Færsluflokkur: Spaugilegt

Þetta vissir þú ekki

  Saga rokksins er ekki öll þar sem hún er séð og skráð. Á seinni hluta sjöunda áratugarins sló hljómsveitin Facon frá Bíldudal í gegn með laginu "Ég er frjáls (eins og fuglinn)". Síðar sendu Bítlarnir frá sér annað lag undir svipuðu nafni,  "Free as a Bird". Það var stuldur frá Facon.

  Það er þó ekki leyndarmálið heldur hver trommaði á plötu Facons. Skráður trommari var fastur úti á sjó þegar platan var hljóðrituð.  Í skarðið var fenginn trommari Hljóma,  Pétur Östlund.  Hans er hvergi getið á plötuumslagi.  Pétur er einn besti trommari heims. Eðlilega hrósuðu plötugagnrýnendur tommuleiknum.  Einn hvatti hann til að drífa sig suður í trommunám hjá Pétri Östlund.  Hann væri það efnilegur.  

  Hver á trommuleikinn í sívinsælum ofursmelli Hebba Guðmunds,  "Can´t Walk Away"?   Það er trommuleikari The Rolling Stones,  Charlie Watts.  Þetta er leyndarmál.

  1964 sló breska söngkonan Marianne Faithfull í gegn með fyrsta alvöru góða frumsamda lagi The Rolling Stones,  "As Tears Go By".  Lagið var flutt af Maríönnu en ekki Stóns til að byrja með.  Fáir vita að gítarplokkið var í höndum Jimmy Page (Led Zeppelin).

  Jimi Hendrix sló í gegn í árslok 1966 með laginu "Hey Joe".  Röskum tveimur árum áður spilaði hann á gítar í öðru vinsælu lagi,  "Mersy Mersy" með Don Convay.  Það náði toppsæti bandaríska soul-listans og 35. sæti almenna vinsældalistans.  Plötugagnrýnendur sáu ástæðu til að vekja athygli á nýstárlegum og ferskum gítarleik í laginu - án þess að nefna nafn Hendrix (enda kom nafn hans hvergi fram á plötuumbúðum).  Ef vel er lagt við hlustir má þekkja gítarstíl kappans.

  Lagið ku hafa hrifið liðsmenn The Rollin Stones.  Mick Jagger er sagður hafa reynt að stæla söngstíl Convays. Af markaðsástæðum var hönnuð spenna og togstreita á milli Stóns og Bítlanna.  Á bak við tjöldin var hinsvegar kært á milli þessara hljómsveita.  Bítlarnir komu Stóns á plötusamning,  sömdu fyrir þá vinsælt lag,  "I Wanna Be Your Man",  kenndu þeim að semja lög og hjálpuðu til við röddun.  Í laginu "We Love You" sjá Bítlarnir um annan söng en forsöng Jaggers.  

  1977 sendi The Clash frá sér lagið "Janie Jones".  Það fjallaði um kabarettsöngkonu sem naut vinsælda á sjöunda áratugnum.  Glansinn fór af Janie Jones í lok áttunda áratugarins þegar hún var dæmd til sex ára fangelsisvistar fyrir að reka vændishring.  Vegna góðrar hegðunar var henni sleppt út eftir þrjú ár.  Þá var hún staurblönk og enga vinnu að fá.  The Clash hljóp undir bagga og gerði með henni smáskífu.  Einhverra hluta vegna var framtaki hljómsveitarinnar haldið leyndu.  Á umbúðum er hljómsveitin skráð The Lash.


Ekki fyrir lofthrædda!

  Lofthræðsla er heppileg.  Hún forðar okkur frá því að glannast;  taka óþarfa áhættu við varasamar aðstæður.  Sumt fólk sækir samt í að storka örlögunum.  Það kann því vel að fá "adrenalín-kikk" út úr glæfraskap.  Sumir verða jafnvel háðir því.  

ekki fyrir lofthrædda - stokkið á hjóli yfir skarð á sillu

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ekkert má fara úrskeiðis þegar stokkið er á reiðhjóli yfir skarð í klettasillu Ef smellt er á myndina þá stækkar hún).

ekki fyrir lofthrædda - Tröllatunga í Noregi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Vinsælt sport áhættufíkla er að sitja fremst á Tröllatungu í Noregi.  Ótrúlega fáir hafa hrapað þar niður.

ekki fyrir lofthrædda - stokkið niður snjóhengju

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Árlega farast margir skíðamenn vegna glannaskapar.  Hér er stokkið niður snjóhengju.  Í þetta sinn fór allt vel.

ekki fyrir lofthrædda - horft yfir Lion

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Horft yfir Lion.

ekki fyrir lofthræddfa - klifrað upp hamar í S-Afríku

 

 

 

 

 

 

 

 

Klifrað án hjálpartóla og öryggisbúnaðar upp þverhníptan hamar í S-Afríku (myndin stækkar ef smellt er á hana).

 


Börn framtíðarinnar verða ljót

  Í aldanna rás hefur mannkynið fríkkað jafnt og þétt.  Fólk fyrri alda var ljótt.  Karlmenn laðast frekar að fallegum konum en ljótum.  Aðrir eiginleikar skiptu minna máli.  Konur láta sig minna máli skipta útlit karla.  Það eru aðrir eiginleikar sem skiptu meira máli.  Til að mynda hæfileikinn til að vernda fjölskylduna,  sjá henni fyrir húsaskjóli og næringu.  

 Nú hefur snurða hlaupið á snærið.  Annarsvegar eru það lýtalækningar.  Nef,  haka,  varir,  kinnar,  augabrúnir og annað í andliti er endurhannað á lýtalæknastofum.  Gallinn er sá að afkvæmin erfa ekki útlit móðurinnar eftir að hún hefur verið gerð upp af lýtalækni.  Afkvæmin erfa "útlitsgallana".

  Hinsvegar hafa förðunarfræðingar náð þvílíkri leikni í förðun að á örfáum mínútum breyta þeir "venjulegri" konu í fallegasta súpermódel.  Ljótar konur þurfa í dag ekki annað en kíkja inn á snyrtistofu og þær geta pikkað á löpp hvaða kall sem er.

  Þetta er staðreynd.  Þetta er líka fordómafull og heimskuleg bloggfærsla með ofmat á útlit.  Hún ýtir undir kjánalega útlitsdýrkun.  Samt.  Svona er leikurinn í dag.  Konurnar eru alveg huggulegar ófarðaðar á myndunum til vinstri.  En dáldið ýktar eftir förðun á myndunum til hægri.

 

förðun aförðun bförðun cförðun d

förðun eförðun fförðun gförðun hförðun iförðun j    


Hvergi sér fyrir enda á íslenska mannanafnagríninu

  Mannanafnanefnd hefur mótmælt því harðlega að vera lögð niður.  Það er gott grín.  Eins og allt sem að mannanafnanefnd snýr.  Þessi nefnd hefur aldrei verið annað en til mikillar óþurftar,  kostnaðar og aðhláturs.  Ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim.

  Mannanafnanefnd óttast umfram annað að án síns nafnalögguhlutverks muni stúlku vera gefið nafnið Sigmundur.  Ég deili þeim áhyggjum - óháð því hvort að nafninu sé klínt á stúlku, dreng eða heimilishundinn.

  Inn á milli hefur nefndin verið flengd fram og til baka af Mannréttindadómstól Evrópu.  Og þykir það gott.  Skemmst er að minnast afgreiðslu á hinu mjög svo fallega kvenmannsnafni Blær.  Sem er einnig til sem fallegt karlmannsnafn.  Og nákvæmlega ekkert að því.  Nema síður sé.

