Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál
3.3.2017 | 11:10
Kona stal í búđ
Sá fáheyrđi atburđur átti sér stađ í Ţórshöfn, höfuđborg Fćreyja, í fyrradag ađ kona stal í búđ. Ţetta gerđist í sjoppu í miđbćnum. Afgreiđslumađur í búđinni sá út undan sér hvar konan tróđ einhverju ofan í buxur sínar. Síđan hvarf hún á braut eins og ekkert hefđi í skorist. Kvaddi ekki einu sinni.
Afgreiđslumanninum var eđlilega illa brugđiđ. Hann hringdi umsvifalaust í lögregluna og sagđi tíđindin. Í ţessu 19 ţúsund manna sveitarfélagi ţekkja allflestir alla. Kannski ekki endilega persónulega alla. En vita deili á nánast öllum. Líka lögregluţjónar. Ţeir eru meira ađ segja međ símanúmer fingralöngu konunnar.
Nćsta skref er ađ öđru hvoru megin viđ helgina ćtla ţeir ađ hringja í konuna. Ćtla ađ freista ţess ađ semja viđ hana um ađ skila ţýfinu. Ef hún fellst á ţađ fćst góđ lending í máliđ. Ţangađ til harđneitar lögreglan ađ upplýsa fjölmiđla um ţađ hverju konan stal.
Elstu Fćreyingar muna ekki til ţess ađ ţarlend kona hafi áđur stoliđ úr búđ. Hinsvegar eru dćmi ţess ađ Íslendingar hafi stoliđ úr búđum og bílum í Fćreyjum.
Međfylgjandi myndband er ekki frá Fćreyjum.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
1.3.2017 | 08:10
Af hverju allur ţessi saltaustur?
Í gćr var sprengjudagur. Ţá var sprengt sem aldrei fyrr í Vađlaheiđargöngum. Landsmenn fögnuđu međ ţví ađ sötra hnausţykka baunasúpu ásamt ţví ađ japla á saltkjöti, kartöflum og rófum eđa gulrótum. Í útvarpsauglýsingum hljómađi: "Saltskert saltkjöt, sama bragđ!" og "Helmingi minna salt, óbreytt bragđ!"
Getur ţetta stađist? Eru ađrir kjötsalar - ađrir en ţeir sem auglýstu - ađ bruđla međ salt algjörlega ađ óţörfu? Ţarf ađeins helming af ţví saltmagni sem áđur var notađ til ađ ná fram nákvćmlega sama bragđi? Er ţađ af ţví ađ margir eru hćttir ađ nota götusalt (iđnađarsalt) í matinn?
Hver sem skýringin er ţá grunar mig ađ margir geti tekiđ undir óvćntan fróđleiksmola nćringarfrćđings Landlćknisembćttisins: "Saltkjöt er í eđli sínu mjög saltrík vara."
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2017 | 20:29
Einkennileg ţjónustulund hjá N1
Kunningjahjón mín áttu erindi í bensínsjoppuna Neinn í Lćkjargötu 46 í Hafnarfirđi. Ţađ var í gćr. Ţau ćtluđu ađ steikja sér egg, beikon og bandarískar pönnukökur međ sýrópi, smjöri og bláberjum. Ţá kom í ljós ađ gaskútur eldavélarinnar var ekki á vetur setjandi.
Hjónin renndu í Neinn. Konan skottađist inn. Kom út ađ vörmu spori og sagđi afgreiđslumanninn neita ađ selja sér gas. Ţađ vćri snjór úti. Líka ţar sem gasiđ er geymt.
Húsbóndinn tók tíđindunum illa. Hann snarađist inn í bensínsjoppuna og endurtók erindiđ. Hann fékk sama svar. Ţá spurđi hann hvort ađ máliđ vćri ekki ađ moka snjóinn frá gaskútageymslunni. "Nei, ţetta er töluverđur snjór," var svariđ. Hann spurđi: "Er ekki nein skófla á bćnum?" "Jú, í nćstu dyrum," viđurkenndi starfsmađur á plani fúslega.
Viđskiptavinurinn gerđi sér lítiđ fyrir: Sótti skóflu og mokađi frá geymslunni. Ţađ tók 3 mínútur. Snjórinn var mjúkur og léttur eins og fiđur. Ţađ hefđi veriđ auđveldara ađ sópa honum í burt.
Undir lok snjómokstursins kom starfsmađurinn út. Hann sagđi: "Ţađ ţarf ekki ađ moka meira. Ég nć gaskútnum." Sem reyndist rétt.
Útnefnir Neinn ekki fyrirmyndarstafsmann mánađarins?
Hvernig er ţađ: Var Neinn ekki ađ fá einhverja milljarđa afskrifađa vegna tapreksturs eđa eitthvađ svoleiđis? Kannski vegna vafnings međ aflandskrónur í Dubai. Eđa hvort ađ ţađ var bótasjóđur Sjóvá. Eđa hvort ađ ţetta blandađist saman í vafning.
Annađ tengt snjómokstri: Bíllinn minn var í morgun innilokađur í 4ra metra snjóskafli sem náđi upp ađ gluggum. Ég mokađi og mokađi í hálftíma. Lengst af létt verk vegna ţess hvađ snjórinn var mjúkur og léttur. Síđasta spölinn syrti í álinn. Ţar var hár ruđningur frá snjóbíl. Samanfrosinn pakki. Bar ţá ađ ungan mann á snjóbíl. Hann gerđi sér lítiđ fyrir; tók krók inn á innkeyrsluna hjá mér og ruddi öllum snjó burt. Sparađi mér ađ minnsta kosti hálftíma snjómoksturspuđ. Hafi hann bestu ţökk fyrir.
![]() |
Hún ćtlar ađ moka alla götuna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 28.2.2017 kl. 08:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.2.2017 | 13:17
Ekki er allt sem sýnist
Fyrirtćkiđ Mmr (Market and media research) stóđ fyrir skemmtilegri skođanakönnun. Ţátttakendum var stillt upp viđ vegg og spurđir: "Hversu hlynnt/ur eđa andvíg/ur ertu ađ leyft verđi ađ selja eftirfarandi flokka áfengis í matvöruverslunum á Íslandi?" Flokkarnir sem spurt var um voru: a) sterkt áfengi b) létt vín og bjór.
Niđurstađan er sú ađ ţriđjungur landsmanna er áhugasamur um ađ fá létt vín og bjór í matvöruverslanir. 15,4% ţyrstir í sterkt áfengi í matvöruverslanir.
Ýmsir túlka útkomuna á ţann veg ađ hún sýni stuđning um og yfir helmings landsmanna viđ óbreytt ástand í áfengissölu. Ţađ er óvarleg túlkun. Ég kannađi máliđ. Ţá kom vissulega í ljós ađ meirihlutinn vill ekki áfengi í matvöruverslanir heldur í fataverslanir, skóbúđir og bensínsjoppur. Einn nefndi ísbúđ.
Viđskipti og fjármál | Breytt 29.11.2017 kl. 17:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2017 | 18:06
Óvenjulegur fata- og fataleysissmekkur forsetahjóna
Forseti Bandaríkja Norđur-Ameríku, Dóni Trump, er vel giftur. Ekki í fyrsta sinn. Ekki í annađ sinn. Hann er ţaulvanur - ţrátt fyrir ađ Biblían fordćmi skilnađ hjóna. Nýjasta eiginkona Trumps, Melanía, er slóvenskur innflytjandi, nýbúi í Bandaríkjunum. Fyrsta útlenda "the First Escort Lady" í Hvíta húsinu.
Trump-hjónin hafa íhaldssaman og einfaldan fatasmekk - ţrátt fyrir ađ fjárráđ leyfi "flipp". Herrann er fastheldinn á dökk jakkaföt, hvíta skyrtu og rautt bindi. Gott val. Konan er ekki fyrir föt. Til ađ gćta fyllsta siđgćđis sleppi ég öllum ţekktustu ljósmyndum af henni. Hér eru tvćr af annars hlutfallslega fáum siđsömum. Ótal ađrar fatalausar myndir af henni eiga ekki heima hér "dannađri" bloggsíđu.
![]() |
Ćtlar ađ lćkka kostnađinn viđ múrinn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
4.2.2017 | 10:11
Svoooo einfalt og ódýrt ađ komast hjá áfengisböli
Gríđarmikil hrćđsla er viđ breytingar á smásölu áfengra drykkja - sem og ađ aflétt verđi bláu banni viđ auglýsingum um ţessa sömu vöru. Hrćddastir allra eru ţeir sem neyta ekki áfengra drykkja. Ţeir eru á móti ţví ađ ađrir drekki ţessa drykki. Mjög svo. Rök ţeirra gegn frjálsrćđi í sölu áfengis eru ţau helst ađ ţá muni verđ á bjór og léttvíni snarhćkka. Jafnframt muni úrval minnka. Svo svakalega ađ drykkjuboltar geti einungis valiđ um bragđvonda Bónus-bjóra og Krónu-bjóra.
Til eru ţeir sem óttast ađ vegna ţessa - hćrra verđs og minna úrvals - muni vesalingar missa stjórn á sér í matvöruverslunum. Ţeir flćkist ringlađir inn í búđ til ađ kaupa sígarettur, neftóbak og sykur. Skyndilega komi ţeir auga á bjór og geggjast. Gleyma stund og stađ og eyđa öllum sínum aurum í fulla innkaupakerru af bjór. Hann ţambi ţeir af áfergju uns heimiliđ er í rúst. Ţá snúi ţeir sér ađ heróíni og metamfetamíni. Ţađan liggi leiđ rakleiđis í rándýra afvötnun á Vogi. Eđa á geđdeild.
Raunveruleikinn er sá ađ allt afvötnunardćmiđ er ađeins pólitík og bisness. Međ einfaldri og ódýrri ađferđ má eyđa allri löngun í vímuefni á örfáum mínútum - hafi einhver - einhverra hluta vegna - áhuga á ţví. Ţetta er gert međ dáleiđslu. Minnsta mál í heimi. Ég hef heyrt viđtöl viđ fólk sem kann dáleiđslu.
![]() |
Í guđanna bćnum geriđ ţađ ekki |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 4.11.2017 kl. 14:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
28.1.2017 | 17:56
Forrćđishyggjan á góđu flugi
Fjölmiđlar deila fréttum af átaki franskra yfirvalda gegn ört vaxandi yfirţyngd vesturlandabúa. Ţeir láta eins og ţađ sé neikvćtt. Á sama tíma eru birtar í fagtímaritum lćkna niđurstöđur úr rannsóknum sem stađfesta grun margra: Börn kvenna međ stóran rass eru gáfađri en önnur börn - sem stćrđinni nemur. Aukakíló karla tryggja langlífi. Hvert aukakíló lengir ćvina um ár.
Um međaltal er ađ rćđa. Ađrir ţćttir spila inn í og brengla dćmiđ.
Í Frakklandi er veitingastöđum nú bannađ ađ bjóđa upp á ókeypis áfyllingu á lituđu sykurvatni međ kolsýru. Reyndar ótrúlegt en satt ađ bjálfar skuli drekka svoleiđis óţverra. En hvađ međ ţađ ađ ţegar aularnir snúa heim frá veitingastađnum og mega óheftir ţamba viđbjóđinn?
Minna hefur fariđ fyrir fréttum af ţví ađ í fyrra skáru frönsk yfirvöld upp herör gegn "sćlustund" (happy Hour) á veitingastöđum. Hún gengur út á ţađ ađ áfengir drykkir eru seldir á hálfvirđi í tiltekinn klukkutíma eđa tvo.
Frönsku lögin eru ţannig ađ veitingastöđum sem bjóđa upp á "sćlustund" er gert skylt ađ bjóđa samtímis upp á óáfenga drykki á hálfvirđi. Ţađ dregur vćntalega úr áfengisdrykkju kunningjahópsins ađ ökumađur hans drekki appelsínusafa á hálfvirđi.
Ţessu skylt: Íslenskir forrćđishyggjustrumpar láta sitt ekki eftir liggja. Ţeir leggja til fjölbreytta skatta á allar matvörur og allt sćlgćti sem inniheldur sykur. Međ nýjum og helst mjög háum sköttum á ađ stýra neyslu skrílsins. Reynslan hefur ekki veriđ ţessari uppskrift jákvćđ. Ný hugsun: Kannski má prófa ađ lćkka tolla og álögur á hollustuvöru í stađ ţess ađ hćkka álögur á meinta óhollustu.
Viđskipti og fjármál | Breytt 18.10.2017 kl. 17:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.1.2017 | 11:34
Flćkjustigiđ kryddar tilveruna
Embćttismönnum er ekki alltaf lagiđ ađ hanna einfalt og skilvirkt kerfi. Ţvert á móti. Algengara er ađ hlutirnir stangist á viđ hvern annan. Allt lendi í pattstöđu.
Á síđustu öld seldu vinahjón mín bílinn sinn. Ţau voru ađ flytja til útlanda. Allt gekk vel. Flutningurinn gekk eins og í sögu. Ţá kom babb í bátinn. Kaupandanum tókst ekki ađ umskrá bílinn. Ástćđan var sú ađ bíllinn var upphaflega skráđur í gegnum Tryggingastofnun. Konan er öryrki og fékk einhverja tolla eđa gjöld felld niđur viđ kaupin. Til ađ bíllinn yrđi skráđur á nýja kaupandann ţurfti ađ ganga frá málum viđ Tryggingastofnun.
Haft var samband viđ Tryggingastofnun. Ţá vandađist máliđ. Ţar fengust ţćr upplýsingar ađ fyrst ţyrfti ađ umskrá bílinn.
Fyrir daga internets fóru samskipti fram í gegnum sendibréf á pósthúsi. Bréfin gengu fram og til baka. Lengi vel gaf hvorug stofnunin sig. Eftir ótal bréfaskipti í marga mánuđi náđist lending. Í millitíđinni olli pattstađan fjárhagslegum erfiđleikum. Ţađ var ţó aukaatriđi.
Eftir innkomu internets er ekkert lát á flćkjustigi. Fćreyska lögregluembćttiđ (sem heyrir undir Danmörku) auglýsti ađ Fćreyingum vćri skylt ađ skrá skotvopn sín fyrir tiltekinn dag. Samviskusamur hálf áttrćđur byssueigandi á Austurey brá viđ skjótt. Hann brunađi á lögreglustöđina í Rúnavík. En, nei. Ţar var honum tjáđ ađ skráningin vćri hjá Umhverfisstofu í Ţórshöfn á Straumey. Ekkert mál. En, nei. Ţegar á reyndi ţá var Umhverfisstofan ekki komin međ pappíra til ađ fylla út. Hinsvegar var mađurinn upplýstur um ţađ ađ hann ţyrfti ađ fara aftur á lögreglustöđina í Rúnavík. Í ţetta skipti til ađ fá sakavottorđ. Ţađ er alltaf gaman ađ eiga erindi til Rúnavíkur. Ţar er vínbúđ Austureyjar.
Ţegar pappírar voru komnir í Umhverfisstofu brá kauđi undir sig betri fćtinum og brunađi til höfuđborgarinnar. Töluverđan tíma tók ađ fylla út í alla reiti. Ađ ţví loknu kvaddi hann starfsfólkiđ međ handabandi. Viđ ţađ tćkifćri fékk hann ađ heyra ađ skýrslugerđin kostađi 4000 kall (ísl).
Svo heppilega vildi til ađ hann var međ upphćđina í vasanum. En, nei. Umhverfisstofa tekur ekki viđ reiđufé. Allt í góđu. Hann dró upp kort. En, nei. Ţađ má bara borga í Eik-banka. Hann skottađist niđur í miđbć. Eftir töluverđa leit fann hann Eik. Bar upp erindiđ og veifađi 4000 kallinum. En, nei. Hann mátti einungis millifćra af bók. Ţá kom upp ný stađa. Hann á ekki í viđskiptum viđ Eik og á enga bók ţar. Ţá var minnsta mál ađ opna bók og leggja peninginn inn til ađ hćgt vćri ađ millifćra. En, nei. Ţađ vćri svindl. Eik tekur ekki ţátt í svoleiđis. Eina rétta leiđin fyrir hann vćri ađ millifćra úr sínum rótgróna viđskiptabanka yfir til Eikar.
Ekki var um annađ ađ rćđa en fara langa leiđ upp í nýja Nordik-bankann í Ţórshöfn. Ţar var millifćrt yfir í Eik. Ađ ţví loknu snéri hann aftur í Eik. Ţar sótti hann kvittun. Međ hana fór hann glađur og reifur í Umhverfisstofu. Gegn henni fékk hann vottorđ um ađ hann vćri búinn ađ skrá byssuna sína. Allir urđu glađir ţví ađ allir fóru eftir settum reglum. Ţetta tók ekki nema tvo vinnudaga.
Viđskipti og fjármál | Breytt 9.10.2017 kl. 15:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2017 | 10:09
Hrćđileg mistök
Vegir guđanna eru órannsakanlegir. Ćtlun er ekki alltaf ljós í fljótu bragđi. Stundum eru farnar krókaleiđir til ađ koma skilabođum á framfćri. Ţađ henti í kaţólskri kirkju í Kolombo á Sri Lanka í ađdraganda jóla í fyrra. Til fjáröflunar - og til ađ mćta bćnaţörf safnađarins - var ákveđiđ ađ láta prenta innblásna Maríubćn, móđur Jesú til heiđurs. Fundinn var fínasti pappír og frágangurinn hafđur sem glćsilegastur.
Salan hlaut fljúgandi start. Mörg hundruđ eintök seldust á einum degi. Daginn eftir uppgötvađist ađ textinn var ekki Maríubćn heldur kjaftfor dćgurlagatexti eftir bandarískan rappara, 2bac Shakur. Sá var myrtur fyrir tveimur áratugum. Eins og gengur. Textinn fjallar um ofbeldi, klám og eiturlyf.
Talsmađur kaţólikka á Sri Lanka segir ađ um mannleg mistök sé ađ rćđa. Klúđur í prentsmiđjunni.
Ekki tókst ađ prenta réttan texta áđur en jólin gengu í garđ. Kaupendum var hinsvegar bođin endurgreiđsla. Fáir ţáđu hana. Flestir höfđu tekiđ ástfóstri viđ rapptextann. Kröftugri bćn höfđu ţeir ekki kynnst og ţuldu hana daglega yfir alla jólahátíđina. Stundum tvisvar á dag.
Viđskipti og fjármál | Breytt 6.10.2017 kl. 10:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2017 | 17:19
Hvađ eyddir ţú miklu í jólagjafir? Komstu út í plús?
Samkvćmt skođanakönnun í Bretlandi eru íbúar Sheffield eyđslusamastir allra ţegar kemur ađ jólagjöfum. Ţeir eyđa hver um sig ađ međaltali 69 ţúsund og 700 krónum í jólagjafakaup (498 pund). Ef viđ miđum viđ gengiđ eins og ţađ var áđur en ţađ hrundi í haust erum viđ ađ tala um 100 ţúsund kall.
Skotar eru ekki eins nískir og enskir brandarar herma. Glasgow-búar koma fast á hćla Sheffield-búa. Ţeir kaupa jólagjafir fyrir 69 ţúsund og 300 kr.
Bítlabćrinn Liverpool er í 3ja sćti. Púllarar spandera 64 ţúsund og 100 kr. í jólagjafir.
Bristol-búar halda ađ sér höndum. Ţeirra jólagjafainnkaup kosta 51 ţúsund og 800 kr.
Ađ međaltali fćr húsbóndi gjafir ađ andvirđi 5880 kr. Húsfrúin fćr gjafir ađ andvirđi 7420 kr. Börnin fá dýru gjafirnar. 80% Breta segja ađ sćlla sé ađ gefa en ţiggja.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)