Fćrsluflokkur: Viđskipti og fjármál

Af hverju geta listamenn ekki fengiđ sér venjulega vinnu eins og annađ fólk?

  Einstaka ţingmenn Sjálfstćđisflokksins hafa spurt ađ ţessu í rćđustól Alţingis.  Von er ađ ţeir spyrji.  Spurningin verđur alltaf áleitin í kjölfar úthlutunar Listamannalauna.  Ţađ er gott ađ henni sé velt upp sem oftast.  Ţađ veitir ađhald.

  Fyrir mörgum árum leiddi skođun í ljós ađ yfir 70% af ferđamannaiđnađi í Jamaíka má rekja til reggea-söngvarans Bobs Marleys.  Forvitnilegt vćri ađ kanna hvađ hátt hlutfall af brattri aukningu á ferđamönnum til Íslands megi rekja til heimsfrćgđar Bjarkar,  Sigur Rósar,  Of Monsters And Men,  Emilíönu Torríni,  Jóhanns Jóhannssonar,  Hilmars Arnar Hilmarssonar,  Mezzoforte,  Ólafs Arnalds og fleiri.

  Nú hefur dćmiđ veriđ skođađ og reiknađ út í litlu hafnarborginni Liverpool í Englandi. Niđurstađan er sú ađ fjögurra manna rokkhljómsveit,  Bítlarnir,  standi á bak viđ 2335 stöđugildi í Liverpool. Bein störf.  Ekki afleidd.  Íbúafjöldi Liverpool er um 450 ţúsund.  Ţetta jafngildir ţví ađ 1728 störf á Íslandi séu vegna heimsfrćgra íslenskra tónlistarmanna.

  Árlegar beinar tekjur Liverpool af Bítlunum eru 82 milljónir punda x 141 = hálfur 12. milljarđur ísl.kr.  

  Ţađ merkilega er ađ Bítlarnir störfuđu ađeins til ársins 1969. Í sex ár. Frá 1963. Ţar af voru ţeir í Liverpool ađeins í blábyrjun.  En hljómsveitin er ennţá ađ dćla háum upphćđum inn í hagkerfi litlu hafnarborgarinnar í Englandi. Hvers vegna gátu Bítlarnir ekki fengiđ sér venjulega vinnu eins og annađ fólk? 

   Ţeir hefđu getađ keypt 26 milljarđa króna hlut í Borgun á 2,2 milljarđa. Ţeir hefđu getađ keypt af Landsbankanum á einn milljarđ land sem Landsbankinn keypti nokkrum dögum áđur á 2 milljarđa.  

   


Smásaga um vinnustađaglens

pylsa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ţetta er fyrsti dagur Tóta í pylsuvagninum.  Hann er búinn ađ hlakka til í marga daga.  Ţar áđur átti hann sér langţráđan draum um ađ afgreiđa pylsur - eins og algengt er međ ungt fólk.  Vinnufélagi hans er Ása,  boldangshnáta á sjötugsaldri međ sólgleraugu og fjölda húđflúra.  Tóti hefur oft fylgst međ henni úr fjarlćgđ afgreiđa pylsur.  Hann hefur stundum undrast hvađ vinnufélagar hennar stoppa stutt viđ í vagninum.    

  Tóti heilsar og kynnir sig međ handabandi.  Ása kynnir sig ekki heldur svarar glettnislega:  "Tóti, já.  Ég ćtla ađ kalla ţig Tóta ljóta til ađgreiningar frá öđrum Tótum."

  "Ţekkir ţú ađra Tóta?" spyr Tóti undrandi.

  "Ekki ennţá," svarar Ása.  "Kannski síđar."

  Lengra er samtaliđ ekki í bili.  Ása bendir Tóta ţegjandi á ađ taka af sér jakkann.  Um leiđ bendir hún á kaffikönnu međ nýlöguđu kaffi.  Hún bendir honum líka á ađ fá sér sćti.  Hann lćtur ekki benda sér á ţađ tvisvar.  Sjálf hellir hún sér kaffi í plastmál.  Međ vönum handbrögđum gusar hún eldsnöggt úr ţví ofan í hálsmáliđ á Tóta.  Hann öskrar af sársauka undan brennandi heitu kaffinu,  sprettur á fćtur og rífur sig úr bolnum.  Hann horfir undrandi og ásakandi á Ásu.  Hún heldur um magann í hláturskrampa.

  "Vinnustađagrín,"  útskýrir hún skellihlćjandi og sćkir handklćđi.  Hún vćtir ţađ í köldu vatni og leggur samanbrotiđ yfir brunasáriđ á öxlinni.  