  Nú hefur Þjóðskrá hótað að beita fjársektum foreldra sem í óþökk mannanafnanefndar kalla dóttir sína Alex:  547.500 kr. á ári (1500 kr. á dag),  takk fyrir.  Geggjunin er spaugileg.  En getur verið foreldrunum dýr. 

  Vonandi hefur innanríkisráðherra bein í nefinu til að bregðast sköruglega við og rassskella forpokaða embættismenn mannanafnanefndar og Þjóðskrár.  Og um leið að leggja hina fáránlegu og illilega óþurftar mannanafnanefnd niður.  

  Alex er fallegt nafn,  hvort sem er á strák eða stelpu.  Ein þekktasta sálarsöngkona Breta ber þetta nafn með reisn,  Alex Hepburn heitir hún.  Ég hef líka lúllað hjá breskri sjónvarpskonu sem heitir Alex.  Það var gaman.  Síðar póstsendi ég henni íslenskt Nóa konfekt.  Henni þótti það gott.   

 


Verra gæti það verið

  Oftast er hver dagur góð skemmtun.  Inn á milli koma samt dagar þar sem allt gengur á afturfótunum.  Þeir krydda tilveruna þegar upp er staðið.  En á meðan allt fer afsíðis sem getur farið afsíðis þá er plástur á sárið að hafa í huga að það gæti verið verra.  Til að mynda hefur það hent mann á fínum jeppa að taka U-beygju til að komast yfir á akrein úr gagnstæðri átt;  svo bara allt í einu situr rándýri jeppinn pikkfastur í steypu.

vondur dagur - ekið í steypu

 

 

 

 

 

 

 

  Hvað með það að koma heim úr löngu sumarfríi seint að kvöldi og útidyralykillinn brotnar í læstingunni?

vondur dagur - brotinn lykill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það er kúnst að aka um með málningu á holóttum vegi.  Þá er betra að gleyma ekki að setja lokið á málningafötuna.

vondur dagur - ekið um með málningu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Það er aldrei fyndið að sjá fólk í vandræðum á biðstofunni á Slysó.  Eða næstum því aldrei.

vondur dagur - á biðstofunni á Slysó

vondur dagur - kýr


Viðhald festist við gifta konu

  Í sveitinni í Hjaltadal fóru tíkur stundum á flakk á milli bæja.  Þá voru þær á lóðaríi.  þegar hundar sinntu þeim festi tíkin þá í dágóða stund.  Þetta getur hent í samskiptum fólks líka.  Til að mynda í S-Afríku.  Þar kom harðgift hálf fertug kona sér upp viðhaldi,  tvítugum dreng.  Eiginmanninn á fimmtugsaldri grunaði þetta.  Til að komast að hinu sanna þá leitaði hann til töfralæknis.  Sá framkvæmdi þegar í stað svartagaldur og lagði á konuna.  Það var eins og við manninn mælt.  Viðhaldið festist við hana í ástarleik.  

  Þegar konan og friðillinn uppgötvuðu vandamálið hrópuðu þau á hjálp.  Sem betur fer voru allar dyr í húsinu ólæstar.  Verra var að fólkið sem kom fyrst að gat enga hjálp veitt.  Þess í stað hringdi það í vini og kunningja í nágrenninu og sagði tíðinda.  Á örskammri stundu var 2000 manna hópur mættur á svæðið til að fylgjast með vandræðum elskendanna.  

  Fólk flissaði, tók bakföll og ljósmyndir.  Þetta þótti góður farsi.  Lögreglu bar að.  Fólkið vildi halda áfram að fylgjast með.  Lögreglunni tókst seint og síðar meir með hjálp piparúða að fæla fólkið á brott. Að lokum voru turtildúfurnar fluttar á sjúkrahús.  Þar var konunni gefið vöðvaslakandi lyf til að losa um vöðvakrampann.  

  Myndin sýnir mannfjöldann streyma að áður en lögreglan skarst í leikinn.

s afrika   


Snati kann og veit

 Venjulegur hundur með þokkalega rænu skilur um 70 orð.  Sumir fleiri orð og aðrir færri.  Eitt sinn átti ég hund sem var meinilla við að vera settur í bað.  Ef heimilisfólkið nefndi orðið bað hvarf hundurinn með það sama.  Faldi sig með hraði undir eða á bakvið húsgögn.  Það kostaði mikið at að ná honum. Hann varðist eins og ljón - samt án þess að bíta. 

 Eitt sinn var brugðið á það ráð að stafa orðið bað.  Hvutti hvarf á sama augnabliki.  Við prófuðum oftar að stafa orðið til að sannreyna skilning hundsins.  Alltaf með sömu útgáfu.

 Ég er fæddur og uppalinn í sveit;  í útjaðri Hóla í Hjaltadal.  Ætíð þegar minnst var á heimaslátrun þá þaut heimilishundurinn eins og píla til fjalla og sást ekki í tvo daga. Það var fastur liður.

 Í N-Karólínu Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er hundur sem skilur á annað þúsund orð.  Sumt fólk þar um slóðir kann ekki einu sinni svo mörg orð.

 Til að sannreyna skilning Snata í N-Karólínu hefur hann verið látinn sækja 900 leikföng.  Nafn leikfangsins er nefnt og hann sækir það án vandkvæða.


mbl.is Kári vill komast í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfærð Orðabók Menningarsjóðs

  Fyrir alla sem hafa gaman af blæbrigðum og fjölbreytileika íslenskrar tungu eru Vigdís Hausdóttir og Bibba á Brávallagötu himnasending.  Jafnvel í fleirtölu og nefnifalli.  Báðar hafa dágóða kímnigáfu fyrir því að skirpla á svellinu.  Það er allt annað en vefjast tunga um fót.      

  Nýjasta dæmið er gagnrýni Vigdísar á Hildi Sverrisdóttur fyrir að hafa,  ja,  að mati Vigdísar, fundið upp orðskrípið skrýtilegt.

  Kannski er notkun orðsins landshlutabundin.  Ég veit það ekki.  Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirðinum.  Þar er þetta orð brúkað daglega athugasemdalaust.  

  Ég á Orðabók Menningarsjóðs, útg 1988.  Þar stendur:

  skrýtilegur L kátlegur  skrýtinn.  

  Í næstu prentun á Orðabók Menningarsjóðs má bæta við

  skrýtilegt L Vigdís 

   

     


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugilegar fjölskyldumyndir

  Fyrir daga farsíma með innbyggðri myndavél og snjallsíma var ekki kastað til höndum er kom að ljósmyndatöku. Við hátíðleg tækifæri mættu fjölskyldur spariklæddar á ljósmyndastofur.  Þar var eftir kúnstarinnar reglum stillt upp ljósalömpum og öll lýsing mæld út með ljósmæli.  Ekki var smellt af fyrr en allir voru með sitt hlutverk á hreinu.  Hver ljósmynd kostaði drjúgan skilding.

  Eins og gerist og gengur hafði fólk ólíkan skilning og smekk fyrir því hvernig rándýra ljósmyndin átti að vera.  Einnig slæddust með mistök. Einkum þegar ung börn föttuðu ekki út á hvað dæmið gekk. 

  Hér eru nokkur skondin dæmi (ungt fólk fattar ekki hvað þetta er broslegt) 

fjölskyldumynd - eitt barn grætur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Hér náði allt barnastóðið að setja upp sparisvip.  En á sama tíma og sprenglærður ljósmyndarinn smellti af brast flótti á ungan gutta sem er skelfingu lostinn yfir uppstillingunni. 

fj-lskyldumynd - börnum sveiflað

 

 

 

 

 

 

 

  Fyrir vestan haf eru strandmyndir vinsælar.  Það er í fínu lagi og gaman að sveifla börnum til á ströndinni.  Spurning um að draga línuna réttu megin við strikið. 

fjölskyldumynd - húsmóðirin kirkt 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Vinaleg og snyrtileg fjölskylda.  Karlarnir í eins skyrtu.  Af hverju heldur sonurinn um mömmuna eins og hann sé í þann mund að kyrkja hana? 

fj-lskyldumynd - alli sem sömu hárgreiðsludömuna 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Ótrúlegt en satt:  Allir í fjölskyldunni eru skjólstæðingar sömu hárgreiðsludömunnar. 

 fj-lskyldumynd - jólakort

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd var jólakort. Klæðnaður - eða ðllu heldur klæðaleysi - húsbóndans er spurningarmerki.

fjölskyldumynd - trúlofunarmynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Trúlofunarmynd feimna fólksins.  Að giftingu afstaðinni ætla þau að taka stóra skrefið og prófa að haldast í hendur.

fjölskyldumynd - allir í eins fötum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Heppnasta fjölskylda í heimi.  Hún datt inn á útsölu og fann svartar peysur með bleikum skrautborðum og herðakústum.  Þær voru til í öllum stærðum sem pössuðu fjölskyldunni. 

fjölskyldumynd - græna gengið

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Gárungarnir kalla fjölskylduna "Græna gengið".  Það er út af því að fjölskyldubíllinn er grænn.  Líka íbúðarhúsið að utan.  Já, og að innan.


Jón Þorleifs og símahleranir

jon_orleifs  Einn góðan veðurdag fékk Jón Þorleifsson,  verkamaður og rithöfundur, þá flugu í höfuðið að bandaríska leyniþjónustan,  CIA,  fylgdist með sér.  Ég geri mér ekki grein fyrir því hvenær honum datt þetta í hug.  Mig grunar að það hafi verið í kjölfar þess að systir mín og hennar fjölskylda flutti til útlanda fyrir aldarfjórðungi eða svo.  Fyrstu símtölin að utan voru úr lélegum símasjálfsölum.  Á sama tíma varð Jón þess var að pakkar að utan voru greinilega opnaðir á Tollpóststofunni.

  Grunur og vissa Jóns um þessar njósnir urðu þráhyggja.  Hann velti sér upp úr þessu.  Það var í aðra röndina eins og honum þætti upphefð af því að vera undir eftirliti CIA.  

  Sumir urðu til að fullyrða við Jón að þetta væri hugarburður hjá honum.  "Hvers vegna ætti leyniþjónusta vestur í Ameríku svo mikið sem vita af íslenskum eftirlaunþega þó að hann gefi út fjölritaðar bækur í örfáum eintökum?"  var spurt.    

  Jón svaraði:  "Það er merkilegt að leyniþjónustan hafi svona miklar áhyggjur af bókunum mínum.  Orð geta verið beittari en sverð."

  Jón gerði sér nokkrar ferðir til Símans í Ármúla.  Þar krafðist hann þess að Síminn hætti umsvifalaust að leyfa CIA að hlera síma sinn.  Kunningi minn sem vann hjá Símanum sagði að heimsóknir Jóns vektu kátínu þar á bæ.  

  Jón taldi sig merkja af viðbrögðum starfsmanna Símans að þeir vissu upp á sig skömmina.  Þeir urðu lúpulegir og missaga.

  Svo fór að starfsmaður Símans heimsótti Jón.  Sagðist vera að rannsaka þessar hleranir.  Jón sagðist hafa verið fljótur að sjá í gegnum það leikrit.  "Maðurinn var ósköp vinalegur.  Hann ræddi við mig um flest annað en símhleranirnar.  Vildi vita hvernig heilsa mín væri og hvaðan ég væri af landinu.  Hann tók aðeins upp símtólið til að heyra sóninn.  Hann hafði ekki einu sinni rænu á að þykjast leita að hlerunarbúnaði.  Enda vissi hann jafn vel og ég að hlerunarbúnaðurinn er staðsettur í húsakynnum Símans eða Sendiráði Bandaríkjanna."  

 

 Fleiri sögur af Jóni: hér 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband