglaðist.
Umferð var töluverð. Mér til undrunar sinnti enginn í öðrum bíl sírenukallinu. Umferð hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Jafnframt þagnaði sírenan án þess að ég kæmi auga á sírenubíl.
Við nánari athugun virðist sem sírenuvælið hafi hljómað úr útvarpinu. Þar var í spilun lag, "Ai ai ai", með þeirri góðu reggae-sveit AmabAdama. Undir lok lagsins hljómar sírenuvæl (á mín 2.54).
Þó að sírenan hafi hrekkt mig og minn bíl þá situr það ekki í mér. AmabAdama er svo assgoti flott hljómsveit.
Annað mál er að fólk í næstu bílum á eftir mér hefur næsta víst þótt aksturslag mitt einkennilegt og undrast skyndilegt erindi mitt upp á umferðareyju.
Spaugilegt | Breytt 22.2.2017 kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2016 | 09:46
Eins og snýtt úr nösum foreldranna
Sjaldan fellur eggið langt frá hænunni. Afkvæmi eru samsett úr erfðaefnum foreldranna; forrituðum genum. Fyrir bragðið má oft þekkja afkvæmin af sauðsvip foreldranna. Þó er allur háttur þar á. Stundum eru sum afkvæmi lík mömmu sinni á tilteknu aldursskeiði en lík pabba sínum á öðru aldursskeiði. Eða ömmu sinni eða afa.
Hér eru nokkur skemmtileg dæmi af þekktum bandarískum og enskum skemmtikröftum og börnum þeirra. Þeir eru: Meryl Streep, Tom Hanks, John Lennon, Goldie Hawn, John Ritter, Vanessa Paradis og Donald Sutherland.
8.5.2016 | 22:08
Snjall leikur
Eins og ég var búinn að geta mér til um á Fésbók þá kynnti Davíð Oddsson í morgun þá ákvörðun sína að bjóða engan annan en sjálfan sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta þótti mér líklegra en að Dorrit Moussaieff myndi segja af sér.
Framboð DOddssonar er ekki mikil tíðindi út af fyrir sig. Þetta hefur legið í loftinu. Fjölmiðlar og fleiri hafa efnt til skoðanakannana um frambjóðandann. Þær sýna að hann geti léttilega fengið rauðvínsfylgi (12 - 18%). Þegar kvótakóngarnir leggja í auglýsingapúkkið hækkar styrkleikinn.
Það þarf ekki mikið meira til að sigra þegar á annan tug manna og kvenna er í framboði.
Stóra fréttin við framboð DOddssonar er hvar hann tilkynnti tíðindin. Það var í miðjum höfuðstöðvum aðal óvinarins: Baugsstofnandans Jóns Ásgeirs (og frú). Sá átti banka sem DOddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, snéri niður haustið 2008. Jón Ásgeir kallaði það stærsta bankarán Íslandssögunnar. Áður og eftir höfðu þeir eldað saman grátt silfur. Þar á meðal samdi DOddsson á Alþingi sérstakt fjölmiðlafrumvarp til þess að knésetja fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs. Allt var lagt undir. Sú atlaga mistókst. Eins og gengur.
Í miðju stríði DOddssonar við Baugsfeðga sakaði hann þá opinberlega um að hafa reynt að múta sér með 300 milljónum kr. beint í vasann. Og það úti í London sem gerir glæpinn alvarlegri. Þrátt fyrir að hafa sturtað í sig vænum skerf af gerjuðum vínberjum (svæfandi og róandi) þá hélt mútutilboðið vöku fyrir honum alla nóttina - ásamt köldum svita og heitum á víxl.
Mútutilboðið taldi hann - réttilega - vera augljóst merki um það hversu hættulegir glæpamenn væru þar á ferð. Það var augljóst.
Þegar Baugsfeðgar keyptu fjölmiðlarisann sem nú kallast 365 þá lýsti DOddsson því sem verslun með þýfi. Nú liggur ljóst fyrir að eigendur 365 eiga marga peninga í skattaskjólum erlendis. Eru í hópi þeirra sem tæmdu gjaldeyrisforðann sem DOddsson átti lögum samkvæmd að passa upp á vel og vandlega í Seðlabankanum. En tókst ekki. Aflandseyjaliðið náði öllum gjaldeyrinum úr skúmaskotum Seðlabankans og faldi á Tortóla.
Eftir hart og illvígt stríð DOddssonar og Jón Ásgeirs til margra áratuga bankar sá fyrrnefndi upp á hjá þeim síðarnefnda og spyr eins og í laginu Ævintýri: "Má, má, má, má ég koma innfyrir?". Svarið er: "Blessaður vertu ef þú hagar þér einu sinni eins og maður."
Þetta er snjall leikur hjá DOddssyni. Hann slær vopnin úr höndum óvinarins með þessari vinabeiðni. Fjölmiðlaveldið - sem hefði að öðrum kosti tekið upp harða baráttu gegn forsetaframboði hans - er nú sem leir í höndum hans. Þar á bæ er mönnum stórlega létt. Það er spennufall. Friður ríkir yfir vötnum. Allir eru vinir. Stríðið er búið. Fyrrum óvinir éta úr lófa Dabba kóngs.
Gamli maðurinn kann þetta.
Athyglisvert að Davíð bjóði sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt 30.5.2016 kl. 05:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2016 | 14:20
Ótrúlegar og áhrifamiklar ljósmyndir
Þó annað megi halda þá eru allar þessar ljósmyndir ekta. Það hefur ekkert verið átt við þær með "fótósjopp" eða öðrum græjum. Þessir hlutir eru allir til í alvörunni. Eða voru til í það minnsta. Það sem sést á myndunum er eftirfarandi (þær stækka ef smellt er á þær:
1. Japanskur þjóðvegur. Akreinar eru aðgreindar með mjög djúpum skurði. Þetta var ekki svona. Þetta gerðist við jarðskjálfta.
2. Maður rekur fingur út um augntóft. Þetta á ekki að vera hægt. Það sem gerir manninum þetta kleyft er að hann fékk illkynja æxli í höfuðið. Það var fjarlægt af lækni (æxlið en ekki höfuðið nema að þessu leyti).
3. Hákarl kom auga á deplaháf. Hann vildi ekki að svo góður biti færi í hundskjaft. Því greip hann til þess ráðs að sporðrenna háfnum í einum munnbita.
4. Fiskur með mannstennur. Þessi fisktegund er til. Tennur hans líkjast óhugnanlega mikið mannstönnum. Svo er hann með aukasett innar í munninum.
5. Marglitur köttur. Hann er ekki aðeins með tvílitan haus, skipt nákvæmlega í miðju. Augun eru einnig í sitthvorum lit. Vitað er um fleiri svona tilfelli. En þau eru sjaldgæf.
6. Sænsk byggingalist, djörf og áhrifarík. Undir rauðu lofti er farið í rúllustiga upp neðanjarðargöng.
7. Mexíkósk byggingalist. Heil borg í Mexíkó samanstendur af eins húsum. Ástæðan er sú að það er miklu ódýrara að teikna eitt hús en mismundandi byggingar. Sömuleiðis er ódýrara að fylla húsin með samskonar innréttingum. Það fæst góður magnafsláttur þegar um svona mörg hús er að ræða. Til að þorpsbúar hafi um eitthvað að velja er hverfum skipt upp í mismunandi litum. Fína fólkið býr í hvítum húsum. Fátæklingarnir búa í gulum húsum.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2016 | 09:53
Í mál fyrir að leiðast í vinnunni
44 ára franskur karlmaður hefur höfðað mál á hendur fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Kæran gengur út á það að manninum leiddist í vinnunni. Hann vann hjá ilmvatnsframleiðanda í París. Of lítils var krafist af honum. Honum var sjaldan sem aldrei úthlutað nægilega mörgum verkefnum. Hálfu dagana hafði hann ekkert fyrir stafni; sat bara og starði út um glugga, fletti ómerkilegum slúðurtímarit og sötraði kaffi. Bara til að láta tímann líða. Hann kann ekki á samfélagsmiðla á borð við Fésbók, Twitter, blogg eða slíkt. Hann langar ekkert að hanga í tölvu. Honum þykir leiðinlegt að blaðra í síma. Fátt var til bjargar sem stytti honum stundir.
Lögmaður fyrirtækisins undrast kæruna. Enginn kannist við að maðurinn hafi nokkru sinni gert athugasemd við vinnu sína. Enginn varð var við að honum leiddist. En hann er neikvæða týpan. Finnur alltaf dökkar hliðar á öllum hlutum. Kvartaði yfir vondu kaffi, drykkjarvatn væri ekki nógu kalt og þess háttar. Reyndar játa vinnufélagarnir að þeir hafi verið uppteknari við að sinna krefjandi vinnunni en fylgjast náið með manninum.
Spaugilegt | Breytt 15.2.2017 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)