  "Farđu í bolinn yfir,"  skipar hún og hjálpar honum ađ trođast í kaffiblautan bolinn.

  Tóti reynir ađ taka gríninu vel.  Hann brosir vandrćđalega.  Brosiđ verđur einlćgt ţegar Ása bćtir viđ:  "Ég ćtla ađ skjótast í ísbúđina viđ hliđina og kaupa handa okkur ís í brauđformi.  Ţá fyrirgefur ţú mér gríniđ.  Er ţađ ekki?"

  Hún býđur ekki eftir svari heldur snarast út.  Ađ vörmu spori kemur hún til baka međ tvo barnaísa.  Annar er súkkulađiís.  Hinn jarđarberja.  Hún réttir súkkulađiísinn ađ munni Tóta og segir:  "Vittu hvorn ţér ţykir betri."

  Tóti er viđ ţađ ađ narta í ístoppinn ţegar Ása ţrykkir ísnum ţéttingsfast framan í hann.  Ísinn klessist upp á nef og út á kinnar.  Hún fylgir ţví eftir nógu fast til ađ brauđformiđ maskast.

  Tóti tekur andköf.  Hann skefur međ höndunum ísinn framan úr sér.  Hann sullast niđur bringuna og litar bolinn.  

  "Vinnustađagrín!"  hrópar Ása sigri hrósandi.  Um leiđ og orđinu sleppir ţrykkir hún jarđarberjaísnum á sama hátt í andlitiđ á Tóta.  

  "Ć,  ţetta fór úr böndunum,"  játar hún og horfir á Tóta ţrífa á sér andlitiđ.  "Fyrirgefđu. Ég sá ţetta fyrir mér miklu fyndnara.  Ég hélt ađ ţú myndir líta út eins og Gosi spýtukall:  Ađ brauđformiđ myndi standa út í loftiđ á nefinu á ţér.  Ţađ hefđi veriđ fyndiđ.

  Tóta fyrirgefur Ásu í huganum.  Hann vorkennir henni fyrir aulalegan húmor.  Ţađ geta ekki allir veriđ gordjöss.  Hún vill vera skemmtileg.  

  "Ég skal vera almennileg,"  lofar Ása.  "Ég er búin ađ biđjast fyrirgefningar.  Ég skal hringja í konuna sem á pylsuvagninn og óska eftir ţví ađ ţú verđir fastráđinn."

  Orđum sínum til áréttingar hringir hún og segir í tóliđ: "Ţú ćttir ađ fastráđa Tóta.  Hann ţarf bara ađ taka međ sér hreinan aukafatnađ.  Núna er hann útatađur í kaffisulli og ís.  Bćđi súkkulađiís og jarđarberja.  Ţetta er ógeđslegt fyrir kúnna ađ horfa upp á.  Ég er viss um ađ hann er ömurlegur fađir.  Ţađ kemur vinnunni ekkert viđ.  Ég ţarf bara ađ tala viđ Barnaverndarnefnd.  Láta dćma af honum börnin.  Viltu ađ ég komi eftir vinnu og nuddi á ţér bakiđ?  Ég get einnig gefiđ ţér fótanudd.  Ég hlakka til,  yđar hátign."

  Ása leggur símann frá sér og segir:  "Ţú heyrđir ţađ sjálfur,  Tóti ljóti,  ađ ég mćli međ ţér.  Ég rćđ töluverđu um fastráđningar.  Ég sef nefnilega stundum hjá hennar hátign."  

ís

 

 

 

 

 

 

 

  Fleiri smásögur og leikrit HÉR.


Fćreyskt veitingahús á Íslandi

flóranmarentza poulsen

  Eftir röskan mánuđ,  í mars,  munu Fćreyingar opna nýjan veitingastađ hérlendis.  Hann verđur í fimm kílómetra fjarlćgđ frá miđbć Reykjavíkur.  Nánar tiltekiđ á Grensásvegi 10.  Súper stađsetning.  

  Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem Fćreyingar koma nálćgt matseld á Íslandi. Marentza Poulsen (systir Elisar Poulsen) hefur í áratugi fóđrađ svanga Íslendinga.  Frá ţví á síđustu öld hefur hún rekiđ af rausnarskap Flóruna,  veitingastađ í Grasagarđinum í Laugardal.   

  Á Laugavegi 170 er rekin fćreyska Smurbrauđsstofa Sylvíu.  Árlega er ţar bođiđ upp á fćreyska viku.  Ţá er á borđum bragđsterk og matarmikil fćreysk rćstkjötsúpa ásamt brauđi međ ýmiskonar fćreysku áleggi.  Ţar á međal skerpukjötinu góđa.  

birgir enni  Af og til eru spennandi fćreyskir dagar í Fjörukránni.  Ţá kokkar einn af heimsins bestu kokkum,  Birgir Enni,  fćreyskar krćsingar af einskćrri snilld.  Birgir er föđurbróđir tónlistarmannanna vinsćlu Brands Enni og Tróndar Enni.  

  Fćreyingarnir sem blanda sér í veitingahúsaflóruna á Íslandi í mars opnuđu í fyrra veitingastađinn Angus Steakhouse í Ţórshöfn í Fćreyjum. Frá fyrsta degi hefur veriđ trođiđ út úr dyrum.  Ţar á međal hafa íslenskir túristar fjölmennt, tekiđ hraustlega til matar síns og komiđ dag eftir dag.  Fá aldrei nóg af ţví góđa. 

  Eđlilegt nćsta skref til ađ koma til móts viđ íslenska ađdáendur er ađ opna útibú í Reykjavík.

  Angus Steakhouse tilheyrir samnefndri enskri matsölukeđju.  Enskir kokkar hafa almennt ekki hrifiđ Íslendinga.  Öfugt viđ fćreyska kokka.  Í ţví liggur stóri munurinn.  Fćreyingar kunna ţetta.  

Angus steikAngus steikhús    


Ţorir ţú ađ kaupa bíl af ţessum manni?

páfabíll

  Ţannig er oft spurt ţegar heiđarleiki og trúverđugheit einhvers eru til umrćđu.  Nú er spurt svona ađ gefnu tilefni.  Fíat páfans er til sölu ţessa dagana.  Um er ađ rćđa smábílinn Fiat 500L.  Hann er skráđur á götu 2015 og nánast ekkert keyrđur;  bara í rólegheita vikurúnt um New York,  Fíladelfíu og Washington DC.  Hvorki hefur veriđ reykspólađ á bílnum né brunađ á ofsaakstri yfir hrađahindranir.

  Fullyrt er ađ páfi hafi gengiđ vel um bílinn.  Hvorki reykt inni í honum né djammađ ađ ráđi.   

  Númeriđ er SCV 1.


Gátan leyst

Fréttir hafa borist af eldri borgurum í Reykjavík,  höfuđborg landsins.  Ţeir eru svangir.  Einkum og sér í lagi um helgar.  Fréttirnar af ţessu eru um margt óljósar.  Jafnvel villandi.  Sumir fullyrđa ađ matur eldri borgara sé eldađur af alúđ.  Hann sé skammtađur samviskusamlega ofan í ţar til gerđ hitabox.  Vandamáliđ er ađ maturinn hefur ekki skilađ sér til eldri borgara.  Einhver annar borđađi hann.  Nú er komin skýring á.  Sá sem borđađi mat eldri borgara hefur játađ:  "Dagur borđađi mat eldri borgara".

matur  


mbl.is Dagur borđađi mat eldri borgara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Listamađur gegn listamönnum

  Í fyrra sótti sjónhverfingamađur,  Einar Mikael,  stíft í og náđi ađ suđa út rösklega hálfrar milljón króna styrk frá Nýsköpunarsjóđi.  Hann er svo heimsfrćgur í Grćnlandi ađ hann neyđist til ađ versla međ sólgleraugu á nefi í matinn dulbúinn sem Spiderman um miđja nótt í Hagkaup í Skeifunni.

  Ţá gerist ţađ ađ helstu rithöfundar landsins fá listamannalaun upp á rösklega 300 ţúsund kall á mánuđi.  Heimsfrćgasti íslenski töframađur í Grćnlandi brást hinn versti viđ.  Í Spćdermanbúningi úti á bílastćđi viđ Hagkaup í Skeifunni um miđja nótt sendi hann frá sér yfirlýsingu.  Í henni fordćmdi hann ţá frekju í fólki ađ sníkja pening úr opinberum sjóđum.  Hann hvatti almenning til ţess ađ sniđganga sníkjudýrin.  Búinn ađ steingleyma ţví ađ hann fór ţar fremstur í flokki.

  Spyrja má hvort ađ spilagaldrar Einars auđgi andann,  nćri ţjóđarsálina,  umfram Draumaland Andra Snćs eđa bćkur Hallgríms Helgasonar og Gerđar Kristnýjar. 

  Kannski er ţađ góđ uppástunga hjá Einari ađ sniđganga hann og ađra sem sótt hafa um og fengiđ aura úr opinberum sjóđum. Til ađ mynda bćndur, leikhús og kvikmyndir.

 


Margur verđur af aurum api

  Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ eiga fulla vasa fjár.  Né heldur er öllum gefiđ ađ umgangast auđćfi af skynsemi.  Fjöldi vinningshafa stćrstu lottóvinninga heims sitja eftir međ sárt enni. Ţeir fengu óstjórnlegt kaupćđi.  Keyptu endalaust af dýrum hlutum á borđ viđ sportbíla, glćsivillur, einkaţotur, báta o.s.frv.  Helltu sér út í samkvćmislíf sem breyttist í eitt allsherjar partý.  Áfengi,  kókaín og ađrir vímugjafar réđu fljótlega för.  Ţangađ til einn góđan veđurdag ađ allir peningar voru búnir.  

  Í partýinu splundrađist fjölskyldan međ tilheyrandi hjónaskilnuđum og málaferlum.  Eftir sitja ógreiddir reikningar,  illindi og allskonar leiđindi.  Viđ taka ţunglyndi,  sjálfsásakanir,  blankheit og heilsuleysi.  

  Oft fara unglingar,  börn vinningshafa,  verst út úr ţessu.  Ţau ganga inn í partýiđ og lćra aldrei ađ sjá um sig sjálf eđa taka ábyrgđ á einu né neinu.  Í verstu tilfellum verđa ţau eiturlyfjafíklar og aumingjar.  Ţetta vita sumar vellauđugar poppstjörnur.  Ţćr hafa ótal hliđstćđ dćmi fyrir framan sig.  Munurinn er helst sá ađ poppstjarnan fćr lengri ađlögunartíma.  Ríkidćmi hennar byggist upp hćgt og bítandi.

  Margar poppstjörnur gćta ţess ađ afkvćmin alist upp viđ "eđlilegar almúgaađstćđur".  Paul McCartney lét sín börn ganga í almenna skóla (ekki einkaskóla ríka fólksins) og skar vasapening ţeirra viđ nögl.  Gítarleikari Pink Floyd,  David Gilmour,  sér sjálfur um heimilishaldiđ.  Hann matreiđir og ţrífur.  Lengst af lagđi hann áherslu á ađ fjölskyldan matađist saman í eldhúsinu.  

  Ţetta var ekki alltaf ţannig hjá David Gilmour.  Fyrst eftir ađ hann auđgađist ţá safnađi hann glćsibílum og lét ţjónusutfólk sjá um heimiliđ.  Einn daginn uppgötvađi hann ađ hann ţekkti í raun börn sín ósköp lítiđ.  Honum brá.  Seldi sportbílana,  losađi sig viđ allt starfsfólk og gaf uppistöđu af auđćfum sínum til samtaka er taka á málefnum heimilislausra.  Ţá loks upplifđi hann hamingju og naut ţess ađ sinna börnum sínum.    

  Söngvarinn Sting hefur gert sín börn arflaus.  Ţetta gerir hann međ velferđ ţeirra í huga.  Ţau eiga alfariđ ađ bera ábyrgđ á sér sjálf.  Ţađ er kannski fulllangt gengiđ.  Nema ţau séu ţegar búin ađ koma sér ţokkalega vel fyrir og spjara sig vel.  

  Rod Stewart gengur ekki eins langt.  Í erfiskrá hans er börnunum tryggđ upphćđ sem kemur undir ţeim fótunum.  En ekki neitt sem gerir ţau ađ ríkum dekurbörnum.   

 


mbl.is 62 eiga meira en 3,7 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Veitingaumsögn

 - Stađur:  Tacobarinn,  Hverfisgötu 20,  Reykjavík

 - Réttur:  Taco

 - Verđ:  1990 kr. fyrir ţrjá rétti

 - Einkunn:  *** (af 5)

  Ţegar ég gekk inn á Tacobarinn fékk ég fyrst á tilfinninguna ađ ég vćri staddur úti á Spáni.  Kannski af ţví ađ ég er nýkominn frá Alicante.  Viđ nánari athugun blasti viđ ađ ţetta er mexíkóskur stađur.  Klárlega sitthvađ líkt međ spćnskum og mexíkóskum veitingastöđum.  Til ađ mynda tónlistin sem hljómar úr hátölurum.

  Tacobarinn er rúmgóđur og bjartur.  Glerveggir og glerţak ramma hann inn.  Ótal ljós í ýmsum litum og af ýmsu tagi upp um alla veggi og út um allt skapa suđrćna stemmningu,  ásamt mynstri á borđum og framhliđ stórs barborđs.   

  Eins og nafniđ bendir til ţá er Tapasbarinn bar fremur en matsölustađur. Bar sem býđur upp á allskonar framandi og spennandi rétti.  Prentađur matseđill liggur ekki frammi.  Ástćđan er sú ađ ţađ er dagamunur á ţeim réttum sem í bođi eru.  Ţađ er of dýrt og tímafrekt ađ prenta nýjan matseđil á hverjum degi.  Í stađinn er nýr matseđill dagsins handskrifađur á krítartöflur.  Á honum eru taldir upp nokkrir tacoréttir,  pizzur og súpa. Af tacoréttum er ţess gćtt ađ eitthvađ sé um kjötrétti,  sjávarréttataco og grćnmetistaco.

  Tacoréttur samanstendur af ţunnri hvítri hveitiköku,  um ţađ bil 5 tommur ađ stćrđ.  Á henni er meirt (hćgsteikt) kjöt međ grćnmeti og sósu eđa sjávarréttur eđa grćnmetisréttur.  Stakur réttur kostar 790 kr. Heppileg máltíđ samanstendur af ţremur réttum á samtals 1990 kr. Matmikil súpa kostar 1350 kr.  Pizza kostar 1000 kall. Lambakjötstaco,  ţorskur og kjúklingataco er góđ blanda.  Allt alveg ágćtlega bragđgott en frekar bragđdauft.  Hćgt er ađ bera sig eftir bragđsterkum sósum til ađ skerpa á.  Ţá er betra ađ ţekkja sósurnar og styrkleika ţeirra.  Ţađ hjálpar.  

  Tacoréttirnir eru bornir fram án hnífapara.  Ţetta er fingramatur ađ hćtti fátćkra Mexíkóa.  Viđ Íslendingar erum ekkert of góđir til ađ spara hnífapör einstaka sinnum.  Ţađ sparar uppvask.  

  Ég mćli alveg međ ţví ađ fólk kíki á Tacobarinn og prófi mexíkóska matreiđslu.   

tacobarinn

taco       

  

    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri veitingaumsagnir međ ţví ađ smella á HÉR 


Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ.  Alltaf fundust ţar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum.  Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar.  Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar.  Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar.  Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir.  Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.

  Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir.  Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni.  Dálítiđ eins og ađ vera í Elko.  Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant,  svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


Upptaka á verđmćtum flóttamanna og hćlisleitenda

  10. desember var lagt fram á danska ţinginu frumvarp.  Ţađ snýst um heimild til ađ skođa og skilgreina eignir flóttamanna og hćlisleitenda.  Jafnframat um ađ gera megi verđmćti ţeirra upptćk.  Rökin eru ţau ađ verđmćtin verđi metin sem greiđsla upp í kostnađ danska samfélagasins viđ ađ hýsa ţetta fólk.  Ţađ er ađ segja ţangađ til ţađ er fariđ ađ vinna fyrir sér í Danmörku og leggja skerf til samfélagsins.  Rannsóknir unnar í nágrannalöndum sýna ađ á örfáum árum eru innflytjendur farnir ađ leggja meira til samfélagsins en ţeir ţiggja.  

  En eitthvađ ţarf til ađ brúa biliđ ţangađ til.  Um ţađ snýst frumvarpiđ.  Spurning er hvađ langt á ađ ganga.  Sumir túlka ţetta sem upptöku á öllum verđmćtum.  Ađrir túlka ţađ sem upptöku á skartgripum, demöntum og ţess háttar.  Ekki upptöku á peningaseđlum,  fatnađi og bókum.  Enn ađrir velta fyrir sér upptöku á gullfyllingum í tönnum.  Sýnist ţar sitt hverjum.

   Eftirskrift ţessu óviđkomandi:  Vegna umrćđu um vímuefnameyslu íslenskra alţingismanna - sem fer jafnan úr skorđum í desember:  Í húsakynnum danska ţingsins er bar.  Ţar er stöđug traffík.  Ţingmenn standa í halarófu.  Ţeir kaupa margfaldan skammt ţegar röđ kemur ađ ţeim.  Til ađ ţurfa ekki aftur í röđina fyrr en eftir klukkutíma.  Danskir ţingmenn eru almennt "ligeglad".  Íslendingur spurđi hvort ađ ţingmenn sem sniđgangi barinn séu litnir hornauga.  Svariđ:  "Ţađ hefur ekki reynt á ţađ."

 


mbl.is Vilja leggja hald á verđmćti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband